Dagur - 07.08.1965, Blaðsíða 1
Dagur
SIMAR:
11167 (afgreið^la)
11166 (ritstjóri)
AGUR
XÍLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 7. ágósi 1865 — 56. tbl.
Dagur
kemur út tvísva! í viku
og kostar kr. 25,00 á "
mán. í lausasölu kr. 4,00
Góður fiskafli vi
Langanesi 6. ágúst.
DAGANA 14. til 20. júlí voru
liér hlýindi suma daga og loft-
hitinn komst upp í 20 stig. Bæoi
íyrir og eftir þann tíma hefur
sumarið verið mjög kalt en úr-
koma fremur lítil og er jörðin
með þurrara móti.
Grasspretta var mjög hæg-
fara fram að miðjum júlí, en
breyttist þá til batnaðar.
Siáttur hófst mjög seint og
heyskapur er skammt á veg
kominn. Á einum bæ í Þistil-
firði hófst sláttur 10. júlí og á
nokkrum öðrum bæjum um eða
eftir miðjan mánuðinn. En hér
um sveitir hófst sláttur ekki
fyrr en undir júlílok. Er því
hætt við, að heyskapur verði
lítill í sumar.
Á einum bæ á Langanesi,
COÐ UFSAVEIÐI
Dalvík 5. ágúst. Hér hefur ver-
ið góð ufsaveiði undanfarið. í
gær komu fjórir bátar með um
70 tonn af ufsa. — Jökulfellið
tók í nótt um 130 tonn af freð-
fiski, og er það helmingurint) af
lagernum.
Þau tíðindi gerðust nú fyrir
stuttu, að sex punda lax veidd-
ist í Svarfaðardalsá. Er það tal-
inn árangur af fiskiræktarstarf-
semi. S. H.
Eíra-Lóni, er fjárhús og hlaða
í smíðum.
Fiskafii er góður frá Þórshöfn
og frystihúsið í gangi. í vor
opnuðu stjórnarvöldin fyrir
dragnótaveiði og stundar einn
heimabátur þá veiði. En einn-
ig veiða hér bátar frá öðrum
stöðum og fara burt með afla
sinn. Kolinn er hér heilfrystur.
Byrjaðar eru hafnarfram-
kvæmdir í Þórshöfn. Er baga-
legt, að ekki var byrjað fyrr í
sumar. Ráðgert er að steypa 2
ker og ekið er grjóti í sjóvarn-
argarð. Öflugur krani frá Vita-
málastjórninni er þarna að
verki og með honum átti að
dýpka bátahöfnina.
Póstur og sími er fiuttur í
nýtt húsnæði á Þórshöfn og er
íbúð stöðvarstjóra að mestu
leyti lokið. Stöðvar stjóri er frú
Soffía Ingimarsdóttir.
Olíufélagið er að byggja
benzínafgi>eiðslu og greiðasölu-
stofu. Er það til hagsbóta fyrir
hina mörgu ferðamenn, sem
hingað koma margir yfir sum-
artímann. — Skurðgrafa vinnur
á Langanesi.
í vor var mikil grásleppu-
veiði og stunduð bæði frá Þórs-
höfn og Heiðarhöfn. Verð á
hi-ognum er hærra en s.l. ár.
Vorfóðrun ánna varð dýr að
Framhald á blaðsíðu 2.
Ný loffpressa í Múlavegi
VEGAGERÐIN hefur fengið
nýtt tæki til þess að vinna við
síðasta spölinn í Múlavegi. Er
tæki þetta alger nýjung hér um
slóðir. Þetta er gríðarlega stór
loftpressa og bor. Borinn er á
sérstökum vagni, sem hreyfir
sig sjálfstætt á beltum, drifn-
um áfram með lofti frá press-
unni. Borinn sjálfur er stærri
en þeir borar, sem notaðir hafa
verið áður. Hann er 2% til 3
þumiungar í þvermál og er hægt
að bora með honum jafnt lárétt
sem lóðrétt vegna þess, að hon-
um er þrýst niður með vökva-
tjökkum. Meiri stærð holanna
gerir kleift að nota sterkara
sprengiefni með meiri árangri
en áður.
ALLCOÐ UFSAVEIÐI
Húsavík 5. ágúst. Veiði var léieg
lengi framan af vorinu, en að
undanförnu hefur verið ailgóð
ufsaveiði og handfæraveiði hef-
ur glæðst nokkuð. Fiskiðjusam- •
lagið hefur því nóg hráefni, en
hins vegar hefur ekki komið
síld hingað um landan tíma.
Vona menn þó að úr síldar-
leysinu rætist á næstu vik-
um. Þ. J.
Vélin var flutt á staðinn s.l.
miðvikudag og voru gerðar til-
raunir með hana bæði þann dag
og fimmtudaginn, en vinnsla
með henni byrjaði af fullum
krafti í gær. □
Dælupramminn liggur nú á Helgavogi.
(Ljósmynd: E. D.)
Dælupramminn kominn á Helgavog í Mývatni
Yfir 200 stiga liiti í borholunni í Bjarnarflagi
Reynihlíð 6. ágúst. í síðasta
mánuði var gerð tilraun til að
koma nokkru lífi í óvirka bor-
holu í Bjarnarflagi í Mývatns-
sveit. En fyrir nokkrum árum
Voru boraðar þar tvær holur og
hefur önnur þeirra síðan gosið
látlausu gufugosi með miklum
gný, en hin sýndi ekki árang-
ur.
Nú var hin óvirka borhola
dýpkuð niður í ca. 490 metra og
meira þurfti hún ekki. Tók hún
þá að gjósa og hefur gert það
síðan. Hitinn er yfir 200 stig en
gufuþrýstingurinn er enn ekki
mældur, því „trukkmælirinn“
þoldi ekki álagið.
Dæluprammi, erlendur, sem
hingað var nýlega fluttur, var
settur á flot í gær, og er á
Helgavogi. Búið er að byggja
dælustöð og leirgeymi á Hrúta-
vogstanga, rétt við Helgavog.
Kísilleirnum úr botni Mývatns
verður fyrst dælt, með hjálp
prammans, upp í geyminn, en
þaðan um þriggja km leið upp
í hraunið norðan við Gufubað-
stofuna. Rör í þá leiðslu eru
komin á staðinn. Almenna bygg
ingafélagið í Reykjavík sér um
þessar framkvæmair nema upp-
setningu geymisins, sem Stál-
smiðjan í Reykjavík annast. —
Jarðhitinn í Bjarnarflagi verð-
ur svo notaður til að þurrka
.
hinn verðmæta leir, áður en
hann er hreinsaður.
Seint í fyrra mánuði brann
gamall bær í Álftagerði, sem
var noíaður til geymslu og sem
reykhús. Eigandi er Gestur Jón
asson bóndi þar. A.
Valnsveiía og pylsugerð
DAVÍÐSHÚS Á AKUREYRI
ÖLLUM OPIÐ
DAVÍÐSHÚS við Bjarkar-
sííg á Akureyri var opnað á
sunnudaginn. Verður það
opið framvegis, almenningi
ul sýnis, daglega frá kl. 3 til
5 síðdegis. Húsvörður fyrst
um sinn er Kristján Rögn-
valdsson. Aðgangur en 25
krónur fyrir fullorðna en
ókeypis fyrir börn..
Bæjarstjórn Akureyrar-
kaupstaðar keypti bókasafn
þjóðskáldsins og eignaðist
einnig innanstokksmuni
þess, ennfremur húsið sjálft,
sem áhugamenn á Akureyri
söfnuðu fé til, keypfu og af-
heníu bænum. Bærinn kaus
þriggja manna nefnd til
að sjá um Davíðshús. Þá
nefnd skipa Þórarinn Björns-
son skólameisíari, Stefán
Reykaíín byggingameistari
og Sfefán Stefánsson bæjar-
verkfræðingur. Formáður
nefndarimiar er Þórarinn
Björnsson og var hann áður
formaður þeirrar nefndar,
sem vann að Davíðshús-
söfnun.
Útlit er fyrir, að kaupverð
Davtðshúss og fjársöfnunin
til þeirra kaupa muni nokk-
uraveginn stanáast á. En
söfnunarnefnd mun að s'álf-
sögðu gera almenningi grein
fyrir því á sinum tíma.
Allir eru veíkomnir í Ðav-
íðshús og þangað eiga marg-
ir erindi. □
Reyðarfirði 1. ágúst. Hér hefur
verið kuldatíð með úrkomu af
og til, rigning í byggð en snjó-
koma í fjallatoppum. Heyskap-
ur ge.ngur illa vegna litilla hlý-
inda og vætu í lofti. Bygginga-
framkvæmdir ganga aftur á
móti mjög vel.
Síldarsöltun hefur verið mjög
lítil, eitthvað á fjórða þúsund
tunnur hafa verið saltaðar hjá
öllum söltunarstöðvunum. Hing
áð hafa borizt um 17 þúsund
mál síldar af miðunum við
Hrollaugseyjar og hefur Síldar-
verksmiðjan þá tekið á móti 80
þúsund málum af síld, en brædd
hafa verið 68 þúsund mál. Nú
eru þrær verksmiðjunnar full-
ar og tvö skip bíða löndunar,
Sigurborg SI og Óíeigur III
VE.
Hér .er tekin til starfa full-
k'omin pylsugerð hjá kaupfélag
inu. Hingað var sendur pylsu-
gerðarmaður frá SÍS, Gísli
Garðarsson, og mun hann ann-
ast rekstur pylsugerðarinnar
fyrst um sinn.
Kaupfélagið hefur látið lag-
færa og endurbæta að nokkru
leyti Gistihúsið og um leið bætt
úr brýnni þörf, því hér er
óslitinn strauniur ferðamanna
alls staðar að af landinu. Þá er
kaupíélagið að láta reisa vöru-
skemmu og er Reyðarfjarðar-
hreppur aðili að henni. Þessi
skemma er stálgrindarhús og
klædd utan með alumin-báru-
plötum.
Reyðarfjarðarhreppur er að
bjóða út byrjunarframkvæmd-
ir á nýrri vatnsleiðslu, en hún
er fyrirhuguð um tveggja km
leið innan við kauptúnið, en
þar hefur þegar verið borað
niður á vatn. Fyrsti áfangi
Framhald á blaðsíðu 2.
„DRAGNÓTIN BJARG-
AÐI OKKUR44
Hrísey 5. ágúst. S.l. mánuð hef-
ur borist hér á land eins mikið
af fiski og við ráðum við og vel
það. Núna er á leiðinni Auðun,
með um 30 tonn og endist það
fram að helgi. Aðaluppistaðan í
aflanum hefur verið dragnóta-
veiðin og hefur hún bjargað at-
vinnulífúhér í sumar. Undan-
farið hefur mikið veiðst af ufsa
í hringnót en dragnótaveiðin
dregist saman. Jökulfellið er að
lesta á fjórða þúsund kassa af
freðfiski. Eins og áður hefur
verið frá sagt, var frystihúsinu
breytt allmikið í vetur og mun-
ar það næstum helmingi í aukn-
um afköstum.
Trillurnar hafa haft reytings-
afla og ekki sýnt, að opnun
dragnótasvæðanna hafi neinu
breytt um það. J. K.