Dagur - 04.07.1973, Síða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Sjálfsfæðisbarátta
FRAMSÓKNARFLOKKURINN,
og samstarfsflokkar hans, mynduðu
ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jó-
hannessonar fyrir tveim árum. And-
stæðingarnir liugguðu sjálfa sig og
stuðningsmenn sína með því í viku
hverri fyrstu mánuðina, að hin nýja
stjórn yrði skammlíf. Nú hefur
hljóðnað yfir þessum huggunarspá-
dómum íhalds og krata og ber tvennt
til: I fyrsta lagi liefur stjómin beitt
djarflegum úrræðum innanlands og
mótað nýja og sjálfstæða utanríkis-
stefnu. I öðru lagi hefur ríkisstjóm-
in sameinað þjóðina í landhelgismál-
nu, sem er stærsta sjálfstæðismál okk-
ar tíma og fengið stjórnarandstæð-
ingana til liðs við sig. Nú er svo kom
ið, að hrakspár stjórnarandstæðng-
anna eiga ekki lengur hljómgrunn
hjá hinum almennu borguram lands
ins. Landsfólkið finnur áþreifanleg-
an mun á stjórnarfarnu og kynnist á
ný örum framförum á flestum svið-
um atvinnulífsins, aukinni félags-
legri aðstoð, meira jafnrétti en áður,
fullri atvinnu og alhliða framfara-
sókn, í stað atvinnuleysis, landflótta
þúsunda manna og liarðdrægni í við-
skiptum við launafólkið. í stað undir
lægjuháttar í skiptum við erlendar
þjóðir og nauðungarsamningsins í
landhelgismálinu frá 1961, sem Bret-
ar byggja allar sínai' ofbeldisaðgerðir
á, auk málskotsins til Haagdómstóls-
ins og síðan algers athafnaleysis í
landhelgismálinu á annan áratug, er
þjóðinni nú fylkt undir eitt merki
í harðri baráttu fyrir rétti íslenzku
þjóðarinnar yfir landgrunninu. —
Hvert mannsbam í landinu liefur
þessar staðreyndir fyrir augum sér og
einnig þeir, sem hafa misvitra leið-
toga stjómmálaflokka fyrir hálfguði.
í stjómartíð Hermanns Jónasson-
ar forsætisráðherra komu íslending-
ar í veg fyrir það á Genfarráðstefn-
unni, að lögfest yrði tólf mílna fisk-
veiðilandlielgi sem alþjóðaregla.
Með atkvæði íslands var leiðinni til
einhliða útfærslu haldið opinni, og
var það stór viðburður. En þótt gæfa
þjóðarinnar væri svo smá 1961, að
eiga undanlátssama ríkisstjórn, sem
lét Breta kúga sig til nauðungar-
samningsins illræmda, er hún svo
gæfusöm nú, að standa einhuga í
sjálfstæðisbaráttu sinni, og svo ákveð
in er hún, að hún vítir hvem þann
leiðtoga sinn, sem hikar í þeirri bar-
áttu. Þeir hlekkir munu fyrr eða síð-
ar að fullu bresta, sem ósjálfstæð rík-
isstjóm fyrri ára lagði á þjóðina með
nauðungarsamningnum við Breta
1961, eins og aðrir fjötrar, sem ný
ríkisstjóm hefur leyst í mörgum inn-
anlandsmálum, undir farsælli stjóm
Ólafs Jóhannessonar.
INGVAR GÍSLASON alþingismaður:
Framkvæmdastofnun ríkisins
Samgönguáæilun Norðurlands 1973 Frá Kvennaskólanum Blönduósi
Lánadeild.
Lánadeild Framkvæmdastofn
unarinnar hefur ekki síður
miklu hlutverki að gegna en
áætlunardeildin, ekki sízt að
því er varðar öll meiriháttar
fjárfestingarmál, sem Fram-
kvæmdastofnunin á, samkvæmt
eðli sínu, að hafa sérstaka
stjórn á. í lögum segir svo, að
lánadeildin vinni að því að sam-
ræma útlán allra opinberra
sjóða og að skipuleggja fjár-
magnsöflun til framkvæmda
með sérstöku tilliti til þeirra
framkvæmda, sem forgang
þurfa að hafa samkvæmt áætl-
unum stofnunarinnar. Einnig
segir svo í lögum, að lánadeild-
in annist rannsóknir á arðsemi
og þjóðhagslegu gildi nýrra
atvinnugreina og fyrirtækja,
sem fyrirhugað er að setja á
stofn, í samráði við hagdeildir
bankanna, og einnig rannsóknir
á stöðu starfandi fyrirtækja,
sem þarfnast endurskipulagn-
ingar og nýrrar fjármögnunar.
Lánadeildin getur átt frum-
kvæði að stofnun nýrra fyrir-
tækja samkvæmt ákvörðunum
stjórnar Framkvæmdastofnun-
arinnar. Á þetta ákvæði hefur
ekki reynt til þessa, og verður
tíminn að leiða í ljós, hvort
slíkra aðgerða sé þörf í atvinnu
málum hér á landi.
Það má ljóst vera, að lána-
deild Framkvæmdastofnunar-
innar hefur öðrum deildum
hennar fremur „fingurinn á
slagæðinni", ef svo má til orða
taka. Starfsemi lánadeildarinn-
ar er í mjög nánum tengslum
við atvinnu- og framkvæmda-
lífið í landinu, fyrst og fremst
um allt, sem varðar stofnlán og
fjárfestingarframkvæmdir. Á
það við um allar atvinnugrein-
ar landsmanna að meira eða
minna leyti. Lánadeildin á að
hafa heildaryfirsýn yfir stofn-
lánaþörf atvinnuveganna, og á
vegum deildarinnar er ætlazt
til, að samræming útlána stofn-
lánasjóðanna eigi sér stað. Er
þetta í senn mikið starf og
mikilvægt og snertir mjög allt
athafnalíf í landinu.
Lánadeildin hefur umsjón
með rekstri tveggja sjóða, sem
reknir eru í tengslum við Fram
kvæmdastofnunina. Annars veg
ar er Framkvæmdasjóður, hins
vegar Byggðasjóður. Yfirstjórn
sjóðanna er í höndum Fram-
kvæmdastofnunarinnar. Hér er
ekki rúm til þess að lýsa ýtar-
lega hlutverki og starfsemi þess
ara sjóða, en nöfn þeirra segja
nokkuð til um það efni. Megin-
hlutverk Framkvæmdasjóðs er
að beina fé til „aðkallandi fram-
kvæmda“, og það er gert á þann
hátt, að sjóðurinn útvegar og
framlánar fé (viðbótarfé) til
hinna ýmsu stofnlánasjóða og
meiriháttar opinberra fram-
kvæmda, svo og annarra fram-
kvæmda, ef nauðsyn ber til.
Lánveitingar Framkvæmda-
sjóðs á árinu 1972 voru sam-
tals 1.3 milljarðar kr., en áætl-
aðar lánveitingar á líðandi ári,
1973, eru 1.9 milljarðar kr,
Byggðasjóður.
Byggðasjóður hefur það hlut-
verk „að stuðla að jafnvægi í
byggð landsins með því að veita
fjárhagslegan stuðning til fram-
kvæmda og eflingar atvinnulífi
með hliðsjón af landshlutaáætl-
unum og bæta aðstöðu til bú-
■ setu í einstökum byggðarlögum
og koma í veg fyrir að lífvæn-
legar byggðir fari í eyði.“
Af þessu sést, að Byggðasjóði
er að lögum ætlað ærið hlut-
verk, og víst er, að sjóðsstjórn-
in hefur fullan hug á að beita
svo valdi sínu yfir sjóðnum, að
samrýmist markmiði laganna.
M. a. hefur sjóðsstjórnin sett
sér þá reglu, að almenn Byggða
sjóðslán verði ekki veitt til þétt
býlissvæðisins við sunnanverð-
an Faxaflóa, þ. e. Reykjavík og
Reykjanessvæðið. Þarf sú
ákvörðun ekki sérstakrar skýr-
ingar við. Hins vegar er ástæða
til að vara við ofmati á getu
Byggðasjóðs að svo komnu
máli. Það er einnig ástæða til
að vara við oftrú á þá skoðun,
Ingvar Gíslason.
að kjarni landsbyggðarstefnu
felist í einhliða eflingu Byggða-
sjóðs. Því miður hafa of margir
bitið í sig slíka skoðun. Efling
Byggðasjóðs verður að haldast
í hendur við aðrar aðgerðir,
sem stuðla að jafnvægi í byggð
landsins. Sé raunsætt og öfga-
SIÐARI HLUTI
laust litið á þessi mál, þá gæti,
eins og horfir, mjög einsýn og
einhæf efling Byggðasjóðs leitt
til tilsvarandi samdráttar ann-
arra þátta fjárhags- og félags-
legrar uppbyggingar í þágu
landsbyggðarinnar. Hún gæti
m. a. í reynd komið niður á
eflingu mikilvægra stofnlána-
sjóða, sem landsbyggðin má sízt
við að vanmegnist. Hitt er ann-
að mál, að Byggðasjóður þarf
eflingar við frá því sem er.
Sérstaklega verður að vinna að
eflingu hans í réttu hlutfalli við
aukna byggðaáætlunargerð til
þess að tryggja raunliæft gildi
áætlananna, þegar þær eru full-
búnar.
Ekki mun ég afneita því, að
sumt sé aðfinnsluvert í starf-
semi Byggðasjóðs til þessa. Sér-
staklega er ástæða til að gagn-
rýna það, að sú kvöð var lögð
á herðar Byggðasjóði fyrsta
starfsár hans, að afgreiða til út-
gerðaraðilja viðbótarskipasmíða
lán, sem sérstakt fjármagn
hafði verið útvegað til, en átti
annars lítið skylt við byggða-
mál út af fyrir sig. Eðlilegra
hefði verið, að Fiskveiðasjóður
hefði haft afgreiðslu þessara
lána með höndum. Alls fóru
þannig um hendur Byggðasjóðs
á s.l. ári 233 millj. kr., sem
ekki tilheyrðu eiginlegum
byggðamálum, heldur voru al-
mennur stuðningur við sjávarút
veg og skipasmíðar. Þetta fyrir-
komulag var arfur frá tíð At-
vinnujöfnunarsjóðs, sem ríkis-
stjórninni láðist að afnema með
tilkomu Byggðasjóðs. Stjórn
Byggðasjóðs hefur verið ein-
huga um a ðfá þessu fyrirkomu
lagi breytt ,enda tefur það ein-
ungis fyrir því að sjóðurinn
geti unnið hindrunarlaust sam-
kvæmt eðli sínu og markmiði.
Útlán Byggðasjóðs 480 millj.
Onnur lán Byggðasjóðs en
þau, sem að framan greinir,
námu 247 millj. kr. á síðasta ári.
Af þeim fóru um 64 millj. til
lána vegna kaupa á notuðum
skipum og um 40 millj. til sér-
stakrar fyrirgreiðslu til útgerð-
araðilja víða um land til skut-
togarakaupa eða annarra fiski-
skipakaupa, eða alls 104 millj.
kr. Þar sem heildarútlán á veg-
um Byggðasjóðs voru 480 millj.
kr., var 143 millj. kr. varið til
annars en skipakaupa. Til fisk-
vinnslu var lánað 53 millj., til
niðursuðu 6 millj., til ' fram-
leiðsluiðnaðar 28 millj., þjón-
ustuiðnaðar 16 millj., til sveit-
arfélaga 22 millj.. Um 18 millj.
kr. gengu til ýmis konar lána
og styrkja. Er ljóst, að skipa-
kaupalán af ýmsu tagi máttu
sín mest í starfsemi Byggða-
sjóðs á sl. ári. Námu þau 337
millj. af 480 millj. kr. heildar-
upphæð útlána. Þetta háa hlut-
fall skipakaupalána má réttlæta
með því, að nú stendur yfir ör
uppbygging fiskiskipaflotans.
En fráleitt er að ætla þessu hlut
falli að standa óbreyttu. Hlutur
fiskiðnaðar og annars iðnaðar
hlýtur að vaxa á næstu árum.
Tckjumöguleikar Byggðasjóðs.
Byggðasjóður var stofnaður
með lögum í árslok 1971 og tók
til starfa í ársbyrjun 1972. Sögu
lega má líta á hann sem arftaka
Atvinnujöfnunarsjóðs, enda tók
hann við eignum hans og skuld-
bindingum og hlaut í arf sem
tekjustofn skattgjald álbræðsl-
unnar í Straumsvík, sem nam
36 millj. kr. sl. ár. Aðrar fasta-
tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur,
sem voru 18 millj. á síðasta ári
og 100 millj. kr. árlegt ríkis-
framlag. Auk þess er heimild
til þess að afla Byggðasjóði
tekna með lántökum, sem num-
ið geta 300 millj. kr. á ári. Þann
ig gæti Byggðasjóður haft til
ráðstöfunar um eða yfir 450
millj. kr .á ári samkvæmt á-
kvæðum laganna og varið til
hrcinna byggðamála. Að mín-
um dómi ætti að efla Byggða-
sjóð með því að tryggja honum,
að lögbundnir fjáröflunarmögu-
leikar hans nýtist að fullu. Á
ég þá fyrst og fremst við lán-
tökuheimildina. Vil ég endur-
taka það, að stjórn Byggðasjóðs
er einhuga um nauðsyn þess að
bæta úr þeim ágöllum, sem ver-
ið hafa á rekstri sjóðsins, en sá
er helztur annmarkinn, að
sjóðnum hafa verið falin verk-
efni, sem honum eru óskyld, og
fjáröflunarheimildir hafa ekki
verið nýttar sem skyldi.
Stjórn og framkvæmdaráð.
Stjórn Framkvæmdastofnun-
ar ríkisins skipa 7 menn, kosn-
ir hlutfallskosningu af Alþingi.
Eiga allir þingflokkar aðild að
stjórninni. Fyrir Framsóknar-
flokkinn gegna stjórnarstörfum
Steingrímur Hermannsson og
Ingvar Gíslason, fyrir Sjálfstæð
isflokkinn . Magnús Jónsson og
Matthías Bjarnason, fyrir Al-
þýðubandalagið Ragnar Arn-
alds, fyrir Alþýðuflokkinn Bene
dikt Gröndal og fyrir Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
Halldór S. Magnússon. Formað-
ur stjórnar er Ragnar Arnalds.
Stjórnin heldur alltíða fundi, og
eru bókaðir fundir orðnir 35.
Daglega stjórn stofnunarinn-
ar annast þrír framkvæmda-
stjórar (framkvæmdaráð), sem
ríkisstjórnin skipar. Fram-
kvæmdastjórar eru Bergur Sig-
urbjörnsson, Guðmundur Vig-
fússon og Tómas Árnason.
Deildarstjórar eru, auk Jóns
Sigurðssonar hagrannsóknar-
stjóra, sem nefndur var í fyrri
grein, Bjarni Bragi Jónsson
(áætlunardeild) og Guðmund-
ur B. Ólafsson (lánadeild).
Starfsmenn eru alls um 30. —
Rekstrarkostnaður Fram-
kvæmdastofnunarinnar sl. ár
var 32,8 millj. kr.
NÝLEGA hefur Framkvæmda-
stofnun ríkisins í samráði við
samgöngumálanefnd Fjórðungs
sambands Norðlendinga ákveð-
ið skiptingu framkvæmdafjár
vegna samgönguáætlunar Norð
urlands 1973.
Skiptingin er essi í höfuð-
Kinnarvegur 12.7
Tjörnesvegur 0.8
Hvammavegur 6.3
Þistilfjarðarvegur 7.2
Um Svelting 10.1
Verkfræðilegur kostn. 2.5
Til flugvalla er varið sam-
kvæmt samgönguáætlun 1973:
atriðum: þús.
Til vegamála kr. 156 millj. Gjögur 650
Til flugmála kr. 24 millj. Hólmavík 250
Til hafna kr. 18 millj. Krókstaðamelar 1000
Alls kr. 198 millj. Blönduós 2500
Sauðárkrókur 14350
Milli kjördæma er skipting Siglufjörður 800
framkvæmdafjár, sem hér Ólafsfjörður 100
segir: Grímsey 500
Vestfjarðakjördæmi Húsavík 2500
(Strandir) 7% Kópasker 300
Norðurland vestra 54% Raufarhöfn 300
Norðurland eystra 39% Þórshöfn 1000
Skipting vegafjár er eftirfar- Framlög til hafna í samgöngu
andi: millj. áætlun eru alls kr. 18 millj. til
Hólmavíkurvegur 9.3 viðbótar er 8 millj. króna fjár-
Staður — Reykir í lagaframlög, eða alls varið 26
Hrútafirði 10.0 millj. til þeirra hafna, sem eru
Brú á Melrakkadalsá 5.7 í samgönguáætlun Norðurlands.
Um Hausakvísl 12.0 Skipting framkvæmdakostnaðar
Langidalur 1.3 er sem hér segir: millj.
Skagastrandarvegur 17.0 Drangsnes 6.3
Víðimýri — Silfrast. 14.0 Skagaströnd 9.6
Vegalagning í Fljótum 11.0 Hofsós 5.1
Lýsing í Strákagöngum 2.1 Siglufjörður 5.0
Öxnadalsheiði 8.5
Dalvíkurvegur 14.0 Stefnt er að því að ljúka gerð
Grenivíkurvegur 8.0 samgönguátlunarinnar á þessu
Um Háls 0.7 ári. Þá fyrst og fremst stefnt að
F osshólsbrú 2.8 ljúka vegakaflanum. 1 Til skýr-
SVAR TIL JONS
INGIMARSSONAR.
í SÍÐUSTU VIKU birti Þjóð-
viljinn opið bréf til ritstjóra
Dags frá Jóni Ingimarssyni á
Akureyri. Ritstjóri Dags er ekk
ert óvanur því, að þurfa að leið
rétta Jón Ingimarsson og sér
ekki eftir sér að gera það.
í fyrsta lagi ber Jón ritstj.
Dags á brýn að skrifa líðilega
um undirbúning hátíðahald-
anna 1. maí 1. og vitnar í grein
með undirskriftinni „Sveitamað
ur í bænum“. Segir Jón, að þar
feli ritstj. sig á bak við dul-
nefni. Þetta er alrangt, og fer
Jón Ingimarsson hér manna-
villt (sjá síðar). Hitt er einnig
rangt, að ritstj. Dags noti sjálf-
ur dulnefni í blaði sínu.
í öðru lagi finnst Jóni að sér
sneitt í nefndri grein, og hvern-
ig sem á því stendur, heldur
Jón, að þar sé átt við sig sérstak
lega. Þetta er líka rangt, enda
er hann þar ekki nefndur og
ekki við hann átt. Fellur það
atriði því einnig um sjálft sig.
í þriðja lagi telur Jón, að rit-
stjóri Dags sé óvinveittur verka
Samkeppni Hundavinafélagsins
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að efna
til hundasýningar í Hveragerði
25. ágúst í sumar, og er sýning-
in hin fyrsta sinnar tegundar
hér á landi og er sýningarstað-
urinn Eden þar í garðyrkju-
bænum.
Aðeins verða sýndir hrein-
ræktaðir hundar af hinum
ýmsu kynjum, sem til eru í
landinu, og þarf að tilkynna
þátttöku fyrir lok þessa mán-
aðar, en væntanlega verður
haldið námskeið fyrir sýning-
una til að kenna hundunum og
hundaeigendum sýningarhæfa
framkomu.
Dómari verður Miss Jean
Lanning, alþjóðlegur hunda-
dómari. Mjög góð verðlaun
verða veitt á þessari fyrstu
hundasýningu á íslandi.
Upplýsingar gefur Sigríður
Pétursdóttir, Ólafsvöllum,
Skeiðiun, og ennfremur eru
þær veittar í síma 13180, Reykja
vík.
Hundasýning þessi markar
væntanlega tímamót í hunda-
rækt hérlendis, sem fram til
þessa hefur engin verið. □
lýðsfélögunum. Þetta er tilhæfu
laust með öllu og ætti Jón að
skammast sín fyrir slíkan mál-
flutning, eftir að hafa sjálfur,
fyrir hönd verkalýðsfélaganna
og fyrir sjálfan sig, átt góð sam-
skipti við Dag í ár og áratugi.
Eru auglýsingarnar og fréttatil-
kynningarnar frá honum nær-
tæk sönnun um það.
í fjórða lagi segir Jón Dag
hafa birt níðgreinar um verka-
lýðsfélag. Hér á hann líklega
við gagnrýni eins af félagsmönn
um hans ,sem hann svo svaraði
og voru þessar greinar birtar í
Degi. Hér sem oftar þjónaði
Dagur hlutverki hinna frjálsu
blaða, og veit ég ekki hvernig
unnt • er að gera það betur.
Ásökun Jóns stendur eða fell-
ur með því, hvort blöð eigi að
vera fyrir fólkið eða hvort þau
eigi að vera þvinguð flokks- eða
sérhagsmunablöð.
Fimmta vitleysa Jóns er sú,
að halda því fram, að Dagur
hafi lýst því yfir, að hann birti
ekki greinar nema undir fullu
nafni. Hið rétta er, og það eiga
allir lesendur Dags að vita, að
oft eru birtar greinar undir dul-
nefni, t. d. eftir „Sveitamann í
bænum“, svo nærtækt dæmi sé
nefnt. Er það samningsatriði
milli greinarhöfundar og rit-
stjóra hverju sinni. Hinsvegar
fara allar aðsendar greinar með
dulnefni einu, og ef höfundur-
inn gerir ekki grein fyrir sjálf-
um sér við ritstjórann, beina
leið í ruslakörfuna. En á þessu
tvennu er mikill munur.
í sjötta lagi kvartar Jón um,
að ritstj. Dags hringi stöðugt í
Krummavík og Ófeigsstaði en
ekki á skrifstofur verkalýðsfé-
laganna í leit að fréttum. Gott
væri að fá skýringu á Krumma-
víkurfólki Jóns Ingimarssonar,
og hvers vegna hann notar þetta
óvirðingarheiti um fólk í hinum
ýmsu byggðum.
ingar má geta þess, að sam-
kvæmt arðsemisútreikningi
Framkvæmdastofnunar ríkisins
er miðað er við 10% arðsemi
vega, sem er krafa Alþjóðabank
ans um lánshæfni, eru í Norður
landi framkvæmdir í vegamál-
um að uþphæð kr. 1.146 millj.,
sem ná þessu marki. Sé hins
vegar miðað við Austfjarða-
áætlun er framkvæmdaþörf veg
anna kr. 1400 millj. Ljóst er að
framkvæmdaþörfin hlýtur að
knýja á stóraukin framlög til
samgönguáætlunar Norður-
lands, frá því sem nú er gert
ráð fyrir. Þetta á einnig við
hafnirnar og flugvellina. Þess
verður að vænta, að fjármagn
fáist til þessara framkvæmda
og verður vafalaust fylgt fast á
eftir þessu máli af heimaaðilum.
(Frá Fjórðungssambandi
Norðlendinga)
KVENNASKÓLANUM
á Blönduósi var slitið 27. maí.
Prófasturinn, séra Pétur Þ.
Ingjaldsson, flutti hugvekju og
skólastjórinn, Aðalbjörg Ingv-
arsdóttir, flutti skólaslitaræðu,
þar sem greint var frá starfi
skólans á skólaárinu.
Skólinn starfaði tvískipt.
Nokkrir nemendur luku námi
eftir 10 vikna námskeið, fyrir
jól. Nýir nemendur komu eftir
áramótin og dvöldu til vors.
Einnig voru nemendur allan
veturinn.
Nemendur úr barna- og mið-
skóla á Blönduósi sóttu nám í
matreiðslu, bæði piltar og
stúlkur.
Þá voru einnig haldin vefn-
aðarnámskeið í skólanum, fyrir
konur úr nágrenninu og voru
þau vel sótt. Alls stunduðu 79
nám við skólann á vetrinum.
SMÁTT & STÓRT
Ekki má skilja við Jón alveg
niðurbrotinn með því að leið-
rétta allar villurnar í greininni
hans. Eftir eru og í henni ýmis
konar hugrenningar og getsak-
ir, ekki áhugavert.
Og að lokum, Jón Ingimars-
son! Ef þér er úthýst í þínu eig-
in flokksblaði hér á Akureyri
og færð þar ekki birtar skamm-
argreinar t. d. um mig eða aðra
samborgara, er þér velkomið að
ræða við mig um birtingu. Svo
þakka ég þér gamalt og gott og
vona að þér þyki betra en ekki
að fá leiðréttar helztu efnisvill-
ur í hinu „Opna bréfi“ þínu til
mín, geri það oftar ef þörf kref-
ur og þér verða á ný jafn mis-
lagðar hendur, er þú sendir mér
bréf.
Erlingur Davíðsson.
ORÐSENDING
TIL JÓNS INGIMARSSONAR.
Vegna opins bréfs í Þjóðviljan-
um til E. D., ritstjóra Dags, í
síðustu viku:
Jón minn, ég vil fullvissa þig
um, að athugasemdir mínar í
Fokdreifum Dags 14. júní um
að blaðaauglýsingar hefðu ann-
að gildi en götu- og útvarpsaug-
lýsingar, áttu á engan hátt að
beinast að einum eða neinum
sérstökum aðila. (Og enn meiri
fjarstæða að taka það sem per-
sónulega áreitni). Þau fjögur
dæmi, sem ég nefndi, voru mjög
nærtæk. En á hitt vil ég benda
þér, Jón, og þar skilur meira en
lítið á milli hugsanagangs okk-
ar: þú telur það niðrandi að
vera „sveitamaður“, en ég valdi
mér það sem dulnefni af því, að
ég er það og er hreykinn af.
Sigurður Óli Brynjólfsson,
sveitamaður í bænum.
(Framhald af blaðsíðu 8)
ágæta bleikja í Mývatni væri
nýtt á þann liátt að leyfa þar
stangaveiði í stað netaveiða,
geta peningamenn og aðrir, sem
þjóðartekjur reikna af erlend-
um ferðamönnum, fengið stórar
tölur.
HÚSMÓÐIR HEFUR ORÐIÐ
Eitt af mörgum bréfum, sem
blaðinu hefur borizt, fjallar um
umferðamál og er frá húsmóður
í bænum. Hún segir meðal ann-
ars svo: Að gefnu tilefni leyfi
ég mér að fara þess á leit við
háttvirta bæjarstjórn Akureyr-
arkaupstáðar og önnur yfirvöld,
að sjá svo um, áð greinilega
verði merktar götur og gatna-
mót og betur en nú er gert, og
að komið verði upp fleiri um-
ferðaljósum. Þetta þarf skilyrð-
islaust að gera þar sem umferð
er mest, áður en fleiri liörmu-
leg slys verða.
BLAÐAGREINAR
Oðru hverju safnast upp grein-
ar og bíða þær birtingar, vegna
þess hve rúm blaðsins er tak-
markað og einnig vegna þess
hve fast er á það um birtingu
efnis af mörgu tagi. Það eru vin
samleg tilmæli til lesenda, sem
senda blaðinu greinar til birt-
ingar, að þeir miði lengd þeirra
svo sem unnt er, við hið tak-
t. d. að rækta runngróður á
þetta í huga er rúm fyrir fleiri
greinar og að jafnaði eru þá
greinarnar einnig læsilegri. Þá
er æskilegt, að aðsendar grein-
ar séu vélritaðar með rúmu
línubili. Allt þetta hefur verið
til umræðu áður, en hér er full
þörf endurtekningar. Þá er þess
að geta, að nafnlausu bréfin
fara beint í ruslakörfuna.
RUNNAGRÓÐUR
Akureyringar horfa nú á æðar-
kollur og aðra sundfugla með
unga sína við lygnar strendur
Pollsins og á nýju stöðuvatni í
Innbænum. Varp er nokkurt
við flugvöllinn og víðar við ósa
Eyjafjarðarár. Þetta varp má
auka til stórra muna með því
tí d. að rækta runnagróður á
bökkum Eyjafjarðarár. Það
væri heppilegt verkefni fyrir
Vinnuskóla bæjarins að gróður
setja nokkra runna og e. t. v.
tré á árbökkunum, og yrði það
í framtíðinni einnig til mikillar
fegurðar.
ÓVÆNT REYNSLA
í norsku blaði segir nýlega, að
óvart hafi verið gerð tilraun
með það í Trollhattan í Svíþjóð,
að láta unga og gamla búa sam-
an og hafi það gcfið góða raun.
Dagheimili lenti þar í húsnæðis
hraki og voru börnin um tíma
flutt í elliheimili. Brátt tókust
góð samskipti með börnunum
og liinu aldurhnigna fólki og
ríkti þar gagnkvæm ánægja.
Þegar dagheimilið var tilbúið,
vildu börnin ekki flytja. Þau
vilja búa áfram með gamla fólk
inu. Nú hafa borgaryfirvöld
ákveðið að reisa nýtt hús, þar
sem saman á að vera ellihcimili
og dagheimili barna.
ALASKA-LÚPÍNUR
Alaska-lúpínurnar eru dásam-
lega liarðgerðar og fagrar að
auki. Þær þekja nú mela í
Vaðlaskógi og í Kjamalandi og
er þar sjón sögu ríkari. í Inn-
bænum eru uppblásnir melar í
brekkunum og gróin og falleg
gil á milli. Þetta allt blasir nú
betur við vegfarendum en áður,
síðan nýi vegurinn kom framan
við byggð Innbæjarins. Hvernig
væri nú áð leyfa Alaska-lúpín-
unum að nema land á þessum
melhryggjum? Er hér ekki ann-
að Iieppilegt verkefni fyrir
Vinnuskólann?
Nemendur, bæði 30 ára nem-
endur og 10 ára nemendur,
heimsóttu skóla sinn þennan
dag og færðu honum gjafir. Má
geta þess, að 30 af 36 nemend-
um í 30 ára hópnum, heimsóttu
skólann og verður það að telj-
ast vel mætt. Auk þess komu
einnig kennarar beggja árgang-
anna.
Hæstu einkunn við burtfarar
próf hlaut Sigríður Ólafsdóttir
úr Reykjavík, 9.22. Hlaut hún
verðlaun úr sjóði Hjaltabakka-
hjóna, Sigríðar Þorvaldsdóttur
og Þórarins Jónssonar. Onnur í
röðinni varð Ingibjörg Hjálm-
arsdóttir frá Hólakoti í Skaga-
firði og hlaut 8.89. Henni voru
veitt verðlaun úr Elínarsjóði,
fyrir háttprýði. Einnig fékk hún
viðurkenningu fyrir góða um-
gengni.
Heilsufar í skólanum var
ágætt á vetrinum.
(Fréttatilkynning)
- BREYTINGAR
(Framhald af blaðsíðu 1)
Landbúnaðarráðuneytið sneri
sér til Bí og Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins og eftir
viðræður og jákvæðar undir-
tektir var ákveðið að hver þess-
ara aðila tilnefndu menn í við-
ræðunefnd. Bí tilnefndi Hjört
E. Þórarinsson og Ólaf E. Stef-
ánssoon, Rannsóknarstofnunin
tilnefndi Bjarna Helgason og
Bjarna Guðleifsson, en land-
búnaðarráðuneytið tilnefndi
Jónas Jónsson. Á aðalfundi
SNE voru svo kjörnir í nefnd-
ina eir Jóhannes Sigvaldason
og Guðmundur Steindórsson.
Hélt nefndin þegar sinn fyrsta
fund, ásamt formanni SNE,
Vernharði Sveinssyni.
Málið stendur þá þannig, að
í athugun er jarðnæði fyrir þess
ar tilraunastofnanir, og svo í
hvaða formi þetta yrði rekið. Er
hér um að ræða jarðræktartil-
raunir, fóðrunartilraunir á
mjólkurkúm og afkvæmarann-
sóknir. Q
NY HLJÖMPLÖTU-
SENDING!
Vorum að taka upp TOP OF THE POPS
hljómplöturnar vinsælu.
LP-plata aðeins kr.
380.00.
Einnig nýjasta popið
- á 45 sn. og LP-plötum
Stórkostlegt
úrval af
BÍLTÆKJUM
og 8 rása bíla-
segulböndum.
Verð frá kr. 7560.00.
Bíltæki frá kr. 5575.
SojtlstlL HLJÓMTÆKI
STÓR SENDING NÝKOMIN.
PÓSTSENDUM!
VIÐGERÐARSTOFA
STEFÁNS HALLGRlMSSONAR . Glerárgötu 32 . Slmi 11626 . Akureyri