Dagur - 14.02.1973, Page 6

Dagur - 14.02.1973, Page 6
6 □ RÚN 59732147 == 2 I.O.O.F. Rb. 2. — 122148i/2 II I.O.O.F. 2, = 15421681/2 = MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur (9 vikna fasta hefst). Sálmar nr. 2 — 121 — 120 — 288 — 7. Kiwanisbræður aðstoða aldr- að fólk til og frá kirkju með bílaþjónustu sinni, sími 21045 f. h. á sunnudag. — P. S. SUNNUDAGASKÓLÍ Akureyrarkirkju verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börn velkomin. — Sóknar- prestar. KRISTNIBOÐSHÚSH) ZION. Sunnudaginn 18. febr. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Samkoma kl. 5 e. h. (athugið breyttan tíma) er Kristniboðsfélag kvenna sér um. Lesnir verða reikningar félagsins, einnig sagðar fréttir af kristniboð- unum. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. Allir hjart- anlega velkomnir. MINNINGARGJÖF. Vinrahönd inni hefur boriz minningar- gjöf um hjónin Gunnar Sigur- jónsson og Sigurbjörgu Sigur- jónsdóttur frá Illugastöðum í Fnjóskadal. Minningargjöfin er frá dóttur þeirra hjóna og börnum hennar. Vinarhöndin þakkar þessa rausnarlegu gjöf og óskar gefendum bless- Unar Guðs. FRÁ Krabbameinsfélagi Akur- eyrar. Þeir félagsmenn, sem eiga ógreidd félagsgjöld frá fyrra ári, eru vinsamlegast beðnir að athuga, að greiðsl- um þeirra er veitt móttaka á skrifstofu Sjúkrasamlags Ak- ureyrar á venjulegum skrif- stofutíma. — F. h. Krabba- meinsfélags Akureyrar, Jónas Thordarson. LION SKLÚBBURINN HUGINN heldur fund á Hótel KEA kl. 12 n. k. fimmtudag. SAMHJÁLP, félag til varnar sykursýki, heldur aðalfund sinn að Hótel KEA sunnudag- inn 18. febrúar kl. 3 e. h. (Sjá - auglýsingu í blaðinu). UMF ÁRSÓL, Öngulsstaða- hreppi. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 15. febrúar í Freyvangi og hefst kl. 21.00. Mætið vel og ! stundvíslega. — Stjórnin. FRÁ Náttúrulækningafélagi Ak , ureyrar. Aðalfundurinn verð- ur haldinn sunnudaginn 18. febrúar kl. 3 e. h. í Amaró. Venjuleg aðalfundarstörf. Happdrættisnefndin skýrir frá happdrættinu. Áríðandi að félagar mæti vel. — Stjórnin. (úISAu) SÍÐBUXUR BLÚSSUR PILS ÚLPUR MIKIL VERÐLÆKKUN. MARKAÐURINN v I.O.G.T. stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 8.30 e.h. í Jélgasheimili templara, Varð börg. Venjuleg fundarstörf. Reikningar 'stúkunnar lagðir fram. Eftir fund: Bingó. — Æ.t. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Athygli skal vakin á því, að nú hefur altaristaflan úr Möðruvallakirkju verið flutt í Minjasafnið og er þar til sýnis. KONUR í Styrktarfélagi vangef inna á Norðurlandi. Fundin- um frestað, sem vera átti í kvöld, 14. febrúar, vegna veð- urs. Fundur ákveðinn 21. febrúar. — Stjórnin. I Vestmannaeyjasöfnun kr. 20.000 frá Halldóri Ólafssyni og kr. 500 frá G. J. — Áheit á Akureyrarkirkju kr. 1.500 frá sjómanni. — Bezu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson. LEIÐRÉTTING: í fyrirsögn við tals sem birtist í síðasta blaði við Sigurð Jóhannesson bæj- arfulltrúa, er hann talinn stjórnarformaður Rafveitu Akureyrar, en Sigurður á sæti í stjórn rafveitunnar eins og fram kom í viðtalinu. Stjórnarformaður er Gunn- laugur Jóhannsson rafvirkja- meistari. 2—3 herbergja íbúð ósk- ast til leigu. Uppl. í síma 2-17-54. Lítil 2ja herbergja íbúð til sölu. Getur orðið laus strax. Uppl. í síma 1-29-73 milli kl. 6—8 á kvöldin. 2ja herbergja íbúð til leigu til eins árs eða jafnvel lengur. Uppl. í síma 1-22-82 eftir kl. 20.00. Lítil 2ja herbergja íbúð eða tvö samliggjandi herbergi óskast til leigu frá marzbyrjun til júní- loka. Uppl. í síma 1-15-66 á milli kl. 6—8. Smábátaeigendur! Sex til tólf tonna bátur með línuspili, dýptar- mæli og radar, ef mögulegt er, óskast tekinn á leigu frá marz- lokum og fram á sumar og jafnvel sumarið ef um semst. Báturinn yrði notaður fyrir Norður- Iandi og er góðri með- iferð heitið. Uppl. gefnar í síma 2-18-78 frá kl. 17-19 næstu daga. Systrabrúðkaup. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Helga Ingólfsdóttir og Valdimar Valdimarsson, og ungfrú Gunnhildur Ingólfs- dóttir og Árni Njálsson. Heim ili þessara brúðhjóna verður að Höfðahlíð 17, Akureyri og að Jódísarstöðum, Aðaldal, S.- Þing. — Ljósmyndastofa Páls. Þann 20. jan. sl. voru gefin saman í hjónaband í Möðru- vallakirkju í Hörgárdal af sr. Þórhalli Höskuldssyni ungfrú Hulda Kristjánsdóttir og Gest ur Jónsson. Heimili þeirra verður á Akureyri. — Ljós- myndastoía Páls. TILKYNNING frá Tryggiiigamiðstöðinni h. f. og Líftryggmgamiðstöðimii h. f. um breytingu á símanúmeri skrifstofunnar í Hafnarstræti 107, 3. liæð. NÝJA NÚMERIÐ ER 12697. Allar tegundir trygginga. Vinsamlegast leitið upplýsinga. PÁLL HALLDÓRSSON, umboðsmaður. Þann 20. jan. sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Guðrún Sigurðardóttir og Loftur Sig- valdason. Heimili þeirra verð- ur að Bjarmastíg 13, Akur- eyri. — Ljósmyndastofa Páls. Leikfélag Akureyrar. Kai demommubærinn, fimmtudag kl. 8, laugardag kl. 2 og 5, sunnudag kl. 2 og 5. Miðasala opin frá kl. 3— 5 frá miðvikudegi og klukkutíma fyfir sýn- ingu, sími 1-10-73. Til sölu þriggja tonna bátur með 16 hestafla Saab-vél, Atlas dýptar- mæli og tveim sjálfvirk- um færarúllum. Uppl. í síma 6-17-55 eftir kl. 19. Til sölu ný ýsa, nýjar og sahaðar kinnar. Sími 6-13-62 og 6-13-77. TAPAÐ Tapazt hefur svört og hvít læða, kettlingafull. Finnandi hringi í síma 1-24-57. Eininprfélapr Fræðslu- og skemmtikvöld verða haldin að iÞing- vallastræti 14 föstudaginn 16. febrúar kl. 21.00. Gunnar Randversson, lögregluþjónn mun ræða áfengisvandamál æskunnar og ’svara fyrirspurn- um. Mánudaginn 19. febrúar kl. 21.00. Þóroddur Jónasson, læknir ræðir rétt verkafólks í sjúkratilfellum og svarar fyrirspurnum. FRÆÐSLUNEFND. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður rninnar , , , MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki ' Fjórðungssjúkrahússins og Elliheimilis Akureyr- ’ ar, fyrir alla aðstoð í veikindum Irennar. Guð blessi ykkur öll. Dalrós Baldvinsdóttir og vandamenn. Þökkurn auðsvnda samúð og vináttu við andlát / o og útför HÆÍNAR JÓNSDÓTTUR. Gústaf Jónasson, Ingibjörg Gústafsdóttir, Bolli Gústafsson, Matthildur Jónsdóttir og barnaböm.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.