Dagur - 23.02.1972, Side 4

Dagur - 23.02.1972, Side 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samvinnuhreyfingin EINKALEYFI til að verzla við Is- land, gekk kaupum og sölum erlend- is. Verzlun við landið var einokun og arðrán um aldir. Þáttur í sjálf- stæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og samherja lians var afnám verzlunar- einokunar. Landsmenn gerðu til- raunir til að taka verzlunina í sínar hendur, en þær mistókust þar til Þingeyingar stofnuðu fyrsta kaup- félag landsins á Þverá í Laxárdal, en þar voru að verki fimmtán bændur úr víðlendu héraði, kjörnir fulltrúar úr fimm hreppum. Stofnfundurinn var 20. febrúar 1882, lög fyrsta kaup- félags landsins, Kaupfélags Þingey- inga, samþykkt og í fyrstu stjóm þess kjörnir: Jakob Hálfdánarson, form., Jón Sigurðsson alþm. og Benedikt Kristjánsson. Hart árferði og harðir verzlunarkostir knúðu menn til að- gerða. Félagshyggja, góð menntun og manndómur gaf þeim baráttuþrek og samtakamátt til að liazla sam- vinnustefnunni völl og ganga í farar- broddi undir merki hennar á meðan fólk í öðrum byggðarlögum og lands hlutum fór að dæmi þeirra og tók verzlunarmálin í eigin hendur. En 20 árum síðar höfðu Þingey- ingar einnig forystu um stofnun Sam bands íslenzkra samvinnufélaga, 20. febrúar 1902, í Yztafelli í Köldu- kinn. Samvinnulireyfingin, sem nú minnist tveggja merkra afmæla, á ríkan þátt í íslenzkri sögu. Þessi fé- lagsmálahreyfing hefur átt meiri þátt í bættum hag almennings en nokkur önnur. Hún hefur stuðlað meira að jafnvægi í byggð landsins en nokkurt annað þjóðfélagsafl, því að eignir samvinnufélaga og fjár- munir eru bundnir viðskiptasvæð- inu, gagnstætt öðrum verzlunarfonn- urn. Og samvinnufélögin hafa frá fyrstu tíð verið einskonar félagsmála skóli, jafnframt því að vera það afl fólksins, sem sameiginlega getur lyft Grettistökum á braut framfara, sem einstaklingum er ofvaxið. Samband islenzkra samvinnu- félaga er nú orðið ein af meginstoð- um íslenzkrar þjóðfélagsbyggingar, með aðalstöðvar sínar í höfuðborg- inni. Þetta er samband 50 kaupfélaga um land allt, sem telja 33—34 þús. félaga. Forystumenn Sambandsins hafa löngum verið sóttir norður, fyrsti stjómarformaður var Pétur á Gautlöndum, þá Steingrímur Jóns- son, Ólafur Briem, Ingólfur Bjarna- son, Einar Árnason, Sigurður Krist- insson og nú Jakob Frímannsson. En framkvæmdastjórar: Hallgrímur og Sigurður Kristinssynir, Vilhjáhnur Þór og nú Erlendur Einarsson. □ Heildarvelía Kaupfélags Eyfiriinga var FÉLAGSRÁÐSFUNDUR Kaup félags Eyfirðinga var haldinn á miðvikudaginn, 16. febrúar. Þar eiga sæti um fimmtíu manns, fulltrúar frá hinum 24 félags- deildum á félagssvæðinu, auk stjórnar KEA og framkvæmda- stjóra þess. En félagar í kaup- félaginu eru nær sex þúsund manns. Félagsráðsfundurinn var hald inn á Hótel KEA og var vel sóttur að vanda. Brynjólfur Sveinsson stjórnar formaður KEA setti fundinn. Fundarstjóri var Arnsteinn Stefánsson, en fundarritari Arn grímur Bjarnason. Valur Arnþórsson kaupfélags stjóri flutti síðan skýrslu yfir rekstur KEA síðasta ár, eins og venja er á félagsráðsfundum, um fjárhag þess, framkvæmdir og framtíðarverkefni. Var skýrslan mjög greinargóð og fróðleg, en niðurstöðutölur reikninga ekki endanlegar á þessu stigi. Þetta yfirlit var hið fyrsta, er nýr kaupfélagsstjóri, Valur Arnþórsson, flytur félagsráðs- mönnum, en fyrri kaupfélags- stjóri, Jakob Frímannsson, sat nú á áheyrendabekk, en kaup- félagsstjóraskiptin fóru form- lega fram í vor, er síðasti aðal- fundur kaupfélagsins var hald- inn. Kaupfélagsstjóri sagði, að heildarvelta KEA hefði nú í fyrsta sinn farið yfir tvo millj- arða króna. Framleiðsla sauðfjárafurða hefði aðeins dregizt saman, en mjólkurframleiðslan því nær staðið í stað. Hjá verksmiðjun- um, að tveim undanteknum, hefði framleiðsluaukningin ver- ið veruleg. Sala sjávarafurða hefði gengið mjög greiðlega á árinu og 'birgðir mjólkurafurða minnkað mjög mikið. Vörusalan í búðum félagsins og útibúum við fjörðinn hefði enn aukizt verulega og náð rösk um 620 milljónum króna, sem er 22% hækkun frá fyrra ári, Arngrímur Bjarnason, fulltrúi kaupfélagsstjóra. Kristján Ólafsson, nýr kaup- félagsstjóri á Dalvík. en sala verksmiðjanna og ýmsra þjónustufyrirtækja hefði aukizt meira, eða um 27%, en heildar- sala þeirra varð 392 milljónir króna. Ovarlegt er, sagði kaupfélags- A félagsráðsfundi KEA. stjórinn, að gera ráð fyrir aukn- um hagnaði af rekstrinum, þar sem launakostnaður hefur auk- izt mjög á árinu. Innlögð mjólk nam 20.4 millj. ltr. Seld voru 350 tonn smjörs frá landinu til Sviss og voru smjörbirgðir KEA um áramótin ekki nema 158 tonn. í sláturhúsum félagsins var lógað 42.800 kindum. Kjötmagn ið varð nær 10% minna en haustið áður en meðalvigt dilka varð hærri, eða 14.4 kg. Sala Kjötiðnaðarstöðvarinnar varð 94 milljónir króna og' hefur aukizt mjög. Hráefnisskortur er þar framundan. Af kartöflum hefur KEA tek- ið á móti nær 2.200 tunnum. Freðfiskur, unninn í Hrísey og Dalvík, var nær 2 þús. tonn, en saltfiskur frá Hrísey, Ár- skógsströnd, Grenivík, Gríms- ey, Hjalteyri og Akureyri var rúm 400 tonn. Hrogn frá sömu stöðum voru 733 tunnur. Fjárfesting KEA á árinu 1971 var um 60 milljónir króna skv. bráðabirgðauppgjöri. Mun það vera meiri fjárfesting en á nokkru öðru starfsári. Meðal framkvæmda og endurnýjunar er bygging við Hafnarstræti, stórgripasláturhús, það full- komnasta á landinu, ketilhús á Oddeyri, settar upp frysti- og flökunarvélar í frystihúsunum á Dalvík og Hríseé, fjórða hæð verzlunarhúss við Glerárgötu 36 var innréttuð, bifreiðakaup til vöruflutninga, keyptar vélar og tæki í Mjólkursamlag, Kjöt- iðnaðarstöð og Nýlenduvöru- deild, keypt húseign við Glerár- götu vegna Sjafnar og korn- kvörn til væntanlegrar fóður- blöndunarstöðvar. Verklegar framkvæmdir eru margar á dagskrá, sumar nýjar en aðrar í framhaldi af því, sem verið er að vinna að. Kaupfélagsstjórinn ræddi ítar lega um tvær stórframkvæmdir, er stæðu fyrir dyrum, en erfitt myndi reynast, fjárhagslega, að framkvæma samtímis. Onnur er bygging nýrrar mjólkurstöðvar, sem hafin var fyrir nokkrum árum en ekki var unnt að fjár- magna í tíð fyrrverandi stjórn- arvalda. Hin framkvæmdin er endurbygging sauðfjárslátur- húss eða húsa, samkvæmt end- urteknum og auknum kröfum þar um, frá erlendum aðilum, er kindakjöt kaupa hér á landi. Útlit sé fyrir, að búið sé að ráð- stafa stofnfjárlánum til slátur- hússbygginga 4—5 ór fram í tím ann, og því hafi stjórn KEA fallizt á þá tillögu kaupfélags- stjóra, að leggja höfuðáherzlu á byggingu nýrrar mjólkurstöðv- ar. Minni framkvæmd er ný fóðurblöndunarstöð, sem vænt- anlega tekur til starfa á Odd- eyri á árinu og verður sérstök deild í umsjá Ásgeirs Halldórs- sonar. Þá sagði kaupfélagsstjórinn FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð lendinga og Alþýðusamband Norðurlands hafa ákveðið að efna til ráðstefnu um atvinnu- mál á Norðurlandi, sem haldin verður í Landsbankasalnum á Akureyri 11. og 12. marz n. k. Megin viðfangsefni ráðstefn- unnar verða málefni sjávarút- vegs og fiskiðnaðar, ennfremur verður rætt um almenna iðn- þróun á Norðurlandi og sér í lagi úrvinnslugreinar iðnaðar. Til ráðstefnunnar verða boð- aðir fulltrúar sveitarstjórna, at- vinnumálanefnda og verkalýðs- félaga. Jafnframt er þess óskað, að fyrir ráðstefnuna verði lögð fram greinargerð um atvinnu- ástandið, og um framtíðarúrræði frá þeim sveitarfélögum, þar sem íbúarnir hafa aðalatvinnu af iðnaði og sjávarútvegi, sem gæti orðið til grundvallar um framtíðarstefnuna í atvinnumál- um Norðurlands. frá óskum 120 fjölskyldna á Siglufirði, um að KEA stofni þar útibú. Kaupfélag Siglfirð- inga varð gjaldþrota 1970, sem kunnugt er. En KEA og Kaup- félag' Skagfirðinga hafa haft þar mjólkursölu, og frá 1970 al- menna matvörusölu. Enn minntist Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri á, að full- trúi kaupfélagsstjóra hefði ver- ið ráðinn Arngrímur Bjarnason, en í hans stað sem skrifstofu- stjóri Finnbogi Jónassori. Þá Á ráðstefnunni verða flutt framsöguerindi um eftirfarandi efni: Björn Jónsson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, ræðir um verkalýðshreyfinguna og atvinnumálin. Hilmar Daní- elsson, sveilarstjóri á Dalvík, ræðir um sveitarfélögin og norð lenzka atvinnuþróun. Ragnar Arnalds, formáður stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins, ræðir um hlutverk og megin- stefnu stofnunarinnar. Ingvar Hallgrímsson, forstjóri Hafrann sóknarstofnunarinnar, ræðir um hafrannsóknir og fiskileit. Um þróun útgerðar á Norðurlandi ræðir Vilhelm Þorsteinsson, for- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, og um stöðu fiskiðnaðarins á Norðurlandi ræðir Marteinn Friðriksson á Sauðárkróki. Framkvæmdastjóri Iðnbróunar- stofnunarinnar, Sveinn Bjöfns- son, ræðir um iðnþróun og upp- byggingu iðnaðar. Jón Reynir (Ljósm.: E. D.) irS á s. L ári hefði Kristján Ólafsson verið ráðinn til að veita forstöðu úti- búi KEA á Dalvík, í stað Bald- vins Jóhannssonar, sem lét af því starfi vegna aldurs. Um þessi málefni og raunar miklu fleiri, snerust svo umræð ur að framsöguerindi kaup- félagsstjóra loknu og stóðu þær lengi dag's og voru hinar fróð- legustu. ' □ Trygginga- handbókin ÞAÐ er alkunn staðreynd að löggjöfin um almannatrygging- ar er mjög margbrotin, enda ná bætur almannatrygginga yfir vítt svið. Þess finnst fjöldi dæma að þeir, sem hvað mesta þörf hafa fyrir þá víðtæku þjóð- félagsáðstoð, sem felst í al- mannatryggingum, gera sér minnsta grein fyrir réttindum sínum. Nú er komin út bók, sem ætlað er að leysa þennan vanda borgaranna. Nefnist hún Trygg- ingahandbókin og er tekin sam- an af Gunnari G. Schram, en hann hafði áður tekið saman Lögfræðihandbókina, sem hlot- ið hefur miklar vinsældir hjá almenningi. Fólk gerir sér ekki ætíð grein fyrir hvaða réttindi það á sam- kvæmt almannatryggingum. Hvenær ber að greiða því bæt- ur, ef það slasasí eða veikist og hvenær ekki. Þetta er í fyrsta sinn sem slík bók er gefin út hér á landi. Hún er gagnleg hvéí'ju heimili og mætti nota sem kennslubók í skólum landsins. Höfundur bókarinnar er Gunnar G. Schram, en hann lauk doktorsprófi í þjóðarétti frá háskólanum i Cambridge árið 1961 og starfar nú sem þjóð réttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins. Höfundur getur þess, að við samantekt bókarinnar hafi hann notið liðsinnis Sigurðar Ingimundarsonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, og Bjarna Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Sambands ís- lenzkra tryggingafélaga. Tryggingahandbókin er prent uð í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason hjá Auglýsingastofu Gísli B. Björnssonar. □ Magnússon, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, ræðir um úrvinnsluiðnað, einkum mat vælaiðnað. Til ráðstefnunnar eru einnig boðaðir alþingismenn úr Norður landi pg forstjórar Fram- kvæmdastofnunarinnar með málfrelsi og tillögurétt. -Ráðstefna þessi ex undirbúin af samstarfsnefnd Alþýðusam- bandsins og F.jórðungssambands ins„ í nefndinni eiga sæti: Tryggvi Helgason, Akureyri, Jón Karlsson, Sauðárkróki, og Óskar Garibaldason frá Alþýðu- sambandi Norðurlands, en frá Fjórðungssambandi Norðlend- inga þeir Jóhann G. Möller, Siglufirði, Stefán Reykjalín, Akureyri, og Páll Árnason, Raufarhöfn. Með samstarfs- nefndinni hefur starfað Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga. □ SVAR MENNTAMÁLARÁÐHERRA: T ækniskóliim verður ekki fluttur norður! í FYRRI viku var til umræðu í sameinuðu þingi fyrirspurn frá tveimur þingmönnum Norðlend inga, Ingvari Gíslasyni og Lár- usi Jónssyni, varðandi Tækni- skóla íslands. Fyrirspurninni var beint til menntamálaráð- herra, og hljóðaði hún þannig: 1. Má vænta þess, að Tækni- skóli íslands, sem nú starfar í Reykjavík, verði fluttur til Ak- ureyrar? 2. Ef svo er ekki, hvað mælir þá gegn því? Ingvar Gíslason fylgdi fyrir- spurninni úr hlaði með stuttri ræðu og lagði einkum áherzlu á tvö atriði. Annars vegar þá stað reynd, að Tækniskóli íslands í Reykjavík býr við ófullkomið húsnæði, svo að nauðsyn ber til að reisa hús yfir starfsemi hans. Hins vegar, að hreyfing væri uppi norðanlands um þá stefnu að flytja bæri Tækniskólann til Akureyrar. Benti framsögumað- ur á í því sambandi ítrekaðar ályktanir Fjórðungsþings Norð- lendinga og bæjarstjórnar Akur eyrar. Ingvar Gíslason kvaðst telja, að aðalatriði þessa máls væri nauðsyn á að vinna skipu- lega að því að dreifa ríkisstofn- unum, ekki sízt mennta- og menningarstofnunum um landið í stað þess að þjappa öllu slíku saman í Reykjavík. Nú beri að nota tækifærið að flytja Tækni- skólann til Akureyrar. Lárus Jónsson og Gísli Guð- mundsson tóku mjög í sama streng. Menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, svaraði fyrir- spurninni og sagði, að engar fyrirætlanir væru uppi um flutn ing Tækniskólans frá Reykja- vík. Færði ráðherrann fram þær ástæður helztar, að kenn- araskortur og skortur rann- sóknarstofnana myndi há skóla- starfinu á Akureyri. Auk þess væri eðlilegra, eins og málum væri háttað, að gefa Tækniskól- anum í Reykjavík færi á því að þróast þar sem hann væri nú staðsettur. Hins vegar vildi menntamálaráðherra minna á, að lagaheimild væri fyrir stofn- un sérstaks tækniskóla á Akur- eyri. Kvaðst hann telja rétt, að þeirrar heimildar yrði neytt, þegar aðstæður leyfðu. Þá minnti ráðherra á, að fyrir efri deild Alþingis lægi frumvarp til laga um Tækniskóla íslands. Þar væri gert ráð fyrir, að skól- inn starfaði í Reykjavík. Ingvar Gíslason kvaðst harma þessa ákvörðun ríkisstjórnar- innar og lýsti yfir andstöðu sinni við frumvarpið. Hann kvað augljóst, að langt yrði að bíða þess, að tveir tækniskólar risu á íslandi. Biðin eftir sjálf- stæðum tækniskóla á Akureyri yrði því löng. □ Aðalfundur K. Þ. á Húsavík (Framhald af blaðsíðu 1). Úr félagsstjórn áttu að ganga Úlfur Indriðason og Illugi Jóns- son og voru báðir endurkjörnir. Fulltrúar á aðalfund SÍS voru kjörnir Teitur Björnsson, Hauk ur Logason, Úlfur Indriðason, Jóhann Hermannsson og Bald- vin Baldursson. Aðalfundurinn var þess hvetj andi að K. Þ. héldi afsláttar- kortakerfinu áfram. Samþykkt var, að endurtaka áskorun sína um, að Landnám ríkisins byggi heykögglaverksmiðju í Reykja- hverfi og fól stjórninni að vinna að því verki áfram. Guðmundur Sigurjónsson deildarstjóri fékk heiðursverð- laun úr Minningarsjóði Þórhalls Sigtryggssonár. Stjórn Menningarsjóðs K. Þ. gerði að tillögu sinni og aðal- fundur samþykkti, að af þessari milljón kr. sem sjóðurinn út- hlutar nú, fái Bókasafnið hálfa milljón, en ýmsir aðilar minni upphæðir. Þá heiðraði Menningarsjóður- inn þá Pál H. Jónsson og Egil Jónasson fyrir framlag til skemmtunar og menningar- Aðalfundurinn kaus þá Jón Gauta Pétursson og Karl Krist- jánsson heiðursfélaga kaupfé- lagsins. Og þakkaði Karl heiður inn með hvatningarræðu. Tillaga frá Eysteini Sigurðs- syni, Sigurði Jónssyni, Guð- mundi Hallgrímssyni og Böðv- ari Jónssyni, svohljóðandi: „Aðalfundur K. Þ. haldinn 19. og 20. febrúar 1972, samþykkir að fela félagsstjóminni að leggja fyrir deildafundi, á næsta ári, þá breytingu við 14. grein í sam þykktum félagsins, að stjórnar- menn megi ekki sitja nema 9 ár í einu í stjórn.“ Samþykkt var að leggja breytinguna fyrir næsta aðalfund. Mikið var um skemmtanir. Hagyrðingar létu mikið að sér kveða, að venju. Að kvöldi beggja fundardaganna voru sam komur til að minnast afmælis- ins, og hið fyrra kvöldið tvær samkomur. Þá var m. a. leikið leikrit Páls H. Jónssonar: ísana leysir, og er það um stofnun kaupfélagsins. Leikstjóri var Sigurður Hallmarsson. Aðal- afmælissamkoman var á sunnu dagskvöldið, 20. febrúar. Henni stjórnaði Finnur Kristjánsson. Þar fluttu ávörp: Úlfur Indriða- son, Björn Friðfinnsson og Andrés Kristjánsson. Karlakór- inn Þrymur söng og svo var mikill vísnaþáttur. □ Ársril Ræktunarfélagsins ÁRSRIT Ræktunarfélags Norð- urlands, sem Jóhannes Sigvalda son ritstýrir, er komið út, 140 síður og flytur margan fróðleik um landbúnað, og náttúrufræði. Fyrstu grein ritsins skrifar Árni G. Eylands og heitir hún: Niður í moldina með hann, og fjallar hún um húsdýraáburð- inn og notkun hans. Óttar Geirs son ritar um tilraunir með sáð- skipti og einvinnslu jarðvegs, Sveinn Hallgrímsson ritar um sauðfé, Bjarni E. Guðleifsson um kal og kalrannsóknir, Helgi Hallgrímsson um bláþörunga og vinnslu þeirra á köfnunarefni úr lofti, Stefán Aðalsteinsson um rannsóknastarfsemi land- búnaðarins, Ingólfur Davíðsson um skógarleifar á Árskógs- strönd, Þórarinn Lárusson um starf sitt og Jóhannes Sigvalda- son birtir einnig sína starfs- skýrslu. □ Krisfín Þuríður Jónsdóffir Fædd, 8 nóv. 1906. Dáin, 24 jan. 1972. KVEÐJUORÐ ÞÁ ER vinir kveðja, finnum við bezt hvers virði þeir voru okk- ur og samtíðinni. Með Þuríði hefur bærinn misst •einstakling, er á hann setti sterkari svip en meðalmennskan ein gerir. Hún varð aldrei áhrifakona í bæjar- málum eða málþingum, en sér- stæður persónuleiki og með afbrigðum vinsæl. Þuríður fæddist í Ærlækjar- seli í Norður-Þingeyjarsýslu, dóttir hjónanna Sigurveigar Sig urðardóttur, Gunnlaugssonar bónda í Skógum, og Jóns Jóns- sonar Gauta, sem var brautryðj andi að stofnun Kaupfélags Norður-Þingeyinga, fyrsti for- maður þess og framkvæmda- stjóri. Hann var. dóttursonur séra Jóns Þorsteinssonar frá Reykjahlíð, en fró honum er rakin hin þekkta Reykjahlíðar- ætt. Þegar Þuríður var þriggja ára fluttist hún, ásamt fjölskyldu sinni, að Héðinshöfða á Tjör- nesi, en ellefu árum síðar varð Ærlækjarsel aftur heimili henn- ar. í foreldrahúsum kynntist hún samvinnuhugsjóninni, sem þá var í mótun hérlendis, eink- anlega í Þingeyjarsýslum, og hefur án efa átt sinn þátt í, að þeir Þingeyingar urðu þekktir Frá Skákfélagi Ak. Á SKÁKÞINGI Akureyrar, sem nú er nýlokið, varð Júlíus Boga son sigurvergari og hlaut því titilinn Skákmeistari Akureyrar 1972. Hlaut Júlíus 8% vinning af 11 mögulegum, í öðru sæti varð Kristinn Jónsson með 7!£ v. og í þriðja sæti Jón Björg- vinsson með 7 v. í I. flokki voru einnig tefldar 11 umferðir og urðu þar efstir og jafnir Tryggvi Pálsson og Sveinbjörn Sigurðsson með 8 v. hvor, og í þriðja sæti Hólmgrím ur Heiðreksson með 7 v. Hraðskákmeistari Akureyrar 1972 varð Jón Björgvinsson. Hlaut hann 21v. af 24 mögu- legum, í öðru sæti varð Gunp- laugur Guðmundsson með 21 v., og í þriðja sæti Hrafn Arnarson með 18 Vz v. Um næstu helgi eigurtl við von á Timman, hollenzka skák- meistaranum, sem teflir nú á Reykjavíkurskákmótinu, hingað norður til að tefla fjöltefli og klukkuskák. Er það nánar aug- lýst í blaðinu og vonumst við til að menn verði álatir að mæta honum. Þá er ákveðið að Skákþing Norðlendinga hefjist laugardag- inn 11. marz og væri ánægju- legt að sjá fleiri aðkomumenn á mótinu en verið hefur nú undan farin ár. Q i er þar voru í fararbroddi og ruddu veginn. Ung að árum varð hún því vitni að harðri og: tvísýnni félagsmálabaráttu og; er mér nær að halda, að það hafi átt sinn þátt í að móta skof anir hennar á samskiptum fólkí og ef til vill ýtt undir metnaf til þess að duga og reynast öðr- um svo sem kostur var. Um það bar vitni heimili hennar og Skarphéðins, því það stóð ætíð opið vinum, vandamönnum og jafnvel ókunnugum, er voru : þörf fyrir aðstoð og fyrir ■ greiðslu. Var þá ekkert til spar að að veita svo sem efni framasi; leyfðu og aldrei ætlast til endu gjalds. Þuríður hafði ætíð mjög sterk ar tilfinningar til æskustöð\ ■ anna, og sagði við mig, vio fyrstu kynni, að sér finndist ég skyldari en flestir aðrir, sökun þess eins, að hafa átt til bernsku leikja sama varpann, fiskas.eii inn og hólinn, er voru henni : minningunum heilagt land. Oft fann ég hana þjást meí’ þeim, er hart voru leiknir í líf • inu, og ætíð var hendin þá fran rétt til hjálpar, ef væri það á hennar valdi. Snörustu þættirr ■ ir í skapgerðinni fundust mé; þó ætíð lífsgleðin og viljakraft • urinn. Hún tók mjög ákveðní afstöðu til mála og fylgdi skor' inort eftir. Mislíkaði henni, va:: stutt í afgerandi og greinargoti álit með góðum huga að baki, en orðavalið og framsetningii'. mótuðust af stórhug þess, er þorir að hafa skoðun og verjé. hana. Því gátu flestir tekið þát; í léttum hlátri, er oft fylgdi á eftir snörpum orðum. „Mig skortir, að geta tekic' öllu með ró“, sagði hún stund- um við mig. „En Skarphéðinr?. haggast aldrei“. Þessar sétrnng- ar segja okkur, er til þekkjun. mikið. Lífið færði Þuríði éins og flestum erfið tímabil mec' veikindum og ástvinamissi. Þá var gott að styðjast við þann, e: miðlað gat styrk og hugarró. Þuríður var kvödd síðast;; dag janúarmánaðar, en eftir standa bjartar minningar un; mikilhæfa og fórnfúsa samferða konu. Ég og f jölskylda mín senci um eiginmanni, syni og öðrum vandamönnum samúðarkveðj- ur. Indriði Úlfsscn, X I Hinzta kveðja MEÐ þessum fáu línum lang&'? mig til að þakka þér elsku Gerða mín allar okkar samveru stundir. Börnin mín þrjú þakka þér einnig alla þá umhyggju- semi og alúð er þú ávallt sýndir þeim. Minningin um þig, svo björt og fögur mun lifa í hug- um okkar allra. Ég kveð þig með söknuði saklausa fljóo og sendi þér kveðju frá þessum hein. l þú varst svo yndisleg einlæg og góö almáttugur Guð þig í faðmi sér geymi, Svanhiklur,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.