Dagur - 14.02.1973, Side 5

Dagur - 14.02.1973, Side 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-G6 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fegurð og hamingja ' _.Vv- 1 ÞEGAR forseti hins íslenzka lýð- veldis ávarpaði þjóðina á fyrsta degi þessa árs, lauk hann ræðu sinni með þessum orðum: „Starfandi og skapandi er maður- inn fegurstur og um leið hamingju- samastur.“ Rétt áður en forsetinn mælti þessi orð hafði hann yfir erindi eftir skáldið og fræðimanninn Jón Helga- son í Kaupmannahöfn, er endar svo: Sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Ljóð skáldsins er lofsöngur til vinnunnar. Spakmæli forsetans fjall- ar um áhrif hins skapandi starfs á manninn og líðan hans. Þetta spak- mæli ætti að innræta hvex ju barni á íslandi. Á slíkum bainalærdómi er séistök þörf nú á tímum, því að víða gerir sá meinlegi misskilningur vart við sig, að vinnan sé böl og stai-fið ok, sem létta þurfi af mannkyninu, að vinnustundum þurfi að fækka, en tómstundum að fjölga, og er þá lítt að því hugað, hvernig tómstundum er varið. Það er að vísu rétt, að fyrr á tím- um var mörgum ofboðið með vinnu, og enn eru þess dæmi, að fólk ofbjóði sjálfu sér til að afla sér og sínum lífs- þæginda, sem það telur nauðsynleg, samkvæmt gildismati vorra tíma. Hið skapandi stail er það, sem að jafnaði greinir manninn frá dýri. Það starf er undirstaða menningar og framfara, brunnur liamingju og lífsgleði, a. m. k. fyrir alla þá, sem geta fengið starf við sitt hæfi og liafa heilsu til að sinna því. Jafnvel þau störf, sem unnin eru af skyldurækni einni saman, em manninum hollari en iðjuleysið. Hinar svokölluðu tómstundir fólks eru að verða eitt af lxelztu þjóð- félagsvandamálum nútímans. Maður við stöi'f, er að jafnaði ekki hættu- legur sjálfum sér eða umhverfi sínu. En í tómstundum sínum er liann það oft. Mest ei*u tómstundavandræðin í sambandi við böxn og unglinga í þéttbýli, þar sem þeim er fyrirmun- að að njóta fullnægingar hins skap- andi staifs. Úr þessu er í menningar- löndum reynt að bæta með skóla- skyldu. Fyrir sxima geta skólar komið í stað starfs, en fyrir aðra ekki. Víst er, að hinu fámenna íslenzka þjóðfélagi, með fangið fullt af veik- efnum, væri það óumræðilega mikils virði, ef þeir sem eifa landið gætu vaxpað frá sér ofdýrkun tómstund- anna og fest sér í minni orð forset- ans um fegurð og hamingju hins starfandi og skapandi rnanns. □ Eyfirzku kýrnar afurðamiklar Guðmimdur Steindórsson ráðunautur SNE svarar nokkrum spurningum blaðsins - FRA KAUPFEIAOIEYFIRÐINGA EYFIRZKIR bændur urðu snemma miklir samvinnumenn og félagsmálamenn. Til félags- málastarfa þeirra má rekja hin- ar stórstígu framfarir á mörgum sviðum, bæði í sveitum og sjáv- arþorpum, en ekki sízt í höfuð- stað Norðurlands. Ungmenna- félög, búnaðarfélög, jarðræktar- félög, búfjárræktarfélög og öfl- ugt samvinnufélag eiga þarna merka þætti, svo sem almennt er viðurkennt. Hér verður þó aðeins . minnzt á einn þáttinn, nautgriparæktina, en á því sviði munu eyfirzkir bændur vera í fararbroddi hér á landi. Naut- griparæktarfélögin við Eyja- fjörð mynduðu samband fyrir meira en fjörutíu árum og er það kunnugt undir skammstöf- uninni SNE. Að þessu sinni fengum við til viðtals ráðunaut sambandsins, Guðmund Stein- dórsson frá Þríhyrningi, sem tók við því starfi af Sigurjóni Steinssyni, sem andðaist á síð- asta ári. Hve mörg eru nautgriparækt- arfélögin í SNE? Samband nautgriparæktar- félaga Eyjafjarðar, eða SNE, var stofnað 1929 og í því eru 12 félög, þar af tvö í Þingeyjar- sýslu. Helztu verkefni? Helztu verkefni sambandsins hafa verið leiðbeiningastörf í nautgriparæktinni, uppgjör á skýrslum félaganna og ein- stakra bænda, þá kom SNE upp sæðingarstöð árið 1946 og af- kvæmarannsóknir hófust 1955. En 1954 var Búfjárræktarstöðin stofnuð, einnig stofnuð af SNE. Á v.egum SNE er einnig stærsta svínabú hér um slóðir, með um 70 gyltum. Nú eru eyfirzku kýmar tald- ar góðar? Afurðirnar hafa aukizt mjög mikið. Ef bornar eru saman skýrslur fyrr og nú, kemur þessi munur vel í ljós. Fjöldi árskúa á sambandssvæðinu voru 1266 árið 1930. Þá voru 3.4 árskýr til jafnaðar á bæ og mjólkuðu þær 2695 kg yfir árið með 3.6% fitu, Meðalársnytin var 2583 kg. En árið 1971 var fjöldi reiknaðra árskúa á sama svæði 4199. Þá voru að meðal- tali 17.9 árskýr á búi. Full- mjólka kýr mjólkuðu að meðal- tali 4259 kg með 4.32% fitu. En meðalnyt árskúa var 4042 kg. Þú hefur einnig stjómað af- kvæmarannsóknunuin? Já, ásamt bústjóranum, Ósk- ari Eiríkssyni, og þær eru í því fólgnar að rannsaka dætur ákveðinna nauta og láta þær segja til um eiginleika feðranna. Ár hvert höfum við þannig haft tvö naut í rannsókn og er nú búið, á þennan hátt, að rann- saka 30 kynbótanaut. Auk þess eru svo tveir kvíguhópar á fyrsta mjólkurskeiði nú, en feð- ur þeirra eru Natan, sunnlenzk- ur, og Hnokki frá Skjaldarvík. Það að auki eru enn þrír kvígu- hópar árinu yngri og svo enn yngri kvígukálfar. Og nautin reynast niisjafn- lega? Þau eru talsvert misjöfn og mörgum hefur verið lógað, þeg- ar dæturnar gefa þeim miður góðan vitnisburð. Er þar með útilokað að mjög léleg naut séu notuð til undaneldis. En erfitt er þó um allan samanburð vegna þess, að ekki hafa verið afkvæmaprófuð miklu fleiri naut árlega en þetta. En aðferð þessi þykir gefa nokkrar ákveðnar og mikilvægar bend- ingar um erfðaeiginleika naut- anna. En það er bæði kostur og galli sæðingastöðvanna, að hvert einstakt naut hefur miklu meiri kynbótaáhrif en áður var, því að með sæðingunum eru lítil takmörk fyrir fjölda ein- staklinga undan hverju nauti. Auk þessara tilrauna er nokkur meiri búskapur á Búfjárræktar- stöðinni. Guðmundur Steindórsson. Hvort byggist hin mikla mjólkuraukning frcmur á kyn- bótum en bættri fóðrun? Hinar auknu afurðir, sem skýrslurnar bera vott um, eru að nokkru leyti vegna kynbót- anna en fóðrun og öll meðferð mjólkurkúnna mun þó vera tals vert þyngri á metunum. Þið rekið enn sæðingarstöð- ina? Já, en sú breyting er á orðin, að við höfum ekki lengur kyn- bótanautin, heldur eru þau öll á einum stað, Hvanneyri. Þaðan er sæðið flutt hingað og því dreift hér eins og áður. Um 85% kúnna á sambandssvæðinu eru sæddar og nautahald í sveitum er að mestu aflagt. Þetta hefur gengið mjög vel og bændur hér voru öðrum fljótari að samein- ast um notkun sæðingarstöðv- arinnar. Og hinn sami áhugi kemur einnig fram gagnvart skýrsluhaldinu, því að yfirgnæf andi meirihluti kúnna á sam- bandssvæðinu er á skýrslum. Þið hafið einnig sauðfjársæð- ingar? Sauðfjársæðingar eru á veg- um búnaðrasambandsins, en hrútarnir, bæði kollóttir og hornóttir, eru á Búfjárræktar- stöðinni, en ráðunautar búnaðar sambandsins sjá um þann þátt sæðinganna, og eru aðrir mér fróðari um þær kynbætur. Þá má nefna að Rannsóknastofnun landbúnaðarins fékk aðstöðu hjá okkur við tilraunir á kálfa- eldi. Þeim tilraunum lauk sl. haust. Tilraunir þessar voru miðaðar við kjötframleiðslu. Er það rétt, að tölvur séu notaðar við kúaskýrslurnar? Byrjað er á því og að því stefnt, að tölvur vinni úr þess- um skýrslum, losi okkur að miklum hluta við það tafsama „handverk“, sem skýrslugerð- irnar eru, og það gefur ráðu- naut um leið aðstöðu til nánara samstarfs við bændur, sem ég tel mjög nauðsynlegt. Ég reikna með því, að skýrslugerðir allra nautgriparæktarfélaganna verði mjög fljótt komnar í hinar fljót- virku vélar. Enn mun mega vinna mikið að ræktun stofnsins og kunn- áttu í meðferð? Án efa, og er nærtækast að benda á þá mjólkurframleiðend- ur, sem beztum árangri hafa náð, og að margir eiga enn nokk uð langt í land að ná þeim. Nú munu kýrnar orðnar álíka eðlis- góðar á bæjunum, og er þá öðru um að kenna, þar sem árangur er mun minni eða lélegri. Hlýt- ur þá mismunurinn að liggja í fóðrun og annarri meðferð, en þá kemur jarðrækt og heyverk- un einnig inn í dæmið, og enn fleiri þættir. Hins vegar held ég, að ekki sé þörf á að flytja inn erlend mjólkurkyn, svo gott er okkar kúakyn til mjólkur. Hitt er annað mál, að framleiðsla nautakjöts er eflaust hagkvæm- ari með því að ala holdanaut. Að því er nú stefnt með væntan legri stöð í Hrísey, að útvega bændum sæði til framleiðslu á holdanautablendingum. Fleiri nýjungar í nautgripa- ræktinni? Mjólkurframleiðslubúin eru stöðugt að stækka, enda er rækt unin stöðugt aukin, ný og stærri fjós byggð á hverju ári, og framundan er tankvæðingin, sem er dýr framkvæmd, en tal- in vera eitt af því sem koma skal hér, og hefur á öðrum stöð- um gefizt vel. En mikill véla- og tækjakostur, ásamt dýrum hús- um, krefst mikillar framleiðslu til að standa undir hinum mikla kostnaði og gefa bændunum sæmilega afkomu. Flest stefnir því að því, að bústærð aukist verulega á næstu árum og e.t.v. enn hraðar en að undanförnu. Til nýjunga má það einnig telj- ast, að á síðustu árum og alveg sérstaklega nú, eru flestir kálf- ar látnir lifa til kjötframleiðslu. Mikill heyskapur í sumar varð til þess, að nánast er það hús- rýmið eitt, :sem takmarkar kálfa fjöldann nú í vetur. Þá ber að nefna nýja mjólkurvinnslustöð, sem manni skilst að byrjað verði á með vorinu. En hún er aðkallandi vegna breyttrar vinnslu og einnig vegna þess, að mjólkurframleiðslan heldur áfram að aukast með ári hverju. Nú munu margir bændur ætla að byggja 60—80 kúa fjós, auk kálfafjósa, og sýnir það betur en flest annað, hve búin eru að verða stór, segir Guðmundur Steindórsson ráðunautur að lok um og þakkar blaðið viðtalið. E. D. ÆSKAN OG ÁRAMÓTIN EFTIRMÁLI Undanfarin áramót hafa verið haldnir í Gagnfræðaskóla Ak. dansleikir fyrir nemendur skól- ans, hafa kennarar annazt þar alla gæzlu í þegnskylduvinnu og án allrar ívilnunar. Það vita allir, er hug að leiða, að ef ekki væri séð fyrir sam- komum handa unglingum bæj- arins yfir áramótin, myndi horfa til stórvandræða í bæn- um, því nógu erfiðlega gengur samt að halda uppi lögum og reghi, þó ekki bættust við’ fímm- hundruð í hóp þeirra, sem ráfa í reiðuleysi í miðbænum fram eftir allri nóttu, og þá stundum í misjöfnu ásigkomulagi. Því vaknaði uggur í hugum margra, er það fréttist, að ekki væri þess að vænta, að kenn- ararnir tækju þetta starf að sér eitt árið enn, er það raunar varla nema von, því ekki er hægt að ætlast til þess, að sömu mennirnir fórni frítíma sínum ár eftir ár án nokkurrar þókn- unar. Til að fyrra vandræðum og gefa unglingunum kost á heil- brigðri skemmtun um áramótin, ákvað Æskulýðsráð Akureyrar að leggja nokkuð fé af mörkum til þess að hægt væri að greiða þeim, sem að gæzlu vildu starfa, þóknun í samræmi við það sem tíðkast á þessum degi. Jafnframt þessu hugðist Barnaverndunarnefnd leitast við að aðstoða þá unglinga, sem sakir ölvunar eða einhverra (Framhald af blaðsíðu 8) nýju vorið 1973 með það fyrir augum, að ný mjólkurstöð gæti tekið til starfa að þrem til fjór- um árum liðnum. í samræmi við þessa samþykkt hefur verið unnið mikið starf á síðastliðnu ári að undirbúningi fram- kvæmdarinnar, bæði að því er varðar hina tæknilegu hlið máls ins sem hina fjármálalegu. TækniLegur undirbúningur hinnar nýju stöðvar er það vel á veg kominn, að hann mun ekki standa í vegi fyrir því, að framkvæmd geti hafizt vorið 1973, svo sem að hafði verið stefnt. Fjármagnsútvegun er hins vegar ennþá í athugun hjá viðkomandi yfirvöldum í land- inu, og er búizt við ákveðinni afstöðu þeirra innan skamms tíma. Bygging hinnar nýju mjólkur stöðvar er augljóslega lang brýnasta verkefnið á sviði afurðavinnslu landbúnaðarins í annarra orsaka áttu ekki sam- leið með fjöldanum. Var haft samband við bind- indissamtök hér í bæ og stóð ekki á góðum svörum þaðan, voru menn þar reiðubúnir til að veita aðstoð sína á nýársnótt, ef með þyrfti. Einnig þótti rétt að gefa for- eldrum og öðrum þeim bæjar- búum, sem ekki hafði þegar náðzt til, kost á að rétta þeim börnum og unglingum hjálpar- hönd, sem með þyrftu. Var í því skyni fréttatilkynn- ing og aðstoðarbeiðni í blöðum bæjarins, árangur þessara skrifa varð eins og margir höfðu fyrirfram spáð, hörmulega lé- legur, einungis tveir Akureyr- ingar bættust í hópinn, en þess má jafnframt geta, að bóndi austan úr Þingeyjarsýslu bauðst til að skjótast í bæinn og hjálpa til. Tilhögun hjálparstarfsins var þannig háttað, að frá klukkan 22.00 á gamlárskvöld til 06.00 á nýársdagsmorgun var föst vakt- þjónusta í Æskulýðsheimilinu Lóni. Þar var á boðstólum heitur drykkur ásamt tertum og öðru meðlæti, einnig var þarna að- staða til dægrastyttingar, svo sem spil og töfl auk hljómlistar, hljóðvarps og sjónvarps. Þangað voru færðir þeir ungl- ingar, sem að lögreglan hafði afskipti af og taldir voru það meðfærilegir, að ekki þyrfti að koma til líkamlegra átaka sakir ölæðis, einnig var kennurum Gagnfræðaskólans veitt aðstoð í þeirra erfiða starfi. Reynt var að ná sambandi við forráðamenn þeirra unglinga, sem afskipti voru höfð af, og þar sem það tókst var brugðið skjótt við og barnið sótt, annars var mönnum gefin hressing og þeir látnir jafna sig, áður en þeim var ekið heim til föður- húsa. Þess má geta, að almennur drykkjuskapur unglinga virðist hafa verið minni þessi áramót en endranær, telja má það víst, að ef ekki hefði til komið starf- semin í Lóni og Gagnfræðaskól- anum, hefði málið snúið á ann- an veg. Ein undantekning var þó á þessu, og var það í Alþýðuhús- inu, virðist jafnvel hafa verið stefnt að því með settu marki, því að á auglýsingum um sam- komuna voru slagorð eða yfir- Eyjafirði í dag, þar eð gamla mjólkurstöðin er orðin allsendis ófullnægjandi til þess að fást við hið mikla mjólkurmagn, sem var á síðasta ári ca. 21 milljón ltr., en mjólkurmagnið var aðeins 3—4 millj. ltr. árið 1939, þegar gamla stöðin tók til starfa. Hótel KEA. Nýlega er lokið athugun á nýtingu gistirýmis Hótel KEA árið 1972. Þar kemur í ljós, að gistinætur voru alls 9141 á móti 9045 árið 1971. Herbergjanýting 1972 var 63.3% en 61.1% árið 1971. Meðaltal herbergjanýting- ar árin 1967—70 var 57.6%, þannig að veruleg aukning hef- ir orðið hin síðari ár. Fjöldi út- lendinga, sem gistu Hótel KEA árið 1972 var 1503 og íslendinga 4243, eða samtals 5746 gestir. í hópi útlendinganna eru 407 Bandaríkjamenn, 372 Englend- ingar, 103 Þjóðverjar og 279 lýsingar, eins og þessi: „Ekki Æskulýðsráð", mun þar hafa verið höfðað til þeirrar tilraun- ar Æskulýðsráðs og Barna- verndunarnefndar að stemma stigu við drykkjuskap unglinga, annað er varla hægt að lesa út úr slíkum yfirlýsingum, enda varð allur bragur samkomunnar á þann veg, en of seint var að loka húsinu eftir að uppvíst var orðið hvers kyns var, en betri gát mun höfð á næst, þegar samkoma verður þarna. Að síðustu viljum við þakka þeim, sem lögðu hönd á plóginn í þágu unglinga bæjarins. F. h. Barnaverndunar- nefndar Akureyrar, Vilhjálmur Ingi. - Vetraríþróttamiðst. (Framhald af blaðsíðu 1) ferð úr bænum kl. 13.30, kennt á skíðum mánudag, miðvikudag og föstudag frá kl. 14—15.30 og 16—17.30. Námskeiðsgjald er 1.000 kr, innifalið ferðir til og frá Skíðahótelinu, kennsla, síð- degiskaffi og lyftugjöld. Þá verða tvö almenn skíða- námskeið. Annað eftir hádegi og hitt á kvöldin. Á dagnám- skeiðið er ferð úr bænum kl. 13.30, kennt á skíðum frá kl. 14—16 og farið í bæinn kl. 16.30. Á kvöldnámskeiðið er ferð úr bænum kl. 19.30. Kennt á skíð- um frá kl. 20—22 og ferð í bæ- inn kl. 22.30. Námskeiðsgjald á þessi al- mennu námskeið eru 750,00 kr., innifalið ferðir, kaffi, kennsla og lyftugjöld. Innritun og nánari upplýsing- ar eru veittar í Skíðahótelinu, sími 12930. Kennarar verða nokkrir af kunnari skíðamönnum Akur- eyrar. Skíðasnjór er mjög góður í Hlíðarfjalli um þessar mundir og leitast verður við að véltroða brekkurnar með snjóketti Bald- urs Sigurðssonar. Á þessari fyrirhuguðu „skíða- viku“ gefst almenningi mjög gott tækifæri til að hressa upp á skíðakunnáttuna undir leiðsögn ágætra kennara. Sérstök ástæða er til að hvetja Akureyringa til að not- færa sér þá ágætu aðstöðu til skíðaíþrótta og útilífs, sem er í Hlíðarfjalli. (Fréttatilkynning) Skandinavar, en alls hafa menn af 29 þjóðernum gist Hótel KEA árið 1972. Ráðstefna um samvinnu- hreyfinguna. Viðskiptafræðinemar við Há- skóla íslands munu efna til ráð- stefnu á Akureyri laugardaginn 10. marz og sunnudaginn 11. marz, ásamt nokkrum prófessor um deildarinnar og gestum. Þessi ráðstefna mun fjalla um samvinnuhreyfinguna og vinna nú um 40 viðskiptafræðinemar að gagnasöfnun og öðrum undir búningi. Þeir koma til Akur- eyrar að morgni föstudagsins 9. marz og munu þann dag fara í skoðunar- og kynnisferðir um nokkur fyrirtæki samvinnu- manna hér í bænum. Áhugasömum samvinnumönn um er heimilt að sitja ráðstefn- una. Þeir KEA-starfsmenn, sem það hyggðust gera, hafi vinsam legast samband við Gunnlaug P. Kristinsson hið fyrsta. KEA kaupir síldarverksmiðjuna á Dalvík. Er síldin hvarf frá Norður- og Austurlandi fyrir nokkrum ár- um varð Síldarverksmiðjan h.f. á Dalvík að leggja niður starf- semi sína, en fyrirtækið hafði þá nýlega byggt nýja síldarverk smiðju. í samræmi við mjög ein dregnar óskir félagsmanna KEA á Dalvík, svo og í samræmi við tilmæli sveitarstjórnarinnar, hefur það orðið að ráði, að KEA keypti umrædda síldarverk- smiðju af Fiskveiðisjóði íslands, sem hafði eignazt verksmiðjuna eftir að Síldarbræðslan h.f. hætti störfum. Gengið var frá umræddum kaupum í síðastliðn um mánuði og greiðir KEA sam tals fyrir verksmiðjuna og til- heyrandi búnað kr. 12.250.000, eða þar um bil. Hús verksmiðj- unnar er stálgrindahús 830 fer- metrar eða 4600 rúmmetrar að stærð, en vélasamstæðan er framleidd af Atlas a/s í Dan- mörku og er af mjög fullkom- inni gerð. Ennfremur fylgir í kaupunum ýmis tilheyrandi búnaður, svo sem lýsis- og hrá- efnistankar, færibönd og gufu- ketill. Verksmiðjan verður rekin sem beinamjölsverksmiðja í tengslum við frystihús KEA á staðnum og er stefnt að því, að eðlilegur rekstrargrundvöllur fyrir verksmiðjuna megi nást með þeirri auknu karfavinnslu, sem reikna má með, er nýr skut togari bætist í flota Dalvíkinga í lok ársins. (KEA-fregnir) Frá Ungmennafélagi r Islands UNGMENNAFÉLAG íslands lýsir yfir samúð sinni með Vest mannaeyingum vegna þeirra vá legu atburða sem átt hafa sér stað í heimabyggð þeirra. Jafn- framt hvetur UMFÍ æskufólk úr Vestmannaeyjum hvar sem það er í landinu til þess að snúa sér til ungmennafélaganna þar sem þeim mun standa til boða öll sú félags- og íþróttaaðstaða sem ungmennafélögin geta veitt. Nokkur ungmennafélög hafa þegar riðið á vaðið með að efna til skemmtisamkoma til fjáröfl- unar handa Vestmannaeying- um. Stjórn UMFl fagnar því framtaki og hvetur aðildarfélög sín til þess að veita Vestmanna- eyingum alla þá félagslegu fyrir greiðslu sem þau geta. (Fréttatilkynning) Kýr á beit á Lundstúninu. Oddur Krisfjánsson frá Glæsibæ NÍUTÍU ÁRA 14. FEBRÚAR ODDUR Kristjánsson frá Glæsi bæ, Hríseyjargötu 15 á Akur- eyri, fæddist inn í kaldan heim fyrir 90 árum. Þá voru Isa- og harðindaár, undanfari mestu þjóðflutninga íslendinga, er 15 þúsund landar okkar fluttu vést ur um haf og námu þar land á næstu árum. En níræðisafmæji Odds er í dag, 14. febrúar. Hann ólst ekki upp við krappari kjör en al- mennt gerðist á þeim tíma, nema síður væri, því að heimil- ið var bjargálna. Og hann átti því láni að fagna, að vera alinn upp í fjölþættum skóla lífsins frá blautu barnsbeini, við öll venjuleg störf á sjó og landi, við innanverðan Eyjafjörð. Hann var áhorfandi og einnig þátt- takandi í hinu mikla síldarævin týri Norðmanna hér við fjörð- inn, bæði fyrir og eftir síðustu aldamót, en á þeim árum lærðu íslendingar að veiða síld, fyrst í nótabrúk en síðan í lagnet. Formaður á fjórrónum árabát föður síns varð Oddur fimmtán vetra og farnaðist vel, varð einnig kunn selaskytta, en síðar nokkur ár ferjumaður um þver- an fjörðinn, frá Svalbarðseyri til Akureyrar dag hvern með mjólk bændanna, sem koma þurfti til vinnslu og dreifingar í kaupstaðnum. Ungur gekk Oddur í Möðru- vallaskóla og útskrifaðist þaðan litlu áður en bruninn mikli batt enda á skólahald þar og skólinn var fluttur til Akureyrar. Mun Oddur einn af fáum hinna gömlu Möðruvellinga, er enn mega frá segja. Oddur Kristjánsson fetaði ekki í spor hinna mörgu skóla- bræðra sinna, sem tóku að sér forystu á ýmsum sviðum þjóð- lífsins, og má það þó merkilegt heita um svo greindan mann og félagslyndan. En hann hafði engan tíma til þess eða áhuga á því, því að ymur lífs og lysti- semda, og hin mörgu og áhuga- verðu störf, kölluðu á hann úr öllum áttum. Hann var maður söngsins og gleðinnar, dáði fjör- mikla fáka og fagrar konur. Söngmaður var hann í meira en sjö áratugi, hafði tenórrödd framan af ævi en síðan bassa. Hann var einsöngvari fyrir mannsaldri síðan. Hann og þeir feðgar frá Glæsibæ sungu vetr- ardrungann úr bænum og þeir sungu sig inn í hug og hjörtu fólksins í nálægum byggðum. Enn er hinn níræði öldungur hress á líkama og sál og nýtur þess að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp, lesa meira og minna dag hvern, blanda geði við góða vini og orna sér við minningar liðinna daga. Hógvær er hann í orðræðum, en stundum glað- beittur á svip, maðurinn, sem forsjónin gaf svo langt líf og mikla hreysti, að maður gæti haldið hann þrjátíu árum yngri en hann er. Megi hann enn njóta heilsu og góðrar elli. E. D. VILJA EKKI Á NÝHÖLDNUM aðalfúndi kvenfélagsins Hvatar á Árskógs strönd var borin upp og sam- þykkt með öllum atkvæðum eftirfarandi tillaga: Aðalfundur kvenfélagsins Hvatar á Árskógsströnd, hald- inn í Árskógi 4. febrúar 1973, lýsir stuðningi sínum við tillögu Samtaka skólastjóra í Reykja- vík þess efnis að hætt verði við ÞJÓÐHÁTlD undirbúning þjóðhátíðar 1974 og fellst í öllum atriðum á rök- stuðning þeirra. Jafnframt skor ar fundurinn á öll kvenfélög í landinu að taka þessi mál til athugunar, bæði vegna þess ástands sem skapazt hefur vegna eldgoss í Vestmannaeyj- um og reynslu þjóðarinnar af þjóðhátíðarhöldum 17. júní und- anfarin ár. ( Fréttatilkynning ) Lára Thorarensen Fædd 28. desember 1917. — Dáiix 24. janúar 1973. Kveðja frá eiginmanni og börnum. Skyndilega ert þú liéðan liorfin. Við hugsum margt og minnumst þess að oft var inni hjá þér svo undra bjart. Við liugsum til þín, liorfnar stundir lifa í hug og sál. I þagnarkyrrð til þín við okkar sendum þakkarmál. Á kveðjustund við þökkum þér af hjarta þú varst okkur skjól. Þú leiddir okkur, ljúft var þá að eiga ljós frá kærleikssól. Umliyggja þín yfir okkur vakti alla þína tíð, og umhyggjan, liún gaf þér sjálfri gleði í gegn um lífsins stríð. Við þökkum allar ljúfar, Iiðnar stundir við ljós frá þér. Þess verður okkur lengi ljúft að minnast, sem liðið er.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.