Dagur - 04.09.1974, Qupperneq 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsing'ar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Hverjum iná treysta?
r
VINSTRI flokkana skorti þrek til
þess að fylkja sér einhuga um þær
efnahagsaðgerðir, sem Ólafur jó-
hannesson, fyrrv. forsætisráðherra,
flutti á Alþingi í vetur, og nokkrir
stjórnarþingmenn hlupu beinlínis
undan merkjum. Á frumvarpinu um
efnahagsmálin féll vinstri stjórnin.
Hræðslan við að segja fólkinu sann-
leikann um efnahagsmálin og þær
ráðstafanir, sem ný ríkisstjórn hlaut
að gera, kom einnig í veg fyrir mynd-
un nýrrar vinstri stjórnar, svo sem
opinberlega var stefnt að fyrir og
eftir kosningar.
Alþýðubandalagið studdi að vísu
efnahagsmálatillögur þáverandi for-
sætisráðherra, en með hangandi
liendi. Nú er það í stjórnarandstöðu
og hefur snúist gegn hliðstæðum ráð-
stöfunum núverandi stjórnar. Sjálf-
stæðisflokkurinn þorði í hvorugan
fótinn að stíga þegar efnahagsmála-
tillögurnar kornu fyrir Alþingi,
taldi þær og stjórnina óalandi og
óferjandi og fékkst ekki einu sinni
til að ræða þær á hinu háa Alþingi.
Nú flytur og styður Sjálfstæðisflokk-
urinn gengisfellingu, hækkun sölu-
skatts og bótalausa hækkun búvara.
En því miður verða efnahagsaðgerð-
ir nú miklu djúptækari en þurfti í
vor, vegna hinnar löngu stjórnar-
kreppu. Af Alþýðuflokki og Samtök-
unum var aldrei mikils vænst.
Af þessu hlýtur almenningur að
draga þá rökréttu ályktun, að stjórn-
málaflokkum sé lítt að treysta. I»etta
verður þó ekki sagt um Framsóknar-
flokkinn, sem menn bera nú vaxandi
traust til, undir djarfri og drengi-
legri forystu formanns síns. Ólafur
Jóhannesson og flokkur hans hefur
sýnt þjóðinni meira traust en fyrri
forsætisráðherrar og hefur jafnan
unnið fyrir opnum tjöldum. Sigur-
inn í landhelgisdeilunni við Breta er
hans verk öðrum fremur, þriggja ára
vinstri stjórn undir forsæti hans jók
atvinnu, framfarir og trú manna á
landið sjálft og atvinnuvegi þess, svo
sem sjá má hvar sem er á landinu,
vanda efnahagsmála lagði hann fyrir
þjóðina fyrir kosningar, en breiddi
ekki yfir hann, eins og fyrr var stund
um gert. Hann og flokkur hans unnu
opinberlega að myndun nýrrar
vinstri stjómar og reyndu þá leið til
þrautar og að síðustu myndaði hann
meirihlutastjórn þá er nú situr og
setti ekki persónulegan metnað sinn
ofar þjóðarhag við tilurð þeirrar
stjómar. Þetta er hollt að hafa í
huga, er menn hugleiða taflborð
stjórnmálanna, og hverjum sé best
treystandi. □
5
SNORRI SIGFUSSON 90 ÁRA
Honum er það heilög skylda að hvetja
hina í góðu máli vel að duga
og flestum betur gekk að gróðursetja
gleði, trú og dyggð í barnsins huga.
Ármann Dalmannsson.
SNORRI SIGFUSSON, fyrrum
skólastjóri og námsstjóri, varð
níræður á laugardaginn. Hann
er Svarfdælingur og braust til
ménnta þótt fátækur væri.
Gekk hann fyrst í Gagnfræða-
skólann á Akureyri, en síðan í
lýðháskólann í Voss, kennara-
skólann á Storð og íþróttanám
stundaði hann einnig í Noregi
og síðar í Reykjavík, tók þátt í
kennaranámskeiðum í Dan-
mörku og Englandi og fór oft
utan til að auðga anda sinn og
fylgjast með nýjungum í
fræðslumálum, því hann gerði
kennslu að ævistarfi og upp-
eldismálin hafa ætíð verið hon-
um öðru hjartfólgnara. Líklega
var það gæfa Snorra Sigfússon-
ar að hverfa ekki að einum
skóla eða einni stofnun til mjög
langrar dvalar, en kenna þess í
stað víða svo sem hann gerði,
kynnast ótrúlegum fjölda fólks
í öllum starfsgreinum og taka
jafnan þátt í líísbaráttu þess og
vera þar hinn hvetjandi, síungi
og bjartsýni hugsjónamaður,
sem lét sér fátt óviðkomandi og
vakti hvarvetna áhuga á fram-
fara- og menningarmálum.
Snorri Sigfússon gat aldrei ver-
ið iðjulaus og hann gat heldur
ekki verið hlutlaus áhorfandi,
svo mikið hlaut hann af starfs-
gleði og lífsfjöri í vöggugjöf, og
hann setti ekki ljós sitt undir
mæliker.
Snorri var maður nýjunga og
framfara, með nokkrum hætti
eldhnöttur í kennarastétt og
gekk á undan með góðu for-
dæmi um reglusemi, í störfum
og einkalífi, með brennandi
áhuga á velferð nemenda sinna,
samkennara og samborgara,
jafnframt því að vera maður
söngs og gleði.
Snorri Sigfúson hefur hlotið
margskonar heiður fyrir störf
sín og hefur það áður verið rak-
ið hér í blaðinu. En á efri
árum sínum sneri hann sér
meira en áður að ritstörfum og
skráði ævisögu sína, Ferðina frá
Brekku, í þrem bindum, sem í
senn er skemmtileg og fróðleg.
Fyrri kona Snorra Sigfússon-
ar var Guðrún Jóhannesdóttir
frá Þönglabakka, en síðari kona
hans er Bjarnveig Bjarnadóttir.
Meðal barna Snorra og Guð-
rúnar var Haukur heitinn, lengi
ritstjóri Dags og Samvinnunn-
ar og einnig ritstjóri Tímans
síðustu ár sín. Á því tímabili,
sem við Haukur Snorrason unn-
um saman við Dag, kynntist ég
Snorra föður hans og hef síðan
metið hann mikils og því meira
sem ég kynntist honum meira.
Megi ævikvöld hans verða milt
og fagurt.
arnir, sem fengum tveggja mán-
aða kennslu hjá þér fyrir 65
árum.
Þú varst líka sérstakur kenn-
ari, Snorri, fullur af fjöri, sam-
fara því að vera gæddur góðum
kennarahæfileikum. Mikið þótti
okkur vænt um þig, sem kenn-
ara okkar og okkar vinátta hef-
ur haldist gegnum árin 65.
Þegar ég var sjötugur, sendir
þú mér yndælt kort, sem marg-
ir hafa dáðst að. Og nú, Snorri,
sendi ég þér mínar bestu ham-
ingjuóskir og bið, að þú verðir
umvafinn ást guðs og góðra
vætta. Lifðu heill meðal ástvina
þinna.
Einn af átján nemenda þinna
frá Selárbakkaskóla,
Jón Níelsson.
HEIMILI OG' SKÓLI
HEIMILI OG SKOLI, tímarit
um uppeldismál, 1. hefti 33. ár-
gangs 1974, er komið út og er
rúmar 60 blaðsíður. Útgefandi
er Kennarasamband Norður-
lands eystra, en ritstjórn skipa:
Valgarður Haraldsson, sem er
ábyrgðarmaður, Kristín Aðal-
steinsdóttir og Jóhannes Sig-
valdason.
í formála ritsins segir, að
Kennarafélag sé lagt niður á
þessu ári og því hafi Kennara-
samband Norðurlands eystra
tekið við útgáfunni. Hannes J.
Magnússon, skólastjóri á Akur-
eyri, ritstýrði Heimili og skóla
lengur en aðrir.
í þessu riti er grein eftir
Braga Jósepsson og er þar fjall-
að um, að heimili og skólar
leggi of litla rækt við að leið-
beina börnum og unglingum við
stöðuval, Jón Hlöðver Áskels-
son ritar greinina Hlutverk tón-
menntar í baráttunni við
hávaðamengun, og Jónas Páls-
son greinina Skipan kennara-
menntunar. Þá er foreldraþátt-
urinn og staða foreldrafélaga í
grunnskólafrumvarpinu, þáttur
inn Spurningar og svör, Móts-
staðurinn Eiðar eftir Þorkel
Steinar Ellertsson og samþykkt-
ir aðalfundar Skólastjórafélags
fslands, ennfremur ræða Sigurð
ar O. Pálssonar flutt á skóla-
stjóramótinu í fyrra og enn má
nefna grein um afnám z eftir
stafsetningarnefnd. Og enn eru
í ritinu sagt frá fundi barna-
kennara í Gullbringusýslu, um-
sagnir um bækur o. fl. □
- Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda
E. D.
Komdu blessaður og sæll
gamli og góði kennari minn,
Snorri Sigfússon.
Um næstkomandi áramót
eru 65 ár liðin frá okkar fyrstu
kynnum. Það var í ársbyrjun,
eða 3. janúar 1910, sem við
mættum átta krakkar í litlu
stofunni á Selárbakka á Ár-
skógsströnd. Þar hófst mín
fyrsta skólaganga og stóð hún
aðeins átta vikur. Þá var mikið
lært og mikið sungið. Ég er
hreint ekki viss um að börnin
nú til dags læri mikið meira þó
kennslutíminn sé átta mánuðir
ár hvert, heldur en við, krakk-'
(Framhald af blaðsíðu 8)
bænda, haldinn í Laugaskóla,
S.-Þing. 29.—30. ágúst 1974, sam
þykkir að stofna sjóð til styrkt-
ar því bændafólki, konum og
körlum, sem ekki uppfyllir þau
skilyrði, sem lög um Lífeyris-
sjóð baénda setja um greiðslur
úr sjóðnum, en búa við aðstæð-
ur svipaðar og eru hjá lífeyris-
þegum sjóðsins.
Stéttarsamband bænda leggi
fram fé til sjóðsins af tekjum
sínum, með árlegri ákvörðun
aðalfundar.
Stjórn Stéttarsambands
bænda úthlutar greiðslum úr
sjóðnum samkvæmt reglugerð,
enda séu þær í samræmi við
greiðslur úr Lífeyrissjóði bænda
eins og þær eru ákvarðaðar á
hverjum tíma.
Ályktun um kjaraskerðingu.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1974, mótmælir harðlega
þeirri skerðingu á kjörum
bænda, sem leiddi af fram-
kvæmd bráðabirgðalaga um við
nám gegn verðbólgu frá 21. maí
sl., þar sem 9,49% hækkun á
verðlagsgrundvelli, sem taka
átti gildi 1. júní, var frestað til
20. ágúst. Tekjumissir þessi
nemur kr 42.000,00 -fyrir verð-
lagsgrundvallarbúið og er hrein
kjaraskerðing bænda umfram
aðrar stéttir, þar eð í hækkun
þessari felst ekki hækkun á
kaupi bóndans. □
Það var skylda Alþingis að
meirihlutastj órn
Kreddufesta og viijaleysi iilþýðubaiidalags og
Alþýðuflokks komu í veg fyrir vinstri stjórn
mynda
MÁNUDAGINN 26. ágúst sl.
má segja að lokið hafi nær
tveggja mánaða stjórnarkreppu,
ef miðað er við kjördag Alþingis
30. júní. En í raun og veru var
þessi stjórnarkreppa lengri, því
að fráfarandi ríkisstjórn missti
þingmeirihluta sinn í maíbyrj-
un sl. og hafði þá reyndar um
margra mánaða skeið búið við
það óhagræði að hafa ekki starf
hæfan meirihluta í neðri deild
Alþingis. Þingstyrkur fráfar-
andi ríkisstjórnar hafði því
lengi verið næsta veikur og
fyrirsjáanlegt, að efna yrði til
nýrra kosninga áður en kjör-
tímabilinu lyki.
Að ráði Olafs Jóhannessonar,
þáverandi forsætisráðherra, var
þing rofið 9. maí sl. og boðað
til alþingiskosninga 30. júní.
Alþýðubandalagið var fylgjandi
þingrofi og nýjum kosningum í
júnílok, en aðrir flokkar stóðu
yfirleitt gegn slíkum ákvörðun-
um. Framsóknarflokkurinn
gekk til kosninga í von um, að
þær leiddu til sterkari stöðu þá-
verandi stjórnarflokka, svo að
hægt yrði að stofna til vinstra
samstarfs á raunhæfum grund-
velli að kosningum loknum.
Þess vegna gerðu frambjóðend-
ur Framsóknarflokksins kjós-
endum skýra grein fyrir því, að
flokkurinn stefndi að vinstra
samstarfi, enda fengist nægur
þingstyrkur til þess, svo og sam
staða um málefni.
Óhagstæð úrslit.
Úrslit kosninganna urðu á
annan veg en Framsóknarmenn
höfðu vænst. Fráfarandi stjórn-
arflokkar, þ. e. Framsóknar-
flokkur, Alþýðubandalag og
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, fengu samtals 30 þing-
menn kjörna, en sú tala er með
öllu ófullnægjandi til myndun-
ar meirihlutastjórnar eins og
hverju barni má vera ljóst.
Endurnýjun fyrra stjórnarsam-
starfs kom því ekki til greina.
Til þess voru engin skilyrði.
Hins vegar var hugsanlegt að
efna til samvinnu Framsóknar-
flokks, Alþýðubandalags og
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna á nýjum grundvelli, þ. e.
með þátttöku Alþýðuflokksins.
Með þeim hætti einum var ger-
legt að mynda nýja vinstri
stjórn. Brygðist sá möguleiki,
var ógerningur að mynda þing-
ræðisstjórn án Sjálfstæðisflokks
ins.
Tilraun Geirs.
Þegar kosningaúrslitin lágu
fyrir að morgni 1. júlí sl. og sýnt
var, að ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar hafði ekki meiri-
hlutafylgi, hlaut hún að segja
af sér, enda var svo gert.
Hinn 5. júlí fól forseti íslands
Geir Hallgrímssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins, að gera til-
raun til myndunar meirihluta-
stjórnar. Þessi tilraun Geirs
stóð til 24. júlí eða fast að þrem-
ur vikum, en bar ekki árangur.
Slíkt þurfti engum að koma á
óvart. Má segja, að það hafi
verið fyrirfram vitað, að Geir
Hallgrímssyni gat ekki heppn-
ast stjórnarmyndun á þessu
stigi, þrátt fyrir mikinn kosn-
ingasigur Sjálfstæðisflokksins.
Það var því gagnrýnisvert,
hversu löngum tíma Geir eyddi
í stjórnarmyndunartilraun sína,
og ekki síður hitt, hvernig hann
hagaði störfum í því sambandi.
Meira en helmingur þess tíma
fór í gagnasöfnun og könnun á
efnahagsástandi þjóðarinnar, en
formleg .viðtöl við flokka urðu
skammæ. Það var ekki fyrr en
19. júlí, eða um hálfum mánuði
eftir að Geir var falin stjómar-
myndun, að hann sneri sér
beint til Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks með ósk um, að
þessir flokkar tækju upp við-
ræður um stjórnarmyndun.
Framsóknarflokkurinn hafnaði
tilmælum Geirs á þeim forsend-
Ingvar Gíslason.
um m. a., að full ástæða væri
til að ætla, að Framsóknarflokk
ur, Alþýðuflokkur, Alþýðu-
bandalag og Samtök frjóls-
lyndra og vinstri manna voru
reiðubúin til að hefja viðræður
um myndun meirihlutastjórnar.
Alþýðuflokkurinn hafnaði einn-
ig tilmælum Geirs. Tilkynnti
hann þá þegar forseta fslands,
að tilraun sín hefði mistekist.
Hinn 25. júlí fól forseti íslends
síðan Ólafi Jóhannessyni, frá-
farandi forsætisráðherra og for-
manni Framsóknarflokksins, að
freista stjórnarmyndunar.
Viljaskortur réði.
Stjórnarmyndunartilraun Ól-
afs beindist í eina átt: Að stofna
til vinstra samstarfs. Um þá
stefnu hafði Ólafur Jóhannes-
son forystu í Framsóknarflokkn
um og einhuga stuðning þing-
flokks og framkvæmdastjórnar.
Eins og fyrr er sagt, höfðu fram-
sóknarmenn ástæðu til að ætla,
að vinstri flokkarnir væru reiðu
búnir til viðræðna um stjórnar-
myndun. Af hálfu framsóknar-
manna var heilshugar gengið til
viðræðna við vinstri flokkana í
von um, að þessum flokkum
tækist að mynda ábyrga stjórn
undir forystu Ólafs Jóhannes-
sonar. Framsóknarmenn voru
fúsir til að leggja mikið á sig til
þess að koma slíku stjórnarsam-
starfi á laggirnar.
En það verður að segja hverja
sögu eins og hún gengur.
Því meir sem á leið viðræður
um vinstra samstarf því aug-
Ijósara varð, að vilji til sam-
komulags var ekki fyrir hendi
af hálfu Alþýðuflokks ög Al-
þýðubandalags. Allan viðræðu-
tímann, u. þ. b. þrjár vikur, þok
aðist næsta lítið í átt til sam-
komulags, enda var Alþýðu-
bandalagið rígskorðað í kredd-
ur sínar um þjóðnýtingu sam-
vinnufyrirtækja og vildi ekki
koma til móts við Alþýðuflokk-
inn í sambandi við varnarmál.
Alþýðuflokkurinn hélt fram frá
leitri kröfu um beina aðild Al-
þýðusambands íslands að stjórn
armyndunarviðræðunum. Auk
þess eitruðu skrif Þjóðviljans
og Alþýðublaðsins allt andrúms
loft viðræðnanna. Það er m. a.
til marks um áhugaleysi Alþýðu
bandalagsins að Lúðvík Jóseps-
son sinnti viðræðum um vinstri
stjórn með hálfum huga. Mik-
inn hluta viðræðutímans var
hann á laxveiðum austur í
Vopnafirði, en lét Svövu Jakobs
dóttur sitja viðræðufundi í sinn
stað. Það getur því enginn láð
Ólafi Jóhannessyni, þótt hann
sliti þessum ófrjóu viðræðum
hinn 12. ágúst. Það var þá þraut
reynt, að samkomulagsvilji var
ekki fyrir hendi.
Alþýðuflokkurinn átti stóran
þátt í, að vinstri viðræðurnar
fóru út urn þúfur, en hlutur Al-
þýðubandalagsins var síst
minni.
Ovild i' garð framsóknarmanna.
Ef horft er um öxl, hljóta
framsóknarmenn að viður-
kenna, að vonir þeirra um nýtt
samstarf til vinstri, voru ekki
nógu vel grundvallaðar. Það
gat ekki dulist, að innan Alþýðu
bandalagsins, samstarfsflokks
okkar í þrjú ár, voru sterk öfl,
sem ólu á óvild í garð fram-
sóknarmanna og beittu sér gegn
áframhaldandi samstarfi við
framsóknarmenn. Þessi öfl voru
þegar að verki í kosningabarátt-
unni, og raddir þeirra mátti
heyra úr hálsi sumra talsmanna
Alþýðubandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra. Að kosn-
ingum loknum varð strax vart
blendinna hugarhræringa með-
al Alþýðubandalagsmanna. Sú
skoðun átti mikið fylgi, að AI-
þýðubandalagið tæki ekki
áframhaldandi þátt í stjórnar-
samstarfi, heldur ætlaði það
öðrum að ráða fram úr aðstelj-
andi vandamálum, sem ekki
þoldu bið. Nokkuð bar þó á því
viðhorfi, að hugsanlegt væri að
mynda samstjórn Alþýðubanda-
lags og Sjálfstæðisflokks, e. t. v.
með aðild Alþýðuflokksins. Að
þessari hugmynd stóðu þeir,
sem enn lifa á endurminning-
unni um samstarf þessara
flokka á fimmta áratugnum.
Manna á milli hefur þessi hug-
mynd því verið kölluð „endur-
reisn nýsköpunarstjórnarinnar."
Tveir helstu áhrifamenn Al-
þýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla-
son og Björn Jónsson, forseti
Alþýðusambands íslands, létu
hafa það eftir sér eftir kosning-
ar, að Alþýðuflokkurinn myndi
best „gegna skyldum sínum“
með því að vera utan ríkis-
stjórnar. Sú reynsla, sem við
framsóknarmenn höfðum af við
ræðum við Alþýðuflokk og Al-
þýðubandalag um myndun ríkis
stjórnar, staðfesti svo ekki varð
um villst, að hvorugur flokk-
anna vildi í raun og veru ganga
til stjórnarsamstarfs með Fram-
sóknarflokknum. Þegar svo var
komið, ákvað Ólafur Jóhannes-
son að slíta viðræðunum um
vinstra samstarf og tilkynnti for
seta íslands um þá niðurstöðu.
Hins vegar varð að ráði, að for-
setinn fól Ólafi að halda enn
áfram tilraunum til myndunar
meirihlutastjórnar, og í fullu
samráði við þingflokk og fram-
kvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins, sneri Ólafur Jóhannes
son sér til Sjálfstæðisflokksins
þeirra erinda. Viðræður flokk-
anna hófust 14. ágúst og lauk
með samkomulagi um stjórnar-
myndun undir forsæti Geirs
Hallgrímssonar 26. ágúst. Fóru
formleg stjórnarskipti fram sl.
miðvikudag, 28. ágúst. Var þar
með lokið langri stjórnarkreppu
og landinu fengin ríkisstjórn,
sem hefur að baki sterkan þing-
meirihluta, eða 42 á móti 18.
Skylda Alþingis.
Stjórnarmyndunarviðræðurn-
ar leiddu í ljós, að báðir núver-
andi stjórnarflokkar voru ein-
huga um nauðsyn þess að
mynda þingræðisstjórn. Báðir
flokkar voru þess sinnis, að það
væri skylda þingmanna að leysa
stjórnarkreppuna og koma í veg
fyrir vandræðalausn á borð við
utanþingsstjórn eða minnihluta
stjórn, sem aðeins gæti starfað
skamman tíma. Auk þess köll-
uðu að bráðar efnahagsráðstaf-
anir, sem nauðsynlegt var að
gera fyrir 1. september. Þessi
sameiginlegi skilningur á skyld-
um Alþingis og nauðsyn starf-
hæfrar ríkisstjórnar auðveldaði
viðræðurnar, þótt fjöldamargt
beri annars á milli í viðhorfum
flokkanna um einstök mál og
málaflokka.
Það sjónarmið var látið ríkja
í stjórnarmyndunarviðræðun-
um að víkja ágreiningi til hlið-
ar, en leggja áherslu á þau
atriði, sem samstaða gat orðið
um.. Slíkt meginsjónarmið er
(Framhald á blaðsíðu 2)
AKUREYRAR MEISTARA-
MÓT í sundi -fór fram í Sund-
laug Akureyrar laugardaginn
10. ógúst sl. Keppt var í 14 sund
greinum, til stiga, sem gefin
voru samkvæmt alþjóða stiga-
töflu.
Úrslit í einstökum greinum
voru:
100 m baksund karla. Mín.
1. Marinó Steinarsson 1.19,9
2. Kristján Þ. Sigfússon 1.27,6
50 m flugsund kvenna. Sek.
1. Hólmfríður Traustad. 41,2
2. Sólveig Sverrisdóttir 44,8
50 m skriðsund telpna. Sek.
1. Inga H. Einarsdóttir 37,5
2. Sólveig Sverrisdóttir 40,9
50 m skriðsund sveina. Sek.
1. Sigurður Brynjólfsson 36,5
2. Ingimar Guðmundsson 38,0
- Fjórðungsþmg . .
(Framhald af blaðsíðu 1)
Norðurlands virkjun.
Fjórðungsþingið fer þess
ákveðið á leit við ríkisstjórn-
ina, að haldið verði áfram við-
ræðum við Fjórðungssamband
Norðlendinga og við aðila orku-
öflunar á Norðurlandi um sér-
staka Norðurlandsvirkjun.
Telur þingið að væntanleg
Norðurlandsvirkjun eigi að vera
sameignarfyrirtæki ríkis- og
sveitarfélaganna í fjórðungnum,
og annist orkuöflun og virkj-
unarframkvæmdir á Norður-
landi.
Meira verður sagt frá Fjórð-
ungsþinginu í næsta blaði, er
ekki var rúm fyrir að sinni. □
Knattspyrnuliðið á Árskógsströnd 1973. (Ljósm.: Þ. J.)
r
KNATTSPYRNA hefur lengi
verið stunduð á Árskógssfrönd,
og nú hefur nýr og góður gras-
völlur verið gerður í Árskógi.
Knattspyrnumanna þaðan var
oft getið í fréttum að undan-
förnu, því þeir tóku sig til, fóru
til Reykjavíkur og kepptu í
fimm leikjum í þriðju deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu og
léku fimmta leik sinn, sem jafn-
framt var úrslitaleikur í deild-
inni 26. ágúst. Mættu þeir þar
Víkingi frá Ólafsvík og voru
manna fegnastir yfir því að
tapa þessum leik 0—3.
J
Blaðið hitti formann ung-
mennafélagsins Reynis á Ár-
skógsströnd, Gylfa Baldvinsson,
bónda í Engihlíð, en innan þess
félags er þessi knattspyrna æfð.
Hann sagði meðal annars:
Við höfum ekki getað fengið
okkur þjálfara, vegna þess að
flestir liðsmenn eru á sjó þegar
gefur og fer þetta þvi alls ekki
vel saman og útilokað að ráða
þjálfara og geta ekki notið til-
sagnar hans nema þegar land-
legur eru. Við verðum því að
æfa okkur tilsagnarlaust og við
spilum sterkari knattspyrnu en
önnur lið, án þess við séum
klúrir í leik.
Það þykir ekki búmannlegt í
minni sveit, að leggja þrem bát-
um í viku og fara í knattspyrnu-
ferð, eins og við gerðum nú í
sumar, og það er það heldur
ekki. Hins vegar þótti okkur
þetta skemmtilegt. Konur okk-
ar, sem giftir erum, voru með
og skemmtu sér einnig hið
besta. Vín sást ekki á nokkrum
manni í þessari keppnisför.
Sannleikurinn er sá, að þegar
við ákváðum að taka þátt í
keppninni í stað þess að leika
með UMSE, datt okkur ekki í
hug, að við yrðum svo sigur-
sælir að þurfa að leika þetta til
enda. Við tveir, sem elstir erum
í liðinu, eru 32 ára fjölskyldu-
rnenn og fleiri vel fullorðnir á
mælikvarða knattspyrnumanna,
sagði Gylfi að lokum og þakkar
blaðið viðtalið. □
100 m bringusund karla. Mín.
1. Marinó Steinarsson 1.21,0
2. Örn V. Birgisson 1.26,7
1. Marinó Steinarsson 1.21,0
2. Örn V. Birgisson 1.26,7
100 m fjórsund kvenna. Mín.
1. Hólmfríður Traustad. 1.26,1
2. Sólveig Sverrisdóttir 1.43,3
50 m bringusund telpna. Sek.
1. Margrét Guðmundsd. 46,0
2. Inga H. Einarsdóttir 46,6
50 m skriðsund sveina. Sek.
1. Ingimar Guðmundsson 45,9
2. Sigurður Brynjólfsson 46,7
I
50 m flugsund karla. Sek.
1. Marinó Steinarsson 35,0
2. Guðjón Ármannsson 37,8
100 m skriðsund kvenna. Mín.
1. Hólmfríður Traustad. 1.21,8
2. Inga H. Einarsdóttir 1.29,4
4x50 m bringusund telpna.
(Aukagrein). Mín.
1. B-sveit Óðins 3.14,0
2. A-sveit Óðins 3.47,3
100 m skriðsund karla. Mín.
1. Marinó Steinarsson 1.05,2
2. Þengill Valdimarsson 1.06,9
100 m bringusund kvenna. Mín.
1. Hólmfríður Traustad. 1.29,0
2. Sólveig Sverrisdóttir 1.44,0
200 m fjórsund karla. Mín.
1. Marinó Steinarsson 2.47,4
2. Kristján Þ. Sigfússon 3.11,5
50 m baksund kvenna. Sek.
1. Hólmfríður Traustad. 44,5
2. Sólveig Sverrisdóttir 52,4
Akureyrarmeistari 1974 varð
Marinó Steinarsson og hlaut
hann 2299 stig og hlaut hann í
sundi 1
verðlaun styttu sem gefin var
af Þengli Valdimarssyni. Er
þetta í annað sinn sem Marinó
hlýtur Akureyrarmeistaratitil-
inn. í öðru sæti varð Hólmfríð-
ur Traustadóttir, hlaut hún 2242
stig, og í þriðja sæti Kristján Þ.
Sigfússon með 1712 stig.
Bestum árangri í einstakri
grein á mótinu náði Hólmfríður
Traustadóttir í 100 m bringu-
sundi kvenna, 1.29,0.
Helgina 17. og 18. ágúst fór
Sundfélagið Óðinn til Siglu-
fjarðar í boði Sunddeildar K. S.
og keppti þar á innanfélagsmóti.
Var þar bæði hörð og jöfn
keppni milli félaga.
Félagið sendi níu keppendur
á Unglingameistaramót íslands,
sem haldið var í Reykjavík dag-
ana 31. ágúst til 1. september.
Meistaramót Norðurlands í
sundi fer fram á Akureyri dag-
ana 7. og 8. september og verð-
ur umsjón mótsins í höndum
Óðins. Meistaramót Norður-
lands er stigakeppni og hafa öll
félög sem hafa sund á stefnu-
skrá sinni rétt til þátttöku í mót
inu. Nú í ár er búist við að fimm
félög og sambönd tilkynni þátt-
töku allt að 70 keppenda. Sigl-
firðingar hafa á síðustu árum
verið sigurvegarar í móti þessu,
en 1973 sigraði Sundfélagið
Óðinn, og án efa verður keppn-
in mest milli þessara tveggja
félaga.
Æfingar hjá félaginu hefjast
aftur að loknu fríi þriðjudaginn
1. október og þá er rétti tíminn
fyrir unga áhugamenn um sund
að byrja æfingar. Þjálfarar
Sundfélagsins Óðins eru Gestur
Jónsson, Jóhann G. Möller og
Lísa R. Pétursdóttir.
(Fréttatilkynning) t