Dagur - 24.09.1966, Qupperneq 5
.4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1186 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingat og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hi.
NY
STEFNA .
»' sl u »:• '**'
*• 5. i* * H,
NEFND SÚ, skipuð framleiðenduin
og neytendum og kölluð sexmamia- ■
Inefnd, náði ekki samkomulagi um
verðlagsgrundvöll landbunaðarins
nú í haust og bar mikið á milli. Sátta
semjari ríkisins leiddi þó málið til
samkomulags, et ltann liafði tekið
það í sínar hendur og fór málið því
aldrei til úrskurðar yfirnefndar.
En þegar litið er á niðurstöður,
fyrst 10—11% hækkun og síðan ýmis
konar „liliðarráðstafanir“, verður
ljóst, að í raunréttri liafa bændur
samið við ríkisstjórnina um verðlags
grundvöllinn að þessu sinni. En þá
leið hafa margir aðhyll/t undanfarin
ár, að bændur semdu milliliðalaust
við ríkisvaldið, þótt hún hafi ekki
verið farin fyrr.
Hliðarráðstafanir þær, er áður
gettir, gat enginn gert nema ríkis-
! stjórnin, svo sem þær, að auka fjár-
i ráð Veðdeildar llúnaðarbankans um
20 millj. kr. til jarðakaupa og að 30
millj. kr. verði handbærar til að lána
til bygginga vinnslustöðva landbún-
aðarins. Liggur því ljóst fyrir, að í
j fyrsta sinn hafa bændur nú samið við
stjómarvöld landsins um verðlags-
grundvöllinn. Má um það segja, að
sumir munu fagna þeirri þróun
mála en aðrir ekki. I»ó má á það
minna, að eins og efnahagsinálutn
j hefur verið háttað hér á landi undati
farið, hefur ríkisvaldið talið sig
þurfa að grípa inní þessi mál fyrr og
síðar og gert það — og löngum við
i lítinn fögnuð bændastéttarinnar á
síðustu tímum. Má því vel vera, að
jj rétt sé að stíga sporið til fulls við
|i verðlagningu búvara, þ. e. að bænd-
ur semji um þau mál við ríkisvaldið
hverju sinni, svo sem gert er í sum-
um nágrannalöndum okkar.
Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að
auka niðurgreiðslur á búvörum, nær
Jiví er nemur hinum nýju verðhækk-
unum, þ. e. tæp 11% beina liækkun,
, sem í nýja verðlagsgrundvellinuin
felst. Stjórnin mun farin að búa sig
undir kosningarnar og mun sýnast
vænlegast til fyigis, að láta ríkissjóð
bera skakkaföll vegna verðbólgunn-
ar að þessu leyti.
Það er eftirtektarvert, að úrbætur,
sem stjórnin lofar nú, í sambandi við
nýtt búvöruverð, vildu stjórnarflokk-
ainir ekki hlusta á áður, þegar Fram-
sóknarmenn mæltu fyrir þeim á Al-
þingi. □
GÍSLI KRISTJANSSON RITSTJORI:
HEYMJÖL OG HEYKÖGGLAR
UM UNDANFARIN ár hefur
hvað eftir annað verið að því
vikið norðanlands, að stefna
beri að því að reisa heymjöls-
verksmiðjur og nýta jarðhita til
framleiðslu grasmjöls. Hug-
myndin er ekki óeðlileg en
grundvöll hennar og hagræn
viðhorf hefur yfirleitt skort,
þegar verkefnisins hefur verið
getið á prenti, sem samþykktum
frá Húsavík eða annarsstaðar
að. En nú er úr bætt þegar
Dagur fiutti langa hugvekju
um þetta efni í nr. 63 og 64 þann
10. og 14. september, með mynd
og öllu tilheyrandi, eftir mikinn
spámann og sjáanda á þessu
sviði, er heitir Jónas Thordar-
son.
Ekki þekkir undirritaður stað
-’reyndir þær, sem höfundur
; þyggir á útreikninga sína og
árangur allan í framtíðinni fyr-
ir íslenzka bændur og búskap
þeirra, en vel er að þéttbýli,
gróska öll og velmegun getur
vaxið um allar eða flestar sveit
ir, þegar að framkvæmd verða
þaer áætlanir, sem í miklum
. spádómsorðum umræddrat'
. greinar getur.
Ekki skal undirritaður vé-
fengia orð né ummæli þessa
mikla spámanns, sem lofar svo
góðu um framtíð iðnaðar af því
tagi, sem heitir framleiðsla gras
mjöls, heymjöls, heyköggla eða
hvaða nöfn nú verða gefin vöru,
sem gerð er og verður af gró-
andá jarðar. Hins vegar er ekki
óeðlilegt að gera hér grein fyrir
fáeinum staðreyndum úr sjóði
þeirra fræða og reynslu, sem
undirritaður hefur safnað um
síðustu 28 árin þessu viðvíkj-
andi, á sviði tsekniaðferða, fóð-
urfræðilegra viðhorfa og efna-
hagslegrar niðurstöðu. Skal
ekki löngu máli í það eytt held
ur lítillega á fátt drepið í eftir-
farandi liðum.
1. Mjöl eða kögglar af grasi
og grænfóðri er aðallega fram-
leitt á norðlægum slóðum
heims. Danit- hafa að undan-
förnu framleitt mest allra
Evrópuþjóða, eða á síðasta ári
120 þúsund lestit'. Verksmiðjur
þar hafa komizt upp í 40 flestar,
en hinar minni hafa orðið gjald
þt'ota við og við og nú hafa
rannsóknir leitt í ljós, að tækni
búnaður þarf að vera kerfaður,
svo að ákveðin minnsta stærð
þeirra er eðlileg, og allt of dýrt
er að einn eða örfáir bændur
standi að litlu fyrirtæki.
2. Jarðhiti kemur ekki til
greina í þessu sambandi, hið
lága hitastig hans er alltof sein-
virkt, svo mikið þarf að eima
þurt af vatni, að það er von-
laust nema við hátt hitastig
enda sýna allar rannsóknir, að
til þess að sprengja frumur gróð
ursins í skyndi þarf byrjunar-
hitastigið að vera nokkur hundr
uð gráður.
3. Um framleiðslumagn og
möguleika á því sviði liérlendis
skal ekki sagt hér, höfundur
Dagsgreinanna hefur sjálfsagt
öruggar forsendur að byggja á,
en á hitt skal bent, að hið stutta
sumar hér veldur okkur vanda.
Norðmenn telja sér vanda á
höndum ef þeir geta ekki unn-
ið um 120 daga á ári að fram-
leiðslu grænmjöls, þungi stofn-
kostnaðar verði of mikill á stutt
um vinnutíma. Danir eru með
tilraunir í gangi um ræktun
jurta, er geri mögulegt að
lengja vinnutíma árlega upp í
150 daga, þ. e. a. s. frá 1. júní
til októberloka, og helzt lengur.
Nú er starfsskeið þar um 4—4%
mánuður. Þannig vilja þeir létta
byrðar í rekstri, sem stofnkostn
aður skapar. Hér má þakka fyr-
ir ef starfsskeiðið getur verið
100 dagar á sumri eins og nú
gerist.
4. Um aðild' að Efnahags-
bandalagi og annað álíka, er í
umræddri Dags-grein getur,
skal ekki dæmt, en verðlag ræð
ur náttúrlega miklu þegar
dæma skal hvort arðbært er eða
ekki að flytja út hina eða þessa
vöru. Þeir, sem framleiða
köggla eða grasmjöl hér nú,
telja að þeir þurfi að fá um 5
kr. fyrir hvert kg. til þess að
líða ekki tap við framleiðsluna.
Ég hef nýfengið bréf frá Dan-
möi'ku þar sem ég er spurður
um markaðsmöguleika fyrir
grænmjöl eða köggla hér, sú
vara á að kosta um 30 danska
aura kg. fob. Danmörk, en það
eru tæpar tvær íslenzkar krón-
ur. Á hverju ári að undanförnu
hafa Danir verið í erfiðleikum
með sölu á sínum 120 þúsund
lestum, en með fullkomnari bún
aði og stærri verksmiðjum en
áður, hefur þeim tekizt að
lækka framleiðslukostnað að
mun. Hvar spámaðurinn í Degi
ætlar að selja lestina af svona
vöru fyrir 6000 krónur tonnið,
það þætti Dönum gott að vita
og áreiðanlega mundu þeir
greiða góða þóknun fyrir þá
vitneskju.
5. Ekkert það liggur fyrir,
sem sannar, að íslenzkt gras-
mjöl eða vögglar éða kögglar,
sé að fóðurgildi fremra því, er
annarsstaðar gerist. Hráefnið
og vinnsluaðferðin ræður öllu
um fóðurgildið og það. er ákaf-
lega breytilegt hér eins og hjá
öðrum. Efnarannsóknir hér eins
og annarsstaðar sýna og sanna,
að í hverju kg. af vörunni, með
minna en 12% vatni, er frá 0.5
—0.8 fóðureiningar, eða um 0.65
F. E. í hverju kg. að meðaltali.
6. Vara, af því tagi, sem hér
um ræðir, hefur aðallega verið
notuð handa alifuglum, til þess
að gefa blóma eggjanna gulan
lit. Það er xantófyl gróðursins,
sem þar er virkt. í örlitlum
mæli hefur það og verið notað
handa svínum en sem fóður
handa jórturdýrum hefui' mjöl
eða kögglar ekki verið notað
fyrr en í tilraunum nú allra síð
ustu árin. Reynslan a£ því er
ekki góð, sem komið er, en um-
fangsmiklar tilraunir eru í
gangi til þess að sanna eða af-
sanna, hvort kvilli sá, sem
nefndur er „keratóse" (hann
mun ekki hafa íslenzkt heiti
enn) verður sniðgenginn á ein-
hvern veg þótt fóðrað sé með
mjöli eða kögglum af nefndu
tagi. Til þess hefur þetta fóður
verið alltof dýrt handa jórtur-
dýrum, en verði það framvegis
svo ódýrt sem nú, þar sem fram
leiðslan er ódýrust, — þ. e. um
3 kr. fóðureiningin, þá getur vel
komið til greina að hún verði
notuð, en þá má hún heldur
ekki valda veikindum skepn-
anna.
7. Ekki getur undirritaður
gert kröfu til, að spámaðurinn
í Degi lesi né meti að nokkru
greinar þær, sem Freyr hefur
birt um grasmjöl og grasköggla,
enda þótt þar sé samandreg-
inn fróðleikur um helztu niður-
stöður, sem fræðimenn og til-
raunamenn grannlandanna hafa
uppgötvað og staðfest um þessi
efni. En náttúrlega eru það
hans öfugmæli, að ekkert sjáist
á prenti um þessi efni.
Onnur atriði og fjölmörg hlið
arefni, er snerta þetta mál,
mundu verða alltof langt að
rekja í blaðagrein, en úr því að
svo mikill spámaður er risinn
meðal vor, er ekkert eðlilegra
en að hann sé tekinn í þjónustu
þeirra mála, jafnvel á miklu víð
ari vettvangi en þjóð okkar nær
til.
Það er rétt, að ráðunautar
hafa ekki verið hvetjendur
bænda til þess að framleiða fóð
ur, sem til þessa hefur verið
dýrara en allt annað, en þegar
risinn er sá, sem sér lausnir
vandamálanna á þessum vett-
vangi, þá er sjálfsagt að hag-
nýta starfsorkuna, en framveg-
is getum við, leiðbeinendur ís-
lenzkra bænda, ekki hvatt til að
nota annað fóður en það, sem
fóðurfræðilega og hagfræðilega
er réttmætt að nota til fram-
leiðslu búfjárafurðanna, mjólk-
ur og kjöts.
Hitt er fengur fyrir landbún-
aðinn, ef sá kaupandi er til er-
lendis, sem lætur okkur fá
6000 krónur nettó fyrir tonnið
af grasmjöli þegar aðrir fá 2000
krónui' eða þar um bil.
Reykjavík 18. sept. 1966
Gabbró í Öxnadal
ÞAÐ ER MJÖG GÓDUR SMÍÐASTEINN
í FYRRASUMAR (1965) frétti
ég’hjá brezkum jarðfræðingum,
sem hér voru við rannsóknir, að
þeir hefðu orðið varir við
gabbró í Öxnadalnum, skammt
fyrir sunnan Engimýri.
í sumar fór ég þangað að at-
huga um þennan fund. Reynd-
ist gabbróið vera aðallega í
framburðargeira lækjar nokk-
urs, rétt fyrir innan eyðibýlið
Geirhildargarða. Voru þar stein
ar af gabbrói í ýmsum stæi'ðum)
allt frá sandkornum upp í um
50 kg. þunga steina,-
Einnig fann ég það í Geir-
hildargarðahrauni ofarlega, og
gabbrókenndir steinar eru
þarna víða í lækjarfarvegum.
Vegna þoku gat ég ekki kann
að, hvaðan steinar þessir eru
komnir, en efalaust hafa þeir
brotnað úr föstu bergi uppi í
fjallinu.
Þess má geta, að gabbróvölur
finnast einnig í framburði Gler
ár, m. a. víða í Innri-Brekkunni
og á Oddeyri.
Gabbró er gráflikrótt, oft
mjög stórkornótt bertegund,
sem minnit' nokkuð á granít.
Það hefur sömu efnasamsetn-
ingu og basalt, og hefur mynd-
azt við hægfara storknun hraun
leðju, niðri í jörðinni.
Það hefur áður fundizt aðal-
lega á Suðausturlandi, við Lón
og Hornafjörð, en þar eru heil
fjöll úr þessari bergtegund.
Gabbró er fyrirmyndarsteinn
til hvers konar steinsmíði, og til
margra hluta sízt. verri en
granít. Auðvelt er að höggva
það og slípa.
Hefur íslenzkt gabbró m. a.
verið notað í legsteina og þótt
gefast ágæta vel.
H. Hg.
5
1
Sæluhús á Axarfjarðarheiði. Þar þykir mikili ókyrrleiki í nágrenni, eftir að dinima tekur ú
kvöldin. (Ljósm.: E. D.)
Þrjár nýjar bækur frá Áímenna
,VEÐRIБ OC ,HREYSTI OG SJÚKDÓMAR*
Tvær nvjar bækur í Alfræðasafni AB
m BÓK UM SAUDFJÁRRÆKT
FYRIR rúmu ári lióf Almenna
bókafélagið útgáfu nýs bóka-
flokks, þar sem fjallað er um
ýmsar megingreinar vísinda og
tækni eins og þær liorfa við í
ljósi nýjustu þekkingar og
uppgötvana, þekkingar, sem
hver einstaklingur þessarar
jarðar verður æ háðari og stend
ur í raun undir allri lieimsmynd
nútímans. Frumútgáfa þessa
bókaflokks er í liöndum Time-
Life, hins mikla bandaríska fyr
irtækis, en í Evröþu liaía fjöl-
mörg útgáfufyrirtæki, og þar á
meðal Almenna bókafélagið,
haft samvinnu um að koma bók
unum á framfæri, enda hæpið
að nokkrum einUm forleggjara
væri fært að standa straum af
svo kostnaðarsömu átaki. En
allar eru bækurnar unnar af
sérfróður kunnáttumönnum,
sem undir sanieiginlegri rit-
stjórn þekktustu vísindamanna
hafa notið til þessa verks allrar
þeirra aðstöðu og hjálpargagna,
sem fjármunir og tækni geta
látið mönnum í té á vorum dög
um.
í bókaflokk þsnnan, sem í
hinni íslenzku gerð Aefnist Al-
fræðasafn AB og Jón Eyþórs-
son veðurfræðingur er ritstjóri
að, hafa þessa dagana bætzt við
tvær nýjar bækur, Veðrið, í þýð
ingu Jóns Eyþórssonar, og
Hreysti og sjúkdómar, í þýð-
ingu Benedikts Tómassonar
skólayfirlæknis.
VEÐRIÐ.
Þó að vaxandi tækni stefni
meir í þá átt að gera menn
óháða veðráttunni, er þó æði
fátt, sem hefur meiri þýðingu
fyrir afkomu manna og daglega
líðan, ekki hvað sízt hér á norð-
urslóðum, og örugglega er hún
það umræðuefni, sem oftast ber
á góma í daglegu tali. Öllum
ætti því að leika forvitni á að
vita sæmileg skil á þeim rökum,
sem liggja til grundvallar þessu
fyrirbæri, sem þeir hafa svo
mikið saman við að sælda.
í formála sínum fyrir Veðrinu
kemst þýðandinn, Jón Eyþórs-
son, svo að orði, að það sé lang
stærsta og myndarlegasta bók
um veðurfræði, sem hefur ver-
ið gefin út á íslenzku, og fork-
unnar vel búin að myndum.
Hún segir frá veðrinu og duttl-
ungum þqss sem furðum og
brýnir það fyrir lesendanum,
hversu mjög hann og raunar
flestar lífverur séu háðar veðr-
inu, hvernig vér keppumst við
að sjá það fyrir og helzt að
verða þess umkomnir að breyta
því til hins betra.“
Og enn segir Jón Eyþórsson
að formálslokum: „Ég tel það
mikinn feng fyrir íslendinga al
mennt að fá þessa prýðilegu les
bók um veðrið. Fáar þjóðir eiga
meira undir ýeðrinu en við. —
Eða er það nú“víst? Hér í þess-
ari bók er lýst' hremmingum
þeim, sem Ameríkumenn verða
fyrir, ér fellibyljir og skýstrokk
ar ganga þar yfir.. . Og þrátt
fyrir kjarnorkusprengjur og víg
vélar, erum vér ennþá, að kalla
má, vopnlausir gegn þessum
ægilega skæruhernaði veðurs-
HREYSTI OG SJÚKDÓMAR.
Með þessari bók er í enn
fyllra skilningi komið að því
efni, sem varðar hvern mann,
ungan og gamlan. Þrátt fyrir þá
Á SÍÐUSTU árum hafa furðu-
margar konur bætzt í lióp ís-
lenzkra skáldsagnaliöfunda og
liafa sumar þeirra þegar í upp-
hafi eignazt mjög álitlegan les-
endalióp. Og nú þessa dagana
er ein kona komin til skjalanna
á sama vettvangi og kveður sér
hljóðs með myndarlegri skáld-
sögu, sem Almenna bókafélag-
ið gefur út og er septemherbók
félagsins.
Bak við byrgða glugga, eftir
Grétu Sigfúsdóttur, gerist und-
ir lok síðustu heimsstyrjaldar
og fjallar að meginefni um sam
skipti ungra kvenna við þýzkt
setulið í Noregi. Höfundurinn,
sem þar dvaldi árum saman,
lætur þess getið framan við bók
ina, að hún sé byggð á raun-
sönnum viðburðum, en vitan-
lega hefur nöfnum verið breytt.
í sjálfu sér telst ekki til ný-
lundu, að slíkt efni sé tekið til
meðferðar, en hitt er sjaldgæf-
ara, að sjá það rakið frá sjónar-
hóli þeirra einstaklinga, „er
reyndust veikai'i fyrir“, eins og
komizt er að orði í nýnefndum
formálsörðum.
stórkostlegu sigra, sem læknis-
fræðslan hefur unnið, ekki hvað
sízt á allra síðustu árum, og
þótt tekizt hafi að ráða niður-
lögum fjölmargra sjúkdóma,
sem herjað hafa á mannkynið
frá alda öðli, er baráttunni gegn
sóUum og dauða samt haldið
áfram í vaxandi mæli af tug-
þúsundum vísindastofnana um
allan heim. I stað hinna fomu
vágesta hafa gerbreyttir þjóð-
félagshættir rutt brautina fyrir
nýjum ógnvöldum, sem vísind-
in eiga í þrotlausu höggi við.
Má þar til nefna sjúkdóma í
hjarta og æðakerfi, ýmsar teg-
undir gigtar, krabbamein, syk-
ursýki o. fl.
Um öll þessi efni er fjallað í
Hreysti og sjúkdómar. Þar eif
saga læknisfræðinnar rakin í
skilmerkilegum dváttum, en
einnig skýi't frá nýjustu upp-
götvunum læknavísindanna.
Mun það sannmæli, sem þýð-
andinn segir í formála, að bókin
veiti „víðá yfirsýn yfir geysi-
fjölþætt efni, og höfundarnii'
hafa einstakt lag á að gera efn-
ið lostætt og forvitnilegt."
í hvorri þessara bóka um sig
eru ekki færri en 110 mynda-
síður, þar af 70 í litum.
Ætla mæRi í fljótu bragði, að
efni sem þetta mundi umfram
allt kalla á allmikla bersögli, og
satt er það, að hér er ekki beitt
neinni launung til að fegra hlut
„hinna veikari“ eða berja í
brestina fýriv þær ógæfusömu
konur, setn í trássi við þjóð-
legan metnað og ættjarðarást
létu freistast til fylgilags við hið
erlenda setulið. En frásögnin
miðast samt öllu fremur við að
skýra hina'r innri staðreyndir
og leiða í ljós þau sálfræðilegu
rök, sem lágu að baki hegðun
þessara kvbnna og fyrir þeim
var hinn eihi persónulegi sann-
leikur. Hér ei' sálarlífi og sálar-
flækjum hinna kvenlegu aðal-
persónav lýst áf þeirri nærfærni
og skilningsfullu samúð, sem
naumast yrði vænzt af nokkr-
um skáldsagnahöfundi úr hópi
karla. Eirtkum stendur Irma,
höfuðsöguhetjan, lesendum fyr
ir sjónum í skýru og oft hroll-
vekjandi Ijósi, og fleiri eru þær
stallsystur hennar í ástum og
umkomuleysi, sem bregður
eftirminnilega fyrir í glær-
ingabirtu hins annarlega sögu-
sviðs.
ÞEIR verða fyrir vonbrigðum
sem lesa þessa yfirskrift og
halda að nú sé loks komin út
íslenzk bók um sauðfjárrækt. —
Nei, það bólar ekki á henni enn
þá sem komið er. Má það vera
mörgum bóndanum ærið um-
hugsunarefni.
En hér liggur á borðinu hjá
mér ný sænsk bók um sauð-
fjárrækt. Bókin nefnist stutt og
gott: Fár, höfundur, sem ég veit
engin deili á, er Erik Sjödin, út
gefandi — auðvitað, vil ég
segja — LTs forlagið í Stokk-
hólmi.
Þetta er allmikil bók. 360 bls.,
mjög myndum búin, alls 194
myndir og teikningar.
Ekki hefi ég fagmenntunarvit
til þess að dæma bók þessa, en
tel fulla ástæðu til þess að vekja
eftii'tekt á henni. Til yfirlits vil
ég nefna og rekja kaflaskipt-
ingu, lauslega þýddar fyrirsagn
ir:
1. Skilyrði til fjárræktar.
2. Frumatriði fjái'ræktarinnar.
3. Ræktun fjárins, úrval.
4. Fjárkyn.
5. Kynblöndun.
6. Kaup og sala lífdýra.
7. Fóður og fóðurþörf.
8. Sauðfjárfóður.
9. Fóðrunarhættir.
10. Hirðing og meðferð.
11. Fjárhundurinn.
12. Fjárhús og girðingar.
13. Sauðfjársjúkdómar.
14. Innýflaormar o. fl.
15. Kjöt.
16. Ull og ullargæði.
17. Loðskinn.
18. Sauðatað.
19. Arðsemi sauðfjárræktar-
innar.
Auk þess er ritskrá, skrá um
ýmsar stofnanir, skrá um efna-
samsetningu ýmsra fóðurteg-
unda, alls nefndar um 230 teg-
undir. Skrá um næringarþörf
sauðkindarinnar eftir kropps-
þunga o. fl., og loks efniskrá
hugtaka.
Hér er því sanuarlega komið
víða við, og ég held að það sé
sannmæli að bókin sé skipulega
samin og góð til yfirlits.
Bókin kostar innbundin
sænskar krónur 24.00.
En hverju skiptir þetta ís-
lenzka sauðfjárbændur? Því
skal ósvarað frá minni liendi,
en þó skil ég ekki annað en að
margir þeirra hefðu bæði gagn
og gleði af að blaða í þessari
bók og lesa hana eftir föngum.
En hvað sem því líður hlýtur
bókin, eins og aðrar góðar bæk
ur um sauðfjárrækt, sem komið
hafa út á Norðurlandamálun-
um, og jafnvel á grænlenzku —
tel Grænland með Norðurlönd-
unum — að vekja til alvarlegr-
ar umhugsunar um hver sneypa
og skaði það er að ekki skuli
vera til á íslenzku máli nein bók
um sauðfjárrækt. Ég tel hér
ekki smárit þeirra Jóns Þor-
bergssonar og Páls Stefánsson-
ar, sem löngu eru ófáanleg, hins
vegar gleymi ég þeim ekki, þau
voru góð á sinni tíð. Nú er öld-
in önnur, hálærðir menn í sauð
fjárrækt, úrræði ærin og allt í
blóma. Hvað dvelur Orminn
langa? Því gefur Búnaðarfélag
íslands ekki út greinagóða bók
um sauðfjárrækt, einn megin-
þátt alls búskapar í landinu?
Nær hver einasti bóndi á landi
hér myndi kaupa slíka bók. Út-
gáfan væri fyrirfram tryggð,
fjárhagslega. Það er lítil úr-
lausn að vísa bændum á útlend
ar bækur. Samt er rétt að gera
það. Þess vegna nefni ég hina
sænsku bók, svo sem ég hefi
áður nefnt og vísað bændum á
hina ágætu norsku bók Sauen
eftir Sigurd Bell, sem komið
hefir í tveimur útgáfum, síðast
1964.
(Framhald af blaðsíðu 8).
þessu þrennu fer það. seni í
skýrslunum er kallaður meðal-
kjötþungi lamba eftir- hverja
vetrarfóðraða á hjá hinum
skráða ærhóp á hverjum bæ
eða í hverju félagi. Á árinu, sem
hér er um að ræða, var mesti
meðalþungi hjá fjárræktarfé-
lagi rúmlega 31 kg. og sá
minnsti innan við 17 kg. Hjá
fyrrnefnda félaginu var 86% af
ánum tvílembt og hjá því síðar
nefnda 14%. Gæðamat kjötsins
er einnig fært í skýrslur og
mjög mismunandi í hinum ein-
stöku félögum.
1 26 ærhópum einstakra
manna varð meðalkjötþunginn
eftir vetrarfóðraða á yfir 30 kg.
og mestur 36.88 kg. hjá Bene-
dikt Sæmundssyni á Hólmavík,
sem átti .16 ær á skýrslu, og
fékk undan þeim 30 lömb á
hausti.
20 félagsmenn sem höfðu yfir
90 ær á skýrslu fengu 22 kg. eða
meira eftir hverja á að meðal-
tali. Þarna er langstærsti hóp-
urinn hjá Jóhanni bónda Helga
syni í Leirhöfn á Sléttu 609
ær á skýrslu, en meðalkjöt-
þungi eftir hverja á 25.62 kg.
Sumir höfðu þó hærri meðal-
kjötþunga, en færri ær á
skýrslu. Hjá Karli Aðalbjörns-
syni á Smálöndum í Kirkjubóla
hreppi (Strand) voru 152 ær á
skýrslu en meðalkjötþungi 29y2
kg. Hjá Alfreð Halldórssyni í
Kollafjarðarnesi í sömu sveit 99
ær á skýrslu en meðalkjötþungi
28.43 kg. Hjá sýslubúinu í Skóg
um undir Eyjafjöllum 90 ær á
skýrslu en meðalkjötþungi 28.10
kg. eftir vetrarfóðraða á. Hér
er um þá að ræða, sem höfðu 90
ær eða fleiri á skýrslu, en í 26
minni ærhópum var eins og fyrr
er sagt, meðalkjötþungi yfir 30
kg.
En meðalkjötþungi eftir
hverja vetrarfóðraða á af þeim
nálega 33.700 ám, sem skráðar
voru á skýrslu hjá fjárræktar-
félögunum í heild var ekki
nema 21.4 lcg. Meðaltal eftir tví
lembu var 28.8 kg., eftir ein-
lembu 16,9 kg. og eftir á með
lambi 22.3 kg. að meðaltali
Geldu ærnar lækka svo meðal-
talið eftir vetrarfóðraða á nið-
ur í 21.4 kg.
Skýrsla sú, sem birt er í Bún
Gaman er að lesa niðui'lags-
orðin í bókinni Fár, um sauðféð
og skóginn. Höfundurinn telur
að sauðfjárrækt og skógrækt
fari mætavel saman, ef rétt er
á haldið. Telur ástæðu til að
nota lendur sem fallnar eru úr
notkun sem akurlendi, til fjár-
búskapai', eigi síður en til að
planta þar skógi o. s. frv.
En héi' á landi er það boð lát-
ið út ganga, að það sé arðvæn-
legra að planta skógi en að
stunda búskap.
14. sept. 1966
aðarritinu, fjallar ekki um fóðr
unarkostnað ánna, en hann er
sennilega nokkuð mismunandi.
Einstakar tölur sýna að hægt er
að fá mikið kjötmagn eftir á, e£
skilyrði eru fyrir hendi, og að
mikið vantar á, að ærstofn.
landsmanna í heild skili því
kjötmagni, sem mest hefir orð-
ið, hjá einstökum ærhópum,
sem fjallað er um í skýrslu
þessari.
Hér fara á eftir nokkrar heild
artölur úr skýrslum fjárrækt-
unarfélaganna.
Ær á skýrslu 33.697
Dauðar á vori 92
Geldar æm 585
Einlembur 16.895
Tvílembur 15.979
Fleirlembur 146
Fædd lömb 49.292
Heimt lömb að hausti 47.095
A£ hverjum 100 ám, sem lifa
sauðburð fæddust 147 lömb og
140 komu fram til nytja á
hausti. Hér (og í sambandi við
kjötmagn) eru geldu ærnar
taldar með í útreikningi (vetr-
arfóðraðar ær), en ekki þær
sem fórust óbornar. n
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
100 laxar, sem reyndust við
skoðun sýktir af köfnunareitri.
Verðirnir drógu fyrir í nokkr-
um næstu hyljum neðar og
tóku þar 500 laxa sýkta af sama
efni, sem veiðiþjófarnir létu í
vatnið til að auðvelda sér veið-
arnar.
FULLUR A MÚLAVEGI?
Sagnir Iierma, að maður einn
liafi „hengt bíl sinn á gulmál-
aðan kantstein á Múlavegi“,
eins og það var orðað við blað-
ið. Starfsmenn Landssímans les
uðu bílinn af vegarbrúninni og
tóku hann í tog til Ólafsfjarðar.
Ökumaðurinn fannst síðar uppi
í fjalli og ekki fullklæddur.
Getum er að því leitt, að vín
liafi verið með í för, en um það
er blaðinu þó ekki frekar kunn
ugt. En hitt er víst, að ef þörf
er á gætni og fullri ábyrgð öku
manna á nokkrum norðlenzkum
vegi, þá er það á Múlavegi hin-
um nýja.
SKALDSAGAN ,BAK VIÐ BYRGÐA GLLUGGA1
Árni G. Eylands.
- Hvað geiur ærin al sér?