Dagur - 09.09.1970, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Srmar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
EBÍLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
j6n samUelsson
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Leitin að lífsgæðum
AKUREYRINGAR og Þingeyingar
deila um Laxá, og Mývetningar og
ríkissjóður um eignaréttinn á botni
Mývatns, prófkosningar með tilheyr-
andi fara fram í kjördæminu, sprengi
efnabirgðir finnast á víðavangi og
opnaður hefur verið vegur fiska á
vatnasvæði Laxár. Sjónvarpið lætur
deiluaðila Gljúl'unersvirkjunar
skennnta landslýð á meðan stjóm-
skipuð sáttanefnd, skipuð tveim
sýslumönnum og nú til viðbótar
öldnum rafmagnsverkfræðingi, leitar
að viðræðugrundvelli, er leitt ged
til sátta. Af þessu má sjá, að veðra-
samt er í norðlenzkum byggðum og
þó ekki af laufvindum einum saman.
En Akureyringar leita fleiri lífsins
gæða um þessar mundir en rafork-
unnar. Þeir leita t. d. bæði að heitu
vatni og köldu og vilja sækja það
vestur á Þelamörk. Tilraunaboranir
á Laugalandi á Þelamörk, eftir heitu
vatni, hafa gefið nokkurn árangur
og þar streymir heita vatnið ónytjað
í Hörgá, milljóna verðmæti á hverj-
um ársfjórðungi, vatnsmagn, sem
nægja myndi til að hita tvö þúsund
manna bæ. Nú eru líkleg svæði til
leitar að meira magni af heitu vatni
rannsökuð, og reiknimeistarar áætla
hitaveitu til bæjarins. Og brátt
nægja ekki lindir þær í nágrenni
Akureyrar, sem gefa okkur hið kalda
vatn og í leit að öðmm vatnsbólum,
hefur einnig verið staðnæmzt við
Þelamörk, og líklegt, að þaðan
streymi innan tíðar neyzluvatn, jafn-
hliða heita vatninu til höfuðstaðar
Norðurlands.
Það er eflaust hægt að kaupa heitt
vatn of dýru verði, en rannsókn á
liitaveitu, sem nú stendur yfir, er þó
alger forsenda samanburðar á þeim
orkugjöfum, sem til greina koma. Sú
rannsókn kostar einhverja tugi millj-
óna og verður ekki umflúin. En á
hinu leytinu er orka fallvatnanna,
sem bíða þess að vera beizluð. En
jarðhidnn og orka fallvatna eiga að
leysa aðflutta olíu af hólmi.
í leit að orkulindum og mann-
virkjagerð hefur það nú skeð á
Norðurlandi, sem vart á sér hlið-
stæðu. Mannvirkjagerð við Laxá er
haíin og verksmiðjurekstur við Mý-
vatn er orðin staðreynd, og á báðum
stöðum án þess að ljós sé að fullu
eignarétturinn. Hinar miklu deilur,
málaferli og jafnvel skemmdar\erk
má rekja til þeirrar rótar, að verk
eru hafin og jafnvel að fullu gerð án
samninga við þá, sem hlut eiga að
máli. Slik vinnubrögð eru nálega
óþekkt nema hjá frumstæðustu þjóð-
félögum og ber að víta þau og var-
ast eftirleiðis í hinni þrotlausu leit
að lífsins gæðum. □
Mun UNESCO stöSva lislaverkasmyglið?
ÞAÐ er víst ekki haft í hámæli,
að mörg lönd, sem auðug eru
að fornminjum eða listafjársjóð
um, verða árlega fyrir bungum
búsifjum af völdum manna,
sem stunda skipulögð listaverka
rán og hafa af því góðar tekjur.
í Gúatemala er notazt við létt
ar flugvélar og þyrlur til að
flytja stolin Maya-minnismerki
úr frumskóginum til Bandaríkj-
anna eða Evrópu. Stórar lík-
neskjur eða aðrar fornmenjar
hafa verið hlutaðar í sundur og
fluttar með rækju-togurum frá
Mexikó til hafna eins og t. d.
New Orleans eða á vöruflutn-
ingabílum undir landbúnaðar-
afurðum eða öðrum varningi.
í fyrra lögðu tollyfirvöldin í
Houston í Texas hald á kassa,
sem merktur var með orðinu
„vélar,“ og fundu í honum um
50 parta af Maya-minnisvarða
frá Gúatemala. Hann átti að
fara til listasafns í Houston.
Stjórnvöld í Gúatemala hafa
krafizt þess, að pörtunum verði
skilað.
ítölum reiknast svo til, að þar
í landi annist „tombarolis"
(grafarræningjar) um 80 pró-
sent af öllum uppgreftri forn-
minja.
Stríðið milli ísraels og Araba
ríkjanna hefur rnjög stuðlað að
auknu smygli frá Mið-Austur-
löndum. Lögmætir hópar alþjóð
legra fornleifafræðinga hafa
neitað að halda áfram uppgrefti
á hernumdu svæðunum án leyf-
is frá Jórdan eða Arabíska sam
bandslýðveldinu, og menn ótt-
ast, að óheiðarlegir menn fari
nú ránshendi um þessi tilteknu
svæði.
Þetta voru einungis nokkur
dæmi.
Aðgerðir UNESCO.
Til að stöðva þetta smygl sam
þykktu sérfræðingar frá rúm-
- Málverkasýning
Bjarna Jónsonar
(Framhald af blaðsíðu 1).
Bjarni Jónsson er fæddur 15.
september 1934. Var fyrst ungur
mikið á vinnustofum margra af
okkar þekktustu málara eins og
Ásgeirs Bjarnasonar, Ásgríms
og Kjarvals. Stundaði síðan
málaranám í skólum og naut
leiðsagnar þekktra listamanna
svo sem Valtýs Péturssonar,
Hjörleifs Sigurðssonar og Ás-
mundar Sveinssonar.
Þegar Bjarni var tíu ára
gamall gerði hann mynd, sem
sett var á sýningu hjá frístunda
málurum. Fyrstu sjálfstæðu sýn
inguna hélt hann í Sýningar-
salnum í Reykjavík 1957, önnur
var í Listamannaskálanum 1962,
þriðja í Hafnarfirði 1963, fjórða
í Vestmannaeyjum 1969 og sama
ár í Galerie 6 í Reykjavík. Þátt-
taka í Paris Biunale 1961. Nú
sem stendur eru 3 myndir
Bjarna á fai'andsýningu í Banda
ríkjunum á vegum American
people encyslopedia.
Þó ekki væri annað, þá er
Bjarni þekktur fyrir mynd-
skreytingar á námsbókum og
barnabókum. Nokkur ár teikn-
aði hann fyrir Spegilinn og
einnig hefur hann gert leik-
myndir fyrir leikfélög.
Sýningin, hér á Akureyri, er
fjölbreytt að efni. Þar skiptast
á hlutlægar og óhlutlægar mynd
ir. Litagleði er mikil og verði í
hóf stillt. Óhætt er að benda
fólki á að skoða þessa ágætu
sýningu. □
lega 60 löndum, sem boðnir
voru til ráðstefnu í París af
Menningar- og vísindastofnun
Sameinuðu þjóðanna, UNESCO,
nýlega frumvarp til alþjóðlegs
sáttmála um vernd menningar-
fjársjóða aðildarríkjanna. Frum
varpið verður lagt fyrir aðal-
fund UNESCO í október til sam
þykktar, áður en það gengur
áfram til ríkisstjórna og þjóð-
þinga aðildarríkjanna til stað-
festingar.
Samkvæmt sáttmálafrumvarp
inu eiga viðurkenndir listafjár-
sjóðir og önnur menningarleg
verðmæti í framtíðinni að fá
„vegabréf," áður en þau verði
með löglegum hætti flutt úr
heimalandi sínu. Utflutningur
án slíks leyfis verður þá bann-
aður, en það mun aftur koma í
veg fyrir að söfn og aðrar stofn
anir geti tileinkað sér muni,
sem fluttir 'hafa verið með ólög-
mætum hætti frá öðru landi.
í sáttmálanum er hins vegar
ekki gert ráð fyrir ströngu inn-
flutningseftirliti — m. a. vegna
þess að erfitt mundi reynast að
framfylgja slíku eftirliti. Banda
ríkin hafa því t. d. líka fram, að
almennt innflutningseftirlit með
listafjársjóðum mundi hafa í
för með sér, að beita yrði
bandarískum lögum til að fram
fylgja útflutningslögum annarra
landa.
Hvert það ríki, sem staðfestir
sáttmálann, á samt að skuld-
binda sig til að banna innflutn-
ing á menningarvei'ðmætum,
sem stolið hefur verið frá söfn-
um, og á borgaralegum eða trú-
arlegum minnismerkjum. Skort
ur á útflutningsleyfi frá heima-
landinu yrði sönnun þess, að
um væri að ræða muni sem afl-
að hefði verið með ólöglegum
hætti, og þá getur heimalandið
krafizt þess, að innflutnings-
landið leggi 'hald á þá og skili
þeim aftur. Kaupendur skulu fá
sanngjarnar skaðabætur, hafi
þeir verið í góðri trú.
Söfnin loka augunum.
Nú er spurningin sú, hvort
sáttmálinn verði raunhæft og
árnagursríkt vopn í baráttunni
við rán menningarverðmæta í
tilteknum löndum. Á það eru
ýmsir vantrúaðir.
Gúatemala og önnur vanþró-
uð lönd skortir að jafnaði fjár-
magn til að halda uppi viðhlít-
andi gæzlu um menningarfjár-
sjóði sína, og varla er þess að
vænta, að menn sem hafa haft
stolin og smygluð menningar-
drjúgar tekjur af verzlun með
verðmæti leggi þá starfsemi
orðalaust á hilluna.
Ekki bætir það úr skák, að
ekki einasca auðugir einkasafn-
arar, heldur einnig opinber
söfn vita, að þau eru að kaupa
„volga“ muni, en láta ógert að
spyrja um uppruna þeirra. Þessi
ríki í Suður- og Mið-Ameriku
staðreynd hefur knúið mörg
til að saka Bandaríkin um
„menningarlega heimsvalda-
stefnu“ á seinni árum.
Safn Pannsylvaníu-háskóla
var og er undantekning í þessu
efni, því það gaf nýlega til
kynna, að framvegis mundi það
ekki kaupa menningarverð-
mæti, nema nákvæmar upplýs-
ingar um uppruna þeirra fylgdup
Kvöldvaka við skálaheimilið Hvamm
-að'sjá wið skátaheimilið á laug- kynnast skátastarfinu. En það
ardaginh, og eru bæjarbúar eru kvenskátar, sem fyrir þessu
hvattir til að koma þangað og standa að þessu sinni. □
45 þúsund fjár sláfrað hjá KEA
HINN 12. september n. k. verð-
ur kvöldvaka við skátaheimilið
Hvamm á Akureyri, undir ber-r
um himni og er aðgangur
ókeypis. Hvammurinn verður
fagurlega upplýstur. Þar verður
„eitthvað fyrir alla,“ eins og
stundum er sagt, bæði börn og
fullorðna og veitingar seldar,
meðal annars kaffi og kökur.
Kvöldvakan hefst kl. 8.
Minna má á, að Akureyringar
komu heim með mörg og góð
verðlaun frá skátamótinu á
Hreðavatni í sumar. En hluta af
því, sem vakti atliygli á' Akur-
eyringum þar syðra, f á menn nú,
SAUÐFJÁRSLÁTRUN hefít
hjá KEA á Akureyri 17. septem
ber. Á Akureyri og Grenivík
verður lógað 45 þús. fjár, en«á
Dalvík verður lógað 13 þús. eða
meira. Samanlagt er.þetta 4 þús.
kindum fleira en sl. haust, og
er aukningin tiltölidega mest á
Dalvík, enda grasbrestur þar
lang mestur.
Um 120 manns starfa á Slátur
húsi KEA um 6 vikna skeið við
sauðfjárslátrunina. □
Fegurstu skrúðgarðar Akureyrarbæjar . . .
Bðrnadeild við Tónlislarskólann á Ak.
Á ÞESSU hausti tekur barna-
deild til starfa við Tónlistar-
skólann á Akureyri. Deildina
sækja börn á aldrinum 6—9 ára,
en ætlunin er, að lágmarksaldur
barnanna verði síðar lækkaður
niður í 4—5 ár. Kennslan fer
fram í 10—15 barna hópum, en
í hvern hóp verður flokkað eftir
aldri, þannig að 6 ára börnin
verði sér, enda er tilhögun
kennslunnar miðuð við aldur og
þroska barnanna. Hver hópur
mætir tvisvar sinnum í viku,
þ. e. klukkutíma í senn. Hjá
yngstu krökkunum fer kennsl-
an fram í leikformi. Tilfinning
fyrir lit tóna og' hljóðfallsskyn
þjálfast í leik á einföld ásláttar-
'hljóðfæri, sem þroskast í æfingu
viðbragða og margvíslegra
hreyfinga. Þessi áslátturhljóð-
færi eru: Handtrommur, tré-
stafir, þríhorn (triangel), bjöll-
ur o. fl.
Jafnframt þessu læra 'börnin
einföld lög í söng og leik á lag-
línuhljóðfæri, eins og xýlófóna
(tréspil), metalfóna (málmspil),
klukknaspil og flautur.
Samhliða fyrrgreindu starfi
læra börnin að lesa og skrifa
nótur, einnig þjálfast þau í
margskonar samleik á hljóðfæri
og í samsöng.
Sköpunargáfu barnsins er
haldið vakandi frá upphafi, og
hún þroskast í snertingu við það
að leika af fingrum fram
(improvísera) og að semja lag-
línur.
Með sh'ku uppbyggingarstarfi
fær bamið nauðsynlegan músík
forða, grundvallarkunnáttu í
tónlist og músíkalska reynslu,
sem fljótlega vekur hjá því for-
vitni og löngun til þess að kynn
ast hinum ýmsu hljóðfærum, og
verður þá kennarinn til leið-
beiningar um hvaða hljóðfæri
hæfi hverjum einstökum úr
hópnum. Þroski barnanna
ákvarðar hve snemma námið
hefjist á hin einstöku hljóðfæri,
en það gerist í flestum tilfellum
innan tveggja ára. Með þessu
verður það handahóf að mestu
útilokað, sem ráðið hefur hljóð-
færanámi hér fram til þessa,
t. d. það að krakki sé sendur í
tónlistarskóla vegna þess að
píanóið í stofuhorninu verði að
nýtast án tillits til þess að fiðla
hæfði betur gáfu barnsins.
Jafnhliða námi á einleikshljóð
færi fá börnin einn hóptíma á
viku, þar sem stundaður verður
samleikur, samsöngur (kór),
impróvisasjón, tónfræði og
heymþjálfun, sem mér þykir
ástæða til að undirstrika vegna
afgerandi hlutverks í tónlistar-
námi einstaklingsins. Ætlunin
er að taka upp samstarf við söng
I Austurlöndimi nær
Allt er í uppistandi
Aröbum hjá og Júðum,
að henti slíkt hér á landi
við hreinlega aldrei trúðum,
En 3vo þegar gátt var grafin
í garð einn í Mývatnsþingum
var herferðin þar með hafin
til hrellingar Eyfirðingum.
Sízt er að búast við sættum
og sífellt eykur á vandann
— alla af þingeyskum ættum
ég óttast nú eins og fjandann —.
Brestur stífla og byltist niðuiy
bakka elfur þvær,
nú er úti allur friður
í Austurlöndum nær.
Dvergur.
kennara í barnaskólum bæjar-
ins við að velja úr hópi 7—8
ára barna þau, sem-r-eynast hafa.
nægjanlega gáfu qg áhuga til
tónlistarnáms. Foreldrum þess-
ara barna verður síðar sent bréf
til hvatningar um að þau kosti
barnið til náms í Tónlistarskól-
anum.
í 6 ára aldursflokkinum verð-
ur ekki unnt að koma við slikri
athugun, og verður reynslutími
barnsins, þ. e. einn vetur, að
skera úr um hæfileika þess.
Foreldrar 7—9 ára barna geta
að sjálfsögðu sótt um skólavist
fJ'i'ir börn sín án þess að hafa
fengið í hendur hvatningabréf,
því öruggasti mælikvarðinn á
tónlistarhæfileika þamsins er
þroskaferjll þess í: músíknám-
inu sjálfu.
Foreldrar ættu að forðast alla
fordóma í mati á tónlistargáfu
'barnsins, «því jafnvel lagleysingj
ar geta búið yfir frábærum hæfi
leikum til tónlistarnáms.
Oft og einatt vei'ða slæm skil-
yrði þess valdandi að góðir hæfi
leikar til músíkiðkunar slævast
og dofna, en geta yið batnandi
kringumstæður til, tjáningar í
músík þroskast vel,og dafnað.
Barnadeild Tónlistarskólans
verður til. 'húsa í Hafnarstræti
81 á 2. hæð (þ. e.-í húsi Tón-
listarskólans). Viðtalstími verð-
ur alla virka daga. frá 14.—25.
sept. kl. 10—12 f. h...og 4—6 e. h.
(sími 21460). ;
Skólagjöld verða.mun Iægri í
barnadeildinni heldur en fyrir
einleiks- og söngkennslu við
Tónlistarskólann. Inmitun stend
ur yfir til 25, sept.,
Þeir sem nánari skýringa
þarfnast eru beðnir, að spara sér
ekki símtalið. ;
Jón Hlöðver Áskeisson.
(Framhald af blaðsíðu 8).
hlotið hafa verðlaun eða viður-
kenningu Fegrun^rfélagsins fyr
ir allmörgum árúm, verði nú
valdir til þess að hljóta viður-
kenningu fyrir mjög góðati
árangur í ræktun fjölbreytilegs
gróðui's og hirðingu garða
sirtna:
Frú Guðlaug Þorsteinsdóttir
og Gestur Ólafsson, Goðabyggð
1.
Frú Laufey og Helgi Steinarl',
Ægisgötu 24.
‘Frú Katrín Jósepsdóttir og
«Einar Sveinbjörnsson, Norðui-
götu 40.
' Þetta sumar hefur verið garð-
eigendum á Akureyri nokkuð
erfitt sökum kalskemmda og
kaldrar veðráttu. Meðal annats
af 'þeim' sökum treystir nefndin
sér ekki til að mæla með sér
stökum verðlaunum frekar én
undanfarin ár, ’og bíða þau betl'i
tíma.
' Að afhendingu lokinni og á
meðan ’dreypt var á kaffinU,
fóru umræður fram og voru
Greinargerð sljórnar Laxárvirkjunar
vegna miðlunarmannvirkja við Mfvafn
allir á einu máli um mikla þýð-
ingu gróðurs og garða, góðrar
umgengni og hverskonar feg-
urðar. □
- Hraðbraut um Vaðla
(Framhald af blaðsíðu 1)
Hér skal hins vegar ekki lagð
ur dómur á það, að svo stöddu,
hvar xegarstæðið á að vera, en
um það mun væntanlega koma
tillögur frá fyrirhugaðri nefnd.
En betur má ef duga skal.
Þjóðbrautir þær, hér á Norður-
landi, sem ekki teljast hrað-
brautir, og er raunar mestur
hlutinn, þarfnast gagngerðra
endurbóta. í því sambandi má
t. d. minna á marg endurteknar
ályktanir kjördæmisþings Fram
sóknarmanna um Þingeyjar-
sýslubraut, sem er öll þjóðbraut
in milli Breiðumýrar og Þórs-
hafnar. Til hinna almennu þjóð
brauta landsins þarf að taka
ríkislán, ef eitthvað á að miða í
áttina, svo að um muni. Og mun
að því vikið síðar. □
VEGNA þess atburðar er varð
þegar stífla Laxárvirkjunar í
Miðkvísl var eyðilögð og vegna
ýmissa fullyrðinga Mývetninga
og fleiri um miðlunarmannvirki
Laxárvirkjunar við Mývatn, þá
sér stjórn Laxárvirkjunar
ástæðu til að gera nokkra grein
fyrir þessum málum og sam-
skiptum hennar við landeigend-
ur á þessu svæði.
Vegna þeirra miklu rennslis-
truflana, sem urðu í Laxá á vetr
um, sérstaklega þó við úrrennsli
árinnar úr Mývatni, og þeirra
miklu truflana, sem þar af leið-
andi urðu á raforkuframleiðslu
virkjananna við Laxá, þá var
eftir ítarlegar athuganir talið
nauðsynlegt til úrbóta, að gera
þær stíflur í hinum 3 kvíslum
Laxár, sem þar hafa staðið, sú
fyrsta frá árinu 1946 og hinar
frá árunum 1960 og 1961.
Þessar framkvæmdir hafa al-
gjörleg komið í veg fyrir þær
alvarlegu truflanir, sem þarna
urðu, stundum oft á hverjum
vetri.
Fullyrðingar uni ólögmæti
þessarar framkvæmda.
Stíflan í Syðstukvísl, sem er
í landi Haganess, var gerð árið
1946, og með fullu samþykki
bóndans þar, Stefáns Helgason-
ar, og yfirlýstu hlutleysi hrepps
nefndar Skútustaðahrepps um
byggingu stíflunnar.
Þann 10. ágúst 1953, leyfði At
vinnumálaráðuneytið eftirfar-
andi framkvæmdir:
1. Geirastaðakvíslin verði
dýpkuð og í hana sett stífla með
lokum, sem hleypa má vatninu
um, þegar þörf gerist.
2. Reynist þessi ráðstöfun
ekki nægileg verði „Breiðan“
fyrir ofan kvíslina dýpkuð, ann
að hvort alla leið fá kvíslinni
og upp fyrir „Rifið“ eða þá á
hluta af þessari leið.
3. Framkvæmd verði dýpkun
og hreinsun við sjálft „Rifið“.
Liður 1 var framkvæmdur og
hófust framkvæmdir árið 1953,
en stöðvuðust þá vegna fjár-
skorts, en hófust síðan aftur
sumarið 1956 og var þeim end-
anlega lokið 1960.
Þann 5. júlí 1960 veitir Land-
búnaðarráðuneytið leyfi fyrir
eftirfarandi framkvæmdum:
1. Stífla í Miðkvísl með sil-
ungastiga.
2. Stíflur í tvo hliðarfarvegi
Syðstukvíslar.
3. Lagfæring árfarvegs móts
við Geldingaey.
Ráðuneytið gerði þá kröfu að
við mannvirki þessi verði gerð-
ar þær ráðstafanir til tryggingar
.■tfW.V
UM GATNAGERÐ O. FL.,
.KÆRI Dagur. Mig langar ^ð
.biðja þig fyrir fáeinar línur eða
.spurningar. Þá er það fyrst
.þetta: Þegar malbikuð er ggta
svo sem eins og Þórunnarstraeti
rfinnst þeim mönnum sem ráða
.þar, að þá. sé allt búið þegar
bilabrautin er til? Ekki eru nú
;allir í .bilum -og mér finnst það
.heldur ömurlegt að það skuli
:ekki vera bægt að setja gang-
stétt þó ekki væri nema öðru
.megin. Svo að maður haldi sig
.við þessa götu, þá er .þar mikil
.umferð bila, og gangandi iólk
-er á malbikinu innan um bílana
vegna þess að það er engin
gangstétt. Þetta á nú reyndar
við fleiri götur. Þetta er alveg
óþolandi ástand, það verður að
leggja gangstéttar við göturnar
jafnóðum í stað þess að hafa
þetta svona hálfgert ár eftir ár.
Ég vil ráðleggja æðstaráði bæj-
arins að ganga eftir Þórunnar-
stræti í mesta umferðartíman-
um og finna hvernig það er.
Eins er það með að merkja
gangbrautir. Hvernig stendur á
að það skuli ekki vera merkt
gangbraut á Þórunnarstræti, við
Hamarsstíg svo eitthvað sé
nefnt? Hvar á fólkið að fara
yfir götuna? Það gera sér
ábyggilega allir íbúar þessa
bæjar grein fyrir því, að það
kostar peninga að laga götur,
en þetta er lika alveg óþolandi
ástand eins og það er. Það verð-
ur að útvega fé á einhvern hátt,
annað hvort lán eða leggja
gatnagjald á öll hús í bænum.
Mér finnst það eiga fullan rétt
á sér. Við, sem eigum eldri hús,
erum alveg eins fær um að
borga það eins og þeir sem eru
að byggja núna. En sem sagt.
Það er ekki hægt að una þessu
lengur eins og það er. Við get-
um engan veginn sætt okkur
við að vaða þessa drullu ár
eftir ár. J. H.
eðlilegri fiskgöngu, sem veiði-
málastjóri telur fullnægjandi,
og var það gert.
Framkvæmdum þéssum var
lokið 1961.
Samskipti við bændur.
Bætur til Stefáns Helgasonar
bónda í Haganesi vegna stífl-
unnar í Syðstukvísl og Stefáns
Sigurðssonar bónda á Geirastöð
um vegna stíflunnar. í Geira-
staðakvísl voru greiddar eftir
mati, og varð enginn ágreining-
ur þar um.
Þann 19. júní 1960 skrifar
Kristján Benediktsson, Arnar-
vatni, stjórn .Laxárvirkjúhar
bréf þar sem hann fér. fram á
kr. 10.000.00 í bætur vegna
tjóns, sem hann telur að orðið
hafi á silungaklaki, én ,það
stundaði hann um 10 ára tíma-
bil.
Þann 21. júní 1960 skrifa ábú-
endur Arnarvatns stjórn Laxár
virkjunar bréf þar sem farið
er fram á við Laxárvirkjun að
endurbyggðar verði gamlar brýr
yfir í Geldingaey, þó þannig að
þær verði færar dráttarvél með
vagni og séu þetta bætur fyrir
tjón og óþægindi, sem þeir telja
sig hafa orðið fyrir af völdum
Laxárvirkjunar á undanförnum
14 árum.
Þann 18. júlí 1960, samþykkir
stjórn Laxárvirkjunar eftirfar-
andi:
„Stjórnin heimilar fram-
kvæmdastjóra að semja við
Arnarvatnsbændur á þeim
grundvelli að gengið verði að
kröfum þeirra um endurbygg-
ingu brúnna á Syðstukvísl og
um bætur vegna tjóns á klaki,
hvorttveggja með því skilyrði
að landeigendur torveldi á eng-
an hátt fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og að hugsanlegt tjón
þeirra vegna fari eftir mati
eftirá."
Voru þessar þröfur Arnar-
vatnsbænda ,síöan uppfylltar.
Þann 22. júlí 1960, var hald-
inn í vinnuskála Laxárvirkjun-
ar að Geirastöðum, fundur
stjórnar Laxárvirkjunar , með
landeigendum við Mývatnsósa
og hreppsnefnd Skútustaða-
farepps.
Tilefni fundarins var að leita
samkomulags um framkvæmdir
þær sem þá stóðu yfir og fyrir-
hugaðar voru til að tryggja
stöðugt rennsli Laxár. Þar gerði
Eysteinn Sigurðsson þá kröfu
að gengið yrði frá bótakröfum
Arnarvatnsbænda og fram-
kvæmdum við endurbvggingu
brúnna á Syðstukvísl lokið áður
en samið yrði um áframhald-
andi framkvæmdir við Miðkvísl,
eða þær gerðar.
Vegna þessa var því lýst yfir
af hálfu stjórnar Laxáryii'kjúri-
ar að ekki verði frekar aðhafst
við stíflun Miðkvíslar fyrr en
brýrnar á Syðstukvísl hafi ver-
ið endurbyggðar og unnt verði
að hleypa vatni í Geirastaða-
kvísl.
Eftir kröfu landeigenda -éar
samkomulag um það milli þeirra
og stjórnar Laxárvirkjunar, að
lögskipaðir matsmenn verði til
staðar, þegar að því komi að
Miðkvísl verði stífluð, til athug
unar á silungsgengd.
Á fundinum gerði ennfremur
Jón Gauti Pétursson, oddviti,
grein fyrir kröfum hreppsnefnd
ar og landeigenda, en stjórn
Laxárvirkjunar lýsti því yfir, að
faún myndi taka kröfurnar til
athugunar, en frestaði að -taka
afstöðu til þeirra.
Stjórn Laxárvirkjunar sendi
síðan kröfurnar til umsagnar
raforkumálastjóra, og að feng -
inni umsögn hans var samþykkt
á fundi 30. ágúst 1960 að riafna
kröfunum sem heild, en skylt
er að taka fram, að þá þegar
hafði stjórn Laxárvirkjunar orð
ið við kröfum Arnarvatnsbænda
um bætur og einnig hafði Stefán
Sigurðsson á Geirastöðum feng
ið sínum kröfum framgengt,
eins og áður segir. Stjórn Lax-
árvirkjunar var þeirrar skoð -
unar, að tjónbætur umfram þac,
sem þá þegar hafði verið samiii
um vegna framkvæmda við Mý-«
vatn, skyldu ákvarðaðar af dóni
kvöddum matsmönnum.
Tveir menn voru dómkvaddi
af sýslumanninum á Húsavík ti ’
þess að meta hvert tjon hefði
orðið vegna þessara fram •
kvæmda Laxárvirkj unar o;;
voru það þeir Árni Jónsson, nú
verandi landnámsstjóri og Bjar l
mar Guðmundsson, aiþmgis
maður.
Var hér fyrst og fremst ur« .
hugsanlega rýrnun á siiangs-
veiði að ræða. Samkvæmt upp-
lýsingum annars ofanritaðrj.
matsmanna var tvívegis óska«
eftir upplýsing'jm frá abúend
um á þessu svæði um tjon þac
sem þeir töldu að þeír hefð .
orðið fyrir, en í bæði skiptii
óskuðu þeir eftir frestun a mál •
inu. Gerðist síðan ekkert í mál ■
inu fyrr en bréf dags. 18. ma
1970, berst fra Eysteini Sigurðs
syni, formanni nystofnaðs Veið
félags Laxár og Krákár, þa
sem farið er fram á að Laxái •
virkjun leggi til silungaseið ,
sem bætur fyrir tjón það a veið ,
sem félagið taldi að hefði orðið.
Ennfremur var íarið fram .i
að Laxárvirkjun kostaði ger««:
laxastiga meðfram virkjunur.
þeim sem nú eru,
'erða
verði, í Laxá við Brúar. Vav
jafnframt spurst fyrir am það .
bréfinu hvort stjórn Laxá) •
virkjunar væri tíl viðræðu ur.i
þessi atriði.
Stjórn Laxárvirkj unar svac -
aði með breii 11. júni 1970 o;,
tilkynnti að hún væri iús 't
viðræðu við veiðifélagið.
Þessi bréfaskipti hafa nývei
ið vei'ið birt í blöðom, og verð..
því ekki rakin hér, en af þein.
má Ijóst vera, ao það hefur ekk .
staðið á Laxárvirkjunarstjóri.
að semja um þessi mal. Og' þói i
matsmenn hafi ekki sKilað álii.
í öllum tilfellum, er ekki vii!
Laxárvirkjunarstjurn að saka: i
þess vegna, heldur nændu .
sjálfa og verði iaganna.
En allar 'bætur, sem sami !
hefur verið um eða matsmeni
haía úrskurðaö vegna m.anr •
virkjanna við Mývatnsósa, hefi *
Laxárvirkjun umsvifalauss
greitt og það er fyrst með bréi 1
dags. 31. júlí 1970, sem nýja '
kröfur landeigenda eru senda .'
Laxáivirkjun og' getur enginr.
ætlast til þess aó milljónakröfu :
séu samstundis atgreiddar encn
einnig til athugunar njá riinun'.
dómkvöddu matsmonnum.
Aldrei hefir verið eftir þvd
leitað að þessi mannvirki, eð: .
hluti þeirra yrði fjarlægður o;-;
það hafa heidur ekki borizt tii •
mæli tii stjórnar Laxárvirkjur .
ar um viöræður tii þess að finn .
lausn á þeim erfiðleikum
göngu urriða milii vatns og á: ,
sem bændur telja að skapaz i
hafi vegna þessara fram. ■
kvæmda. Það má 'riins veg- v
skýra frá því að framn.vu.maa-*
(Fraxnfaald á fclaðsí'du 2)