Dagur - 03.06.1971, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Kjölfesta er
liaiui ekld
FORSÆTISRÁÐHERRA sagði í
viðtali í Mbl. 28. maí:
„Það er algerlega óraunhæft, að
tala um gengisfellingu nú, svo sterk
sem gjaldeyrisstaðan og efnahagskerf-
ið er og atvinnulífið hvarvetna í
blóma.“
Ósköp eru nú þessi ummæli svipuð
því, sem stundum áður hjá ráðherr-
um núverandi stjórnar, þegar gengis-
lækkun var á næsta leiti. Væri vel, ef
ekki væri ástæða til að fjölyrða um
framangreind ummæli forsætisráð-
herrans áður en þessu kosningaári
lýkur. Hér er sýnilega um að ræða
svar við „hrollvekju“-ræðu Ólafs
Björnssonar prófessors, sem víða hef-
ur verið rifjuð upp undanfamar vik-
ur.
En rúsínan í pylsuendanum hjá
form. Sjálfstæðisflokksins er þessi:
„Ahnenningur hefur fundið, að
Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan í
þjóðfélaginu. Hann hefur veitt ör-
ugga stjórnarforystu um trausta
stjórnarstefnu í 12 ár. Fólk veit hvað
það kýs, þegar það kýs Sjálfstæðis-
flokkinn.“
Svo mörg era þau orð og áreiðan-
lega hefur ]>að ekki verið ætlun liins
nýkjöma flokksformanns að gera grín
að flokknum sínum. En hvar stend-
ur það áður skráð, að almenningur
hafi fundið þessa kjölfestu, er ráð-
herrann talar um? Stendur það ekki
í hagskýrslum, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi fengið 41,4% greiddra at-
kvæða í landinu árið 1963, en ekki
nema 37,5% árið 1967? Og hvenær
mun sá sagnfræðingur fyrirfinnast,
sem treystir sér til að rita það í Is-
landssöguna, að stjórnarstefnan hafi
verið „traust“ undanfarin 12 ár?
Ætli fræðimönnum framtíðar þyki
ekki nærtækara að benda á, að þetta
hafi verið tímabil fleiri gengisfellinga
og meiri verðbólgu en áður hafi
þekkzt?
Trúlegt er það. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins innan ríkisstjórnarinnar
kann að orka tvímælis, hve „örugg“
hún hafi verið. En stundum hafa Al-
þýðuflokksmenn gumað af því, að
þeir hafi kúgað Sjálístæðisráðlierrana
og óumdeilt er, að það gerðu þeir,
þegar þeir bönnuðu forsætisráðherra
að rjúfa þing s.l. haust. eins og hann
ætlaði sér.
Forsætisráðherrann er líka of djarf-
mæltur þegar hann segir, að fólk viti
hvað það kýs, þegar það kýs Sjálf-
stæðisflokkinn. Heldur hann, að fólk
hafi vitað það, er það kaus flokk hans
1942, að þjóðkunnur kommúnisti
(Framhald á blaðsíðu 7)
Þrómi Akureyrar næstu árin
SIGURÐUR ÓLI BRYNJÓLFSSON BÆJAR
FULLTRÚI SVARAR SPURNINGUM DAGS
FRAMKVÆMDAÁÆTLUNAR-
NEFND Akureyrar hefur ný-
lega látið gera nokkur eintök
af framkvæmdaáætlun og sent
hana öllum bæjarfulltrúum og
nokkrum öðrum. Með þessu er
verið að kynna höfuðþætti áætl
unarinnar og jafnframt að óska
eftir athugasemdum og ábend-
ingum, sem væntanlega verða
teknar til athugunar við endur-
skoðun og frekari vinnslu verks
ins. Þessar upplýsingar fékk
blaðið hjá formanni nefndarinn
ar, Sigurði Óla Bryniólfssyni,
sem góðfúslega svaraði nokkr-
um spurningum um þetta efni.
— Hvað er um upphaf þess-
arar nefndar?
— Strax eftir bæjarstjórnar-
kosningar 1966, var með for-
göngu bæjarfulltrúa Framsókn
arflokksins samþykkt að setja
á laggirnar nefnd, sem skyldi
vinna að gerð „framkvæmda-
áætlunar" til nokkurra ára.
Nefndin hóf starf strax á árinu
1966 og fékk þá Guðmund
Ágústsson hagfræðing úr
Reykjavík til aðstoðar. Voru þá
þegar lögð veigamikil drög að
áætlun, sem auðvelduðu mjög
alla samræmingu milli fjárfram
laga bæjarsjóðs og fram-
kvæmda, auk þess, sem þau
drög stuðluðu mjög að sam-
stöðu bæjarfulltrúa er teknar
voru ákvarðanir um það í
hvaða verk skyldi ráðast.
Að loknum bæjarstjórnar-
kosningum í fyrra, lögðum við
Framsóknarmenn mikla áherzlu
á víðtæka samstöðu bæjarfull-
trúa um framkvæmdir og töld-
um reynsluna sýna, að sam-
vinna um gerð framkvæmda-
áætlunarinnar hentaði bezt.
í nefndinni eiga sæti Árni
SÍUNGUR, þrunginn áhuga á
öllu milli himins og jarðar,
skrifandi eða á annan hátt starf
andi að hugðarefnum sínum,
söng, íþróttum og öðru, er
Jónas jafnan.
Hann hóf íþróttanám sitt hjá
Sigurði Greipssyni í Haukadal
og lauk síðan þriggja ára námi
í íþróttadeildinni á Tama í Sví-
þjóð. Var hann í fimleikaflokki
skólans er kom hingað til lands
og sýndi víða. Eftir að hafa
stundað kennslu hérlendis og í
Svíþjóð um nokkurt skeið, snar
aði hann sér í kennarapróf við
Kennaraskólann í Reykjavík
árið 1940.
Árnason, Lárus Jónsson, Valur
Arnþórsson og Þorvaldur Jóns-
son, auk mín. Ingólfi Árnasyni
og Soffíu Guðmundsdóttur var
og gefin kostur á að fylgjast
með starfi nefndarinnar. Starfs-
maður nefndarinnar er Svein-
björn Vigfússon viðskiptafræð-
ingur, en Bjarni Einarsson
bæjarstjóri á að sjálfsögðu mik-
inn þátt í gerð áætlunarinnar.
Sig. ÓIi Brynjólfsson.
— Viltu skýra nánar tilgang-
inn með áætluninni?
— Auk þess, sem áður sagði,
er markmiðið fyrst og fremst
að auðvelda stjórnendum bæj-
arins störfin, með því að veita
þeim yfirsýn um líklega þróun
bæjarins og framkvæmdamögu
leika bæjarsjóðs út frá gefnum
forsendum og hvað helzt þurfi
að gera til að koma fram því
sem talið er æskileg þróun. Þá
eykur svona áætlun innbyrðis
samræmingu framkvæmda bæj
arstofnana og gefur fjármála-
stjórn mikinn kost á að gera
Jónas hefir jafnan á hendi
ábyrgðarstörf í íþróttamálum á
Akureyri. T. d. var hann for-
maður Þórs um 10 ára skeið og
í ýmsum nefndum og ráðum,
ritari stjómar Í.B.A. og þannig
mætti lengi telja. Hann er
manna fúsastur til verka og er
stundum brugðið á það ráð,
þegar mikið liggur við, að gera
hann „einvald“, og er málefn-
inu þá jafnan borgið.
Er norræna sundkeppnin fór
fram síðast, 1969, var Jónasi
falin forustan og varð hlutur
Akureyrar með miklum ágæt-
um.
í þakklætisávarpi til Jónasar
lét stjórn l.B.A. í Ijós, að hún
vildi gjarnan eiga hann að til
áhlaupa með því að gott væri
að geta lagt stórmál í hendi eins
manns, sem örugglega gerði því
hin beztu skil.
Í.B.A. færir þér og fjölskyldu
þinni, Jónas, hugheilar þakkir
og heillaóskir.
Þá vil ég og fjölskylda mín
þakka þór ágæt persónuleg
kynni og fjölþætt samskipti í
leik og starfi og síðast en ekki
sízt ógleymanlega hjálpsemi
þína Akureyrarveiki-veturinn,
og vorum við víst ekki þau einu
sem hennar nutum.
Lifðu heill!
Hermann Stefánsson.
ráðstafanir í tíma til að standa
að sínum hluta við fjárframlög
til opinberra framkvæmda, sem
bær og ríki standa sameiginlega
að. Nauðsynlegt er að taka
fram, að áætlun nefndarinnar
er ekki bindandi samþykkt,
heldur leiðbeinandi „rammi“
sem sýnir hugsanlega röðun
framkvæmda og fjáröflun.
— Hverjir eru lielztu þættir
áætlunarinnar?
— íbúaspáin er mikilvægt
atriði og út frá henni er spá
um íbúðaþörf í bænum og nauð
synlegt kennslurými fyrir
barna- og gagnfræðastigið. Spá
um tekjur og almenn rekstrar-
gjöld bæjarsjóðs og svo áætl-
anir um framkvæmdir á vegum
bæjarsjóðs og þar með talin
gatnagerðaráætlun.
— íbúaspá fvrir Akureyri?
— Árið 1966 gerði Jón E. Þor
láksson tryggingafræðingur (frá
Svalbarði, N.-Þing.) íbúaspá
fyrir Akureyri til 10 ára, en nú
var hún gerð aftur miðuð við
nokkuð breyttar forsendur af
starfsmanni nefndarinnar Svein
birni Vigfússyni. Við saman-
burð á íbúaspánni frá 1966 og
núverandi íbúatölu og nemenda
fjölda í barnaskólunum, sézty að
hún hefur haft verulegt for-
sagnargildi. Þessi nýja íbúaspá
er gerð til 20 ára vegna heildar-
skipulagsins, sem nú er unnið
að undir forustu Gests Ólafsson
ar. Samkvæmt þessari íbúaspá
verður íbúafjöldi Akureyrar
árið 1980, 13000—13700, en
16100—17500 árið 1990. Þess
skal getið hér, að tala fæðinga
á Akureyri hefur reynzt ívið
hærri en landsmeðaltalið. Ann-
að mál er það, að fólksfjölgun
í landinu er minni nú síðustu
árin, en hún var um 20 ára
skeið, hver sem þróunin verður
í þeim efnum.
— Er skortur á íbúðarhús-
næði?
— Verulegur skortur á íbúð-
arhúsnæði er hér í bæ og benda
athuganir til þess, að hann eigi
fyrst og fremst rætur að rekja
til samdráttar í íbúðabygging •
um á árinu eftir 1967. Sam-
kvæmt athugunum sýnist þörf
á um 1300 nýjum íbúðum næstu
10 árin og þyrfti að gera alveg
sérstakt átak nú þegar, til að
vinna það upp, sem á skortir
nú, í því máli.
— Er mikil vöntun á skóla-
húsnæði?
— Sérstök spá hefur verið
gerð til 1980 um nemendafjölda
og þörf kennslurýmis á barna-
og gagnfræðaskólastiginu. Óll-
um, sem nokkuð þekkja til
skólamóla hér í bæ, er ljóst,
hve slæmt óstandið er í sam-
bandi við húsnæðismál skól-
anna og dugar ekkert nema stór
átak til laúsnar þeim vanda. í
sjólfri framkvæmdaáætluninni,
er gert ráð fyrir verulegum úr-
bótum. Hitt er svo annað mál,
að sú áætlun er alls ekki ný,
en eitthvað hefur gengið úr-
skeiðis, að ekki skuli enn vera
byrjað á fyrsta áfanga Glérár-
skólans nýja, sem þó hefur
lengi staðið til. Trúlega rætizt
eitthvað úr þessu ’fljótlega, ef
nauðsynlegt samstarf ríkis og
bæjar bregst ekki.
Af íbúaspánni er ljóst, að stór
aukin þörf er á barnagæzlu-
heimili, þessi mál eru nú í mót-
un.
— En tekjur til framkvæmd-
anna?
— Gerð er tekjuspá með hlið
sjón af núgildandi tekjustofn-
um og líklegri þróun. Sam-
kvæmt henni er áætlað að tekj-
ur bæjarsjóðs vaxi úr 215 millj.
í ár, upp í 350—370 millj. órið
Jónas Jónsson, kennari,
frá Brekknakoti, sjöfugur
1980 (miðað við óbreytt verð-
lag).
Á hliðstæðan hátt er gerð
gjalda- og rekstraráætlun. Þeg-
ar mjög aðkallandi framkvæmd
ir eru teknar inn á rekstrar-
áætlunina, kemur í Ijós, að tekj-
ur hrökkva ekki og því verður
að brúa bilið milli tekna og
gjalda með lántökum, sem
nema frá 10—30 milljónum kr.
á ári næstu árin. Ef þau lán
fást ekki, eða nýir tekjustofnar,
hlýtur það að hafa óhrif á fram-
kvæmdirnar.
Ekki ætti að þurfa að taka
fram, sem ég geri þó, að óvissu-
þættir í þessum spám eru mjög
miklir. T. d. getur breytt verka-
skipting milli ríkis og bæja koll
varpað þessum tölum.
— Viltu nefna einliverjar töl
ur um fjárframlög samkvæmt
framkvæmdaáætluninni?
— Ég skal gjarna gera það,
en ítreka þó, að þetta er ekki
bindandi áætlun fyrir bæjar-
sjóð.
Framlög til sjóða, sem efla
eiga íbúðabyggingar, eru áætl-
uð 5—6 milljónir kr. árlega
næstu 5 árin, þar með talið
framlag til bygginga verka-
mannabústaða samkv. nýlegum
lögum og gert var ráð fyrir að
hæfust í ár. (Ráðherra liefur
ekki enn útnefnt stjórn þeirra
framkvæmda). Til nýrra gatna-
og malbikunarframkvæmda eru
óætlaðar 23—29 milljónir á ári
(auk viðhalds 7—10 millj. kr).
Hér mun rétt að skjóta því inn,
að gatnalengdin í bænum er um
42 km. og þar af eru aðeins 12
km. malbikaðir. Samkvæmt
áætlun tæknideildar þyrfti um
225 millj. kr. til að ljúka undir-
byggingu og malbikun gatna-
kerfisins.
Til skipulagningar bæjarins
er áætlað í ár og næstu 4 árin
17 millj. kr. en sá kostnaður
skiptíst jafnt milli bæjar og
ríkis.
Til skóla og íþróttahúsbygg-
inga verður á næstu 7 árum
samkvæmt áætluninni varið
samtals um 300 milljónum, sem
ættu að skiptast nokkuð jafnt
milli ríkis og bæjar. Þessi mann
virki eru m. a. barna- og ungl-
ingaskólar í Glcrár- og Lunda-
hverfi með íþróttaliúsum sem
ætlast er til, að íþróttafélög
bæjarins hafi einnig not af.
Hvor skóli um sig verður rcist-
ur í áföngum og er áætlaður
kostnaður við hvorn skóla og
íþróttahús yfir 100 millj. kr.
Hér skiptír það auðvitað mjög
miklu, hvenær ríkisvaldið'reyn-
ist fáanlegt til a<) leggja fram
sinn lduta framkvæmdakostn^
aðarins.
— Viltu segja fleira í sam+
bandi við þessi m’ál?. •
— All mikil bjartsýn’Í var,
eða er látin ráða í sambandi við
áætlanagerðina og sú bjartsýni
átti að mínum djSmi m. a. að
byggjast á því, áð samheldni
okkar Akureyringa og Norð*
lendinga allra urri kröfuna úm
auknar ráðstafanir til eflíngáp
jafnvægi í býggð lándsins, bsérú.
meiri og betri árángur én hing-
að til. Við höfum reynzíu af því
Akureyringar, að með sam-
stilltu átaki er unnt að ná
nokkrum árangri gagnvart
tregu ríkisvaldi og þó meiri en
orðið hefur, ef ríkisvaldið sýndi
okkur meiri áhuga. I þyí sam-
bandi má nefna, samstillt átak
heimamanna er nú að knýja
fram hraðbrautarframkvæmdir
við Akureyri í ár,
Ég hygg, að það mundi verða
Akureyri til góðs, ef úrslit kosn
inganna í vor yrðu á þá leið,
að Framsóknarflokkurinn fengi
aðstöðu til að móta stjórnar-
stefnuna næstu árin, segir Sig-
urður Óli Brynjólfsson að lok-
um og þakkar Dagur svör hans.
SYAR
VIÐ
Þ.
ATHUGASEMD
GÍSLASONAR
BÆNDASAMTOKIN birtu í
síðasta mánuði svör við - fárán-
legum og.ósönnum fullyrðing-
um Gylía Þ. Gíslasonar um
landbúnaðinn, er hann viðhafði
í sjónvarpi 3. maí. Eru þar
hraktar stærstu missagnir ráð-
herrans á glöggan og tölulegan
liátt. . ...........
Gylfi 'róðherra undir illa við
sinn hlut og skrifaði grein um
sama efni í sunnanblað.
1 eftirfarandi grein svarar
Ingi Tryggvason xitsmíði ráð-
herrans.
GYLFI Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, hefur látið frá
sér fara . athugasemd vegna
fréttatilkynningar frá upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins
um -ummæli menntamájaráð-
herrans í sjónvarpi 3. maí sl.
Ummæli þessi lúta að hlutdeild
Jandbúnaðarins í þjóðarfram-
leiðslu pg framleiðni í land-
búnaði.
Þar sem ég undirritaður er
.höfundur. þessarar fréttatilkynn
ingar, þykir mér rétt að gera
-ummæli ráðherrans í ;fyrr-
nefndu sjónvarpsviðtali, svo og
.athugasemd’.hans í Morgunblað
.inu, að nánara umræðuefni.
. í viðtalinu sagði ráðherrann
.orðrétt samkvæmt afriti ;sjón-
varpsins: „Bændur eru að tölu
.til um 13% þjóðarinnar, og land
búnaðurinn notar um 10% þjóð
arauðsins, en landbúnaðurinn
framleiðir ekki nema 6—7% af
þjóðartekjunum og eru þá með-
taldir þeir styrkir, sem ,hann
fær og tekið tillit til niður-
. greiðslanna, með öðrum orðum,
. framleiðni landbúnaðarins er
að meðaltali aðeins helmingur
á við það, sem hann er j aðrum
atvinnugreinum. Ef styrkirnir
yrðu dregnir frá þessum tekj-
um og tekið tillit til niður-
greiðslanna;, þá minnkar þáttur
landbúnaðarins í þjóðarfram-
leiðslunni enn verulega, jafnvel
• ofan í 3—4%. Þessi litla fram-
leiðni í landbúnaði -er megin-
vandinn sem um er að étja á
þessu Sviði, og ég segi megin-
vandinn, sem við er að etja í
íslenzkum efnahagsmálum í
dag.“ . 1 -
í fréttatilkynningu upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins
voru færð gild rök fyrir því, að
■ slýsatryggðar vinnuvikur væru
ekki réttur mælikvarði á vinnu
aflsnotkun í landbúnaði, énda
upplýsir _5áðherrann í Morgun-
blaðsathugasemd sinni, að þessi
. tála’sé að verulegu leyti tekin
' ,pf handahófi.
í ■fréttatilkynningunni var
þéss getið, að' samkvæmt Hag-
tíðindum væru 7.9% af kvænt-
um. körluin á aldrinum 25—66
ára bændur og liðlega 8.2ty af
öllum framteljendum í .landinu
hefðu aðaltekjur af landbúnaði,
samkyíiémþ atvinnumefkingu
Hagstofunnar.
1 Ég held því ekki fram, að þess
ar tölur sýni nákvæmlega. hlut-
deild landbúnaðarins í atvimiu-
starfseminni. En ég held því
, fram, að.þessar tölur gefi mjög
ákveðnar bendingar um; að
þær fullyrðingar ráðherrans, að
„framleiðni landbúnaðarips sé
að meðaltali aðcins helmingur
á við það,.sem ,hann er í öðrum
,. atvinnugreinum“ séu byggðar
á svo haldlitlum forsenduip, að
ósæmilegt sé að ráðamanni í
efnahagsmáhun þjóðarinnar að
flytja landsmönnum þær í
áhrifamesta fjölmiðlunartæki
hennar. Þess vegna er eðlilegt,
að spurt sé, hver tilgangur
menntamálaráðherrans sé með
þessum málflutningi. Er hann
sá, að kalla til samstöðu um
lausn erfiðs vandamáls? Er
hann sá, að auka á skilning
stétta í milli og á vandamálum
landbúnaðarins sérstaklega?
Eða hver er tilgangurinn?
í athugasemd sinni í Morgun
blaðinu 23. maí sl. segir mennta
málaráðherrann:
„Þá telur Upplýsingaþjónusta
landbúnaðarins mig hafa van-
rækt að láta þess getið, að land-
búnaðurinn framleiði mikilvæg
hráefni fyrir verksmiðjuiðnað.“
Með þessum orðum er vikið
að þeim ummælum í fréttatil-
kynningunni, þar sem talað er
almennt um gildi landbúnaðar
og það véfengt, að ummæli
menntamálaráðherrans í sjón-
varpinu byggist á réttu mati
hans á mikilvægi landbúnaðar-
ins sem atvinnugreinar. Tekið
var dæmi um ullina, sem bónd-
inn fær sáralítið verð fyrir, en
sér þó umfangsmiklum verk-
smiðjuiðnaði fyrir hráefni. Og
þá er einmitt komið að því, sem
ég tel veigamesta þáttinn í
þessu máli, og það er túlkun
hugtaksins framleiðni hinna
ýmsu vinnustétta.
Ég viðurkenni að bóndinn
hefur lágt tímakaup við að
smala fé sínu til rúnings, taka
af því ullina, þurrka hana,
hreinsa og flytja á verzlunar-
stað. En „framleiðnina“ við
þessi störf mætti auka með því
einfalda ráði að hækka verð
ullarinnar.
Hvers vegna á ekki bóndinn
að hafa sitt fulla kaup við rún-
ing, og hvers vegna á ekki ullar
verðið að greiða sinn hluta af
öllum þeim kostnaði öðrum,
sem afurðir sauðkindarinnar
eig'a að endurgreiða bóndan-
um?
Sjálfsagt verður því svarað
til, að heimsmarkaðsverð á ull
eigi að róða ullarverðinu 'hér á
landi. Það er vel hægt að flytja
inn ódýra ull. En það er ekki
íslenzk ull. Það væri líka hægt
að flytja inn ódýrt vinnuafl,
t. d. frá vanþróuðu löndunum.
En það dettur engum í húg að
gera það. Auðvitað fær enginn
innfluttur verkamaður að bjóða
niður vinnuna fyrir íslenzkum
starfsbræðrum sínum. En með
innflutningi erlendrar ullar er
í raun og veru verið að bjóða
niður vinnuaflið fyrir íslenzka
bóndanum.
Landbúnaður á íslandi á við
margvíslega erfiðleika að etja.
Landbúnaðurinn er mjög við-
kvæmur fyrir verðbólgu. Ör
verðbólga skapar misrétti inn-
an stéttarinnar og veldur örðug
leikum í sambandi við útflutn-
ing. Kólnandi tíðarfar undan-
genginna ára hefur skapað
ræktuninni mikla örðugleika,
sem enn hafa ekki verið yfir-
stignir. Ýmsar rekstrarvörur
landbúnaðarins eru að stórum
mun dýrari en í nágrannalönd-
unum, og þegar á allt er litið,
býr landbúnaðurinn við erfið
lánakjör, stutt fjárfestingarlán
og háa vexti. Landbúnaðurinn
geldur þess líka, að fólkinu
fækkar í sveitununt, unga fólk-
ið flyzt burtu og vinnur öðrum
starfsgreinum langa vinnuævi,
en meðalaldur bænda er mjög
hár. Það er rétt, að mörg bú eru
fremur lítil á íslandi. Þó eru
mörg lönd Evrópu, sem hafa
smærri meðalbú en ísland. En
það hefur komið í ljós, að með-
albúin gefa engu síðri arð en
þau stóru. Fjármagnskostnaður
er þar hlutfallslega lægri miðað
við afurðir. fslenzkir bændur
hafa lagt hart að sér til þess að
auka ræktun og að búa að öðru
leyti í haginn fyrir betri bú-
(Framhald á blaðsíðu 2)
SAMSÖNGUR hjá
Karlakór Akureyrai
KARLAKOR AKUREYRAR
efndi til árlegra samsöngva
sinna dagana 28., 29. og 30. maí.
Söngstjóri er Jón Hlöðver Ás-
kelsson og undirleikari Dýrleif
Bjarnadóttir, en einsöng með
kórnum sungu Eiríkur Stefáns-
son, Ingvi Rafn Jóhannsson og
Hreiðar Pálmason.
Á efnisskrá voru innlend og
erlend lög, og niðurröðun var
þannig háttað, að íslenzk lög
voru flutt fyrir hlé, en erlend
á síðari hluta efnisskrár, og fór
vel á þessu. Varðandi efnisval
kórsins er greinilega leitazt við
að framfylgja ákveðnum sjónar-
miðum í lagavali, og er það lofs
vert út af fyrir sig. íslenzku
þjóðlögin, sem samsöngurinn
hófst með, sómdu sér t. d. prýði
lega.
Jón Hlöðver Áskelsson tók
við stjórn Karlakórs Akureyrar
sl. haust, og á svo skömmum
tíma er þess tæpast að vænta,
að söngur kórsins taki stórum
stakkaskiptum eða miklar fram
farir verði í einu vetfangi.
Það skal játað, að mér virð-
ist kórinn enn sem komið er
varla bandvanur hvað þá tam-
inn, en það stendur vafalaust
til bóta.
Jón Hlöðver er ágætlega
menntaður tónlistarmaður, og
ekki verður dregið í efa, að
hann kann vel til verka við kór
stjórn. Hann stjórnar af þrótti
og myndugleika. Hann lætur
langoftast syngja í frekar hröð-
um takti og stöðugum, og er
það eitt nokkur bréyting til
bóta. Að vísu getúr fullmikill
hraði stundum orðið á kostnað
greinilegs textaframburðar, og
bar nokkuð á því, en flutningur
allur verður í heild smekklegri
og með léttari blæ fyrir bragð-
ið. Aftur á móti verður það að
segjast, að söng kórsins skortir
fágun og hljóm, sem beri pv:
vitni, að raddþjálfun se asrunc
uð af alvöru.
Ég er þess fullviss, að aðferð •
ir og kunnátta Jóns Hlöðvers;
gætu leitt til góðs árangurs, e"
fram í sækir, en ég er ekki ein;;
viss um, að kórfélagarmr upp
til hópa séu kornnir í kailfær l
við söngstjórann.
Það er vitanlega frumskilyrði
fyrir framförum og ávinningi
öllum, að milli kórs og söng'-
stjóra liggi færar leiðir, að þeii ,
sem hlut eiga að máli seu san; ■
mála um mikilvæg' atriði og
þann skilning, sem lagður er
verkin hverju sinni. Það teku’1
að sjálfsögðu sinn tíma ao
byggja upp slíkt samband, ei>.
að því verður skilyrðislaust aii
stefna.
Menn verða að syngja af sam
færingu og innri þörf fyrir acl
tjá sig í söng. Nú hair þa<
Karlakór Akureyrar nokkut
að hann virðist vera óvenjt
þunnskipaður t. d. tendrinn, o;
fer ekki hjá því, að það segi ti.
sín. Þótt góðar raddir seu
tenórnum þá eru þeir of fáir.
Það er yfirgangilegt, hv<’
söngfólk hér á Akureyrí endisl
til að amstra með marga kóra
og dreifa þannig kröftunum i
stað þess að bera sig að kom;
á einhverri þeirri samvinnu sm
í milli, sem gerði það kleift aíi
fáerast í fang kórverk, sem eii. ■
hver veigur er í.
Með þeim góðu söngkröftum,
sem vissulega fyrirfinnast hér á.
staðnum ætti það að vera mnai.
handar að koma upp vel skir ■
uðum blönduðum kór.
Ég vildi enn einu sinni bera
fram þá frómu ósk, að sónt-
fólk fari að vinda að því bráðau
bug, að svo megi verða,
á. G,
B-LISTINN
HÉR eru kynntir tveir fram-
bjóðendur, sem framhald á
kynningu B-listans.
Ingi Tryggvason
INGI Tryggvason, kennari og
bóndi á Kárhóli í Reykjadal, er
fæddur að Litlu-Laugum 14.
febr. 1921. Foreldrar: Tryggvi
Sigtryggsson bóndi á Laugábóli
og kona hans Unnur Sigurjóns-
dóttir. Lauk kennaraprófi 1942,
iiiiiiiiiiiiiyiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii
F rambjóáendur
kynntir
.............................................
mennsku. M. a. byrjaöi med
öðrum þáttinn Efst á baugi. Löj;
fræðingur Seðlabanka íslands
frá 1962—1968. Hefur rekið sjal;:
stæða lögfræðiskrifstofu frá
1968 og síðan, svo og útgáfu ■
fyrirtæki ásamt öðrum. Rii ■
stjóri og annar útgefandi Ice-
Ingi Tryggvason.
en stundaði nám erlendis 1946
—48 við kennaraháskólann í
Kaupmannaliöfn og í Poly-
technic Scool of Modern
Language í London. Kennari í
Lundareykjadal, á Eskifirði, í
Grenivík (skólastjóri) og við
Héraðsskólann á Laugum 1942
—46. Kennari við Gagnfræða-
skólann á Siglufirði 1948—49 og
við Héraðsskólann á Laugum
frá 1949. Byggði nýbýlið Kárhól
1954 og hefur búið þar síðan.
Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Reykdæla frá stofnun hans
1952. Formaður Héraðssam-
bands Þingeyinga 1951—1954. f
stjórn Sparisjóðasambands ís-
lands frá 1968. Fulltrúi á stéttar
sambandsfundum bænda frá
1963 og í stjórn Stéttarsam-
bandsins frá 1969. Ráðinn for-
stöðumaður upplýsingaþjón-
ustu landbúnaðarins frá hausti
1970. í yfirnefnd við verðlagn-
ingu landbúnaðarvara frá 1967.
Hefur átt sæti í sveitarstjórn og
lengi formaður skólanefndar og
byggingarnefndar barnaskóla í
Reykjadal og gegnt fleiri trún-
aðarstörfum í sveit og héraði.
Hefir unnið mikið að félagsmál-
um bænda og einnig samvinnu-
hreyfingar. í stjórn kjördæmis-
sambands Framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra
frá 1969 og formaður þess 1970
og síðan. Kona hans er Anna
Þorsteinsdóttir frá Götu á Ár-
skógsströnd. □
Heimir Hannesson
HEIMIR Hannesson, lögfræðing
ur, er fæddur 10. júlí 1936 á
Akureyri. Foreldrar: Hannes J.
Magnússon skólastjóri á Akur-
eyri og kona hans Sólveig Ein-
arsdóttir. Stúdent frá M. A.
1955. Cand. jur. frá Háskóla ís-
lands 1962. Héraðsdómslögmað-
ur frá nóvember 1963. Blaða-
maður við Tímann frá haustinu
1955 til ársloka 1960. Síarfsmað-
ur Framsóknarflokksins á ár-
inu 1959 og annaðist m. a. rekst-
ur skrifstofu Framsóknarflokks
ins á Akureyri í vor- og haust-
kosningunum það ár. Annaðist
þætti í útvarpi samhliða blaða-
Heimir Hannesson.
land Review frá upphafi. For-
maður Félags Frjálslyndra
Stúdenta 1957—58. í fram*
kvæmdastjórn Atlantic P iliticaí
Youth Association í París 1963
—1964. Hefir ritað í Tímann um
alþjóðamál, fjármál og markaðs
mál, svo og Dag á Akureyri.
Hefur sem lögfræðingur unnics
að samningagerðum utanianct"
og innan á sviði viðskiptamáia
og markaðsmála fyrir eink. ■
aðila og opinbera aðila. Annao*
ist m. a. viðræður við Alþjóða’
bankann um útflutningsmal.
Heimir er kvæntur Birnu
Björnsdóttur frá Akureyri, □