Dagur - 13.08.1966, Síða 8

Dagur - 13.08.1966, Síða 8
7 SMÁTT OG STÓRT NÝI gæzluvöllurinn við Löngumýri og sá fyrsti, í bænum, sem lokaður er með traustri girð- ingu. (Ljósmynd: E. D.) «K$K^x$>^^^^«xSx$^x$>^x5xí^K$xÍK$^x$x$xSx$xíx$xÍK$>^x$x$xSxíx$>^xéx$x$>«xS>^x$x$x$xí^x$x$xí>^«^x$^^>«^$^xí^ UM HRÍSGRJÓNIRJEKT í SUÐAUSTUR-ASÍU tekur það að jafnaði sjö vinnustundir að framleiða 20 kg. af hrísgrjón um. í löndum, þar sem vélum er beitt, tekur það um 7 mínút- ur. 1 Hrísgrjón eru útbreiddasta korntegund heimsins. Yfir 257 milljón tonn voru framleidd 1963—1964, síðasta árið sem töl ur eru til um. Á sama ári voru NORÐURLANDSMÓT NORÐURLANDSMÓT í frjáls um íþróttum fer fram að Laugalandi í Eyjafirði laugar- daginn 20. ágúst og sunnudag- inn 21. ágúst og hefst fyrri dag inn kl. 3 e. h. Þátttöku í mótinu ber að tilkynna fyrir 18. þ. m. til Þóroddar Jóhannssonar, sími 12522. Ungmennasamband Eyja fjarðar sér að þessu sinni um mótið. Gunnarsstöðum Þistilfirði 11. ágúst. Á þriðjudaginn fór fram I TVEIR ÁFANGAR i ... BÚIÐ ER að taka í notkun við Löngumýri fyrsta lokaða gæzlu- ög barnaleikvöllinn. Hafa þar 'undanfarið verið um 40 börn og stundum fleiri, á aldrinum 2—6" ára. Dorothea Eylands og með henni tvær konur annast gæzlu. Völlurinn er opnáður kl. 9 að morgni og er opinn til kl. 12 og 2—5 eftir hádegi. Þrír aðrir gæzlu- vellir eru stárfræktir, en það eru ekki lokaðir leikvellir. Fyrsta fjölskyklan er nú flutt í hið nýja 16 íbúða bæjarhús í Glerárhverfi, en þar eru 2—5 her- bergja íbúðir og lielmingur þessa lniss nú að verða íbúðarhæfur. framleidd 226 milljón tonn af maís. Til. eru þúsundir ólíkra teg- unda af hrísgrjónum, sem rækta má með ólíkum hætti. Venjulega eru hrísgrjón rækt- uð undir vatni, en þau má líka rækta á þurrlendi. Nálægt 85 af hundraði þess dráttarafls, sem notað er i land búnaði heimsins, kemur frá dýr um. Oft sjá menn í vanþróuðu löndunum, að vel fóðrað dráttar dýr gæti innt af hendi sömu vinnu og tvö soltin dýr vinna. Meirihluti þeirra hrísgrjóna, sem ræktuð eru í heiminum, er gróðursettur með handafli. Landbúnaðarsérfræðingar hafa hins vegar komizt að þeirri nið urstöðu, að við ákveðnar að- stæður borgi sig betur að sá beint þurru eða röku sæði. í Bandaríkjunum er hrísgrjónum sáð beint úr flugvélum. Megnið af hrísgrjónum heims minningarathöfn í Sauðanes- kirkju um séra Þórð Oddgeirs- son fyrrverandi prófast, sem er nýlátinn. Hann var prestur á Sauðanesi í 41 ár, hætti prest- skap árið 1955 þá 72 ára og hafði þá einnig verið prófastur í Norður-Þingeyjarsýslu frá 1942. Flutti hann þá til Reykja- víkur en kom norður á hverju sumri, einnig nú og andaðist hann í þeirri för og verður jarð sunginn í Reykjavík. Minning- arathöfnin var fjölmenn. Kvenfélag Þistilfjarðar varð fimmtíu ára síðasta jóladag. Ekki viðraði þá til samkomu- halds. En sl. sunnudag var af- mælisins minnzt í Svalbarðs- kirkju. En séra Marinó Kristins son messaði þar í fyrsta sinn þennan dag. (Framhald á blaðsíðu 7.) ins er enn unnið með handafli. Þreskingin fer fram með ýmsu móti, allt frá því að lemja stönglunum utan í bambusborð til þess að láta húsdýrin traðka á þeim. Hrísgrjón breidd til þerris á strámottur eru algeng sjón um gervalla Asíu. Því miður leiðir þetta til þess, að um 40 af hundr aði hinnar dýrmætu fæðu fara forgörðum. Hrísgrjónin skolast burt með regnvatni eða eru étin af skepnum. □ Langanesi í lok júlímánaðar. Mörg er búmannsraunin og ein þeirra er áfellið, sem hér skall á aðfaranótt laugardagsins 23.v júlí og stóð í 2—3 sólarhringa. Þetta var norðvestan stormur með mikilli úi'komu og tveggja stiga hita niðri í sveitum en snjókomu í afréttum til fjalla. Eftir áfellið varð að moka lands brautina til Oxarfjarðarheiði, og Hólssandur varð einnig ófær en Sandvíkurheiði var fær og úrfellið miklu minna í Vopna- firði. Sumir bændur segja, að áfell ið dragi 1 kg af hverjum dilks- kroppi í haust. Víða kom ofan í hálfþurrt hey, en heyskapur heldur skammt á veg kominn. Sauðfjái'ræktarráðunautar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð voru á ferð hér í sýslunni í lok mánaðarins, og skoðuðu m. a. fé í Þistilfirði. Afli hefur verið sæmilegur á báta hér um slóðir. Fyrsta síld- in kom til nýju síldarverksmiðj unnar á Þórshöfn 13. júlí, rúm- lega 500 tonn úr tveim bátum, Helga Flóventssyni og Ingiber Ólafssyni. Vinnslugeta verk- smiðjunnar er talin 1500 mál á sólarhring, en síldargeyma hef ur hún fyrir 3000 tonn. Steypt hefur verið síldarsöltunarplan við höfnina. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar er Hákon Krist insson frá Njarðvík, og dvelur „VERÐBÓLGAN ER GEIG- VÆNLEG“ Gunnar Guðbjartsson formað- ur Stéttarsambands bænda sagði ni. a. á aðalfundi sam- takanna nú í vikunni: „Verðbólgan er geigvænleg og ógnar nú nær hverri einustu atvinnugrein í landinu. Ekki væri óeðlilegt, þó stjórnarvöld- in reyndu að spyrna þar við fót um og þó fyrr hefði verið. — Stjórn Stéttarsambands bænda mun gera allt, sem í hennar valdi stendur til að lialda hlut stéttarinnar til jafns við hlut annarra stétta en vera fús til heiðarlegs samstarfs á jafnréttis grundvelli við alla aðila, sem vilja í einlægni draga úr verð- bólgunni. Ég held að íslenzka þjóðin eigi mikið í húfi að það takist“. ÓLÍK VIÐBRÖGÐ í síðasta tölublaði ræddi Dagur um framkvæmdir á vegum bæj arins og óskaði skýringa. Al- menningur hefur séð hversu ís- lendingur og Alþýðumaðurinn bregðast við. Þessi blöð leggja ekkert jákvætt til málanna, þora í hvorugan fótinn að stíga og ummæli Dags þvælast þeim á tungu. Hins vegar hefur bæj- arstjórinn, Magnús E. Guðjóns- son, sýnt önnur viðbrögð og sæmilegri. Hann kallaði þegar saman blaðamannafund til að hann nyrðra ásamt fjölskyldu sinni. Verksmiðjan er eign hlutafélags. Sr. Marínó Kristinsson settur sóknarprestur á Sauðanesi flutti fyrstu messu sína í Sauða neskirkju sunnudaginn 10. júlí og var þar margt manna. Á Dalsheiði í Þistilfirði sást hreindýr í vorsmölun, innar- lega á heiðinni. Má vera, að þetta sé sama dýrið og það, er Jón Jóhannsson bifreiðastjóri á Þórshöfn sá í Tunguselshlíð á útmánuðum, er hann fór þang- að í snjóbíl með eldsneyti í kofa gangnamanna. Mánudaginn 11. júlí var Ól- afur Þórarinsson fyrrv. bóndi í Laxárdal í Þistilfirði jarðsettur frá Svalbarðskirkju, að lokinni húskveðju heima í Laxárdal. Var sú athöfn fjölmenn. Ólafur var fæddur á Efri-Hólum í Núpasveit, og kominn yfir ní- rætt er hann lézt. Hann bjó lengi í Laxárdal með könu sinrii Guðmundu Guðrúnu Þorláks- dóttur, — sem látin er fyrir nokkru, — var hér í fremstu röð bænda um framkvæmdir og smiður góðin-, áhugasamUr um héraðsmál og landsmál, einn af svipmestu aldamótamönnum hér um slóðir og vinsæll af samferðamönnum á lífsleiðinni. Einn af sonum hans, Eggert, býr nú í Laxárdal. G. skýra málin. Mætti slíkt oftar vera og í fleiri niálum, sem á baugi eru liverju sinni og al- menning varðar. BÆNDASTÉTTIN GETUR EKKI BEÐIÐ ENDALAUST í leiðara blaðsins í dag eru vandamál bændanna til um- ræðu. Þau bíða nú endanlegrar afgreiðslu. Og þótt flas sé eng- um til fagnaðar, verður að hraða þeirri afgreiðslu eins og framast er unnt, því að bænda- stéttin getur ekki beðið ár og daga eftir því, að hlutur Iienn- ar verði réttur til samræmis við aðrar stéttir í Iandinu. Bændur eru þegar orðnir langt á eftir í kapphlaupinu um skiptingu þjóð arteknanna. Það er vafalaust að nokkru þeirra eigin sök. Þeir hafa alltaf verið dálítið við- bragðsseinir í kröfupólitíkinni, sem fæstum þeirra mun að skapi. En þeir eru nú teknir að átta sig á því, að kjarabaráttan er hið mikla tákn tímanna. Sá, sem sinnir henni ekki, verður troðinn undir tillitslaust og miskunnarlaust. BÆNDUR STÁNDA SAMAN Bændastéttin vérður að sækja sín mál á þeim vettvangi af allri orku, hvort sem henni finnst það Ijúft eða leitt. En þótt bænd ur séu seinir í „startinu“, svo að notað sé mál unga fólksins á íþróttavellinum, munu þeir heimta rétt sinn af þeim mun meira afli, þegar til átakanna kemur. Það sýnir okkur sú óvenjulega samstaða og sá dag- ur, sem bændur hafa sýnt í sum ar í sambandi við innvigtunar- gjaldið. Vonandi brestur sú sam staða í engu í þeirri sókn, sem nú er á næstu grösum. En tak- ist bændum að vinna glæstan sigur í þeirri sókn, bjarga þeir ekki aðeins eigin hagsmunum á líðandi stund, heldur einnig framtíð íslenzks landbúnaðar og íslenzkra sveita með öllu því, sem þau hugtök fela í sér. Mold in svíkur engan. Það eru bara mennjmir, sem geta brugðizt. UNGA AKUREYRI ÆSKULÝÐSRÁÐ Akureyrar- kaupstaðar hefur nú sent frá sér 3ja hefti með nafninu Unga Akureyri. Er það upplýsingal'it um æskulýðsstarfsemi á Akur- eyri og nauðsynlegt fyrir ungl- inga að kynna sér það. Enn- fremur eru þar kynntir í stuttu máli fjórir vinabæir Akureyr- ar, Álasund. Lahti, Randers og Vesterás. Um 30 félög eru kynnt í riti þessu. Er því úr riiörgu að velja fyrir ungt fólk í leit að tóm- stundaiðju. Formálsorð ritar bæjarfóget- inn, Friðjón Skarphéðinsson, og hvetur hann fólk til að vanda móðurmálið, „meginarfinn í menningararfi vorum“. Ritið er myndskreytt og snot urt að frágangi. □ Minningarathöfn um séra Þórð Oddgeirsson á Sauðanesi „MÖRG ER BÚMANNSRAUNIN rr

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.