Dagur - 13.11.1968, Síða 5

Dagur - 13.11.1968, Síða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síxnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SAMBÖND SVEITARFÉLAGA FYRIR tveim áratugum eða svo var byrjað að stoína fjórðungssambönd hér á landi — og að halda fjórð- ungsþing — og munu Austfirðingar hafa riðið á vaðið en litlu síðar eða samtímis tók Fjórðungssamband Norðlendinga til starfa. Það voru fjórðungsþingin norðanlands og aust an, sem á sínum tíma hófust lianda um að beita sér fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar og skiptingu landsins í fylki með sjálfstjóm í sér- málum og komu fram frá þeim til- lögur um það efni, sem nú síðustu árin hafa verið á dagskrá Alþingis, þótt heldur eigi það mál enn örðugt uppdráttar á þeim vettvangi. Að fjórðungssamböndum stóðu sýslu- nefndir og bæjarstjórnir og kusu þær fulltrúana á fjórðungsþingin og kjósa enn, þar sem þau eru. Líklegt má telja, að fjórðungsþing in, sem svona voru uppbyggð, hafi haft takmarkaða möguleika að láta til sín taka í málefnum landshlut- anna og að tengsl þeirra við almenn- ing hafi ekki verið svo sterk sem skyldi. En nú hafa sveitarfélögin fyr- ir austan hafið samstarf með nýjum hætti og er framtak þeirra athyglis- vert. Stofnað hefur verið samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Það hefur nú á þessu ári lokið við að setja sér lög og ráðið sér framkvæmda stjóra, sem hefur aðsetur á Egilsstöð- um. Aðalfund sinn hélt það á Hall- ormsstað 7. og 8. september sl. Þar voru gerðar merkar samþykktir um menntamál, heilbrigðismál, atvinnu- mál, vegamál, hafnarmál, strandferð- ir, flugmál, raforkumál o. fl. á Aust- urlandi og ákveðið að halda áfram undirbúningi að framkvæmdaáætlun fyrir Austurland. Sjö menn eru í sam bandsstjóm en stjórnarformaður er Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri á Seyðisfirði og framkvæmdastjóri Bergur Sigurbjömsson viðskiptafræð ingur, fyrrv. alþingismaður. Þing- menn kjördæmisins voru gestir á fundi þessum. Öll sveitarfélög í Austurlandskjör- dæmi em nú í sveitarfélagasamband inu og þannig ákveðið um fulltrúa- tölu þeirra á aðalfundi, að sveitar- félög, sem eiga 200 íbúa eða færri skuli eiga þar einn fulltrúa hvert, sveitarfélag með 2—700 íbúa 2 full- trúa hvert og sveitarfélög með 7— 1500 íbúa S fulltrúa hvert, en fjöl- mennari sveitarfélög 4 fulltrúa. Það er tímabært fyrir Norðlend- inga, að gera sér grein fyrir því, hvort fært sé hér á Norðurlandi, að komast á það stig félagsmálaþróunar, á þessu sviði, sem Austfirðingar era (Framhald á blaðsíðu 7) Vígsla nýju bókhlöðunnar (Framhald af blaðsíðu 1). ar, Stefán Reykjalín, bauð gesti velkomna. Síðan var hver ræð- an flutt af annarri. Ræðumenn voru, Jón G. Sólnes, Stefán Reykjalín, Bjarni Einarsson, Gísli Jónsson, Guðmundur Haga lín, Eiríkur Hreinn Finnboga- son, sem einnig færði safninu listaverk eftir Ásmund Sveins- son að gjöf frá Borgarbókasafni Reykjavíkur, Ingvar Gíslason, Steindór Steindórsson og að síð ustu talaði Árni Jónsson bóka- vörður, sem um leið þakkaði gjafir, las heillaskeyti er borizt höfðu. Að þessu loknu skoðuðu gestir húsakynni. Fagran haustdag er safnið var að taka til starfa í sínu nýju hús næði, leit Ámi Jónsson Amts- 'bókavörður hér inn á skrifstof- una, færandi hendi. Hann af- henti blaðinu meira en 100 blað- síðu rit: Eyfirðingarit, fyrsta hefti, sem Amtsbókasafnið hef- ur gefið út. Notaði ég þá tæki- færið til að fræðast um sögu Amtsbókasafnsins. Bókavörðurinn sagði: Saga safnsins hefur aldrei verið rann sökuð, og þarf að gera það. En öruggt er, að 1828 sendir stjórn Stiftsbókasafnsins í Reykjavík, sem þá var 10 ára, bréf til amts- mannsins á Möðruvöllum, þar sem honum er tikynnt, að Bóka safn norðuramtsins megi velja úr bókum þeim upptöldum á lista yfir tvítök, sem Stiftsbóka- safnið eigi. Bókasafn Norður- amts virðist þá vera orðin opin- ber stofnun. Þetta mun hafa ver ið gert að fyrirmælum frá Karli HALLDÓRA BJARNADÓTT- IR, sem verið hefir útgefandi og ritstjóri Hlínar, hins vinsæla Ársrits íslenzkra kvenna, frá því að það hóf göngu sina, byrjar formála sinn að umræddu við- bótarhefti ritsins á þessa leið: „Haustið 1962, þegar ég fór að fást við bókina Vefnaður á íslenzkum heimilum á 19. öld, auglýsti ég í Utvarpi og blöðum, að Hlín væri hætt að koma út. Síðasti árgangurinn, 1961, var 43. árgangur ritsins (stofnað 1917). Ársritið Hlín á því 50 ára af- mæli á þessu ári. Væri það ekki nógu gaman að halda upp á af- mælið með því að gefa út eitt hefti til minningar. Mætti nefna það „Eftirhreytur HIínar“. (For málinn er dags. á Blönduósi 1. maí 1967). Fyrir prýðilega samvinnu Sig urðar O. Björnssonar, forstjóra Prentverks Odds Björnssonar á Akureyri, sem prentað hefir Hlín frá byrjun, komst þessi góða hugmynd í framkvæmd og komu „Eftirhreytumar“ út í fyrra (1967) á hálfrar aldar af- mæli ritsins. Fór ágætlega á því að minnast afmælisins með þeim hætti. Þetta er myndarlegt rit (230 bls. að meginmáli) og marg- háttaður fróðleikur er lesendum þar á borð borinn. Hefst hið óbundna mál með gagnorðu yfir liti yfir sögu ritsins frá byrjun eftir ritstjórann. Síðan kemur langur kafli um nokkrar „Merk iskonur“, sem allar báru það nafn með réttu, þótt eigi verði þær hér taldar, en mikill gróði er að því að kynnast þeim, per- sónum þeirra, áliugamálum og afrekum á ýmsum starfssviðum. Við þann lestur urðu mér ofar- lega í huga spakleg orð séra Kristjáni Rafni, hinum danska heiðursmanni, sem var frum- kvöðull að stofnun Landsbóka- safnsins, eða Stiftsbókasafnsins sem það hét þá. Þetta er það fyrsta, sem ég veit um upphaf þessa safns, sem opinbers bóka- safns. Tveim árum áður skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður, Finni Magnússyni bréf, og segir þar, að hann hafi látið tilleiðast að stofna hér lestrarfélag. Mér þykir sennilegast, að upphaflega hafi þetta verið lestrarfélag, sem Grímur hefur beitt sér fyrir og Rafn, sem var vinur hans, hafi komizt að því og eiginlega breytt þessu lestrarfélagi í opin- bert bókasafn. Amtsbókasafnið er gömul stofnun, samkvæmt þessu? Já, það er a. m. k. 140 ára gamallt. Áðurnefnd bókagjöf fór norður í Möðruvelli, þar sem safnið var til húsa. En rétt er að geta þess, að 35 árum áður hafði Stefán Þórarinsson amt- maður á Möðruvöllum stofnað lestrarfélag fyrir Vaðlasýslu, Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslur. Bækur þess lestrarfélags voru á Möðruvöllum. En ekki þekki ég sögu þess. Hvaða tengsl eru milli þessa lestrarfélags og safnsins, veit ég ekki. Hve lengi var safnið á Möðru- völlum? Til 1846, en virðist þá vera flutt. Þá segir Grímur Jónsson amtmaður, að hann hafi ekki fengið neinn mann til að vera gæzlumaður safnsins og ekki heldur húsrými fyrir safnið. Þess vegna hafi hann neyðzt til Matthíasar Jochumssonar: „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna.“ Og þá er stutt sporið til upp- eldis- og fræðslumála, en um þau fjallar næsti kafli í ritinu, all langur og fróðlegur að sama skapi, og allt er það lesmál vel í letur fært og tímabært. Gegnir sama máli um erindin og grein- arnar um heimilisiðnað, garð- yrkju og heilbrigðismálin, sem næstar eru á blaði. Auk hins framantalda eru í heftinu fjöldi læsilegra greina, er margvísleg- an fróðleik flytja. Margir höf- undar, konur og karlar, koma hér við sögu, og yrði það langt mál, ef telja ætti nöfn þeirra allra. En sameiginlega skal þeim öllum þakkað framlag sitt til þessa afmælisheftis Hlínar. Halldóra Bjarnadóttir leggur sjálf mikinn og góðan, og-marg- þættan, skerf til lesmáls ritsins, er lýsir vel vakandi áhugaeldi hennar og skilningi hennar á gildi varðveizlu þeirrar þjóð- legu menningarerfða, sem hún hefir sérstaklega helgað óvenju lega langt og ávaxtaríkt ævi- starf sitt. í þessu hefti kemur einnig fram djúpstæður ræktarhugur hennar til vor íslendinga vestan hafs, sem hún hefir sýnt bæði í orði og verki með mörgum hætti. Allmargt kvæða og vísna er í heftinu, og eykur hið bundna mál á tilbreytni efnisins. Margar myndir, einkum mannamyndir, eru einnig í ritinu, og eiga þær sitt gildi. Sérstaklega skal þess getið, að Halldóra hefir tekið upp í þetta kveðjuhefti Hlínar hið snjalla og íturhugsaða ávarp, er Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, (Framhald á blaðsíðu 7) að láta safnið niður í kassa og flytja þá til Akureyrar og koma þeim fyrir í pakkhúsi hjá Guð- mann kaupmanni. Það var flutn ingur safnsins til Akureyrar. Grímur hefur borið safnið mjög fyrir brjósti, því hann var sí- skrifandi ráðuneytum úti í Kaupmanna'höfn út af safninu. Eitt af síðustu verkum hans 1849, var að reyna að koma á stofn fjárhagslegu styrktarfélagi fyrir safnið. Innanríkisráðherra úti í Kaupmannahöfn virðist 'hafa verið safninu vinsamlegur og mælti með því, að ráðinn yrði maður til að annast það og koma því á góðan stað hér á Akureyri, og að bækur verði lánaðar endurgjaldslaust úr þessu safni. Búið var þá að semja og gefa út, úti í Kaup- manna'höfn, bókaskrá, en hún var prentuð 1951. Vilhjálmur Finsen mun hafa séð um prent- unina. Hvenær var safnið svo opnað hér? Ein'hverntíma skömmu eftir 1850. Og þá er líklegast, að Andreas Mohr kaupmaður hafi verið fyrsti bókavörðurinn hér á Akureyri. Svo tekur Ari Sæ- mundsen umboðsmaður við bókavörzlunni og Bern'hard Steincke faktor hjá Gudmann, en hann kom mikið við sögu á þessum árum og virðist hafa verið mikill framfaramaður og tók m. a. safnið upp á arma sína. Árið 1863 var skipuð fyrsta bókasafnsnefndin. í henni voru: Jóhann Thorarensen lyfsali, sonarsonur Stefáns Þórarinsson ar amtmanns á Möðruvöllum og þessi Bernhard Steincke ásamt Jóhanni Halldórssyni, skóla- stjóra, sem þá var oddviti bæjar stjórnar hér. Líklega voru það þessir menn, sem réðu Frið- björn Steinsson bókavörð safns- ins 1866. Þá er safnið talið vera 1000 bindi. Mjög mikill hluti safnsins voru danskar bækur, enda var Akureyri þá hálf- danskur bær. Friðbjöm sá um safnið mörg ár. Árið 1875 var safnið flutt í góða stofu í ráð- húsi bæjarins inni í Búðargili, sem þá var fínt hús og nýbyggt. Það var þinghús bæjarins og einnig fangageymsla. Skömmu síðar varð það að venju, að amts skrifarinn gætti bókasafnsins. Meðal þeirra, sem höfðu það starf á hendi var Júlíus Sigurðs son bankastjóri. Hann var amts skrifari og bókavörður í 10 ár. Þarna var svo safnið til 1906, þegar amtið lét safnið í hendur bæjar og sýslu. Þetta hét íslands norður og austur amts bókasafn á síðari hluta 19. aldar. En kring um 1890 féll burtu orðið austur, enda er þá komið amtbókasafn á Seyðisfirði, fyrir Austurland. Árið 1904 var safnið flutt í kjall ara Samkomuhússins, sem þá var nýbyggt og var þar til húsa til 1930. Mikill áhugi var á því hér 1905 og 1906, að byggja yfir safnið. -Þá var haldinn borgara- fundur um málið og söfnuðust þá nær eitt þúsund krónur, sem var töluvert mikið fé á þeim tíma, eða nálægt fimmti hluti þess, sem áætlað var, að safn- hús myndi kosta. Ekki varð af framkvæmdum. Oftar var mál þetta þó á dagskrá, t. d. 1917 var samþykkt að fá uppdrátt af bók hlöðunni. En um 1930 var safnið flutt í gamla barnaskólann, Hafn arstræti 53. Nú skyldi byggja yfir safnið en það di'óst. Stúdent ar á Akureyri fóru árið 1934 að •hugsa fyrir aldarafmæli þjóð- skáldsins Matthíasar. Þá tók Stúdentafélagið bókasafnsbygg- inguna mjög á dagskrá og beitti sér fyrir málinu, þ. e. byggingu DR. RICHARD BECK: Merkis-ársrit kveður nýrrar bókhlöðu. Þá var nokkru fé safnað hér í bænum, og félag ið beitti sér ennfremur fyrir því, að bæði bær og ríki styddu mál ið. Þá var áætlað, að byggingin kostaði um 100 þús. kr. Mál þetta var svo á dagskrá fram- undir stríðið, en koðnaði þá allt niður. Jóhann Ragúels og kona hans önnuðust bókavörzlu um nokk- uð langt skeið, sennilega frá 1906 og fram til 1917. Brynleifur Tobíasson var þá bókavörður eitt ár, síðan Jónas Sveinsson frá Bandagerði frá 1919 til 1925. Þá var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi ráðinn bókavörður, og hafði hann það starf með höndum til 1954. Tók þá við Sig laugur Brynleifsson. En í árs- byrjun 1962 tók Árni Jónsson við bókavarðarstarfinu. Er safnið mikið notað af al- menningi? Já, mikið. Á síðasta ári voru lánuð út 87 þúsund bindi, eða Arni Jónsson bókavörður. 8.5 bók á hvern íbúa bæjarins. Mun þetta hærri hlutfallstala en annarsstaðar gerist, held ég. Heimlán fara fram á neðri hæð nýja safnhússins og eru allar bækur, sem þar eru, ætlaðar til heimlána. Lestrarsalurinn með sínu hand'bókasafni er á annarri hæð. Svo er þarna geymslusafn í hjólaskápum frá Ofnasmiðj- unni. Við fáum eitt eintak af öllu prentuðu máli, útgefnu hér á landi. Það er allt skráð og 'bundið í sérstakt band og komið fyrir í þessu geymslusafni. Það er ekki ætlað til almennra út- lána. Lestrarsalurinn er sæmi- lega rúmgóður fyrir meira en 30 manns. Auk þess eru góð sæti fyrir þá, sem líta vilja í blöð og tímarit, sér til fróðleiks og skemmtunar. En héraðsskjalasafnið? Já, það er þarna til húsa, þ. e. héraðsskjalasafn Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrarkaupstaðar. Skjalavörður þess er Árni Kristjánsson. Síarfsmenn? Auk mín eru: Lárus Zophon- íasson deildarstjóri heimlána- deildar, Indriði Hallgrímsson BA og Hörður Jóhannsson frá Garðsá. En hvað um þetta Eyfirðinga- rit, sem þú varst að fá mér áðan í hendur? Æ-já, ef þú setur eitthvað í blaðið um bókasafnið, þá minntu á það fyrir okkur. Ég hef áður nefnt þetta rit við þig. Okkur hefur lengi dreymt um það, og 1. hefti þess kom út núna á vígsludaginn. Amtsbókasafnið er útgefandi þess, en við Árni Kristjánsson höfum séð um út- gáfuna. Þetta er fjarska yfir- lætislaust hefti, en bara snoturt, þótt ég segi sjálfur frá, enda prentað hjá POB. Mér finnst það sjálfum helzt til dýrt. Það kostar 200 krónur til áskrifenda. En upplagið er svo lítið, að okk- ur er ómögulegt að selja það ódýrara. Heftið er 111 síður í stóru átta blaða broti, prentað á góðan pappír, og efnið er þetta. Fyrsta greinin nefnist „Bæja- teikningar úr Eyjafirði.“ Þar er vakin athygli á stórmerkilegu verki Jónasar Rafnars, yfirlækn is, en hann hefur gert teikning- ar af um 140 bæjum í Eyjafirði framan Akureyrar eins og þeir munu hafa verið á seinni hluta 19. aldar og um sl. aldamót. Greininni fylgja fáein sýnishorn af þessu menningarsögulega stórvirki. Þá eru þættir úr sögu Eyjafjarðar á fyrri hluta nítj- ándu aldar eftir Hallgrim sál. Hallgrímsson bókavörð og frænda þinn frá Reistará. Svo er grein eftir Kristmund Bjarna son um Bernhard Steincke. sem einna merkilegastur og menn- ingarlegastur var danskra fak- tora á Akureyri á 19. öld. Hann á það sannarlega skilið, að Ey- firðingar minnist hans. Þá er greinarkorn eftir Ki'istján Eld- járn um mynd af séra Bjarna Hallssyni, sem prestur var til Grundarþinga á síðari hluta 17. aldar. Mynd þessi, sem varð- veitt er í Þjóðminjasafni, er lík- lega frá árinu 1681, svo að hún er með elztu mannamyndum, sem varðveittar eru á íslandi. Dr. Finnur Sigmundsson hefur tekið saman greinina Blaðað í gömlum réttarbókum úr Eyja- firði. Loks er löng grein, sem nefnist Athugun á íbúadreif- ingu og atvinnuskiptingu í Eyja fjarðarsýslu 1860—1960 eftir ungan menntmann, Bernharð Haraldsson. Ekki veit ég, hvort mönnum þykir grein þessi skemmtilestur, en þarna er fjall að um mjög merkilegt og mikil- vægt efni, algerlega hlutlæg hag fræðileg og landfræðileg rann- sókn. Allt tal um strjálbýlis- vanda og lausn hans verður hálf gert fimbulfamb, nema við eign umst slíkar athuganir og rann- sóknir á öllum sviðum mannlífs þessa lands. Eini gallinn á rit- gerð Bemharðs er sá, að henni eru helzt til þröngar skorður settar. Þótt lesa megi mikinn fróðleik úr þessari grein og töfl- um, sem fylgja henni, vekur hún fyrst og fremst ótal hag- sögulegar spurningar, sem svara þyrfti í náinni framtíð. Hvernig seljið þið ritið? Það mun fást í nokkrum bóka verzlunum, en við leggjum aðal áherzlu á að safna áskrifendum. Hér á Akureyri geta menn gerzt áskrifendur í Amtsbókasafninu, í POB, hjá Jóhannesi Óla Sæ- mundssyni, Fögruhlíð, og hjá Gunnari E. Aðalsteinssyni, Rauðumýri 11. Svo erum við að afla okkur umboðsmanna úti um héraðið og úti um land. Áskriftarverðið er, eins og ég sagði áðan, kr. 200.00. Þetta er 1. hefti. Hvað um framhaldið? Framhaldið fer alveg eftir því, hvernig þessu hefti verður tekið. Ef við fáum 600 áskrif- endur höldum við ótrauðir áfram, en fari fyrirtækið nú þeg ar á hausinn er því sjálfhætt. Nokkuð í undirbúningi? Já, okkur-hefði langað til að koma út sóknarlýsingum Eyja- fjarðarsýslu á næsta ári og við 'höfum þegar hafið fyrsta undir- búning að útgáfu þeirra gagn- merku heimilda. Nokkuð, sem þú vilt segja að lokum? Ekkert, held ég, nema ef ég mætti nota tækifærið og flytja öllum þeim, sem stutt hafa að því með ráðum og dáðum, smá- um og stórum, að bóbhlaðan við Brekkugötu 17 er orðin að veru leika, innilegustu þakkir. Amts- •bókasafnið stendur nú í þakkar skuld við marga aðilja, og suma svo stórri, að hún verður hvorki með orðum tjáð né gjaldi greidd. Svo vona ég, að Amtsbóka- safnið eflist og blómgist á kom- andi árum, svo að það verði Akureyringum og Eyfirðingum sá Vitaðsgjafi, sem aldrei er ófrær, hvort heldur menn leita þar ánægju og hvíldar í tóm- stundum eða hagnýts og menn- ingarlegs fróðleiks. Ég vona það eigi eftir að verða lifandi brunn ur, sem æskan getur ausið af, og traust borg síungra fræða, og þá ekki sízt eyfirzkra fræða. Ég vona og 'bið, að þar megi ætíð ríkja góðir hugir, og Guðsbless- un, svo að safnið verði smám saman verðugt þeirrar veglegu og glæsilegu umgerðar, sem Ak ureyringar hafa nú veitt því, segir Árni Jónsson bókavörður að lokum og þakka ég viðtalið. Dagur ámar Amtsbókasafninu og Akureyringum heilla með nýju bókhlöðuna. E. D. Gestir við vígsluathöfnina. (Ljósm.: E. D.) Fréllðfilkynning frá sfjórn Amtsbókasafnsins Akureyri „HÚSBYGGINGARMÁL Amts bókasafnsins á Akureyri hafa lengi verið á döfinni, a. m. k. síðan 1905. Um 1930 kom fjörkippur í um ræður um þessi mál, og fáum árum síðar gekk Stúdentafélag- ið á Akureyri fram fyrir skjöldu í þeim umræðum. Þá munaði mjóu, að málið yrði leitt til sig- ursælla lykta. Árið 1935 var höfð samkeppni um uppdrátt að nýrri bókhlöðu á lóðinni Brekkugötu 17. Arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson og Bárður ísleifsson 'hlutu 1. verð- laun í þessari samkeppni. Úr framkvæmdum varð þó ekki vegna fjárskorts og síðan styrj- aldarinnar. Húsnæðismál safns- ins voru svo leyst til bráða- birgða árið 1948. Áratug síðar, eða 1958, hóf bókasafnsnefnd nokkurn áróð- ur til að fleyta máli þessu áleið- is. Komst þá skriður á umræður um það, sem lauk með því, að bæjarstjórn gerði svofellda sam þykkt á fundi sínum 10. maí 1960: „Bæjarstjóm samþykkir að minnast hundrað ára afmælis 'bæjarins, m. a. með þeim hætti að láta reisa 'hús yfir Amtsbóka safnið á Akureyri. Verði undir- búníngi hraðað svo sem unnt er og að því stefnt, að framkvæmd ir verði hafnar á hundrað ára afmælinu.“ 10. október 1961 kaus bæjar- stjórn sérstaka byggingarnefnd bókhlöðunnar. í henni áttu sæti: Jón G. Sólnes, bankastjóri, for- maður, Davíð Stefánsson, skáld, Stefán Reykjalín, byggingameist ari, Jón Hafsteinn Jónsson, menntaskólakennari og Árni Jónsson. Nefnd þessi hefur starfað síð- an og haft í samráði við bæjar- stjóra yfirumsjón með byggingu hússins. Við lát Davíðs heitins Stefánssonar tók varamaður hans, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari, sæti í nefndinni. Stefón Reykjalín hefur verið fulltrúi nefndarinnar gagnvart byggingaraðiljum og fylzt með daglegum framkvæmdum. Leitað var til arkitektanna, sem áttu verðlaunateikninguna frá 1935, þeirra Gunnlaugs Hall dórssonar og Bórðar ísleifsson- ar. Þeir lögðu nú fram alveg nýja teikningu af húsinu. Hún var samþykkt af byggingar- nefnd, og eftir henni hefur ver- ið byggt. Byggingarframkvæmdir hóf- ust vorið 1963. Þeim hefur síðan verið haldið áfram eftir því sem fjárveitingar til byggingarinnar hafa leyft. Enn er ekki alveg ljóst, hver byggingarkostnaðurinn verður, en gera má ráð fyrir að hann nemi rúmum 13 milljónum, þeg ar öll kurl koma til grafar, m. a. lagfæring lóðar, járn á þak o. fl., sem bíður næsta sumars. Bókhlaðan stendur við Brekkugötu 17. Lóðin hefur þann kost, að hún er nokkuð miðsvæðis í bænum, en er ef til vill helzt til lítil, þegar höfð er í huga sú ætlun að reisa í fram- tíðinni bókageymslu norðvestan við húsið. Þá er einnig enn sem komið er of lítið svæði ætlað til bílastæða. Guðmundur Gíslason Hagalín. Húsið sjálft er 30 m. langt og 16 m. breitt, eða um 480 ferm. Rúmmál þess mun vera tæpir 4000 rúmm. Framhluti þess, sem austur að götunni snýr, er tvær hæðir, en vesturhlutinn er þrjár hæðir. Aðalinngangur er á aust urhlið. Fyrst er komið inn í and dyri, sem er að mestu úr gleri. Þaðan er gengið inn í heimlána- salinn. Hann er um 30 m. á lengd og 9 m. á breidd, eða um 270 ferm. (með anddyrinu). Skammt innan við dyrnar er afgreiðsluborð, þar sem heima- lánin eru skráð og tekið við bók um úr láni. Sunnan við borðið eru 'barna- og unglingadeildirn- ar, litlu börnin að austan, en unglingarnir að vestan. Svæðið norðan við anddyrið er ætlað Eiríkur Hreinn Finnbogason. fullorðnum. Bókahillur eru með fram öllum veggjum, og í norð- urhlutg salarins eru sex „hillu- eyjar“ á gólfi. Almenningux hef ur frjálsan aðgang að öllum bók um í þessum sal og getur fengið þær lánaðar eftir reglum safns- ins. Þá eru dagblöðin þarna, og góð aðstaða til að lesa þau. Al'J- mörg sæti eru í salnum, svo að gestir geti tyllt sér' niður óg gluggað í bók, ef þeir kjósa. Gólfefnið er korkur með slithúð úr næloni. Lamparnir eru svo- nefndir Raak-lampar frá Hol- landi. Bókahillur undir glugg- um eru frá OfnasmiðjunnL í Reykjavík. Allar aðrar bó'kahill ur í salnum eru frá Reska Metal industri A/S í Kaupmannahöfn. í miðjum heimalánasalnum er stiginn upp á efri hæðina. Þar uppi er lestrarsalurinn. Hann er jafnstór og salurinn niðri að flatarmáli, en rúmum metra1 hærra undir loft. Þrír veggir hans eru að mestu úr gleri. Á gólfi er grátt nælonteppi. Salqr- inn skiptist nokkuð í tvennt. af stigagatinu og „hillueyjum“ aust an þess, en þar er meiri hlutinn af handbókasafni salarins. í suð urhlutanumr eu 28 lesborð með svörtum „eternit" plötum. Þessi hluti salarins er ætlaður þeim, sem stunda nám og rannsóknir. Þarna er einnig afgreiðsluborð salvarðar, en mjög skammt er þaðan í bókageymslu geymslu- bókadeildar og filmugeymslu. Norðan við „hillueyjarnar", sem eru frá Reska eins og hillur neðri salar, eru þægilegir stólar, ætlaðir þeim, sem lesa vilja tíma rit þau, er liggja frammi í saln- um. Nyrzt í lestrarsalnum eru þrír lesklefar fyrir fræðimenn og þá, sem af sérstökum ástæð- um þurfa að vinna einir sér. Öll húsgögn á báðum sölunum hef- ur Valbjörk h.f. smíðað. Ljósa- búnaður í lesrarsal eru amerísk ir „Prescolite“-kastlampar, felld ir inn í loftið. Málverk þau, sem prýða klefa vegginn gegnt uppgönguinni, eru eftir Jón Stéfánsson, Gunn- laug Blöndal og Jóhannes Kjar- val. Við vesturvegg í lestrarsal verða eirmyndir af Matthíasi Jochumssyni og Davíð Stefáns- syni. Ríkharður Jónsson hefur gert myndina af Matthíasi, en Severin Jacobsen, danskur myndhöggvari, myndina af Davíð. Vesturhluti hússins er, eins og fyrr getur, þrjár hæðir. Þar eru á neðstu hæð tvær bóka- geymslur, bókbandsstofa, snyrt- ingar og hitaklefar. Á miðhæð þessa húshluta er stór bóka- geymsla, vinnuherbergi og tvær litlar skrifstofur, auk klefa fyrir fágæti og önnur sérstök verð- mæti. Geymslusafn Amtsbóka- safnsins er að mestu varðveitt í bókageymslunni á þessari hæð. Það er geymt í járnskápum, sem rennt er til á teinabrautum. Þessir skápar, sem Ofnasmiðjan í Reykjavík hefur smíðað, eru hið mesta þing. Þeir eru nokkuð dýrir miðað við venjulega skápa, en við notkun þeirra sparast geysimikið húsrými. Þeir eru mjög hagkvæmir, og miðað við byggingarkostnað pr. ferm. fer ekki milli mála að þeir margborga sig. Á efstu hæð vest urhlutans er Héraðsskjalasafnið og stór bókageymsla, sem síðar verður búin hjólaskápum. Bóka og skjalageymslurnar eru þann- 3g gerðar, að varla mun annað rými hérlendis eldliættuminna en þær. í vesturhluta hússins er mið- stöðvarhitun, en í austurhlutan- um, sölunum báðum, er hitað upp með heitu lofti. Hitakerfi þetta er jafnframt loftræsting og heldur jöfnum og réttum raka í húsinu. Kerfið er að nokkru leyti amerískt, en að nokkru leyti smíðað af Sameinuðu verk stæðnnum Marz hér á Akureyri. Sigurður Svanbergsson, vatns- veitustjóri, hefur haft umsjón með uppsetningu hitakerfisins, en fyrirkomulagi þess öllu hef- ur Kristján Flygering, verk- fræðingur í Reykjavík ráðið. Ljósabúnaði hefur Sigurður Halldórsson, verkfræðingur í Reykjavík ráðið, en Elektro Co. hér á Akureyri hefur annazt um uppsetningu sem og allar raf- lagnir hússins. Byggingameistarar hússins hafa verið þeir Gunnar Óskars- son og Páll Friðfinnsson. Máln- ingu hafa þeim Benedikt Bene- diktsson og Skúli Flosason annazt. Margir fleiri hafa komið við •byggingarsögu bókhlöðunnar á liðnum árum. Of langt mál yrði að þylja hér öll þau nöfn, þótt ástæða væri til. Hér skal að lok um aðeins eins manns getið. Gunnlaugur Halldórsson mun hafa verið aðalhöfundur teikn- jngar þeirrar, sem húsið er reist eftir. Hann hefur verið arkitekt hússins þau ár, sem það hefur verið í smíðum. Hann hefur ráð ið gerð þess í stóru og smáu, einnig gerð og vali húsgagna og húsbúnaðar. Hann er í einu orði sagt höfundur bókhlöðunn- ar.“ □ - Aukafundur [ (Framhald af blaðsíðu 8). bæjarstjórn, að Slippstöðinni h.f. verði veitt sjálfskuldarábyrgð fyrir 10 millj. kr. láni, sem tryggt sé með sjötta veðrétti í eignum fyrirtækisins. Ennfrem- ur að bærinn veiti einfalda bæj- arábyrgð fyrir 15 millj. kr. láni. Framangreindar beiðnir voru samþykktar á bæjarstjórnar- fundinum í gær, samhljóða. Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.