Dagur - 22.04.1970, Side 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábj’rgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar «g afgrelðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Björnssonar li.f.
Við sumarkomu
JÖRÐIN sefur á meðan myrkur og
vetrarkuldi ráða ríkjum á norðlæg-
um slóðum. Klakabrynja liggur yfir
gróðrinum en sjálf látum við okkur
dreyma.
Engir fagna sumarkomu eins og
íslendingar, enda þurfa fáir að bíða
eins lengi eftir sínu stutta en dásam-
lega og náttlausa vori og síðan sumri.
Og á morgun er sumardagurinn
fyrsti og við setjum hann í samband
við fuglasöng og gróanda, og aðal
bjargræðistíma ársins, hversu sem
viðrar þann dag. Brátt skella skóla-
hurðir í lok skólaárs og skólaæskan
leitar sér viðíangsefna í atvinnulíf-
inu, bændur bíða þess að klakann
leysi, sjómaðurinn dyttar að bát sín-
um og bömin verða brún af sól.
Hið mikla ævinlýri, sumarið, sem
menn bíða svo lengi eftir, er nú að
kveðja dyra og við göngum fagn-
andi til móts við það. Það færir okk-
ur sanninn um, að jörðin hefur að-
eins sofið, en nú vaknar hún og fer
að anga, og að klakabrynjan hefur
hlýft gróðrinum um langan vetur og
nú fer hann að vakna og vaxa. Og
vonandi verða draumar okkar frá
vetrinum, einnig að veruleika á at-
hafnasviðinu. Væntanlega stækkum
við á þessu sumri gróðurbelti lands-
ins eftir beztu getu, en í því felst
mestur þjóðarauður okkar. Og ef við
vinnum það starf með atorku, rækt-
um heimalönd, sækjum sjó, leggjum
orku okkar og hugvit í sérhvert starf
og gefum okkur þó ofurlítinn tíma
til að lifa með náttúrunni í önn
sumarsins, er lítil hætta á, að dverg-
þjóð okkar verði dægra- og áttavillt
í stórum og hrifsandi heimi.
Við höfum senn lifað ellefu aldir
í landi okkar, og minnumst þess
bezt með því að vernda og auka
gróður þess, jafnframt því að nýta
orkulindir þess og auðævi. Fyrir
nokkrum árum sagði vitur stjórn-
málamaður, að hið hreina loft á Is-
landi, tæra vatn og ómengaði sjór
yrðu í framtíðinni hin eftirsóttustu
gæði. Þessi orð sannast nú betur með
ári hverju því að mengun umhverfis-
ins er að leiða mikinn hluta mann-
kyns inn í myrkur eigin tortímingar,
og það gerist á tímum stórstígustu
tækniframfara í sögu mannkynsins.
Erlendir ferðamenn og þeir fs-
lendingar, sem víða hafa farið,
kenna okkur að meta og þakka þau
gæði íslenzkrar náttúru, sem við eig-
um, þurfum að varðveita og njótum
vonandi enn á komandi tímum. —
GLEÐILEGT SUMAR.
Sigurður Óli Brynjólfsson. Stefán Reykjalín. Valur Arnþórsson. Sigurður Jóhannesson. Haukur Ámason. Jónas Oddsson.
Þessir sex menn skipa efstu sæti á framboðslista Framsóknarmanna á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fara 31. maí í vor.
Kosninga ávarp Framsóknarfélaganna
á Akureyri
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri minna á, að samvinna í
fjórðungmun á sviði efnahags- og félagsmála er lífsnauðsyn.
Þau fagna endurskipulagningu Fjórðungssambands Norðlend-
inga og treysta því, að þar geti skapast traustur grundvöllug
nýrrar sóknar í eflingu atvinnulífs og uppbyggingar norðlenzkra
bæja og byggða. Innan þeirra geti menn sameinast um rétt-
mætar kröfur til þjóðfélagsins imi lífvænlega og menningar-
lega aðstöðu. En um leið og við gerum kröfur til þjóðfélagsins,
gerum við miklar kröfur til okkar sjálíra í baráttvmni fyrh'
bættum hag og framförum, og fyrir jafnvægi í byggð landsins.
Framsóknarfélögin á Akurej-ri fagna dugnaði bænda, sjó-
manna og annarra, og meta að verðleikum störf þeirra og hina
margofnu og gagnkvæmu þýðingu framleiðslu og framkvæmda
fyrir bæjarféktg okkar og landshluta. En hagsæld byggða og
bæja hlýtur jafnan að fara saman þegar til lengdar lætiu-.
Framsóknarfélögin á Akureyri þakka bæjarfulltrúum síniun,
bæjarstjóra og öðru starfsliði vel unnin störf á kjörtímabilinu,
sem nú er senn á enda. Ennfremur stuðning annaiTa flokka.
Þau lýsa sérstakri ánægju sinni yfir því, hve vel hefur verið
unnið að yfirlýstri bæjarmálastefnu frá 1966. í kosningnnum
það ór veittu bæjarbúar Framsóknarmönmun tækifæri til að
fara með forystu bæjarmálanna naestu fjögur árin, með því að
gera þá að stærsta flokkniun í bæjarstjórn, bæði að atkvæða-
og fulltrúatölu. Sú fory&ta hefur tekizt með ágætum. Á þessú
kjörtímabili vrðu mestar efnahagslegar þrengingar með þjóð-
inni um áratugi, yfirþyrmandi atvinnuleysi og jafnvel land-
flótti. Þessum erfiðleikum var hér á Akureyri svarað með sókn,
í framkvænKlum og stóraukmun stuðningi við atvinnuvegina.
Fólki fjölgar nú örar en um áratugi og atvinnuleysið er að baki.
stuðning bæjarstjórnar við allt framtak í arðvænlegum atvinnu-
rekstri í bænum, félaga sem einstaklinga og þennan stuðning
lætur bæjarstjórn í té með því að haga framkvæmdum sínum
þannig, að skilyrði til atvinnurekstrar í bænum batni, með
fj’rirgreiðslu og leiðbeiningum við atvinnufyrirtæki og með
ábyrgðum og jafnvel beinum fjárframlögum þegar það á við,
eins og reglugerð fyrir Framkvæmdasjóð Akureyrar ber vitni.
Sérstök ástæða er til að benda á nokkur atriði atvinnumála,
sem bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins munu beita sér fyrir.
Að vinna áð því við Alþingi og ríkisstjórn, að samgöngur
milli Akureyrar og annarra norðlenzkra staða, á landi, sjó og
í lofti verði stórbættar. Með því getur fólkið betur notið hinnaí
ahnennu þjónustu. sem Akureyri er ætlað að láta í té. Og verzl-t
un og iðnaður á Akureyri eigi greiðari aðgang að mörkuðum á
þessu svæsði en verið hefur.
Við viljum minna Akureyringa á nokkra merka áfanga, sem
náðzt hafa á kjörtímabilinu, og önnur mál, sem eru á veg
komin:
Dróttarbrautín varð að vemleika. Starfsemi Slippstöðvarimi-
ar er tryggð um næstu framtíð, með aðstoð bæjarins. Skipulag
hafnarinnar og fleiri bæjarhluta var unnið og samþykkt og
framkvæmdir við nýju hafskipahöfnina marka tímamót í hafn-
ar- og flntningamálum bæjarins. Nýtt hús fjrrir Iðn- og tækni-
skóla hefur verið tekið í notkun, ennfremur bókhlaða, lögreglu-
stöð, srtórt þvottahús sjúkrahússins, skrifstofuhúsnæði bæjarins,
fþróttaskemman og skíðalyftan. Nýir bamaleikvellir hafa verlð
teknir í notkun og verið er að stækka elliheiinilin. Meira átak
hefnr verið gert í gatna- og holræsagerð hór á Akureyri en
nokkru sinni áður í sögu bæjarins. Leitað hefur verið að heitu
og kölðn vatni og hafinn er undirbúningur nýrrar vatnsveitu
og hitaveitu, sem miklar vonir eru bundnar við. Undirbúin er
Bjúkrahúsbygging og bygging nýs skólahúss í Glerárhvcrfi.
ATVINNUMÁL.
Að frumkvæði bæjarstjórans var Atvinnumálanefnd kaup-
staðarins stofnuð og hefur hún starfað undir forystu fulltrúa
Framsóknarmanna. Nefndin hefur aflað sér yfirgripsmikilkir
þekkingar á atvinnulifi bæjarins og náð sambandi við stofnanir
ríkisins, sem um þessi mál fjalla. Bæjarstjóm og Atvinnumala-
nefnd mótuðu skýra og ákveðna atvinnumálastefnu, sem öðru
fremur hefur þurrkað út atvinnuleysið. En sú stefna miðast við
Ennfremur að vinna að því við Alþingi og ríkisstjórn, að
hraðað verði rannsóknum á virkjunarmöguleikum norðlenzkra
fallvatna og annarra orkugjafa.
1. Framkvæmdasjóðurinn verði efldur svo hann verði færari
um að leysa hin ýmsu verkefni sín, og verði óháðari íjár-
hagsáætlun bæjarins hverju sinni, en verið hefur.
2. Að framkvæmdum bæjarins verði hagað þannig, að aðsiaða
tíl atvinnurekstrar batni. Má þar nefna sem dæmi: Skipu-
lögð ný iðnaðarsvæði, byggingu staðlaðs iftnaðarhúsnæðis
(Iðngarðar), næga raforku, vatn og varanlegar götur.
8. Fiskiskipafloti Útgerðarfélags Akureyringa h.f. verði endur-
nýjaður svo sem nú er að unnið, og æskilegt er, að endur-
nýjun skipaflotans og öflun verkefna fyrir Slippstöðina h.f.
fari sainaa. Þá verði kannaðar tílíækar leiðir til betri liag-
nýtingar og fullvinnslu sjávarafla.
4. Framsóknarfélögin leggja sérstaka áherzlu á, að framkvæmd-
um við vöruliöfnina verfti liraðað. Ennfremur telja þau
nauösyn á nýrri fiskiskipaböfn og góðlri aðstöðu fyrir smá-
báta.
6. Þjónusta við ferðamenn skapar fjölþætta möguleika í bæn-,
um. Treysta Framsóknarmenn bæjarstjórn til þess, að greiða
fyrir þeim atvinnuþætti
7. Þar sem stefnt er að því af hálfu rfkisvaldsins að draga
erlent áhættufé inn í landið til síóriðju, er þýftinganniki'ð að|
einhver slík fyrirtæki rísi upp í nágrenni Akureyrar eða
annarsstaðar á Norðurlandi.
7. Framsóknarfélögin benda á, að nú þegar er átaka þörf i
íbúðabyggingum, vegna fólksfjölgunar í bænum og aðflutn-*
ings fólks, er hingað kemur vegna aukinn* atvinnumöguleika
8. En um iðnaðinn og hans mörgu greinar má segja, að hann
sé undirstaða velmegunar og stöðuge atvinnulífs, sem er
meira hér en annarsstaðar á landinu. Framsóknarmeim lieita
samvinnustefnunni fullum stúðningi og treysta á úrræði
hennar í mörgum greinum til giftudrjúgra framkvæmda í
almannaþágu. Og þau lýsa fullum stuðningi við baráttu
verkalýðsfélagauna fyrir réttlátum Ivlut þjóðarteknanna.
ONNUR MAL.
Framsóknarmenn vilja efla Akureyri sem skólbæ, svo og að
hann verði önnur aðalstöð mennta og vísinda í landinu, og verði
enn færari nm að gegna sínu höfuðstaðarhlutverki í fjórðungn-
uin.
Framsóknarfélögin telja mikilvægt að efla starfsemi skóla
og annarra uppeldisstofnana og að sjá ungu fólki fyrir aðstöðu
til vaxandi íþróttaiðkana, félags- og tómstundastarfa. í því sam-
bandi minnum við á nýtt íþróttahús, húsnæði fjrir æskulýðs-
starf, enn betri aðstöðu í Hhðarfjalli, æfingavelli til útileikja
og betri nýtingu á sundstað bæjarins.
Framsóknarfélögin telja, að j’firvöld bæjarins eigi áð koma
til móts við óskir og þarfir hinna mörgu félaga er vinna að
sérstökum menningar- og líknarmálum, og sýna sjálf í verki
áhuga sinn, svo sem kvenfélögin og ótalmörg önnur.
Framsóknarfélögin styðja að verndun sérstakra útívistar-
svæða fyrir almenning, svo sem í Kjarnaskógi, við Glerá og
víðar ef þörf þykir. Þá minna Framsóknarmenn á það, að koma
upp tækniskóla á Akureyri og öðruvn sérskólum. Og þeir fagna
byggingu Iðnskólahúss og að Tónlistarskólinn hefur þegar
fengið aukið húsrými og að þar verður enn bætt kennslu-
aðstaða, að Möðruvellir við MA urðu áð veruleika og að tryggð-
ur er framgangur skólaliúsbyggingar í Glerárhverfi. Byggja
þarf nýjan barnaskóla í Lundshverfi og nýjan gagnfræðaskóla.
Þá verði athugað, hvemig unnt er að styðja bj’ggingu gagn-
fræ'ða- eða héraðsskóla í sýslunni og samvinna höfð við þá
aðila, er að þeim máliun vinna í héraði.
Framsóknarfélögin á Akureyri þakka bæjarstjórn forgöngu
um byggingu bamaleikvalla, en telja nauðsyn að hraðað verði
byggingu bamagæzluheimila.
Framsóknarfélögin telja skipulagsmál bæjarins meðal hinna
mikilvægustu og leggja áherzlu á, áð vel sé að þeirn unnið. Um
leið og fagnað er mikilli gatna- og holræsagerð, fela Fram-
sóknarfélögin á Akureyri fulltrúum sínum í bæjarstjóm að
kanna alla færa möguleika til enn stærri átaka á þessu sviði á
næsta kjörtímabili.
Leita þarf eftir fjármagni og framkvæmdamönnum, sem hér
vilja hazla sér völl á sviði nýrra iðngreina eða annars atvinnu-
reksturs. Og laða þarf til bæjai'ins fjölmenntað fólk. til hinnaj
ýmsu starfa, auk listafólks til að auðga andann.
Framsóknarfélögin á Akureyri fela fulltrúum sínum í bæjar-
stjórn að vinna að því, aíð hið fyrsta verði hafin stækkun Fjórð-.
ungssjúkrahússins og bætt verði aðstaða við heilsuvernd. En
samtímis verði að því unnið við yfirvöld landsins, að endur-
skoða lög og reglur um heilbrigðisþjónustuna í heild.
Framsóknarfélögin Iýsa stuðningi sínum við þá, sem vinna
gegp áféngisbölinu. Þau telja, að bæjarstjóm eigi ekki að veita
vín í veialum sínum eða sinna stofnana.
Kjósendur á Akurej’ri: Kynnið ykkur störf og stefnu Fram-
sóknarflokksins og störf bæjrafulltrúa Framsóknarmanna í
bæjarstjóm á yfirstandandi kjörtímabili.
Veitum Framsóknarmönnum það fylgi í bæjarstjórnarko&n-
íngunum 1970, að þeir megi á næsta kjörtímabili hafa á hendi
forystuhlutverkið í stjórn bæjarmálefna i höfuðstað Norður-
lands. Með því tryggið þið auknar framkvæmdir og atvinnu-
öryggi.
Tramsóknarfélögin á Akureyri scnda samherjum sínran og
jöðrum beztu árnaðaróskir og sumarkveðju. □
F
stcðva Gfjúfyrversvirkjun?
Er ekki réft að
VEGNA þess hve fáar akur-
eyrskar raddir hafa fram kom-
ið, í töluðu máli eða rituðu,
gegn svonefndri Gljúfurvers-
virkjun, eins og hún virðist
vera fyrirhuguð, finn ég mig
knúinn til þess að segja^ hug
minn í því máli fullviss um það,
að ég tali fyrir munn margra
borgara þessa bæjar, þótt þeir
hafi hins vegar ekki flíkað skoð
unum sínum opinberlega.
Andstaða mín gegn vii'kjunar
framkvæmdunum var fyrst og
fremst vakin vegna hinna
blaufalegu og jafnframt freku
starfsaðferða þeirra aðila, sem
staðið hafa fyrir framkvæmda-
áætlunum, aðferðum, sem ég
trúi ekki að óreyndu að séu Iög
•legur grundvöllur fyrir því, að
framkvæmdir verði hafnar.
Með þessum orðum á ég við
það, að ekki skuli hafa verið
leitað samninga við eigendur
lands og vatnsréttinda við Laxá
og önnur þau vatnasvæði, sem
um er að ræða, og endanlega
frá samningum gengið við þá,
áður en farið var að reikna út,
skipuleggja og síðan ákveða
framkvæmdir við virkjun orku
og á löndum, sem hvorttveggja
er þeirra skýlaus eign. Slíks
munu fá dæmi ef nokkur, enda
ekki vænleg til árangurs. Spilla
á vatni Laxár, færa í kaf víð
lönd. og gróðursæl, án þess að
virða eigendur viðtals. Mér er
sem ég sæi framan í þá ágætu
menn, sem stjórna málum Lax-
(Framhald af blaðsíðu 8).
Leikurinn er gamamnál og
lýtur lögmálum þeirra miklu
fremur en heimildum sögunn-
ar. En öllu öðru fremur
bera söngvarnir þennan leik
uppi. Hinir skemmtilegu textaæ
eru höfundarins en lögin eru.
írsk, skozk og ensk þjóðlög og
leikhúsgestír eða kráargestir,
sem er eitt og hið sama, taka
undir. Þannig hverfa að nokkru
mörkin milli leikara og leikhús-
gesta og leiksvið og áhorfenda-
salur verða eitt, enda tjald
aldrei dregið fyrir leiksviðið og
því allt gert „fja'ir opnum tjöld-
um“ og ekkert venjulegt leik-
■húspukur og gægjur. Leikstjóra
verður engin skotaskuld úr því
að skipta um svið og notar
margskonar leiktjöld á frfáls-
legan og eftirtektarverðan hátt.
Með sviðsetningu þessa leiks,
innleiðir Magnús Jónsson leik-
stjóri nýjungai', upp hefur tak-
mörk leiksviðsins og fær áhorf-
endur til samstarfs. Allt kemur
þetta þægilega á óvart og
Skemmtu menn sér hið bezta.
En leikstjórinn hefur um ára-
bil numið leikbrögð og leik-
listartækni í hinu stóra landi
Stalíns.
Ekki man ég í augnablikinu
eftir leiksýningu, þar sem jafn
mörgum hlutverkum hefur ver
ið skilað með slikum ógætum
og í þessum leik.
En fyrst skal og frægan nefna
höfuðpaurinn, ævintýramann-
inn Jörund, „sem kóngur ríkti
hann meður sóma og sann / eitt
surnai' í landinu bláa“ eins og
segii' í kvæðinu, og forsjónin
hefur að leiksoppi, færir hann
um stund á frægðartindinn en
hrindir honum þaðan aftur.
Jörundur er glaður á góðri
Stund, viðkvæmur, vélviljaður
og trúgjam. Sigmundur Öm
Arngrímsson leikur hann af
mikilli trúmennsku og tilfinn-
ingaliita og sumt í leik hans er
einkai- hugljúft, svo sem kynni
hans við hina þöglu konu. En
honum tekst þó ekki að gæða
árvirkjunar, ef beita ætti þá lík
um aðferðum um meðferð eigna
þeirra.
Áður en Iengra er haldið skal
ég taka það fram, að sjónarmið
min munu að flestu leyti vera
hin sömu og eigenda Laxár, og
tel ég að taka beri fullt tillit til
viðhorfa þeirra, annað sé ekki
sæmandi. Þessir menn hafa
þegar fellt sig við aukna rennsl-
isvirkjun í ánni að vissu marki,
en geta hins vegar ekki sætt
sig við það, að vatni úr Suðurá
eða Skjálfandafljóti (jökul-
vatni) verði hleypt í Laxá og
hagsmunum þeirra þar með
stefnt í voða, ekki sízt veiði í
ánni, en veiðiréttindi í Laxá
eru verðmæti, sem erfitt er að
meta í krónum.
Með því að fram hefur komið
af hálfu Laxárvirkjunarstjórn-
ar, að virkjun verði ekki fram-
kvæmd nema tryggt sé fyrir-
fram að leyfi fáist til fullnaðar-
virkjunar, með 57 m. hárri
stíflu í Laxái'gljúfrum og með
tilheyrandi Suðurárveitu — að
vísu í áföngum — þá tel ég rétt
og eðlilegt að breytt verði um
stefnu nú þegar og leyfi mér
hér með að beina því til Laxór-
virkjunarstjórnar, að hún skoði
gaumgæfilega eftirtaldar leiðir:
Ef ekki næst vinsam’legt sam
komulag við eigendur Laxár
verði ;hætt að fullu og ölíu við
Gljúfurversvirkjun. Þess í stað
verði hafinn undirbúningur stór
virkjunar annarsstaðar á Norð-
Jörund eftirminnilegum pea'-
sónuleika.
Arnar Jónsson leikur skrifar-
ann eða studíósus, á þann hátt,
sem góðum leikurum einum er
gefið þegar leikgæfan er þeim
örlátust.
Þráinn Karlsson leikur stríðs
kempuna Charlie Brown stýri-
mann og sýnir þar enn einu
sinni hve fjölþættum og góðum
leikhæfileikum hann er gædd-
■ur. Hann skilar hlutverki sínu
með hinni mestu sæmd.
Þórhildur Þorleifsdóttir er
ballettkennari og nýtur þess
í hlutverki Mary, sem er allt í
senn, söngvai'i, dansai'i og kynn
ir og gerir allt jafn vel. En það
er hún, ásamt gítarleikurum og
söngvurum, þeim Grími Sigurðs
syni og Ingólfi Steinssyni, sem
koma öllum skemmtilegu söngv
unum til skila með þeim ágæt-
upi, sem raun ber vitni.
Jón Kristinsson leikur
Trampe gi-eifa, heldur leiðin-
legan embættismann, af þeim
myndarskap, er honum er tamt,
og Júlíus Oddsson vantar
ekki reisnina í hlutverki
Alexander Jones. En þar
stsekka lítil hlutverk í höndum
beggja.
Glaðan og hressan Hálend-
ing leikur Sigurður Snorrason,
en Nils Gíslason og Aðalsteinn
Bergdal leika matrosa. íslenzka
hnátu leikur Bergþóra Gústafs-
dóttir, og Örn Bjarnason og
Gestur Jónasson leika tugthús-
limi, sem Jörundur hefur gert
að lífvörðum sínum. Annar er
Húnvetningur en hinn Þing
eyingur og hallar á hvorugan
heiðursmanninn. Þá leikur Þór
ey Aðalsteinsdóttir hina þöglu
og dularfullu Dala-Völu, lítið
hlutverk en eftirminnilegt.
FrumsýningLn stóð í rúma
þrjá tíma og í leikslok kom
höfundur fram á sviðið og
stjórnaði einum söngvanna og
fékk flesta til að taka undir.
Þannig lauk einstæðri sýningu
í kránni og hafi allir þökk fyi'ir
ágæta skemmtun. E. D.
urlandi (t. d. Dettifoss) mei
stóriðju fyrir augum, en m i
frá Búrfellsvirkjun fáist lög<5
norður til þess að fullnægja ral--
magnsþörf þar til stórvirkjua
væri lokið. Gegnum þá lím.i
mætti síðan miðla rafmagni
hvort sem væri að norðan eðn
sunnan eftir því hvar rafmagrj
væri mest þörf.
Það sem ég færi fram til
stuðnings þessari skoðun minni
er þetta:
1. Það virðist nú eiga a3
þröngva Þingeyingum til þesn
að þola órétt, sem hlýtur a<3
magna óvild og jafnvel ófrio
milli nágranna austan og vestan
Vaðlaheiðar.
2. Meginforsenda fyrir fulli ■
aðarvirkjun, þ. e. lágt rafmagm)
verð, er algjörlega brostin, meil
því að bætur fyrir tjón, senii
vii'kjuninni yrðu samfara, <=:?
al-óþekkt stærð, og mætti jaii ■
vel geta sér til, að þar yrði ui-.
viðbótarkostnað að ræða, ser.
yrði ekki lægri en það stofn ■
kostnaðarverð, sem nú e?
áætlað.
3. Upplýst hefur verið, áci
virkjun Jökulsár á Fjöllur..
væri mjög hagkvæm fjárhags *
lega ef nægur markaður feng' *
ist fyrir þá raforku, sem þa:<
yrði framleidd.
Ég hef nú í þessum fáu ore >
um drepið á nokkur aðalatriði
í þessu leiðinlega máli, en utn
það hefur svo mikið venð ræiii
og ritað að ég vona að memr
hafi kynnt sér frekari malc ■
vöxtu. En ég vil að lokum snuu
mér til Akureyringa og' biðj :
þá að skoða hug sinn vel un .
það, hvort æskilegt sé ao
þröngva kosti eigenda Laxái- ao
óþörfu í óvissri von um það aci
ná með því örlítið lægra raf •
magnsverði en ella. Ég trúi þvi
ekki, að sá sé almennur viij.
Akureyringa að greiða nágrönr.
um sínum og vinum högg i and-
litið, þótt þeir kunni að fá örfáa
aura fyrir.
Akureyri, 13. april 1970.
Gísli KonraðssoE.
Grein þessi átti að birtast i
síðasta blaði. Greinar í þess..
veru hrúgast upp og er mál
linni nema nýtt komi fram.
Ritstj.
Ungur, einlileypur verk-
fræðingur óskar a'ð taka
á leigu tveggja herbergja
ÍBÚÐ.
Uppl. gefnar í síma
2-11-65 kl. 9-5 alla
virka daga,
Þriggja herbergja IBÚÐ
óskast til leigu.
Uppl. í súna 1-12-51.
Stór HÚSEIGN i mið-
bænum til sölu. Héntug
fyrir félagasamtök, skrif-
stofur o. fl.
Uppl. í síma 1-23-89
eða 1-26-85.
Fjöguna eða fimm ner- j
bergja ÍBÚÐ óskast til
leigu. Fyrirframgreiðsla
eftir samkomulagi.
Uppl. í síma 1-26-22.
________________________ .■
Vil kaupa 2—4 henbergja j|
ÍBÚÐ.
Uppl. í síma 2-13-22.
- ÞÍÐ MUNIÐ HANN JÖRUND