Dagur - 03.12.1966, Page 4

Dagur - 03.12.1966, Page 4
4 9 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SÍÐBÚIN SIÐABÓT RÍKISSTJÓRNIN og verkalýðsfé- lögin sömdu um hóflega kauphækk- un og verðstöðvun. Þetta var nefnt júnísamkomulag og þótti vel hafa tekizt í þeim samningum. Hátt á annað ár er síðan og hafa verkalýðs- félögin stillt kröfum sínum í hóf, m. a. til þess að barátta ríkisstjóm- arinnar við verðbólguna yrði sem árangursríkust. Margsinnis lýsti rík- isstjómin því yfir, að hún mundi sjá um verðstöðvun, og halda þannig samningana að sínum hluti. Átti það að vera auðveldara vegna þess, að kauphækkanirnar vora hóflegar og þurfti ekki að velta þeim inn í verð- lagið. En í þessu máli brást ríkisstjórnin og er það öllum kunnugt, og þar með var forsendum viðunandi kjara- samningum raskað. Staðfesting þess- ara orða er m. a. að finna í yfirlýs- ingu margra stuðningsmanna ríkis- stjómarinnar. Má í því sambandi minna á 1. maí ávarpið í vor, undir- ritað af Guðjóni í Iðju, Óskari Hall- grímssyni, Jónu Guðjónsdóttur o. fl., en þar stendur orðrétt: „V E R K A LÝÐSSAMTÖKIN LÍTA ÞAÐ ALVARLEGUM AUG- UM, AÐ MARGÍTREKUÐ LOF- ORÐ RÍ KISST J ÓRN ARINN AR UM STÖÐVUN VERÐBÓLGUNN AR HAFA REYNZT MARK- LAUS“. En trúin á „frelsið" og „samkeppn ina“ á sem flestum sviðum, svo sem ríkisstjómin orðar stefnuleysi sitt og óstjóm varð öllum heitum yfirsterk- ari. Verðbólgan magnaðist af meiri þunga en nokkru sinni fyrr, eftir verðstöðvunarloforð stjómarinnar. Hættumerkin sem ríkisstjórnin og hennar stuðningsflokkur hefur neit- að að horfa á og fullyrt, að ekki væm til, hafa risið hærra og hærra. Tog- araútgerðin, iðnaðurinn og báta- flotinn, sem bolfiskveiðar stundar, eru stærri þættir atvinnulífsins en svo, að framhjá þeim verði gengið og erfiðleikar þessara atvinnuvega afgreiddir með slagorðum. Hið nýja „stöðvunarfrumvarp“ stjórnarinnar kemur, því miður, tveim ámm of seint, og það, sem verra er, að í því felast engar ákvarð anir um stöðvun, heldur aðeins heimildir til að grípa til ýmissa stöðv unarráðstafana. Flestar þær heimild- ir voru til í eldri lögum, en ónotað- ar. Forsætisráðherra hefur í öngum sínum viðurkennt í umræðum um „verðstöðvunarfrumvarpið“, að hér sé um bráðabyrgðaráðstafanir að ræða mikilsverðar að vísu og geti gert gagn engu að síður. Munu flest- ir skilja þetta svo, að hér sé fyrst og fremst miðað við að láta fljóta fram yfir kosningar. □ Um lilbúinn áburS 1967 Krisfinn Sigurgeirsson Kveðja frá barnabörnum Við brottför þína byrgir sólu ský, því brosmild ástúð þín var Ijós á vegi. Og raildu vori líktist lund þín hlý og líf þitt fegurð gaf, sem gleymist eigi. Við sælustundir áttum afa hjá, þá arinloginn brann og ljósin skinu. Og hvernig, sem að lífsbók sköpin skrá ei skugga dylst þín mynd í hugskotinu. Til skapadægurs skjöldur þinn var hreinn. í»ú skyldu hverja trútt af höndum inntir og veg þinn gekkstu ljúfur, bjartur, beinn og beztu manna dyggðir jafnan kynntir. Þú horfinn ert og kveðjan verður klökk, er hvílu þína mjallarbreiðan hylur. Við flytja viljum heita hjartans þökk og hugi styrkir minninganna ylur. Þú siglir yfir haf við blíðan byr og birtist veröld ný á næsta leiti. Tif lífsins inn um ljóssins fögru dyr þig Ieiði englar guðs og blessun veiti. J. Ó. NÝTT TÍMARIT - MÚLAÞING ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf hefur sent þeim, sem með til- búinn áburð verzla, eftirfarandi upplýsingar. Blaðinu voru send ar þær með ósk um birtingu. Fara þær hér á eftir: „Að því er nú komið að þeir, sem með áburð verzla, þurfi að gera sér ljósa þörf, og koma á framfæri pöntunum fyrir tilbú inn áburð, sem nota skal á ár- inu 1967. Vér gerum ráð fyrir, að sem næst 25% af áætlaðri heildar- þörf landsins fyrir köfnunar- efni til grasræktar muni þurfa að flytja til landsins, en að Á- burðarverksmiðjan muni sjá fyrir um 75% af þörfinni með Kjarna. Svo virðist sem áburðarnot- endum hafi almennt ekki þótt slíkur fengur í að fá það köfn- unarefni, sem inn var flutt á síðastliðnu vori, í 26% N. Kalk ammon, eins og við hafði verið búizt, og að margir hefðu kosið að fá tvígildan áburð eins og á boðstólum var 1964 og 1965. í haust var leitað til Búnað- arfélags fslands, Stéttarsam- bands bænda og Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, og þessar stofnanir beðnar um til- lögur um það hvort það köfn- unarefni, sem flytja þyrfti til landsins skyldi flutt inn í ein- gildum áburði (26% N Kalk- ammon) eða í þrígildum á- burði. Samtímis voru gefin upp væntanleg verðhlutföll milli eingildrá tegunda annarsvegar og fáanlegrar þrígildrar blöndu hinsvegar. Ofangreindar stofn- anir voru allar sammála, og mæltu með innflutningi bland- aðs áburðar. Samkvæmt þessu verður flutt ur inn á næsta ári blandaður áburður, sem inniheldur 22% N, 11% P205 og 11% KoO, og -að auki c. a. 2.7% af brenni- steini. Blanda þessi inniheldur ekki kalk í slíkum mæli að neinu verulegu nemi. Þessi blandaði áburður, 22— 11—11, verður á boðstólum fyr ir allt landið og geta því áburð- arkaupendur reiknað með að allt að 25% köfnunarefnisþarf- arinnar verði afgreitt í slíkum áburði. Þrífosfat 45% PoO,- og klór- súrt Kalí 50% K20 verður á boðstólum eins og að undan- förnu, en þar sem ofangreindur blandaður áburður inniheldur forfórsýru og Kalí í því hlut- falli, sem sérfræðingar telja sem næst réttu lagi, miðað við köfnunarefnisinnihald þessa blandaðá túnáburðar, þá þurfa pantanir fyrir Þrífosfat og Kalí, að miðast við þörf fyrir þessi efni í hlutfalli við 75% köfn- unarefnisþarfarinnar, þ. e. mið ast við notkun Kjarna. Á boðstólum verður lítilshátt ar magn af Noregssaltpétri 15.5% N., sem ætlað er að dreift verði sem jafnast milli þeirra, sem með áburð verzla, svipað og verið hefir. Er áburðarpant- endum í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja panta köfnunarefnis- áburð, þannig að pöntunin mið- ist öll við Kjama og verði svo umreiknuð' af oss í blandaðan áburð, Kjama og smámagn af Kalksaltpétri, eða að panta hverja þessara tegunda út af fyrir sig. Hafa ber í huga að hlutfallið milli köfnunarefnis, fosfórs og Kalí er bundið í hin- um blandaða áburði, og þarf því aðgæzlu við í pöntunum á Þrífosfati og Kalí, umfram það, sem í blandaða áburðinum er. Brennisteinssúrt Kalí mun verða til reiðu eins og á síðast- liðnu vori, og eins mun garð- áburður 9—14—14, sem inni- heldur brennisteinssúrt Kalí, verða á boðstólum eins og verið hefir. Ymsar tegundir áburðar, sem notaðar hafa verið í mjög litlu magni munu og verða til staðar, auk áburðarkalks. Sérstök athygli skal vakin á því nú, eins og fyrr, að áburðar kalk frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi mun verða til af- greiðslu frá Gufunesi eins og á undanförnum árum, en hins vegar skal einnig á það bent, að e. t. v. væri kaupendum hægast að gera kalkpantanir sínar beint við Sementsverksmiðj- una. Innkaupasamningar hafa nú verið gerðir fyrir áætlaða áburð arþörf næsta árs eins og að ofan greinir. Nauðsynlegt er hins vegar að hinar raunverulegu þarfir komi sem fyrst í ljós, með pöntunum allra þeirra, er með áburð verzla, svo unnt sé að gera lokaráðstafanir um end anlegt magn og flutning áburð- ar til landsins í tæka tíð. Til þess að svo megi verða óskum við eftir að þér útfyllið með- fylgjandi pantanaeyðublöð sam kvæmt þörfum yðar og endur- sendið oss svo tímanlega að pantanir hafi borizt oss eigi síð- ar en 15. desember n. k. Að sinni verður ekki unnt að segja til um endanlegt áburðar verð, þar sem ekki er vitað um hugsanlegar breytingar á flutn- ingskostnaði eða öðrum kostn- aði samfara uppskipun o. fl. Hins vegar skal þess getið að hreyfing á innkaupsverði er- lendis hefir aðeins miðað til lækkunar miðað við síðastliðið ár. Innkaupsverð á blandaða túnáburðinum er ekki lóhag- stætt. q Að endingu viljum vér mega vænta hinnar beztu samvinnu við yður svo sem verið hefir. Vér munum leggja oss fram um, að greiða fyrir afgreiðslu til einstakra aðila, sem óska eft ir sértegundum ábúrðar, eftir því sem oss er frekast unnt, innan þess ramma sem gerður hefir verið um innflutning, og lýst hefir verið hér að framan. Að lokum, athugið að senda áburðarpantanir í fyrri hluta desember n. k.“ Q Tvær trillur sukku Húsavík 2. des. í norðangarðin- um um síðustu helgi sukku tvær trillur hér í höfninni og þá þriðju rak á land og brotn- aði hún töluvert. Búið er að ná upp annarri trillunni, sem sökk. Veður eru leiðinleg en vegir eru sæmilega færir ennþá. Þ. J. SÚ VAR TÍÐIN, að á Austur- landi voru gefin út merkileg rit, og blaðaútgáfa stóð þar með miklum blóma um alda- mótin síðustu. Skáldin Jón Ólafsson og Þorsteinn Erlings- son, koma þar við sögu, meðal annarra merkismanna. Blaða- útgáfan hófst á Eskifirði, en fluttist brátt til Seyðisfjarðar, sem hélt henni óskorað, þar til blaðaútgáfa lagðist niður, um 1920. Fyrir nokkrum árum var Prentsmiðja Austurlands á Seyðisfirði, þá eina prentsmiðj- an í fjórðungnum, lögð niður. Um líkt leyti tók svo til starfa ný prentsmiðja, Nesprent í Nes kaupstað. Eru þar prentuð þrjú blöð, Austurland, Austri og Þór. Fáeinar tilraunir hafa verið gerðar til að gefa út vandað austlenzkt blað eða tímarit, og er mánaðarritið Gerpir, senni- lega sú merkasta. Nú hleypa austlendingar enn úr hlaði, í þetta skipti með árs- rit að nafni Múlaþing. Að rit- inu stendur Sögufélag Aust- firðinga, sem stofnað var fyrir fáeinum árum, en ritnefnd skipa þessir menn: Ármann Halldórsson, Eiðum, sem er rit stjóri, Björn Sveinsson, Egils- staðakauptúni, Benedikt Bjöms son, Búðakauptúni, Jón Bjöms son, Skeggjastöðum á Jökul- dal og Sigurður Ó. Pétursson, Skriðubóli, Borgarfirði. — Af- greiðslumaður er Björn Syeins- son. Að því er bezt verður séð, er það ætlunin með þessu riti, að bjárgá frá glötun ýmsu í sögu Austurlands, en auk þess ber þetta fyrsta hefti með sér, að bókmenntir muni ekki útilok- aðar frá þátttöku, og jafnvel kvæði muni eiga þar innan- gengt. Aðalgreinina í þetta fyrsta hefti ritar Benedikt frá Hof- teigi, um Krossavík í Vopna- firði og nokkra ábúendur þar. Er þetta mikil ritsmíð, sem von er til, og ættartölur hvergi sparaðar. Af öðrum greinum má nefna merka, næstum vísindalega rit gerð, um Skriðuklaustursjarð- ir, eftir Heimi Steinsson, grein um brúarsmíðina á Lagarfljóti eftir Indriða Gíslason auk margra smserri greina, en alls eru ritsmíðar í heftinu um 25 og heftið alls 184 bls. Prentun er framkvæmd í Prentsmiðju Björns Jónssonar Akureyri, og virðist í alla staði vel af hendi leyst. Gott er til þess að vita, að austlendingar hafa nú aftur fengið kjark til tímaritsútgáfu, eftir langt hlé. Þeir sem vilja veita ritinu brautargengi, ættu að gerast áskrifendur að því, með því að skrifa til afgreiðdumannsins, Björns Sveinssonar á Egils- stöðum. Q Úr „Koss í kaupbæti“, sem búið er að sýna 14 sinnum. (Ljm.: E.S.) - Verða greidd námslaun (Framhald af blaðsíðu 8) þessa. Mun meðallánið vart hafa verið meira en ca. 20 þús. á ári. Eins og fyrr er á minnzt, legg ur ríkið einnig fram óaftur- kræfa beina námsstyrki, sbr. 14. gr. fjárlaga. Sér menntamála- ráð um úthlutun þeirra. Styrk- ir þessir eru tvenns konar, ann ars vegar svonefndir fimm ára styrkir („dúxastyrkir") og hins vegar styrkir til námsmanna er lendis. Fimm ára styrkjanna njóta háskólastúdentar einir, hvort sem þeir stunda nám inn anlands eða utan, og aðeins þeir, serh lokið hafa stúdents- prófi með áfburða árangri. í 13. gr. læknaskipunarlaga segir, að heimilt skuli, sam- kvæmt tillögum Jandlæknis, að fenginni umsögn læknadeildar Háskóla íslands, að veita á ári hverju læknastúdentum ríkis- lán til náms gegn skúldbindingu um læknaþjónustu í héraði að afloknu námi. Engum má þó veita slikt námslán, fyrr en hann hefur staðizt fyrsta hluta embættisprófs. Af því, sem hér hefur verið sagt, má ráða, að háskólastúd- entar og aðrir námsmenn, sem nám stunda erlendis, hafa mögu leika á að fá nokkurt námslán og nokkum beinan riámsstyrk, stúdentar við Háskóla íslands hafa möguleika á að fá náms- lán, en engan beinan styrk, utan þeir, sem rétt kynnu að eiga á svonefndum „dúxa- styrk“. Læknastúdentar njóta sérstakra lánsmöguleika sam- kvæmt læknaskipunarlögum. Námsmenn í öðrum skólum inn anlands fá hvorki lán né styrk af ríkisfé. Nauðsyn endurskoðunar. Flutningsmenn þessarar til- lögu telja tímabært að taka námsstyrktarkerfið til-rækilegr ar endurskoðunár í því skyni að efla það og auka. verulega sem nauðsynlegan þátt í fram- tíðaruppbyggingu menntamála þjóðarinnar. Er þá fyrst fyrir að koma upp námslánákerfi, er leysi af hólmi núverandi styrkjafyrirkomúlag, og efla samtímis Lánasjóð íslenzkra námsmanna frá því, sem nú er. Þarf að stefna að því, að allir, sem stunda langskólanám og annað dýrt nám heima og er- lendis, eigi þess kost að fá svo rífleg námslaun og námslán samanlagt; að svari eðlilegum námskostnaði. Rétt er að gera ráð fyrir, að slíku kerfi verði komið á í áföngum á nokkrum árum. Eins og nú háttar aðstöðu langskólamanna og annarra, sem stunda dýrt nám, er óhjá- kvæmilegt, að þeir vinni mikið með námi, og er ekki að efa, að það veldur verulegum töfum á námsferlinum, lengir námið jafnvel svo að árum skiptir og dregur almennt úr náms- árangri. Á þetta einkum við um háskólastúdenta. Fer því fjarri, að almennt geri menn sér grein fyrir örðugleikum stúdenta í þessum efnum. Fer ekki hjá því, að þorri stúdenta stofnar til mikilla skulda á námsárum sínum, auk þess sem þeir hefja lífsstarf sitt — af eðlilegum .ástæðum — síðar en fléstir eða allir aðrir. Dýr undirbúningur undir lífsstarfið tekur langan tíma og styttir starfsævi meimtamanna. Er algengt, að íslenzkir stúdentar séu Við nám fram að þrítugu, ef ekki lengur. Bætt fjárhagsaðstaða stúdenta mundi breyta miklu í þessu efni. Almennt mundi námstím- inn styttast stórlega og nýtast miklum mun betur, auk þess sem stúdentarnir kæmust fyrr til starfa og ættu fyrir höndum lengri starfsævi í þágu þjóð- félagsins. Aukin námsaðstoð af hálfu hins opinbera mundi því fljótlega borga sig og vel það, enda mundu stúdentarnir m. a. efnast og eflast að gjaldgetu vegna opinberra þarfa fyrr en ella. Námslaun og námslán þurfa auk þess að ná til fleiri náms- manna innanlands en háskóla- stúdenta, þó að þar sé þörfin einna brýnust. Greiðsla skóladvalarkostnaðar. Eitt þeirra nýmæla, sem hreyft er með þingsályktunar- tillögu þessari, er það að settar verði reglur um greiðslu skóla- dvalarkostnaðar nemenda, sem óhjákvæmilega verða að vista sig til langs tíma utan heimila sinna. Getur þetta átt við nem- endur á ýmsum aldri og í mis- munandi skólum, m. a. nem- endur í heimavistarbarnaskól- um, héraðsskólum, menntaskól um, verzlunarskólum o. s. frv. Er það án efa sanngjörn og raunhæf aðferð til þess að jafna námsaðstöðu í landinu, að hið opinbera greiði kostnað, sem leiðir af óhjákvæmilegri dvöl nemenda utan heimila þeirra. Til lengdar verður ekki undan því vikizt að fara þessa leið. Er það nú mikill beinn útgjalda- liður fyrir sveitaheimili og önn ur, sem líkt eru sett hvað snert ir skólagöngu. Sem dæmi um óbein áhrif á fjárhagsafkomu og heimilislíf sveitaheimila er vert að geta þess, að stór hluti menntaskólanemenda, sem verða að sækja skóla í önnur héruð eða landsfjórðunga, neyð ist einnig til þess að dvelja fjarri heimilum sínum hvert sumar í því skyni að afla fjár til skólagöngu sinnar. Þetta á fyrst og fremst við um nemend- ur úr sveitum, þar sem fjár- aflavon er lítil miðað við það, sem gerist í uppgripavinnu til sjávarins. Með þessu móti verða börn og foreldrar. fyrr viðskila hvort við annað en ella mundi, auk þess sem heimilin missa dýrmætan liðsafla frá nauð- synjaverkum. Er áreiðanlega tímabært að gefa þessu fullan gaum, enda verulegt hags- muna- og réttlætismál fyrir þá, sem verða að búa við þetta ástand. Rétt er að geta þess, að þessi mál hafa verið til endurskoð- unar í nágrannalöndum okkar undanfarin ár. Svíar hafa þegar tekið upp mjög víðtækt kerfi námsaðstoðar, sem felst í öfl- ugri lánafyrirgreiðslu og bein- um námslaunum. Allir stúdent ar og skólanemar yfir 16 ára aldur fá einhvers konar náms- aðstoð í formi beinna launa og lána. Hvað háskólastúdenta snertir þá eru samanlögð laun og lán svo mikil, að svarar eðli- legum námskostnaði. Það þýðir, að stúdentar geta gefið sig að námi heilir og óskiptir allan námstímann. í Noregi hefur stjórnskipuð nefnd lagt til, að námsstyrktarkerfið verði aukið stig af stigi á 10 árum. Stefnt skuli að því að létta námskostn aðarbyrði nemenda á nær öll- um skólastigum, m. a. með greiðslu ferðakostnaðar og aukaútgjalda vegna námsdval- ar utan heimila. Nefndin leggur til, að stúdentar hljóti aukinn aðgang að lánum og fái að námi loknu endurgreiddan ákveðinn hluta af námskostnaði. — í Sovétríkjunum og fleiri lönd- um í Austur-Evrópu eru náms laun greidd stúdentum við há- skóla og víst öðrum náms- mönnum. Q ORÐSENDING TIL ÁRNA G. EYLANDS Guðmundur góði. Ekki má það lengur tefjast að þakka vini mínum Árna G. Ey- lands fyrir viðleitni hans hér í blaðinu að færa til betri vegar það, sem honum fannst mistak- ast um ritsmíðar mínar, og er það engu síður þakkarvert, þó að ekki sé ég viss um að hans skoðun sé réttari en mín. Málin skýrast við það að vera rædd frá fleiri hliðum. í fyrra skrifaði Ámi langan kapitula um það orðalag hjá mér, að ég hafi komizt þannig að orði, að vel færi á því, ef stytta Guðmundar hins góða yrði flutt að Hólum og væri lát in standa þar „yfir“ Gvendar- brunni. Gat Árni ekki séð, ef ég man rétt, að þessu yrði neinn veg fyrir komið nema brunnur- inn væri fyrst fylltur af grjóti og Guðmundi síðan tyllt þar ofan á. Þótti honum þetta verk lag óhafandi og vildi láta Guð- mund standa „hjá“ brunni sín- um eða „við“ hann, og væri þá allt við hæfi. Af því að okkur Árna kom saman um aðalatriðið, að skemmtilegt væri að minnast Guðmundar og heilsugjafa hans með þessu móti, nennti ég ekki að skipta mér af athugasemd hans, sem mér sýndist þó næsta ástæðulaus, þar sem hvoru tveggja þýddi eitt og hið sama. Veit ég ekki betur en það orða- lag, sem Árni hneykslaðist á, hafi verið talin góð og gild ís- lenzka frá því Askur Yggdrasils stóð „yfir“ Urðarbrunni æ grænn, hár baðmur ausinn hvítaauri, og er þess ekki getið, að brunnurinn hafi verið full- ur af grjóti. Talað er um það í fornu máli að standa yfir gröf eða greftri einhvers, og skilja menn enn í dag hvað átt er við. Og í þriðja lagi ætla ég, að Árni G. Eylands hafi einhvern tíma í æsku sinni staðið „yfir“ fé, og hafi hann þá hreint ekki staðið uppi á hryggnum á roll- imum, heldur hjá þeim eða í nánd við þær. Þarf þá ekki að orðlengja meir um málvísindin. Spámenn og frelsingjar. Þá kem ég að Hans Nilsen Hauge, sem ég á að hafa talað eitthvað ógætilega um. Ekki hef ég þó talað verr um hann en það, að líkja honum við ginn heilaga spámenn og taldi hann brautryðjanda þess konar fólks í Noregi. Hins vegar gerði ég kannske minna úr menntun hans en vera bar. En með því að kalla hann lítt menntaðan átti ég aðeins við það, að hann hafi verið lítið lærður í guð- fræði. Hafði ég þennan visdóm m. a. úr Bjarma, sem ég taldi að óhætt mundi vera að treysta í þessu efni (IX árg. 17. tbl.). Þar er ekki getið um, að hann hafi neina upplýsingu fengið, en orðið snemma all-hugsjúkur um frelsi sálar sinnar, svo að félagar hans hafi hlegið að hon um og kennt í brjósti um hann. Svo frelsast hann allt í einu upp úr þurru úti á akri 5. apríl 1796 og eftir það taldi hann „allt vera einskis virði í heiminum.11 Hann varð sárhryggur út af synd sinni, og fór að langa til að lesa heilaga ritningu. Mætti af þessu ætla, að hann hafi ekki gert mikið af því áður. Auðvitað varð hann samt sem áður þegar í stað miklu slyng- ari í „trúnni“ en aðrir menn og þar með taldir prestarnir, og fór um endilangan Noreg og til Danmerkur til að „vekja“ menn. Einkum var honum, af skiljanlegum ástæðum, méinilla við svonefnda skynsemisstefnu, sem þá var ríkjandi í kirkjunni, og sótti hann að ríkiskirkjunni og prestunum með svo miklum fúkyrðum, að ekki þótti fært annað en setja hann í steininn. Rak svo langt „æði hans og villa“, að kóngur taldi sig þurfa að skrifa íslendingum sérstakt viðvörunarbréf. Segir . Bjarmi, að hann hafi og farið að skrifa bæklinga, smáa og stóra, sem ekið hafi verið í Vagnhlössum út um allar byggðir og „þó að margt mætti finna. að málinu á þeim, því að hann var h'tt lærður í þeirri list, þá seldust bæklingar hans svq: að fádæm- um sætti.“ Jafnframt þessu fékkst hann við verzlun og gerð ist kauþmaður í Bergen. Loks segir Bjarmi, að „mest- ur hluti þeirrar kristilegu safn- aðarstarfsemi", sem nú eigi sér stað í Noregi eigi rót sína að rekja til „vakningar" Hauges. Ég hef nú leitt Bjarma til vitnis um þennan vakningafaraldur í Noregi, sem seinna barðist mjög gegn þeim Johannesi Ording og Kristian Schelderup, og sé ég ekki að mikið beri á milli. Þetta byrjar venjulega sem geðveiki og endar í ofstæki. Vel má það vera, að Hauge hafi ekki verið alls varnað t. d. við saltbræðslu og verzlunar- brask, en ekki sannar það, að hann hafi verið mikill andlegur leiðtogi. Salomonsens Leksikon kemst þannig að orði, að kenn- ingum hans hafi verið ábóta- vant í því, að þar hafi gætt tals verðra andlegra óklárinda (led af adskillig aandelig Uklarhed). Hins vegar hefur verið allmikill völlur á honum, og haft hefur hann tröllatrú á spámennsku sinni eins og siður er margra fávísra og naglalegra manna. Hafa og ofstækismenn ávallt talsverð áhrif á hópa manna, sem standa á líku stigi. og þeir eða þaðanaf lægra. Verður þá einfeldni og barnaskapur þess fólks, sem veður um byggðir og þykist vera að vekja aðra, hinn ferlegasti og drýldni þess yfir „frelsun“ sinni og heilagleik brosleg. Að sjálfsögðu er ekki hátt ris ið á okkur klerkum í þessu efni heldur. En þegar um „guð- fræði“ er að ræða, ætti ekki að veita af allri vitglóru og þekk- ingu, sem menn hafa yfir að ráða. Svo mælti Páll postuli, að á safnaðarsamkomum vildi hann heldur tala fimm orð með skilningi, til þess að geta frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungu. Benjamín Kristjánsson. Árni G. Eylands og haughúsin í VEL meintri greiri eftir Áina G. Eylands, sem birtist hér í blaðinu 12. nóveber sl. eru tvær villur, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. 1. Ámi telur að gólf í mykju húsi þurfi að snarhalla að íæm- ingarstað, ef hægt eigi að vera að nota mykjusnigil. Þetta er alrangt. Haughúsgólf þarf að vera lárétt, þar sem mykjan að öðrum kosti Situr föst í hall- anum, en allt þvagið skilst að og situr í polli þar sem lægst er. Bændur hafa reynt þetta sér til skelfingar og hef ég áður bent á þessa hættu í handbók bænda og víðar. 2. Árni telur að nauðsynlegt sé að hafa innkeyrsludyr á haughúsum og nota megi snigla sem ýtt sé inn um dyrnar og inn eftir húsinu um leið og tæmt er. Nú er hér um að ræða þau haug hún, sem algengust eru, þar sem þvag og mykja eru ekki aðskilin og ætti það að vera aug Ijóst, að slík hús verða ekki tæmd út um dyr. Stafar það ein faldlega af því, að haugflóðið myndi steypast út um dyrnar jafnskjótt og þær væru opnað- ar, og mætti sá sem upp á því !tæki raunar teljast góður ef hann ekki tapaði lífinu. Þessi mál eru því hreint ekki svo ein- föld og mönnum í fljótu bragði kann að virðast. Ýmislegt í grein Árna G. Ey- lands er hins vegar ágætt og vil ég taka undir ummæli hans um nýtingu húsdýraáburðarins og hef ég sem forstöðumaður teiknistofunnar bent á þá hlið málsins í Búnaðarblaðinu og víðar, svo og í daglegu starfi. Um tæki til tæmingar haug- geymslu er það að segja, að fullnægjandi eða æskileg lausn á því máli er ekki enn fengin, hvorki hér né annarsstaðar. Mjög mikil neyðarlausn er það, sem víða sézt erlendis, að blanda áburðinn mjög miklu vatni. Það kostar ekki minna en tvöfalt rými áburðargeymsl- anna og þó mikinn hræriútbún. að vegna botnfalls, og loks eyk- ur það útkeyrslumagnið í tonna tali. Það getur að sjálfsögðu hent menn að kaupa skakka dælu- tegund til þessara hluta, og stafar það þá oft af því að menn veigra sér við að kaupa dýrar tegundir. Menn verða þó að gera sér Ijóst að vélvæðing kostar fé og verða þá þeir, sem hennar vilja njóta, jafnframt að hafa ráð á að kaupa þau tæki sem duga svo við verði unað. í lausgöngufjósum má búast við að nokkurt hey verði ætíð í mykjunni. Dælur fyrir slík fjós verða því ætíð að vera með söxunarútbúnaði. Þá er annað atriði sem reikna verður með, en það er sú staðreynd að þegar mykjan hefur verið nokkra hríð í haughúsi, gerjast hún lítið eitt og flýtur þá upp, en nokkuð af þvagi situr við botn. Þetta þykka lag á yfirborðinu sezt þá í kekki, ef það er hreyfingar- laust og ekki hræriútbúnaður á dælunni, sem komið geti í veg fyrir verulegan aðskilnað þvags og mykju. Slíkur útbúnaðuK þarf því ætíð að vera á dælun- um og nefnist hann „framhjá- hlaupsloki“. Dælan þarf þá acj (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.