Dagur - 10.06.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1965, Blaðsíða 8
8 Stóriðjumálið lagt fyrir Alþingi ! á komandi hausti? SMÁTT OG STÓRT NÚ í vor samþykkti Alþingi til- lögu frá stjórninni um heim- ild til að virkja Þjórsá við Búr- fell. Þessi virkjunarheimild var flutt og samþykk't á þeim for- sendum, að ekki mætti lengur dragast að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirvofandi rafmagnsskort á Suðvestur- landi. Hitt átti svo að liggja á milli hluta í bili, hvort semja skyldi við Svisslendingana um aiuminíumverksmiðju og ákveða stærð orkuvers við Þjórsá með tilliti til þess. Virkjunarmálið syðra var þannig skilið frá stóriðjumál- inu og afgreitt út af fyrir sig. Sumir telja, að til almennra nota væri réttara að byrja á virkjun minni fallvatna á Suð- vesturlandi, samanber greinar- gerðir S. Thoroddsen verkfræð- ings um það mál. Ágreiningur verkfræðinga skal ekki ræddur hér, og eðlilegt er að gera ráð- stafanir til þess að leysa raf- orkuþörfina syðra með nýrri virkjun. Eins og kunnugt er, var um leið samþykkt heimild til að reisa allt að 12 þús. kw. orkuver við Laxá til að bæta úr raforkuþörf hér nyrðra. Til þess mun þó þurfa stjórnar- leyfi, áður en af því getur orð- ið. FÁNI REISTUR Á NÝJU EYJUNNI NÝJA eyjan við Surtsey rís nú óðfluga úr sæ og þar eru stöð- ug sprengigos. — Tveir ungir Vestmannaeyingar gengu þar á land í fyrrakvöld með íslenzka fánann og reistu fánastöng. — Nýja eyjan var þá um 16 m á hæð og 170 m löng. Gufumökk- ur gossins var um 2500 m á hæð. Surtur, sem gaus hálft annað ár, er hljóður um þessar mund- ir. □ Almennt er áhtið, að alumíní- umverksmiðjumálinu sé aðeins frestað til haustsins og verði þá lagt fj'rir þingið. Samningavið- ræður ríkisstjómarinnar við hina erlendu aðila munu verða í fullum gangi. í ráði er að þing mannanefnd sú, sem fjallað hefur um mál þessi í vetur, fari til útlanda í sumar og skoði m. a. aluminíumverksmiðjur í Nor egi og Sviss. FLUGFÉL-AG íslands og Loft- leiðir, þau íslenzku flugfélög, sem lengst hafa starfað í land- inu og miklum vexti náð á okk ar mælikvarða, héldu nýlega að alfundi sína í Reykjavík. Flugfélag íslands flutti landa á milli á áætlunarleiðum sínum 36.952 farþega, sem er nær 28% aukning. Innanlands var farþega talan 69.834 og aukning 12,5%. Auk þessa voru leiguflug með 5.529 farþega. Fluttir voru 412 lestir af vörum og 115 lestir af pósti milli landa og yfir 1000 lestir inanlands og 128 lestir af pósti, og er mikil aukning á öll- um þessum liðum. Heildarvelta félagsins varð 180,3 millj. kr. Hagnaður af milli landaflugi varð 5 millj. kr. en 3,9_ millj, kr. tap á innanlands- flugi. Afskriftir voru 11,5 millj. kr. og hagnáður 1,1 millj. kr. Starfsmenn F.í. eru 312. Yfir standa samningar milli F.f. og Björns Pálssonar um stofnun sameiginlegs flugfélags til rekst urs sjúkraflugs, leiguflugs og á- ætlunarflugs fú smærri staða. Ákveðið var að gefa út jöfnun arhlutabréf þannig, að verðgildi núverandi hlutabréía yrði fimm faldað. Stjórn félagsins skipa. Guð- mundur Vilhjálmsson, Bergur G Nýlega óskaði ráðherra eftir því, að tveir fulltrúar frá Al- þýðubandalaginu tækju sæti í fyrrnefndri þingmannanefnd, og þágu þeir það greiðlega, sem vænta mátti. En í vetur, þegar nefndin tók til starfa mátti rik isstjórnin ekki heyra það nefnt, að Alþýðubandalagsmenn ættu sæti í þeirri virðulegu nefnd. Sjálfur forsætisráðherrann gekk þar fram fyrir skjöldu til að færa rök gegn því, að slíkir Gíslason, Birgir Kjaran, Jakob Frímannsson og Björn Ólafsson. Loftleiðir juku veltuna um 23% á síðasta ári, rekur fimm flugvélar af Cloudmastergerð og fjórar af Rolls Royce gerð. Fast ir starfsmenn eru 615. Aukning farþegatölu varð 27,5% og 23,3% aukning í vöru flutningum. Félagið hefur skilað bönkum á sl. ári gjaldeyri, sem svarar 132 millj. kr. Stjórn Loftleiða skipa: Kristj án Guðlaugsson, Alfreð Elías- son, Sigurður Helgason, Krist- inn Olsen og Einar Árnason. LAUGARDAGINN 29. maí gekkst Mjólkurtæknifélag ís- lands fyrir sýningu á smjöri í Mjólkurbúi Flóamanna, Selfossi. Sýningin var framkvæmd á þann hátt að 11 mjólkursamlög sendu sýnishorn af nýstrokkuðu smjöri til Osta og Smjörsölunn- ar og þar voru þau geymd í 15 daga við 15 stiga hita. Að þeim tíma liðnum voru sýnishomin metin af hinum þremur ríkis- skipuðu smjörmatsmönnum þeim Oddi Magnússyni, mjólk- urstöðvarstjóra, Guðmundi Guð mundssyni, mjólkurfræðingi og FAGRAR KONUR f j BÆNDAHÖLLINNI Enn á ný hefur fegurðarsam- keppni kvenna hér á landi far- ið fram og að þessu sinni í Bændahöllinni í Reykjavík. Þar sigraði 18 ára gömul stúlka frá Akureyri, Sigrún Vignisdótt- ir. Mun hún vel að sigrinum komin og kemur engum á ó- vart þótt blómarós frá höfuð- stað Norðurlands geti sér orð fyrir fegurð, því þar er margt fegurra kvenna. Fyrr hafa kon- ur frá Akureyri sigrað í sams konar keppni, Ragna Ragnars og Ama Hjörleifsdóttir. Feg- urðardrottningar íslands eru slíkar nefndar og er nafngiftin ekkert smásmuguleg. KEPPNIN VAR EKKI HÖRÐ Kunnugir segja, að keppnin hafi ekki verið mjög hörð á þessu vorj og var sá hópur fremur fá- liðaður, sem að síðustu gaf á- horfendum eitthvað fyrir að- gangsaurana sina í súlnasal bændanna. Konumar vom fimm talsins. Fegurðarsamkeppni kvenna með tilheyrandi auglýs- ingaskrumi og fíflskap, er einn þáttur skemmtanalífs og fjár- öflunar. í eðli sínu hún niður- lægjandi fyrir konur vegna þess að kvenleg fegurð og kven legir töfrar verða ekki mældir á vog eða metnir eftir málbandi Þar með er ekki lítið gert úr þátttakendum samkeppninnar eða í efa dregið að þeir liafi litið vel út og glatt auga viðstaddra. ÞANNIG ÁTTU HESTAR AÐ VERA Kunnur hestamaður í Reykja- vík, Bogi Eggertsson, segir ný- lega í blaðaviðtali, að fyrrum liefðu menn talið eftirfarandi ó- brigðul einkenni reiðhesta. Hest arnir áttu að vera með laust þunnt skinn, „Iaust við höfuðið“, höfuðið sjálft beinabert og skarp legt. Eyrun áttu að vera upp- stæð, lokuð og ætíð snúa bæði í þá átt er hesturinn horfði, því það sýndi kjark og góða lund. Vöðvaskin áttu að vera mikil og skýr, hesturinn mjúkbyggð- ur með sæmilega sveigjanlegan hrygg. Hestar með þessi ein- kenni bregðast varla, segir Bogi. Um tíma var allt annað fegurð armat á hestum og önnur bvgg- ing í meiri hávegum höfð, svo Hafsteini Kristinssyni, ráðunaut í mjólkurfræði. Smjörið var met ið undir dulmerkjum og hver matsmaður gaf sjálfstæða eink- unn. Meðaltal réði úrslitum. Að öllu leyti var farið eftir þeim matsreglum sem notaðar eru við hið ríkisskipaða smjör- mat sem framkvæmt er í Osta og Smjörsölunni. Einkunnargjöf in er frá 6 — 12. Einkunn undir 9 gefur til kynna að smjörið er annar flokkur og þar með verð fellt í sölu. Smjörinu er gefin einkunn fyrir útlit, smureigin- (Framhald á blaðsíðu 5). sem mikil brjóst og að hestur- inn væri jafn breiður aftur úr. KYNBÓTASTARFIÐ Sami hestamaður segir, að margt hafi mistekist í hrossakyn bótunum. Stóðhesta eigi aðeins að velja af því kyni, sem 4—5 ættliðir taminna hrossa standa að. í hin ýmsu góðu hrossakyn hafi blandast slæmir eiginleik- ar, svo sem hrekkir og grófleiki, og nefnir hann í því sambandi tvö kyn, Svarðastaðakyn og Hindisvíkurkyn. En vegna þess arar óheppilegu blöndunar séu kyn þessi orðin að vandræða- kynjum. ÓRÆKTUÐ HROSS BÚA YFIR MIKLUM HÆFI- LEIKUM Þrátt fyrir lög og reglur um stóð hestahald, er því svo háttað víða í sveitum og er ekki vanzalaust, að liryssur fá folöld við ungfol um, sem of seint eru vanaðir og ganga lausir. Gildir í því efni liið sama um blessuð folöldin og hvolpana, að enginn veit um faðernið. Og svo er verið að ættfæra hesta! Slíks munu vart finnast dæmi í nágrannalöndum og er þetta til hinnar mestu van virðu, svo fremi að kynbóta- starfið sé einhvers virði. En vís indalegrar hrossakynbætur, sem stefna að fyrirfram ákveðnu marki (stefnan og markmiðið er enn reikandi) geta vissulega bor ið stórkostlegan árangur, meiri og betri en hjá þaulræktuðum kynjum. Fá eða engin hrosskyn eru hraustari en hið íslenzka og hvergi finnast hrossakyn með jafn fjölhæfum og fjaðurmögn- uðum gangi. Þol íslenzku hest- anna er líka ótrúlega mikið. Þeg ar litið er á þessa sérstæðu og ágætu eiginleika, má segia, að stofninn lofi mjög miklu við úr val og heppilega blöndun. GÓÐUR HESTUR ER ALLTAF KVENHESTUR Hinn fullkonmi gæðingur er ekkj til og hefur aldrei verið. En þeir sem um hesta hugsa eða við hesta fást, eiga allir sinn draumahest — hinn fullkomna gæðing. — En enginn hestur er öllum kostum búinn þótt marg ir séu gæðingarnir og margir snillingar á vissum sviðum. All ir verulegir gæðíngar eru góð- ir konuhestar. Þeir hestar, sem ekki eru konum meðfærilegir, eru e.t.v. gæðingsefni en ekki fulltamdir eða misheppnaðir á einhvem hátt. Hinsvegar hafa sumir hestamenn gaman af að fljúgast á við villinga og lirekkja hunda — í von um að úr þeim rætist. ÞAÐ ER f TÍZKU AÐ EIGA HEST Búvísindamaður sagði nýlega, að ef svo héldi fram sem nú horfði, yrðu öll gróðurlönd í Reykjavík og nágrenni innan fárra ára nytjuð fyrir reiðhross svo mjög væri nú í tízku, einn ig meðal ungmenna, að eignast reiðhest. Áttatíu ungmenni und (Framhald á blaðsíðu 2). (Framhald á blaðsíðu 7). ASðilundir flugfélðganna Smjörsýning á Selfossi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.