Dagur - 13.08.1966, Side 5

Dagur - 13.08.1966, Side 5
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Ak’areyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðar ins gaf m. a. þessar upplýsingar á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var fyrr í vikunni: í viðtali við landbúnaðarráðherra, snemma í desember, 1965 kom í ljós, að enginn grundvöllur var til að fá hækkun útflutriingsbótanna, frá því sem lögin ákváðu. Framleiðsluráðinu var það þegar Ijóst, að þann halla, sem þannig var sýnilegur á útborgunarverðinu til bænda, yrði að jafna út milli allra mjólkurframleiðenda. Bæði var það skylt samkvæmt anda og beinum ákvæðum framleiðslulaganna, en auk þess lá sú hætta í því, ef þessi lækkun kæmi misjafnt niður, að allt afurðasölukerfi landbúnaðarins og verðlagskerfið, riðaði til falls. Eftir langar umræður komst ráðið að þeirri niðurstöðu, að ekki yæri hægt að komast hjá því að gera eftirfar- andi ráðstafanir: L Leggja sérstakan skatt á inn- fluttan fóðurbæti. 2. Taka sérstakt útflutningsgjald af innveginni mjólk og kjöti. 3. Til þess að mæta lækkun á smjörverði innanlands yrði útsölu- verð nýmjólkur hækkað nokkuð. Á þennan hátt yrði hægt að jafna hallanum milli mjólkurframleiðenda og jafnframt draga nokkuð úr birgða söfnun á smjöri innanlands. Af þessum leiðum fékkst aðeins ein fram, þ. e. að taka sérstakt út- flutningsgjald af innveginni mjólk. Því ákvað Framleiðsluráðið að taka 50 aura af hverjum lítra mjólk- ur, sem mjólkurbtiunum barst í maí- mánuði og 1 krónu af hverjum lítra mjólkur, sem tekið var á móti í júní, júlí og ágústmánuði. Þetta á að gefa um 41 milljón króna í tekjur til út- jöfnunar á því sem á vantar, eða rúmlega helminginn. Hins vegar hefur Framleiðsluráðið nú ákveðið að fella útflutningsgjaldið niður frá og með 1. sept. 1966, um óákveðinn tíma. Er þetta gert vegna þess að mjólkurframleiðslan hefur sýnt merki um samdrátt. samkvæmt því, sem áður segir og eins vegna þess, að nauðsynlegt er að örva haust- og vetrarframleiðslu mjólkur, sérstak- Iega hjá þeim framleiðendum, er senda mjólk sína til Faxaflóasvæðis- ins. Skömmu eftir að Framleiðsluráðið tók áðurnefnda ákvörðun sína, reis mikil óánægjualda meðal bænda út af töku útflutningsgjaldsins. Einnig fór saman, að þrjú mjólkursamlög á Norðurlandi gátu ekki greitt fram- (Framhald á blaðsíðu 7.) Stærstu holræsarörin, sem bærinn notar, eru steypt hjá Möl og sandi og kosta 2 þúsund kr. stykkið. STJÓRN Akureyrarkaupstaðar og blaðamenn bæjarins liafa ekki haft nægilega samvinnu um almenna fréttaþjónustu, sem bæjarbúum er bæði gagn og gaman að og stjórn bæjarins nauðsyn. í síðasta blaði Dags var minnt á óánægjuraddir þær, sem í bænum heyrast um seinagang á framkvæmdum bæjarins og óskað upplýsinga um þau mál. Bæjarstjórinn kallaði daginn eftir saman blaðamannafund til að skýra mál bæjarins og verk- efni. Þyrftu slíkir fundir að vera fleiri og var' þeirra óskað á þessum blaðamannafundi. Bæjarstjóri ræddi fyrst bæj- armálin á víð og dreif, lýsti erfiðleikum á framgangi ein- stakra mála, einnig kröfum fólks og skyldum bæjarins við það. Blaðamaður Dags lagði þá fyrir bæjarstjórann rúman tug spurninga, sem svars var óskað við og svaraði hann þeim efnis- lega á eftirfarandi hátt. Er það rétt, að malbikunar- framkvæmdum bæjarins verði frestað í sumar, þegar frá er skilin Glerárgata, sem verið er að Ijúka? Já, ef svara ætti þessari spurn ingu með einu orði, sagði bæjar stjórinn. í des. í vetur fór flug- málastjórn þess á leit við Akur eyrarbæ, að hann tæki að sér framkvæmd við malbikun Akur eyrarflugvallar, þ. e. 23 þús. fermetra. Umræð.ur um þetta mál hafa síðan farið fram öðru hverju. Akureyrarbær vildi ekki skuldbinda sig til að fram kvæma verkið, nema sem við- bót eigin malbikunarfram- kvæmda. En sú áætlun var, af bæjarverkfræðingi, lögð fram í fyrrahaust, að malbika 3 km. af götum bæjarins á ári, með hin- um nýfengnu tækjum, miðað við 10 metra götubreidd. Fyrir þrem vikum krafðist svo flug- málastjórn svars við því, hvort bærinn gæti hafið framkvæmd- ir á flugvellinum þá þegar, en annars yrði malbikun frestað um óákveðinn tíma og fjármagn ið, sem tryggt hafði verið til framkvæmdarínnar notað til flugvallarframkvæmda á öðr- um stað. Bæjarráð ákveð þá á fundi, að hefja malbikunarfram kvæmdir þær, sem hér um ræð ir, en fresta malbikun gatna í nýjum vatnsveituframkvæmd- um fyrir Akureyri? Á 3—4 síðustu árum hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar vatnsveitu einkum á möguleikum til vatnsöflunar, þar sem lindir í Hlíðarfjalli eru Samningur var, eins og áður hefur verið frá skýrt, gerður við Pólverja um efni í 1000 tonna dráttarbraut með hliðarfærsl- um. En fyrst verður byggður 120 metra kantur, klæddur stál þili, norðan við Slippstöðina. Efni í stálþilið kemur í haust. Síðan verður unnið að dýpkun og uppfyllingu í smábátahöfn- inni. Um framtíðar-smábáta- höfn liggur ekkert ákveðið fyr- ir. Ef ekkert óvænt kemur fyr- ir, á nýja dráttarbrautin að verða tilbúin í ársbyrjun 1968, þ. e. dráttarbrautin og hafnar- framkvæmdir í sambandi við hana. Hefur framtíðarliöfn Akur- eyrarkaupstaðar verið ákveðin? Nei, en farið hafa fram botn- mælingar og dýptarmælingar, og eru þær undirstaða ákvörð- un framtíðarhafnar. Hvernig miðar holræsagerð bæjarins? Auk þeirra holræsa, sem gerð eru við nýjar götur, er unnið að hinu mikla holræsi, sem liggja á allt frá Lundi, í sjó fram við Glerárósa. Því miður hefur verkinu miðað hægt í sumar vegna vöntunar á smiðum. Vinnuvélar h.f. hafa nú tekið að sér verkið. Þetta er mesta laðamenn á Akurevri oa bænum þangað til að flugvallar vinnunni lokinni. Þó varð að samkomulagi, að malbika að- eins flugbraut en ekki flugvél- arstæði við flugstöðina og minnkar það malbikunina um 8 þús. fermetra. Nú er verið að ljúka við Glerárgötu og malbik un flugvallarins hefst eftir næstu helgi. Hvar er niðurkominn þurrk- arinn fyrir malbikunina? Þessi þurrkari, sem er dýrt og vandað verkfæri, á að auka afköst malbikunarinnar um allt að helmingi. Hann er ekki kom inn ennþá. Flutningur hans til landsins hefur ekki tekizt. Skiptast þar á loforð og svik, en nú er okkur sagt að hann sé á leiðinni. Hvað líður byggingu iðnskóla húss, bókhlöðunnar og lögreglu varðstofu og fangahúss? Ákveðið var að iðnskólabygg ingin yrði gerð fokheld næsta vetur. Unnið er nú við aðra hæðina en alls eiga hæðirnar að verða fjórar. Á þessari bygg- ingu var byrjað 1. okt. á síðast- liðnu hausti. Ennþá er ekki unnt að segja um, hvort þessi áfangi tekst á áætluðum tíma og húsið verði fokhelt í haust, Við bókhlöðuna er fremur lítið unnið nú í sumar og ekkert unnið við lögreglustöðina síðan í fyrra. Það vantar fagmenn og verkamenn í flestum starfsgrein um bæjarins, einnig verkstjóra. Hvað líður undirbúningi að fullvirkjaðar og vatnsþörf eykst mun hraðar en svarar íbúa- fjölgun. Verkfræðiathuganir hvíla mest á herðum Sigurðar Thoroddsens, Tveir höfuðstað- ir koma einna helzt til greina, Þveráreyrar og Glerá. Búið var fyrir nokkrum misserum að bora eftir vatni á Þveráreyrum og sýndist þar mikið vatn og gott en þraut þó í vetur. Bein- ist athyglin því meira að Glerá. Aðstæður allar þar eru í rann- sókn, svo og vátnið sjálft. Hreinsunarstöð yrði að koma þar upp ef af vatnsvirkjun yrði. Unnið er í sumar að vatnsleit á nokkrum stöðum í nágrenninu með jarðborun. Enn hefur ekki æskilegur árangur náðst af bor unum þessum. Hvar verður byggt á næsta ári og er undirbúningur sæmi- ; lega á veg kominn? Ekki er enn ákveðið hvar leyfðar verða einbýlishúsabygg- ingar á næsta ári, en ýmsar áð- ur auglýstar lóðir undir stærri hús eru enn ónotaðar. Raðhús verða sennilega byggð vestan við Mýrarveg. Hvað líður skipulagsmálun- um? Að þeim er alltaf unnið og nú er allt lögsagnarumdæmið tek- ið fyrir til heildarkortlagning- ar og tekur það mikinn tíma. Endurskipulag miðbæjarins er erfitt og lítið að því unnið. Hvað líður framkvæmdum nýju dráttarbrautarinnar? holræsagerðin á Akureyri og var áætlað fyrir tveim árum áð myndi kosta um 12 millj. kr. Þetta er undanfari þess, að gera margar lóðir byggingar- hæfar, sem ekki eru það nú. Hefur verið ákveðinn' staður fyrir þá bæjarmenn, sem bú- pening eiga og búskap stunda eða útreiðar? Skipulag bæjarins miðast fyrst og fremst við fólk en ekki- búpening. Búskapurinn er mik- ið vandamál hér í bæ, einkum byggingar fyrir gripina og hag- ar. Ef hestum fjölgar jafn ört á næstunni og verið hefur um skeið, verða þessi vandamál óleysanleg. Það er þörf á að tak marka skepnuhaldið. Nú hefur verið ákvoðið að ætla land- spildu fyrir peningshús á Breiðumýri austanverðri og mælir margt með þeim stað, ofan við Miðhúsaklappirnar. Hverjar úrbætur er verið að gera til betri nýtingar á neyslu- vatni? Verið er að byggja þrýsti- vatnsgeymi á Miðhúsaklöppum. Ráðgert er, að skipta bænum í hverfi eftir legu þeirra og hæð frá sjó með tilliti til vatnsmiðl- unar á hvert slíkt svæði. Hvað líður framkvæmda- áætlun bæjarins? Unnið er að henni, bæði með gagnasöfnun og fundahöldum og mun verki miða vel, en slíkt verk tekur langan tíma. En framkvæmdaáætlun Norð prlands? Bæjarstjórnin samþykkti á sínum- tíma þann vilja sinn, að Efnahagsstofnunin kæmi hér á fót einskonar miðstöð til aðstoð ar Efnahagsstofnuninni við gerð Norðurlandsáætlunarinnar. Þetta verður ekki. Allir aðal- menn stofnunarinnar komu hingað nýlega og sátu fund með bæjarráði og framkvæmda- nefnd Akureyrai-. Voru viðræð ur hinar fróðlegustu. Starfs- menn Efnahagsstofnunarinnar ferðast í sumar um Norðurland, heimsækja forystumenn í sveit arfélögum og leita álits þeirra um framkvæmdaþörf. í stað sér stakrar miðstöðvar á Akureyri, til aðstoðar við gerð Norður- landsáætlunar er ráðgert, að syeitarfélögin verði sjálf hinn nauðsynlegi tengiliður. Bæjarstjóri upplýsti að síð- pstu, að sl. 8 ár hefðu 17 bygg- ipgar risið á vegum bæjarins og væru aðeins þrjár ófullgerðar, þ. e. bókhlaðan, lögregluvarð- sfofan með tilheyrandi og iðn- skólabyggingin og kostuðu þær 70—80 millj. kr. og væru um 50 þús. rúmmetrar. Blaðið þakkar framanskráðar upplýsingar og vonar að ráða- menn bæjarins sjái sér fært, með hjálp blaðanna, að gefa öðru hverju helztu upplýsingar um bæjarmálin, ef ekki í sér- stökum fréttatilkynningurp, þá með því að halda fundi með blaðamönnum í sama skyni. E. D. íim fyrstii 6 mán. ársins FYRSTU 6 mánuði ársins voru fluttar inn samtals 3245 bifreið- ar, eða meira en nokkru sinni fyrr á jafnlöngum tíma. Ekki eru þó allar þessar bifreiðar komnar á götuna því eftir þeim upplýsingum er Mbl. fékk hjá Gesti Ólafssyni forstöðumanni bifréiðaeftirlitsins höfðu fram til 15. júní verið skoðaðar í Reykjavík 2300 nýjar bifreiðar. Þá ber einnig að gæta þess að ekki er um hreina aukningu að ræða, þar sem alltaf er árlega lagt mörgum bifreiðum t. d. var árið 1965 farið með 1200 ónýtar bifreiðir upp í Grafarvog. Nú voru fluttar inn 1587 fólks þifreiðar, 14 almenningsvagnar, 248 vörubifreiðar, 91 sendiferða þifreið, 928 jeppar, 256 station- þifreiðar, 68 notaðar fólksbif- r,eiðar og 5 lögreglu- og sjúkra- þifreiðar. Cif verð þessarra 3245 bif- reiða nam 279 milljónum 220 þúsund kr, □ VERÐLAUN ÚR STYRKTARSJÓÐI FRIÐRIKS KONUNGS ÁTTUNDA Guðiii Þórðarson, verkstjóri, sjötugur GUÐNI ÞÓRÐARSON. fvrrv. verkstjóri Hamarstíg 1 Akur- eyri verður 70 ára í dag 13. ágúst. Guðni er fæddur 13. ágúst 1896 að Brunnhóli á Mýrum Austur-Skaftafellssýslu. For- eldrar hans voru Þórður Guð- mundsson bóndi þar og kona hans Auðbjörg Sigurðardóttir. Af 12 börnum þeirra Þórðar og Auðbjargar komust aðeins 5 til follorðinsára. Guðni var yngstur systkinanna. Auk venjulegrar heima- fræðslu, eins og hún gerðist í sveitum á þeim tíma, var Guðni einn vetur í unglingaskóla hjá Ólafi Thorlacíus lækni í Bú- landsnesi, S.-Múlasýslu. Eftir fermingu réðist hann til Þórhalls kaupmanns Daníels- sonar á Höfn í Hornafirði og var hann hjá honum um nokk- urra ára skeið. Gerðist sjómað- ur á Austfjörðum 1915, og stund aði sjó á fiskibátum, frá Eski- firði og Norðfirði, ýmist sem háseti, vélamaður eða formað- ur. Brá sér auk þess tvívegis í siglingu með erlendum skipum. Búsettur var Guðni um skeið á Noi'ðfirði og þá skipstjóri á m.b. Drífu, sem var í flutning- um um Austfirði á vegum beina mjölsverksmiðjunnar á Norð- firði. Flutti til Siglufjarðar 1931. Guðni kvæntist árið 1922 Sig ríði Einarsdóttur bónda á Orms staðastekk í Norðfirði Þórðar- sonar og eiga þau einn son, Aðalstein, sem nú er loftskeyta maður á Fsju. Við Guðni hittumst fyrst vor ið 1934. Þá var nýhafin endur- bygging síldarverksmiðjunnar á Dagverðareyri, og var Guðni þá þegar ráðinn þangað aðalverk- stjóri, en gegndi því starfi alla tíð meðan verksmiðjan var við lýði. Ég vár einnig ráðinn þang- að sama vorið og vann þar næstu 15 vertíðir. Margar minn ingar koma í hugann þegar litið er til baka til þessara ára þeg- ar síldin veiddist á Húnaflóa, Skagafirði, Grímseyjarsundi eða við Mánáreyjar og Rauðu- núpa. Það er vandi að vera verk- stjóri, svo öllum líki. Þeir verða að þjóna tveim herrum og láta á hvorugan ganga, vinnuveit- andann né vei'kamanninn. Þetta tókst Guðna mjög vel. Um hag fyrirtækisins hugsaði hann eins vel og hann ætti það sjálfur, en gerði ekki ósanngjarnar kröfur um vinnu. Óvana menn og ungl inga varaði hann mjög við slysa hættu í verksmiðjunni, og gekk hart eftir að allt væri traust og öruggt. Mun þessi árverkni verkstjórans hafa átt sinn góða þátt í því að aldrei urðu nein teljandi slys í verksmiðjunni öll þau ár sem hún starfaði. Snyrtimennska í allri um- gengni er Guðna í blóð borin. Gætti hann þess vel að verk- færi öll væru látin á sinn stað að loknu dagsverki og öllu hald ið eins hreinu og unnt væri. í matar og kaffitímum er margt spjallað á vinnustöðum, margar kímnisögui' og hnittnar vísur kunni verkstjórinn og aldrei skorti umræðuefni. Oft var hart deilt og stundum ekki af sannfæringu, heldur aðeins til að bragð yrði að umræðun- um og skemmtun nokkur. Þó að Guðni ynni oft mikinn hluta úr árinu við verksmiðj- una á Dagverðareyri keypti hann fljótt eftir að hann flutti hús á Akureyri og þar hafa þau hjónin búið sér vinalegt og snoturt heimili. Þegar verksmiðjan hætti störfum 1956 gerðist Guðni skrifstofumaður hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og starfar þar enn. Mun þar mega sjá á bókum hina fögru rithönd Guðna, sem ég hef mjög öfund- að hann af. Gamli starfsfélagi og vinur. Við vökum ekki lengur og bíð- um eftir síldarskipum á Dag- verðareyri eða göngum út á Höfða í ágústhúminu, til að vita hvort við sjáum ekki Andey, Súluna eða Snæfell koma. Marg ir af vaktinni eru gengnir til feðra sinna. Strákarnir sem lempuðu kolum, sekkjuðu mél og mötuðu snigla og færibönd eru orðnir verkfræðingar, prest ar, prófessorar og sendiherrar. Síldin fór og við snérum okkur að öðru. Ég sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar árnaðaróskir og þakka góð kynni. Gunnar Kristjánsson. NORRÆNA SUNDKEPPNIN — BOÐSUNDIÐ — „NÚ LÍÐUR óðum á lokaþátt- inn“ — í Norrænu sundkeppn- inni. í dag, 9. ág. hafa 1180 Ak- ureyringar synt hér í lauginni, eða rúmlega 12% bæjarbúa. Það er svipað hlutfall og á sama tíma síðast þegar keppt var. Þá byrjuðum við með hið skemmti lega Grímseyjai'boðsund. Sú keppni milli bæjarhluta verður nú endurtekin með lítilsháttar breytingum til að jafna styrk- leikahlutföllin, og gefst bæjar- búum tækifæri til að fylgjast með, hversu mjakast í áttina með hverjum þeim, sem syndir 200 metrana, ef þeir koma að glugga O. Th. nyrzt í Hafnar- stræti. Framkvæmdanefndin hefur talið saman, hve margir hafa synt frá hverri götu í bænum og var það „út af fyrir sig skemmtilegt rannsóknarefni". Vitanlega eru göturnar mis- jafnlega langar og mannmarg- ar, en áhuginn er líka áreiðan- lega mjög misjafn. Þá mun þess einnig gæta, að í vissum bæjar hlutum er sýnu meira af eldra fólki, en í öðrum meira ungt BENEDIKT BJÖRNSSON, fyrr um bóndi á Bárkarstöðum í Miðfirði, hefur nýlega hlotið verðlaun fyrir skógrækt úr Styrktarsjóði Friði'iks konungs áttunda fyrir framúrskarandi dugnað og áhuga í skógrækt. Benedikt Björnsson er nú orð inn aldraður maður, um átt- rætt, en hefur undanfarin 40 ár sinnt meír um plöntun trjáa en aðrir í hans héraði. Með iðni og þrautseigju og aðstoð góðra manna hefur hann komið upp stórum trjálundi neðarlega við Austurárgilið suður af bænum á Barkarstöðum. Þegar Benedikt hófst handa um trjáplöntun, var ekki um auðugan garð að gresja að því er plöntuval snerti. Varð hann að láta sér nægja fáar og smáar birkiplöntur hin fyrstu ár, en smám saman hefur fjölbreytnin aukizt, og nú eru að vaxa upp ýmsar tegundir trjáa undir handarjaði’i Benedikts og fjöl- skyldu hans. Áður en langt urn líður, mun vöxtur hinna ýmsu trjátegunda gefa góðar bend- ingar um, hvað rækta megi á þessum slóðum í Miðfirði, þegar fleiri bændur vilja fara að for- dæmi hans. Þetta framtak Benedikts er þeim mun lofsverðara sem Mið fjörðurinn hefur ekki verið tal- inn álitleg sveit til skógræktar. Er hann því vel að verðlaunun- um kominn. Skógræktarsjóður Friðriks konungs áttunda.var stofnaður árið 1908 til minningar um för konungs til íslands árið 1907. Sjóðurinn var upphaflega kr. 10.000.00, sem var mikið fé á þeim tímum, en hann hefur gengið saman líkt og aðrir sjóð fólk, sem svo að segja er fætt og uppalið á sundi! Þess vegna hefur nú Innbærinn fengið sér til styrktar þrjár götur: Álfa- byggð, Suðurbyggð og Austur- byggð. Þá er og forgjöfin til þess að jafna aðstöðuna. Glerár hverfið virðist vera einna verst statt, en þaðan mun á næstunni verða straumur mikill í sundið! Þótt lengra sé að sækja skortir þar, er á reynir, hvorki dug né áhuga. Hæsta keppendatölu hefur Byggðavegur — eða 66, þá Kringlumýri (þó ekki stór gata!) með 42 og Munkaþverár stræti með 40. Frá nokkrum smágötum: Ráðhústorgi, Snið- götu og götum í Glerárhverfi er aðeins einn keppandi enn, og 2—4 frá götum eins og Möðru- vallastræti, Lögbergsgötu, Hvannavöllum, Grundagötu, Mýrarvegi^ Grænugötu, Lækj- argötu, Þverholti, Langholti o. m. fl., þar sem vitanlega er margt af vel syntu fólki. En allt stendur þetta til bóta. -Skoðið „málverk11 og greinargerð í glugganum hjá Oddi, og lijálpið ykkar sveit. um 200 metrana í áttina. Þar sézt að 1. sveit, Inn- ir með verðfalli peninganna. En með því að veita ekki verðlaun nema með nokkurra ára milli- bili, hefur þó verið hægt að sýna mönnum nokkra viður- kenningu fyrir dugnað í skóg- rækt. Sjóðurinn er í umsjá Stjórnarráðsins og veitir ráðu- neytisstjóri Atvinnumálaráðu- neytisins honum forstöðu. Hákon Bjarnason. Erlent fólk við bústörf hér á landi GÍSLI KRISTJÁNSSON rit- stjóri Freys ritar í síðasta hefti grein um ráðningu og dvöl er- lends fólks, sem ráðið var hing- að til lánds á árunum 1946—■ 1965, til landbúnaðarstarfa. Sam tals var þetta fólk 1629 talsins á þessu tuttugu ára tímabili en var fátt til ársins 1953. Þó var eitt ár áður, sem sérstakt var í sinni röð. Það var 1949 þegar 319 Þjóðverjar vistuðust hér, þar af 76 konur, sem margar urðu húsfreyjur á íslenzkum sveitaheimilum. Stærsti útlend ingahópurinn var 1958 eða 328 manns og árið eftir 307, en fór svo ört minnkandi. Danir eru fjölmennastir í þeim hópum landbúnaðarverka fólks, sem hingað réðust til starfa árin 1946—1956 eða 1430 samtals, en næst Þjóðverjar 369 talsins. Á síðasta ári voru aðeins 50, erlendir menn ráðnir til land- búnaðarstarfa. Eftirspurn er þó mikil, ep vinnulaun landbúnað- arvei-kafólks ei'lendis hafa hækkað stórlega á síðustu ár- um. Á þeim vettvangi hefur ís- lenzkur landbúnaður ekki get- að keppt. Q bæi', hefur byi'jað við Hjalteyri (þ. e. forgjöf 150), synt hafa 173 og vantar þá 77 til að ná í Gi-ímsey. 2. sveit, Ytri-Brekka, byrjaði við Gæseyri (100 í for- gjöf). Synt hafa 257, vantar því 143 spretti í markið. 3. sveit, of- an Þórunnarstrætis, (-r- 3 göt- ur) byrjaði inn við Leiru, for- gjafarlaust, en vantar þó ekjd, nema 110 spretti. 4. sveit, Odd- eyrin, byrjaði við Gæseyri (100 í forgjöf), synt hafa 261, vantap 139 enn. 5. sveit, Glei'árhverfi, byrjaði við Hrísey, miðja vegu, til Gi'ímseyjar (forgjöf 250). Þaðan hafa aðeins 95 synt, svo að enn vantar 159 að markinu. Þetta er nú næsta markið að, keppa að, — meii-a þarf til, enda auðvelt, ef aðeins allir vel syntir bæjai'búar vilja hjálpa til sigui's. Þegar allar sveitim- ar hafa náð í þetta mapk (Grímsey), hafa þó enn ekki synt eins margir og í síðustu keppni syntu hér í lauginnj (nær 2000). Nú er auðvelt að fá mun fleiri til sundsins. ISii hvert stefnt verður frá Gríms- ey, er enn óráðið. Áfram, Akureyringari / F ra m k væm d anefnd iu. )

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.