Dagur - 16.01.1965, Page 7

Dagur - 16.01.1965, Page 7
7 r Eití þýðjngarmesta þjóðmáHð (Framhald af bls. 8.) fremst um að ræða rétta dreif- ingu þess fjármagns, sem þjóð félagið getur ráðið yfir, til þess að skapa framleiðslumöguleika, íbúðir og það, sem til þess þarf að lifa menningarlífi nútíðar og láta okkur bregða í brún, þó að framtíðar um landið allt. Jafn vægisstofnunin á að verða þess um komin að leggja til það fjár magn, sem á vantar, þegar búið er að fara hinar venjulegu leið- ir. Hún á að geta lagt það lóð- ið á vogarskálina, sem úrslitum ræður. Hún á að hafa varðstöðu og skynsamlega forsjá. Það getur verið, eins og Carl- sen sagði um daginn, að þetta kosti eitthvað. Við megum ekki það kosti eitthvað fyrir svona litla þjóð að vera sjálfstætt ríki og eiga landið, og það kann að reynast, eins og skáldið sagði, dálítið dýrt, a. m. k. um stund- arsakir, að vera íslendingur. En það kynni þó að revnast dýrara fyrir afkomendur okkar að vera það ekki. Síðustu 23 árin hefur þjóð- inni, eins og ég sagði áðan, fjölg að um nál. 54%. Ef gert er ráð fyrir sömu fjölgun hlutfallslega áfram og litið 23 ár fram í tím- ann til ársloka 1986, ættu íbúar landsins þá að vera rúmlega 100 þús. fleiri en þeir eru nú. Þegar rætt er um að skipuleggja lands byggðina er spurningin fyrst og fremst þessi: Hvar verða heim- ili þessara 100 þús. íslendinga, sem bætast við í landinu á þess- um 23 árum? eða á einhverjum styttri tíma eða lengri tíma ef menn vilja svo vera láta. Það er hægt að hugsa sér, að aliur þessi mannfjöldi eða mestur hluti hans safnist saman á höf- uðborgarsvæðinu. En í sam- bandi við allan þennan mann- fjölda eru líka möguleikar til að efla byggð L.öllum lands- hlutum og það er það, sem þjóð- félagið þarf að stefna að. Nátt- úrugæðin eru víða. Landbúnað- urinn í sveitunum ætti að geta tekið á móti miklu meira fólki en við hann vinnur nú þrátt fyr ir aukna tækni. Á 19. og 20. öld hafa myndazt viðs vegar um land rúmlega 70 þéttbýlismið- stöðvar fyrir utan höfuðborgina og stærstu kaupstaðina, sem telja nokkrar þúsundir manna hver. Flestar eru þessar þéttbýl- ismiðstöðvar við sjóinn, en nú í seinni tíð eru þær einnig að myndast í sveitum, á krossgöt- um í sambandi við verzlun og fleira, í kringum skóla, á jarð- hitastöðum o. s. frv. Þessi byggð öll eða mest öll hefur vaxtar- skilyrði, ef rétt er að henni bú- ið, en þó misjafnlega góð og slíkir staðir geta orðið fleiri. ís- land mun á næstu áratugum eignast mannafla til að geta gef- ið hinum mörgu þáttbýlisstöð- um nýtt líf og jafnframt til að efla sveitirnar og fáa stóra kaup staði eða bæi, t. d. einh eða tvo í hverjum landshluta. Að þessari þróun er jafnvæg- isstofnuninni, sem þetta frv. fjallar um, ætlað „að vinna. Um það þarf hún að haía samráð við reynda menn og sérfróða á ýmsum sviðum. Hún þarf að byggja á því, sem fyrir er, en jafnframt að hafa auga fyrir nýjum viðhorfum, nýjum mögu leikum. Nútíma fólk hér á landi vill, eins og annað nútímafólk, verkaskiptingu og fjölbreyttni. Sjávaraflinn mun e.nn um hríð reynast drýgstur til eflingar hinum mörgu, srnáu þéttbýlis- stöðum við sjóinn og alveg sér- staklega þegar farið verður að nýta hann betur til manneldis en nú er gert. Og íslenzkur land búnaður kann að eiga sér meiri markaðs- og vaxtarmöguleika en nú er almennt viðurkennt. En íslendingar eru líka iðnaðar- þjóð og hafa raunar alltaf ver- ið. Innlend hráefni og alþjóðleg gerviefni opna sjálfsagt ýmsar nýjar leiðir. Ekki er það ólík- legt, að gamall íslenzkur heim- ilisiðnaður, þjóðleg handavinna eða listmunagerð eigi eftir að veita mörgum vetraratvinnu, e. t. v. ekki svo mjög á sveita- heimilum eins og fyrr, heldur í þorpum og bæjum, þar sem vet- urinn er nú hjá mörgum dauð- ur tími heima. í sumum löndum eru heimilisiðnaður og ferða- mannaþjónusta nátengdar at- vinnugreinar. Og þegar sá draumur rætist, að hafizt verð- ur handa um stórvirkjun fall- vatna til framleiðsluaukningar, verður þar um að ræða mikla og óvenjulega möguleika til að auka jafnvægið milli landshluta. Það væri stórslys í skipulags- málum landsbyggðarinnar, ef þeir möguleikar væru látnir ónotaðir, ef nýtt fjármagn á þessu sviði væri látið ýta undir öfugþróun í stað þess að stuðla að jafnvægi. Ég mun nú ljúka máli mínu. Það er von okkar flm., að sá tími nálgist, að það málefni, sem við berum hér fram, hljóti nauð- synlegt fylgi hér á hinu háa Al- þingi. Ég geri ráð fyrir, að ýms- ir hafi sannfærzt um það nú í seinni tíð, að hér er bent á hina réttu leið. Við erum að sjálf- sögðu reiðubúnir til að ræða um þær brevtingar á þessu frv., sem til bóta mætti verði. Þegar íslenzk jafnvægisstefna kemst á fót, verður þar um að ræða tákn þess, að með vaxandi fólks fjölda renni hér upp ný land- námsöld en ekki landeyðingar- öld. Við íslendingar erum um þessar mundir staddir á þeim örlagastað, þar sem skilur milli feigs og ófeigs. Ef þjóðin hirðir ekki um að láta landið stsékka sig smækkar hún og líður und- ir lok. Ég vil, herra forseti, að lok- inni þessari umr., leyfa mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af bls. 8.) ið af skarið í því, að kref'asl staðsetningar aluminíumverk- smiðju, ef reist verður hér á landi, við Eyjafjörð. Rétt er það og Norðlendingum skylt að þakka stuðning við norðlenzk sjónarmið. En hvers vegna þakkaði ritstj. Alþm. ekki sín- um flokksforingja fyrir stuðn- ing við málið? Eða á hann e. t. v. eftir að taka skarið af hjá sér. DÝRIR PELSAR „fslenzkir stjórnmálamenn og stórbændur eiga að gefa kon- um sínum cliinehillacape“, seg- ir Morgunblaðið í stórletraðri fyrirsögn á þriðjudaginn. Nánar hefur blaðið það svo eftir aðal búnaðarráðunaut sín um Gunnari Bjarnasyni, að loð kápur þessarar tegundar kosti svo sem hálfa milljón króna og herðaslá 125 þús. Einhverjum mun þetta alldýrt þykja, þótt mönnum finnist fátt of gott handa konunni. En sé chinchilla nagdýrið eins kuldaþolið og auð fóðrað og af er látið, en það gef ur efni í umræddan pels, þá kæmi e.t.v. einhverjum í hug að slíkt dýr væri gott húsdýr á ís landi. ÞAKKIR. Innilegt þakklæti til allra þeirra, bæði einstaklinga og félagssamtaka, sem færðu Elliheimili Akureyrar og vist fólkinu þar góðar gjafir um jólin og glöddu það á einn og annan hátt. — Stjórn Elli- heimilis Akureyrar. FRA HAPPDRÆTTI Templara Vinningurinn kom á nr. 1974. ÁLFADANS íþróttafélagsins Þórs verður ekki um þessa helgi, heldur næstu ef veður leyfir. Félag ungra Framsókn- armanna á Akurevri ( J lieldur KVÖLDVERÐARFUND á Hótel KEA sunnudaginn 17. janúar n.k. kl. 7 e.h. Ingvar Gíslason ræðir stjóm málaviðhorfin. Félagar fjölmennið og látið stjórnina vita um þátttöku, ekki síðar en á laugardag. (Framhald af blaðsíðu 2). um, til að vekja þjóðina til skiln ings á þeirri staðreynd, að það er ekki lengur aðeins æskilegt, heldur nauðsynlegt að sem flest ir þegnar þjóðfélagsins stundi einhverja íþrótt, og ekki aðeins á vaxta- og þroskaskeiði, held ur æfilangt. Flestum mun vera það ljóst, að íþróttahreyfingin stendur ekki traustum fótum í hinu nýja þjóðfélagi. Hvað veldur? ARÓÐUR VANTAR Nýir tímar heimta ný vopn og nýjar leiðir. Vopnin heita áróður og leið irnar, upplýsingaþjónusta , fræðsla, kynning o.fl. íþróttahreyfingin hefur van- rækt í stórum stíl, það sem hér er drepið á. Áróður fyrir íþróttum í blöð um og útvarpi er sjaldgæfur, á hinn bóginn eru fluttar fréttir um íþróttir, því miður oft nei- kvæðar vegna einstrengingslegr ar félagshyggju. Fræðandi íþróttablöð eru engin. Fræðsla í dag- og vikublöðum sjaldgæf. Fræðsluþættir fluttir í útvarp ennþá sjaldgæfari. Uppeldi og fræðsla varðandi félagsmál íþróttahreyfingarinnar, fullkom lega vanrækt. Um uppeldi, fræðslu og þjálfun leiðbeinenda og þjálfara, gegnir sama máli, að undanteknum örfáum tiíraun um í rétta átt. Engri nýtíma þjóð er það leng ur kleift að halda uppi íþrótta menningu án stöðugrar uppbygg andi fræðslú, félagslegri og tæknilegri. Aðeins með sérhæfum skól- um eða námskeiðum, fræðirit- um, bæklingum, kvikmyndum og erindum, verður íþróttahreyf HJÓNAEFNI: Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Jó fríður Traustadóttir fóstra, Helga-magra-stræti 12 og Þórður Gunnarsson símvirkja nemi, Hafnarstræti 6. NATTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið á fimmtudögum kl. 4—6 síðdegis og sunnudögum kl. 2—4 síðdegis. MINJASAFNIÐ! Safnið er að- eins opið á sunnudögum frá kl. 2—5 e. h. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 11162 og 11272. LESSTOFA ísl.-ameríska félags ins, Geislagötu 5: Mánudaga og föstudaga kl. 6—8, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 7,30 —10, laugardaga kl. 4—7. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Guðmund Knutsen, sími 1724. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. ingunni lyft til vegs í þjóðfélag- inu og sköpuð sú virðing, sem- henni er nauðsynleg, til þess að hún fái notið sín, og boðskap ur hennar verði heyrður. Útbreiðsla íþróttánna er því aðeins hugsanleg í framtíðinni, að fjölmennu, sérþjálfuðu starfs liði og allri áróðurs og fræðslu tækni nútímans, verði beitt til að vekja þjóðina til skilnings á raunhæfu gildi íþróttanna fyrir einstaklinginn. Einstak- lingurinn vill vita hvers vegna og hann verður að fá svar. Menningargildi íþróttanna er ekki falið í örfáum góðum af- rekum, heldur þeim þroska fé lagslegum og líkamlegum, sem íþróttirnar veita hinum al- menna borgara. ■ Norðurlöndin eiga áratuga gamla reynslu, varðandi fræði- lega uppbyggingu íþróttanna í íþróttahreyfingunni. Þaðan get- ur verið ausið af mikilli þekk- ingu, og á ýmsan hátt lært hvað bezt muni henta til lausnar okk ar vandamálum hér á landi. MENNTUN LEIÐTOGA Takist ’ íþróttaforystunni að manna og mennta unga og ötula leiðtoga og leiðbeinendur, vekja hjá þeim áhuga og starfslöngun og kveðja þá til starfa fyrir íþróttahreyfinguna, mun hún fljótlega skjóta rótum í hinu unga og rótlitla þjóðfélagi. íþróttahreyfingin þarf að skynja betur tilgang sinn. Marka stöðu sína. Efla samtök sín. Beita sér að sameiginlegu marki. Herða á aga sínum, bæði inn á við og út á við. Verkefnin bíða lausnar. Þörf er þinnar handar, þinn- ar þekkingar og fórnfýsi — ís- lendingur.“ HORNUNG & MOLLER PIANO, notað, en \el útlítandi til sölu. — Upplýsingar gefur HARALDUR SIGURGEIRSSON Sími 1-19-15 — Spítalavegi 15 & % | FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI þakk- | © ar öllum einstaklingum og félagasamtökum fyrir fóla- f f g/fl/ó' og hlýjan hug lil sjúklinga og stofnunarinnar, ^ $ um síðastliðin jól. f Við óskum öllum velunnurum sjúkrahússins gleði- § | legs nýdrs, með þökk fyrir það liðna. J © ö Fyrir hönd F.S.A. GUÐFINNA 'FHORLA CIUS. f t Í Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar JÓNÍNU RÓSU STEFÁNSDÓTTUR, Hömrum, Akureyri. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐNÝJAR BALDVINSDÓTTUR, Elliheimilinu Skjaldarvík. Sérstaklega þökkum við Stefáni Jónssyni, Skjaldar- vík, og Soffíu Sigurðardóttur þeirra umhyggju og fyr- irhöfn. Vandamenn. Stjórn F. U. F. Ak. - Á hvern hátt er hægt að auka íþróttastarfið?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.