Dagur - 06.01.1971, Blaðsíða 8

Dagur - 06.01.1971, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT (Ljósm.: E. D.) Einn síðasta dag ársins er snjóað hafði á auða jörð. f. J Næg atvinna er í Egilsstaðakauptúni 'Sgilsstöðum 5. janúar. Friðsælt var hér um áramót og jól og veit ég ekki til að nein synd hafj verið idrýgð hér. Munu Jdrkjuhækur síðari tíma geta FJÖLMENNI VIÐ ELLEFU BRENNUR dAMKVÆMT ummælum yfir- . ögregluþjónsins á Akureyri, Gísla Ólafssonar, var mikið fjöl menni við 11 brennur í bænum á gamlárskvöld og mjög mikil hílaumferð það kvöld, án slysa uf nokkru tagi. Um nóttina gistu þó 8 menn í „steininum.“ Hinn 30. desember meiddust brír menn í hörðum bifreiða- jrekstri norðan Glerárhverfis, en ekki alvarlega, að því er balið er. í heild var fremur ró- !egt í bænum yfir hátíðina, en lauðaslys varð á Þelamörk. □ staðfest það. Hins vegar var holdið ekki krossfest í mat og drykk. Þetta voru stórubranda- jól og rauð jól, en nú í dag er 21 stigs frost og skafheiðríkt. Margir bílar voru erfðir í gang í morgun eða neituðu al- veg, og sáust eigendur ganga blánefjaðir um götur og stræti. Samgöngur á landi eru greið- ar og rétt búið að opna Odds- skarð og Fjarðarheiði og Fagri- dalur er alltaf fær í vetur. í vetur og í fyrra hefur Lóns- heiði verið hin erfiðasta. Mun það flýta þeirri nauðsynjafram- kvæmd að færa veginn út fyrir Hvalnesskriðu. Næg atvinna er hér. Fram- undan eru m. a. framkvæmdir við Lagarfossvirkjun, og svo gefur áætlun um miklar og gagngerðar endurbætur á vega- kerfinu í þessum landshluta, fyrirheit um mikla vinnu. Þá mætti ætla, að farið verði að Forsjármaður Handrilastofnunar iÓNAS Kristjánsson handrita- sérfræðingur frá Fremstafelli i.iefur nú verið veitt staða for- •jtöðumanns við Handritastofn- un íslands í stað Einars Ólafs oveinssonar, sem gegnt hefur >ví starfi, en lætur af því sakir aldurs. Jónas er 46 ára, cand. mag. við Háskóla íslands 1948 og vann við handritarannsóknir og útgáfu handrita við Árnasafn í Kaupmannahöfn næstu árin. f vetur kom út bók hans, Hand- ritin og fornsögurnar og síðar í vetur eða vor mun hann verja doktorsritgerð sína um Fóst- bræðrasögu við Háskólann. □ Sauðfé og nautgripum fækkar í YFIRLITSGREIN dr. Hall- dórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra um landbúnaðinn 1970, segir m. a. efnislega: Heyfengur varð 10—15% minni en 1969 og því minni að vöxtum en um langt árabil, en heyin voru mjög vel verkuð og notast því vel. Framleidd vra 801 lest grasmjölsköggla í Gunn arsholti og 470 lestir grasmjöls. Kartöfluuppskera varð um 60 þús. tunnur, eða aðeins helm- ingur neyzlunnar. Grænfóður- rækt brást víða, m. a. vegna flutningatafa af völdum verk- falla. í ársbyi-jun 1970 voru 53.370 RITSTJÓRAR INDRIÐI G. Þorsteinsson rit- stjóri, sem verið hefur í ársfríi, tekur nú upp sín fyrri ritstjórn arstörf hjá Tímanum. En Andrés Kristjánsson ritstjóri fer í ársleyfi og mun ætla að vinna að ritstörfum hjá sam- vinnuhreyfingunni þann tíma. undirbúa menntaskólabygg- ingu. Hreindýr eru komin til byggða, en ekki þó hingað út til okkar enda ennþá svo snjó- létt. Mikil áramótagleði var í Valaskjálf, vel sótt og fór vel fram, að sögn. V. S. FYRIRMYND Þátturinn „Smótt og stórt“ lief- ur enn göngu sína á þessu ári og óskar lesendum og öðruin landsmönnum allra heilla á ný- byrjuðu ári. Að vanda var íþróttamaður ársins 1970 kjör- inn af íþróttafréttamönnum. Þann heiður hlaut að þessu sinni Erlendur Valdimarsson, sem á sl. sumri varpaði kringlu yfir 60 metra og er fjölhæfur, reglusamur og yfirlætislaus íþróttamaður, aðeins 23 ára og virðist nú vera að hefja afreks- mannaferil sinn. BRENNURNAR Börnin hefja undirbúning jól- anna flestum öðrum fyrr, ef marka má það sýnilega í því efni, og vegfarandi um borgir og bæi komast ekki lijá að veita' eftirtekt. Þau byrja á því strax og vetrar, að leita að efni í ára- mótabrennur og hafa söfnun brennuefnis í hjáverkum allt til jóla. Og það er mesta furða hvað þeim verður ágengt. Hvar vetna finna þau efni, ónýtt eða a. m. k. hálfónýtt, fá það gefið eða telja víst að eigendur séu fegnir að losna við það. Þegar skólanienn finna þau verkefni, sem vekja hliðstæðan náms- áhuga ungmenna, útsjónarsemi og dugnað, þá týnist orðið náms) leiði úr mæltu niáli. Áramóta- Frá Skákfélaginu nautgripir í landinu, eða lítið eitt fleiri en árið áður, sauðfé 780.498 talsins og 34.498 hross. Nú í haust mun bæði sauðfé og nautgripum hafa fækkað nokk- uð. Bændur sendu til mjólkur- samlaga meiri mjólk en árið áður, þ. e. fyrstu mánuði ársins og nemur sú aukning 5.46%, Lógað var 756 þús. fjár. Með- alþungi dilka var 14.3 kg. Kinda kjötsframleiðsla í heild varð 11.212 tonn. Það magn er 771 tonni minna en næsta ár á undan. Ekkert hefur eins ógnað af- komu bændanna og grasbrest- urinn á undanförnum árum á túnum. En þar er kalið aðal- orsökin, enda hefur veðrátta verið kaldari nokkur síðustu ár en meðaltal áranna frá 1920— 1960. Á liðnu sumri voru yfir 60 þús. heyhestar fluttir milli sveita og héraða, og margir bændur heyjuðu fjarri heimil- um sínum að þessu sinni og sóttou heyskapinn fast. Q AÐ LOKNU haustmótinu og í sambandi við það var haldið hraðskákmót. Þátttaka var frem ur lítil og bar Júlíus Bogason sigur úr býtum. í lok nóvember kom Jón Kristinsson og tefldi hér fjöl- tefli og klukkuskák. Þátttaka í fjölteflinu var fremur lítil. í klukkuskákinni tefldi Jón við 10 meistaraflokksmenn og hlaut 8V2 vinning, sem er mjög góður árangur. Þá var efnt til skákkeppni við UMSE. Teflt var á nærri 30 borðum og lauk því með naum- um sigri S. A. Það skal tekið fram að nokkrir af félögum S. A. tefldu með UMSE. Jólahraðskákmótið var hald- ið sunnudaginn 27. des. Þátt- taka var ágæt eða alls 22. Sigur vegari varð Guðmundur Búa- son, hlaut 19 v., í 2. sæti varð Jón Björgvinsson með 17 v. og í 3.—4. sæti Gunnlaugur Guð- mundsson og Þór Valtýsson með 15 v. hvor. Keppt var um nýjan og mjög glæsilegan bikar sem Eyþór Tómasson í Lindu hafði gefið. Vinnst bikarinn til eignar ef sami maður vinnur hann þrisv- ar og verður teflt um hann á hraðskákmótum félagsins. Nú hafur verið ákveðið að hefja blaðaskákir við Taflfélag Reykjavíkur næstu daga. Teflt verður í öllum dagblöðunum og einnig er í ráði að hefja bla-ð- skák við Húsvíkinga og munu leikir í þeirri skák birtast í ís- lendingi-ísafold. Nánar verður skýrt frá þessu síðar. Skákþing Akureyrar mun hefjast fimmtudaginn 14. janú- ar. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, í einum flokki. Ætlunin er að tefla 3 umferðir á viku og lýkur því mótinu í byrjun febrúar. Að þessu sinni hlýtur sigurvegar- inn rétt til þátttöku í Landsliðs flokki á næsta íslandsmóti og eigum við því von á góðri þátt- töku. — Þátttökutilkynningar skulu sendar Tryggva Pálssyni eða Guðmundi Búasyni fyrir 13. janúar. — Teflt verður í Landsbankasalnum. Nú fyrir jólin gaf félagið út Skákblaðið, en útgáfa þess hef- urr legið niðri í nokkur ár. Gekk útgáfan mjög vel og fær- um við öllum þeim ágætu mönn um er það studdu beztu þakkir. (Aðsent) brennur voru einar 10 á Akur- eyri og surnar mjög myndar- legar. . HASS Eiiui síðasta dag ársins var tví- tug, íslenzk stúika dæmd £ tveggja ára fangelsi í Tél Aviv í fsrael fyrir að reyna að smygla 24.5 kg. af hassi úr landi, senni- lega til Kaupmannah afnar, þár sem hún er nú búsett. En Kaup mannaliöfn er mestur markaðs- staður fíknilyfja á Norðurlönd- um. Hér á landi hafa menn und anfarin ár verið óttalitlir rnn innflutning og neyzlu fíknilyfja en þó fylgzt með fréttum a£ þessu ógnvekjandi vandamáli í nálægum löndum, meðál annars á Norðurlöndunum öllúm. Tií skamms tíma voru ekki einu sinni til lög og reglur um með- ferð slíkra mála. Og það var fyrst nú í vetur, að yfirvöldin virtust ætla að strjúka svefn a£ augum sér og sendu nokkra menn utan til að kyima sér vandamálið. STAÐREYNDIN Staðreyndin er liins vegar sú, að á síðustu árum hefur neyzla fíknilyfja átt sér stað hér á landi, en í smáum stíl, miðað við nágrannalöndin. Fíknilyfja- neytendúr verða sjaldan óðir, eins og við víndrykkju, og lyfin fyrirferðalítil og auðflutt smygl vara.-í þessu efni 'er þróunin liægfara, eins og fyrstu árin hjál nágrönnum okkar. En það er alltof mikil bjartsýni, ef ekki hrein og bein glópska, að ætla að alda eiturlyfjanna nái ekki til fslands, eins og aðrar sterkar öldur, bæði í menningu og ómenningu, sem yfir flæða. Fræðsla og meiri fræðsla, studd skýrum lagaákvæðum af hálfu hins opinbera, er kröftugasta vopnið gegn innflutningi og notkun fíknilyfja. Og fræðsla og enn meiri fræðsla er öflug- asta ráð í varnarbaráttunni, þeg; ar hin eitraða alda hefur náð að flæða yfir. Opinber gögn sýna, að innflutningur fíknilyfja er þegar hafinn til liöfuðborgar- innar og neytendur eru þar þeg ar allmargir. Sú staðreynd blas- is því við, hvort sem mönnuni líkar það betur eða verr. (Framhald á blaðsíðu 5) Þeir gáfu sér góða jólagjöf Skagaströnd 5. janúar. Hinn 28. desember kom hingað 315 tonna, tveggja ára gamalt stál- skip, nýkeypt frá Noregi. Það heitir Örvar HU 14 og hið álit- legasta fiskiskip. Það kostaði 35 milljónir króna. Almennings- hlutafélagið Skagstrendingur er eigandi skipsins og er verið að búa það út á troll. Skipstjóri er Guðjón Sigtryggsson, en Sveinn Ingólfsson oddviti er fram- kvæmdastjóri. Þegar skipið kom, fögnuðu því margir, þótt komin væri nótt. Voru þar ávörp flutt og árnaðaróskir. Þessi skipakaup ættu að geta orðið atvinnulíf- inu mikil lyftistöng. Arnar er á veiðum, Helga Fótamennt í Hrísey Hrísey 5. janúar. Við erum á kafi í vörutalningunni, þessir föstu menn hér og höfum nóg að starfa. En að öðru leyti er atvinnulíf heldur dauft. Um jól og nýár voru fimm dansleikir hér og þeir fjörugustu brugðu sér á sjötta dansleikinn upp á Árskógsströnd. Þrjár stúlkur, hér hjá útibúi KEA eru allai' að festa ráð sitt, ýmist giftar eða trúlofaðar. Eldri menn eru svo að hugsa um hrognkelsin. 'Þeir fengu 8500 krónur fyrir tunnuna í fyrra og bafa hug á að veiða vel í ár. S. F. Björg er með línu, tveir bátar hafa aflað skelfisk, en annar þeirra fer á rækjuveiðar. Um jól og áramót bar ekkert óvenjulegt til tíðinda nema skipskoman. Mikill dansleikur var haldinn í félagsheimilinu og voru þeir fullir, sem áhuga höfðu á því, og var þar þó allt vandræðalaust. Enginn lög- regluþjónn er hér ennþá og er þess þó full þörf, þótt oftast sé hér rólegt. X. Dauðaslys á Þelamörk HINN 29. desember sl. fórst í bifreiðaslysi við Fossárbrú á Þelamörk, Birgir Fanndal Bjarnason mjólkurfræðingur, starfsmaður Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Hann var 22 ára efnismaður, sonur Bjarna F. Finnbogasonar, sem fyrrum var ráðunautur í Eyjafirði en nú á Vesturlandi og búsettur í Búðardal. Birgir var einn á ferð í bíl sínum, var á leið til Akureyrar er slysið varð og hálka á vegum. Útför hans fer fram á Akur- eyri í dag. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.