Dagur - 12.11.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 12.11.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Sama þokan enn STOFNFUNDUR Alþýðubanda- lagsins var haldinn í Reykjavík um síðustu mánaðamót, og mátti varla seinna vera, því að rúmlega 10 ár eru nú liðin síðan það bauð fram í fyrsta sinn í kosningum til Alþingis. Stofnfundur þessi var talinn lands- fundur, og voru fundannenn um 120 eftir því sem fréttir herma í sunnanblöðum. Þykir sú tala ekki liá. Fjórir fundarmenn fluttu tillögu þess efnis, að Alþýðubandalagið skyldi vera sérstakur stjórnmálaflokk ur óháður öðrum stjórnmálaflokk- um. Sú tillaga var felld. Hannibal Valdimarsson var kosinn formaður og Lúðvík Jósefsson varaformaður. Þjóðviljinn sagði 1. nóv. frá þessum „landsfundi“ Alþýðubandalagsins, sem blaðið nefndi svo, en auglýsti sama dag, að haldinn yrði fundur í Sósialistafélagi Reykjavíkur þá um kvöldið til að kjósa fulltrúa á „15. þing Sósialistaflokksins". Ekki mun það þing haldið til að leggja flokk- inn niður eins og margir höfðu búizt við, að gert yrði. Samt er sagt, að Sósialistaflokkurinn mun ekki bjóða fram í vor, en hins vegar ætla sér það hlutverk að ráða framboðum Al- þýðubandalagsins. Enginn vafi er á því, að Alþýðu- bandalaginu yrði betra til liðs, ef það sigldi ekki með „lík í lestinni“, þ. e. Sósialistaflokkinn, svo að not- uð séu orð „Frjálsrar þjóðar“ um þetta efni. Hið grátbroslega er, að það er „líkið í lestinni", sem ferð- inni ræður. Þjóðviljinn, málgagn Alþýðubandalagsin, er eign „líksins í lestinni". Við undanfamar kosn- ingar hefur mikill hluti þeirra fram- bjóðenda, sem líklegastir voru til að ná kosningu, verið tilheyrandi „lík- inu í lestinni“, þ. e. flokksbundinn í Sósialistaflokknum. „Líkið í lest- inni“ hefur þegar látið birta hinar skrítnu skipulagsreglur Alþýðu- bandalagsins í blaðinu, sem „líkið" á og gefur út, svo og stefnuskrá þá er landsfundur Alþýðubandalagsins samþykkti, og ýmislegt er vel um. Frá 15. þingi Sósialistaflokksins birtist svo önnur stefnuskrá í sama blaði.' Margir, sem vilja koma á vinstra samstarfi gegn núverandi ríkisstjóm, em forviða. En nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir staðreyndúm í þessu máli og þróun þeirra. Hinir harðsoðnu Moskvukommún istar ráða ferðinni, sem fyrr, en lof- orð og hálfloforð, ásamt ruglings- legu skipulagi, hefur borið vott um miklar þrengingar. □ Laugarbakki í Miðfirði. Séð niður yfir Miðfjarðará og vestur á Ilrútafjarðarheiði. Skúli Guðmundsson, alþingismaður: MIÐFJÖRÐUR í LANDNÁMABÓK segir: „Skútaðar-Skeggi hét maður ágætur í Noregi. Hans sonur var Bjöm, er kallaður var Skinna-Björn, því að hann var Hólmgarðsfari. Og er honum leiddust kaupferðir, fór hann til íslands og nam Miðfjörð og Línakradal. Hans sonur var Miðfjarðar-Skeggi. Hann var garpur mikill og farmaður“. Skeggi bjó á Reykjum í Mið- firði. Á Mel, gegnt Reykjum, byggði fyrstur Ögmundur Kor- máksson. Hans sonur var Kor- mákur skáld. Skömmu síðar bjó á Mel Oddur Ófeigsson, ágætur maður, er frá segir í Bandamannasögu. Á Mel hefur verið kirkjustaður og prests- setur um margar aldir, og nafn staðarins er nú Melstaður. Þar sat séra Bjöm, sonur Jóns biskups Arasonar, og síðar Am grímur lærði. Fleiri merkis- klerkar hafa þar setið. Skammt norðan við Reyki, þar sem Miðfjarðará fellur til sjávar, er bærinn Ós. Þar bjó fyrrum Þórður hreða, • mikill vígamaður og þjóðsmiður, sam tímamaður Miðfjarðar- Skeggja. Innar í sveitinni, aust an ár, er bærinn Bjarg. Þar bjuggu foreldrar Grettis, og þar óx hann úr grasi. „Hér fæddist hann Grettir, sem sterklegast stóð, í straumunum örlaga þungu. Og Kormákur orkti hér ást- þrungin ljóð, sem öll voru um Steingerði í Tungu.“ Svo kvað Miðfirðingurinn, Jón S. Bergmann. Miðfjörður er góð sveit og grösug. Innri hluti hennar grein ist í þrjá dali, sem heita Austur árdalur, Núpsdalur og Vestur- árdalur. Ár, samnefndar döl- xmum, falla eftir þeim sunnan af heiðum. Þær renna saman í eina á, sem nefnist Miðfjarðará, og er hún ein af beztu lax- veiðiám landsins. Sunnan Við byggðina taka við Arnarvatns- heiði og Tvídægra, með vötnin óteljandi. Þar eiga Miðfirðing- ar góð afréttarlönd, á móti Borg firðingum. Skúli Guðmundsson. Sveitin skiptist í tvö hrepps- félög, Ytri- og Fremri-Torfu- staðahreppa. Við manntalið 1. des. 1965 var tala heimilisfastra manna í Ytri-Torfustaðahreppi 218, á 44 heimilum, en í Fremri-Torfustaðahreppi voru þá 132 íbúar á 25 heimilum. Á síðustu áratugum hefur myndazt dálítið þorp á eystri bakka Miðfjarðarár, á landi Reykja, og nefnist það Laugar- bakki. Þar er sundlaug, sam- komuhús, vélaviðgerðarverk- stæði og 7 íbúðarhús. Væntan- lega rís þar heimavistarbarna- skóli fyrir sveitahreppa sýsl- unnar innan skamms. Húsin í þorpinu eru hituð með vatni úr Reykjalaug. Sauðfé hefur ætíð verið aðal- bústofn bændanna í Miðfirði. Gera má ráð fyrir, að þeir hafi látið 14—15 þúsund fjár í kaup stað í haust. Kúnum hefur fjölg að þar í sveit, síðan mjólkur- stöð var reist á Hvammstanga fyrir nokkrum árum, og árið 1965 lögðu Miðfirðingar 898 þúsund kg. af mjólk inn í stöð- ina. Trúlega verður það eitt- hvað minna í ár. — í Grettis- sögu er sagt frá hrossum Ás- mundar á Bjargi. Enn eiga bændur í Miðfirði nokkuð af stóðhrossum. Sk. G. - LÖGREGLUEFTIRLITIÐ ÞARF AÐ AUKA (Framhald af blaðsíðu 8). S. E. hefur leyst af hendi í þágu æskufólks sýslunnar.“ „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir áfengislausu sam- komuhaldi um verzlunarmanna helgina, þakkar þeim aðilum, sem þar áttu hlut að máli og hvetur til þess, að áframhald verði á slíkum skemmtisam- komum. Einnig lýsir fundurinn sér- stakri ánægju með skólamót, sem haldin hafa verið í hérað- inu og hvetur til þess, að þau verði tekin upp víðar en verið hefur.“ „Fundurinn lítur svo á, að er indrekastarfsemi sé veigamikill þáttur varðandi bindindis- fræðslu og áfengisvarnir og heitir því á Alþingi að hækka fjárveitingu til Áfengisvama- ráðs ríkisins, svo unnt verði að auka erindrekastarfsemi þess.“ „Fundurinn áréttar eftirfar- andi samþykkt, er gerð var á síðasta aðalfundi félagsins: Fundurinn telur að herða þurfi á lögreglueftirliti á sam- komum og með akstri ölvaðra manna, einnig að dómum í mál um vegna ölvunar við akstur eigi að hraða svo sem verða má og að sakborningar eigi und antekningarlaust ekki að fá að aka meðan á rannsókn stendur í málum þeirra“. „Fundurinn lýsir yfir stuðn- ingi við áður fram borna þings ályktunartillögu núverandi fjár málaráðherra, Magnúsar Jóns- sonar, um bann við tóbaksaug- lýsingum og skorar á hann að endurflytja hana á núverandi Alþingi“. □ 5 Búskapurinn og mykjan „Mykjuna alla mun hann bera láta • brattan upp á Baulntind, bælir þar niður engin kind“. Öxarbamars bragur. í EINA TÍÐ hefðu það þótt ólíklegar fréttir að mykjan yrði eitt mesta vandamál bændanna. Hvað ætli þeir Torfi í Ólafsdal og Hermann á Hólum hefðu sagt um slíkt — um slíkan spá- dóm? Og nú segja þeir sem búfróð- astir eru að þetta sé orðinn gallharður veruleiki. Mykjuhús in eru víða full og úr þeim renn ur út á völl. Ráðunautar segja bændum „sannleikann“, að það borgi sig ekki að nýta mykjuna, ef svo til hagi að hægt sé að losna við hana með hægu móti í læk eða í sjóinn sé sjálfsagt að gera það. Tilbúni áburðurinn er ekki lengur lijálpin góða með mykjunni, nú er hann orðinn björgin eina og kemur í stað mykjunnar. En það eru tiltölulega fáir bændur sem eru svo „vel“ (?) settir að þeir geti losnað við mykjuna „með hægu móti“ og án þess að þurfa að koma henni í flög eða á völl. Og alla hina leikur mykjan hart — skilst mér. — O — Nýlega kom ég í eina af beztu búnaðarsveitum landsins. Ég heimsótti góðan bónda, snyrti- menni hið mesta. Bóndinn var nýbúinn að byggja sér fjós, ný- tízkulegt, með steinrimlagólfi, mjaltaklefa og rörmjaltavélum, sem sé lausgöngufjós eftir kúnstarinnar reglum, og vel vandað. Að sjálfsögðu var mykjuhús undir fjósinu öllu nema mjaltaklefanum. En það vakti athygli mína að engar voru dyr á kjallaranum. Þar var aðeins gluggi einn lítill, um feralin eða vel það að stærð ef ég man rétt. Mykjukjallarinn var fullur af mykju nær upp undir loft. Hér var það í efni að bóndinn hafði fyrirhugað að dæla mykjunni úr mykjþhús- inu í mykjudreifara. Til þess hafði hann keypt dælu eina „góða“. Dælan lá þar við vegg- inn. Ekki þurfti lengi á að líta til að sjá að óhugsandi var með öllu að dæla sú gæti dælt óþynntri mykju, enda ekki vit- anlegt að til séu meðfærilegar dælur sem anni því verki. í tali við bónda kom líka í Ijós að þetta hafði reynzt vonlaus vit- leysa, dælan dugði ekki. Var nú bóndi að láta smíða mykjusnígil til þess að ná út mykjunni. Djarft er af mér að spá um það hvernig bónda reynist snígill- inn, en þó tel ég sæmilega aug- ljóst að þar verði hann einnig fyrir vonbrigðum. Og þó hefi ég góða trú á þeirri tækni að nota snígil til að koma mykju úr haughúsi á vagn eða öllu held- ur í mykjudreifara svo sem nú er. sjálfsagt orðið. En það dugir ekki að ætla sér að stinga mykjusníglinum inn um glugga á vegg og ætla sér að tæma haughúsið þannig, eða réttara sagt, þetta er því aðeins hægt að gólfi mykjuhússins snarhalli að þeim stað sem snígillinn kem ur inn í húsið og að gólfi, svo að öruggt sé að mykjan sígi þar að jafnóðum og snígillinn mok- ar út. Og mykjan sígur ekki þannig nema hallinn sé mikill, það er reynt, hallinn þarf að vera meiri heldur en flestir hyggja. Ef haughúsið er ekki þannig byggt er óhugsandi ann að en að hafa ökufærar dyr á liaughúsinu. Það þarf að vera hægt að fara með snígilinn inn í haughúsdyr og beina honum að mykjustæðunni hvar sem er í húsinu. Þetta er augljóst mál. Kom á annan bóndabæ í sömu ferðinni. Þar var bóndinn að byggja kálfa- og geldneyta- fjós. Einnig með rimlagólfi og ætlaði til lausgöngu gripanna. Alsteypt og jafndjúpt enda á milli. Kom í Ijós að bóndinn hugðist dæla mykjunni úr þessu mykjuhúsi líkt og bónd- inn fyrrnefndi. Ég efa ekki, að hann lendir líka í erfiðleikum með þetta. Hvað er hér í efni, hverju sætir, að þannig er að unnið? Auk bændanna sem verða að glíma við erfiðleikana og borga brúsann eiga hér þrír aðilar hlut að máli, að því er mér skilst: Hlutaðeigandi héraðs- ráðunautar, sem leiðbeina bændum um margt. Búnaðar- félag íslands og ráðunautar þess, sem í reyndinni er hæsti- réttur í öllum leiðbeiningamál- um í búnaði. Og þriðji aðilinn er Teiknistofa landbúnaðarins. Hverju sætir, að bændur fá ekki svo haldgóðar leiðbeining- ar á þessu umrædda sviði, að þeir komist hjá því að gera stór og dýr glappaskot við nýbygg- ingu fjósa og áburðarhúsa? Tek það fram að þeir tveir bændur sem ég hefi nefnt eru greindir menn og engir sérvitringar, eng in hætta á að þeir noti sér ekki góðar leiðbeiningar ef þeirra er völ. Þessir bændur geta ekki verið neitt einsdæmi, það er öruggt og víst. Þannig er þetta alvarlegt mál, stórlega alvar- legt. Mér skilst, að það sé þann ig, að bændur hafi fengið nokk urn pata af þeirri nýjung sem talsvert er farin að ryðja sér til rúms sums staðar erlendis að geyma mykjuna í þró, dæla henni í belgvagn og aka henni þannig á völl, sem fljótandi áburði. Hins vegar skorti gjör- samlega upplýsingar um þessa hluti og leiðbeiningar um hvem ig þetta verði gert svo lag sé á. Og ekki minnst, að það skorti mjög upplýsingar um hvernig verður að samræma byggingar- hætti og véltækni við að nota fljótandi áburð. Án réttra bygg ingarhátta er lítt og ekki mögu legt að „framleiða“ og nota fljót andi mykju. — O — Ekki ætla ég mér þá dul að leiðbeina um þetta mál, til þess skortir mig kunnáttu og ekki er ég ráðunautur. En það sem ég hefi séð af tækni við að nota fljótandi áburð og enn meira það sem ég hef lesið um þetta, um rannsóknir og tilraunir á þessu sviði, hefir sannfært mig um að þetta er það sem koma skal einnig hér á landi, þar sem um nokkuð stærri búskap er að ræða, ng kúabúskapur er meginatriði. Jafnframt er mér fullljóst að tæknin á þessu sviði er hvergi nærri fullmótuð, þetta er að verulegu leyti enn á tilraunaskeiði. En af því leið- ir aftur að hér er sérstaklega mikil þörf upplýsinga og leið- beininga. Enginn bóndi má gana út í það að byggja mykju- þró með það fyrir augum að dæla úr henni áburði og aka honum þannig á völl. Bóndinn verður áður en hann leggur út í slíka framkvæmd að hafa afl- að sér fulls yfirlits yfir þá tækni sem með þarf í þessu sambandi, það er: dælur sem' völ er á, tækni við að gera mykjuna fljót andi og tæki og tækni ’til að koma hinni fljótandi mykju á völl. Á fáein atriði má minna eftir upplýsingum sem aðgengilegar eru. Það verður að þynna mykj una í geymsluþrónni með vatni — miklu vatni, hjá því verður ekki komizt. Þetta þarf að gera daglega eða því sem næst. Til- gangslítið að ætla að hleypa vatni í mykjuþróna eða kjall- arann þegar hann er orðinn meira en hálffullur af mykju, þá blandast mykjan ekki. Það þarf tæki til að hræra í mykj- unni svo hún blandist og verði hæf til þess að henni verði dælt úr þrónni í dreifara fyrir fljót— andi mykju og dreifist úr hon- um þegar á völlinn er komið. Það getur verið sérstakur tæknibúnaður til að hræra í öllu saman í mykjuþrónni, en sú aðferð er einnig reynd að nota mykjudæluna til að hræra í áburðinum og blanda hann. Er dælan þá þannig gerð að hún getur gert hvort er vill að dæla í belgvagn (mykjudreif- ara), eða hún getur dæltmykj- unni í þrónni, það er, dælan sogar mykjuna í sig en spýtir henni jafnóðum frá sér aftur út í mykjuþróna og myndar þann ig hringsog sem blandar mykj- una. Vart mun þó fengin reynsla er sanni að þetta sé fullnægjandi. Ég endurtek að ekki er vitað um að völ sé á meðfærilegum mykjudælum er dæli óbland- aðri og óþynntri mykju. Hlutur búvélasala er að selja bændum dælur til þeirra hluta er ekki góður. Sennilega vita þeir ekki hvað þeir eru að gera, vita fátt um þessa hluti. Segja má að það sé hægt, meðan ekki er völ á öðru betra að aka fljótandi mykju á völl og dreifa henni með þeim mykjudreifurum sem margir bændur eiga, það er dreifurum af hinni ensku rok- dreifaragerð og hinum norsku Guffen dreifurum. Slíkt getur verið góður gangur. En það er meira sem koma skal. Hin fulla tækni við notkun fljótandi áburðar er að nota belgvagn til að aka mykjunni á völl þannig búinn að á vagnin- um er dæla sem dælir hinni fljótandi mykju úr þró í vagn, og þegar á völlinn er komið úr vagni gegnum dreifibúnað all- vítt frá sér um völlinn. Vitað er að þeir byggingar- hættir að nota grindagólf og láta gripina ganga lausa sam- rýmist illa geymslu og notkun fljótandi áburðar. Kemur þar fleira til. Að sönnu er hægt að þvo gólf og veggi neðan til dag lega og blanda mykjuna þannig nægilegu vatni, en ekki er heppilegt þegar hrært er í þrónni að loft úr henni geti streymt upp í fjósið. Hið venjulega yið fljótandi- mykju-tæknina er að byggja fjósið með rimlaflór og blanda vatni í mykjuna í flómum, áð- ur en henni er hleypt í mykju- þróna. Og algengast mun að þróin sé að einhverju eða öllu leyti utan við fjósið en ekki að öllu leyti undir því. — O — Já, þetta voru fátæklegar ástungur um mikilsvert mál. Bændur, kaupið ekki mykju- dælur nema Ijósar reynslusann anir séu lagðar fram um getu þeirra — hverju þær geta dælt. Og látið ykkur ekki detta í hug að efna til nýrra vinnu- bragða og tækni við hirðingu og notkun mykjunnar eftir „brjóstvitinu" einu, þótt það geti oft dregið langt. Hér er annað sem dregur lengra og sjálfsagt er að nota sér: rann- sóknir og tilraunir margvísleg- ar sem verið er að gera í ná- grannalöndunum. Héraðsráðunautar, kynnið ykkur slíkar rannsóknir og til- raunir, þess er góður kostur í tilraunaskýrslum og greinum í búnaðartímaritum. Forðið bændum frá skömm og skaða, frá því að verða „tilraunadýr" á þessum vettvangi, það getur orðið dýrt „spaug“. — O — Og svo er það kenningin um að það borgi sig ekki að hirða mykjuna, borgi sig ekki í landi þar sem svo er ástatt um veður far og jarðveg og lífið —■. eða lífleysið — í jarðveginum, að engin jörð getur talizt fullrækt uð til franibúðar fyrr en jarð- vegurinn hefir notið ríkulegrar gjafar af lífrænum áburði (bú- fjáráburði). Þið yngri bændur, sem leggið eyrun við kenning- unni um að það borgi sig ekki að hirða búfjáráburðinn, viljið þið ekki tala við gömlu menn- ina sem voru komnir til vits og ára áður en ofanafristuað- ferðin við túnabætur lagðist niður, og spyrja þá hvers virði það reyndist að bera vel í flög- in undir þökurnar? Og svo skeður það ótrúlega að mykjan — að koma henni úr haughúsi á völl eða í flag — er orðið bændum vandræðamál, nú þegar þeir ráða yfir tækni, traktorskóflunni og mykjudreif aranum, sem gerir vinnuna við áburðinn sæmilega auðsótta og langtum aðgengilegri en áður var. Og þegar bersýnilega stend ur fyrir dyrum hjá þeim, sem eru að byggja fjós og áburðar- geymslur að koma sér fyrir með stórbætta tækni við þessi störf. Hvar erum við á vegi staddir með íslenzka tilraunastarfsemi og leiðbeiningastarfsemi í land- búnaði, ef hún gengur ekki að því með mannborlegum tökum að miðla bændum þekkingu um þessa hluti? Ef mykjan á að verða bænd- um fjötur um fót þá er sannar- lega vá fyrir dyrum í búskapn- um. Reykjavík, 25. okt. 1966 Árni G. Eylands. Áfmælisrit Framsóknarflokksins Á ÞESSU ÁRI eru liðin 50 ár frá stofnun Framsóknarflokks- ins. Afmælisins verður minnzt með ýmsum hætti og m. a. mun verða gefið út vandað rit um sögu flokksins og störf. Þetta mun verða mikið rit, vandað að frágangi og myndum prýtt. Höfundur þess er Þórar- inn Þórarinsson, ritstjóri og al- þingismaður. Jafnframt því, sem ritinu er ætlað að segja frá sögu flokksins og störfum í hálfa öld, verður það hið merk- asta heimildarrit um stjórn- málasögu landsins á þessum um brotasömu áratugum. Það verður sagt frá þeim mönnum og málefnum, sem mótuðu þetta mikla framfara- tímabil. Verkið mun koma út í tveim bindum. Hið fyrra, sem fjallar um tímabilið frá stofnun flokksins fram að síðari heims- styrjöldinni, mun koma út á þessu ári, en hið síðara á árinu 1967. Rit þetta á erindi inn á hvert heimili, þar sem góðar bækur eru í heiðri hafðar og áhugi ríkir í þjóðfélagslegum málefn- um samtímans. Hálfrar aldar afmæli Fram- sóknarflokksins, sem . öðrum stjórnmálaflokkum fremur hef- ur sett svip sinn á þetta merki- lega tímabil, er merkisatburður, ekki aðeins í sögu flokksins heldur einnig í íslenzkri stjórn- málasögu yfirleitt. , Er þess því að vænta að marga muni fýsa að minnast af mælisins með því að eignast þetta rit og lesa það. Á Akureyri liggja áskriftar- listar frammi hjá eftírtöldum aðilum: Skrifstofu Framsóknarflokks ins Hafnarstræti 95, Afgreiðslu Tímans, Afgreiðslu Dags, for- manni Framsóknarfélagsins Birni Guðmundssyni fram- færslufulltrúa, formanni full- trúaráðs Framsóknarfélaganna Guðmundi Blöndal fulltrúa hjá skattstjóra, formanni Félags ungra Framsóknarmanna Karli Steingrímssyni útibússtjóra, og verzluninni Fögruhlíð í Glerár hverfi. □ SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). þýðu — Sósialistaflokksins. Og nú er spurt: Vantar ekki fleiri flokka varafomienn? ORÐ OG GERÐIR Þegar Framsóknarmenn á Al- þingi vildu láta rannsaka jarð- eignavandamálið og gera tillög- ur um það í þingkjörinni nefnd, setti Ingólfur ráðherra upp spamaðarandlit og ámælti þeim sem stofna vildu til kostnaðar í þessu skyni. En þingmenn, sem voru nýbúnir að fá í hend- ur ríkisreikninginn, fyrir árið 1965, glottu í kampinn. 42 LAUNAÐAR NEFNDIR í þeim reikningi eru sem sé taldar fram með nöfnum 42 launaðar nefndir, sem ríkissjóð ur hefir staðið straum af á því ári. En þar með er ekki öll nefndarsagan sogð, þvi að á öðmm stað sézt að níu sinnum hefur verið greitt fé fyrir: „at- hugun“ ýmsra mála. Loks eru á þriðja staðnum taldar greidd- ar 923 þús. kr. undir bókhalds- liðnum „lagafrumvörp óg reglu gerðir“. Hér er í báðum tilfell- um um nefndarstörf að ræða, þó falið sé á þennan hátt. En stjómin yill fá að skipa nefnd- imar sjálf og hafa þær á sínu bandi. Þess vegna er hún oftast á móti þingkjömum nefndum, þar sem stjómarandstæðmgar eiga ehmig sæti. Það er lóðið. Hallfríður Jónsdóttir hjúkrunarkona Sauðárkróki F. 20. maí 1893. D. 24. okt. 1965 Kveðja frá vinkonu, Helgu Jónsdóttur frá Goðdölum, Þegar vetur gekk til valda varmi hvarf og fölt stóð lyng. Fól þinn nökkva feigðaralda fannst þá glöggt að syrti í kring. Mætrar konu margir sakna, mynd þín geymist skír og hrein, þekkra minja þræðir rakna þinni af menning birtan skein. Þú varst til þess fædd að fórna fyrir veika þreki og dáð, þín var höndin styrk að stjórna — stöðugt veita hjálparráð. Mundir þínar margan græddu, mörg var nætur vakan ströng, þegar sárin bræðra blæddu og blöstu við hin myrku göng. Verk þín oft úr böli bættu, báru mörgum líkn þín völd. Ef þeir allir mæla mættu myndi þökkin hundraðföld. Göfgrar konu geyma sporin gróður þann, sem lifa kann, þó að falli föl á vorin — frostið aldrei nístir hann. Ástarkveðju eg vil færa, engan skugga á kynnin ber. Auðnan vist mun endurnæra allt — sem reyndi ég af þér. Þína minning 'því skal blessa, þú munt lifa í huga mér. Klökk fram ber ég kveðju þessa, kólnað finnst mér hafi hér. Vetraríkið hverfur kalda kemur vor og fögnuð Ijær. Og að baki tímans tjalda tendrar eilífð Ijósin skær. J. Ó. VÍSUKORN EFTIR Iestur frétta frá Ófeigs-* stöðum í Kinn í 79. tbl. Dags 9. nóv. 1966, datt einum þetta í hug: Bjarni vill ná í beljur hingað frá Svíonum, Það byltast svo margar við- reisnar hugmyndir í ’onura Og senn kemur Baldur með bolakálf yfir heiðina, því Bjarni vill ekki, að hann fari „hina leiðina£í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.