Dagur - 13.02.1965, Blaðsíða 6
6
- Bílstjórasögur
(Framhald af blaðsíðu 2).
gramdist. Varð mér þá að orði:
„Þið komizt kannski út í brún-
ina (Vaðlaheiðarbrún að vest-
an), en þar veltið þið.“ Svo
skildu leiðir. En mér leið ónota-
lega á heimleiðinni og fór ekki
heim, heldur beint á stöðina.
Næsta verk mitt var það, að
fara upp á Vaðlaheiði til að að-
stoða bíl, sem þar hafði oltið
þrjár veltur. Ég fór nærri um,
hver þar væri, því mér fannst
einhvern veginn, að þessi bíll
hlyti að fara út af.
Oft hefi ég dottað undir stýri
og ætti maður kannske ekki að
segja frá. En afsökunin er sú,
að svefninn sækir fast að þeg-
ar lengi er búið að vaka. Og
enginn ökumaður gefur sig
svefni á vald baráttulaust. Einu
sinni sem oftar var ég á ferð í
Bárðardal að sumarlagi í ágætu
veðri. Með mér í bílnum var
myndarleg og hressileg kona
þaðan úr sveitinni. Ekki var
það henni að kenna, að mig tók
að syfja svo heiftarlega að ég
átti í erfiðleikum með að halda
augunum opnum. Það endaði
líka svo, að ég ók' út af og
hrökk upp heldur ónotalega,
utanbrautar. Vegarkantur var
þarna enginn og þess vegna
varð ekkert slys. Frúin lét sem
ekkert væri, dró fleyg úr pússi
sínu og bauð mér að súpa á.
Einu sinni vorum við Friðrik
Blöndal að koma að sunnan. í
Oxnadal hætti ég að sjá. Ég var
með fulla meðvitund og opin
hafði ég augun, en veginn sá ég
ekki. Ég sá bara svartan vegg á
vinstri hönd og fylgdi honum.
Auðvitað ætti enginn maður að
aka þannig á sig kominn. Þegar
þetta bar við var ég búinn að
vaka tvo sóiarhringa. Þetta
slampaðist slysalaust, og hefur
raunar ailtaf gert. Það hafa
ekki komið fyrir nein slys hjá
mér nema að ég drap einu sinni
hund á Vatnsskarði, ók yfir
hann. Mér féll þetta mjög illa.
Bóndinn, sem hundinn átti,
bölvaði í sand og ösku, — ekki
mér, heldur hundinum, fyrir þá
heimsku að stökkva sífellt að
bílunum.
Segja má, fyrrum yrði hver
og einn að treysta meira á
sjálfan sig í ferðalögum en nú
er. Þá var ekki hægt að kalla
á vegagerðina til hjálpar þegar
snjór lokaði leiðum, og þá voru
ekki trukkar, jeppar og drátt-
arvélar á bæjunum til aðstoðar
þegar maður festi bíl einhvers
staðar úti á landi. Þá var mað-
ur vanur að handleika skófluna.
(Framhald í næsta blaði).
GÓÐ AUGLÝSÍNG -
GEFUR GÓÐAN ARÐ
LOÐHÚFUR
ný sending.
SKINNHANZKAR
fóðraðir.
MARKAÐURINN
Sími 11261
TIL BÆNDA
Vér viljum hér með vekja athygli bænda á því, að frest-
ur til að sækja ,um lán úr lánadeildum landbúnaðar-
ins til framkvæmda á þessu ári, rennur út 15. marz
næstkomandi. — Biðjum vér því aílá þáí sem óska að-
stoðar vorrar við 1 ánsútvegun, að hafa tal af oss sem
allra fyrst, svo að öruggt sé að öll nauðsynleg láns-
skjöl verði kornin til Búnaðafbdnkans’ í tæka tíð.
KAUPFÉLA6 EYFIRÐINGA
Vaðstígvél!
HIN MARGEFTIRSPURÐU
VAÐSTÍGVÉL KVENNA
eru væntanleg aftur í byrjun næstu viku.
LEÐURVÖRUR H.F.f Strandgötu 5, sími 12794
NÁTTKJÓLAR - UNDIRKJÓLAR
MITTISPILS
SOKKABANDABELTI
KORSELETT
BRJÓSTAHALDARAR
SOKKAR, fjölbreytt úrval
VEFNAÐARVÖRUDEILD
SUNNUDAGSBLAÐ TIMÁNS
flytur fróðlega þætti um líf og sögu þjóðar
vorrar, skrifaða af ritsnjöllum mönnum. —
Blaðið er nú þegar orðið dýrmætt safnrit, og
mun innan tíðar verða ófáanlegt nema með
geypi verði.
AFGREIÐSLAN AKUREYRI, Hafnarstr. 95
Sími 1-1443.
Verzlið
VERZLID I K.E.A.
Af viðskiptum ársins 1963 voru
félagsmönnum greidd
4% í ARÐ
ÞAÐ er raunveruleg
lækkun á vöruverði.
Þess vegna meðal annars, er
ÓDÝRAST AÐ VERZLA í K.E.A.