Dagur - 24.01.1973, Blaðsíða 4

Dagur - 24.01.1973, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÉÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSÓN Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs JAFNAN er það nokkur viðburður í bæjarlífi kaupstaðanna þegar fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár er lögð fram. í henni felst ætíð stefnumörk- um um næstu verkefni og vilji heimamanna um úrlausnir. í frumvarpi um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir þetta ár, eru tekjur áætlaðar um 300 milljónir króna. Þegar athugað er, hvernig þessu fjármagni verður skipt, er ljóst, að aðeins nokkrir þættir taka til sín megin hluta þess. Má þar nefna gatnagerð og byggingaeftirlit, sem taka til sín 80 millj. kr. eða 26% allra teknanna, en þó nægir þetta fjármagn engan veginn til þess að unnt sé að koma gatnakerfinu í það liorf, sem nauðsynlegt er talið að komist í framkvæmd innan tíu ára. En lengd gatna er hér tiltölulega mikil vegna víðáttu bæjarins og ein- býlishúsin velja bæjarbúar fremur en önnur íbúðarform. Þá er athyglis- vert, að til reksturs ýmissa mennta- og menningarstofnana og félaga fara 24.5 millj. kr., og er þó ekki meðtal- inn kostnaður við rekstur bama- og gagnfræðaskóla, en kostnaður bæjar- ins vegna þeirra er svipaður og áður, fyrir utan stofnkostnað við nýja skóla, sem nú í ár er 20 millj. kr. Akureyrarkaupstaður telur sér skylt að sinna ýmsum þáttum í menn ingarlífi, sem er miklu léttbærari hlutfalislega á höfuðborgarsvæðinu. Landsbókasafnið og Háskólabóka- safnið uppfylla þarfir höfuðborgar- svæðisins, sem geymsludeild Amts- bókasafnsins hér gegnir og Akureyr- arbær greiðir, en ríkið syðra. Til íþróttamála og íþróttamannvirkja eru áætlaðar 12 milljónir króna. í því sambandi er samanburður við höfuðborgina okkur óhagstæður. Ríkissjóður mun t. d. hafa kostað veg að skíðalandi syðra og það nær orðalaust, en hér er verið að kiía út smáupphæðir árlega úr vegasjóði til að greiða kostnaðarsaman en ömgg- an veg upp í Hlíðarf jall, sem þó hef- ur hlotið nafnið Vetraríþróttamið- stöð landsins. Til félagsmála og sjóða, sem þeim em tengd fara 46 millj. kr. Til bmnavama em áætlaðar 9—10 millj. kr., en sambærilegir liðir í Kópavogi og Hafnarfirði em þriðjungi til helmingi lægri, vegna þess öryggis, sem Reykjavíkurborg er þeim kaup stöðum í bmnavörnum. Hér hafa verið nefndir fimm aðal flokkar af 14, sem nefndir em yfir útgjöld bæjarsjóðs Akureyrar og fara til þeirra tveir þriðju hlutar allra tekna bæjarsjóðs. □ Eitt og annað um landbúnaðinn 'iiin JÓNAS JÓNSSON aðstoðar- maður ráðherra var á ferðinni hér fyrir norðan í síðustu viku og greip blaðið þá tækifærið til að leggja fyrir hann nokkrar spurningar um landbúnaðinn, einkum um framtíðaráformin. Fara spurningar og svör hér á eftir... , Hvað er í fréttum af holda- nautaræktinni? Ég var nú einmitt á ferðinni vegna undirbúnings þess máls. En sóttvarnarstöð í Hrísey er forsenda holdanautainnflutn- ingsins, því að eyjan hefur ver- ið valin sem miðstöð nýrrar holdanautastöðvar í landinu. Það er að því komið, að gengið verði frá samningum milli land- búnaðarráðuneytisins og Hrís- eyjarhrepps um þessi mál. Að- staða er þarna góð til að full- nægja ströngustu kröfum um allt sóttvarnaröryggi. En þá verður einnig að leggja þá kvöð á, að allt annað búfjárhald verði bannað í eyjunni. Verða miklar byggingar reist- ar í Hrísey? Búið er að gera frumteikning- ar og verkið verður síðan boðið út. Þarna þarf að byggja mynd- arlegt hús, samsvarandi 50—60 gripa fjósi, en auk þess sæðing- arstöð, rannsóknaraðstöðu, hlöðu og lítið sláturhús. Ætlun- in er að koma þessum húsum upp á komandi sumri, en auk þess vönduðum girðingum, sem umlykja allt svæðið, sem stöð- inni tilheyrir. Hvenær kemur þctta svo bændum að notum? Það verða keyptar um 30 kvígur eða ungar kýr, nokkrar af stofni Galloway-blendinga í Gunnarsholti, en hinar íslenzk- ar. Þær verða síðan sæddar með hinu innflutta Galloway- sæði á næsta hausti. Tveim ár- um síðar, eða 1975—1976, fæst svo sæði úr hálfblendingunum til notkunar í landinu. Árið 1978 ætti svo að fást sæði úr 75% blendingum og síðan koll af kolli, þar til stofninn verður því nær hreinn aftur, í 5. eða 7. lið. Margir binda vonir við rækt- un holdanauta? Um tvær leiðir er að velja á þessu sviði: Einblendingsrækt á sláturgripum, samhliða venju- legri mjólkurframleiðslu. Það yrði til uppfyllingar og tekju- auka fyrir bændur, en ekki hvað sízt til betri nýtingar á landi og fóðri, því að það er ein- kenni Galloway-kynsins, að geta nýtt vel misjafnt fóður og misgóða beit. Hins vegar gæti svo við vissar aðstæður orðið um hreinan holdanautabúskap að ræða, þar sem landrúmt er á láglendi og gott til ræktunar. Holdanaut og sauðfé getur farið vel saman á láglendi. Með þann- ig blönduðum búskap nýtist landið án efa betur. En þau önnur mál, sem unnið er nú að hjá landbúnaðarráðu- neytinu? Þar er ýmislegt á döfinni, t. d. í sambandi við breytingar á landbúnaðarlöggjöfinni. Ég nefni fyrst það, sem þegar hef- ur verið gert: Jarðræktarlög með ýmsum merkum nýmælum voru samþykkt á síðasta þingi. Búfjárræktarlagafrumvarp ligg ur fyrir þinginu og verður vænt anlega afgreitt fljótlega eftir að þing kemur saman nú í janúar. Það felur einnig í sér nýjungar og endurbætur, miðað við nú- verandi aðstæður. Bæði voru þessi frumvörp undirbúin af JONAS JONSSON RAÐUNAUTUR SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM BLAÐSINS milliþinganefndum - Búnaðar- félags íslands og flutt í því formi, sem Búnaðarþing gekk frá þeim. Nefnd, sem skipuð var fljótlega eftir stjórnarskiptin 1971, hefur unnið mikið og gott starf við endurskoðun á lögum varðandi jarðeignir, kauprétt á jörðum og ábúðarlögum. Hún er nú um það bil að ljúka störf- um, og munu frumvörp hennar Jónas Jónsson. bæði frá sjónarmiði bænda og alþjóðar. Hindra þarf að jarðir lendi í höndum braskara og fjár aflamanna, og einnig að koma í veg fyrir óeðlilega verðhækk- un á landi. Jarðirnar, með gögn- um sínum og gæðum, þurfa að vera áfram í höndum bænd- anna, þ. e. fólksins, sem lifir af því að nýta gæði landsins. Það á ekki að líðast, að auðgripn- ustu gæðin séu skilin frá jörð- inni og arður af þeim renni beint til þéttbýlismanna, sem ekki vilja búa. Þá má greina frá því, að nefnd var skipuð á síðastliðnu hausti til að endurskoða lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins og Landnámið. Stefnt er að því, að Landnám ríkisins verði lagt niður, sem sérstök stofnun, en verkefnum þess komið fyrir hjá öðrum, sem starfa í þágu land- búnaðarins. Annað hlutverk þessarar nefndar er að fjalla um Stofnlánadeild landbúnaðarins til jarðlaga og ábúðarlaga vænt- anlega verða kynnt Búnaðar- þingi og að fengnum umsögnum þess, verða frumvörpin lögð fj'rir Alþingi. Hér er um mjög mikilvæg mál að ræða fyrir bændastéttina og alþjóð. Með lögunum á vitanlega að tryggja æskilega þróun þessara mála, og lánamál landbúnaðarins al- mennt. Rætt er um að sjóðirnir verði sjálfstæðari og að bænda- samtökin fái aðild að stjórn þeirra. Hvemig verður verðmæti ein stakra búvara aukið? Ég þykist vita, að þú eigir til dæmis við gærur og ull. Nefnd hefur starfað síðan á sl. sumri að athugunum á því, hvað hægt sé að gera í sambandi við flokk- un og meðferð á gærum og ull, til að auka verðmæti þessara afurða og hvetja til kynbóta, sem auki gildi þeirra. Þarna er áreiðanlega til mikils að vinna og varla vanzalaust að sinna ekki þessu mikilsverða hráefni betur en gert er. Þá á að endur- skoða lögin um búnaðarfræðsl- una, og liggur þar ályktun síð- asta Búnaðarþings til grund- vallar. í samræmi við þetta hef- ur verið skipuð nefnd til undir- búnings reglugerðar um skipu- lag og hlutverk nýs bændaskóla á Suðurlandi. Nefndinni er einn ig falið að gera tillögur um stað fyrir nýja skólann með hliðsjón af þessu öllu. En Framleiðsluráðslögin? Ég geri mér vonir um, að frumvarp það, sem samið var í fyrra, en ekki varð útrætt á Alþingi, nái nú fram að ganga á þessu þingi. í því frumvarpi eru mörg merk nýmæli, og mikilvæg atriði, sem yrðu til verulegra hagsbóta fyrir bænda stéttina, yrðu þau lögíest. Þá er í undirbúningi löggjöf um orlof bænda, og vona ég að hún nái fram að ganga. Núverandi stjórn hefur, sam- kvæmt þessu, tekið til meðferð- ar meginþætti landbúnaðarlög- gjafarinnar? Já, það er ekki langt frá því, þó minna megi á mikilvæg svig, sem stjórnvöld hafa enn ekki snúið sér að, en sem miklu máli skipta þó fyrir þróun landbún- aðarins. í því sambandi dettur mér í hug rannsóknarstarfsem- in. Það er mikil spurning, hvort þar þurfi ekki að endurskoða skipulag hlutanna. Og af því að við erum hér staddir, á Akur- eyri, er mér þetta ofarlega í huga. Hér á Akureyri er rekin mjög merkileg starfsemi fyrir landbúnaðinn á sviði rannsókna og leiðbeininga. En nú stendur svo á, að aðstaða í bæjarland- inu er ekki til frambúðar, og á um vegam BÆJARSTJÓRN Húsavíkur heíur borizt nefndarálit um framtíðarvegastæði milli Akur- eyrar og Fnjóskárbrúar. Er bæj arstjórnin sammóla um að mæla með því fyrir sitt leyti, að veginum verði valinn staður um Leirumar norðan flugvallar við Akureyri og þaðan um Sval- barðsströnd og Víkurskarð að Fnjóskárbrú. Skorar bæjarstjómin á hæst- virtan samgöngumálaráðherra og aðra stjórnendur samgöngu- mála að hraða framkvæmdum við vegalagningu þessa svo sem framast er unnt og að áfanga- skipting og slitlag verði í sam- ræmi við nefndarálitið. Jafnframt vekur bæjarstjórn- in athygli á því, að brýna nauð- syn ber til að ljúka hið allra fyrsta endurbyggingu þjóðveg- ég þar við Tilraunastöðina, sem hefur aðalstöðvar í Gróðrarstöð inni gömlu og starfsemi SNE með aðstöðu á Lundi. Þarf fyrr en seinna að útvega þessum starfsgreinum stað, eða nýtt jarðnæði, í heppilegri fjarlægð frá Akureyri. Þetta hefur verið í athugun hjá stjómendum Ránrisóknastófnunar landbún- aðarins og landbúnaðarráðu- neytinu, en ennþá er ekki séð hver niðurstaðan verður. Það hafa svo komið fram raddir um, að eðlilegt væri, að öll sú rann- sóknastarfsemi, sem hér fer fram, sameinist um eina mið- stöð, þar sem heppileg aðstaða fyndist og fengist. Þar yrði byggt upp með samvinnu þess- ara aðila. Þetta finnst mér að kæmi vel til greina og líklegt, að það yrði til varanlegrar efl- ingar, bæði rannsóknanna og leiðbeiningaþjónustunnar. Leið- beiningaþjónusta hvers héraðs og landshluta hlýtur mjög að eflast við staðbundnar rann- sóknir. Auk þess sem efnagrein ingarþjónustan, eins og sú, sem Rannsóknastofa Norðurlands veitir, bæði á sviði jarðvegs- og fóðurefna, er mjög mikilvægur þáttur í nútíma leiðbeininga- þjónustu. Þessa starfsemi hafa búnaðarsamböndin á Norður- landi byggt upp með samvinnu sinni í Ræktunarfélagi Norður- lands, að mestu eða öllu leyti, og með því fjórmagni, sem hér- uðin hafa lagt fram, sagði Jónas Jónsson að lokum og þakka ég viðtalið. E. D. BROTIST INN BROTIST vár á laugardagsnótt- ina inn í Rafval og stolið skipti- mynt o. fl. og húsgöng skemmd. Á sunnudaginn fannst nokkurt magn af rakettum, blysum og fleiri þeim vörum, sem eftir- sóttar eru um áramót, í rusla- tunnu einni í Brekkugötunni, og er það hluti af því, sem stolið var í Rafvali. □ TAPAÐ Yörubílsdekk tapaðist á leið úr Hörgárdal til Dalvíkur, fimmtud. 18. janúar. Skilist á Bögglageymslu K. E. A. gegn fundar- launum. 11. október s. 1. tapaðist í miðbænum gullarm- band. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1-20-50, fundarlaun. Um miðjan desember tapaðist kvengiftingar- hringur. Skilvís finnandi láti vita í síma 1-11-16. Tapast hefur á Eyrinni, silfurnisti fyrir myndir. Skilvís finnandi hringi í sími 2-15-37, fundarlaun. Frá Bridgefélagi Akureyrar SJÖUNDA umferð í sveita- keppni Bridgefélags Akureyrar var spiluð sl. þriðjudag. Úrslit urðu þessi: stig Sv. Sigurbjörns—Viðars 20—0 — Alfreðs—Sveinbjörns 20—0 — Þormóðs—Valdimars 20—0 — Guðmundar—Páls 13—7 Röð sveitanna er þessi: stig 1. Sv. Sigurbj. Bjarnasonar 108 2. — Alfreðs Pálssonar 107 3. — Þormóðs Einarssonar 97 4. — Páls Pálssonar 95 5. — Guðm. Guðlaugssonar 88 6. — Sveinbj. Sigurðssonar 77 7. — Viðars Valdimarss. 48 8. — Valdimars Halldórss. 16 9. — Þórarins B. Jónssonar 6 Síðasta umferð verður spiluð í kvöld og spila þá m. a. saman sveitir Alfreðs og Sigurbjörns til úrslita um Akureyrarmeist- aratitilinn í bridge. Næsta keppni félagsins er Firmakeppni og Einmennings- keppni, sem hefjast að Hótel KEA þriðjudaginn 30. janúar. Einmenningsmeistari félagsins 1972 varð Tómas Sigurjónsson, en Firmakeppni félagsins 1972 sigraði Pedro-myndir, en Hörð- ur Steinbergsson spilaði fyrir það fyrirtæki. □ . 'T' lyrr.-.-.vn ...... arins um Köldukinn, frá vega- mótum hjá Krossi að Skjálf- andafljótsbrú neðan Ófeigs- staða. Leið þessi lokast strax í fyrstu snjóum og er miklum erfiðleikum bundið að ryðja hana sökum þess hve vegurinn er lágur. — Með byggingu nýrr- ar brúar yfir Skjálfandafljót hjá Fosshóli, sem lokið var á sl. ári, hefur opnazt möguleiki á að vinna við endurbyggingu Kinnarvegar án þess að valda öngþveiti í samgöngumálum héraðsins. — Þá er að lokum rétt að taka fram að vegurinn um Ljósavatnsskarð er einnig mikill farartálmi á vetrum, enda hafa ekki verið gerðar teljandi endurbætur á honum um áratugaskeið. (Fréttatilkynning) BÆND AKLÚBBSFUNDUR var haldinn að Hótel KEA mið- vikudaginn 17. þ. m. og mættu þá 115 manns, þar á meðal nokkrar konur. Rætt var um nautgripasýning ar, kynbætur og meðferð naut- gripa, einkum mjólkurkúa. Framsögn höfðu ráðunautar Búnaðarfélags íslands, þeir Ólafur Stefánsson og Jóhannes Eiríksson. Lögðu þeir fram ýtar legar skýrslur um nautgripa- sýningarnar í Eyjafirði, sem fóru fram sl. sumar. Skýrslur þessar sýna m. a. samanburð á mjólkurkúm milli hreppa og einstakra búa innan hvers hrepps. Hefur enn farið fjölg- andi þeim kúm, sem gefið hafa yfir 13 þús. fitueiningar á ári. Sýndar voru skuggamyndir af nokkrum fyrstu verðlauna kúm aðallega úr Eyjafirði. Frá Skákfélagi Akureyrar AÐALFUNDUR Skákfélags Akureyrar var haldinn að Hótel KEA 21. janúar síðastliðinn. Ný stjórn var kosin. Hana skipa eftirtaldir menn: Formaður Gunnlaugur Guðmundsson, rit- ari Viðar Stefánsson, gjaldkeri Þóroddur Hjaltalín, áhaldavörð ur Gylfi Þórhallsson og skák- ritari Bragi Pálmason. Varafor- maður var kjörinn Karl Stein- grímsson, aðrir varamenn eru: Haraldur Ólafsson, Aðalbjöm Steingrímsson, Jón Björgvins- son, Randver Karlesson. Umræður urðu miklar á fund inum, m. a. var rætt um hugsan lega utanlandsför félagsins. Næstkomandi fimmtudags- kvöld kl. 8 mun Guðmundur Búason tefla fjöltefli að Hótel KEA. Öllum heimil þátttaka. Stjómin. Tveir alþingismenn voru á fundinum, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson. Svaraði Jón- as fyrirspurnum um holdanauta ræktun þá, sem fyrirhuguð er í Hrísey og skýrði í aðalatriðum frá þeirri áætlun, sem gerð hef- ur verið um framkvæmdir og fyrirkomulag. Þetta var fyrsti fundurinn á þessu ári, og stóðu umræður fram yfir miðnætti. — Fundar- stjóri var Jón Hjálmarsson í Villingadal. □ Husqvarna Pratorica II Combina Zig - Zag BARNAVAGNAR GÖNGUGRINDUR BRYNJÓLFUR SVEINSSON HF. Skrifstofa Glerárgötu 36, síma 2-16-04, opin þriðjudaga og fimmtudaga frá 5—6. Hafnar verða framkvæmdir við raðhúsin Grund- argerði 2, 10 íbúðir og 4—5 íbúðir að vori. Væntanlegum kaupendum vorum er bent á að umsóknir til Húsnæðismálastjórnar þurfa að hafa borizt fyrir 1. febr. næstk. ef þær eiga að verða teknar til greina á þessu ári. Ath.: Að lánið er nú komið í 800.000.00 kr. HEIMASIMAR: HÖRÐUR TULINÍUS, 1-26-10. GÍSLI BR. HJARTARSON, 1-28-79. PÁLL ALFREÐSSON, 2:16-03. „GAMANÞÁTTUR" Á JÓLUM OG „BEINA LÍNAN“ „Beina línan“ í útvarpinu okk ar á miðvikudögum er oft góð, færir hlustendum gjarnan um- hugsunarefni. Sl. miðvikudag lenti formaður útvarpsráðs „í eldinum", fékk erfið bein að bita, réði vel við suma spyrj- endur, aðra miður. Matthías Gestsson gerði hon- um lífið leitt, — og er e. t. v. ekki séð fyrir endann á því. — Hann spurði m. a., hvort um- sjónarmenn gamanþáttarins á jólum, hefðu ekki fengið vítur fyrir hann. Svarið var neitandi, og taldi formaður ekki ástæðu til slíks, og hefði þó ekki hlustað á þáttinn, ekki einu sinni af segulbandi, sem þó ætti að vera auðvelt. En vítur taldi hann fjarstæðu; hann myndi aldrei samþykkja vítur á nokk- urn fyrir orð sín í útvarpi! Svo virðist sem hann liti á vítur sem næst því, að verða fyrir bannfæringu hér áður. Er það rétt? Eru ekki vítur sama eðlis og ávítur, ákveðin áminning fyrir eitthvað óæskilegt, ósæmi- legt. Formaðurinn kvað hafa verið rætt um þennan þátt á fundi í útvarpsráði, án sameigin legra athugasemda. Manni verð ur á að ætla, að hinir ráðsmenn- irnir hafi ekki hlustað á hann heldur, eða rætt hann eins og gert var yfir „morgunkaffinu“, undir stjórn Páls Heiðars Jóns- sonar! Þeir (stundum þau) rabba og borða vínarbrauð tals- verðan tíma úr degi, lofa efni útvarpsdagskrár hvert í kapp við annað. En hafi eitthvað kom ið fram, mjög umdeilt, eins og nefndur þáttur, þá sjáum við í anda köttinn læðast kringum heita grautinn! Þessi liður dag- skrár var nefndur, en einhvern veginn ekki hægt um hann að ræða! Þar vantaði mann á borð við Matthías, eða Einar Braga, sem virtist (viku seinna á þess- um vettvangi) þora að segja sitt álit, þótt það jafnvel, að sumra dómi, væri mesta fjarstæða! En fyrir þennan þátt hefði hann líklega ekki vítt, ávítað, Pál Heiðar, svo sem vera bar, og þar með gefið honum gott tæki- færi til að „biðja alþjóð fyrir- gefningar", eins og sumir ætluð ust til. Við það hefði þó Páll Heiðar vaxið í áliti hjá flestum, og honum betur en fyrr þakk- aðir margir góðir þættir í út- varpi. Einnig var formaður útvarps- ráðs spurður, hvað væri til ráða, ef ríkisstjórnin gæfi alls ekki leyfi til að hækka gjöld af útvarpi og sjónvarpi. Fyrsta úrræðið, sem formaður nefndi, — og taldi þó fráleitt — var að stytta dagskrá útv., og fækka sjónvarpsdögum. En mun það ekki einmitt bezta ráðið, og að sumu leyti mjög æskileg fram- kvæmd? Hvorki mönnum né skepnum er hollt að standa alltaf við hlaðið borð matar (jafnvel tvö) eða fulla jötu fóð- urs. Er okkur ekki boðið og rétt að munni alltof mikið af góð- gæti, hvar við sjálf leggjum ekki annað fram, en að snúa takkanum? Myndum við ekki heyra og sjá betur, ef við fengj- um stundum að bíða eftir því? Sannanlegt er, að útvarpið „gengur“ tímum saman á vinnu stofum, verkstæðum og heimil- um, án þess nokkur síðan fái greint frá efni þess, sem flutt var. Endurtekningar á fréttum, (sem stundum eru engar frétt- ir), 4—8 sinnum á dag, eru skað legar eftirtekt hlustenda, hún lamast, verður óvirk. Og svo kemur sjónvarpjð , með sömu „fréttir", en serinilega eru það- 80—90% þjóðarinnar, seiri getur ■ valið um, að sjá eða • heyra. Bæði útvarp og sjónvarp hafa oft gott að bjóða, én líka hina tegundina og hjá mörgúm tíl- viljun, hvers notið er. Og sjón- varpið fer mjög illa með tíma fólksins. Lestur bóka, félags- störf, og ýmis tómstundaiðja sit ur á hakanum, til óbætanlegs tjóns einstaklingum og þjóðar- heill. Gott dæmi er frá „glugga“ útvarpsins sl. fimmtudag, er margir, aðallega í nánd vjð höfn Rvíkur, voru spurðir, hvað þeir höfðu lesið um jólin. Allmargir þeirra höfðu enga bók lesið, og nokkrir þeirra, sem lesið höfðu 1—3 bækur, mundu ekki, hvað þær hétu! Ætli þeim hafi ekki bara þótt þægilegra, að sitja eða liggja við útvarp og sjónvarp? Utvarpsráð er í vanda, ríkis- stjórn sömuleiðis. „Kassarnir“ eru tómir. Víða verður að spara, draga úr framkvæmdum. Hér benti form. útvarpsráðs á eina leið, sem fleiri en ég telja vel færa — og meira en það. Víða mættu íslendingar þannig draga saman seglin, minnka manna- lætin, svolítið. En ég þakka Matthíasi Gestssyni góða frammistöðu á „beinu línunni“. „Brekknakoti", 12. jan. ’73. Jónas Jónsson. HUGLEIÐING OG FYRIRSPURNIR VARÐANDI VARMAVEITU FYRIR AKUREYRI Ég vil hefja þetta stutta spjall á því, að á hausti síðastliðnu komu þær fréttir í blöðum og útvarpi, að Hvammstangabúar í Vestur-Húnavatnssýslu væru að leggja varmaveitu til húsa- hitunar til sín í þorpið, frá jarð- hitasvæðinu við Reyki í Mið- firði. Nú fyrir nokkrum dögum báru fjölmiðlar þær fregnir, að Blönduósbúar hyggðu á varma- veitu til húsahitunar í sínum kaupstað, frá Reykjum á Reykjabraut. Ef við rekjum okkur áfram austur eftir ströndinni, þá er Sauðárkrókur kominn með hita veitu fyrir mörgum árum. Sigl- firðingar berjast um fast og bora og kanna. Olafsfjörður státar af aldraðri varmaveitu og þar er enn borað, til að full- nægja þörfum vaxandi bæjar- félags. Grannar okkar á Dalvík geta litið yfir raðir húsa í þorpi sínu þar sem hvergi byltast blakkir reykir úr strompum, og þeir bora enn, enda full þörf fyrir meira af heitu vatni í vaxandi bæ, og allir ljúka upp einum munni um hagræði og þrifnað þar sem nýting og notkun jarð- varma er framkvæmd. Eigum við ekki að brégðá okkur út í Hrísey í leiðinni, þar er volgra í fjöruborði sem kom- ið hefir til tals að meðhöndla til húsahitunar, en um frárti- kvæmdir veit ég ekki. Þá getum við nú sagt: „Mað- ur líttu þér nær.“ Já, hvernig er þetta með Akuryeri? Það mun hafa verið á siðastliðnu hausti að fréttaklausa kom í blöðum þess efnis, að afar tor- velt væri að virkja jarðvarma til húsahitunar í Akureyrarbæ, og jafnvel gefið í skyn að slegið væri striki yfir þá framkvæmd að fullu og öllu. En hvað veld- ur? Nú tel ég að blöðin hafi brugðist skyldu sinni að skýra ekki betur frá þessu, og sný ég mér þá aðallega að vikublaðinu Degi, því að hann er víðlesnasta blaðið hér í bæ. Þetta hitaveitu- mál er töluvert mikið rætt manna á meðal í bænum, enda hagsmunamál allra bæjarbúa, ekki sízt nú, þegar olía til húsa- hitunar er nýbúin að hækka óþyrmilega. Ég vildi nú mælast til við „Dag“ að hann greindi lesend- um sínum frá nokkrum fróðleik varðandi þetta mál. í fyrsta lagi, hve marga sek. lítra af heitu vatni er talið að þurfi til að fullnægja húsahitun á Akureyri eins og hún er nú? Hvar hefir verið borað? Hve margar holur? Hve djúpar? Og hvað var mikill hiti og vatn á hverjum stað? Hvað segja sér- fræðingar um þessar fram- kvæmdir? Þessar spurningar brenna á vörum fjölda manns, sem finnst að yfir þetta mál sé dregin alltof mikil hula. Náttúrlega er líka fróðlegt að heyra kostnaðarhliðina, en við búum við breytilegt verðlag, og allir vita að svona framkvæmd- ir kosta stórfé, en það kosta all- ar meiriháttar framkvæmdir. Ekki verður því borið við, að ekki sé jarðhiti í grennd við Akureyri, þar sem heitar upp- sprettur eru fyrir norðan bæ- inn, sunnan bæinn í bæjarland- inu, og jafnvel telja sérfræðing- ar að heitar vatnsæðar séu und ir sjálfri bæjarbyggðinni. Ekki er hægt að segja að ekk- ert hafi verið gert af hálfu bæj- aryfirvalda til að rannsaka þessi mál. Ég vil nú greina frá þeim borunum, sem mér er kunnugt um að gerðar hafi ver- ið varðandi varmaveitu fyrir Akureyri. Fyrir mörgum árum var bor- uð hola við Laugaland á Þela- mörk. Nokkru seinna voru bor- aðar þar tvær holur. Þá hefir verið boruð hola í bæjarlandinu við Laugarhól sunnan Glerár- gils. Hola í botni gamla grjót- námsins vestan Þórunnarstræt- is vestur af lögreglustöðinni og hola suður og upp í túnum (veit ekki staðsetningu). Þessar fram kvæmdir er mér kunnugt um, en hafa verið framkvæmdar þannig, að svo virðist sem lítill hugur fylgi máli. Svo kom þessi fréttapistill í blöðum í haust eins og endahnútur á allar fram kvæmdir. Sumir vilja ætla að olíufélög- in stingi forráðamönnum bæjar mála svefnþorn. Eða jafnvel hin af og til vinsæla Laxárvirkjun- arstjórn. Ekki skal ég fullyrða neitt um þessi atriði, en ólíklegt þykir mér að Kópavogskaup- staður færi að kaupa jarðvarma af Reykvíkingum, ef það væri ekki talið hagkvæmt. Svo sýni- legt er að leggja má í töluverð- an kostnað til rannsókna. Að lokum vil ég spyrja: Á ekki Akureyrarbær jörðina Botn hér í Hrafnagilshreppi? Ég veit að þar bullar upp heitt vatn. Hefir þar verið rann- sakað? Vonandi fáum við skýra og skilmerkilega grein í „Degi“ um öll þessi mál, og kannski fréttir af framkvæmdum með hækk- andi sól. Akureyri, 13. jan. 1973. |! Gunnar S. Sigurjónsson. Dagur mun síðar, og eftir beztu getu, svara bréfi Gunnars,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.