Dagur - 27.05.1970, Blaðsíða 1
LIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 27. maí 1970 — 24. tölublað
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sírni 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJOSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Úfrúlegir erfiðleikar
bænda á öskufallssvæðum
Ási í Vatnsdal 25. maí. Hér í
Vatnsdal eru kindur að veikj-
ast, svona ein og ein, en við
erum í jaðrinum á öskubeltinu.
'Augljóst virðist, að þessi veik-
TIL MINNIS:
FOKINGJAR Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík skjálfa
á beinunum. Þeir eru dauð-
hræddir um að missa meiri-
hlutann í stjóm höfuðborg-
arinnar. Morgunblaðið segir
nú, að svo kunni að fara.
Þeir óttast líka, að fylgi
stjórnarflokkanna fari minnk
andi í ölluni kaupstöðum
landsins og að Alþýðuflokk-
urinn hlaupi þá fyrir borð á
stjórnarskútunni.
TIL ÞESS fer fólk á kjör-
stað, fyrst og fremst, hinn 31.
maí, áð kjósa 11 menn til að
stjórna Akureyrarbæ í 4 ár.
En þar sem kosið er um póli-
tíska lista, munu líka margir
telja sig greiða atkvæði með
eða móti núverandi stjórnar-
fari í landinu, sem raunar
má kalla stjórnleysi. Það er
ekkert óeðlilegt að hugsa
svo, því að Akureyri hlýtur
að gjalda þess eða njóta,
hvernig landinu er stjórnað.
indi eru af öskunni, enda hafa
þau sér eins og þar sem askan
er meiri og einnig meiri van-
'heilsa í búfé. Sauðburður er
hálfnaður. Hryssurnar eru að
'kasta og er kvartað um að
folöld drepist.
Verst er þetta á Vatnsnesinu
og askan mest. Allt er þetta
ákaflega óálitlegt. Þó beita flest
ir hér í nágrenni, en þar sem
askan er meiri, gefa menn inni.
þeir sem hey eiga eða geta
keypt. Eyfirðingar hafa getað
selt nokkuð. En flutningar eru
bæði dýrir og erfiðir og þarf að
selflytja fóðrið. Fátt fólk er á
heimilum því skólafólkið er
ekki komið heim og allir eru
önnum kafnir.
Það eru alveg ótrúlegir erfið-
leikar hjá mörgum hér í sýslu,
svo naumast geta menn gert sér
það í hugarlund. Og það reynir
mikið á þá, sem standa þurfa í
(Framhald á blaðsíðu 5)
Reksfur ÚA skilaði góðum hagnaði
AÐALFUNDUR Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. var haldinn í
húsakynnum félagsins mánu-
daginn 25. maí. Fundarstjóri
var Sverrir Ragnars.
Framkvæmdir hefjasf við Laxá
Á MÁNUDAGINN var undir-
ritaður verksamningur milli
Laxárvirkjunar og Norðurverks
h.f. á Akureyri. Samkvæmt hon
um á Noi'ðurvei'k að 'hefja fram
kvæmdir við fyrsta virkjunai'-
áfanga í Laxá nú þegar og Ijúka
honum á tveim og hálfu ári.
f þessum framkvæmdum
felst: jarðgöng, neðanjarðar-
stöðvarhús og frárennslisskurð-
ur. En samið var við Norður-
verk um þessa framkvæmd á
grundvelli tilboðs þess, er reynd
ist lægst og fyrr var frá sagt
hér í blaðinu. □
Flokkarnir bíða uppskerunnar
í BÆ J ARST JÓRNARKOSN -
INGUM liér á Akureyri eru í!
kjöri 5 listar frá 5 flokkum. í
Reykjavík eru listarnir 6 og
stafar mismunurinn af því, að
þar hefur Alþýðubandalagið frá
1966 klofnað í þrennt, en hér
aðeins í tvennt. Annar partur-
inn kallar sig áfram Alþýðu-
bandalag en hinn Frjálslynda
og vinstri menn og eru það
flokksheiti er tíðkast hafa í
nieira en öld erlendis.
Syðra gengur samt þessi nýi
flokkur undir nafninu Hanni-
balistár en liér Birningar eða
•111111111111111111 • • 1111 • m 111111111 ■ 1111111111111111111111111,,.
jVið erum úrslitaaflið í|
jíslenzkum stjórnmál- j
j um, segja Alþýðu- |
j bandalagsmenn.
j Við erum sundrung-1
jaraflið, segja Hanni- I
jbaiistar. [
.. ..........IIIIHMIIIIIIIIIIIII l|lli||||,l|,| 111,11 ■■;
Björnsmenn, og er flokkurinn
kenndur við nokkuð aldna
stjórnmálamenn, sem eru mest
áberandi í flokknum, en nýja-
bragð er ekki að þcim.
Það hefur fyrr gerzt innan-
lands og utan, að einn flokkur
liafi klofnað í tvo og er þar ekki
um neina eðlisbreytingu í
flokkakerfinu að ræða eða því,
sem ýmsir kalla flokksræði.
Alþýðubandalagið fékk hér
tvo menn kosna í bæjarstjórn
1966. Þegar klofningurinn varð,
klofnaði líka þessi tveggja
rnanna flokkur í bæjarstjórn-
inni. Gera má ráð fyrir að fylgi
þeirra sé svo svipað, að frú
Soffía verði kjörin af sínum
klofningslista og Ingólfur af
hinum klofningslistanum. Fái
þessir tveir Alþýðubandalags-
listar fleiri atkvæði en þarf til
að koma þeim Soffíu og Ingólfi
að, verða þau án efa sama sem
ógreidd væru og koma þeim;
ekki að gagni, sem þau eru ætl-
uð.
Baráttan, að því leyti, sent
hún snýst um landspólitík stend
ur milli Framsóknarflokksins
annars vegar og stjórnarflokk-
anna liins vegar. Og spurningin
er því sú, hvort það á að vera
Framsóknarflokkurinn eða
stjórnarflokkarnir, sem auka
fylgi sitt lilutfallslega nú.
Um þetta munu þeir kjósend-
ur ráða miklu, sem við kjör-
borðið vilja tjá hug sinn til
stjórnarfarsins í landinu undan
farinn áratug.
Þeir, sem vilja lýsa trausti á
núverandi ríkisstjórn og búa í
haginn fyrir liana í átökuin
næstu alþingiskosninga, kjósa
Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðu
flokkinn. Hinir, sem telja sig
stjómarandstæðinga, og ekki
eru meðal liinna „staðföstu í
trúnni“, á annanhvorn Alþýðu-
bandalagspartinn, kjósa lista
Framsóknarflolcksins.
Það er líklegt, að sumir Al-
þýðuflokksmenn, sem nú eftir
11 ár óttast að samstarfið við
Sjálfstæðisflokkinn sé að verða
varanlegt ástand er geti endað
með samruna, kunni að telja
skynsamlegt að ýta við foringj-
um sínum með því að sitja
heima eða jafnvel á áþreifan-
legri hátt. Um það skal þó engu
spáð. En ekki munu allir flokks
menn Braga ánægðir með það,
að hann skyldi láta hækkun elli
lífeyrisins stranda á sínu ut-(
(Framhald á blaðsíðu 4)
Stjórnarformaðurinn, Albert
Sölvason, flutti skýrslu stjórnar
en framkvæmdastjórnarnir,
Gísli Konráðssin og Vilhelm
Þorsteinsson, fluttu sínar grein
argerðir um rekstur liðins árs
og skýrðu reikningana.
Afli fjögurra togaranna var
samtals 14.720.895 kg.
Ú. A. rekur hraðfrystihús, ný
lega stækkað til mikilla muna,
skreiðarverkun og saltfiskverk-
un, auk togaranna fjögurra með
meira en 300 manna starfsliði
þegar starfsemi er í fullum
gangi.
Ágóði af þessari stai'fsemi
allri varð rúmar 10.7 millj. kr.,
enda ekki afskriftir nema lið-
lega 2 millj. króna þetta árið.
Samþykkt var að greiða hlut-
höfum 10% arð. En hluthafar
eru yfir 700 talsins.
Vinnulaun urðu rúmar 86
milljónir króna til starfsmanna,
en auk þess að sjálfsögðu til
verkstæða og annarra fyrir-
tækja.
Á aðalfundinum var rætt um
endurnýjun togaraflotans. En
það mál hefur verið í undir-
búningi hjá félaginu að undan-
förnu. Helzt er ráðgert að fá
tvö ný skip, 1000 tonna togara
og svo minna skip í samvinnu
um smíði þriggja slíkra skipa
fyrir Akureyri, Sauðárkrók og
Neskaupstað.
Afli Akureyrartogaranna nú,
er svipaður og á sama tíma í
fyrra.
Stjórn Ú. A. skipa: Albert
Sölvason, Jakob Frímannsson,
Arnþór Þorsteinsson, Tryggvi
Helgason og Steindór Jónsson.
•iilliiiiiiiiiiiiilliiiiliiiililiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiilillini',,.
I Það væri góðverk að|
| leysa Alþýðuflokkinn I
lúr álögum íhaldsins -|
[gefa honum rækilega [
I áminningu. |
'"n 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111?
Bærinn okkar
SVO nefnist 24 blaðsíðu kosn-
ingarit, sem Framsóknarfélögin
á Akureyri hafa gefið út og
dreift um bæinn.
f ritinu er stefnuskrá félag-
anna í meginmáli, einnig hvern
ig að bæjarmálum hefur verið
unnið á kjörtímabilinu og grein
um það, um hvað kosið er nú.
Efstu menn á framboðslista
Framsóknarmanna eru kynntir
og þeir ávarpa lesendur. Þá eru
stuttar greinar og margskonar
efni, auk fjölda mynda og að
lokum er ávarp Jakobs Frí-
mannssonar kaupfélagsstjóra.
Ritstjórn annaðist Erlingur
Davíðsson, en prentun POB. □
Sunnanmenn handteknir
SÍÐDEGIS á sunnudaginn var
Akureyrarlögregla beðin að
hafa upp á tveim ungum mönn-
um að sunnan, 16 og 18 ára, og
senda þá tafarlaust suður. En
menn þessir voru grunaðir um
þjófnað syðra og voru það lög-
regluyfirvöld þar, er báðu um
handtöku þessara manna.
Þegar þetta bar við, var flug-
vél komin frá Reykjavík og far-
þegar komnir í bæinn. En lög-
reglumenn hófu þegar leit og
bar hún árangur um kl. 19.30
sama dag. Hinir ungu menn
höfðu þá fengið sér hótelher-
bergi og erlendan gjaldeyrl
höfðu þeir í fórurn sínum. Var
nú skipt um húsnæði og voru
mennirnir sendir suður næsta
mirgun undir gæzlu lögreglu-
þjóns frá Akureyri. □
B-Iistinn er Iisti Framsóknarmanna