Dagur - 09.09.1970, Blaðsíða 7

Dagur - 09.09.1970, Blaðsíða 7
7 © t t Beztu þakkir til allra þeirra, sevi m'nmtust min á fnumtugsafviceU mínu, 5. september. Lifið heil. HRAFNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR, J órunnarstöðum. I I- I- Mínar hjartans þakkir til fjölskyldu minnar, vina og sveitunga, fyrir rausnarlegar gjafir, skeyti og hlý handtök á sextugsafmæli mínu, 1. september s.l. Guð blessi ykkur öll. STEINGRÍMUR, Kroppi. © <c % t t t ÍSS <r © t f ■r -{■ © © t 7J> & | ■6- £> I I i I- s I -t © ■{■ © I t I / tilefni af nýafstöðnu sextugsafmæli vil ég þakka alla « þá vináttu og þanv mikla sóma, sem mér var sýndur. Sérstaklega langar mig að þakka stórhöfðinglegar gjafir frá félögunum Berklavörn á Akureyri og ý Sjálfsvörn í Kristnesi og hlýjar kveðjur og árnaðar- óskir frá gömlwn og nýjum sjúklingum. Með kærri kveðju og innilegu þakklæti. SNORRI ÓLAFSSON. Kærar þakkir fyrir heimsóknir, gjafir, skeyti og hlý handtök á sextugsafmælinu. Kær kveðja. AÐALSTEINN JÓNSSON. 1 ! f Hjartans þakkir til barna, tengdabarva, barnabarna og annarra ættingja og vina fyrir gjafir, blóm og ® skeyti á sjötugsafmæli minu, 1, sept. s.l. X Guð blessi ykkur öll. t MAGÐALENA ÁSBJARNARDÓTTIR. * 't . © Fósturmóðir, tengdamóðir og.amma okkar, AÐALBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Graenumýri 5, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 10. september kl. 1.30 eltir hádegi. Sigríður Kristjánsdóttir, Jónas Kristjánsson, Erna Árnadóttir, Egill B. Hreinsson og börn. Hjartanlega þakka ég öllum, nær og fjær, senr sýndu mér og f jölskyldu minni vináttu og aðstoð við hið sviplega fráfall eiginmanns míns, BARÐA BRYNJÓLFSSONAR, málarameistara, og heiðruðu minningu lians við útförina. Guðríður Þorsteinsdóttir, Langholti 7, Akureyri. Þöikkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför ÓSKARS SÆMUNDSSONAR, fyrrv. kaupmanns. Emma Finnbjarnardóttir, Sæmundur Óskarsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Magnús Óskarsson, Guðný Sæmundsdóttir, Guðfinna Óskarsdóttir, Ólöf Österby, Sigríður Óskarsdóttir, Fríða Sæmundsdóttir. - Umf. Svarfdæla (Framhald af blaðsíðu 2). Heildarstig félaganna: stig Umf. Svarfdæla (Sv.) 74.0 Umf. Þorst. Svörf. og Atli (Þ.Sv.A.) 35.5 Umf. Ársól og Árroðinn (Ár.) 35.0 Umf. Reynir (R.) 22.5 Umf. Saurbæjarhr. og Dalbúinn (Sb.D.) 21.0 Umf. Skriðuhrepps (Sk.) 16.0 Umf. Möðruv.sóknar (M.) 10.0 Umf. Dagsbrún (Dbr.) 6.0 Flest stig í kvennagreinum hlaut Emelía Baldursdóttir og í karlagreinum Jóhann Jónsson. Þau unnu einnig beztu afrek mótsins. □ (Framhald af blaðsíðu 2). hættulegri tækifæri í þessum hálfleik. í þeim síðari bætti ÍBA við öðru marki og má það heita furðulega lítil uppskera, þar sem þeir voru í linnulausri sókn mest allan hálfleikinn. Ekki skal meira sagt um þetta að sinni, en víkja lítillega að framkvæmd leikja og aðbúnaði áhorfenda á íþróttavellinum hér á Akureyri. Það mun hafa verið lagt í það fé á sínum tíma að koma þarna upp alldýru hátal- arakerfi og er ekkert við það að athuga, því slík tæki eru nauð- synleg á svona stað. En hvaða hlutverki þjóna svo þessi tæki? Tökum leikinn á sunnudaginn. Nokkrum sinnum glumdi í þessu kerfi að þessi eða hinn ætti strax að hafa samband við vallarvörð. Ekki voru liðin kynnt, ekki dómari né línu- verðir. Það er lágmark að þetta sé gert bæði fyrir leik og í leik- hléi, þulin nöfn leikmanna, staða þeirra á vellinum og hvaða einkennistölu þeir beri á baki, einnig varamanna. Ekki má iheldur gleyma dóm- ara né línuvörðum. Þá er það látið viðgangast að krakkar þyrpist inn á völlinn þótt óska- liðið geri mark. Engan lögreglu þjón sá ég við löggæzlu á nefnd um leik. í þessum leik þurfti dómarinn að stöðva leikinn, meðan hann reyndi að fjarlægja áhugasama áhorfendur, er stillt höfðu sér upp við norður- markið. Ekki hefi ég séð það í sumar, að hafi verið hafðir unglingar til að sækja knöttinn þegar hon um er spyrnt út fyrir endamörk eða hliðarlínu, heldur mega leikmenn lalla á eftir knettinum langar leiðir, og flýta sér þá stundum hægt, eftir því hvernig vígstaðan er. Þetta tefur leik- inn að óþörfu og er öllum til ama. Þá eru það hliðin inn á völl- inn. í fyrra var hliðið, sem var í Klapparstígnum, flutt niður á jafnsléttu. Þar með þurftu allir þeir brekkubúar, er horfa vilja á leik, að klöngrast niður klapp irnar norðan við bústað bæjar- stjórans og síðan upp á við aft- ur, upp í áhorfendasvæðin. Hví mátti hliðið ekki vera í Klappar stígnum? Var það kannske mis- skilin kurteisi við bæjarstjór- ann og bústað hans, að það var flutt? Og fyrst hliðið var flutt mætti ætla að gerður hefði ver- ið sæmilegur gangstígur þarna niður, norðan girðingarinnar. Nei, ónei. Það var ekkert átt við það. Ef íþróttaráð Akureyr- ar er lifandi, gæti það haft áhrif á vallarverði að lagfæra þetta. Eða þarf kannske að bæta ein- um við til þess? Essbé. AKUREYRARKIRKJA. Messað kl. 10.30 árd. á sunnudaginn. Séra Bjartmar Kristjánsson, Laugalandi, messar. Sálmar nr. 4 — 113 — 240 — 114 — 669. LAUGALANDSPRESTAKALL. Messað á Grund sunnudag- inn 13. sept. kl. 13.30. Fyrrv. prófastur sr. Friðrik A. Frið- riksson á Hálsi prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN. Velkomin á almenna samkomu sunnudags- • kvöld kl. 20.30. KONUR. Heimilasambandið byrjar n. k. mánudag kl. 14. Allar konur velkomnar. KRAKKAR — KRAKKAR. Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. VEGNA móts í Reykjavík 17.— 20. sept. verða ekki samkom- ur í Þingvallastræti 14 sunnu dagana 13. og 20. ágúst. — Vottar Jehova. LIONSKLÚRBUR AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðishús inu fimmtudaginn 10. sept. 1970 kl. 12. HJÚKRUNARKONUR. Fundur verður haldinn í Systraseli mánudaginn 14. sept. kl. 9 e.h. — Stjórnin. MINJASAFNIÐ. Frá og með mánudeginum 14. september verður safnið aðeins opið á sunnudögum frá kl. 2—4 e. h. Tekið á móti skólafólki á öðr- um tímum eftir samkomulagi. I.O.G.T. stúkan Rrynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 10. sept. kl. 8.30 e. h. Venjuleg fundarstörf, vígsla, nýliða. Kaffi eftir fund. — Æ.t. SJÁ auglýsingu um göngur og réttir á Akureyri. í oskilum er grábrönd- óttur KETTLINGUR (högni). Uppl. í síma 2-12-77. SAAB ’65 til sölu. Vil kaupa barnakerru og saumavél. Uppl. í síma 1-18-51. SKÚR eða BRAGGI óskast til leigu eða kaups. Má þarfnast við- gerðar. Tilboð leggist inn á afgr. Dags, merkt „Skúr“ MÖRKIN mín eru: Biti fr. fj. aftan hægra, stýft vinstra — og sýlt biti aftan hægra, sneitt fr. fj. aftan vinstra. Brennimark: Þ. Þorsteinn Jónsson, Aust- urhlíð, Öngulsstaðahr. FJÁREIGENDUR, Akureyri! Smalað verður og rekið til réttar ofan Fjallsgiið- ingar laugardaginn 12. september. Fj áreigendaf élagið. HJÓNAEFNI. Þann 15. ágúst sl. opinberuðu trúlofun sína ung frú Anna Salóme Halldórs- dóttir, Stóru-Seylu, Skaga- firði og Konráð Gíslason, Sól- heimagerði, Skagafirði. BRÚÐHJÓN. Hinn 29. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Munkaþverárkirkju ungfrú Katrín Ragnarsdóttir, Bjargi, Ongulsstaðahreppi og Garðar Lárusson stud. scientz., Víðimýri 14, Akur- eyri. Heimili þeirra verður að Víðimýri 14, Ak. FILMAN, ljósmyndastofa. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR. Ferð í Þorvaldsdal á sunnu- dag. Þátttaka tilkynnist frá kl. 6—7 á fimmtudag. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið alla daga, nema laugar- daga, sem hér segir: Sunnu- daga kl. 2.00—4.00, mánudaga kl. 4.00—7.00, þriðjudaga, mið vikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 2.00—3.30. Skrif stofa og bókasafn er opið mánudaga kl. 4.00—7.00. Sýn- ingarvörður er Sigurlaug Skaptadóttir, sími 1-21-87. NONNAHÚS. Daglegum sýn- ingum lauk þann 31. ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að sjá safnið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við safn- vörð í síma 12777 eða 11396. MATTHÍASARHÚS — Sigur- hæðir — er opið daglega kl. 2.00—4.00. DAVÍÐSHÚS — Bjarkarstíg 6 — er opið daglega kl. 5.00— 7.00. LYSTIGARÐURINN er opinn frá kl. 10 árdegis til kl. 6 að kveldi. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐM ARÐ nn ) HÝKOMIÐ ( N YLON SLOPPAR — Ijósbláir, hvítir o. fl. litir SÍÐBUXUR TELPNA - no. 10-12 HETTUKÁPUR — í midi-sídd væntanlegar MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.