Dagur - 08.07.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 08.07.1970, Blaðsíða 4
Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÓELSSON Prentverk ©dds Björnssonar h.f. Hve lengi skal bíða? MIÐALDRA menn og eldri muna þá tíð að hvert heystrá var bundið í bagga og lyft til klakks. Við mun- um líka, að á landi var ekki hægt að flýta för eða komast yfir torfærur, t. d. stórár, nema á hestum. Síðan komu nýir tímar, tími t ega, bíla og dráttarvéla, hestarnir urðu allt í einu óþarfir vandræðagiipir. Hestasláttu- vél á engi og kerruhjól í bæjargilinu minna á það sem var. En þá f jölgaði hestum á íslandi og komust þeir upp í 58 þúsundir 1941, eru nú þriðjungi færri en hefur þó fjölgað liin síðari ár og er þessi þróun einkennileg. Hestamir, sem fyrir nokkrum ára- tugum virtust orðnar óþarfar skepn- ur í landinu, gegna nú nýju hlut- verki í vaxandi mæli, einkuin á þétt- býlum stöðum, t. d. í Reykjavík og á Akureyri, sem spoithestar. Og áhugamenn tun hesta hafa í flestum eða öllum landsfjórðungum stofnað hestamannafélög, fjórðungssambönd og landssamband. Landsmót hesta- manna fer fram á Þingvöllum um næstu helgi, þar sem 400 hestum er ætlað sérstakt hlutverk, keppa í ýmsum greinum íþrótta eða sýna kynbótahæfni sína. Þar verða þús- undir manna og hesta. Það vill svo til, að á íslandi hefur sá einn ráðið úrvali í þessari hjörð um aldir, sem hvorki skráir nöfn eða ættir, heggur upp það sein veikbyggt er í stofninum, en lofar hinu að tóra með hótun um endurtekningu næsta fimbulvetur, því aðrar hrossakyn- bætur liafa nánazt verið stefnulítið tómstundagaman nokkura áhuga- manna. Árangur þeirra er svo srnár, að enginn veit þegar folald fæðist í liaga, hvort þar er verðandi klækja- bykkja eða gæðingur. Það eitt er víst, að hér hefur fæðzt hraustbyggt dýr, með þá eiginleika fyrst og fremst, að geta bjargað sér sem villidýr þegar móðurmjólkinni sleppir, lifað vetrar langt á sölnuðum gróðri, í harðviðr- um íslenzkrar náttúru. En fleira býr þó oftast í þessu fótfráa ungviði, og kemur það í ljós síðar við umönnun og þjálfun. Og þótt þeir eiginleikar séu að sjálfsögðu innan þess ramma, sem líkamleg stærð setur þessurn stofni, er þar að finna mikla fótfimi, flýti, vilja, fjölhæfan gang, ratvísi, vitsmuni og ótrúlegt hlaupaþol. Þessa eiginleika íslenzka hestsins og fleiri má rækta í ákveðnar áttir og það er jafnan auðvelt að ná miklum árangri í kynbótastarfi í óræktaðri hjörð, og þetta starf bíður vísinda- manna í hrossarækt og tamningu. Og eiiendir markaðir virðast einnig bíða þess, að þetta starf verði af hendi leyst. En hve lengi verður beðið? □ lim virkjunarmál á Norðurlandi Gísli Guðnmndsson alþm. svarar spurniiigum RAFORKUMÁL Norðurlands 'hafa nú um skeið verið mjög á dagskrá hér á Akureyri og í nærliggjandi héruðum. Fyrir 10 árum og fyrir 5 árum voru þau það líka, þó með öðrum hætti væri. Nýlega ræddi Dagur um raforkumálin við Gísla Guð- mundsson, sem þá var staddur hér í bænum. Fyrir 10 árum var ég þeirrar skoðunar, sagði G. G., að ríkið ætti að ráðast í Dettifossvirkjun, en þar er raunar um að ræða að virkja saman fallhæð þriggja efstu fossanna í Jökulsá á Fjöll- um, Selfoss, Dettifoss og Hafra- gilsfoss. Slík virkjun átti að geta fullnægt almennri raforkuþörf tveggja landsfjórðunga um lang an tíma og miklu meira en það. Til þess að virkjunin yrði 'hag- kvæm í rekstri hefði þurft að koma upp orkufrekum iðnaði á Norðurlandi og um það leyti var mest talað um álverksmiðju. Þú niunt ekki hafa verið einn um þessa skoðun? Nei, síður en svo. Það kom í Ijós, að allir þáverandi alþingis- menn í okkar kjördæmi höfðu áhuga á þessu máli. Við stóðum 8 saman að tillögu til þings- ályktunar á Alþingi veturinn 1960—1961 um að skora á ríkis- Stjórnina, að láta gera fullnaðar áætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og atiiugun á 'hagnýt- ingu orkunnar til framleiðslu útflutningsvöru og úrræðum til fjáröflunar í því sambandi. Við töluðum um fullnaðarrannsókn, því að vii'kjunarskilyrði þarna höfðu áður verið athuguð af kunnáttumönnum. Tillagan var samþykkt á Alþingi án mót- atkvæða. Hins vegar tóku stjórn vald sér fyrir hendur, án sér- stakrar þingsályktunar, að rann saka Þjórsársvæðið. Það sýndi sig á árunum 1961—1962, m. a. í fjölda fundarályktana, að ekki aðeins á Norðurlandi, heldur einnig á Austurlandi, var mjög mikill áhugi fyrir Dettifoss- virkjun fyrir báða fjórðungana. Þessi virkjunarstaður er mjög nálægt fjórðungsmótum. Ég minnist a. m. k. tveggja manna, sem skrifuðu skörulegar greinar í Dag um þessi mál og lögðu Við nafn sitt. En þegar til kom, var Búrfellsvirkjun tekin fram yfir Dettifossvirkjun og álverk- smiðjan byggð syðra. Á einu stigi málsins var gefið í skyn, að til greina kæmi að leggja línu frá Búrfelli norður í Eyja- fjörð og byggja verksmiðju á Gáseyri. En línulagningin hefur víst þótt nokkuð óárennileg í framkvæmd og úr henni varð ekki. Varst þú ekki á móti Álverk- smiðjunni? Á Alþingi greiddi ég atkvæði gegn álsamningnum, fyrst og fremst vegna staðsetningarinn- ar, en sumt annað í samningn- um fannst mér líka viðsjárvert. Ég gerði grein fyrir afstöðu minni í ræðu, sem ég get vísað til í Alþingistíðindunum. Færi svo, að álvinnsla reyndist hent- ug til að hagnýta orku frá stór- virkjun, taldi ég að hún ætti að vera á Norðurlandi, og ég gat miklu frekar sætt mig við, að verksmiðjan yrði að meira eða minna leyti í eigu útlendinga, ef hún yrði staðsett hér nyrðra, hvað sem útlendum atvinnu- rekstri líður að öðru leyti. Ég taldi svo mikið í húfi, ef rösk- unin milli landshluta héldi áfram, að mikið mætti til vinna, að þar yrði breyting á. Þetta fannst sumum mönnum syðra fáránleg afstaða og kölluðu hreppapólitík. En byggðarlög og landslilutar verða að berjast fyr ir lífi sínu, hvað svo sem mönn- um þóknast að kalla það. Koni þér ekki Laxárvirkjun í hug í þessu sambandi? Ég þóttist verða þess var, að á Akureyri væru menn, sem vildu láta stórvirkjun Laxár koma til greina, ekki síður en Dettifossvirkjun. Ekki var það á mínu færi þá, að gera upp á milli þessara norðenzku fall- vatna. Ég talaði oft um virkjun norðan fjalla. Því miður var ég þá ekki nógu kunnugur ám í Gísli Guðmundsson. Suður-Þingeyjarsýslu, vatna- svæðum þeirra og umhverfi. Samt lagðist það einhvern veg- inn í mig, að stórvirkjun Laxár kynni að verða vandkvæðum bundin og að samstöðuna við Austfirðinga um Dettifoss yrði ekki hægt að „yfirtæra". Ef Dettifossvirkjun hefði verið haf in fyrir fimm árum, hefðu þau engin deilumál oi-ðið hér sem kunn eru frá sl. ári um virkj- unarmál. Ertu enn fylgjandi Dettifoss- virkjun? Enn hef ég ekki talið ástæðu til að skipta um skoðun í því efni. Ég hef enn sömu fjárhags- undirstöðu í huga: Orkufrekan iðnað og samstarf Norðlendinga og Austfirðinga um orku, a. m. k. er stundir líða. Verkfræði- firmað Harsa í New York var ráðunautur ríkisins í stórvirkj- unarmálinu og samþykkti að velja Búrfellsvirkjun. Mér eru í minni ummæli í dkýrslu þessa verkfræðifirma um Dettifoss- virkjun. Þar var svo að orði komist, að á grundvelli fyrir- liggjandi upplýsinga væri 100— 130 þús. kw. Dettifossvirkjun eðlilegasta stórvirkjunarfram- kvæmd á Norðurlandi, miðað við orkusölu til stóriðju og álit- leg (attractive) sem slík frá fjár haglegu sjónarmiði. Eru þá ekki fram komnar nýj ar upplýsingar, scin geta breytt þessu áliti? Ekki svo að ég viti. Ég hefi spurt um það og mér var tjáð, að síðan þær rannsóknir voru gerðar (skömmu eftir 1960), er álit Harsa byggðist á, hefði eng- ar nýjar rannsóknir átt sér stað á virkjunarsvæðinu. En verk- fræðingar og jarðfræðingar hjá Orkumálastofnuninni hafa eitt- hvað verið að hugsa um þessi mál í seinni tíð. Þeir tala um að gjár séu í hraunum vestan Jökulsár. Það hafa menn vitað um aldir. Svo hefur þeim hug- kvæmst, að veita mætti Jökulsá og Kreppu hið efra og Jökulsá á Dal og láta þær falla niður í Fljótsdal í mikilli hæð. Til þess þarf nokkra tugi km. af jarð- göngum og mjög háa stíflu í Jökulsá á Dal svo að nokkuð sé nefnt. Eftir væri samt bergvatn ,.ið í Jö'kulsá á Fjöllum, sem er mikið. Allt er þetta fróðlegt um hugsunarefni, eins og margar þær hugmyndir um vatnaflutn- inga, sem uppi eru. í greinar- gerð Orkumálastofnunarinnar er t. d. talað um, að veita Skjálf ahdafljóti í tvær áttir, suður í Þjórsá og austur í Laxá, og einnig að Þjórsá fái vatn, sem nú fellur til Skagafjarðar og suður um Skaftafellssýslu. Þetta eru 'hugmyndir, sem taldar eru athugunarverðar. í vatnalögum frá 1953 stendur: „Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið“. En nú er komin atom- öld. Hvers vegna rædduð þið þing ínennirnir við Laxárvirkjunar- stjórn og Héraðsnefnd Þingey- inga sl. haust? Héraðsnefnd S.-Þingeyinga óskaði eftir viðræðum við okk- ur á Akureyri til þess að kynna okkur sjónarmið sín og and- mæli gegn þeirri Laxárvirkjun, sem þá var á dagskrá, með Suðurárveitu og nálega 50 metra vatnsborðshækkun í Laxá. Við óskuðum þá eftir sér- stökum fundi með Laxárvirkj- unarstjórn til að heyra málið rætt fá hennar sjónarmiði. Það kom í ljós, að þessir aðilar höfðu ekki rætt saman um málið nema á opinberum fundi, þar sem hiti hafði hlaupið í umræður, að því er sagt var. Við stungum upp á því, að báðir aðilar tilnefndu fulltrúa til.að ræða málið saman og á það var fallist. Þetta var í október. Rétt á eftir var svona viðræðufundur haldinn á Akur eyri og á útmánuðum ræddust þessir aðilar aftur við og þá í Reykjavík. Einnig ræddu þeir þar við okkur þingmennina og við raforkumálaráðherra. Niður stöður ráðherra, að þessum við- ræðum loknum, var yfh'lýsing sú um Laxárvirkjun, sem ráðu- neytið gaf út 13. maí og sagt hefur verið frá i Degi og víðar. Við þingmennirnii' sátum flestir fund með ráðherra áður en yfii'- lýsingin var gefin út og var kunnugt um efni hennar. Hvað segir þú um náttúru- vernd í þessu sambandi? Ég hef eins og margir af minni kynslóð verið hrifinn af tækn- inni og árangri hennar hér á landi. En nú er okkur bent á, að ganga hægt um gleðinnar dyr. Að ekki megi fremja nátt- úruspjöll ef annars er kostur. Að þá glatist stundum eins mikið eða meiri verðmæti, en hin sem skapast. Kynslóðirnar, sem eru að taka við landinu, munu stundum þurfa að standa frammi fyrir þeim vanda, að gera upp á milli náttúruverndar og framkvæmda, sem við fyrstu sýn virðast sjálfsagðar. Við, sem komin erum á efri ár, höfum lengst af ekki haft áhyggjur af þeim vanda. Ég vil endurtaka það hér, sem ég hef áður látið koma fram í viðtölum, að með hliðsjón af því, sem nú hefur gerzt og fram er komið, sýnist mér það óraunhæft, að gera ráð fyrir að framkvæmd verði meiri vatnsborðshækkun í Laxá en 18—20 metrar. Laxárvirkjun verður þá ekki til langrar fram- búðar, og ekki heldur til stór- iðju, ef til kæmi. Þess vegna þarf jafnframt að hugsa fyrir virkjun annarsstaðar. í ráðu- neytisyfirlýsingunni 13. maí er gert ráð fyrir að hraðað verði nánari rannsókn á Jökulsá og rannsókn hafin á Skjálfanda- fljóti. En möguleikar til Skjálf- (Framhald á blaðsíðu 2) Eg nýt þess aS ganga hér um og heitsa upp á gamla kuraiingja segir rithöfundurinn Ingebrigt Davik, sem var hér í skóla fyrir tuttugu og fimm árum síðan Sigldu honum alla leið fil Færeyja NÝLEGA sigldu feðgarnir, Er- ling Nielasen og Níels Erlings- son í Stáliðn hér á Akureyri, báti þeim er rnyndin er af til Færeyja. Báturinn er nótabát- ur, sem Erlingur síðan yfir- byggði, seldi til Færeyja og færði nýjum eigendum. Þefr feðgar voru tæpa þrjá sólar- hringa á leiðinni frá Akureyri til Fáereyja og fengu ágælt veður alla leið. Báturinn, sem er 9.5 tonn, er notaður sem fiskibátur ytra og líkar hann vel. Hann heitir nú Hálsadrangur. Ferðir frá íslandi til Færeyja á smábátum er ekki einsdæmi en sjaldgæfar. □ Að lokinni lisfaháfíS í Reykjavík MIKIÐ hefur verið rætt og rit- að um nýafstaðna Listahátíð í Reykjavík, enda hefur hver merkisviðburðurinn rekið ann- an í menningarlífi höfuðstað- arins. Þessi hátíð er sú fyrsta af þessu tagi, sem framkvæmd hef ur verið hér á landi, og í þessu rabbi verður einungis vikið að tónlistarþætti hennar. Margir hafa bent á það, að nánast hafi verið um þrískipt hátiðahald að ræða, norrænt, íslenzkt og al- þjóðlegt. Niðun-öðun tónlistarefnis þá daga, sem hátíð stóð, var á þann veg, að listafólk frá grannlönd- um okkar á Norðurlöndum íflutti sínar dagskrár að kvöldi til, en íslenzkri tónlist og ís- •lenzkum flytjendum var svo skotið inn í milli sem einskonar intermezzo. Þessu fór fram fyrri hluta há- tíðarinnar unz henni slotaði með meiri háttar tónleikalotu í fimm kvöld. Voru þar komnir hinir marg- frægu stórsnillingar, alþjóðlega þekktir listamenn, sem löngu eru búnir að sigra heiminn með hárri list sinni. Hefur sannarlega verið mesta eftirlæti að fá að njóta stórra viðburða og góðra stunda í tón- leikasal með öðru eins snilldar- fólki. Það er einkar auðvelt að taka á móti heimsóknum og njóta þess sem slíkt afburða listafólk hefur fram að færa. Aftur á móti er sú hlið máls- ins sem veit að framlagi okkar sjálfra ekki alténd’eins auðveld, og koma í því sambandi ýmsar spurningar upp. Hver er til- gangur okkar, er við efnum til Listahátíðar nú og væntanlega síðar? Ætlum við þar með að efla líslenzka list, hvetja ís--- lenzka listamenn og skipa þeim þá sæmilegan sess innan ramma þess efni's, sem flýtja skal hverju sinni? Eða ætlum við að öðrum kosti að vera lítt virk í þeim mæli, að við látum það nægja að kalla hingað annað slagið dáiííinn hóp heimsþekktra listamanna utan úr hinum stóra heimi, og- kynni það óneitanlega að bera nokkurn keim af svokölluðum „shöw business"? Allavega verður að gera ser þess gi'ein, hvern hlut íslenzkri list og islenzkum listamönnum skuli ætlaður, þegar hafinh verður undirbúningur Lista- hátíðar öðru sinni. Hér skal þeirri skoðun fram haldið, að Listahátíð verði þeim mun giftusamlegri sem meui áherzla er á það lögð, að huh geti orðið íslenzku menningaf- lífi til örvunar og stuðnings. Það er raunar alger réttlæt- ing þess, að hér sé yfirleitt háld in hátið, að við höfum sjálf eitt- hvað að marki til málanna að leggjá, ög það ætti að geta geflð okkur nokkra hugmynd urn, hvar 'íslénzk list er á vegi stödd. Vitanlega eigum við einnig að Teftá iil góðra listamanna er- lendra, og sízt skal vanmetið gildi heimsókna á borð við þær, sem við höfum nú þegið. — Hins vegar er það meginatriði, að upp af slíkum kynnum spretti einhver þau tengsl jpg samstarf, 'sem megni að verða íslenzku tónlistarlífi til efling- ar. Á þessari Listahátíð hefur framlag. og öll frammistaða ís- lenzks'tórrlistarfólks verið með ágætum og hefði átt skilið ögn meira rými og meiri athygli. Einn merkasti tónlistarvjð- 'burður hátíðarinnar er tvímaela laust hin glæsilega frammistaða SmfÓTriuhljómsveitar íslands, en hún sýndi t. d. undir stjórn Daniels Barenboim þvílíkan •leik, að viðstaddir voru þrumu lostnir, og hefðu f æstir búizt ,við því að.órejmdu, að hljómsveitin gæti hrist annað eins fram úr erminni. í tilefni af Listahátíð var hljómsveitin stækkuð, og fleiri strengjaleikarai' bættust í bop- inn, sem auðvitað var iil .stórra bóta. . . _ Vái'la verður nú lengur und- an því vikizt að gera myndar- legt átak tiT eflingar Sinfórtíu- hlj ómsveit íslands, -stækka hana til frambúðar á borð við það, sem nú var gert, launa hljóð- færaleikarana sómasamlega og koma rekstri hennai' í viðun- andi horf. Z:- " Það ætti löngu að vera.ljóst, að ekki verður haldið uppi neinu tónlistarlífi, sem heitið getur upp á þau býti, að Sin- fóníuhljómsveit íslands hangi einlægt á 'horriminni. Það verður engin reisn yfir tónlistarframlagi okkar hvorki é hátíðum né virkum dögum án sæmilegrar hljómsveitar. Ef nýafstaðin Lista'hátíð leiðir til þess, að gefinn verði meiri gaumur eftirleiðis en hingað til að margþættum vanda híns dag lega starfs og reynt að bæta úr brýnum efnalegum þörfum varð andi listræna starfsemi ýmis- konar, þá var vissulega betur farið en heima setið. S. G. í SÍÐUSTU viku var hér á Akureyri staddur norskur mað- ur að nafni Ingebrigt Davik, sem í heimalandi sínu og víðar er kunnur rithöfundur og sjón- varpsmaður. En hingað kom hann í tilefni gamalla kynna, því hann var hér, ungur piltur, nemandi í Menntaskólanum og lauk þar gagnfræðaprófi. Hvernig stóð á ferðuni þínum, er þú fyrst komst hingað? Faðir minn kom hingað með skipið Karalen, á vegum Breta og með flutning viðkomandi hernum. Það var haustið 1941. Fjölskyldan var með honum. Svo fór ég í Menntaskólann og varð gagnfræðingur 1944. Hvernig var að vera útlend- ingur í þeim liópi? Ég vissi ekki hvað það var, því aldrei var ég látinn finna til þess. Mér fannst ég falla vel inn í umhverfið og allir reyndust mér vel. I því sambandi minnist ég með sérstakri virðingu lát- inna kennara minna, svo sem Sigurðar skólameistara, Vern- harðs, Sigurðar Pálssonar, Jón- asar Snæbjörnssonar og svo Þórarins Björnssonar, sem raun ar var ekki kennari minn, en bann fylgdist með mér og lét mig finna, að honum var annt um nám mitt og velgengni. En i því áttu þessi menn allir sam- merkt og ég stend í mikilli þakk arskuld við þá og alla hina ágætu kennara, lífs og iðna. Hvar bjóstu? Hjá Helga Pálssyni og nú bý ég hjá dóttur hans og manni hennar. En ég hef komið í Spítalaveg 8, þar sem ég bjó í gamla daga og ég hef líka kom- ið í Menntaskólann og settist við eitt borðið, eins og ég hafði gert svo oft áður og lét hugann SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 81. Þessu er hér með vísað til réttra aðila, og er vonandi að umhverfi sundlaugarinnar verði ekki öllu lengur til minnkunnar STRÆTISV AGN AR Allmargar f.vrirspurnir hafa bor izt til blaðsins um rekstur Strætisvagna Akureyrar á þessu sumri og skilja menn ekki hví þeir eru hættir að ganga. Blaðið hefir fregnað að í samningum milli bæjarins og! SVA í vetur hafi bærinn neitað að greiða einn háan rekstrar- styrk og um var beðið en fallizt á fyrir sitt leyti að reksturinn yrði felldur niður yfir sumar- niánuðina júní, júlí og ágúst. Yfir vetrarmánuðina eru stræt- isvagnar að langmestu leyti not aðir til flutnings skólabarna og fyrir það greiðir bærinn gjald, útreiknað á hvern nemanda sem fluttur er milli fyrirhugaðra skólahverfa. í SÁRUM Verkamaðurinn er enn í sárum yfir fljótfærnislegu afstöðu síns fulltrúa í bæjarstjórn, sem hafn aði samstarfi allra vinstri flokk anna að afloknum kosningum, því kjósendur hans urðu þar auðvitað fyrir sánmi vonbrigð- Hða til horfinna daga, en þang- að fórum við Ingvar Gíslason, gamall skólabróðir minn héðan og félagi. 1 Reykjavík hitti ég fyrstan manna Grím Björnsson tannlækni, sem með okkur var í skólanum hérna á Akureyri og hafa báðir greitt götu mína hér á landi. Já, ég er alltaf að hitta fólk sem ég fyrrum þekkti og það er mér óblandin gleði. Verst að’ hafa ekki tíma til að hitta miklu fleiri. Ég nýt þess um. Á þetta að liggja nokkum veginn ljóst fyrir. Hins vegar ætti Verkamaður- inn að skýra afstöðu I. Á. f bæjarstjóra, er liann stóð fast með íhaldinu við lóðaúthluíun til handa Skeljungi. En þá voru gleymdar stóru fyrirsagnirnar áður en kosið var. En þessi af- staða I. Á. er þó aðeins sýnis- liorn af þjónustulund hans við ílialdið, og sýnir, að maðurinn er enn í sáru-m og naumast sjálfráður gerða sinna. BOÐIÐ TÍL ÞÝZKALANDS Knattspyrnumönnunum Her- manni Gunnarssyni og Skúla Ágústssyni hefur verið boðið til Þýzkalands og þeim fyrrnefnda boðið að gerast þar atvinnu- niaður í knattspyrnu eitt ár fyrir um eina millj. ísl. króna í þóknun. HÚSAVÍK OG LAXÁR- VIRKJUN Bæjarráð Akureyrar hefur mælt með því, að viðræður liefj ist milli bæjarstjórna Akureyr- ar og Húsavíkur um aðild aust- anmanna að Laxárvikjun. En bæjarstjóri Húsavíkur fór þessa á leit í vor. Ríkið, sem er annar eignaraðili virkjunarinnar inun hafa jákvætt viðhorf til óska Þingeyinga í þessu máli. Ingebrigt Davik. að ganga hér um göturnar og heilsa upp á kunningjana eftir allan þennan tíma. Þú hefur ekki komið fyrr, síðan þú laukst hér skólagöngu? Nei, alltaf hefur eitthvað stað ið í veginum, eins og gengur. En nú, þegar 25 ár voru liðin, lét ég ekkert aftra mér og við hjónin komum 'hingað til lands. Börnin okkar tvö skildum við eftir heima hjá afa og ömmu og nú er konan farin heim aftur og ég er á förum, eftir ánægju- lega daga á íslandi. Og ég vil nota tækifærið til að færa skóla systkinum mínum, kennurum og svo öllu öðru fólki sem ég kynntist og var mér gott, mínar innilegustu kveðjur. Mér hefur oft fundizt Akureyri vera minn annar heimabær. Hver er atvinna þín úti í Noregi? Ég hef stundað kennslu, unn- ið fyrir sjónvarp og útvarp og skrifað. Þessi störf mín eru eink um fyrir æskufókið, því út- varps- og sjónvarpsþættirnir eru ætlaðir því sérstaklega og þessir þættir hafa verið fluttir á öllum Norðurlöndunum þegar ísland kemur með, en ég fer einhvern næsta daginn að vinna að því máli með íslenzku fólki, að undirbúa eitthvað slíkt fyrir útvarp. Bók mína, Mara-þara- borg, hefur Kristján frá Djúpa- læk íslenzkað, og mun hún verða endurprentuð innan tíðar. Hvað finnst þér sérkennileg- así af því, sem þú hefur séð hér og ekki var hér áður? Það yrði nú of langt mál að ræða það verulega. En ég varð fyrir djúpum áhrifum í Nonna- húsi. Því miður hafa Norðmenn lítið kynnzt rithöfundinum Nonna. Ég hef þegar keypt mér nokkrar Nonna-bækur til að lesa, hvað sem meira verður. En mér finnst þessi hofundur eiga erindi til heimalands niíns, eina og svo margra annarra. Méi’ hef ur sannarlega dottið í hug a<) búa til þætti frá æskuslóðuni þessa höfundar og ýrnsu oora héðan frá Akureyri. Til pesg þarf ég að koma hingað aftur og væri það mér mikið gleði- efni. Eru Norðmenn áhugasamii' um íslenzk málefni? Alveg ótrúlega áhugasamii’, Þeir hafa áhuga á öllu frá ey - landinu í norðri, allt frá Snorra til hins nýja Heklugoss. Margir Norðmenn hafa og nokkra þekk ingu á landi og þjóð af eigin raun og vekja áhuga annarra : því, sem hér er og fólkinu, sen >. byggir þetta land. Þeir voru nú ekkert fáir, sem hér á landi dvöldu á stríðsárunum, m. a. hér á Akureyri, mikið af þvi fólki koonur og börn, og svo nokkuð af hermönnum. Hvernig vegnar svo frændunj oltkar I Noregi um þessa: niundir? Við höfum aldrei haft þa> eins gott og nú. Atvinna er næg . leg, svo jafnvel skólaæskan fæ ' nóg að starfa í sínum sumar • leyfum, sem eru nokkr j stytti . en 'hér á landi. Okkur finns i auðvitað dýrt að lifa, og sv • hefur það jafnan verðið, en heil i yfir má nú heita velmegun i Noregi. Og nú hafið þið fundið „gult í Norðursjónum? Já, olíufundurinn er merki; legur og margir eru þeir, sen. binda miklar vonir við þennai olíufund og vil ég ekki ger.i lítið úr þýðingu hans. Enda er Svíar farnii’ að hafa þetta í hát ': gerðum flimtingum, en millt þjóðanna er alltaf nokkur meti aður um eitt og annað. Fyrir tæki, kennt við Philips, borac . eftir olíunni á yfii'ráðasvæð l Norðmanna tvær holur oy munu bora þá þriðju. Þetta hef ■ ur gefið ágæta raun, bæði hvaí! snertir magn og gæði. Og e: þriðja holan verður eins gjöfui, verður mjög hagstætt að i'lytj hana til lands til vinnslu oy sölu. Auðvitað auðveldar þett . (Framhald á blaðsíðu 2). - Grísabólslóðín . . „ (Framhald af blaðsíðu 8). félag um byggingu hússíns. Á þessum sama fundi sam- þykkti bæjarstjórn að veit Bjarna Bjarnasyni aðstöðu fyn nýlenduvöruverzlun á þessa; : lóð en forseti, Jón G. Sólne::, 'kvað aftur upp úrskurð um a' > önnur tillaga Stefáns og Sig- urðar Ola yrði ekki boun upj. En hún fól í sér að KEA yrc . einnig veitt aðstaða a ióðini fyrir stóra kjörbúð. í sambandi við umsókn KE/. og annarra aðila um aöstóðu ,. þessu svæði er svo það utí segj . að bæjarráð hefir íalið bygging. : nefnd og skipulagsnefnd að gei . tillögur um frekari nytingu lóð • arinnar og fyrirkomulag bygg • inga enda verði haft samrað v < i umsækjendur þá sem nu þegar eiga óafgreiddar umsóknir. Vitað er að aimenn óánægjf s ríkir meðal margra íbúa í náné. við þetta svæði atí 'kom<.Ö vercl upp benzínsöiu og þvottaplar þarna og er undariegt atí bæja ■ stjórn skuli ekki virða sjonar • mið þessa fólks, ekki sizt pega 1 haft er í huga atí mjóg’ öflu,; mótmælaalda reis saöu<. í Garð t hreppi á síðasta vetii um inlið • stæða ákvörðun. Er helzt að vænta aö’ oliu - félagið sjálft, Ske'ijungur ii.r, virði óskir fólksins í pessu crn!., enda er það þjónusta út aí iyrSv sig. .J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.