Dagur - 14.06.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, laugardaginn 14. júní 1969 — 26. tölublað
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyrl
Sími 12771 • P.O. Box 397
SERVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
í GÆRMORGUN lagði reyk
ímikinn upp úr húsi því á Akur
eyri, Ráðhússtígur 4, sem kennt
er við Lárus Rist og fleiri
menn. Þar var slökkvilið bæjar
ins að verki og gegn venjunni
glæddi það eld í þessu húsi, er
nú á að hverfa. En það hefur
staðið í vanhirðu um margra
ára eða jafnvel áratuga skeið og
til óprýði á fögrum stað.
Þetta hús var byggt 1880 úr
timbri, en viðbót úr steini
byggði Lárus Rist 1923 og bjó
hann þar í mörg ár. Síðar varð
húsið gert að þvottahúsi spítal-
ans.
Myndin sýnir slökkviliðsmenn
að starfi. Nú brenna þeir í stað
þess að slökkva. (Ljm.: E. D.)
Laugum 7. júní. Laugaskóla var
slitið að kvöldi 29. maí og nem-
endum afhent prófskírteini að
afloknum gagnfræða- og lands-
prófum. Nú voru í fyrsta sinn í
skólanum aðskildar bekkjar-
deildir þeirra, sem stunduðu
nám til gagnfræðaprófs annars
vegar og landsprófs hins vegar.
20 nemendur gengu undir
gagnfræðapróf og stóðust allir
Deilf um funnur
FRÉTTIR herma, að 70 tunnur
af kryddsíld, sem hingað til
Akureyrar átti að flytja til nið-
urlagningar, hafi verið stöðvað-
ar. Verkamannafélagið Vaka á
Siglufirði stöðvaði flutninginn
og tók eitthvað af tunnunum í
sína vörzlu þar á staðnum. □
DAGUR
kemur næst út föstudaginn 20.
júní. Auglýsingar þurfa að ber-
ast fyrir hádegi á fimmtudag.
prófið. Hæstu einkunnir hlutu:
Baldur Kristjánsson, Hólma-
vaði, Aðaldal og Sveinn Frið-
riksson, Hálsi, Svarfaðardal
7.65, og Unnsteinn Emilsson,
Húsavík 7.35.
18 nemendur gengu undir
landspróf og hlutu aðeins 6
þeirra framhaldseinkunn. Efst-
ur varð Ingvar Þóroddsson,
Akureyri, meðaltal landsprófs-
greina 7.63, en aðaleinkunn 8.35.
Næstur Rúnar Arason, Sól-
bergi, Svalbarðsströnd, einkunn
ir 7.19 og 7.53. Þriðji Knútur
Oskarsson, Laugum, einkunnir
6.63 og 7.33. Guðrún Freysteins
dóttir, Vagnbrekku, Mývatns-
sveit hlaut einnig í meðaltali
landsprófsgreina 6.63, en aðal-
einkunn 703.
Við skólaslitin komu saman
allmargir nemendur, sem braut
skráðust fyrir 10 árum. Af
þeirra hálfu talaði Birgir
Marinósson og færði skólanum
að gjöf myndsjá (overhead
projector).
Að morgni hins 30. maí héldu
nemendur svo af stað í 6 daga
skemmtiferð á Snæfellsnes og
til Reykjavíkur.
VAKTAVINNAIFISKIÐJUSAMLAGINU
Húsavík 12. júní. í morgun var
hafin vaktavinna í Fiskiðjusam
lagi Húsavíkur. Vaktir eru tví-
skiptar og vinnur fyrri vaktin
frá kl. 7 að morgni til kl. 15, en
sú síðari frá kl. 15—23. Sextíu
manns, flest stúlkur, vinna á
hvorri vakt. En um 20—30 karl
menn vinna við aðra fiskverk-
un og vinna þá alls um 150
manns við fiskverkun hjá Fisk-
iðjusamlaginu.
Nokkuð tafði það fyrir því, að
vaktavinna gæti hafist, hve
erfitt var að fá umbúðir frá
Kassagerð Reykjavíkur. Sam-
lagið hefur átt í stríði að fá um-
búðir mai'ga mánuði og aldrei
getað myndað nægilegar birgð-
ir af umbúðum.
Fiskiðjusamlagið tók á móti
660 tonnum af fiski í maímán-
uði o ger búið að fá 350 tonn
það sem af er júní. Tekið hefur
verið af 54—56 bátum. Af þess-
um bátum eru trillur flestar,
nokkrir þilfarsbátar og enn-
fremur hefur verið tekið dálítið
af aðkomubátum.
Þá hefur Fiskiðjusamlagið
tekið á móti 500 tunnum af grá-
sleppuhrognum í vor og þar a£
er búið að selja 300 tunnur.
Hrogn úr 150—200 tunnum
verða lögð niður í 50—100 gr.
glerkrukkur. Við það vinna 6
stúlkur og 1 karlmaður. Þ. J.
Krabbameinsfélagið endurvakið
Komið verður upp leitarstöð í sumar.
Frá aðalfundi Kaupfélags EyfirSinga
AÐALFUNDI Kaupfélags Ey-
firðinga, sem hófst á þriðjudags
morguninn, lauk skömmu eftir
hádegi á miðvikudag. Rétt til
fundarsetu og fundarstarfa áttu
192 fulltrúar hinna ýmsu félags
deilda, auk stjómar, kaupfélags
stjóra, endurskoðenda og starfs
manna. Þess utan voru svo
ýmsir gestir, sem jafnan eru
velkomnii' á slíka fundi.
Nokkuð var sagt frá aðal-
fundinum í síðasta blaði. Til
viðbótar, samkvæmt fréttatil—
kynningu frá KEA, er þetta
helzt að segja:
í fundarbyrjun minntist for-
maður félagsins þeirra félags-
manna og starfsmanna, er látizt
höfðu frá síðasta aðalfundþ og
þá sérstaklega Þórai’ins heitins
Eldjárn frá Tjöm í Svai-faðar-
dal, sem var í stjóm félagsins
um 20 ára skeið og þar af for-
maður félagsstjómar í 10 ár.
Fundarstjórar voru kjömir
Stefán Halldói'sson, bóndi aS
Hlöðum, og Hilmar Daníelsson,
sveitarstjóri á Dalvík, en fund-
arritarar þeir Angantýr Jó-
hannsson, útibússtjóri á Hauga-
nesi, og Toi'fi Guðlaugsson,
sjúkrahúsráðsmaður, Akui-eyri.
Vei'klegum framkvæmdum og
fjárfestingum hafði verið í hóf
stillt svo sem framast var unnt,
en af einstökum fjárfestingum
ber hæst breytingar á verzlunar
(Framhald á blaðsíðu 5)
í FYRRAKVÖLD var aðal-
fundur Krabbameinsfélagsins
hér á Akureyri og vár þar
ákveðið, að koma upp leitarstöð
krabbameins í leghálsi. Fundur
inn var vel sóttur og konur í
miklum meirihluta og í nýkjör-
inni stjórn eru fjórar konur af
sjö, en foi-maður er Jóhann Þor
kelsson fyrrv. héraðslæknir.
Gestir fundai’ins voru Bjami
Bjarnason læknir og Jón Odd-
geir Jónsson. Læknirinn flutti
erindi um krabbamein í leghálsi
og' Jón sýndi tvær kvikmyndir.
Krabbameins-leitarstöð var
fyrir nokkru komið upp í höfuð
borginni og þykir mikil heilsu-
farsleg nauðsyn, að þær verði
fleiri. Leitarstöð hér er því
mjög fagnað. □
Akureyrartogararnir
KALDBAKUR var að landa í
heimahöfn í gær ca. 200 tonn-
um.
SVALBAKUR landar hér
eftir helgina.
HARÐBAKUR landaði 4.-6.
júní 254 tonnum.
SLÉTTBAKUR landaði 240
tonnum þann 10. júní. □
j|^jSlj§
Fulltrúar á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga í fundarhlé i á leið frá Samkomuliúsinu að Hótel KEA, þar sem góðar veitingar biðu þeirra.
(Ljósm.: E. D.)