Dagur - 19.12.1970, Blaðsíða 1
I
FIL.MU HÚSIÐ
Haínarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÓSMVNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Kristján Valgeir var seldur
Vopnaíirði 17. des. í morgun
var hvít jörð, en áður var alger-
lega snjólaust. í gær komu hing
að olíuflutningabílar alla leið
frá Akureyri, en erfiðastir á
þessari leið eru Hálsarnir.
Búið er að selja skipið Krist-
ján Valgeir, sem Tangi h.f. á
Vopnafirði átti. Þetta var gert
vegna fjárhagsörðugleika. En
Brettingur veiðir og heldur
uppi atvinnulífinu að sínum
hluta, þótt það sé ekki nægilegt
hráefni, sem hann einn aflar.
Vopnfirðingai' eiga nú að
minnsta kosti 2 dekkbáta í smíð
um um þessar mundir.
Veðráttan í vetur, það sem af
er, er ólíkt hagstæðari okkur
bændum en í fyrra og hafa
mikil hey sparazt í hinni góðu
veðráttu undanfarið. Þ. Þ.
Minnkandi birgðir búvöru
SAMKVÆMT fréttum frá Land
brukets Priscentral í Oslo í
byrjun nóvember fara birgðir
andi í Vestur-Evrópu og verð-
lag er hækkandi. í Noregi er
sala landbúnaðarvara sögð
greið og nokkrar verðhækkanir
hafa orðið í haust, t. d. á lamba
kjöti, en samkvæmt verðskrán-
ingu 2. nóvember er heildsölu-
verð á 1. fl. lambakjöti kr. 10.50
norskar eða kr. 130.20 íslenzkra.
í löndum Efnahagsbandalags
Evrópu hafa smjörbirgðir
minnkað úr 420 þús. tonnum 1.
ágúst 1969 í 320 þús. tonn. 1.
ágúst 1970. Á sama tíma hafa
þurrmjólkurbirgðir minnkað úr
387 þús. tonnum í 125 þús. tonn.
DAGUR
kemur aftur út á miðvikudag.
Verður það síðasta blað ársins.
Jólablað Dags
er komið út, 32 síður, án aug
lýsinga í venjulegu broti
þess blaðs.
í blaðinu eru viðtöl og
greinar að venju. Greinar
skrifa: Jónas Jónsson frá
Brekknakoti, Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur,
Eiríkur Elíasson á Eyvindar-
stöðum og Sigurður Blöndal
skógarvörður á Ilallorms-
stað. í viðtölum taka til máls:
Einar Petersen, Kleif, Guð-
mundur St. Jacobsen járn-
smiður, Akureyri og Sigurð
ur D. Franzson óperusöngv-
ari. Þá eru stutt viðtöl við
fjóra nemendur Tónlistar-
skólans á Akureyri, þá Kára
Gestsson, Agnesi Baldurs-
dóttur, Ragnheiði Árnadótt-
ur og Þorgerði Eiríksdóttúr,
ásamt Philip Jenkins kenn-
ara þeirra. □
Áætlað er, að á árinu 1971
minnki smjörbirgðirnar enn um
100 þús. tonn og þurrmjólkur-
birgðirnar hverfi.
Samkvæmt þessum sömu
heimildum eru nú uppi hávær-
ar kröfur um verðhækkun land
búnaðarvara í Efnahagsbanda-
lagslöndum. í Þýzkalandi krefj-
ast bændur að meðaltali 15%
hækkunar á framleiðsluvörum
sínum.
Á fyrra helmnigi ársins 1970
minnkaði framleiðsla smjörs í
heiminum um 4.3% eða 103
þúsund tonn miðað við sama
tíma 1969. Mestur er samdrátt-
urinn í Vestur-Evrópu, en í
Austur-Evrópu, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi hefur smjörfram
leiðslan einnig minnkað. Á
sama tíma er smjörneyzlan tal-
in hafa aukizt nokkuð, þrátt
fyrir hækkandi verðlag, en ekki
eru þó birtar tölur um neyzlu-
aukningu í þessum fréttum frá
Landbrukets Priscentral.
(Upplýsingaþjónusta landbún
aðarins)
Dómsorð Hæstareltar í Laxármálinu
HÆSTIRÉTTUR felldi á þriðju
daginn úrskurð í svokölluðu
lögbannsmáli við Laxá. Ógilti
Hæstiréttur fógetaúrskurð frá í
sumar, er þá hafnaði lögbanns-
ki'öfu Félags landeigenda við
virkjunarframkvæmdum við
Laxá.
Dómur Hæstaréttar:
„Hinn áfrýjaði úrskurður er
úr gildi felldur.
Landbúnaðurinn á rélf á úfflufrt-
ingsvíxlum með lágmarksvöxfum
Á ALÞINGI 8. desember sl.
gerði Stefán Valgeirsson alþing
ismaður svohljóðandi fyrir-
spurn:
„Er þess ekki að vænta, að
vextir af endurseldum víxlum
með veði í útflutningsvörum
landbúnaðarins verði eftirleiðis
6%, eins og af víxlum með veði
í öðrum útflutningsvörum?"
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra svaraði þessari
fyrirspurn á þá leið, að vextir
af endurseldum víxlum, sem
Seðlabankinn kaupir með veði
í útfluttum búvörum ættu að
Leifarsföð Krabbameinsfélagsins
LEITARSTÓÐ Krabbameins-
félags Akureyrar hefur nú lokið
störfum árið 1970. Frá því að
stöðin tók til starfa í ágúst 1969
hafa þar verið skoðaðar 1812
konur. Nokkrar þeirra hafa ver
ið rannsakaðar oftar en einu
sinni, svo ag tala skoðaðra alls
er 1928. Fyrst og fremst hafa
verið skoðaðar konur fæddar
árin 1909—1943. Starfssvæði
stöðvarinnar vai' í byrjun bund
ið við Akureyrar-læknishérað,
en var stækkað haustið 1970 og
þá einnig skoðaðar konur úr
Dalvíkur- og Ólafsfjraðar-
læknishéruðum.
Stöðin mun taka til starfa að
nýju í ársbyrjun 1971. Þá verð-
ur, auk framhaldsskoðunar
sömu aldursflokka, fleiri ár-
göngum gefinn kostur á skoð-
un, eða konum allt upp að sjö-
tugu og konum, sem eru fæddar
árin 1944 og 1945. Skoðun þarf
sem fyrr að panta í síma 11477
kl. 5—6 á miðvikudögum.
(Fréttatilkynning)
vera hinir sömu og af víxlum
með veði í öðrum útflutnings-
vörum. í framkvæmd tæki
Seðlabankinn þó hærri vexti af
öllum landbúnaðarvíxlum, en
vaxtamismunur væri endur-
greiddur vegna útflutnings land
búnaðarvara þegar framvísað
væri greinargerð fyrir því, hver
útflutningurinn væri. En erfitt
myndi vera, að finna aðferð til
að gera þegar í stað glögga
grein fyrir, hvað selt væri inn-
anlands og hvað erlendis. Vildi
ráðherra telja, að Seðlabank-
inn ætti hér enga sök á, en sýni
lega er hér eitthvað öðruvísi en
það ætti að vera.
Nánar aðspurður af Stefáni
Valgeirssyni lýsti ráðherra yfir
því, að t. d. verksmiðja, sem
ræki skinnasútun, ætti rétt á að
fá afurðavíxla með sömu vöxt-
um og frystihús, og á það þá
sjálfsagt einnig við um annan
iðnvarning úr hráefnum land-
búnaðarins, sem út er fluttur.
Til þess verður að ætlast, að
bankakerfið geri útflytjendum
landbúnaðarafurða og iðnvara
úr hráefnum frá landbúnaðin-
um ekki um of erfitt fyrir að
njóta þeirra vaxtalilunninda,
sem ráðherrann segir, að þeir
eigi rétt á. □
Setji aðaláfrýjandi Félag land
eigenda á Laxársvæðinu trygg-
ingu, sem fágetadómur metur
gilda, er lagt fyrir fágetadóm að
leggja lögbann við því, að
breytt sé rennsli Laxár í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, vatnsbotni
hennar, straumstefnu eða vatns
magni.
Málskostnaður í máli aðal-
áfrýjanda og gagnáfrýjanda,
Norðurverks h.f., í héraði og
fyrir Hæstarétti, fellur niður.
Gagnáfrýjandi, Laxárvirkjun,
greiði aðaláfrýjanda málskostn-
að í héraði og fyrir Hæstarétti
kr. 120.000.00, að viðlagðri að-
för að lögum.“
f forsendimi segir:
í forsendum Hæstaréttar seg-
ir meðal annars:
„Af gögnum málsins og mál-
flutningi aðilja verður ráðið, að
ákvörðun um framkvæmd
fyrsta áfanga svonefndrar Gljúf
urversvirkjunar, er í málinu
greinir, hefur ekki verið kynnt
landeigendum við Laxá né öðr-
um þeirn, er kunna að eiga hags
muna í húfi, á þann hátt, sem
segir í c-lið 1. mgr. 144. kr.
vatnalaga nr. 15/1923. Hefur
þessum aðiljum ekki, svo að við
hlítandi sé, verið gefinn kostur
á að gæta hagsmuna sinna
vegna fyrrgreindra fram-
kvæmda. Af þessum sökum
verður eigi talið, að gagnáfrýj-
andi, Laxárvirkjun, hafi sýnt
ótvírætt fram á, að nefndur
áfangi greindrar virkjunar
hrófli ekki svo við rennsli Lax-
ár, að bótaskylt tjón hljótist af.
Ber að meta og bæta slíkt tjón
eða setja tryggingu fyrir bótum
í samræmi við nánari reglur í
XV. og XVI. kafla vatnalaga nr.
15/1923, áður en rennsli Laxár
er breytt með þeim hætti, sem
virkjun árinnar í nefndum
(Framhald á blaðsíðu 5)
1200%
FJÁRLAGAHÆKKUN
Á TÓLF ÁRUM
FJÁRLÖG ríkisins árið 1971
voru endanlega afgreidd á Al-
þingi í gær, 18. desember. Ríkis
tekjumar eru áætlaðar hátt á
12. milljarð og greiðsluafgangur
ekki nema um 270 milljónir, og
er þá ekki innfærð í fjárlögin sú
launahækkun, sem nú er jað
verða hjá opinberum starfs-
mönnum.
Þegar viðreisnarflokkarnir
tóku við völdum í árslok 1958
var fjárlagaupphæðin innan við
1 milljarð, þó að miðað sé við
hina nýju gerð fjárlaga. □
Djúpur snjór - síðan asahláka
Stórutungu 17. des. Hinn 5. des.
kyngdi niður svo miklum logn-
snjó fremst í Bárðardal, að
ófært varð á bíl. En þá var hald
in samkoma í skólahúsinu, og
komust þangað færri en vildu.
Á samkomu iþessari var fram
haldið keppni á vegum Héraðs-
sambandsins og Kaupfélags
Þingeyinga, er hófst í fyrra en
lauk ekki þi. En efth' tvo daga
var komin asahláka og urðu þá
miklir vatnavextir og snjórinn
bráðnaði að fullu og hefur góð
tíð verið síðan. Á flestum bæj-
um eða öllurn hefur féð verið
létt á gjöf það sem af er vetri
og kemur það sér vel.
í roki um daginn sleit plötur
af húsþökum og á Litluvöllum
urðu verulegar skemmdir á
fjárhúsi. Þ. J.