Dagur


Dagur - 14.02.1968, Qupperneq 4

Dagur - 14.02.1968, Qupperneq 4
4 5 ^^i§í^;:v;:í::Kww;iwÍK^í^S?^á%5A®:!Wtói?wíi'i,ííi'i¥;,íí!,í!,fciv>Xr Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Yaxaiidi atvinnuleysi í landinu Á AÐALFUNDI miðstjómar Fram- sóknarmanna, sem haldinn var í Reykjavík um helgina voru atvinnu málin m. a. til umræðu. Varð af ræð um manna, og opinherum tölum, sem fyrir liggja, ljóst í livert óefni þau eru komin víða á landinu. Er útlitið á því sviði mikið áhyggjuefni allra hugsandi manna, livar í flokki sem þeir standa. En ónotað vinnu- afl er mikil sóun þjóðarverðmæta og mikið böl, sem óþarft er að lýsa meira. Aðalfundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur miðstjómar Fram- sóknarflokksins telur, að íslenzkt þjóðfélag hafi ekki efni á því, að hér ríki atvinnuleysi, þar sem vinna er undirstaða velmegunar hverrar þjóð ar. Það er nú orðið mjög alvarlegt at- vinnuleysi víða um land. Það ástand fer versnandi og virðist fyrirboði verri tíma. Mörg fyrirtæki, sem veitt hafa f jölda manns atvinnu, hafa nú orðið að stytta vinnudag og segja upp starfsfólki sínu. Hér verður algjör breyting að verða á nú þegar. Þessu til lausnar telur aðalfundur- inn, að verja beri nauðsynlegum hluta fjár þess, sem að undanfömu hefur .verið fryst í Seðlabankanum, til aðstoðar við þau atvinnufyrirtæki og sveitarfélög sem við rammastan reip eiga að draga í þessum efnum. Á sama hátt vill aðalfundurinn á það benda, að atvinnuleysisbætur þær, sem lög gera ráð fyrir, em alls ófulhiægjandi með tilliti til fram- færslukostnaðar, og eru auk þess eng ar varanlegar bætur á atvinnuástand inu. Sjáanlegt er, að þau sveitarfé- lög, sem verst yrðu úti hvað atvinnu snertir, stæðu þá einnig uppi tekju- laus. Því telur aðalfundurinn jafn- framt, að verja beri stærri hluta At- vinnuleysistryggingasjóðsins en nú er gert, til framkvæmda sem treysta atvinnuöryggi. Versta ráðleysi og átakanlegasta sóun er atvinnuleysi, sem auk þess hlýtur að vera félagslegt böl. Því er nú þegar þörf róttækra ráðstafana.“ Frá ýmsum ályktunum aðalfund- arins, verður e. t. v. sagt síðar. □ Mykjudreifaramir GUFFEN, sem nú er um að velja. Mykjusnígillimi Spíral í baksýn. MARGS ÞARF BÚIÐ í Morgunblaðinu 16. nóvem- ber 1967 er viðtal við ungan bónda, vel menntaðan og at- bafnasaman. Þar segir: „Menn brjóta mikið heilann um, hvemig eigi að tæma haug húsin. Þrjár aðferðir koma helzt til greina: að láta rnykj- una renna sjálfkrafa út ur hús- inu, að nota snigil eða dæiu og í þriðja lagi að moka henni út með traktor. Sjálfrennslisað- ferðin er hagkvæmust og ég hef góða von um að geta notað hana.“ — Réttara hefði verið að tala um fjórar aðferðir, þar eð vart getur talist sama aðferð að nota snigil og að nota dælu við að tæma haughús. í Frey nr. 3 1967 er grein um Bændaför til Englands. Þar seg ir meðal annars: „Á allra síðustu árum hafa nokkrir bændur hér á landi byggt hjarðfjós, með lokuðum áburðarkjallara, en vandamál hefir verið hjá mörgum að fá hentug tæki til þess að dæla- upp úr þeim.“ Svo segir greinarhöfundur, sem er gegn bóndi á Suður- landi, frá því, að í förinni sáu þeir mykjudreifara (tankdreif- ara) einn mikinn, gerðan fyrir fljótandi mykju, og búinn þrýstilofsdælu, bæði til að fylla dreifarann og til dreifingar er á völlinn kemur. Og svo segir: „Væri vel ef þessir dreifarar gætu leyst vanda þeirra, sem hafa lokaðar haug- og þvag- geymslur.“ Þessi greindu ummæli skýra ljóslega hver vandi bændur telja sér vera á höndum, við að koma mykjunni úr áburðar- geymslu á völl eða í flög. En ummæli sunnlenzka bóndans opinbera einnig mjög undarlega hluti og hart nær ótrúlega, sem sagt, að bændur byggja „lokað- ar“ áburðargeymslur, án þess að gera sér um leið fulla grein fyrir því hvernig þeir eigi að ná mykjunni út úr geymslum þess um. Þetta er gert við faglega forsjá sérfræðiráðunauta bænd anna, í þeirn byggðum landsins, þar sem leiðbeiningaþjónustan er bezt á vegi stödd, að því er ætla má. Slfkt held ég að gæti ekki komið fyrir neins staðar á Norðurlöndum, nema hér á ís- landi. Annars staðar, þar sem ég til þekki fer um slíkt ávallt saman: ákvörðun um gerð bygg ingar og fyrirhugaður og ákveð inn vélbúnaður og tæki við að nota bygginguna, það er í þessu viðviki að hirða áburðinn í geymslu og að koma honum úr geymslunni þegar til þess kem- ur. Það bendir í sömu átt, um hve laust í reipum þetta virðist vera hér hjá okkur, er (norð- lenzki) bóndinn sem Morgun- blaðið ræddi við 16. nóv. segist velja „sjálfrennslisaðferðina,“ þar eð hún sé „hagkvæmust," og segir um leið: „Ég hef góða von um að geta notað hana.“ Á orðum- hans er auðheyrt,' að hann telur sig svo sem ekki hafa að neinu reyndu og öruggu að ganga, aðeins góðri von. Það er sannarlega ekkert spaug fyr ir bændur að byggja dýrar byggingar, að verulegu leyti á slíkum forsendum, án þess að vera klárir á því hvernig skuli að unnið þegar til þess kemur að nota byggingarnar. Ekki er ég til þess kominn að segja bændum hver sé albezta tæknin við að tæma haughúsin og koma mykjunni á völl. Eitt og sama á ekki við alls staðar, það er augljóst, og ekki er ávallt ljóst að hin fullkomnasta tækni sé það sem hentar bónd- anum bezt. Hér kemur fleira til, svo sem fjárfesting mismun- andi mikil, bústærð og vinnuafl o. fl. Mörgum bónda getur hent að jafnvel og ef til vill betur að hoppa ekki í 'hæsta haft með vélvæðinguna við mykjustörf- in. Hér kemur einnig til gerð túnanna og aðstaða við út- keyrslu áburðarins, eins og minnst var á í lok fyrri greinar minnar um þessa hluti. Minna má vel duga. í fyrri greininni tek ég fram, að vel megi hugsa sér „að nota hinar stærri gerðir mykjudreif ara af Guffen (og „Rotasprea- der“)-gerð, til að aka fljótandi mykju á völl, í stað dýrari belg vagna.“ Þar er ég meðal annars að hugsa um fjárfestinguna. Þessi ummæli mín endursagði ég úr bréfaskóla-bréfi frá árs- lokum 1966. Síðan hefi ég átt þéss kost að kynna mér þetta nánar austur á Jaðri, þar sem mjög hagar svipað til um mykjuhirðingu eins og á ís- lenzkum búum vel flestum. Hefi ég nú sem fyrr örugga trú á því, að sú tækni sem þar reyndist vel eigi einnig erindi til íslenzkra bænda. Vil ég því bæta nokkru við þessi ummæli mín frá 1966. Rokdreifarinn („Rotasprea- der“) hefir náð mikilli út- breiðslu og vinsældum, fyrst og fremst sökum þess að hann vinnur sauðatað öðrum dreif- urum betur. Hann dreifir „jafn vel grjóti,“ er stundum sagt. Telja þeir bændur þao ril kosta, sem eigi hafa gengið betur frá haughúsdyrum og innkeyrslu í haughús en svo, að hætt er við að grjót geti komist í mvkjuna við mokstur í dreifarann. Er tómlegt að þurfa að ræða um þessa hluti, er velja skal tæki til að aka á völl og dreifa mykj unni. Nóg um það. Sem sauða- taðsdreifari er Rokdreifaiinn álitlegastur það er ljóst. En er til þess kemur að dreifa fljót- aiidi áburði verður hlutur hans lélegur. Það er vitanlega hægt að dreifa fljótandi mykju með Rokdreifara, en slíkum áburði dreifir liann illa og er seinvirk- ur. Um norska Guffen mykju- dreifarann er þessu þveröfugt farið. Torvelt er að dreifa sauðataði með honum svo vel sé, en fljótandi mykju dreifir hann mjög vel og er mikilvirk- ur við það. Þetta hefir verið reynt hér á landi svo að ekki er um að villast, en raunar þurfti enga innlenda reynslu til að SÍDARI GREÍN sanna þetta, reynslan á Jaðri skar fyrir löngu úr um það. Reynsla íslenzkra bænda er að- eins bundin við Guffen af þeirri troglaga gerð sem margir bænd ur kannast við, og sem tekur um 1800 lítra af áburði. En hið nýja þar austur á Jaðri er hins vegar að nota nýja tunnulagaða gerð af Guffen sem tekur 2600 og 3500 lítra af fljótandi mykju, eftir stærð. Hér er mikið í efni einnig fyr ir þá bændur íslenzka, sem byggja sér lokaðar áburðar- geymslur og verka fljótandi áburð til notkunar. Eigi'Verður annað séð en að Guffen 2600 lítra sé hin viðráðanlegásta og heppileg lausn, við að aka fljót- andi mykju á völl og dreifa henni. Er mikil ástæða til að vekja athygli á þessu alveg um búðalaust. En svo er það dælan. Já, svo er það dælan, til að dæla hinni fljótandi mykju úr haughúsmu í mykjudreifarann Guffen. Fyrst er að vekja athygli basnda á því, einnig umbúða- laust, að það er tjarstæða og hrapalegur misskilningur að byggja lokaðar mykjugeymslut þannig, sem þó nokkrir bændur hata gert, að gluggur sé á vegg geymslunnar hátt uppi og ætla sér að ná mykjunni þar út með dælu eða snigli. Flestar álitleg- ustu mykjudælur eru þannig gerðar, að dælan á og verður að standa Ióðrétt og koma niður í mykjuþróna ofan frá. Það er svo sem völ á nógum dælum þannig gerðum og til þessara hluta, en þó er hér ljóð ur á. Iiið algengasta er að smíða rafknúðar dælur með áföstum rafmótor, og góð og stórvirk dæla þarf allt að því 15 hestafla mótor, og notkun slíkra rafmótora er því miður lítt hugsanleg í sveitum hér, eins og högum er háttað um raforku. Hingað þurfa að fást dælvr sem hægt er að knýja með traktor. Þær fást, verða fáanlegar, þótt enn sé ekki um auðugan garð að gresja er velja skal traktordælur. Kyllingstad verksmiðjumar, sem smíða Guffen, framleiða eiimig mykju dælur sem reynast vel á Jaðri, en til þessa hefir verksmiðjan gert þær aðeins fyrir rafmagns- mótor. Samt má vænta þess að þeir framleiði einnig dælur fyr- ir traktor, senn hvað líður, jafn vel á vori komanda. Já, dælan verður að standa lóðrétt og lcoma niður í haug- húsið ofan frá. Þess vegna verða hinir lokuðu áburðar- kjallarar að vera byggðir þann- ig að stevpt er útskot úr kjall- aranum, sem stendur út undan f jósgólfini’. Dælunni er svo komið fyrir á þakpallinum yfir útskotinu, dælan nær niður um pallinn og niöur í útskotið, djúpt eða grunnt eftir vild. en það verður að vera dálítið dýpra en kjallarinn. En hve margir bændur hafa byggt hina lokuðu áburðarkjallara þannig? Ég er því miður hræddur um að þeir séu fáir. Annað úrræði er að koma dælunni fyrir inni í fjósinu, þannig að hún gangi þar niður í gegnum gólfið, nálægt útvegg. En ef vel á að vera verður að gera þar dyr á fjósvegginn, svo að auðfarið sé til umsvifa út og inn á milli dælu og mykjudreif- ara þegar verið er að dæla í dreifarann. Sennilega verður margur bóndinn, sem byggt hef ir lokaðan mykjukjallara án út skots að grípa til þess úrræðis, þótt það sé miklu lakara heldur en að koma dælunni fyrir í út- skoti úr kjallaranum sem fyrr segir. Að liirða mykju í lokuðu haughúsi. Svo er nú það. Menn mega ekki vera hræddir við að blanda töluverðu af vatni í mykjuna, til þess að fé réttilega fljótandi áburð. Það marg borg ar sig, þótt magnið sem aka þarf á völl aukist verulega við vatnsíblönduna, samt er fljót- andi mykjan og meðferð henn- ar verkasparnaður, samanborið við vélmokstur. Nægileg vatns- blöndun fæst við þann þrifnað að skola fjósgólf og flór daglega vikulega með vatni. Mykjan vill skilja sig frá því sem þynnst er í kjallaranum, hún vill fljóta ofan á, en blanda af hlandi og vatni verða á botn- inum. Er nokkur vandi að ráða bót á þessu. Þar sem miklu er til kostað er það gert með því að koma fyrir sérstökum hræri tækjum í áburðarþrónni. Það kostar peninga, og sá ljóður er á, að ekki er auðvelt að koma slíkum vélbúnaði haganlega fyr ir þegar áburðarþróin er kjall- ari undir fjósinu. Slíkur vélbún aður verður ekki fluttur á milli fjósa, hann verður fjárfesting á hverjum bæ, þar sem hann er notaður. Þess má um leið geta, að þar sem klifið er í hæsta haft og öllu til kostað með fullkomn ustu tækni og mesta fjárfest- ingu, með því að nota dreifara með þrýstilofsdælu, er soga til sín mykjuna, jafnvel út um glugg á kjallaravegg, verður einnig að kosta miklu til hræri- tækja á hverjum bæ, þótt mykjudreifaramir dýru og full (Framhald á blaðsíðu 7). Einar Árnason frá Finnsstöðum EINAR ÁENASON frá Finns- stöðum i Kinn, en um fjölda ára búsettur á Akureyri, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri síðasta dag janúarmán- aðar og var jarðsunginn 8. febrúar. Hann var tæplega níræður að aldri, fæddur og uppalinn á Finnsstöðum og bjó þar nokkur fyrstu búskaparár sín. Síðar var hann bóndi á Vatnsenda en lengst í Landa- mótsseli. Kona hans var Kristj- ana Sigfúsdóttir frá Halldórs- stöðum í Reykjadal, látin fyrir mörgum árum. Sonur þeirra er Höskuldur bóndi í Vatnshomi í Borgarfirði. Hér á Akureyri dvaldi Einar lengi í skjóli fóstur dóttur sinnar, Aðalbjargar Jóns dóttur og manns hennar, Páls Bjarnasonar yfirsímvirkjaverk- stjóra, Oddagötu 7. Eftir að Einar og Kristjana fluttust til Akureyrar tók hann að sér margvísleg störf, sem hér verða ekki rakin, nema þau sem snerta Dag. En Einar vann lengi við blaðadreifinguna og var hún þar í góðs manns hönd um. Oft leit hann hér inn á skrif- stofur blaðsins og hóf hann þá stundum mál sitt í bundnu máli, því hann var skáldmælt- ur, einnig vel ritfær og mátti segja, að hann væri víða heima enda las hann mikið og hafði trútt minni. Trúmennsku hans við blaðið okkar og margar ánægjustundir er mér bæði ljúft og skylt að þakka, við þau tímamót, er vegir skilja um stund. E. D. Gljúfrabúi og Árni Úla ! Fædd 28. febrúar 1894 — Dáin 27. marz 1967 Þú hverfur héðan hrott. Með hugarró fékkst þú sigrað sjúkdómsþraut í sigurvon og trú. Því verður hugsað heim og hugir fylgja þér, sem alltaf örugg stóðst í önnum lífsins hér. Á langri ævileið þú löngum hugprúð varst og hverja þunga þraut með þreki og dug þú barst. Þú stóðst í stormum fast. Þó stundum blési kalt. Þú gejmidir hlýju í hug, varst hetja gegnum allt. Við kveðjum þig með þökk. Við þökkum hreina dyggð, samúð þína í sorg og sanna vinatryggð. Það ekld er okkur gleymt, þá ævidagur þver. Þín geymist mnming mörg frá miklu starfi hér. Indíana og Benedikt á Hálsi. Fæddur 26. júlí 1897 — Dáinn 25. janúar 1968 Nú er lokið hverri þungri þraut og þú ert hvíldur, horfinn okkur sýmnn. Hver sá geisli, er varpar birtu á braut nú brosi þér á nýjum vegum þínum. Við lítum yfir leið, sem gengin er. Til Ijóssins fagra vonir allar benda. Góða kjnning vinir þakka þér og þér við burtför ástarkveðjur senda. Með hetjuskap þú sjúkdómsböl þitt barst, þá byrði, er á þér hvíldi langa ævi. Ókvíðinn og öruggur þú varst þó aldrei lengi heilsuna þér gæfi. Svo ótrúlega lengi vannst þitt verk, þó voru stöðugt lamandi öfl að verki. Festa og þrek og þolgæðiskennd sterk * 1 þrautum lífsins var þitt aðalsmerki. Indíana og Benedikt á Hálsi. Sf jórnarskipti hjá Geysi KARLAKÓRINN GEYSIR hélt aðalfund sl. sunnudag í félags- heimili kórsins í Lóni. Fráfarandi stjórn gaf yfirlit um starfið á árinu, er. var all fjölbreytt. — Söngskemmtanir voru haldnar hér á Akureyri sl. vor, einnig söng kórinn á Dalvík, Ólafsfirði, Freyvangi og Miðgarði í Skagafirði. Söng- stjórar kórsins sl. starfsár voru Jan Kisa og Árni Ingimundar- son og undirleik önnuðust frú Þórgunnur Ingimundardóttir og Árni Ingimundarson. Ný stjórn var kosin og skipa hana eftirtaldir kórfélagar: For maður Jóhann Guðmundsson, varaformaður Aðalstemn Jóns- son, ritari Árni Jóhannesson, gjaldkeri Mikael Jósson og með stjórnandi Tryggvi Gunnarsson. Mér hefur oft þótt bæði skemmtilegt og fróðlegt að lesa greinar eftir Árna Óla. Nú bregður svo við, að hann skrif- ar grein í Lesbók Morgun- blaðsms, 4. tölubl., frá 28. jan- úar í ár, er hann nefnir „Hvar er Gljúfrabúi? sá er Jónas kveð ur um“, sem mér finnst veik- um rökum studd. Veit auk þess, sem síðar verður gerð grein fyrir, að nið'urstaða Árna er algjörlega röng. Víkjum þá fyrst að rökum Árna Óla. Jónas yrkir kvæðið Gunnarshólmi fyi'ir Bjarna Thorarensen á Möðruvöllum, að því er Árni segir. Látum svo vera. Gunnarshólmi er, eins og flestir vita, eitt dýrmætasta listaverk sem þjóðin á í bundnu máli. Þar'er Fljótslilíðinni og umhverfi hennar lýst snilldar- lega og svo atburðinum þegar Gunnar sneri aftur, getið af sömu snilldinni. Betur verður ekki gert. Jónas dvaldist um tíma á Breiðabólstað í Fljóts- 'hlíð hjá Tómasi vini sínum. Satt er það, að „fögur er Hlíð- in“ og tel ég víst að Jónas hafi ort um hana án hvatningar, en þó mun það sjálfsagt rétt, að Bjami hafi óskað þess. Þetta eiga svo m. a. að vera rök fyrir því, að Jónas hafi kveðið Dal- vísur um Fljótshlíð. Bjarna Thorarensen hefur án efa þótt vænt um fæðingarsveit sína, Fljótshlíðina, þó hanii færi það- an 16 ára gamall. En getur Árni Óla ekki hugsað sér, að Jónasi Hallgrímssyni hafi líka þótt vænt um sína fæðingarsveit, Öxnadalinn? og því ort Dal- vísur um hann. Jónas ólst alveg upp á Steinsstöðum í Öxnadal, þar til faðir hans andaðist 1816. Eftir það var hann að vísu um tíma inni í Eyjafirði, en kom fljótt í Steinsstaði aftur og var þar á sumrin á skólaárum sín- um, síðast sumarið 1828, sem kvæðið Ferðalok vottar. En hann kom þó í Steinsstaði síð- ar, bæði 1837 og 1841. Þá dvaldi hann þar a. m. k. nokkra daga. Ég talaði sjálfur við gamla konu, sem mundi Jónas vel frá því sumri. Þó að Dalvísur séu vel kveðn ar og okkur Öxndælmgum þyki vænt um þær, af því þær eru um dalinn okkar, þá verður þeim þó ekki jafnað við Gunn- arshólma að því er listagildi snertir. Ekki heldur sem nátt- úrulýsingar. Hafi nú Jónas vilj að bæta um lof sitt um Fljóts- hlíðina, sem raunar virðist ekki fært neinum, þá bættu Dalvís- ur sízt af öllu Gunnarshólma upp. Slíkt held ég að engum sé fært og Jónasi hafi ekki verið það heldur. Þó virðist sem Ámi Óla hugsi sér eitthvað slíkt. í Dalvísum eru nefnd ýmis heiti. Ámi Óla segir þau vera til í Fljótshlíðinni. Ég efa það ekki. Ætli mörg af þeim séu ekki til í flestum sveitum? Að M minnsta kosti eru þau til, eða voru a. m. k. til í Öxnadal. Þar er „Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum", og þar var og það í landi Steins staða „Flóatetur, fífusund“. Ég hef sjálfur verið við heyskap í Steinsstaðaflóanum og rétt fyr- ir sunnan og neðan túnið á Steinsstöðum var fram á mín þroskaár blautt sund, hvitt af fífu hvert sumar. Fyrir ofan Steinsstaði er skarð í fjallið. Þar eru eða voru a. m. k. fjalla grös. Þangað fóru þau systkinin Jónas og Rannveig systir hans á unglingsaldri til að tína grös. Þar er „Góða skarð með grasa- hnoss“. Benda ekki oi'ðin: „Ver ið hefur vel með oss, vei'ða mun það ennþá löngum" til þess, að barn þeirrar sveitai', sem um er kveðið, hafi sagt þau? „Bunulækur blár og tær“ mun vera til í flestum dölum þessa lands og þeir ei'u mai’gir í Öxnadal. Ekki vantar þar heldur „hnjúkafjöllin himin- blá“. Og nóg er þar af hamra- görðum, meira að segja í landi Steinsstaða. Hvítir tindar eru þar að vísu ekki allt árið, en oft snjóar þó í fjallatindana á sumrin, þó elcki festi snjó á lág- lendi. „Bakkafögur á í hvammi'1 er þar einnig. Yfir- leitt er allt það í Öxnadal, sem Jónas nefnir í Dalvísum. Þá kem ég að aðaltrompi Árna Óla, nafninu Gljúfrabúi. í fyrsta lagi er foss sá, er hann nefnir svo, ekki í Fljótshlíð heldur undir Eyjafjöllum. Það skiptir að vísu ekki máli. En í öðru lagi lieitir fossinn alls ekki Gljúfrabúi frá upphafi, þó líklega séu ýmsir farnir að kalla harm svo nú, siðan sá til- gáta kom fi'am fyrir nokkrum árum, að Jónas eigi við harm í Dalvísum. Ég kom fyrir all- mörgum ái'um að þessum fossi, þá var mér sagt af kurmugum manni, að áin eða lækurinn, sem fossinn er í, héti Gljúfurá og fossinn Gljúfurárfoss og í Ái'bók Ferðafélags íslands árið 1931 segir Skúli Skúlason, Rangæingur og nákunnugur, að fossin heiti Gljúfrafoss, að vísu bætir harm svo við, að foss inn kurmi að vera sá Gljúfra- búi, sem Jónas gerði fi-ægan. Samt er auðséð, að hann hefur ekki borið það nafn frá upp- hafi. Ég hygg að oi'ðið Gljúfra- búi megi skoðast sem samnefni á fossum hér á landi yfirleitt og að Jónas Hallgrímsson hafi fyrstur smíðað það, en enginn sérstakur foss heitið því nafnL Nafnið á við bæði um fossinn í Gljúfurá undir Eyjafjöllum og fossinn, sem fellur fram af há- um glettastalli skammt fyrir of an bæirm á Steinsstöðum í Öxnadal. Harrn kemur sannar- lega úr gljxifrum eða lækurinn, sem hann er í, mjög þröngu klettagili. „Gilið mitt í kletta- þröngum". Skiptir þá engu máli hvort orðið mitt er atviksorfS og þýði mitt í klettaþröngum, eins og Áx-ni Óla heldur, eða hvort Jónas er að tala um gilið sitt, sem ég tel líklegra. Ég sagði í upphafi að ég vissi að niðurstaða Árna Óla vaxri (Framhald á blaðsí'ðu 7).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.