Dagur - 14.02.1968, Síða 8

Dagur - 14.02.1968, Síða 8
í B l Hótel Varðborg á Akureyri, eina liótel bindindismanna á landinu. lialdiii á Akureyri SUNNUDAGINN 11. þ. m. gekkst Umdæmisstúka Norður- lands fyrir ráðstefnu um bind- indismál meðal félagasamtaka að Hótel Varðborg á Akureyri. Kjartan Jónsson, umdæmis- templar, setti ráðstefnuna og skýi-ði tilgang hennar. Hann til nefndi Stefán Ág. Kristjánsson fundarstjóra og Eirík Sigurðs- son ritara. Þá voru fluttar kynningar á starfi félagasamtakanna, en þarna voru mættar stjórnir 6 bindindisfélaga í bænum. Þau voru: Góðtemplarareglan (þrjár stúkur), Bindindisfélag öku- manna, ungtemplarafélagið Fönn og fulltrúi frá Bindindis- félagi kennara. Fyrir Góðtemplararegluna hafði Arnfinnur Arnfinnsson framsögu. Hann rakti sögu Regl unnar í bænum, ræddi um hús- byggingar hennar og aðrar fram kvæmdir til okkar tíma. Á sín- urh tíma sýndi Reglan mikinn stórhug, er hún byggði Sam- Hafa 20-39 þiisimd sjófuglar drep- izt á Norðausturlandi vegna svart- olíu á sjónum: SÍÐASTA föstudag tók varð- R. Bárðai’son innanborðs. Þeim skipið Þór þá Finn Guðmunds- son og Hjálmar R. Bárðarson um borð í Húsavík. — Þeir voru settir í land á Máná á Tjörnesi. Erindi fugiafræðings og skipaskoðunarstjóra var að 'kanna fugladauðann í fjörum og olíurhengun sjávarins. Dagur náði ekki tali af fugla- fræðingnum, sem ennþá er við rannsóknir sínar. En Hjálmar skýrði svo frá, að þeir félagar hefðu gengið um þriggja kíló- metra veg um fjörur á Tjömesi og fundið margar sjófuglateg- undir dauðar og einstaka fugla enn lifandi en dauðvona. Skipa skoðunarstjóri sagði, að fugla- fræðingurinn hefði lauslcga reiknað út áætlaðan fugladauða á strandlengjunni frá Melrakka sléttu til Tjörness, eftir þessa athugun. Mætti gera ráð fyrir, að á þessu 80 km. svæði hefðu drepizt milli 20—30 þús. fuglar. En á áðurnefndu þriggja km. svæði fundust þessir fuglar: 43 langvíur, 216 stuttnefjur, 5 álk- ur, 1 teista, 51 lundi, 40 haf- tyrðlar, 17 svartfuglar (óvissar tegundir, þar af einn fugl menkt ur í Noregi) 2 fílar, 12 hávell- ur, 20 æðarfuglar (af þeim þrír enn lifandi) eða samtals 413 fuglar. Talið er, að mikið af dauðum fugli hafi skolazt burt og aðrir lent undir fönn. At- hyglisvert er, að stuttnefjan, sem jafnan heldur sig á hafi úti, skuli vera meðal hinna dauðu fugla. látil olía var í fjörum, nema í stórgrýtisurð voru svart olíupollar. □ komuhús bæjarins. Nú rekur I.O.G.T. í bænum Borgarbíó, Hótel Varðborg, æskulýðsheim ili, bókaútlán úr bókasafni I.O.G.T., barnaheimili o. fl. í bænum eru þrjár góðtemplara- stúkur og þrjár barnastúkur. Sveinn Kristjánsson skýrði frá, að Bindindisfélag öku- manna hefði verið stofnað í bænum 1958. Það starfar í sam- bandi við tryggingarfélagið Ábyrgð og njóta félagsmenn þar lægri iðgjalda við txyggingar á bílum sínum en almennt gerist. Félagið hefur oftar en einu sinni gengist fyrir góðaksturs- keppni í bænum. Félagið hefur verið starflítið undanfarið, en býr sig nú undir að vinna að undirbúningi hægri umferðar. Gunnar Lórenzsson sagði að ungtemplarafélagið Fönn væri ársgamalt og væru nú í því 145 félagar. Félagið gengst einkum fyrir fundarhöldum, ferðalög- um og unglingadansleikjum. Hann sagði að félagið hefði fengið ókeypis húsnæði til fund arhalda hjá I.O.G.T. og styrk frá áfengisvarnanefnd. En félag ið vantaði ódýrt húsnæði fyrir (Framhald á blaðsíðu 2). ÞÚSUND LESTA danskt flutn ingaskip, með 800 tonn af síldar mjöli frá Siglufirði innanborðs, sem fara átti til Englands, strandaði kl. 4.30 sl. laugardags nótt á grynningum út af Rifs- tanga á Sléttu. Þar ganga um þús. metra langar grynningar norði r af landinu, klettar og stórgrýti. Skipið heitir Hans Sif. Neyð- ankall þess heyrðist til Græn- lands og var Slysavarnafélagi íslands þegar tilkynnt það og síðan slysavarnasveitinni á Raufarhöfn, en formaður henn- ar er Valdimar Guðmundsson. Stpax var farið á strandstaðinn Fimmtugur söngvari Ný liljómplata Jóhanns með fimm sönglögum Jóhann Konráðsson. HINN vinsæli, norðlenzki tenor söngvari, Jóhann Konráðsson, varð nýlega fimmtugur og hef- ur um fjölda ára veitt fjölda áheyrenda margar ánægju- stundir. Hefur nú sungið fimm lög inn á hljómplötu, sem Fálk- inn, hljómplötudeild, gefur út. Lögin, sem Jóhann syngur eru þessi: Svanasöngur á heiði, Þey þey og ró ró, Heyr mig lát mig lífið finna, Draumur hjarð sveinsins og Hamraborgin. — Undirleikai'i er Guðrún Krist- insdóttir. Hinnar nýju hljómplötu er fljótlega von í verzlanir, að því er blaðinu var tjáð í gær. □ SMÁTT OG STÓRT ÍSAXIR OG LEYGUFLUG íslendingar eru því alls óvanir, að slegist sé — í bókstaflegri merkingu þess orðs — um frétt ir. Og ekki munu íslenzkir blaðamenn hafa brugðið á það ráð í sínu innbyrðis kapphlaupi. Hins vegar slóust brezkir frétta menn á ísafirði á dögunum, í hinni hörðu samkeppni um upp lýsingar vegna sjóslysa og frægt er orðið. Bóndi einn lét þess getið í þessu sambandi, að mikill mundi kostnaður brezkra blaða af þessari íslandsför og betur væri, ef einhver hluti þess kostnaðar hefði gengið til kaupa á öryggisbúnaði hinna erlendu togara á íslandsmiðum, svo það þyrfti aldrei að heyr- ast, að aðeins væru tvær ísaxir um borð í togara á þessum árs- tíma. SJÚKRABÍLL Innan skamms verður nýr sjúkrabíll Rauðakrossins tekinn í notkun á Akureyri, fyrir bæ og næstu sveitir. Enn hefur ekki verið ákveðið hver sér um daglegan rekstur hans. Ekki verður hjá því komist að sam- félagið leggi fram nokkra fjár- muni til að tryggja það, að þetta góða og nauðsynlega tæki verði til taks hvenær sem nauðsyn krefur, hvort sem er á nóttu eða degi — og án tafar —. Enda getur líf manna á því oltið. í umræðum manna í milli er bent á slökkviliðið og lögreglu sem heppilega aðila, til að taka slíkt verk að sér. En til þess mun, af þeim aðilum, krafist aukins mannafla er kosta mundi nokk- ur hundruð þús. kr. á ári. Nú er það vitað, að vikvlega og stundum daglega er kallað á sjúkrabíl og gera verkefni hans sjaldan boð á undan sér, en dög um saman er aðeins um síma- vörzlu að ræða í sambandi við bílinn. Þörf er nú á því, og helzt í sambandi við önnur þjónustu- störf (t. d. lögerglu eða slökkvi- liðs) að finna þau hagræðingar atriði í rekstri' sjúkrabílsins, sem í senn veita fólki fullkom- in not af bílnum og haldi kostn aði við hóf. , RJÚPAN HVÍTA Nokkrar rjúpur hafa heimsótt bæjarbúa að undanförnu. Hafa þær leitað í garða og mun nú léttur sarpurinni vegna harðrar veðráttu og þóöllu fremur vegna harðfennis á venjulegum rjúpnaslóðum. Gaman er að sjá þessar rjúpur, enda eru sumar gæfar. Gefst nú kostur á að sýna börnum þær í hinum bjarta vetrarbúningi. Öðru hverju eru hér á Akureyri þús undir snjótittlinga og nokkuð af auðnutittlingum, auk þrast- anna. Fuglar þessir njóta gjaf- mildi margra bæjarbúa og þyrftu þó matargjafir fuglavina að vera ennþá almennari þegar mjög liart er í ári. HREINDÝRIN Hér á landi eru nú talin vera á þriðja þúsund hreindýr. Álitið er, að meirihluti þessara dýra sé kominn til byggða eða í ná- lægð byggða. Þau ganga mjög liart að jörð. N.ú eru svellalög meiri en oftast áður og víða al- gerlega haglaust, þar sem sjald an tekur fyrir vetrarbeit. Hrein dýrastofninn er af sumum tal- inn í liættu og kynni að geta fallið úr hor heima við bæi. Væri aumt til þess að vita og trúlegt, að einliver úrræði megi til bjargar finna, ef svo er ástatt, sem menn vilja nú vera láta um, að hreindýrin svelti nú algerlega á sumum stöðum. skip slrandaði á Rilslanga og komið þangað kl. 7.30 um morgunirm. En vegir voru ekki greiðfærir. Veður var ágætlega bjart. sjó laust og aðeins suðlæg átt um morguninn. Skipverjsr voru því ekki í neinni hættu. Varð- skipið Þór var komið á staðinn, ennfremur kom dekkbátur frá Raufarhöfn til aðstoðar. Undir hádegi tók að hvessa og ókyrrð ist þá sjór, enda áttin snúin til norðvesturs. Þór sótti þá skips- höfn strandaða skipsins á tveim björgunarbátum og sakaði eng- ann mann. Hans Sif hefur nú færzt miklu nær landi en áður, enda hefur brimáð mikið síðan strandið varð. Engum dettur víst í hug að skipið eigi fleiri siglingar fyrir höndum, svo ill- ur er botninn á þessum slóðum, sagði Hreinn Helgason frétta- ritari á Raufarhöfn blaðinu í gær. □ Skipstjórinn af danska flutningaskipinir og Jóhann Þorkelsson konsúll við komu skipbrotsmanna til Akureyrar. (Ljósm.: G.P.K.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.