Dagur - 03.03.1971, Side 4

Dagur - 03.03.1971, Side 4
4 o f ^ Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. Beðið eftir lausn í UMRÆÐUM á Alþingi snemma í febrúar lýsti Jóhann Hafstein for- sætis- og raforkuráðherra yfir því, að gefnu tilefni, að hann eða ráðuneyti hans hefði nú á þessu ári hafið nýja tilraun til að koma á samkomulagi í Laxárdeilunni. Hann sagði að sátta menn væru liinir sömu og fyrr, þ. e. sýslumennimir tveir. Ráðhenann kvaðst binda mjög miklar vonir við þessa nýju samkomulagstilraun, og sagði, að bomar yrðu fram nýjar sáttatillögur, þar sem tekinn yrði af allur vafi um það, sem áður kynni með réttu að liafa valdið tortryggni. Hann sagði, að liér yrðu „um til- tekna og ákveðna virkjun að ræða, hvorki annað eða meira fyrr eða síðar.“ Kvaðst hann jafnframt hafa til athugunar að gefa þinginu síðar skýrslu um málið. Síðan ráðherra skýrði frá þessum nýju samkomulags tilraun á árinu 1971 er nokkur tími liðinn, og enn hefur ekki heyrzt um árangur. Þvert á móti hafa nú rit- deilur blossað upp á ný og þung og oft óviturleg orð fallið. Enn virðist því ekki friðvænlegt í þessu máli. Má vera, að hér fari eins og í náttúr- unni, að á eftir stríðum stormum komi logn er lengi varir. Ekki er nema gott um það að segja, að raforkuráðherra reyni að koma því í kring, sem mistókst á ár- inu sem leið, að leysa þetta við- kvæma deilumál. En hingað til virð- ist ekki hafa verið lögð sú vinna í sáttatilraunirnar, sem nauðsynlegt var. Það er hvergi nærri einlilýtt, að birta aðilum tillögur til að játa eða neita, eða boða þá til kappræðu- fundar í Reykjavík. Ef litið er á það, hvernig sáttatilraunir í vinnudeil- um fara fram, og hvernig þar er unnið, oft nótt með degi, er auðsætt hvert þolinmæðisverk þær eru, er auðsætt, að mikið vantar á, að þann- ig hafi verið unnið að sættum í Lax- árdeilunni. Vígreifir menn njóta þess, að handleika vopn sín og fólki í fjar- lægum landshlutum getur þótt gam- an að vopnaskaki annarra, ef það sjálft nýtur friðar. En hér fyrir norð- an fer þeim áreiðanlega fjölgandi, sem ætlast til þess í alvöru, að ríkis- stjórnin leysi Jætta mál, Jjví að það getur Laxárvirkjunarstjóm ekki. Fyrir atbeina Jieirra sem völdin hafa í raforkumálum landsins var hin um deilda Gljúfurversáætlun gerð og framkvæmd hafin. Ráðlierra, sem með raforkumál fer, hefur viður- kennt í verki, að honum beri, eins og nú er komið, að hafa forgöngu um að afstýra frekari vandræðum. (Framhald á blaðsíðu 7) BJÖRN SIGFÚSSON: Jú er dimmt um NorSurver.. " iii „Undarleg er íslenzk þjóð“, sagði Klettafjallaskáldið og fræddi okkur í vísu um það, að allt, sem hún hefur lifað, um- myndi hún jafnóðum eða síðar meir í skáldskap, sem lifir virki leikann af. Ungur fræðimaður, Hallfreður Orn Eiríksson, rit- aði greinina Þjóðsagnir og sagn fræði í tímaritið Sögu 1970 og gerir óbeint með öðrum hætti ljóst, að íslending'ar skynjuðu og skynja enn örlög sín og um- hverfisbreytingar á þann veg, sem þjóðsagan hefur vanið þá við. Skammdegi fyrir norðan var þjóðsögum bezti vaxtartím- inn og gerði gljáandi horna- hlaup á stækkandi stikla hvers vel alins púka, meðan þeir gengu ljósum logum nærri leg- stöðum eða gígum sumum, en hrafnategund með járnnef og járnklær sótti að bæjarburstum einstöku manns og þá ætíð á næturþeli, meðan engir betri krummar sjást. Þjóðsögur J. Á. og fleiri heimildir telja það heiðnar fylgjur manna, ef ekki verri ókindur. Gunnar skáld, austlenzkur, varaði í Þorraþulu í Háskólabíói við því, ef ókind- ur sæki á að magna einhver Fróðárundur, sökum þess að hvorki sé fylkisstjórn yfir norð- urbyggður né aðhald frá réttar- vörðum; því ef fylkisstjóm væri, „myndu ókindur á borð við þær, sem þarna eru á ferli, aldrei hafa skotið upp jafn ófrýnum kolli.“ — Með sama ugg og Gunnar skáld finnur við illar fylgjur, sem leita tækifæra í skálkaskjóli Laxárdeilna, hafði áður birzt vísan ættuð frá héraðsskólasetrinu: Nú er dimmt um Norðurver, næturhrafnar þinga, maurasýru menguð er menning Þingeyinga. Jafnskjótt og meginhluti landsmanna er nú búinn að losa meðvitund sína við kynjar þjóð trúar (en undirvitundina?), gerist æ útbreiddari hálf- mýstísk trú á það, að sú bænda- menning, sem nú þoli margs konar kaupstaðasmitun sé til tjóns og þar á ofan beina ofsókn í tilfellum sem virkjunardeil- unni, sé í raun réttri hrein náttúrusköpun, dálítið sam- kynja við heiðagæsasamfélag Þjórsárvera, flórgoðabyggðh- háðar vatnsstöðu í vogum og fenjum, sem skurðgröfur stofna í voða, þegar þær breyta af- rennslinu, eða í ætt við mýri- snípurómantíkina, sem vonlaust ku vera að endurlífga í svo ræktuðu borganágrenni sem í Eyjafirði er eða Mosfellsdal allt upp til Gljúfrasteins. Eina ráð- ið væri þá kannski ríflegur landssjóðsstyrkur til að moka sem flesta skurði fulla, svo tún geti breytzt í þjóðlegar mýrar. Aftur er mér til efs, að lofs- verð ást höfuðstaðarbúans á feg urð „síðasta bæjar í dalnum“ og á veiðiskap í ám eða rjúpna- löndum eigi nytsama samleið með ráðstöfunum til að fóstra þróttuga framtíð í sveitum, læra það, sem sjálf stétt hins vél- vædda búskapar telur nútím- ann krefjast. Þorri bænda er sérhæfðari starfsstétt og þróað- ur lengri veg burt frá „ósnertri náttúru“ en hið eldra veiði- mennskuþjóðfélag var. En sport veiði tekur að efla nýtt sálarlíf veiðimennskustigs með fólki búsettu í borgum. Varðveizla á náttúruminjum og söguminjum til að sýna ferða mönnum, sala á veiðileyfum af öllu tæi til erlendra sem inn- lendra bæjaihúa, stjan við túr- ista og sumarsetugestl o. fl. óskylt landbúnaði er sjálfsögð grein tekjuöflunar og atvinnu, en stendur því færri vikur árs sem fjær dregur Reykjavík, kann því að magna árstíðaat- vinnuleysið og getur af fleiri orsökum lítt komið í kaupstaða vaxtar og iðnvæðingar stað. Sú útbreidda kenning, að iðnvæð- ing stofni allri náttúruvernd í voða, en fyrrnefnd atvinna við gesti tryggi verndina, er tals- vert umdeilanleg. Mikið bar t. d. á henni á fyrrnefndum fundi á þorra, er Gunnar skáld flutti Þorraþulu, en ekki beint hjá honum. Ekki má halda, að ég telji þá kenning neitt slæma, því hún veitir gagnlegt mótvægi gegn subbuskap og þjösnaskap mar-gra iðjuframkvæmda. í bíó- inu fengu margir ámælisverðir, hérlendis sem erlendis, að heyra yfir sér refsidóminn, en sómakært fólk féklf staðfest, að „þetta, sem ég hef alltaf sagt, að er óhæfa“, sé einmitt óhæfa. Verst, hvað slíkir útbreiðslu- fundir góðra skoðana takmark- ast mjög, líkt og kosningasam- komur flokka, við það fólk, sem átti skoðunina fyrir. En áhrif af góðri messu skila sér víst aldrei nema þessu líkt. Hver hefur til síns ágætis nokkuð. Þrjú stig viðeigandi lofsyrða og einkunna um frammistöðu aðkomumanna í Mývatnssveit voru kennd mér 1923, er ég kom neðan úr dölum vinnumaður á einn bæinn ofan við vatn, átti frændlið þar og raunar á hverjum bæ: Vel gert af dalamanni. Vel sagt af hreppstjóra að austan. Vel mælt af konungi. Væri ég gladdur með fyrst- nefndu einkunninni, kann ég að hafa grett mig við hvera- loftskeimi Bjarnarflags, sem lagði í orðtökunum þrem upp af undirfurðudjúpum mý- vetnski-ar drýldni, — en ég tók mælikvarðann til greina, áður en kynnum lauk. Miðtáknið þarf ekki að skýra, en væru framámenn sveitar beðnir að segja þess deili, hvaða ummæli væru konungleg, var ekki ann- að sennilegra en þeh- gripu til dæmis ummæli Friðriks VII á Kambabrún 1907, þegar hann leit yfir Sunnlendingafjórðung í spámannlegri andrá og kvað hann vera sem heilt ríki. Væri svo, hlaut stærð íslands að nægja til sjálfstæðis, töldu ís- lendingar, og sannaðist hér eitt einkennið á orðum stórmenna, að þau fá afstætt gildi, jafnvel rikara gildi, er frá líður en með- an um þau lék andrúmsloft líð- andi stundar. Oft er vel, að svo sé. (Niðurlag í næsta blaði) Aðalfundur Sjómannafélags Ak FERTUGASTI og þriðji aðal- fundur Sjómannafélags Akur- eyrar var haldinn sunnudaginn 14. febrúar í Verkalýðshúsinu við Strandgötu. 24 nýir félagar gengu inn á fundinum, og eru félagsmenn nú 246. í upphafi fundar minntist for maður fjögurra félaga, er látizt höfðu á liðnu ári, þeirra Árna Valdimarssonar, Eyrarlands- vegi 14, er var fyrsti ritari fé- lagsins, Pálma Friðrikssonar, Gránufélagsgötu 5, er einnig var einn af stofnendum félags- ins, Hilmars Símonarsonar, Ár- túni, Dalvík, og Einars Tveiten, Gránufélagsgötu. 29. Heiðruðu fundarmenn minningu þessara látnu félaga með því að rísa úr sætum. Formaður, Tryggvi Helgason, gerði grein fyrir störfum félags- ins á liðnu ári. í ársbyrjun voru gerðir nýir kjarasamningar fyr- ir sjómenn á fiskibátum, en þeim var aftur sagt upp, þannig að þeir féllu úr gildi um síðustu áramót. Einnig voru gerðir samningar fyrir undirmenn á togurunum í júnímánuði sl., og gilda þeir til júníloka næstkom- andi. í hvorum þessara samn- inga fyrir sig fólust nokkrar kjarabætur, sem þó verða að teljast ófullnægjandi til að mæta þeirri dýrtíðaröldu, sem gengið hefur yfir. Á síðasta ári varð afli fiskibáta og togara fyr- ir Norðurlandi um það bil 10% minni en árið áður, en þrátt fyrir tiltölulega góð aflabrögð og hagstætt verðlag á erlendum fiskmörkuðum, getur síðasta ár þó ekki talizt hafa verið norð- lenzkum sjómönnum hagstætt. Nýir kjarasamnngar fyrir sjó menn á fiskiskipum, öðrum en togurum, eru engir í gildi fyrir þetta ár, og er nú allt í óvissu um nýja samningsgerð, þar sem lög, er Alþingi setti í desember 1968 og skertu samningsbund- inn hlut sjómanna mjög mikið, standa þversum í vegi fyrh- eðli legum samskiptum sjómanna- félaganna og útgei'ðarmanna. Fjárhagsafkoma félagsins á árinu var góð, og eignaaukning sjóða félagsins um 360 þúsund krónur, en skuldlaus eign í árs- lok xim 2 millj. 250 þúsund krónur. Á fundinum var samþykkt að bi’eyta nafni félagsins a ‘Sjó- mannafélag Eyjafjarðai’, þar sem félagssvæðið nær nú yfir allar sjávai'byggðir við Eyja- fjöl’ð. Félagið á eitt orlofshxxs á Illugastöðum, og var það full- setið af félagsmönnum síðast- liðið sumar, eins og áður. Félagsgjald fyrh' þetta ár var ákveðið kr. 1.400.00. Á árinu voru greiddar bætur úr sjúkrasjóði til 15 félags- manna kr. 182.000.00 auk 16 þúsunda til aldraðra félaga og 20 þúsund í útfararstyrki. Nokk ur hækkun sjúkrabóta var ákveðin á fundinum. Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins var endurkjörið, og er þannig skipað: Formaður Tryggvi Helgason, varaformað- ur Jón Helgason, ritari Ólafur Daníelsson, gjaldkei'i Guðjón Jónsson og meðstjórnandi Ragn ar Árnason. — Varamenn í stjórn: Páll Þórðarson, Jón Hannesson og Júlíus Bei’gsson. Ti'únaðai-mannaráð: Lórenz Halldórsson, Sigurðui' Rós- mundsson, Helgi Sigfússon, Páll Marteinsson, Jón Hjaltason og Gísli Einarsson. — Til vara: Ki'istmundur Björnsson, Her- mann Sigurðsson og Jón Hann- esson. Endurskoðendur: Sigurður Rósmundsson og Jakob Jóns- son. (Fréttatilkynning) A félagsráðsfundinum voru margar fyrirspurnir gerðar og svaraði framkvæmdastjórinn þeim öllum. - Félagsráðsfundur K E A (Framhald af blaðsíðu 1). og litlar birgðir voru í vörzlu félagsins í árslok. Sama má segja um sölu sauðfjárafurða til útflutnings, en aftur á móti drógst sala kjöts á innlendum max-kaði mjög saman. í árslok 1969 höfðu smjör- birgðir aukizt hjá Mjólkursam- lagi KEA um 85 tonn frá ára- mótum 1968—1969 og vox-u þá samtals rúm 296 tonn. Nú voru smjörbirgðir 31. des. 1970 sam- ' tals rúmlega 410 tonn og höfðu þá aðeins minnkað frá þvi sem þær voru í okt.—nóv. það ár, en þá komust smjörbii'gðirnar upp í það mesta, sem þær höfðu nokkru sinni verið í sögu sam- lagsins. Innlögð mjólk nam samtals 20.253.450 ltr., eða um 3.09% hækkun frá fyi’ra ári. Útborgun var til framleiðenda á árinu kr. 197.919.455.70, sem er um 43 millj. kr. hærra en 1969 og sem næst 977.21 eyri á Itr. Á sláturhúsuin félagsins var slátx-að 51.090 kindum. Nam kjötþunginn 734.279 kg., eða 6.30% hærra en árið áður. Slátr að var 3.063 kindum fleira en 1969. Meðalvigt lækkaði um 0.392 kg. og varð 1970 13.61 kg. Gæruinnlegg nam 57.517 stk., 173.917 kg. eða 11.142 kg. meiri þunga en 1969. Ullarinnlegg nam 48.444 kg. eða 6.745 kg. meira en árið áður. Kjötvinnslustöð tók til vinnslu og sölumeðferðar 58.600 kg. af dilkakjöti, 121.100 kg. af ærkjöti, 120.000 kg. af nauta- kjöti, 32.300 kg. af svínakjöti, 41.300 kg. af kálfakjöti, 15.000 kg. slög, 61.000 kg. mör, 17.000 kg. svið, 3.800 kg. vambii’, hjöi’tu og lifur, 700 kg. blóð, 20.000 kg. egg, 2.700 kg. nauta- lifur, 1.020 kg. kindalifur, 2.000 kg. svínalifui-,' 1.200 kg. svína- mör, 92.600 kg. ýmisl. græn- meti, 18.000 kg. kjúklinga og hænur, 3.000 m. lambagarnii', 7.000 m. svínagarnir, 3.000 kg. svínaspekk, 1.500 kg. svína- hausa, 83.000 kg. reykt kjöt og 11.000 kg. af fiski. Fx'amleiðslan nam 294.850 dós um af niðursuðuvörum og 403.561 kg. af unnum matvæl- um. Heildarsala Kjötiðnaðar- stöðvarinnar í krónum nam um 7314 millj. króna, en 1969 5614 millj. króna. Jarðepli. Teknar hafa verið 6.551 tunna af jai'ðeplum til sölu. Árið 1969 nam þetta 2.307 tunnum. Freðfiskur, unninn á hrað- frystihúsunum á Dalvík og í Hrísey, alls: 1.771.363 kg., eða 1514 lækkun frá fyrra áii. eyri, Grírhsey og Akureyri og fluttur út, alls 390.750 kg., eða svipað magn og sl. ár. Skreið framleidd í Hi'ísey: 21.403 kg. Mjöl, unnið í Hrísey og á Dal vik, alls 639.550 kg. eða 17.63% lækkun frá fyrra ári. Hrogn frá Dalvík, Árskógs- strönd, Grenivík, Hrisey, Gi'íms ey, Hjalteyri og Akureyri, alls 970 tunnur, eða 275 tunnum fleiri en síðastliðið ár. Refafóður, framleitt á Dalvík og Hrísey: 228.972 kg. Verklegar framkvæmdir og fjárfestingar 1970: Vegna áframhaldandi erfið- leika við að fá fjárfestingarlán í bönkum og lánastofnunum, var reynt eftir mætti að draga úr verklegum fi'amkvæmdum á árinu. Var ekki í'áðizt í neinar stærri nýbyggingar, þrátt fyrir brýna þöx-f á viðbótaxhúsnæði vegna þess, hve húsakostur margra starfsgreina er orðinn allt of lítill og ófullnægjandi, miðað við þann mikla vöxt þess ara starfsgréina Á xmdanförn- um árum og áratugum. Má þar helzt tilnefna brauðgerð félags- ins, apótek, mjólkurvinnslustöð ina, sápu- og málningaverk- smiðjuna, fóðxn'blöndun og fóð- urgeymslúr o. fl. ■ Þótt lítið væri gert að okkar dómi, var heildarfjárfesting heldur meii’i en 1969 og voru þessar framkvæmdir helztar: 1. Haldið áfram við innrétt- ingu og frágang stórgripaslátui’- húss á Oddeyri. 2. Endurbættar kjötfrysti- geymslur á Oddeyi’i. . 3. Endui’bætt kjöt-reykhúsið á Oddeyri. 4. Byggð ný áburðarskemma og poi’t við Glerárósa. 5. Stækkáð ketilhús Kjötiðn- ' aðarstöðvai’' og keyptur nýr, r stór gufuketill í stað gamla Saltfiskur, framleiddur í Hríséy; Árskógsströnd, Hjalt- gufuketilsihs, norðan sláturhúss ins, sem orðinn er mjög lélegur. 6. Stækkað hraðfrystihúsið á Dalvík og keypt ný flökunarvél og ný frystivél. 7. Stækkuð fiskgeymsla í Hrísey og keypt nú flökunar- r vél. 8. Keyptar nokkrar nýjar vél ar til endurnýjunar á vélakosti Mjólkursamlagsins. 9. Keyptur nýr olíuflutninga- bíll. 10. Byggð vörugeymsla við verzlunai’útibúið. í Grenivík. 11. Innréttuð efsta hæð bygg- ingai'vöruhússins við Glerár- götu fyrir Rannsóknarstofu landbúnaðarins. Eins og sjá má af þessari upp talningu er mestur hluti fjár- festingar á árinu 1970 vegna afurðaframleiðslunnar til lands og sjávai'. Áætlaðar verklegar fram- > kvæmdir á árinu 1971: 1. Uppsetning flökunarvélar og frystivéla á hraðfrystihúsum á Dalvík og í Hrísey, ásamt ýms um endui’bótum á inm-éttingum og búnaði húsanna samkvæmt nýjustu kröfum frá hraðfrysti- húsaeftirliti rikisins. 2. Breytingar á slátui'húsinu á Dalvík. 3. Byrjunarframkvæmdir við byggingu nýrrar lyfjabúðar og verzlunai'húss við Hafnarstræti 95. 4. Kaup á nýrri vöruflutninga bifreið á langferðaleiðunum. 5. Ljúka. við byggingu stór- gripasláturhússins á Oddeyri. 6. Ymsar óhjákvæmilegar endurbætur á verzlunai'húsum og vex’ksmiðjum á Akui’eyri. Eins og ég gat um í upphafi skýrslunnar, er enn of snemmt að spá nokkru um endanlega afkomu ársins 1970. Þó virðist mér ekki ósennilegt, að einhver afgangur verði til ai’ðsúthlut- unar, þar sem fyrrihluti ársins virtist gefa vonir um áfram- haldandi hagstæðan rekstur flestx-a deilda. En því miður fóru allir kostnaðai’liðir að stóx’- aukast, þegar á árið leið. Laun hækkuðu mikið við nýju launa- samningana 1. júní og 1. júlí. Olía og rafmagn fóru stöðugt hækkandi seinnihluta ársins, og taxtar Iðju- og iðnaðarmanna hækkuðu verulega. Álagningu var að mestu hald- ið óbreyttri og því ekki tekju- aukning allt ái’ið, nema sú, sem leiða kann af aukinni sölu frá fyrra ári, og má sjálfsagt gott teljast, ef nettótekjuhækkun af söluaukningu vegur upp á móti kostnaðai’hækkun. Seinustu mánuði ársins 1970 og það sem af er þessu ári, virð ist lánsfjárkreppan færast mjög í aukana, og vart mögulegt fyrir verzlun eða iðnað að fá nauð- synlegustu lán til brýnustu þai’fa, vegna vörukaupa og eðli- legx-a birgðaaukninga í síauk- inni dýrtíð. Má því sæmilega við una, ef árið 1970 skilar svipaðri út- komu og árið 1969, en mjög hætt við versnandi útkomu á yfirstandandi ári. Ég geri ráð fyrir, að við mun- um reyna að mæta á deilda- fundum, svipað og undanfarin ár, og eru deildarstjórar beðnir að hafa samráð við okkur um fundaboðun.11 □ BÆKUR OG BÓKASÖFN Á SÍÐASTLIÐNU sumri fór fram athugun á því, hvaða bæk ur væru til í íslenzkum bóka- söfnum. Kom það mörgum á óvart, hvað lítið er þar af ís- lenzkum bókum, sem teljast til fagurfræðilegra bókmennta t. d. Ijóðabækur og islenzkar skáld- sögur. En meira skilst mér, að þar hafi verið af ævisögum, þjóðlegum fróðleik og þýddum skáldsögum. Nú er það eflaust ekki vanda- laust fyrir bókasafnsnefndir að velja úr þeim fjögur hundruð bókum, sem út koma árlega, til kaupa í bókasöfn fyrir það fé, sem þær ráða yfir. En því nauð synlegra er að þetta val sé vel hugsað og vandað. En þrátt fyrir fjölmiðlunar- tæki, blöð, útvarp og sjónvarp, virðist vera mikill bóklestur í landinu eftir útlánsskýrslum bókasafnanna. Er það vel að bókaþjóðin metur bókina enn mikils. Því að vandfundinn er betri vinur en góð bók. Hún vekur til umhugsunar og les- andinn lifir atburðina með sögu persónum sínum eða hann nýt- ur lestrar fagurra ljóða. En nauðsynlegt er það fyrir bókasafnsnefndir að hafa það í huga, að bókasafnið slitni ekki úr tengslum við samtíðina en að alltaf sé keypt eitthvað af Ijóðabókum og skáldsögum ís- lenzkra höfunda jafnframt þýdd um bókum. Ævisögur og þjóð- legur fróðleikur er líka vinsælt lestrarefni. Ekki veit ég hvort barnabæk- - Framsóknarvistir mjög vel sóttar (Framhald af blaðsíðu 8). son ávarp, en Ingólfur Pálsson stjórnaði vistinni. 168 spiluðu. Á Svalbarðsströnd stjórnaði Haukur Halldórsson Framsókn- arvistinni, en á undan flutti Jónas Jónsson ávai-p. Ingi Tryggvason flutti ávarp á spilakvöldi Framsóknar- manna á Grenivík. 56 tóku þátt í vistinni, en Jón Þorsteinsson stjórnaði henni. Ingvar Gíslason flutti ávai*p í Ljósvetningabúð. 88 spiluðu Framsóknarvistina, en Baldvin Baldursson stjórnaði. Sigui'ður Jónsson stjórnaði spilakvöldinu á Þórshöfn og spiluðu þar 88. Um næstu helgi verður svo spilað á hinum ýmsu stöðum og eftir það verður tilkynnt um aðalverðlaunin, fjóra farseðla til sólríkra landa. □ - GÝGJAN HELDUR SAMSÖNGVA (Framhald af blaðsíðu 8). um bætt nýjum við. Þá höfum við tekið upp nokk ur lög frá fyrri tónleikum okk- ar og nokkur frá því í fyrra. í síðasta kafla söngskrárinn- ar eru eingöngu lög eftir Björg- vin Guðmundsson tónskáld, þar á meðal er lag hans „Serenade“ við texta P. B. Shelley’s, sem ekki hefir verig sungið hér á landi áður, svo vitað sé. Söngstjóri er sem fyrr Jakob Tryggvason og undirleikari Þor gerður Eiríksdóttir. Einsöngv- arai' eru Gunnfríður Hí'eiðars- dóttir og Helga Alferðsdóttir. Söngkennari kórsins hefir frá upphafi verið Sigurður Demezt Franzson og það var fyrir hans áeggjan og aðstoð, sem kórinn varð til. (Fr éttatilky nning ) ur, sem er fjórði hluti þeirra bóka, sem út koma- árlega, eru keyptar í bókasöfn í sveitum. En þær eru mikið lesnar í bæj- arbókasöfnunum. En sé eitt- hvað af þeim keypt, tel ég eðli- legt, að íslenzkar barnabækur sé látnar sitja þar í fyrirrúmi. Eiríkur Sigurðsson. Þegar ég held hér fram ís- lenzkum bókum fram yfir býdd ar bækur, eru þar auðvitað margar undantekningar. Alltaf er eitthvað af góðum, þýddum bókum, sem eiga heima í hverju bókasaíni. Hér á landi hefur lítið farið fyrir verndun hugverka. Er það fyrst í ár að rætt er um að greiða höfundum eitthvað fyrir útlán á bókum úr bókasöfnum. En þetta er nú gert hjá frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum °g þykir sjálfsagt. Sumum finnst þetta óeðlilegt. Höfundar eigi ekki að njóta neinna rétt- inda fyrir not af bókum sínum. Það er oft erfitt að brjóta á bak gamlar rótgrónar venjur. En nú er tillaga til laga um höfundar- rétt fyrir Alþingi, sem kveður nánar á um þetta, þótt ekki verði hún gerð hér að umtals- efni. Af þeim, sem að bókagerð vinna, er höfundurinn sá eini, sem ekki fær lögskipað taxta- kaup fyrir vinnu sína. Á honum byggist það þó að bækur verði til. Prentarar, bókbindarar og bóksalar sjá um að vinna og selja bækurnar samkvæmt til- mælum útgefandans. En hætt MINNINGARORÐ ÞORGEIR Sveinbiarnarson frá Efstabæ í Skorradal var jarð- sunginn í Reykjavík laugardag- inn 27. febrúar, tæpra 66 ára að aldri. ! Hann stundaði nám á Hvítár- bakkaskóla, síðan við Tama í Svíþjóð og Statens Gj-mna- stikinstitut í Kaupmannahöfn, var kennari við Laugaskóla 1931—1944, forstjóri Sundhallar er við að atvinna þessara aðila myndi rýrna að mun, ef hætt yrði að gefa út bækur. Við sjáum á þessu að störf skálda, rithöfunda og þýðenda standa undir afkomu heilla stétta í þjóðfélaginu, og þeir sem tala með lítilsvirðingu um bókaflóðið fyrir jólin hugleiða þetta sennilega ekki. Sem betur fer hefur margur nú betri efni á því að kaupa sér bók, sem hann langar til að eignast, en áður fyrr. Og bækur hér eru alls ekki dýrar saman- 'borið við annað verðlag. Þá fyrst verður bókin sannur vin- ur, ef hægt er að grípa til henn- ar í bókaskápnum heima, þegar hugurinn girnist. Ég er ekki með þessu að gera lítið úr hlut- verki bókasafnsins. Ég meá störf þeirra mjög mikils. Og þaö er sannarlega gott að geta feng- ið þar þær bækur, sem ekki er hægt að kaupa. En heimilisbóka safn er dýrmætur fjársjóðu:: fyrir hvert heimili, ekki sízt 1 sambandi við uppeldi barna, og er þá mikilvægt, að það sé vei valið. Við hrósum okkur af því aö vera bókaþjóð, og mesta stoi; okkar eru fornbókmenntirnai, Það er mikilvægt eftir því sen. erlend áhrif leita fastar á, ao við höldum tryggð við bók. • menntir okkar og tungu. En nú ætla ég að ljúka þessu greinarkorni með ofurlitlum. gamanmálum. En þau eru ein- mitt um það efni, sem hér het- ur verið rætt um. Um síðustu jól sendi eitt af skáldum landsins eftirfarand'. jólakveðju til eins vinar síns, sem einnig fæst við ritstörf, Ei. jólakveðan er þannig: „Þótt hirninn okkar heiður sé og bláx', er húm á æðimörgu skáldasloti. — En vel er börnum veitt. Við höfum bjargað bleksölum í ár, og bókasöfnum og prenturum og þroti. — Og sama verður sjötíu og' eitt.' Það er gott að geta gert gam- an að því, þegar daglaunin reynast lítil. E. S. innar frá þeim tíma, fyrsti franj kvæmdastjóri Iþróttasambandu íslands og átti sæti í Olympíu- nefnd íslands 1952. Tvær Ijoðu’ bækur Þorgeirs hétu: Vísuif Bergþóru og Vísur um draum- inn, og sú þriðja mun hafa vei’- ið tilbúin að rnestu. Kona Þorgeirs var Bergþóra Davíðsdóttir, er Iézt 1952 og’ eru börn þeirra Þorgeir og María Halldóra, bæði búsett ;i Reykjavík. Þorgeir Sveinbjarnarson va:.‘ fjölliæfur gáfu- og atorkumaö- ur, drengur góður og dáður ai nemendum sínum. Með ljóðum sínum sló hann á nýja strengr, í frjálslegu rími brúaði hann t>i! kynslóðaskipta og formbylting ■ ar í íslenzkri Ijóðagerð. Og meo dul og djúphygli ljóðanna, unu ir fáguðu j’firbragði, knj jx kvæði hans til lesturs aftur og] aftur, eins og þau ein ljoð gerr, sem eiga mikil skáld að hö. • undi. E. D. i, Þorgeir Sveinbjarnarson

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.