Dagur - 11.03.1970, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
FISKIRÆKT
f SETNIN GARRÆÐU Þoisteins
Sigurðssonar bónda á Vatnsleysu og
forseta Búnaðarfélags íslands, sagði
hann þetta um fiskirækt í ám og
vötnum í upphafi Búnaðarþings, er
nú stendur:
„Búnaðarfélag íslands lítur svo á,
að fiskirækt í ám og vötnum, sé stór-
mál fyrir bændur landsins og hefur
áður verið á það minnzt. Bændumir
eiga landið, að mestu leyti með ám
og lækjum, óteljandi tjömum og
f jölda vatna, bæði í byggð og óbyggð,
sem lítill eða enginn fiskur er í, en
þarf að fylla að fiski. Það er hægt að
fjölga silungi í vötnum stórum og
smáum, eins og fé á góðu beitilandi
og er reyndar miklu auðveldara.
Þessi vatnafiskur myndi ganga sjálf-
ala árið um kring. Og þótt einhverju
fóðri þyrfti að fóma fyrir fiskistofn-
inn, m. a. til að auka gróður í vötn-
unum, þá yrði sá kostnaður smá-
munir einir, móti þeim arði, sem
fiskurinn gæfi, þegar til kæmi. Eng-
inn veit, hve mikil verðmæti geta
vaxið upp í öllum fiskilausu vötn-
unum stórum og smáum. Búnaðar-
félag íslands þarf að fá sem allra
fyrst fiskiræktarráðunaut. Þetta er
ekki sagt af því, að við munum ekki
eftir Veiðimálastjóra, Veiðimála-
nefnd, Fiskeldisstöð ríkisins í Kolla-
firði. Allt skal munað, sem vel er
gert og til framfara horfir. Við mun-
um líka eftir einstökum áhugamönn-
um á þessu sviði, sem hafa komið á
fót fiskeldisstöðvum þótt í smærri
stíl sé. Kannske ætti að fjölga enn
slíkum stöðvum eða efla ríkisfisk-
búið í Kollafirði. Hitt er augljóst,
að það þarf að ala upp á næstu árum
tugmilljónir silungsseiða og það sem
allra fyrst. Það er ekki eftir neinu
að bíða. Og þessum verðandi fiskum
þarf svo að koma út um allt and. Og
til þess þarf ráðunaut, sem Búnaðar-
félag íslands á að hafa í sinni þjón-
ustu, hálærðan mami, á borð við
aðra ráðunauta félagsins.
Landbúnaðarframleiðsla vor er
fábreytt. Gróður jarðar, sem við eig-
um og getum lifað á er gras og getur
þó brugðizt eins og dæmin sanna.
Sauðfé og nautgripir em aðalbú-
stofninn og mörg vandkvæði á að
fjölga þessum búfénaði, sem ekki er
tími til að ræða hér. Kom þrífst ekki
nema í mesta góðæri og garðrækt
ekki árviss nema undir gleri við jarð
liita og tæplega þó í sumum árum.
Það veitir því sannarlega ekki af að
bæta við einni búgrein, sem gæti
orðið miklu almennari, en menn
gera sér grein fyrir. í sambandi við
þetta, skal á það minnzt, að Búnaðar
(Framhald á blaðsíSu 2).
Mikill fónlisfarmaður í liflum bæ
Philip Jenkins svarar spurningum hlaðsins í dag
MARGA kynlega kvisti rekur
hér á land og stundum kjörviði
og þeim er tekið tveim hönd-
um. Margan manninn ber einn-
ig að garði og sumir verða eftir
á útsoginu, meðal þeirra menn,
sem síðan festa hér yndi og
auðga íslenzkt mannlíf. Einn
þeirra hefur undanfarin ár dval
ið á Akureyri, maður um þrí-
tugt, fölur á vanga með hrafn-
svart hár, hvers manns hug-
ijúfi, tónlistannaður að mennt,
og heitir Philip Jenkins, enskur
að ætt, giftur íslenzkri konu,
Sigrúnu Vignisdóttur, og eiga
þau soninn Gísla, hvers nafn
var valið af föðurnum og m. a.
vegna þess hve auðvelt var að
segja það á ýmsum málulm.
Herra Philip Jenkins er kenn-
ari við Tónlistarskóla Akur-
eyrar, er sjálfur svo snjall píanó
ieikari, að í raun og veru er
það næsta einstakt, að tíu þús-
und manna bær eins og Akur-
eyri skuli geta haldið í hann og
notið hæfileika hans, sem taldir
eru „á heimsmælikvarða“, en í
þeim orðum felst mikið hrós.
Með þessum enska manni kom
sjaldgæfur kjörviður til Akur-
eyrar og megum við hrósa því
happi álíka mikið og bændur á
rekajörðum góðærum fjörunn-
ar.
. Ég greip á sunnudaginn tæki
færið þegar hinn svarthærði tón
listarmaour gekk hér fram hjá
og bað um viðtal, sem var auð-
sótt, og að þessu sinni auðvelt,
því hann talar nú orðið furðu
góða íslenzku, meira að segja
með. réttum beygingum og
áherzlum, sem næmt tónlistar-
eyra hefur eflaust auðveldað
honum að tileinka sér, öðrum
útlendum fremur.
Hvenær komstu hingað til
lands og hvers vegna?
Það var í nóvember 1966 og
siðan hef ég átt hér heima. En
ástæðan veu sú, að Jóhann
Tryggvason, ættaður úr Svarf-
aðardal og faðir Þórunnar
Askenazi, sem var skólasystir
mín, bað mig að skreppa til ís-
lands og kenna fjóra mánuði
við Tónlistarskóla Akureyi-ar
hjá Jakobi Tryggvasyni skóla-
stjóra, bróður sínum. Mér
fannst það ekki freistandi fyrst
í stað, en fór svo að hugsa mál-
ið. Næst þegar við Jóhann hitt-
umst, sagði hann við mig eitt-
hvað á þessa leið: Gerðu það
nú fyrir mig, Philip, að kenna
þessa fjóra mánuði og þá get-
urðu kynnzt nýju og sérkenni-
legu landi um leið, ólíku öllum
öðrum. Ég játaði og fór svo að
auka þekkingu mína á landinu
með lestri tiltækra bóka og í
viðtölum við þá, sem gátu frætt
mig um hið fjarlæga land. Það
var nokkuð langt til íslands á
landakortinu, en flugferðir
greiðar. Og ég var ferðalögum
vanur og hef alltaf mjög gaman
af þeim.
Byrjaðir þú ungur píanóleik?
Sjö ára garnall, heiina í fæð-
ingar'bæ mínum, 70 þúsund
manna bænum Newcastle, Staf-
fordsstike, sem er milli Man-
chester og Birmingham, um 150
mílur frá London. En þegar ég
var ellefu ára var ég látinn
halda áfram námi og þá í
London. Ég fór þangað á laugar
dögum, af því þann dag var frí
í skólanum og var þrjá og hálf-
an tíma hvora leik með lestinni.
Það tekur styttri tíma nú.
Varstu látinn halda áfram,
segir þú, en hafðir þú ekki sjálf
ur Iöngun til þess?
Ég var aðeins barn þá og aðr-
ir hlutu að ráða. Það þykir víst
sæmilegt ef böm á þeim aldri
hlýða foreldnun sínum! En svo
fór ég sextán ára í tónlistar-
háskólann, Royal Academy of
Music í London og lauk prófi
eftir fjögur ár. En þar var ég
svo við nám eitt ár í viðbót, af
því ég var svo heppinn að fá
styik til þess. Þar næst var ég
við framhaldsnám í París eitt
ár. Þetta er námssagan í stuttu
máli.
Philip Jenkins.
Og að námi loknu?
Ég var aftur svo lánssamur
að fá styrk til ferðalaga og tón-
leikahalds og fór þá til Belgíu,
Þýzkalands og Frakklands. Svo
kom ég á ný til London, var
23 ára gamall þegar ég kom úr
þeirri reisu.
Vissirðu mikið um Island
áður er farið var að ræða um
íslandsferð?
Dálítið hafði maður um land-
ið lært og lesið. Og ég var mjög
hrifinn af Ijóðabók Williams
Audens um ísland, en hann
heimsótti landið 1936, dvaldi þá
hér ndkkuð og varð hrifinn.
Ferðagleði og ævintýraþrá átti
sinn þátt í því, að ég kom hing-
að, og ennfremur var mér ljúft
að gera bón Jóhanns, sem ég
áður nefndi. Það var ekki veru-
legt nýnæmi að fara til Parísar
eða annarra borga álfunnar,
sem maður hafði nú kynnzt
lítilsháttar. Það veu annað að
fara hingað.
En hvernig notaðir þú tímann
frá þrf þú komst heim frá nární
og tónlistarferðalögum og þar
til þú hélzt hingað til lands?
Ég var alltaf að leika og þá
stofnaði ég t. d. Trio of London
eða Lundúnatríóið, eins og það
er stundum nefnt hér.
Hverjir leika með þér í því?
Það eru tvö skólasystkini mín
frá háskólaárunum. Carmel
Kaine leikur á fiðlu og hún er
alveg stórkostleg. Hún er
áströlsk og er einn ágætasti
fiðluleikari Englands nú, held
ég. Hún hefur víða farið, sem
einleíkari með hljómsveitum og
einnig haldið sjálfstæða tón-
leika. Peter Willison er selló-
leikari, ágætur tónlistarmaðux,
sérfræðingur í kammertónlist
og svo er óg þriðji aðilinn. Tríö
of London var stofnað 1964,
snemma árs, og það hefur leikið
víða í Evrópu og í október 1967
lék það í Reykjavík og á Akur-
eyri og svo fyrir útvarp og sjón
varp.
Við heyrum það stundum í
erlendum útvarpsstöðvum?
Við leikum fyrir BBC í hvert
sinn og ég fer utan, já við höf-
um leikið þar mjög oft, kannski
15—20 sinnum, man það ekki
nákvæmlega. Til gamans má
geta þess, að fiðluleikarinn okk
ar, Caimel Kaine, er nýlega
komin úr hnattferð, þar sem
hún lék með English Chamber
Orchester.
Og nú ætlar Trio of London
senn að leika á Akureyri?
Já, það verður 19. marz í
Borgarbíói. Síðan leikum við í
Reýkjavík, væntanlega einnig
fyrir útvarp og sjónvai-p og svo
á ísafirði ef hægt verður að
komast þangað. Það er gaman
að leika þar, því þar er mikill
tónlistaráhugi. En hér á Akur-
eyri vona ég, að við eigum þess
einnig kost að leika fyrir skól-
ana.
Sjálfnr hefur þú lialdið
nokkra opinbera hljómleika hér
á Iandi?
Já, tvisvar á fsafirði, Neskaup
stað, Húsavík og svo auðvitað
í Reykjavík, einnig hér á Akulr
eyri tvisvar sinnum, í síðara
skiptið á miðvikudaginn í síð-
ustu viku og það var ákaflega
gaman. Aðsókn var góð og mér
fannst tónleikunum vel tekið,
þótt efnisskráin væri ekki létt
músik, sem kallað er. Meðal
annars lék ég nýtt verk eftir
Benjamín Britten, sem ekki hef
ur áður verið leikið opinberlega
hér á landi, svo ég viti.
Hvernig gengur í Tónlistar-
skólanum?
Ég er svo heppinn að hafa
nokkra mjög góða nemendur,
sem ég hef kennt frá byrjun.
Nú fáum við fljótlega 70—80
manna konsertsal í skólanum
og þá getum við farið að halda
smá nemendatónleika, sem er
alveg nauðsynlegt. Nemendun-
um er það ómetanlegt, að fá
að spila fyrir áheyrendur svo
sem einu sinni í mánuði. Ég
gæti trúað því, að einhverjir
þessara nemenda minna haldi
áfram tónlistarnámi. En okkur
vantar kennslu á blásturshljóð-
færi við skólann, en það er
mjög erfitt að fá hingað kenn-
ara. Flestir vilja starfa í Reykja
vík, en það er ekki gott þegar
allir vilja troða sér að sama
borðinu. Akureyri er orðinn
það stór bær, að það ætti að
vera unnt að halda uppi tölu-
verðu tónlistarlífi, ef vilji er
fyrir hendi, og ég held að sá
vilji hljóti að aukast smám
saman. En tónlistin gerir ekk-
ert áhlaup og það verður að
vinna með henni, til hess hún
geti veitt fólki þá unun og þann
þroska, sem hún býður. Hún er
utanveltu við skólakerfið hér á
landi og það er erfitt að sam-
ræma tónlistarnám öðru námi,
af því skólarnir hafa ekki enn-
þá tekið hana upp á arma sína.
En við megum víst ekki vera
of heimtufrekir um mikinn
árangur á skömmum tíma.
Hvað eigum við að gera til
að auka tónlistaráliugann?
Þetta er nú spurning, sem ég
er alltaf að velta fyrir mér, en
svarið er ekki jafn auðvelt.
Sjálfan langar mig til að stofna
tónlistarklúbb hér í bænum.
Það er nefnilega ekki nóg að
læra á hljóðfæri, það er ekki
minna nám að hlusta. Ég gæti
hugsað mér, að tónlistarklúbb-
urinn keypti hljómplötusafn
klassiskra tónverka, klúbbfélag
ar kæmu svo saman einu sinni
í viku eða eftir samkomulagi,
hlustuðu á tónveik og ræddu
síðan um þau. Þetta gæti orðið
góður skóli áhugamanna. Mér
væri þökk í því, að þeir, sem
áhuga hafa á þessu, tali við mig
sem fyrst.
Námsskráin mun þykja nógu
erfið í skólanum, þótt ekki bæt-
ist tónlist við?
Það er sjálfsagt rétt, en með
fullri virðingu fyrir sögunni,
sem ég hef ætíð haft áhuga á,
svo og ýmsum öðrum greinum
hins almenna náms, finnst mér',
að gömlu meistararnir í heimi
tónlistarinna-r eigi ek’ki síður
erindi við uppvaxandi kynslóð
en t. d. herkonungar fyrri tíma.
Tónlistarinnar getum við notið
betur og hún lyftir huganum
hærra — menntar og göfgar —
og hún er jafn lifandi þótt ár
og aldir líði, og við megum
ekki fara á mis við það erindi,
sem hún á við alla, sem hafa
hið algenga tónskyn.
Myndir þú skipa tónlistinni
veglegan scss, ef þú létir byggja
nýja borg?
Já, og þar hef ég alveg dæm-
ið fyrir mér. Heima í Englandi
er einmitt nýbyggður bær og
þar er auðvitað allt nýtt og séð
fyrir ýmsu því, sem áður var
ekki siður. Þar er tónlistinni
ætlað mikið hlutverk og hún
talin eins sjálfsögð og að hafa
pósthús, læknaþjónustu, kirkju
o. s. frv. Og þar er áherzla lögð
á, að fá tónlistarmenn til að
lifa og starfa í stað þess að fá
þá til að koma og Ieika á hátíð-
um og tyllidögum.
Þú skreppur öðru hverju
után til tónleikalialds. Hvað er
framundan í því efni?
Ég fer utan í maí og svo aftur
í júní og verð á tónlistarhátíð-
inni í Manchester og leik þá við
opnun hátíðarinnar með Halle
Sinfoný Orchestra, píanókon-
sert eftir Tchaikowsky.
Það mun vera mikil viður-
kenning á hæfileikum þínum?
Já, ekki get ég neitað því, og
þess vegna ér mér nú meiri
vandi á höndum en nokkru
sinni áður. .
Ertu farin að æfa þig?
1 Nú hlær Philip Jenkins hjart
anlega og segir: Ég er alltaf að
æfa mig. Æfi fjórar klukku-
stundir á dag til jafnaðar og
meira þegar tónleikar eru í und
irbúningi. Þar með lýkur við-
talinu og þakka ég svörin. Jafn
framt er óskandi, að Akureyr-
ingar og raunar landsmenn allir
njóti hæfileika hins enska
píanósnillings sem allra lengst,
jafnframt því sem við óskum
honum gæfu og gengis á víðari
vettvangi tónlistarbrautarinnar.
En það virðist vel geta farið
saman. E. D. 1
Píanótónleikar Philips Jenkins
Trio of London leikur í Borgarbíói á Akureyri 19. marz kl. 9 e. h. Eru það fjórðu tónleikar Tón>-
listarfélags Akureyrar. Miðasala er í Bókabúðinni Huld. — Frá vinstri: Carmel Kaine, Pliilip Jen-
kins og Peter Willison.
Fréllir Irá Búnaðarþingi
MÁNUDAGINN þann 23. febr.
sl. kl. 10 að morgni var Bún-
aðarþing sett í Bændahöllinni í
Reykjavík að viðstöddum 23
Búnaðarþingsfulltrúum — 2
vantaði til þings — landbúnaðar
ráðherra, Ingólfi Jónssyni, ráðu
nautum Búnaðarfélags fslands
og nokkrum öðrum gestum.
Formaður Búnaðarfélags ís-
lands setti þingið með ræðu,
sem birt var í dagblaðinu „Tím
inn“ og sé ég ekki ástæðu til
að geta hennar hér. Landbún-
- FISKIÐN ER FLESTU NAMI BETRI
(Framhald af blaðsiðu 8).
fyrr en búið væii að finna
henni stað í skólakerfinu, sem
enginn veit hvernig á að vera.
En þó lofaði hann að láta nú
málið tll sín taka, hverjar sem
efndir verða.
Eru nú liðin tíu ár slðan mál-
ið kom fyrst fram. Stjórnar-
völd, uppeldisfræðingar og
áhugamenn af ýmsu tagi hafa
nú setið með sveittan skallann
árum saman, að finna nýjar
námsleiðir handa ungu fólki,
til þess að það geti verið sem
lengst og sem flest í skóla. En
hvers þarfnast þjóðfélagið og
þj óðarbúskapurinn?
íslendingar eru víst að tiltöhi
við fólksfjölda ein mesta fisk-
veiðiþjóð heims, og 90% eða
vel það af útflutningi landsins
eru sjávarvörur. Fiskiðnaður,
þ. e. breyting aflans í fullunnar
útflutningsvörur, er þjóðinni
lífsnauðsyn. En til þess að sú
starfsemi fari vel úr hendi og
geti fylgt kröfum tímans — og
bætt upp að nokkru minnkandi
sjávarafla, þarf þekking til að
auka verðmæti aflans með
margvíslegum fiskiðnaði. Það
þarf að mennta fjölda fólks til
að stjórna þessari starfsemi á
ýmsum sviðum. Sumir segja,
að fólk geti lært af reynslunni
og menntað sig sjálft og hafi
raunar gert það. En þetta má
segja um flestar fræðigreinar.
En skólar eru þó nauð-
synlegir og skólalcerfið mun
halda áfram að færast í aukana.
En þegar stofna skal skóla í
þágu 90% af útflutningsfram-
leiðslu landsmanna, hugsa
stjórnai-völd landsins sig um í
tíu ár og eru enn að hugsa —.
Þó hljóta þau að sjá, það sem
ailir aðrir sjá, að fiskstofnar
hafa verið ofveiddir og öðrum
er hætt, svo takmörkun veiða
er að koma til framkvæmda.
Þessu verða íslendingar að
svara m. a. með aukningu fisk-
iðnaðar. Fiskiðnskóli hlýtur því
að vera nauðsynlegri en flest
annað í endurbættu skólakerfi.
aðarráðherra flutti einnig ræðu
við þingsetninguna, að venju
og drap hann á ýmis helztu mál
er landbúnaðinn varða og mest
eru umtöluð nú í dag. Einnig
stöðu bænda í þjóðfélaginu
gagnvart öðrum þegnum þjóð-
félagsins.
Kl. 2 sama dag var annar
fundur haldinn og þá kosnir
varaforsetar og skrifarar þings-
ins, einnig kosið í fastapefndir
þess. Þá voru og lögð fram
nokkur mál, sem þingið skyldi
•fjalla um.
Þriðjudaginn þ. 24. febrúar
flutti Gísli Kristjánsson rit-
stjóri Freys erindi er hann
nefndi hraðþurrkun grasfóðurs.
Ræddi hann þar um hvernig
þeirri heyþurrkunaraðferð er
fyrirkomið ’hjá grannþjóðum
okkar á Norðurlöndum og taldi
rétt að við íslendingar tækjum
upp rannsóknir á því máli hér
heima.
Miðvikudaginn þ. 25. febrúar
flutti Halldór Pálsson búnaðar-
málastjóri skýrslu stjómarinn-
ar. Gat hann þar þeirra álykt-
ana er Búnaðarþing samþykkti
1969 og hverja afgreiðslu þær
hefðu fengið hjá þeim aðilum er
þeim var vísað til.
í máli nr. 20, Erindi Helga
Símonarsonar varðandi vega-
mál var samþykkt eftirfarandi
ályktun með 23 atkv.
Búnaðarþing felur stjórn Bún
aðarfélags íslands að hlutast til
um við Vegagerð ríkisins að
gerð verði athugun á ófullnægð
um kvöðum varðandi upp-
græðslu og girðingar meðfram
þjóðvegum. Á grundvelli þeirr-
ar athugunar verði síðan leitað
sem fljótvirkastra leiða til úr-
bóta á þessu sviði m. a. með
aulcnu fjármagni.
K. G.
BREZKI píanóleikai'inn Philip
Jenkins, sem er Akureyringum
að góðu kunnur, hélt tónleika í
Borgarbíói sl. miðvikudags-
kvöld 4. marz. Svo ánægjulega
brá við, að húsið var sæmilega
setið, og er það fagnaðarefni.
Þarna var flutt hin fjölbreyti-
legasta efnisskrá, sem hófst
með sónötu eftir Mozart og var
einkar fallega flutt svo sem
vænta rnátti og af leikandi
tækni rétt eins og ekkert væri
auðveldara.
Það mun þó mála sannast, að
af tagi tónlistarflutnings er fátt
örðugra viðfangs en hinn kristal
skíri og tæri stíll Mozarts þar
sem form og innihald hefur
birzt í hvað fegurstu jafnvægi.
Þá voru leikin verk eftir
Debussy og brezka tónskáldið
Benjamin Britten (f. 1913), en
hann er talinn í hópi merkustu
nútíma tónskálda. Fyrri hluta
efnisskrár lauk svo með ballöðu
nr. 2 í F-dúr eftir Chopin og
handlék Philip Jenkins þá ger-
semi af fágaðri hst.
Eftir hlé var flutt eitt verk,
voldugt og tignarlegt, „Myndir
á sýningu" eftir Moussorgsky
(1839—1881), þennan furðulega
listamann, sem samtímamönn-
um gekk misjafnlega áð átta
sig á, en hefur haft ster-k og
víðtæk áhrif löngu eftir sinn
dag. Hann var gæddur undar-
lega sterkum frumleika, serh
ljær verkum hans sérkennileg-
an hreim, djúpan og sannferð-
ugan.
Ekki skal ég draga dul á það,
að mér þótti langmest til koma
að fá að heyra „Myndir á sýn-
ingu“ og kom þar bæði til dá-
læti mitt á tónskáldinu og svo
hinn afburða glæsilegi flutn-
mgur Philips Jenkins á þessu
verki, sem er svo mikið að Öllu
umfangi, rís hátt og ristir djúpt
Harin dró fram sérkenni
- Sildar- og þorskstofnar í hæffu
(Framhald af blaðsíðu 1)
sterkur og verður það næstu
tvö árin, segir Jón Jónsson fiski
fræðingur. En allt frá 1955 hef-
ur þorskveiði minnkað, þrátt
fyrir aukna veiðitækni og meiri
sókn. En góður afli nú, t. d. við
Norðurland, byggist á sterkum
stofni frá 1964, og þessi stofn
- Saltfisksalan
(Framhald af blaðsíðu 8).
in útborgunarverð fyrir hnu-
veiddan fisk, í samræmi við
stjórnarsamþykkt frá 12. jan.,
þannig:
Stórfiskur I kr. 42.00 pr. kg.
— II — 39.30 — —
— III — 29.00 — —
Millifiskur I kr. 34.00 pr. kg.
— II — 31.80 — —
— III — 24.00 — —
Húsmæður!
NÚ STYTTIST ÓÐIJM f
PÁSKABAKSTURINN
KJÖRBÚÐIR KEA
VERZLIÐ TÍMANLEGA
VELJIÐ SJÁLFAR
m
S:vsb
hrygnir í fyrsta skipti á naésta
ári og verður hann þá upþi-
staðan í veiði á vetrai-vertíð-
inni. En togveiðar við Norður-
land hafa gefið sæmilega góða
raun einnig af þeirri ástæðu, að
ásókn erlendra veiðiskipa hef-
ur minnkað. Þá hefur fiskifræð
ingurinn sagt, að á árunum
1965—1969 hafi 84% af vetrar-
vertíðafiskinum verið fiskur,
sem var að koma að landinu til
að hrygna í fyrsta skipti. Þorsk
urinn nær ekki að hrygna nema
1.2 sinnum nú, en hrygndi
tvisvar að meðaltali fyrir stríð
og oftar fyrst eftir það. Hefur
þróunin því verið óhagstæð og
of mikið tekið af þorskstofnin-
um hin síðari ár. Friðunarráð-
stafanir, svo sem útfærsla land-
helginnar, aukin möskvastærð
o. fl. hafa verið gerðar á síðari
árum. En til greina gæti komið
tímabundin svæðislokun, eða
ákvörðun um hámarksafla til
verndar þorskstofninum. En
slíkar takmarkanir yrðu, þegar
til lengdar lætur, eflaust hag-
stæðar.
Heildarafli sl. árs nam 676
þúsund lestum á móti 600 þús-
und lestum árið áður. Er aukn-
ing 11%, og framleiðsluverð-
mætið jókst. Sýnir það hag-
stæðari samsetningu aflans og
verðbreytingar erlendis.
Vegna gengisbreytinganna er
erfitt um vik að gera raunhæf-
an samanburð. En ef reiknað er
á föstu verði t. d. í Bandaríkja-
dölum er verðmæti sjávarvöru
framleiðslunnar um 22% meira
á árinu 1969 en hún var á árinu
1968. □
Moussoi'gskys í allri stærð og
margbreytileika af þvílíku list-
fengi, að eftirminnilegt verður
þeim, sem hlýddu, og má mikið
vera, ef þessi frábæri flutning-
ur hefur ekki náð að vekja for-
vitni og áhuga einhverra á 'frek
ari kynnum af verkum
Moussorgskys.
Listamanninum var að von-
um vel fagnað og innilega og
slapp elcki við að leika auka-
lag. Philip Jenkins á miklar
þakkir skildar fyrir framlag sitt
til tónlistarmála hér á staðnum,
og elcki gerir hann það enda-
sleppt að þessu sinni, því að
innan tíðar eða 19. marz n. k.
mun hann aftur standa á svið-
inu í Borgarbíói og þá við
þriðja mann. Verður þar á ferð
„Trio of London“, sem lék hér
fyrir rúmum tveim árum við
húsfylli og mikla hrifningu.
Verða þar leikin verk eftir
Haydn, Beethoven, Ravel og
Bloch. Er ástæða til að hvetja
fóllc til að láta ekki þann tón-
listarviðburð framhjá sér fara.
Það verða fjórðu og síðustu tón
leikar Tónhstarfélags Akureyr-
ar á starfsárinu.
S. G.
- Velraríþróltir
(Framhald af blaðsíðu 1).
blöð, helgað íþróttahátíðinni.
Verðlaunaafhendingar fyrir
yngri flokkana fóru fram í Sjálf
stæðishúsinu á þriðjudaginn og
síðan á sama stað fyrir eldri
flokkana á sunnudag.
ÍSÍ gaf tvo fagra bikara til að
keppa um og urðu þeir báðir
eftir á Akureyri. Hreppti
Skautafélagið annan en Skíða-
ráð hinn.
Þá voru þessir sæmdir gull-
merki ÍSÍ: Haraldur M. Sigurðs
son íþróttakennari, Haraldur
Sigurðsson bankagjaldkeri,
Jens Sumarliðason kennari og
Tryggvi Þorsteinsson skóla-
stjóri. Ennfremur var bærinn
heiðraður tveim gullmerkjum
og veittu bæjarstjóri og forseti
bæjarstjórnar þeim viðtöku.
Margt gesta var í Hlíðarfjalli
þessa viku, enda frí gefið í skól
Örn Indriðason, Ak., að koma í
mark, fyrstur, í 1500 m. skauta-
hlaupi. (Ljósm.: Ásgrímur)
um á mánudag og þriðjudag.
Og um helgina streymdi bæjar-
fólkið í Hlíðai-fjall svo fjöl-
menni varð, auk íþróttamanna.
Veður var lengst af sæmilegt
og síðustu dagana alveg framúr
skarandi gott og fagurt.
Gullna hliðið var sýnt í þess-
ari viku, Philip Jenkins hélt
píanótónleika og merkileg sögu
sýning var opin, dagblað gefið
út o. s. frv. í heild má segja,
að vel hafi tekizt og áfallalaust.
Og' ef einhver hefur verið í vafa
um, hvort Akureyri sé rétt kjör
in miðstöð vetraríþrótta í land-
inu, er hann það væntanlega
ekki lengur. Q