Dagur - 12.01.1972, Side 8
SMÁTT & STÓRT
Friðbjarnarliús á Akureyri og gestir við aílijúpuii minnisvarðans.
nnnisvaroi ainjupacur
par sem fyrsta stúka landsins var stofnuð.
’-CLUKKAN tvö á sunnudaginn
safnaðist dálítill hópur fólks
saman við Friðbjarnarhúsið í
j nnbænum á Akureyri, Aðal-
stræti 46. En þar er eitt af eldri
húsunum í þessum bæjarhluta,
joyggt úr timbri með kvistum og
bröttu þaki, er gefur því og öðr-
um gömlum húsum á þessum
sióðum ofurlítið upphafinn svip
og skilur þau frá kassahúsum
samtíðarinnar.
í SESSELJUBÚÐ
blÝLEGA varð það slys á Öxna.
dalsheiði, að fólksbíll lenti út af
eginum og meiddust tvær kon-
ur. En fólkið komst í Sesselju-
búð og gat gert vart við sig og
íengið skjóta aðstoð. Sýnir þetta
bá miklu nauðsyn, að skýlið á
ueiðinni sé jafnan opið og bún-
aður þess í lagi. Q
Víðivöllum 6. jan. Fimm kind-
ur náðust ekki í göngum í
naust úr Austari-Hvanndal og
ojörgunum neðan Ófærutorfu,
sem eru austan í fjallgarðinum
æstan Skjálfanda, norðarlega.
llviðri, harðfenni eða hrun
.oka landleið þangað langtím-
um saman, en þar er snarbratt
jg' víðast hamrar að sjó. Kind-
urnar hafa sézt af sjó öðru
hverju í vetur, en ekki nema
þrjár síðustu vikurnar, og er
óttast að hinar hafi hrapað, eða
farizt í snjóflóði.
Hinn 3. janúar fóru nokkrir
Fnjóskdælir á snjóbíl og með
snjósleða norður Flateyjardals-
BLÓM OG RUNNAR
VAKNA
ODDGEIR ÁRNASON, umsjón-
armaður Lystigarðsins á Akur-
eyri, sagði blaðinu, að Reyni-
blaðkan væri að vera allaufguð
í Lystigarðinum, ennfremur
væru lonigerutegundir að
springa út og rifs. Þá eru páska-
liljur að teygja sig upp úr mold-
inni, sporasóleyjar og fleiri teg-
undir. Mun þetta fremur sjald-
gæft á þessum árstíma, enda
hafa hlýindi nú staðið hálfa
þriðju viku. Getur illa farið
fyrir þeim gróðri, er of snemma
vaknar. Jörð er nú orðin klaka-
laus hér um slóðir, að mestu
eða öllu. Q
Erindi þessa fólks, þennan
hlýja og kyrra dag skammdegis-
ins, var að vera viðstatt afhjúp-
un brjóstmyndar af Friðbirni
Steinssyni bóksala, sem þar bjó
og húsið er kennt við. En á
heimili hans var fyrsta Góð-
templarastúkan á íslandi stofn-
uð þann 10. janúar árið 1884,
ísafold, sem enn starfar.
Góðtemplarar á Akureyri létu
gera styttu Friðbjarnar úr eir,
og fengu til þess Ríkarð Jóns-
son, en henni var valinn staður
í garðinum sunnan við húsið.
Sú athöfn fór fram á þessa leið:
Eiríkur Sigurðsson, fyrrum
skólastjóri, flutti ávarp, þá af-
hjúpaði dótturdóttir Friðbjarn-
ar, frú Hulda Jensen, styttuna,
en að því loknu ávarpaði for-
seti bæjarstjórnar viðstadda.
Stúkan ísafold bauð viðstödd-
um til afmælishófs í Varðborg
heiði, og komust á þeim upp
á fjöllin austan hennar. Með
aðstoð fjallajárna og línu tókst
að komast að kindunum, hand-
sama þær og koma þeim ofan í
sjávarmál. Sjómenn frá Húsa-
vík voru þar fyrir með bát sinn,
ásamt þremur mönnum frá Yzta
felli, er hjálpuðu til að ná kind-
unum um borð, en vitað var, að
þær væru þaðan, svört ær með
tvö lömb. Kindurnar voru ekki
orðnar tiltakanlega holdgrann-
ar, en ull mjög af lömbunum
slitin af frostum og veðrum. í
ljós hefur komið, að nokkuð
víðáttumikið svæði er þarna í
björgunum, sem kindur geta
komizt um, og hafa af og til
orðið þar úti, án þess vitað
væri.
Leiðangursmenn voru 7 Va
klukkustund austan í fjallinu.
Aðspurður sagði einn þeirra,
Erlingur Arnórsson, að hann
teldi miklu léttara og réttara að
sækja kindur -á þessar stöðvar
frá sjó, ef til þess gefur, en
leggja þá áhættu og óbærilega
erfiði á menn að koma þeim upp
og yfir fjallið.
Fnjóskdælingarnir voru þess-
ir: Tryggvi Stefánsson, Hallgils-
stöðum, Bergsveinn og Ingvar
Jónssynir, Sólvangi, Erlingur
Arnórsson, Arnór Erlingsson og
Karl Þorsteinsson, Þverá, og
Stefán Kristjánsson, Tungunesi,
er ók snjóbílmun. Fyrirliði Aust
anmanna var Helgi Pálsson. lög-
reglumaður í Húsavík. J. Kr.
(Ljósm.: E. D.)
Akureyri
að útiathöfninni lokinni. Hófinu
stjórnaði Sveinn Kristjánsson,
en ræður og ávörp fluttu. Arn-
finnur Arnfinnsson, er minntist
afmælis stúkunnar, Þórhildur
Hjaltalín, formaður Friðbjarnar
húsnefndar og Árni Valur
Viggósson, er flutti kveðjur og
árnaðaróskir frá stúkunni
Brynju.
Friðbjörn Steinsson var Öxn-
dælingur að ætt, fæddur í Hól-
um 5. apríl 1838, en lézt á Akur-
eyri 9. apríl árið 1918. Kona
hans var Guðný Jónsdóttir ljós-
móðir frá Pálmholti í Arnarnes-
hreppi. Heimili þeirra hjóna var
talið til fyrirmyndar. Til Akur-
eyrar fluttist Friðbjörn tólf ára,
gerðist síðar prentnemi, en
hvarf frá því er hann veiktist í
augum og varð bókbindari og
stundaði þá iðn síðan, og hafði
jafnframt bóksölu á neðri hæð
húss síns. Hann átti sæti í bæj-
arstjórn um árabil og naut mik-
ils trausts samborgara sinna.
Fyrir hófsemi og bindindi beitti
hann sér af alhug, og því var
það engin tilviljun, að fyrsta
stúka landsins var stofnuð á
heimili hans.
Það fer vel á því, að bindindis
menn á Akureyri minnist fvrstu
baráttumanna sinna um bind-
indismál, svo sem nú hefur ver-
ið gert. Hitt er þó meira um
vert, að halda því merki hátt,
sem forystumennirnir hófu með
reisn á fyrri tíð. Q
EINMUNA VEÐURBLÍÐA
Frá því fyrir áramót hefur ver-
ið svo mild veðrátta á íslandi,
að jafnað er til baðstranda á
Spáni. Og veðurfræðingar okk-
ar hafa talað um stillt veður og
blítt í veðurspám sínum, enn-
fremur um næturfrost, svo sem
þeir stundum gera í svölu síð-
sumarveðri. Á Suðurlandi er
klakalaus jörð og láglendið snjó
laust í öllum landsfjórðungum,
vegir eins og um hásumar, víð-
asthvar, eftir verulega vatna-
vexti og nokkrar vegaskemmd-
ir af þeim sökum.
TÍMANNA TAKN
Þær sögur berast að sunnan, að
nauðs.vnlegt hafi reynzt á ])ing-
fundi fyrir jólin, að fjarlægja
nokkra alþingismcnn sökum
ölvunar. Hér norður á Akureyri
urðu unglingar, 13—15 ára, ofur
ölvi á skemmtisamkomu, í svo
stórum mæli, að annað eins lief-
ur ekki þekkzt liér um slóðir
lijá þessum aldursflokkum, og
kalla menn ])ó ekki allt önunu
sína í þeim efnum. Þetta eru
tímanna tákn, glögg dæmi um
þann ófarnað þjóðarinnar, að
hún lieldur ekki vöku sinni.
Almenningsálitið hefur veru-
lega brugðizt í þessum efnum.
Hvað skeður svo þegar eitur-
lyfjaneyzlan bætist við?
AÐ IIORFA FRAM
Það þykir bera vott um ræktar-
semi við fortíðina og söguna, að
minnast látinna brautryðjenda,
eins og templarar á Akureyri
hafa gert og frá er sagt á öðrum
stað. En jafnframt er nauðsyn-
legt að horfa fram, með söguna
og fortíðina að leiðarljósi, eftir
því sem við á. Áfengismálin í
bæ Friðbjörns Steinssonar hafa
þróazt á þann veg nú, að ískyggi
legt er, og myndi hann vart
hafa trúað því, að á því herrans
Dalvík 10. janúar. I desember
var byggð sjónvarpsstöð á
Hvarfinu og var hlutverk henn-
ar einkum það, að koma Skíða-
dal og Svarfaðardal framanverð
um í sæmilegt sjónvarpssam-
band. En stöð þessi fær „geisla"
sinn frá Hólsstöðinni við Dal-
vik, sem ekki er í fullkomnu
lagi í vetur, okkur til angurs.
Hvarfsstöðin nýja dugar dölun-
ári, sem nú hefur kvatt, yrði
drykkjuskapur pilta og telpna
niður að fermingaraldri og það
hópdrykkja orðin of algeng til
að valda almennri hneykslun,
að valda almennri hneykslun.
STÓR HJÖRÐ f SUMAR-
HÖGUM
Landsmenn eiga 7—800 þús.
fjár á vetrum og helmingi
stærri hjörð í sumarliögum. En
þessi sauðfjáreign lifir meira á
ræktuðu landi en áður var, og
þessi mikli fjöldi fjár hvílir því
ekki eins þungt á úthögum og
margir vilja vera láta. Þó reikna
vísir menn það út, að í sumar-
liögum taki sauðfé til sín fóður,
er meta megi á einn milljarð
króna, eða 2.5 millj. heyhesta.
Eru þetta mikil vérðmæti og
ekki liefur verið sýnt fram á
það ennþá með gildum rökum,
að betra sé að láta sauðfé ganga
að fullu á ræktuðu landi og
nýta ekki úthaga og heiðalönd
þau, sem fram að þessu hefur
verið gert,
IMIKLIR MÖGULEIKAR
Hins vegar ganga nautgripir nú
að meiri hluta á ræktuðu landi
á sumrin.-En hin aukna nýting
ræktaðs Iands og aukning þess,
til slægna Og beitar, gefur mögu
leika til Iítt takmarkaðrar fram-
leiðslu búvara í landinu, án
þess að ofnýta gróðurinn á
óræktuðu landi, því að stað-
reynd er það, að þáttur lúns
óræktaða lands verður æ minni
í landbúnaðinum.
GRÓÐURE YÐIN G
Rannsóknir hafa sýnt það
tvennt, að störfelld gróðureyð-
ing á sér stað víða um land,
ennfremur að unnt er aö rækta
upp blásin lönd til nytja. Land-
(Framhald á blaðsíðu 4)
um vel, en miður í vestanverðri
Tjarnarsókn, þar sem hún átti
einnig að koma að gagni.
Menn ráða sér naumast af
fögnuði yfir hinni ágætu veðr-
áttu, sem jafnað er til vetrarins
1947. En þá var ágæt tíð fram í
febrúar, en síðan nær látlausar
hríðar frani á sumar.
Ekki erú það góðar fréttir
hér, að Bjarmi II var seldur til
Hafnarfjarðar og er farinn suð-
ur. Það var hlutafélagið Röðull,
sem átti skiþið og Jón Stefáns-
son var framkvæmdastjóri og
aðal máttarstólpi þeirrar út-
gerðar.
Loftur Baldvinsson er farinn
til veiða í Norðursjó. En Björg-
vin og Björgúlfur eru hér ennþá
og er verið að útbúa þá á tog-
veiðar. Héðan rær Bliki, síðan
fyrir jól. Heldur er aflinn treg-
ur, en þó reitist. Þá er Otur með
troll og hefur fengið tvo túra
nokkuð góða eftir nýárið.
Hér voru haldin hjónaböll og
áramótadansleikir, án stórra
tíðinda.
Ungmennafélagið Þorsteinn
Svörfuður varð fimmtugt þriðja
jóladag og var þess minnzt á
Grund með miklu hófi.
Það bar við í fyrradag í Olafs
fjarðarmúla, er fjórir félagar frá
Akureyri voru þar á ferð, að
einn skrámaðist nokkuð og var
fluttur í Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri. Munu menriirnir
hafa verið valtir á fótum er þeir
stigu út úr bílnum skammt frá
Ófærugjá. Maðurinn, sem skadd
aðist, steyptist fram af veginum
og rann 60—70 metra niður í
urð. J. H.
Frú Hulda Jensen aflijúpar minnisvarðann. (Ljósm.: E. D.)
KINDUM BJARGAÐ