Dagur - 29.06.1968, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJOSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖILUN - KOPiERiNG
T augav eikibróðir
á Rútsstöðum
VEIKI sú í kúm hjá Tryggva
Hjaltasyni á Rútsstöðum í
Eyjafirði, er liér vrar áður
sagt frá, reyndist vrera tauga
veikibróðir. Drápust 7 kýr af
veikinni en allar veiktust í
fjósinu.
Heimilisfólkið tók veikina
líka og v'ar einn drengur
fluttur í sjúkrliús og er hann
á batavegi, svo og heinia-
menn. Rútsstaðir voru settir
í sóttkví og algert bann
afurðasölu frá búinu.
Héraðslæknir og héraðs-
dýralæknir vinna að rann-
sókn þessa máls. Grunur leik
ur á, að væikin hafi borizt
með erlendu kjamfóðri.
Skylt er, að erlendu kjarn
fóðri fylgi vottorð seljanda
um að útilokað sé að miltis-
brandur, gin- og klaufaveiki
og taugaveikibróðir berist
með' kjarnfóðrinu. Eiga tolla
yfirvöld að sjálfsögðu að taka
þetta til greina. Blaðinu er
tjáð, að ekkert slíkt vottorð
hafi fylgt þeirri kjamfóður-
blöndu, er bóndinn á Rúts-
stöðum hefur notað. Eru nú
sýnishorn hennar í rann-
sókn.
Taugaveikibróðirinn á
Rútsstöðum hefur vakið ugg
manna. Auk þess sem naut-
gripir geta bókstaflcga hrun-
ið niöur, er liún oft langvinn
í fólki, sem veikina tekur.
Ágúst Þorleifsson dýra-
lælcnir lýkur lofsorði á skiln
ingi bóndans á Rútsstöðum á
þessum málum, og áhuga
hans og nágrannanna, að fara
í öllu að settum reglum.
Dýralæknir var fyrst
kvaddur að Rútsstöðum 15.
júní sl. En hinn 18. júní voru
saursýnishorn send suður til
rannsóknar. Greiningin barst
sl. þriðjudag. Þetta er í fyrsta
sinn, að veiki þessi kemur
upp á Norðurlandi. □
NÝLOKIÐ er námskeiði fyrir
10 umboðs- og tryggingamenn
hjá Samvinnutryggingum. Flutt
ir voru fyrirlestrar um allar teg
undir trygginga, rætt um tjóna-
uppgjör og önnur atriði varðandi
rekstur umboða hjá Samvinnu-
tryggingum. Með þessu vilja
Samvinnutryggingar leggja mik
ið kapp á, að allir umboðsmenn
njóti fullnægjandi fræðslu um
starf sitt, svo að þeir geti sinnt
því á sem beztan hátt.
Mynd þessi er tekin í lok
námskeiðsins.
Fremri röð, talið frá vinstri:
Hreinn Bergsveinsson, fulltr., á
Aðalskrifstofu, Sigurður G. Sig
urðsson, Reykjavík, Sigríður
Helgadóttir, Akureyri, Björn
Vilmundarson, deildarstjóri
Söludeildar, Arnar Sigurmunds
son, Vestmannaeyjum og Hjálm
ar Stefánsson, Siglufirði.
Aftari röð, talið frá vinstri:
Einar Jónsson, Fáskrúðsfirði,
Orn Björnsson, Reykjavík, Sig-
urður Jakobsson, Þórshöfn,
Guðni Þ. Árnason, Raufarhöfn,
Oddeyrarskólinn er kjörstaður Akureyringa á morgun.
(Ljósm.: E. D.)
Tvö bæjarblöð bregðast lilutleys-
inu á síðustu stundu
Nokkrar grófar missagnir síðasta
Islendings leiðréttar
Frá námskeiði fyrir umboðs- og tryggingamenn.
Aukin fræðsla fyrir umboðsmenn
Tíu umboðs- og tryggingamenn á námskeiði
Gunnar J. Magnússon, Stöðvar-
firði og Ásgeir Gunnarsson,
Höfn í Hornafirði.
Reykjavík, 26. júni 1968.
TVÖ BLÖÐ á Akureyri, íslend-
ingur og Verkamaðurinn, hafa
nú á síðustu stundu rofið þá
samstöðu stjórnmálaflokkanna,
að taka ekki afstöðu til forseta-
kosninganna, sem fram fara á
morgun, 30. júní. Eru síðustu
tölublöð beggja hrein kosninga-
blöð. Mun mörgum kjósanda
falla þetta mjög miður af þeirri
ástæðu, að í þetta sinn ganga
menn fiýálsir og óháðir stjórn-
málaflokkum til kosninganna,
og þykir ekki of oft, sem slíkt
skeður hér á landi.
En auk þess er ástæða til að
leiðrétta nokkrar mjög grófar
missagnir í íslendingi, síðasta
tölublaði, þar sem beinlínis er
farið rangt með.
íslendingur segir, að „dr.
Gunnar muni njóta stuðnings
formanna allra flokkanna nema
Alþýðubandalagsins“. Einnig
segir þar, að dr. Gunnar njóti
stuðnings Hannibals Valdimars
sonar. í tilefni af þessu sneri
blaðið sér til Ólafs Jóhannesson
ar, form. Framsóknarflokksins
og Hannibals Valdimarssonar.
Kári Árnason leikur ineð lands-
liðinu við Þjóðverja, á þriðjud.
Þriðja mark Akureyringa. — Sjá umsögn á 2. síðu.
(Ljósm.: E. D.)
Ólafur sagði: „Hvað mig snertir
er enginn flugufótur fyrir þess-
ari umsögn íslendings og er mér
ljúft að það sé eftir mér haft.“
Hannibal Valdimarsson: „Full
yrðing íslendings, að ég sé stuðn
ingsmaður Gunnars Thorodd-
sens er algerlega úr lausu lofti
gripin og hefi ég birt um það
opinbera yfirlýsingu“.-
Þá segir fslendingur í fram-
haldi af slúðri sínu um fylgi
manna og flokka við dr. G. Th.
að nokkrir þingmenn Fram-
sóknarfl. styðji framboð Gunn-
ars. Af því tilefni vísast til yfir-
lýsingar Ingvars Gíslasonar og
Stefáns Valgeirssonar á öðrum
stað í blaðinu. En Gísli Guð-
mundsson hafði þetta um rnáhð
að segja:
„Að gefnu tilefni frá íslend-
ingi, sem mér var að berast í
hendur, vil ég taka fram, að ég
er ekki stuðningsmaður Gunn-
ars Thoroddsens í forsetakosn-
ingunum.
Þingflokkarnir hafa ekki tek
ið afstöðu til þessara kosninga.
Það er skoðun mín, að mjög
margir alþingismenn muni, ef
til kemur, una því prýðilega, að
maður sem ekki hefur tekið þátt
í stjórnmálaþjarki verði forseti.“
Ekki er víst nein nauðsyn að
gera orð íslendings ómerkari en
nú er gert með þessum umsögn-
(Framhald á blaðsíðu 5).
I YFIRLÝSING \
\ VEGNA ummæla „Hiina“ í 1
i síðasta tbl. fslendings, þar \
I sem segir m. a., að Gunnar i
1 Thoroddsen muni njóta i
§ stuðning „nokkurra þing- i
1 manna Framsóknar“, þykir 1
i okkur undirrituðum rétt að i
i lýsa yfir því, að okkur er =
i allsendis ókunnugt um, að i
i nokkur þingmaður Fram- i
i sóknarflokksins liafi lýst yfir i
| stuðningi við Gunnar Thor- =
i oddsen. „ i
i Ingvar Gíslason alþm. i
i Stefán Valgeirsson, alþm. i
..........................