Dagur - 12.02.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Lán til Iðnskólans?
MJÖG góðar horfur virðast nú
vera á því, að bæjarstjórn tak-
ist að fá verulegt lán, e. t. v.
allt að 10 millj. kr., til að ljúka
við byggingu Iðnskólans á Ak-
ureyri.
Iðnskólabyggingin hefur ver-
ið nokkur ár í smíðum og hefur
■kennsla skólans verið á mörg-
um stöðum í bænum undan-
farna vetur. Þessi fjölmerini
skóli hefur verið hörmulega
settur hvað húsnæði snertir. Er
það því mikil gleðifregn, ef
bæjarstjórn tekst að útvega hið
nauðsynlega lánsfé til bygginga
framkvæmdanna. En geta ber
þess, að þessi væntanlega láns-
upphæð er að miklu leyti til að
mæta framlagi ríkissjóðs til
stofnunarinnar, sem ekki hefur
getað haldið til jafns við bæjar-
sjóð Akureyrar í þessu efni. □
Drangur í Austfjarðaferðir
ÞINGSÁLYKTUNARTIL-
LAGA sú, sem samþykkt var á
Alþingi 1967—1968 um, að haf-
in yrði útgerð strandferðaskips
frá Akureyri í samráði við
Skipaútgerð ríkisins, hefur ekki
komið til framkvæmda. Skipa-
ferðir frá Akureyri, bæði aust-
ur og vestur, hafa verið mjög
stopular og skortur á flutninga-
Jón í Yztafelli látinn
JÓN SIGURÐSSON í Yztafelll
í Ljósavatnshreppi lézt í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
10. febrúar, áttræður að aldri.
Með Jóni er fallinn stórmerkur
rithöfundur og hugsjónamaður.
Hans verður getið hér í blaðinu
síðar. □
þjónustunni komið hart niður á
iðnfyrh-tækjum bæjarins, ienk-
um neyzluvöruiðnaðinum. Sem
dæmi u mhinar stopulu ferðir
skal þess getið, að í janúai-mán-
uði sl. var aðeins ein skipaferð
frá Akureyri til Vestfjarða-
hafna og tvær til Austfjarða-
hafna og önnur þeirra svo
óvænt, að hún nýttist lítið.
Nú hefur Skipaútgerð ríkis-
ins samið við eiganda póstbáts-
ins Drangs á Akureyri um fast-
ar ferðir til Austfjarðanna og
verða þær tvær í mánuði, hin
fyrsta í dag, 12. febrúar. Þá hef
ur Skipaútgerðin auglýst ferðir
og samkvæmt henni á Herðu-
breið að fara héðan til Vest-
fjarðahafna á þriggja vikna
fresti og eru það allt of strjálar
ferðir. □
FJÁRHAGSÁÆTLUN BÆJARINS
Reynt að halda atvinnulífinu í horfinu.
Á FUNDI bæjarstjórnar þriðju
daginn 4. febrúar var fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs Akureyrar
fyrir árið 1969 endanlega sam-
þykkt. Fjárhagsáætlunin í heild
var samþykkt með 7 atkvæðum
TEKUR SÆT!
Á ALÞINGI
JÓNAS JÓNSSON ráðunautur
hefur nú tekið sæti Gísla Guð-
mundssonar á Alþingi vegna
veikinda hins síðarnefnda.
Jónas er fyrsti varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins í Norð
urlandskjördæmi eystra og hef-
ur ekki áður setið á Alþingi. □
gegn 1 en 3 sátu hjá. Þeir, sem
greiddu fjárhagsáætluninni at-
kvæði voru: Jakob Frímanns-
son, Stefán Reykjalín, Sigurður
Óli Brynjólfsson, Arnþór Þor-
steinsson, Jón G. Sólnes, Ingólf
ur Árnason og Vilhelm Þor-
steinsson. Gísli Jónsson greiddi
atkvæði á móti en Jón Ingi-
marsson, Bragi Sigurjónsson og
Þorvaldur Jónsson greiddu
ekki atkvæði.
Blaðið hefur áður rakið meg-
Menntaskólaleik-
urinn bráðlega
frumsýndur
LEIKFÉLAG Menntaskólans á
Akureyri er nú að æfa hinn ár-
lega sjónleik sinn, sem að þessu
sinni er Romanoff og Júlía eftir
Peter Ustinov og er gaman-
leikur um kalda stríðið milli
austurs og vesturs. Æfingar
hófust fljótt úr áramótum og
leikstjóri er Þórunn Magnea
Magnúsdóttir frá Reykjavík. En
formaður Leikfélags Mennta-
skólans er Ragnheiður Ríkarðs
dóttir.
Væntanlega verður frumsýn-
ing 22. febrúar og seinkar frum
sýningu vegna barnasjónleiks-
ins Súlutröllsins, sem Leikfélag
Akureyrar er að sýna í leikhúsi
bæjarins um þessar mundir. —
Leikendur eru 13 talsins. Q
Björgvin reynir þýzka flotvörpu
HAFRANNSÓKNARSTOFN-
UNIN hefur ákveðið að gera til
raun með veiði í þýzka flot-
vörpu á þessu ári hér við land.
Guðni Þorsteinsson fiskifræð-
ingur annast framkvæmdir.
Blaðið átti stutt viðtal við hann
SAMÞYKKT
inefni þessarar áætlunar, eins
og hún var lögð fram í fyrri
umræðu, en það var í desem-
bermánuði sl.
Helztu breytingar eru þessar:
(Framhald á blaðsíðu 7)
DAGUR ræddi í gær við Agnar
Tryggvason í Sambandinu og
spurði hann hvað liði útflutn-
ingi þeirra reiðhesta, sem um
tíma hafa beðið flutnings í
Reykjavík og nágrenni, og fara
eiga til Bandaríkjanna.
Agnar sagði, að verkföll á
kaupskipaflotanum á austur-
strönd Bandaríkjanna, hefði
aukið mjög eftirspurn flugvéla
til flutninga og enn hefði ekki
tekizt að fá gripaflutningavél
til að flytja reiðhrossin vestur.
Það eru 30 hross, sem hér um
ræðir, á aldrinum 4—7 ára, tam
in góðhross, flest tölthross og
meðal þeirra hreinir gæðingar.
Þetta er einskonar kynningar-
sending, sagði Agnar Tryggva-
á mánudaginn um þetta efni og
spurði hann hvað undirbúningi
liði, en hann ásamt Hirti Fjeld-
steð skipstjóra á Akureyri, fór
nýlega til Þýzkalands til að
kynna sér ýmsa þætti í gerð og
meðferð flotvörpunnar og fá
aðstoð að koma henni upp hér
í tilraunaskyni.
Hvað eftir annað hafa fregnir
borizt af því af togaramiðunum,
að þýzkir skuttogarar hafa feng
ið ævintýralegan afla á sömu
slóðum og íslenzku togararnir
hafa verið að kroppa. Sýnist
því tími til þess kominn að ís-
lendingar kynni sér þetta veiði-
tæki af eigin raun. Við eigum
son, eiginlega fyrsta sending á
nýjan markað. Líklegt að 4—
500 dollarar fáist fyrir hvert
hross, og gert ráð fyrir 15—40
þús. kr. til bænda, og gerum
við okkur þó vonir um enn
hærra verð, ef svo fer, sem við
vonum, á hinum nýja markaði.
Gunnar Bjarnason hefur eink-
ekki flota skuttogara og þurfum
því að miða okkar flotvörpur
við síldarskipin eða 2—300
(Framhald á þlaðsíðu 2) r.
Brotinn dyrastafur og liurðin
sprengd.
BÚNDIGRÍPUR ÞJÖF
Á SUNNUDAGSNÓTTINA pútur úr hálsliðum. Fór bóndi
handsamaði Kristinn bóndi á með manninn heim til sín og lét
Kotá við Akureyri þjóf, sem lögregluna síðan um eftirleik-
verið hafði í hænsnahúsi bónd- inn. Upplýstist, að sami maður
ans, stal þar eggjum og snéri (Framhald á blaðsíð” 7)
Gæðingar seldir lil USA
AFENGISSALAN árið 1968
HEILDARSALA áfengis í land
inu frá 1. okt. til 31. des. varð
156 millj. kr. eða 2 millj. kr.
meiri en á sama tíma árið áður.
En sala áfengis allt árið 1968
varð 581 millj. kr. móti 543
millj. kr. 1967. Jókst því salan
í krónutölu um 38 millj. kr. eða
um 7%.
Þegar litið er á magn áfengis,
kemur í ljós, að þrátt fyrir
aukna sölu í krónum hefur
neyzlan á mann minnkað um
11.3% frá 1967. Hækkun varð
veruleg á áfengisverði.
Akureyringar keyptu áfengi í
sínu útibúi fyrir tæpar 50 millj.
(Framhald á blaðsíðu 7).