Dagur - 28.11.1973, Blaðsíða 4

Dagur - 28.11.1973, Blaðsíða 4
4 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prcntverk Odds Bjömssonar h.f. Sfórvirkjun nyrðra ! NÁGRANNALÖNDUM okkar eru fallvötn um það bil fullnýtt til virkjunar, en liér á landi er aðeins búið að virkja 7—8% af virkjanlegu vatnsafli. Hér á Norðurlandi eystra er nýbúið að tak’a í notkun 6.5 mega- vatta virkjun við Laxá og fullnægir sú virkjun raforkuþörfinni á Laxár- veitusvæðinu að mestu, ásamt fyrri virkjunum við Laxá, díselstöðvum og gufuvirkjun, sem fyrir voru. En engin norðlenzk virkju er í byggingu nú, til að mæta hinni ört vaxandi raforkuþörf í þessum landshluta og stefna í raforkumálum yfirleitt nokkuð á reyki að öðm leyti en því, að samtenging orkuvera er ákveðin. Steingrímur Hermannsson og þingmenn Framsóknarflokksins í þessu kjördæmi hafa flutt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um undir- búning næstu stórvirkjunar. Segir í tillögunni að stefnt skuli að því að næsta stórvirkjun landsmanna, eftir Sigölduvirkjun, verði utan Þjórsár- svæðisins, t. d. á Norðurlandi, og verði ríkisstjórninni falið að haga virkjunarrannsóknum og öðmm undirbúningi þannig, að svo geti orðið. í greinargerð benda flutnings- menn á, að þegar ráðist var í Búr- fellsvirkjun, hefði verið fullyrt, að næsta stórvirkjun yrði á Norður- landi, en þetta hafi reynzt orðin tóm. Rannsóknir utan Þjórsársvæðisins hafi ekki einu sinni einkennzt af því markmiði og þess vegna sé nú aðeins tiltækur virkjunarstaður á Þjórsár- svæðinu, við Sigöldu. Ennfremur segja flutningsmenn: Líklega hefur mestu f jármagni verið varið til rann- sókna á flutningi Jökulsár á Fjöll- um og Jökulsár á Brú yfir í Fljóts- dalhérað. Þessar hugmyndir hafa verið óljósar, ekki sízt með tilliti til þess, að aldrei hefur þeirri spurn- ingu verið svarað, hvernig ætti að nýta þau 1000 megawött, sem þann- ig fengjust. Þó hefur verið litið á aðra virkjunarmöguleika. Af þeim virðast álitlegastir annars vegar virkj un Dettifoss og hins vegar virkjun Blöndu. Þó er einnig rætt um virkj- anir í Skagafirði og stóra jarðhita- virkjun á Kröflusvæðinu. Að öllum líkindum em allir þessir valkostir álitlegir, og e. t. v. skiptir ekki höfuð máli, í hvaða röð þeir eru valdir. Því virðist aúðvelt að einbeita rann- sóknum að einum ákveðnum stað, sem yrði valinn með tilliti til hæfi- legrar stærðar. Þótt ekki sé það ætlun flutnings- manna, að Alþingi ákveði, hvar (Framhald á blaðsíðu 5) HEIMIR HANNESSON, LÖGFRÆÐINGUR: í framkvæmd NÝYRÐIÐ lagmeti er samheiti á hverjum þeim matvælum, sjávarafurðum eða landbúnaðar vörum er annað hvort eru soðin niður eða niðurlögð. Eru þetta tvær mismunandi aðferðir til geymslu matvæla. Eins og á ýmsum öðrum sviðum hafa Norðlendingar haft hér nokkra forystu bæði á Siglufirði og Akureyri og kom norsk reynsla þar að góðu haldi. Þó að fyrstu lagmetisiðjurnar væru settar á stofn nokkru eftir aldamótin, var framleiðsla á lagmeti hverf- andi lítil í áratugi og orsakir margar, sem ekki skulu skýrðar hér. Borið saman við aðrar greinar fiskiðnaðarins hefur hluti lagmetis verið mjög lítill eða aðeins 0.1% árið 1965. Sem betur fer verður ekki annað séð en að þessa mánuðina sé að hefjast nýtt tímabil í þróunar- sögu íslenzkrar lagmetisfram- leiðslu, sem nánar verður vikið að hér á eftir. Og þessi nýja þróun gæti skipt sköpum fyrir atvinnumálaþróun Norðurlands og þessa kjördæmis, ef rétt er á málum haldið. Og að sjálf- sögðu fyrir landið í heild. Hver hefði þróunin orðið? Áður en vikið er að nútíman- um ér afar fróðlegt að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort ekki hefði verið hægt að hefja það framfaraskeið, sem nú virð- ist vera á næsta leiti, töluvert fyrr — jafnvel árum eða ára- tugum. Nefna mætti þrjú dæmi. Þróun íslenzkra flugmála hófst fyrst með ötulu framtaki og óvenjulegri framsýni norð- lenzkra áhugamanna um flug- mál með stofnun Flugfélags Akureyrar. Þetta heillaspor var það fyrsta í ævintýralegri þró- un okkar samgöngukerfis, sem síðan hefur með samstilltu átaki og stuðningi allrar þjóðarinnar tengt í senn hina ýmsu lands- hluta og haldið uppi íslenzkum samgöngum við útlönd. Forystu samvinnumanna í iðnaðarmál- um þarf ekki að rekja. Svo aug- ljós eru öll þau sannindi nú orðið, þó að þar hafi ekki alltaf verið öllum ljóst. Þar fóru ann- ars vegar saman hagsmunir bændastéttarinnar að skapa að- stöðu til fullvinnslu landbún- aðarafurða og hins vegar skiln- ingur og framsýni forystu- manna samvinnuhreyfingarinn- ar að skapa nýja atvinnuvegi — iðnað bæði fyrir innanlands- markað og útflutnings. í þriðja lagi má minna á hinn ævintýra- lega árangur í framleiðslu- og markaðsmálum frystihúsanna. Þar er staðan slík, að eftir braut ryðjendastarf fárra manna á erlendum mörkuðum er íslenzki fiskurinn álitin ein mesta gæða vara sem fáanleg er og verðlag síhækkandi. Þegar vel gengur hættir mönnum til að taka hluti sem sjálfsagða, en það er um- hugsunarefni í dag, hvernig högum landsmanna væri háttað — og raunverulegu sjálfstæði — ef ekki hefði til tekizt eins og tókst .í umræddum samgöngu- málum, iðnaðarmálum og sölu- málum frystihúsanna. Og það er jafnframt skemmtilegt íhug- unarefni hvernig til hefði tek- izt um málefni lagmetisfram- leiðslunnar hefðu þau verið tek in svipuðum tökum. í grund- vallar atriðum hefðu gilt þar sömu lögmál og í frystiiðnaðin- um og aðildin sjálfsagt eðlileg bæði á sviði einkarekstrar og á vegum samvinnufélaganna. En látum þetta nægja um söguna og fortíðina — þetta er liðin tíð. Matvælakistan mikla. Það hefur orðið mönnum ljós- ari með hverju árinu, að við ís- lendingar erum svo gæfusamir að eiga matvælakistu sem ein- stök er. Hún er fyrst og fremst í landgrunnshafinu, en einnig í ám og vötnum. Landhelgisstefn an sýnir, að við erum staðráðn- ir í því að varðveita þessi auð- æfi, enda framtíð okkar á því byggð. Möguleikar lagmetis- framleiðslu felast fyrst og fremst í gæðum okkar hráefnis samhliða vaxandi vöntun á mat- vælum í heiminum. í hinum svokallaða þriðja heimi og þró- unarlöndunum fer bæði saman almennur matvælaskortur og skortur á nauðsynlegum efnum eins og eggjahvítu. Erfiðleikar þessara ríkja eru m. a. þeir, að þau skortir fjármagn til að fæða þjóðir sínar. Okkar vandamál hefur einkum verið fólgið í því, að skipulögð sölustarfsemi lag- metis á erlendum mörkuðum hefur ekki verið fyrir hendi. Það litla fjármagn er lánastofn- anir hafa lagt til atvinnugrein- arinnar hefur ekki nýtzt sem skyldi og til skamms tíma skort skipulögð vinnubrögð í fram- leiðslu, hráefnisöflun og mark- aðsmálum. Sölumöguleikarnir hafa einkum verið tvíhliða. Ann ars vegar gæðavara til sölu á hinum þróuðu mörkuðum Vest- urlanda þar sem innihald, um- búðir og önnur viðskiptaleg atriði hefðu í fullu tré við hina sterku keppinauta okkar á þessu sviði eins og t. d. Norð- menn, Dani og Portúgala. Hins vegar ódýrari magnframleiðsla með eggjahvíturíkri fæðu til sölu í þróunarlöndunum og t. d. til skóla, sjúkrahúsa, mötu- neyta og sambærilegra aðila um allan heim. Að sjálfsögðu er margt til þarna á milli, en hér eru tvö mikilvægustu sviðin. Virðingarverð tilraun. Fyrir nokkrum árum hófu framsýnir menn í lagmetisiðn- aði mikla baráttu til að hefja atvinnugrein þessa til vegs og virðignar. Leitað var til alþjóð- legrar fjármálastofnunar og voru málin könnuð þar af mik- illi alvöru. Kom þar fram mjög jákvæður skilningur á gildi þess fyrir íslendinga, að við hæfumst handa í þessum efn- um, en bent á ýmislegt er leið- rétta þyrfti. Hinar miklu við- ræður við hina alþjóðlegu aðila hófust fyrst og fremst vegna þess, að afstaða innlendra stjórn valda á þeim tíma, að meðtöldu lánastofnanakerfinu, gagnvart málefnum lagmetisiðnaðarins, mótaðist af óskiljanlegu sinnu- leysi og af vantrú á þróunar- möguleikum hans. Og að lokum fór svo, að hin neikvæða afstaða og- skriffinnskubáknið heima og erlendis stöðvaði þetta merki- lega framtak um sinn. Er mér ljúft að skýra frá því hér, að þetta var eitt af þeim stórverk- efnum, er Vilhjálmur Þór beitti sér fyrir og um það er mér persónulega kunnugt, að það voru honum mikil vonbrigði, að ekki skyldi takast á þeim tíma að hrinda þessu áfram og var hann ekki einn um það. Ný stefna. Á því leikur enginn vafi, að sú alvarlega hreyfing, sem komst á þessi mál þessi árin varð m. a. til þess, að núverandi ríkisstjórn tók myndarlega á þessu máli skömmu eftir að hún hóf störf. Með lögum um Sölu- stofnun lagmetis viðurkenndi hið opinbera nauðsyn að leggja fjármagn til markaðsmála þess- arar atvinnugreinar um leið og skv. lögunum var gert ráð fyrir Heimir Ilannesson. samræmdum átökum í öllum þáttum hennar. Nú eftir rúma árs reynslu er hægt að segja þau ánægjulegu tíðindi, að svo virðist sem þegar hafi náðzt myndarlegur árangur og enn meiri árangurs að vænta. Að vísu má segja, að heildarútflutn ingurir.n fyrir þetta ár verði ekki verulega miklu meiri en árið 1972 (Líkl. heildarsala 300 millj. kr.), en þar veldur mestu verulegur samdráttur á kaup- um Sovétríkjanna á lagmeti, en á sama tíma hefur sala á hinum frjálsu mörkuðum aukizt — og það sem e. t. v. skiptir mestu máli, að með miklu starfi hefur álitlegur grundvöllur skapazt fyrir framtíðarviðskiptum. Jafn framt hefur samstarf skapazt við erlenda aðila og aðra sér- fræðinga um gæðaeftirlit, nýjar framleiðsluvörur, umbúðir og hönnun á umbúðum og þar mætti lengi telja. Eru þegar stigin fyrstu sporin til að skapa íslenzku lagmeti þann sess á erlendum mörkuðum, að á það sé litið sem eftirsótta gæðavöru. Markvisst er unnið að þróun nýrra vörutegunda, en fram að þessu eru framleiðsluvörurnar einkum hrogn, lifur, síld, rækja, sjólax og loðna. Hráefnin og samsetning þeirra geta að sjálf- sögðu verið með hinu margvís- legasta móti, en með hverjum mánuðinum skapast hinni nýju sölustofnun hin dýrmætasta reynsla — og samstarf hennar við framleiðendur hefur al- mennt .tekizt með ágætum. Þessi markaðsmál eru ein efni í margar greinar, en út í það skal ekki farið. Þegar hafa skap azt viðskiptatengsl í fjarlægum löndum, m. a. Japan og hinn stóri Bandaríkjamarkaður er í stöðugri athugun, en árangur á þeim vettvangi ekki enn kom- inn í ljós að ráði, en munar væntanlega um, ef vel tekst til á þeim mikla markaði. Að lok- um vil ég víkja nokkrum orðum um nokkuð af þeim viðfangs- efnum er blasa við á Norður- landi og verður þeim vissulega engin tæmandi skil gerð. Viðhorfin á Norðurlandi. Niðursuðuverksmiðja Krist- jáns Jónssonar á Akureyri og hans fjölskyldu hefur um langt árabil rekið myndarlega starf- semi og m. a. haft forystu um framleiðslu og útflutning síldar sardína. Öryggisleysi í hráefnis- öflun og hin venjulegu markaðs vandamál háfa á stundum skap að þar mikla erfiðleika. í þess- um rekstri er því mjög fljótlega þörf nýrrar fjárfestingar, sem tryggði stöðugri framleiðslu og þar með atvinnu og rekjur til bæjarfélagsins. Slík fjárfesting væri bæði í tengslum við geymslu síldarhráefnis og ekki síður til að skapa möguleika á fleiri framleiðslutegundum. Hér þarf að hugsa stórt og vafalaust í töluvert mörgum milljónum. Samvinnuhreyfingin rekur full- komna niðursuðu samhliða kjöt iðnaðarstöð, en til þessa ein- göngu fyrir innanlandsmarkað. Ef möguleikar skapast á útflutn ingi niðursoðins kjötmetis, t. d. léttreykts lambakjöts, sem alls ekki er óhugsandi, stendur Kjötiðnaðarstöð KEA vel að vígi með tækniþekkingu. í hrá- efnismálum þyrfti vafalaust að gera sérstakar ráðstafanir. Þessi þáttur er með öllu ókannaður, en væri þess virði. Markaður finnst yfirleitt ekki fyrr en að honum er leitað. Oð nú er það ánægjulega að Dalvíkingar hugsa sér til hreyf- ings og hafa þar haldið skyn- samlega.á málum. Söltunárfélag Dalvíkur undirbýr í fullri alvöru stofnun lagmetisiðju, sem ætlað er að vera í rekstri árið um kring. Lifur yrði unnin fyrri hluta árs til vors, kavíar á sumrin og loðna 3 síðustu mán- uði ársins. Heildarstofnkostnað ur er áætlaður um 25 millj. kr. og miðað við söluhorfur í dag verður ekki annað séð en rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Sölustofnunin hefur lagt máli Dalvíkinga lið og fer allur frekari gangur málsins eftir því hvernig til tekst með lánsfjár- útvegun, ef framleiðsla á að geta hafizt ekki síðan en haustið 1974. Lánsfjárþörf til þess tíma er um 19 millj. kr. Nýir möguleikar. Marga fleiri þætti mætti drepa á. Grásleppuhrognin, sem til þessa hafa farið í of ríkum mæli óunnin til vinnslu hjá er- lendum keppinautum okkar og er að miklu leyti aflað í þessum landshluta þurfum við að vinna sjálfir og hagnaðurinn á að koma þeim til góða er afla þerira og vinna þau. Hér er um stórmál að ræða, sem taka þarf föstum tökum. Rannsaka þarf betur en gert hefur verið hugsanleg rækjumið fyrir Norð urlandi. Nú þegar eru fyrir hendi í Bandaríkjunum miklir sölumöguleikar á niðursoðinni rækju — mun meiri en við höf- um til þessa getað annað. Ýmis konar skelfiskur bíður enn ónotaður í fjörum og hafi, t. d. kræklingur og þar er heims- markaðssalan vaxandi. Með auknu fiskeldi í ám og vötnum væri hægt að margfalda hrá- efnismöguleika, t. d. á silungi, en hér er þörf mikilla rann- sókna og öflunar reynslu er- lendis frá. Hér er að auki um að ræða svið, sem er nátengt öðrum málum, m. a. þróun ferðamála og stefnumörkun þeirra. iiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinir | Ætlunin er, að Heimir Hannesson, lögfræðingur, riti nokkra | = þætti hér í blaðið um ýmis framfaramál, einkum á sviði I | atvinnumála, samgöngumála og menningarmála og birtist = | sá fyrsti í dag. Heimir er varaþingmaður Framsóknarflokks- § I ins í Norðurlandskjördæmi eystra og situr nú á Alþingi. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Byggðastefna í framkvæmd. Það hvarflar ekki að mér á þessu stigi málsins að koma fram með einhverjar tillögur um staðarval hugsanlegra nýrra lagmetisiðja á Norðurlandi og möguleika þeirra. Til þess er málið of stórt og óundirbúið. Þó er fullvíst, að sá vísir að lag- metisvinnslu, sem kominn er á Húsavík þarf að efla. Um hitt er ég sannfærður, að hér er um að ræða hið mikilvægasta hags- munamál fyrir bæi og sjávar- þorp á Norðurlandi, ekki sízt þá er þarfnast atvinnuskapandi rekstrar árið um kring og um alla gildir það, að vinna þarf að aukinni farsæld og velmegun þess fólks er þar starfar. Hér er því virkt byggðamál, sem lík- legra er til árangurs en margt annað. Ef ekki tekst að styrkja og viðhalda blómlegum atvinnu rekstri í hinum dreifðu byggð- um geta menn sparað sér öll orðin um jafnvægið. Skipuleg þróun lagmetisframleiðslu er því ein líklegasta leiðin til nýrr- ar sóknar í þessum málum og hér er bæði verkefni fyrir sam- vinnusamtökin og einkarekstur- inn. Hér þarf að fara saman framkvæmd byggðastefnu og raunsætt mat á viðskiptalögmál um framleiðslu og sölu. Um þetta stórmál hefur verið undar lega hljótt. Fyrir landsbyggðina — og raunar þjóðina í heild, skiptir þróun þess meiri sköp- um en lokun Austurstrætis eða hvort óreist hús í miðbæ Reykjavíkur muni verða í sjón- máli næsta fjalls, þó að annað mætti halda eftir opinberum umræðum að dæma. □ Húsnæði Herbergi óskast til leigu. Uppl. í síma 2-10-94. Óska að taka herbergi á leigu strax. Uppl. í síma 1-10-55 milli kl. 4—10 e. h. íbúð óskast til leigu strax. Fyrirframgreiðsla ef ósk- að er. Uppl. í síma 3-21-14. Ungt par með lítið barn óskar eftir að leigja íbúð ca. 2—3 mán. frá áramót- um. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Sími 1-25-62 kl. 1-4 e.h. Vil kaupa 3—4 herbergja íbúð. Sími 2-22-15. - Öflugt starf ... (Framhald af blaðsíðu 1) arfélags Akureyrar voru kosnir í Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna á Akureyri: Aðalgeir Pálsson, Ari Frið- finnsson, Auður Þórhallsdóttir, Baldur Halldórsson, Björn Guð mundsson, Eiríkur Sigurðsson, Guðmundur Blöndal, Guðmund ur Magnússon, Hákon Eiríks- son, Hallgrímur Skaptason, Har aldur M. Sigurðsson, Haukur Árnason, Hjörtur Eiríksson, Ingimar Eydal, Ingimar Frið- finnsson, Ingvar Gíslason, Jón Aspar, Jón Kristinsson, Jónína Steinþórsdóttir, Kristín Aðal- steinsdóttir, Pétur Gunnlaugs- son, Sigmundur Björnsson, Sig- urður Oli Brynjólfsson, Sigurð- ur Jóhannesson, Sólveig Gunn- arsdóttir, Stefán Reykjalín, Svavar Ottesen, Valur Arn- þórsson, Þóroddur Jóhannsson. Sala Til sölu notuð RAFHA eldavél. Uppl. í Grundarg. 5b. Til sölu er barnakerra. Uppl. í síma 1-18-45. Til sölu Necchi sauma- vél í skáp með mótor. Hagstætt 'verð. Uppl. í síma 2-18-79. SÓFASETT til sölu. Uppl. í síma 1-22-37. Til sölu er RAFHA eldavél í góðu lagi. Verð kr. 6.000,00. Karl Þorleifsson, Hóli, Dalvík. Nýleg, vel með farin barnakena til sölu. Uppl. í síma 2-12-48. Til sölu 4ra sæta sófa- sett. Uppl. í síma 1-16-66 milli kl. 5—8 á kvöldin. LOFTDÆLA óskast til kaups. Uppl. í síma 2-15-08 eftir kl. 6,30 e. h. FRÆSARI fyrir tré, óskast keyptur. Uppl. í síma 1-18-54 og á Skóverksmiðjunni Iðunn.. AntilópumjóEk gegn magasári í NÝKOMNU fréttabréfi APN er frá því sagt, að eitt það merk asta í þjóðgarði einum í Ukraníu sé kanna-antilópubú- garðurinn. Þar eru 10 kanna- antilópur og gefur hver þeirra af sér 7 lítra mjólkur á dag. Sú mjólk er þrisvar sinnum feitari en kúamjólk eða með um 12% fitu og inniheldur tvisvar sinn- um meiri eggjahvítu. Antílópu- mjólkin er mjög góð við maga- sári. □ - Stórvirkjun nyrðra (Framhald af blaðsíðu 4) virkjað skuli utan Þjórsár- svæðisins, t. d. á Norður- landi, eða hvernig sú virkj- un verði tengd við Suðvestur landið, virðist flutnings- mönnum, að það ætti að vera auðvelt. Ekkert virðist því til fyrirstöðu, að sú ákvörðun verði nú þegar tekin af sérfræðingum í sam- ráði við ríkisstjórn og heima- menn. Þá ætti að vera unnt að ljúka nauðsynlegum rann sóknum þannig, að næsta stórvirkjun eftir Sigöldu verði á Norðurlandi og stór- iðja, ef ákveðin verður í því sambandi. □ Leiðrétfing I TILEFNI af fréttum úr Amar- neshreppi í síðasta blaði hefur séra Þórhallur Höskuldsson beðið fyrir eftirfarandi: Barnaheimilið á Hjalteyri miðar að því að taka börn, sem vegna félagslegra erfiðleika eða vandamála foreldranna eða heimilanna þarfnast slíkrar hjálpar, en ekki „börn sem ekki hafa samlagazt sínu umhverfi.“ Varðandi Hjalteyrarskólann er einnig rétt að það komi fram, að „frjáls“ unglingadeild var lengst af starfrækt við Hjalt- eyrarskóla áður en tveggja vetra unglinganám var tekið þar upp síðustu árin, samkvæmt núgildandi fræðslulöggjöf, þar til skólahverfið sameinaðist Þelamerkurskóla um unglinga- fræðslu. Leiðréttist þetta hér með. □ mmiiitim UMSJON: EINRR HELGRSON ÞÓR er með 3 sfig effir 3 leiki ÍÞROTTAFÉLAGIÐ ÞOR lék þriðja leik sinn í íslandsmótinu sl. fimmtudag. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu í Hafnar- firði og var við Hauka. Lengst af virtist, sem heimamenn ætl- uðu að ganga með sigur af hólmi, eftir að þeir höfðu náð umtalsverðu forskoti í ÍXSÍLÍ hálfleik, sem lauk með 12 mörk- um gegn 8. Upphaf seinni hálf- leiks virtist staðfesta þetta fyrir heit. En Þórsarar létu engah bilbug á sér finna, og smátt og smátt tókst þeim að færa leik sinn til betri vegar og náðu að jafna. Endanleg úrslit leiksins urðu 22—22. Þessi árangur Þórs er liðinu mikill styrkur og koll- varpar hrakspám þeirra, sem sagt hafa að liðið inni engin stig á útivelli. Að sögn sjónarvotta áttu Sigtryggur, Þorbjörn og Tryggvi ágætan leik, sem sjá má m. a. af því, að tveir þeir fyrstnefndu skora hvorki meira né minna en 15 mörk saman- lagt. Þorbjörn olli nokkrum von brigðum eftir leikinn við Ár- mann á dögunum, en nú virðist þessi skotharða kempa vera að finna sig. Þór átti að leika heimaleik við FH á laugardag- inn var, en af þeim leik varð ekki að sinni vegna samgöngu- örðugleika. □ fflir k*ts,a?Ji atf Munið okkar vinsælu JÓLAKORT PEDROMYNDIR HAFNARSTRÆTI 85 AKUREYRI HÉRAÐSMÓT HJÁ U.N.Þ. 1973 KARLAR: 100 metra hlaup. sek. Hástökk. Gréta Ólafsdóttir m. 1.41 Ólafur Friðriksson 400 metra hlaup. 12.1 sek. Langstökk. Ingunn Árnadóttir m. 4.74 Ólafur Friðriksson 56.8 Kúluvarp. m. 1500 metra hlaup. Björg Dagbjartsdóttir 7.74 mín. Björn Halldórsson 4:44.3 Kringlukast. m. 3000 metra hlaup. mín. Jósefína Arnbjömsdóttir 25.38 Björn Halldórsson 4x100 metra boðhlaup. 9:47.0 sek. Spjótkast. Gréta Ólafsdóttir m. 27.70 Sveit Austra 50.6 Mótið- var haldið í Ásbyrgi Hástökk. m. dagana 28. og 29. júlí. Kepp- Sigurður Árnason 1.65 endur voru 52, frá öllum félög- um UNÞ. 15 aðkomumenn Langstökk. ' m.’ kepptu sem gestir á mótinu, Gunnar Árnason .5.74 sem fram fór undir stjórn Hall- Þrístökk. Öíi iv*.t m. dórs Gunnarssonar. Ólafur Friðriksson : 12:30 Stigahæstu einstaklingar Stangarstökk. m. urðu: Stig Auðunn Benediktsson Kúluvarp. Karl S. Björnsson 3.05 • m. 11.39 Ólafur Friðriksson, UMF Núpsveitunga Gunnar Árnason, 20.75 UMF Núpsveitunga 20.75 Kringlukast. m. Gréta Ólafsdóttir, Karl S. Björnsson 32.75 ' UMF Öxnfirðinga 15.25 Spjótkast. Gunnar Árnason m. 45.23 UMF Núpsveitunga sigraði í stigakeppni félaga, hlaut 94 stig. KONUR: Körfuknattleikur, 1 | 1 100 metra hlaup. sek. 1 Guðrún Stefánsdóttir 14.2 II. deild 400 metra hlaup. sek. í VIKUNNI sem leið léku Þór Oddný Árnadóttir 69.5 og ÍMA leik í 2. deild íslands- 4x100 metra boðhlaup. sek. mótsins í körfubolta. Þór vann Umf. Öxnfirðinga 59.7 tiltölulega auðveldan sigur, - Fréttir frá Kaupfélagi Eyfirðinga (Framhald af blaðsíðu 8) 1) Póstur og sími, 2) Loft- leiðir h.f. (erl. starfsmenn með- taldir), 3) Eimskipafélag ís- lands h.f., 4) Samband ísl. sam- vinnufélaga, 5) Kaupfélag Ey- firðinga, 6) Vegagerð ríkisins, 7) íslenzka álfélagið h.f., 8) Landsbanki íslands, 9) Slátur- félag Suðurlands og 10) Flug- félag íslands h.f. (erl. starfs- menn meðtaldir). Þess skal getið, að Verksmiðj ur SÍS á Akureyri eru hér tald- ar sérstaklega, þótt venjan sé að telja hiná 6—700 starfsmenn þeirra meðal starfsfólks Sam- bandsins. Hefði það og verið gert hér mundu Sambandið og Póstur og sími hafa verið í tveim efstu sætunum. Kaupfélögin eru dreifð um allar byggðir landsins og á flest um stöðunum reka þau stærstu fyrirtæki byggðarlagsins, víða þau einu. Þegar svo mikið er talað um „jafnvægi í byggð landsins‘“, er það mjög ánægju- legt og hvetjandi fyrir sam- vinnumenn á Norðurlandi að vita, að meðal þeirra starfar eitt af stærstu fyrirtækjmn lands- ins, kaupfélag, sem hefir að meginmarki að veita sem bezta þjónustu félagsfólki sínu, íbú- um Eyjafjarðar og nærsveita. Vörur með 10% afslætti. Vert er að vekja athygli fé- lagsmanna á því, að Birgðastöð KEA hefur, síðan 24. október, selt nokkrar tegundir matar- og hreinlætisvara með 10% af- slætti, í „heilum pakkningum“. Þessar vörur eru afgreiddar beint frá aðalinngangi Birgða- stöðvar við Gilsbakkaveg kl. 2—5 mánudaga og föstudaga gegn staðgreiðslu. Forsendan fyrir þessari verðlækkun er sú, að með því leggst enginn flutn- ings- eða dreifingarkostnðaur á vöruna. Nýir félagsmenn, sem ganga vilja í félagið, njóta strax þessara réttinda. □ 65—58. Bæði þessi lið mega muna sinn fífil fegri, einkum og sér í lagi Þór, sem áður fyrr átti lið skipað bráð-tekniskum leikmönnum. Rafn Haraldsson er nánast sá eini í liðinu, sem hefur leikni í boltameðferð og auga fyrir afgerandi samleik. Það er enginn vandi að leika hálfgerðan fæðingaleik með boltann, en það er hins vegar ekki á allra færi að leika þann- ig, að sendingar séu ekki öllum augljósar, jafnvel ■ löngu áður en knöttur er sendur. Gaman væri að sjá Rafn 10—20 kílóum léttari, þá væri hann til alls vís. DOMARANAMSKEIÐ ' í BLAKI ' BLAKSAMBAND ÍSLANDS gengst fyrir dómaranámskeiði í blaki 1. og 2. desember n. k. Námskeiðið hefst báða dagana kl. 14.00 og verður haldið í húsa kynnum Menntaskólans á Akur eyri. Öllum blakunnendum er velkomið að taka þátt í nám- skeiðinu. Q,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.