Dagur - 27.02.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1974, Blaðsíða 1
Togveiði„hneikslið" fyrir norðan ÞAÐ hefur komið í ljós, að Bretar hafa aðeins rýmri tog- veiðiheimildir en íslenzk skip fyrir Norðurlandi. Strax og þetta varð ljóst, komu þing- menn Norðurlands saman til að rœða málið og var þeim Stefáni Valgeirssyni og Ragnari Arn- alds falið að ganga úr skugga SAMKOMA í AKliR- EYRARKIRKJU ALMENN samkoma verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 3. marz n. k. kl. 8.30 e. h. í til- efni æskulýðsdagsins. Samkomuna annast Æskulýðs félag kirkjunnar, ásamt Guð- mundi Einarssyni æskulýðsfull- trúa og Pétri Þórarinssyni cand. theol. Á samkomunni flytur unga fólkið fjölbreytta dagskrá um trúmál og verkefni æsku- lýðsdagsins til hjálpar nauð- stöddu fólki. Allt safnarfólk er hvatt til að sækja samkomu þessa, bæði yngri sem eldri. Prestarnir. Daguk kemur næst út á miðvikudag- inr., 6. marz. um þetta atriði í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sem þeir og gerðu. í sambandi við mál þetta leit- aði blaðið umsagnar Lúðvíks Jósefssonar sjávarútvegsráð- herra og sagði hann þá, að mál- ið væri ekki nýtt og þegar hefðu verið gerðar viðeigandi ráð- stafanir. Yrði frumvarp um leið réttingu lagt fram á Alþingi í dag, mánudag. Hinar mismunandi fiskveiði- heimildir sagði ráðherra stafa af mistökum í sambandi við kortagerð. Hér væri um smá- vegis mistök að ræða en ekki nditt hneyksli. Skýrði ráðherr- ann í smáatriðum hvernig á því stæði, að mistök í kortagerðinni áttu sér stað, en ekki þykir ástæða til þess að rekja þau hér. Jarðhiti eða raforka til hitunar VALDAMENN og hugsuðir Vesturlanda hafa látið í ljósi áhyggjur af því hvað hin olíu- auðugu Arabalönd geti gert við alla peningana, sem þau fái fyrir olíu,- ekki sízt síðan hún hækkaði í verði. Hvað sem því líður hefur það nú komið í hlut viturra og verkfróðra manna í okkar heimshluta og raunar víðar, að endurreikna orkumál HLÁKA OG VATNAVEXTIR í GÆR MIKIL flóð urðu á Akureyri síðdegis í gær. Þá rann inn í hús í Lækjargötu, Áðalstræti og víða á Oddeyri. Ennfremur varð mikill vatnselgur í miðbænum og það svo, að vatn rann inn í Nýjabíó. Aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku var þremur út- varpstækjum stolið úr bílum, tveimur í Einilundi og einu í Mýrarvegi. Þá var nýléga stolið verkfærakistu í nýbyggingu á Lundstúni. Biður lögreglan þá að láta vita, sem gefið geta upp- lýsingar. (Upplýsingar frá Árna Magn- ússyni varðstjóra). sín, með tilliti til hækkaðs olíu- verðs í heiminum. Jafnvel hér norður á hjara heims, eru þeir, sem ísland byggja, að gera slíkt hið sama, því hér er hvorki olía, gas eða kol. Hins vegar eigum við fall- vötn og ekki nýtt nema 8% af þeim til raforkuframleiðslu og í jarðhitasvæðum er talin marg- falt meiri orka en í fallvötnun- um. En þrátt fyrir þessar orku- auðlindir okkar, er búskapur- inn ekki betri en svo, að við höfum gert okkur háða olíu- kaupum frá fjarlægum löndum, í stað þess að nota innlenda orku til húsahitunar. Þannig standa málin í heilum lands- hlutum, sem ekki eiga þess kost að nota jarðhitann til upphit- unar. Hin nýju viðhorf í orkumál- um, til upphitunar húsa, krefj- ast nýrra úrræða hér á Norður- landi, þar sem hitaveitur hafa ekki nú þegar leyst þetta vanda mál. Á vegum bæjarins starfar nú einskonar hitaveitunefnd, sem eflaust leggur höfuð sitt í bleyti til að finna heppilegustu lausnina í húsahitunarmálum, annað hvort með raforku eða jarðhita. Ekki þykir fullkannað, hvort í nágrenni Akureyrar kunni að vera tök á að ná upp heitu vatni í svo stórum stíl, að það leysi málið á verulegan hátt. Naum- ast liggur það heldur fyrir hvað væntanleg norðlenzk raforka, t. d. frá Kröflu, kemur til með að kosta. Minnzt hefur verið á það hér í blaðinu áður, að hugmyndir eru til um það, að hita Akur- eyri með jarðhita frá Náma- skarði, og um leið verulega hluta sveita, sem tiltækt þætti að einnig nytu hitaleiðslunnar. Vart er að efa, að nægur hiti sé austur þar. En leiðin er löng og leiðsla eflaust dýr í stálpípum, svo og dreifikerfi. Einhver sló í því sambandi á 600 milljón króna kostnað við að leiða hit- ann til Akureyrar og aðra eins upphæð þyrfti í dreifikerfið. Þetta eru háar tölur, og kannski óraunhæfar. En orðin eru til alls fyrst og tækninni flevgir ört fram. í ráði cr að virkja Deildar- tunguhver í Borgarfirði og leiða þaðan heitt vatn til Borgarness og Akraness. Til Akraness er ekki mikið skcmmri leið en frá Mývatnssveit til Akureyrar. Þessi norðlenzka hitaveita þarf því ekki að vera loftkastalar einir, ef hagkvæmni hennar, í samanburði við önnur úrræði, hafa yfirburði, og ef um þetta gæti samist við alla þá aðila, sem hlut eiga að máli. Q Yífitækir kaupsamningar náðst Á MÁNUD AGSKV ÖLD var ljóst, að verkföllum væri að ljúka, og kom deiluaðilum sam- an um, að samningar væru að názt. Strax næstu nótt, þriðju- í FRÉTTABRÉFI frá Þórólfi Jónssyni í Stórutungu 11. febr. segir m. a. svo: Alger jarðbönn eru vegna svellalaga og harð- fennis. Samgöngur eru sæmi- legar, og gripið til jarðýtu og hefla þegar á hefur þurft að halda, bæði vegna flutnings mjólkúr til Húsavíkur og til flutnings skólabarna og ungl- inga. En þegar annað þrýtur er gripið til heimilisdráttarvéla og vélsleða. Fyrsta þorradag var þorra- blót í barnaskólahúsinu, sem er okkar samkomustaður. Var vel til blótsins vandað og brugðið til gamans og alvöru í bundnu og hálfbundnu og óbundnu máli. Áskell Jónsson og kona hans voru gestir samkomunnar. dagsnótt, fóru verkalýðsfélög- um að berast tilkynningar um að hætta verkfallsaðgerðum og hefja vinnu í vissum greinum. Var þá búið að semja um þær En Áskell varð auðvitað að vinna fyrir því með því að stjórna söngnum, sem ætíð er verulegur þáttur á samkomum okkar og var þátttaka mjög almenn. Hinn 29. janúar var aðalfund- ur Kirkjukórasambands S.-Þing. prófastsdæmis haldinn í skóla- húsinu. Kirkjukór Lundar- brekkusóknar sá um fundinn. Febrúar hefur verið sérstak- lega veðraslæmur og setti niður mikinn snjó, er lokaði öllum leiðum. Skólafólk úr Stóru- tjarnarskóla og Laugaskóla átti í nokkrum erfiðleikum í heim- fararleyfum sínum, er veður voru hörð og snjór lokaði leið- um. Þ. J. sérkröfur, sem örðugastar voru viðfangs, svo sem vörubílstjóra, mjólkurfræðinga og iðnnema, og voru þá aðeins nokkur minni háttar atriði eftir. En að þessu sinni var áherzla á það lögð af samningsaðilum, að ganga fyrst frá samningum um sérkröfur, sem oft áður hafa reynzt örðug- ar viðfangs, er þeim hefur verið slegið á frest. Nú hefur verið samið um 8% grunnkauphækkun og 1200 krónur að auki, 3% hækkun í desember á næsta ári og 3% hækkun í júní 1976. Hækkun á töxtum verka- manna mun vera 17—18%, fyrir utan áfangahækkanirnar, sem eru 6% samtals. í fiskvinnu er bein launahækkun 21% en 28% ef miðað er við launin, eins og þau verða í marz. En samning- ar þessir öðlast gildi með sam- þykki viðkomandi félaga. í samningum þessum lá fyrir tilboð ríkisstjórnarinnar um helmingslækkun tekjuskatts og 5 stiga hækkun söluskatts, enn- fremur um stóraukna fyrir- greiðslu í húsnæðismálum. Samningar þessir eru mjög víðtækir og til tveggja ára. Þeir hafa staðið lengi, en verkföll hins vegar aðeins fáa daga. Má því segja, að þessu er mjög á annan veg farið en á mörgum fyrri árum, svo sem á „viðreisn- artímanum", þegar ekki aðeins samningar tóku mánuði, heldur Grenivík, 25. febrúar. Nú í kvöld er liðinn hálfur mánuður frá því hinar miklu rafmagns- og símabilanir urðu hér um slóðir. Loks nú í morgun erum við komnir í fullt símasamband hér á Grenivík og gátum notað fjölsímann. Enn er eftir að tengja inn á sveitabæina. Sveit- in er símasambandslaus og hef- ur verið allan tímann, eða nær hálfan mánuð. Við teljum þetta fádæma seinagang, einkum í því að hef ja viðgerðir, en síðan vinna hófst hefur þessu miðað vel. Viljum við lýsa sérstakri óánægju okk- stóðu verkföll vikur og jafnvel mánuð, enda áttu íslendingar heimsmet í verkföllum á þeim tímum. Svo einkennilega vill nú til, að blöð stjórnarandstæðinga hafa allt á hornum sér út af þessum samningum, og virðast una þeim hið versta. Q ar yfir því, hve þetta hefur tek- ið langan tíma hjá símanum. Rafmagnið fengum við eftir vikutíma, þ, e. Laxárrafmagnið, og gekk þar fljótar að gera við en hjá símanum. Fiskirí er tregt, svona tvö tonn í róðri og hefur ekki gefið svo vel, að hægt hafi verið að sækja langt. Engin vinnustöðv- un er hér. Vegagerðin hefur staðið sig vel og hefur það komið sér vel vegna annarrar einangrunar okkar, að hafa sæmilega greið- færa og góða vegi. P. A. Fréitir úr Bárðardalnum Seint gengur að gera við símann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.