Dagur - 06.12.1972, Blaðsíða 5

Dagur - 06.12.1972, Blaðsíða 5
4 5 Sfcrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. MERK TÍMAMÓT NÚ ERU liðnir þrír aldarfjórðung- ar síðan Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri hóf starfsemi sína. En 27. nóvember 1897, fóru fyrstu og elztu vélar verksmiðjunnar að snúast. Um- svifin voru ekki mikil fyrstu árin eða framleiðslan fjölbreytt, en hugsjóna- og framkvæmdamenn í röðum ey- firzkra bænda sáu þó draum sinn rætast. Segja má, að iðnaðurinn hafi flutzt með fólkinu úr baðstofum sveitanna til hinnar vaxandi byggðar við innanverðan Eyjafjörð, Akur- eyrar, en framleiðsla hinnar nýju verksmiðju miðaðist Jxi einkum við það mörg fyrstu árin, að auðvelda ullariðnað heimilanna með því að kemba ullina og spinna hana. En síðan varð þróunin sú, að verksmiðj- ur tóku J>ennan forna iðnað að mestu í sínar hendur. Og síðan liefur ullariðnaður verið að þróazt í land- inu, jafnt og J>étt. Nýjar verksmiðjur hafa risið upp, bæði til að vinna ull og einnig til að vinna gærur og skinn. Gefjunar-, Iðunnar- og Heklu vörur hafa náð almennum vinsæld- um og eru viðurkenndar af öllum, er til J>ekkja, bæði innanlands og víða erlendis, enda hvarvetna eftir- sóttar. Þessar vörur frá verksmiðjum samvinnumanna á Akureyri, hafa á undanförnum árum og í mjög vax- andi mæli verið fluttar til hinna ýmsu landa allra lieimsálfa, og bend- ir margt til þess, að sölumöguleikar séu fyrir liendi í miklu stærri stíl, J>ótt framleiðslan yrði margfölduð frá því, sem nú er, ef unnt reynist að stilla framleiðslukostnaði í hóf. Verksmiðjur Sambandsins og verk smiðjur Sambandsins og KEA á Akureyri, eru burðarás atvinnulífs- ins í höfuðstað Norðurlands, ásamt öðrum atvinnurekstri kaupfélagsins. f verksmiðjunum vinna nú mn 700 manns. Þessi iðnaður er fyrst og fremst byggður á hráefni frá land- búnaðinum og má því segja að J>ró- un landbúnaðar og þróun J>essa iðn- aðar hljóti að fara saman og sé eitt stærsta byggðamálið. Og ekki má J>að gleymast J>eim, sem í J>éttbýlinu búa, að ullar- og skinnaiðnaðurinn eru aðeins greinar á stofni land- búnaðarins. Hugað hefur verið að }>eim mögu- leika, að færa eitthvað af starfsemi verksmiðjanna út til þeirra staða norðanlands, sem mesta J>örf hafa á nýjum iðngreinum til atvinnuörygg- is. Sennilega eru vandfundnar iðn- greinar, sem betur henta á J>essum stöðum, ef heppilegt skipulag finnst til slíkrar dreifingar. Á J>essum tímamótum }>urfa sam- vinnumenn enn að efla samtök sín og stefna að nýjum og stórum áföng- um, sem verða mættu til heilla. O HINN 27. nóvember sl. voru liðin 75 ár síðan fyrstu hjólin fóru að snúast í verksmiðju Tó- vinnufélags Eyfirðinga, sem nú heitir Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri. í tilefni þessa af- mælis hitti blaðið að máli fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar, Hjört Eiríksson, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Viltu segja eitthvað frá stofn- un þessa fyrirtækis? Aðdragandinn að stofnuninni var langur, en það var Tóvinnu félag Eyfirðinga, félag margra bænda en einnig Akureyringa, sem fyrst hóf máls á nauðsyn þess, að koma upp vélum til þess að kemba ull og spinna. Má rekja fyrstu tildrög til árs- ins 1893, en þá var hugmyndin fyrst rædd. En tíu árum fyrr hafði Magnús Þórarinsson á Halldórsstöðum í Laxárdal í S.- Þingeyjarsýslu komið upp, með styrk úr sýslusjóði, kembi- og spunavélasamstæðu heima hjá sér, og má segja, að sú starf- semi hafi vakið menn til betri skilnings á nauðsyn þess, að vinna ullina meira í vélum, held ur en þekkzt hafði fram að þeim tíma. Fundafélag Eyfirðinga kaus sér nefnd til að kanna og undir- búa þetta mál hér, og bar hún það svo fram á sýslufundi 1894. Ekki náði það þó fram að ganga í það sinn, en vorið 1896 var ákveðið að leita stuðnings Akur eyrarkaupstaðar ásamt sýslunni og samþykktu þessir aðilar að taka 1.200,00 króna lán til þess að hrinda málinu fram. Þá um sumarið var ráðinn Aðalsteinn Halldórsson frá Litla-Hamri til að veita fyrir- tækinu forstöðu, og fór hann utan um veturinn til náms og vélakaupa. f þeirri ferð keypti hann eina 200 þráða spunavél, ásamt kembivél. Kostaði kembi- vélin 1.100,00 krónur en spuna- vélin 200,00 krónur. Þetta var fyrsti vélakostur verksmiðj- unnar. Þetta framtak hefur átt að aðstoða heimilisiðnaðinn? Já, tilgangurinn með því að koma þessum kembi- og spuna- vélum var sá, að létta undir með heimilisiðnaðinum, en þá var ullariðnaður heimilanna veigamikill þáttur í íslenzku þjóðlífi. Til gamans má geta þess, að það kostaði þá 28 aura á pundið að kemba ull í lopa, en kembing og spuni á pundið kostaði 48—53 aura, eftir fín- leika bandsins. Einnig var það markmið verk smiðjunnar þegar í upphafi, að setja á stofn fullkomna klæða- verksmiðju. En það var ekki fyrr en eftir 10 ára starf og strit, sem það tókst að koma upp framleiðslu á ofnum dúk- um. Þá fyrst, eða 1908, tók verk smiðjan upp nafnið Klæðaverk- smiðjan Gefjun. En því nafni var breytt 40 árum síðar í Ullar verksmiðjan Gefjun. Gefjun í dag? Gefjun er nú, eftir 75 ára starfsemi, orðið stórt og öflugt fyrirtæki. Það hefur verið kapp kostað að halda fyrirtækinu í samkeppnishæfu formi og sam- kvæmt kröfum tímans. Stórum fjárhæðum hefur verið varið til endurnýjunar á vélakosti verk- smiðjunnar og leitast við að ná sem beztri hagræðingu á öllum sviðum. Hverjar eru helztu fram- leiðsluvörur? Verksmiðjan framleiddi á síð asta ári úr 560 tonnum af hrá- efni. Þar af var íslenzk ull um 400 tonn, gerviefni um 100 tonn og erlend ull um 60 tonn. Ofnir dúkar voru á sl. ári um 360 þúsund metrar. Spunnið prjóna garn var um 260 tonn og vefn- aðargarn um 240 tonn, kembur og plötur um 20 tonn. Framkvæmdastjórar frá upp- hafi? Aðalsteinn Halldórsson frá 1897—1908, Ragnar Ólafsson frá 1908—1910, Andreas Bertelsen, norskur maður, frá 1910—1916, Jónas Þór frá 1919—1951, Sig- urður Pálsson frá 1951—1952, Arnþór Þorsteinsson frá 1952— 1972 og Hjörtur Eiríksson síðan í marzmánuði á þessu ári. Starfsfólk verksmiðjunnar nú? Nú er starfsfólk Gefjunar um 220 manns og hefur því heldur Hjörtur Eiríksson. mætti segja, en halda þó vel í horfinu, á líkan hátt og verið hefur undanfarin ár, þannig, að árleg aukning haldist aí mí kí vel í hendur við hlutfallslega aukningu þjóðarbúsins. Ullariðnaðurinn virðist eiga mikla franitíð? Já, ég er viss um, að hann á eftir að vaxa og dafna verulega, og í því sambandi eru þau auð- vitað mörg, framtíðarverkefnin. Við erum með ýmsar hugmynd- ir í kollinum. Hvort þær rætast allar, veit enginn fyrirfram, og mun tíminn leiða það í ljós. En segja má, að margskonar viðfangsefni á ári hverju séu veruleg. Þar nefni ég sem Er vetrarrúin ull góð vara? Sú ull er bezt og koma hin þekktu og ágætu eiginleikar ís- lenzku ullarinnar þar vel fram. Hún er þá flókalaus og annarri ull hreinni. En hreinhvíta ullin? Frá Reykhólum, Hólum í Hjaltadal og Hesti í Borgarfirði höfum við fengið hreinhvíta og mjög góða ull. Hreinhvítu ull- ina er unnt að framleiða án þess að rýra aðrar afurðir sauðfjár- ins, að því er fróðir menn á því sviði telja. Nú er þessi ull metin að verðleikum og greidd hærra verði- Ullin, víðast hvar á land- inu,.er nú flokkuð í gæðaflokka og verðflokka og þeir flokkar Mislit ull? Okkur vantar tilfinnanlega mórauða ull. Hún er nú í hæsta verði. Líklega verður ull al- mennt í 60 króna verði til bænda kílóið, þessa árs fram- leiðsla. Svarta ullin er einnig í hærra verði en hvít, en af henni er miklu meira framleitt í land- inu en mórauðri ull. Gráa ullin er mikil og ekki í eins háu verði, enda er hún mjög mis- munandi grá og því erfitt að vinna úr henni vörur í jöfnum lit. Hins vegar hafa gráu gær- urnar verið verðmiklar og er það önnur saga. En ull af mis- litu fé, svo sem skræpóttu og flekkóttu, er vandræðaull og fer í fjórða flokk, en öll fjórða flokks ull er þó unnin innan- lands. Gefjun á Akureyri 75 ára fækkað á þessu ári. Því er ekki að leyna, að skortur á starfs- fólki hefur háð rekstri verk- smiðjunnar verulega á þessu ári og sérstaklega nú síðari hluta sumars og í haust. Standa stórbreytingar yfir í verksmið junni ? Á döfinni eru breytingra á vinnufyrirkomulagi stærstu vélasamstæðnanna. Þar verða upp teknar þrjár vaktir í stað tveggja, sem nú eru. Þá hefur einnig verið innleitt nýtt fyrir- komulag í launagreiðslum í einni deildinni í verksmiðjunni og verður það fært út, ef vel reynist. Þú minndst á deildir verk- smiðjunnar. Hve margar eru þær? Verksmiðjan skiptist í sex ýmsum framleiðslustigum falla til efni, er þar henta ekki en eru verðmæt í aðra framleiðslu. Gripið var því til þess ráðs að nota ýmiskonar ullarefni sem innlegg í óýrar sængur. Þessi deild hefur dafnað svo vel, að hún er orðin lang stærst sinnar tegundar í landinu. Þar eru framleiddar, fyrir utan þrjár tegundir af sængum, allskonar rúmteppi, svefnpokar og kerru- pokar. Fyrir utan ullarefnin í þessar vörur, eru einnig notuð gerviefni af nokkrum gerðum í innlegg. Þið munuð halda vel í horf- inu? Við kappkostum að gera það. En við lifum á miklum og misk- unnarlausum samkeppnistíma, þar sem hraði og nýting eru aðal atriðin. Það er lærdóms- dæmi, að í fyrra var keypt kembi- og spunavélasamstæða, sem kostaði 27 milljónir króna. En nú eigum við eftir að minnast á grundvöll alls þessa iðnaðar, sjálfa ullina? Oll íslenzka ullin, nema sú allra versta, eða fimmti og sjötti flokkur, er unnin í landinu. En því miður kemur stór hluti af þeirri ull, sem framleiddur er, aldrei fram og er nauðsyn að bæta úr því. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að verðið á ullinni hefur verið svo lágt, að bændur hafa ekki lagt neitt kapp á að taka hana af fénu, sagt sem svo, að það svari naumast kostnaði að hirða hana. Nú á þessu-rári. hefur ullin hækkað mjög veru- lega í verði og vona ég að bænd ur fái aukinn áhuga á þessari grein framleiðslunnar. Ullin á Hér sér yfir samvinnuverksmiðjurnar. deildir. Fyrst nefni ég loðbands deild, sem kembir og spinnur úr íslenzkri ull, þá kambgarns- deild, þar sem spunnið er jöfn- um höndum úr fínni íslenzkri ull og gerviefnum. Enn má nefna vefdeild fyrir allan vefn- að verksmiðjunnar og pillingar- deild, en þar fer fram eftirlit og viðgerð á ofnum dúkum, og svo er það fágunardeild, sem hefur með höndum litun, þvott og fágun á framleiðslunni, eftir því sem við á hverju sinni. Síðast nefni ég sængurdeildina. Sú deild er þannig til komin, að á ríkt að líta til frændþjóðanna í þessum efnum og sjá hvernig hefur gengið hjá þeim. Eftir stríðið voru margar bæði stórar og smáar ullarverksmiðjur í Svíþjóð. Yfir helmingur þeirra er nú fallinn í valinn. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, og einnig hafa margar ullar- verksmiðjur í Noregi orðið að hætta rekstri sínum. í Bretlandi getur maður daglega lesið um uppboð á gjaldþrota ullarverk- smiðjum. Ég álít það höfuð- viðfangsefni okkar nú, að sigla milli skers og báru, ef svo eru sex. Með þessari flokkun og hækkandi verði verður þessari framleiðslugrein veitt vaxandi athygli meðal bændanna sjálfra. Þið seljið mikið af vörum til Rússlands? Já, mörg undanfarin ár hafa verið gerðir allstórir samningar við Sovétmenn um sölu á ullar- teppum og peysum þangað. Síð- asti viðskiptasamningurinn hljóðaði upp á 135 milljónir króna og gildir hann fyrir hluta næsta árs og verður ef til vill aukinn. En í ár seljum við vör- ur fyrir 150 milljónir þangað austur. Lýkur þar viðtali og þakkar blaðið svör Hjartar Eiríkssonar forstjóra. □ Kvikmynd um Reyni Leósson KVIKMYNDIN „Hinn ósýni- legi kraftur“, sem fjallar um kraftamanninn Reyni Leósson frá Akureyri, er nú langt á veg komin. Verið er að taka sein- ustu atriði kvikmyndarinnar. Unnið hefur verið að kynn- ingu kvikmyndarinnar erlendis og var hún kynnt á kvikmynda- markaðnum MIFED í Mílanó í október. Þar voru saman komn- ir 173 kvikmyndaframleiðendur og 182 innkaupastjórar frá 48 löndum. Kvikmyndin „Hinn ósýnilegi kraftur“ var skráð í upplýsinga bæklingi markaðsins, upplýsing um um hana var dreift á fimm tungumálum, ensku, frönsku, þýzku, ítölsku og spænsku og veggauglýsingum um hana ásamt Ijósmyndum var útstillt. Markaður sem þessi er haldinn tvisvar á ári og verður kvik- myndin sýnd þar fullgerð í apríl á næsta ári. Reynir er sýndur lyfta bílum, hesti, tæta í sundur keðjur og handjárn, leysa sig úr böndum og þar sem hann brýzt út úr sterkbyggðasta fangaklefa landsins. Kvikmyndin verður um 90 mínútur að lengd. Hún er tekin á 16 mm kvikmyndafilmu í lit- um. Utbúnar verða tvær útgáf- ur af myndinni, íslenzk og ensk. Ráðgert er að hún verði tilbúin í lok janúar 1973 og verður hún þá ýnd í Reykjavík og út um allt land. Kvikmyndinni stjórn- aði Vilhjálmur Knudsen en frá- gangur hennar fer að mestu leyti fram í London. Eigandi myndarinnar er Leófilm í Kefla vík en framleiðandi er VOK- FILM, Reykjavík. □ Skipting fjár til íbúðabygginga INGIMUNDUR Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands austfirzkra sveitarfélaga, hefur tekið saman eftirfarandi upplýs ingar um lánafyrirgreiðslu vegna íbúðabygginga frá Bygg- ingasjóði og Stofnlánadeild land búnaðarins, fyrir árið 1971. Lánveitingar frá nefndum stofnunum skiptast þannig: (Ljósm.: E. D.) Norður- og Austurlandi er öll þvegin hér í Ullarþvottastöð Sambandsins á Akureyri, þ. e. sú ull, sem fram kemur. Nokk- uð vill bera á því, að ekki sé hugsað nægilega vel um ullina eftir rúning. Hún er ekki þurrk uð sem skyldi, er rök og getur þá fúnað. Auk þess er mikið af ullinni mjög óhreint. Þá er dá- lítið af ullinni tvíreyfa og það má heita ónothæf ull, eins og flókarnir, sem selja þarf út og lítið fæst fyrir. Allt þetta dreg- ur meðalverð ullar mjög mikið niður. Kjördæmi Bygginga- sjóður Stofnlána- deild Lán á íbúa Reykjavík 426.3 millj. 0 5.150,00 Reykjaneskjördæmi 190.8 — 1.5 millj. 4.900,00 Versturlandskjördæmi 19.3 — 6.5 — 1.955,00 V estf j arðak jördæmi 15.6 — 2.5 — 1.830,00 Norðurl.kjörd. vestra 20.2 — 4.6 — 3.170,00 Norðurl.kjörd. eystra 87.1 — 9.3 — 3.935,00 Austurlandskjördæmi 27.8 — 3.9 — 2.795,00 Suðurlandskjördæmi 30.1 — 14.6 — 2.450,00 Af þessari skýrslu verður svo ljóst, sem frekast má verða, að hlutur Reykjavíkur er bæði í tölum talinn og hlutfallslega lang mestur. — Skipting milli Stór-Reykjavíkur og lands- byggðarinnar er þessi: I . ííiW Heildar- Hundraðs- lán hluti Lán á íbúa Rvík og Reykjaneskjörd. Aðrir landshlutar Lætur því nærri að þrisvar sinnum hærri lánsfjárupphæð falli til Stór-Reykjavíkur en 618.6 millj. 241.4 — 72% 28% 5.065,00 2.840,00 landsbyggðarinnar og tvöföld upphæð á hvren íbúa. □ Jíu\ -I t ÞRILÆKIR LJÓÐABÓK KRÍSTJÁNS FRÁ DJÚPALÆK Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar ÞRÍLÆKIR, fágætt nafn og táknrænt. Talan þrír á sitt huldumál. Hún býr yfir djúpri dul. Þrístirni logar á himnum. Þríhyrningur geymir forn-helga töfra. Djúpilækur á sér tvo bræður, sem liðast til hliðar við hann og falla í hann. Þrílækir heita þeir. Þaðan er nafnið runnið. „Um bláa fjalldali liðast þrír lækir í lygnum, svalir og tærir. Einn söng mér ungum um sól, tveir myrkur, en samt voru allir mér kærir. Hver farveg sinn þræddi, unz fundum bar saman, þá fluttur var þríeinn óður, sem bezt ég man, er þeir fóru fetið í fang sinnar öldnu móður. Nú fara dagarnir hraðar og hraðar með hverju ári, sem líður. Vér komum sem lækir af háum heiðum og hafið eftir oss bíður. En öllum fannst oss þó ljúfust leiðin og léttust hin fyrstu sporin. Og það er satt. Þá var sólin hlýrri og sunnan-áttin á vorin.“ Bjartur ljúfsár tregi er falinn í þessu yndislega Ijóði. — En hvað er ljóð? Ljóð er tilraun til þess að túlka þá djúpu skynjun og það tilfinninga-ríki, sem ekki er hægt að tjá, — frumdrög að fegurð, sem enginn getur lýst. — Ljóð lýsir ávallt frá sér, til þeirrar tilveru, sem það vitnar um, til þess hrifningarástands, sem skáldið lifði, þegar ljóðið varð til. Því bjartara sem Ijóðið er, því unaðslegri töfraheimur býr handan þess. Ljóðabók þessa las ég í einni lotu, og fann vængjatök vor- boðans ljúfa. Fyrsta þrístirni ljóðmálanna, Tjaldljóð, er ljúfur vorbiði, trúr sjálfum sér, er fer með „fjaðra- bliki háa vegaleysu“ í djúpan sumardal. Hvernig sá dalur lít- ur út er ekki fullvíst, né heldur hvaða kvæði verða þar kveðin. Því að skáldið lætur lítið yfir þekkingu sinni, þótt brjóstvitið sé næmt og öruggt. Þessi ljóðaflokkur hefst svo: „Ég veit ekki neitt með vissu“. En það birtir stöðugt yfir, brjóst vitið segir til vegar og vissan eykst. „Af ljóssins strönd ber líknarhönd þeim lífsins vín, er sönnu trúa.“ Og: „Myrkrið víkur á svig við þann, er sig sjálfan ei svíkur." SIGRUÐU FYRIR skömmu voru úrslit kunn í norrænu sundkeppninni. Sigruðu íslendingar þar með yfirburðum og híutu 12 millj. stig, sem er meira en hinar Norðurlandaþjóðimar fengu samanlagt. Næstir urðu Finnar, Þá Svíar, Norðmenn og Danir ráku lestina. Finnlandsforseti gaf bikar til keppninnar og hljóta íslending- ar hann. □ Lögmálið, óhagganlegt bregst engum. Hitt kemur síðar á dag- inn hverjir brjóta það. Hin þrískipta grein. „Nei, lát þú ei bugast græna grein, þó glópskan vilji þig kurla smátt. — Mín jóð hefur glaðzt og gælt þig við og geymt þig í hjarta sínu. En framtíðin ægir, þú féndum verst. — Ég fel þig í ljóði mínu.“ Kvæðið Stormur endar þannig: „Þú hverfur, eyðist. Enginn man þín áhlaup grimm og skjót. En grasið rís úr gröf á ný og grær á sinni rót. — Það stemmir enginn stigu þess, sem stefnir himni mót.“ Þessi umræddi kafli ljóðanna endar á kvæðinu Hlé, „Hlé, ég hallast að þóftu og hverf inn í morgundraum.“ Þá taka Glettur við. — Skáld- ið frá Djúpalæk hefur Töngum haft gaman af að glettast við málefni og myndir. Örfá sýnis- horn: LÍFIÐ. „Lífið er kvikmynd leikin af stjörrium. i Myndin er ekki ætluð bornum.“ BOÐORÐ. . „Ég burðast með of mörg boðorð, á blekkingum hef ég nærzt. Ég græði mest á því minnsta, en minnst á því, sem er stærst.“ RÖDD. Ur skýjum barst xödd, og hún skipaði mér: Leitaðu þess, sem leitar að þér.“ Um list er hægt að deila enda laust. — Umhverfis fjöll andans er stöðugt mistur. — Að yrkja yndislegt ljóð er að leysa sjálf- an sig úr fjötrum, klífa tindinn. En hvenær? Hvað um það. Kristján frá Djúpalæk. Ljóðabók þessi er að nokkru leyti ljóð, um ljóðið, sem aldrei var kveðið. Um síðasta kafla bókarinnar, Minni, skal ég vera fáorður. Þau standa fyrir sínu. — Hefur öllu einfaldara, náttúrlegra og fegurra ljóð verið lagt yfir ævi- slóð samferðamanns á vorura dögum, en eftirfarandi: ’ - j' „í skauti moldar skýtur stundum rótura það skógartré, sem virðist meir í ætt við himin-heiði en hennar sé. Það ber svo langt í tign af hinum trjánum og töfrabrag. Og beitir allri orku til að vaxa hvern ævidag. |l Það bergir jarðarsafa djúpt, en sækir í sólarátt. Og kýs það eitt, sem von þess ' veginn greiðir að verða hátt. Til himins þrá er heit í merg þess runnia sem heimvon manns, og vitund sú, að líf þess hér sé langferð á leið til hans. ji Slík tré er öðrum lægri vörn í veðrum og vetrarþraut, og bendir eim að teygja lim sitt lengra á ljóssins braut. Það tregar hvorki tímans fleygu stundir né töf um sinn. En blómstur-krónu lyftir hærra og hærra í himininn.“ Ólafur Tryggvason. | LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT j 20 gerðir transistortækja, þ. á. m. 11 og 8 bylgju tækin frá KOYO. . Ódýrir stereo plötuspilarar. Stereo magnarar með og án útvarps. 1 j Stereo segulbönd, kassettu segulbönd. Sambyggðu útvarps og segulböndin vinsælu, Stereo heyrnartól. Hljómplötur. — Áteknar tónkassettur. 8 rása spólur o. m. fl. Otvarpsvirkja WtiSTARt Ttiaam VIÐGERÐARSTOFA STEFÁNS HALLGRlMSSONAR . Glerárgötu 32 . Slmi 11626 . Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.