Dagur - 13.11.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 13.11.1974, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrg'ðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Alþirigi HINN lögskipaði samkomudagur Alþingis er 10. október ár livert. Hið langa sumarþing gerði það nauðsyn- legt, að fresta þingsetningardegi að þessu sinni til 29. október, svo undir- búningstími gæfist til að leggja fram mál í þingbyrjun, svo sem frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1975. Sýnilegt er, að þetta þing verður mjög annasamt. I fyrsta lagi þarf að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár áður en þingmenn fara í jólaleyfi. Þá kemur frarn í fylgiskjali, sem lagt var fram með stefnuræðu forsætis- ráðherra, að ákveðið hefur verið, að leggja 66 stjórnarfrumvörp fyrir Al- þingi það, er nú situr. Mörg þessara mála eru stór og verða tímafrek, svo sem vegaáætlunin fyrir næstu fjögur ár. Þá munu einstakir þingmenn leggja fram mörg mál, ef að vanda lætur. Auðsætt virðist, að þingmenn rnuni fremur skorta tíma en verk- efni á 96. löggjafarþinginu, og lík- legt að almenningur fylgist betur með störfum þess en oft áður, þar sem óvenju mörg áhugaverð mál verða til meðferðar og mikil óvissa ríkir nú í alþjóðaviðskiptum. Versn- andi viðskiptakjör og sölutregða á fiskafurðum landsmanna velda meiri óvissu um atvinnu og afkomu al- mennings en undanfarin ár, og eykur vanda þings og þjóðar. Þó enn sé þensla á vinnumarkaðinum um allt land og næg verkefni fyrir alla, eru hættuteikn samdráttar, framleiðslu og framkvæmda á lofti. Sigölduvirkjun og hinar miklu hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn og Grindavík, ásamt málmblendi- verksmiðju á Grundartanga í Hval- firði, hafa mikil áhrif á atvinnu- ástandið í sínum landshluta. Til við- bótar eru svo allar liitaveitufram- kvæmdirnar, sem þar eru í fullum gangi eða í undirbúningi. Aðrar framkvæmdir leiða af þessum og ekki allar litlar í sniðum. En hvað um okkur, Norðlend- inga? Á Norðurlandi eru engar stór- framkvæmdir fyrirhugaðar svo vitað sé. Hér er orkuskortur og meiri orku skortur framundan, þótt rannsóknir við Kröflu og Námaskarð leiði væntanlega til virkjunar og fyrir- huguð sé raflína að sunnan. En enn- þá ef meira talað um þessar fram- kvæmdir en unnið, og er kominn tími til að þessu verði snúið við. □ Yarðar mest til allra orða að undirstaðan FélagsmáSasíoínun Ákureyrar Árum saman er íslenska þjóð in búin að glíma við draug þann, sem verðbólga kallast. Hver ný ríkisstjórn hefir stt sér það mark að kveða hasn niður, en oftast hefir niðurstaðan orð- ið sú að hann hefir magnast. Orsökina má að verulegu leyti rekja til þess að hagstjórnar- kerfið hefir ekki verið byggt á réttum undirstöðum. Það má segja að sjálfvirk verðbólguvél hafi verið í gangi. Þessi sjálf- virka vél er: Víxlhækkun kaup- gjalds og verðlags, vísitölu- greiðslur á kaup og verkföll. Þessi þrenning er það „hag- stjórnarkerfi11, sem mestu hefir ráðið um fjármálaþróunina á undanförnum árum. Víxlhækk- un kaupgjalds og verðlags er sú svikamylla sem er undirrótin, af því leiðir hækkun vísitölunn- ar, hún leiðir af sér kröfur um hækkað kaup, þegar svo kaup- kröfurnar eru orðnar það mikl- ar að atvinnurekendur telja sig ekki geta undir risið, og taka að spyrna við fótum, koma verk föllin til sögunnar. Fer þá jafn- an svo, að atvinnurekendur láta undan, eftir lengra eða skemra þóf og ganga að kröfunum að verulegu leyti, en til að rétta sinn hlut hækka þeir svo fram- leiðslu og þjónustu með þeim afleiðingum að vísitalan hækk- ar á ný, og sama hringrásin hefst. Þetta má öllum ljóst vera. Samt hafa ráðamenn þjóðarinn- ar ekki fundið neitt betra ráð til lausnar á vandanum. Nú er ekki lengur hægt að berja höfð- inu við steininn. Þessi gömlu „hagstjórnartæki“ leiða til stöð- ugt meiri ófarnaðar. Það er því óhjákvæmilegt að söðla um og reyna tekjuskiptingu þjóðarinn- ar á öðrum grundvelli, sem er réttlátur og raunhæfur, og get- ur orðið framtíðarlausn þessara mála, þ. e. á tekjuskiptingu þjóð arinnar, og lausnin er: Að greiða kaup í samræmi við þjóðartekjur og skipta þeim af svo miklu réttlæti sem verða má milli allra landsins barna. Með því fyrirkomulagi er sú gamla verðbólguvél algerlega úr sögunni. Dýrtíð, sem verður af hækkun erlendra vara, verð- rétt sé ur að snúast við svo sem best hentar hverju sinni. Að miða kaup við þjóðar- tekjur hlýtur að vera hinn eini raunhæfi og eðlilegi grundvöll- ur. Þjóðartekjurnar eru kaup þjóðarinnar, þær eru það sem hún hefir til ráðstöfunar, og því ■ á að skipta af réttsýni og fullum drengskap, milli allra landsins barna. Það er órofa samband milli þess sem aflast og þess sem hægt er að eyða, sé það lög- mál brotið til lengdar hlýtur illa að fara. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti, þjóðin verður að haga lífskröfum sín- um í samræmi við náttúruskil- yrði og aðstöðu þá og afkomu- möguleika, sem landið hefir uppá að bjóða, og þar á að gera öllum jafnt undir höfði. Þegar vel áran njóta allis þess hlut- fallslega, og þegar á móti blæs, taka allir á sig byrðarnar eftir sömu reglu. Samningar um kaup og kjör, milli atvinnurekenda og laun- þega, eru orðnir svo flóknir og umfangsmiklir, að úr hófi keyr- ir, auk þess er form þeirra og framkvæmd stórgallað. Góð spegilmynd af þessu er samn- ingagerðin frá síðastliðnu vori. Eftir um það bil sex mánaða þóf, án þess að nokkuð sæi framúr, gerðu verkalýðsfélögin V) verkfall, það stóð að vísu ekki nema fáa daga, en skaðaði þó þjóðina um hundruð milljóna. Síðan voru samningar gerðir og undirritaðir, hefði þá mátt ætla að allt væri klappað og klárt. En litlu síðar gera yfirmenn á kaupskipaflotanum verkfall, og setja svotil allt viðskiptalíf þjóð arinnar í strand. Við allt þetta má svo bæta að stórkostleg mis- tök urðu á samningunum. Áttu þessir samningar, og það sem í kjölfar þeirra fylgdi, einna gild- astan þátt í því að ýta af stað þeirri óða verðbólgu, sem nú er glímt við. Þessum vinnubrögð- um verður að linna, þau eru þjóðinni til hneisu, og stefna efnahagslífi hennar í voða. Það er talað um að við ís- lendingar höfum, sökum fá- mennis, sérstaka mög'uleika á að byggja upp og reka fyrir- myndar þjóðfélag. Ég held að sú skipan, sem stungið er uppá í þessu greinarkorni um tekju- skiptingu þjóðarinnar gæti orð- ið ein stoð í þeirri byggingu. Með því væri kveðin niður sú plága, sem nú tröllríður öllum hinum vestræna heimi, með vinnudeilum og verkföllum, sem setja allt atvinnu- og fjár- málalíf úr skorðum, svo jaðrar við algerri upplausn og öng- þveiti. Stefán Kr. Vigfússon. FIMMTUDAGINN 14. nóvem- ber næstkomandi hefst ný starf semi hjá Félagsmálastofnun Akureyrar. Gera á tilraun með að hafa „opið hús“ fyrir aldraða í veitingasal Hótels Varðborgar og er ætlunin að hafa opið þar frá kl. 15.00 til kl. 19.00 á hverj- um f immtudegi. Aldrað fólk getur þá komið þar saman og spjallað, fengið sér kaffi, spilað eða teflt og litið í blöð og tíma- rit. Gestum „opins húss“ verð- ur allt: að kostnaðarlausu nema veitingar, en verðið er vægt. Þessa dagana stendur yfir námskeið fyrir væntanlegt starfsfólk heimilisþjónustu á vegum félagsmálastofnunar. Þátttakendur eru 21. Kennd eru ýmis atriði, sem koma eiga starfsfólkinu að gagni við heimilisþjónustuna, svo sem ýmis hjúkrunaratriði, þættir úr næringarefnafræði og um fæðu þörf og komið er inn á félagsleg viðhorf og sálfræðileg atriði. Námskeiðinu á að ljúka 16. nóvember og eftir það getur heimilisþjónustan hafist af full- um krafti. Félagsmálastof nun Akureyrar hvetur alla, sem þarfnast hjálpar af einhverju tæi á heimilum sínum, til að hafa samband við stofnunina. Allir sem sækja um heimilis- þjónustu verða heimsóttir og í samráði við þá verður metið hvaða hjálp og hve mikla um- sækjandinn þarfnast. Ef einhverjir óska eftir fleiri upplýsingum, þá gerið svo vel að hafa samband við Félags- málastofnun Akureyrar, Geisla götu 5, Akureyri, sími 21000. Z7 ekki gjalda búselunnar ÞAKKIR BLAÐINU hefur borist í hend- ur fréttabréf frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins, sem dagsett er í október 1974. Þar eru meðal annars nýjar ákvarðanir um lán veitingar. Húsnæðismálastjórn tók nýlega ákvarðanir um tvær lánveitingar til húsbyggjenda. Þar segir svo: Til þeirra umsækjenda, sem lögðu inn til stofnunarinnar um sóknir um byggingarlán fyrir 1. febrúar á þessu ári og skilu'ðu Frá Frysfihúsi K, E. A. á Dalvík STÖÐUG vinna hefir verið í frystihúsinu frá því um miðjan febrúar, enginn virkur dagur fallið úr. Mánuðina júní, júlí og ágúst var unnið í tveim 8 tíma vöktum, 60—70 manns á hvorri vakt. Á Dalvík hafa lagt upp afla sinn hinir nýju togarar Dalvíkinga, Björgvin og Baldur, heimabátarnir og stöku sinnum Akureyrartogararnir, en einnig hefir fiskur verið sóttur á bíl- um til Akureyrar og Húsavíkur. Fyrstu 8 mánuði þessa árs tók frystihúsið á móti 3450 tonnum r Thorarensen I | Fæddur 26/9 1910 Dáinn 9/10 1974 KVEÐJA FRA DÓTTURSYNI Ég kveð þig elsku afi minn og allan þakka kærleik þinn, sem beindist alltaf beint að mér og blessun ætíð fylgi þér. Með þér átti ég marga stund. Með þér sólin skein á grund. Hjá þér var mér létt í Iund, langaði alltaf á þinn fund. Iléðan ertu liorfinn mér. Hjartans þakkir fylgja þér. Ég man þig lengi, man þig vel, man þig gegnum sól og él. af fiski, en 2260 tonnum á sama tíma í fyrra og fluttir höfðu verið út 46.700 ks. af freðfiski, en 19.500 ks. í fyrra. Framleiðsl- an á þessu tímabili var: 1974 1973 Freðfiskur 49.900 ks. 32.900 ks. Saltfiskur 230 tn. Fiskimjöl 470 tn. 300 tn. Lýsi 30 tn. Frystihús KEA á Dalvík flutti þann 17. september sl. í fyrsta sinn nýjan bátafisk með flug- vél frá Akureyri til Zeebrugge í Belgíu. Var hér um að ræða 12,5 tonn af steinbít, skarkola, smálúðu, ýsu og þorski. Önnur slík ferð var farin 3. október sl. og þá flutt út 12 tonn af fiski, sem í dag gengur annai’s treg- lega að selja. Væntanlega verða fleiri slíkar útflutningstilraunir gerðar, þótt þeim fylgi ýmsir örðugleikar. (KEA-fregnir) fokheldisvottorðum fyrir 15. maí í vor, þessi lán koma til greiðslu eftir 1. nóvember í haust. Lánveitingin mun ná til 253 íbúða og nema 114 milljón- um króna. í öðru lagi til þeirra umsækj- enda, sem lögðu inn umsóknir fyrir 1. febrúar og höfðu skilað fokheldisvottorðum fyrir 15. ágúst í sumar. Þessi lánveiting mun ná til um 240 íbúða og nema 120 millj. kr. í báðum ofangreindum tilfellum er mið- að við, a'ð umsóknir hafi verið fullgildar og lánshæfar fyrir 15. maí og 15. ágúst. Ennfremur má geta þriðju lánveitingarinnar, sem fyrst var á ferð. Þar er um að ræða framhaldslán þeirra húsbyggj- enda, sem fengu frumlán sín greidd í febrúar á þessu ári. Hún kom til greiðslu frá og með 1. október í haust og nemur 104 milljónum til 266 íbúða. Blaðið vill bæta því við, að á undanförnum árum hafa allir húsbyggjendur, sem hafa skilað fokheldisvottor'ðum fyrir 15. nóvember, og hafa sótt um lán fyrir 1. febrúar, fengið lán fyrir áramót. Reikna verður með, að sami háttur ver'ði á lánveiting- um nú, þrátt fyrir fjárvöntun. Það er ekkert nýtt þótt fjár- festingarlánasjóðirnir séu fjár- vana, en oftast hfaa fundist til þess lei'ðir, að bæta úr. Húsbyggjendur rér á Norður landi eru alltaf seinni á ferðinni me'ð sínar byggingar en t d. Sunnlendingar, sem er augljós afleiðing þess, að framkvæmdir hér geta ekki hafist jafn snemma og þar á vorin, og ÚT er komin hjá Sögufélagi Ey- firðinga bókin BÆNDUR OG BÚHAGIR í ARNARNESS- HREPPI 1824—1960. Er þetta annað hefti fyrsta bindis af EY- FIRÐINGARITI, sem fyrirhug- að er að verði tímarit félagsins, en fyrsta heftið kom út á veg- um Amtsbókasafnsins 1968. f þessu hefti er hið eina sem til er eftir merkisbóndann Hannes Davíðsson á Hofi í Hörgárdal. í bókinni er mikill fróðleikur um íbúa þessa bygg'ðarlags, af- komu þeirra og búnað. Stutt- orðar einkunnir eru mönnum gefnar, en af mikilli nærgætni og hófsemi, svo sem vænta mátti af þeim mæta manni, Hannesi á Hofi. Formála að bók inni ritar séra Ágúst Sigurðs- son á Mælifelli, og í bókarlok er minningarræða séra Sigurð- ar Stefánssonar, vígslubiskups, munar þar oft miklu. Það mun vera viðburður ef hús verða fokheld fyrr en í októbermán- uði. Það myndi því skapast mikið misrétti, ef ekki finnast leiðir til að fá fjármagn í bygg- ingarsjóðinn. Menn eiga ekki að gjalda sinnar búsetu í þessu efni. Þeir, sem ekki hafa skilað fokheldisvottorðum nú, ættu að gera það án tafar, kaupa ábyrgð á bréfin og geyma póstkvittun- ina vel. □ HR. menntamálaráðherra Vil- hjálmur Hjálmarsson. Stúkan ísafold Fjallkonan nr. 1 á Akureyri þakkar yður hjartanlega hr. menntamálaráð herra fyrir framtak yðar að veita ekki vín í veislum ráðu- neytis yðar. Væntir stúkan þess að þér sjáið svo um að þingsályktunar- tillaga ykkar fimmmenninganna um að ekki skuli veitt áfengi í opinberum veislum verði tekin upp að nýju, og hún fái að minnsta kosti þinglega meðferð. LIONS-BINGÓ HIÐ árlega bingó Lionsklúbbs Akureyrar, verður í Sjálfstæðis húsinu n. k. sunnudag. Að vanda verður fjöldi glæsi legra vinninga, en aðalvinning- inn er Sunnuferð að eigin vali fyrir allt að kr. 40.000,00. Auk þess verða alls konar rafmagns- og heimilistæki að eigin vali vinningshafa og verða vinning- ar til sýnis í glugga í Útvegs- bankahúsinu frá n.k. fimmtud. Akureyringar og nærsveita- menn eru hvattir til að fjöl- menna og styrkja gott málefni, því allur ágóði rennur til líknar mála. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu sama dag milli kl. 3 og 5 og frá kl. 7. Lionsklúbbur Akureyrar. (Fréttatilkynning) UM sl. helgi hófst keppnin í Islandsmótinu í handknattleik hér á Akureyri, en eins og kunnugt er leika bæði K. A. og Þór í 2. deild í karlaflokki, en kvennalið Þórs leikur í 1. deild. Það var Fylkir frá Reykjavík, sem lék við Akureyringa í karla flokki, en Ármann lék við Þór í kvennaflokki. íþróttaskemman er eini vettvangurinn fyrir æfingar og keppni í boltaíþrótt- um, og verður enn um sinn, en hafinn er undirbúningur að byggingu fjögurra íþróttahúsa í bænum, og trúlega hefst bygg- ing eins þeirra á næsta ári. — Allmargt áhorfenda var í íþróttaskemmunni bæði á laug- ardag og sunnudag. Dómarar voru Óli Ólsen og Björn Krist- jánsson og dæmdu vel, og er vonandi að við fáum svo góða dómara á leikina í vetur. ÞÓR - FYLKIR 23-16 Það var karlalið Þórs, sem mætti Fylki á laugardag, en Þórsarar léku í 1. deild í fyrra. Þórsliðið var nokkuð breytt, en Sigtryggur og Ólafur Sverris- son leika ekki með í vetur. Maður kemur í manns stað, og reyndu Þórsarar nýja menn í þessum fyrsta leik og má nefna Óskar Gunnarsson, Gunnar og Sigurlás, en þessir nýju liðs- menn skoruðu allir mörk, og sýndu margt laglegt. Leikur Þórs var nú allur annar en í fyrra og virtust eldri leikmenn liðsins ekki vera í nægilegri æfingu, þeir Aðalsteinn, Ragnar og Árni. Þá var Þorbjörn mun þyngri en í fyrra, en Benedikt var lítið inn á. Tryggvi var í sem hann flutti við útför höf- undarins 23. apríl 1963. Myndir eru af þeim systkinunum, Hannesi og Valgerði, sem bjó með bróður sínum og var bú- stýra hans í Hofi hartnær fjóra áratugi. Forsíðumynd er af gamla húsinu á Hofi, sem enn stendur þar og er senn hálfrar annarrar aldar gamalt. BÆNDUR OG BÚHAGIR er snoturt rit, prentað á vandaðan pappír og mun sóma sér vel við hlið annarra fróðlegra rita um Eyjafjarðarsýslu. Það er prent- að í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar, en fæst fyrst um sinn aðeins á afgreiðslu Sögufélags- ins, Lönguhlíð 2, Akureyri (Versluninni Fögruhlíð). Félags menn eru vinsamlega beðnir að vitja bókarinnar sem fyrst og spara sjálfum sér og félaginu með því aukakostnað. □ í LEIKHUSINU Samkomuhúsgestur skrifar Fokdreifum á þessa leið: Ég las í 48. tölublaði Dags, að það einstaka tækifæri byðist Akureyringum miðvikudaginn 6. nóvember, að heyra og sjá Kornelíus, heimsfrægan vísna- söngvara, sem þekktur væri fyrir skemmtilega sviðsfram- komu. Og þar sem ég er forvitinn maður, brá ég mér í Samkomu- húsið til að sjá dýrðina. Um sönginn ætla ég ekki að dæma. Þó hefði mér fundist skemmti- legra, að söngvarinn hefði hald- ið laginu, allt til enda. Einnig, að sú stjarna hefði troðið upp STOFNFUNDUR LAUGARDAGINN 16. þ. m. verður stofnað geðverndarfélag fyrir Akureyri og nágrenni. Hvatamenn að félagsstofnun þessari er starfsfólk geðdeildar- innar og fleira áhugafólk. Til fundarins koma fulltrúar frá Geðverndarfélagi íslands. Stofnfundurinn hefst í Borg- arbíói klukkan 2 eftir hádegi. Kunnugir telja, að verkefni geðverndarfélags hér á Akur- eyri séu mikil og mörg aðkall- andi. Áhugafólk er því hvatt til að mæta á fundi þessum. □ þvegin og snyrt, ekki fullur maður, og til fara eins og hann hefði sofið í fötunum 4—5 næt- ur fyrir skemmtunina. En ég álít', að um misritun sé að ræða í Degi, og þetta með sviðsframkomuna hafi átt við söngkonuna Trille, sem fór mjög vel á sviðinu og söngur hennar lét vel í eyrum mínum, þótt ekki skildi ég mikið af textanum. En þar sem ég nú minntist á Samkomuhúsið, hvarflar hugur inn ósjálfrátt til Leikfélags Ak- ureyrar. Þar virðist vera farið að örla á góða og leikhúsinu okkar. Sá er þetta skrifar hefur séð Ævintýri á gönguför sem L. A. er að sýna um þessar mundir og haft góða skemmtun af. Þó að reiði virðist gæta á vissurn stöðum í bænum út í L A. fyrir að bregðast þeirri „hugsjón“, sem þar hefur ríkt nokkur undanfarin ár, með því að taka til sýningar gamalt og gott leikrit, sett upp á hefð- bundinn hátt, þá virðast bæjar- búar í heild hafa áttað sig á því, að þarna er stefnubreyting, sem vert er að gefa gaum. Að minnsta kosti er mér tjáð, að uppselt sé á hverja sýningu á Ævintýrinu. Og ég vil eindreg- ið hvetja þá, sem ekki hafa séð leiksýninguna, að láta ekki hjá líða að fara í leikhúsið. Grun hef ég um það, að í þessum málum sé hlutur nýja leikhússtjórans okkar, Eyvind- ar Erlendssonar, ekki minnstur. Haldi hann áfram, sem nú horf- ir, efast ég ekki um, a'ð Akur- eyringar rnuni sýna þakklæti sitt í verki með því að fjöl- menna í leikhúsið og fylgjast vel með því, hvað L. A. býður upp á í vetur. Samkomuhúsgestur hefur lok ið máli sínum. □ Haukar koma FYRSTUDEILDARLIÐ Hauka frá Hafnarfirði leikur hand- bolta við K. A. í íþróttaskemm- unni á föstudagskvöld kl. 20.30 og við Þór á laugardag kl. 15.30. Áskorun FUNDUR haldinn í stúkunni ísafold Fjallkonan nr. 1, skorar á bæjarstjórn Akureyrar og lög reglustjóra að gera allt sem unnt er til að komast fyrir dryltkjuskap unglinga, meðal annars með því að herða á eftir- liti með skemmtistöðum og að unglingar innan lögaldurs fái ekki aðgang að vínveitingahús- um og gert verði allt sem unnt er til að komast fyrir hvar unglingar fá áfengi. Æ.t. markinu mest allan tímann, en Ragnar Þorvaldsson kom inn á í lok leiksins. — Þessi leikur Þórs og Fylkis var ekki skemmtilegur fyrir áhorfendur, því það var aldrei vafi á því hvort liðið mundi sigra. Fylkis- menn skoruðu fyrsta marki'ð, en síðan ekki söguna meir. Þór skorar næstu 5 mörk og staðan 5—1, síðan 10—4, 14—7 og síðan 15—7 og þannig leik fyrri hálf- leik. Leikmenn Fylkis mættu ákveðnari til leiks í síðari hálf- leik og létu einn leikmann.gæta Þorbjörns og við það fór brodd- urinn úr sóknarleik Þórs og Þor björn skoraði ekki mark í síðari hálfleik, en Árni var mjög frísk- ur og skoraði 5 mörk. Þórsarar bæta við 2 mörkum strax í byrj un síðari hálfleiks 17—7, og síðan 18—8 og 19—8, en Fylkir skorar næstu 4 mörk og staðan er 19—12, en leiknum lauk með sigri Þórs 23—16. Mörk Þórs: Árrii 7, Þorbjörn 4, Aðalsteinn 4, Benedikt 3, Oskar 2, Gunnar, Ragnar og Sigurlás 1. Það er erfitt að spá urn gengi Þórsliðsins í 2. deild í vetur eftir að hafa séð liðið leika við Fylki. Það eru Þróttur og K. R., sem eru sennilega með sterk- ustu liðin í 2. deild, og leikir þeirra hér og svo leikir K. A. og Þórs geta orðið skemmti- legir. r Armann - Þór 28-11 Stúlkurnar léku strax á eftir karlaleiknum. í liði Þórs leika fáar þær sömu og í fyrra. Leik- urinn fór svo a'ð Ármannsstúlk- urnar skoruðu 28 mörk en Þórs stúlkurnar 11, og sýna þær töl- ur að Þór virðist lítið erindi eiga í 1. deild. IÍ.A. - FYLKÍR 24-15 Á sunnudag mættust svo K.A. og Fylkir. Það er sama sagan hjá K. A„ að þar eru nokkrir nýliðar, sem lítið eða ekkert hafa leikið með liðinu áður og má nefna Ármann, Árna Bjarna son, Pál og Guðmund, en þeir skoruðu allir mörk. Brynjólfur, sem þjálfaði K. A.-liðið í fyrra, leikur nú aftur með í. R. og landsliðinu, en hann var mark- hæstur leikmanna í 2. deild í fyrra. Halldór Rafnsson, Hör'ð- ur, Þorleifur, Hermann og Jó- hann Jakobsson leika með K.A.- liðinu eins og í fyrra, en Jóhann Gauti er a'ðalmarkvörður liðs- ins og Viðar til vara. Jóhann Gauti stóð í markinu mestallan leiktímann og varði vel nema á fyrstu mínútum leiksins, en þá gekk allt á afturfótunum hjá K. A.-liðinu. Leikmenn K. A. virtust vera í sæmilegri æfingu, einnig þeir eldri, en það er sama sagan hjá K. A.-liðinu og und- anfarin ár, að þeir fá minna út úr leik sínum, en ég held að þeir eigi að geta fengið. Sam- leikurinn er oft hraður og skemmtilegur, en einstaka leik- menn eru of gráðugir að skjóta að marki andstæðinganna. Ef K. A.-liðið lengdi sóknarlotur sínar, og allir leikmenn léku yfirvegað, þá er það trú min að li'ðið mundi ná betri árangri en undanfarin ár. Halldór og Hörð ur, sem stjórna sókninni, verða að taka þetta atriði til athug- unar. Þá vantar góðar línusend- ingar. Fylkisliðið mætti ákveð- ið til leiks á móti K. A. og skor- aði 3 fyrstu mörkin, en sóknar- lotur K.A.-liðsins mistókust, og hafði Fylkir yfirhöndina meiri hluta fyrri hálfleiks, en K. A.- liðið náði góðum leikkafla og tókst að jafna, 7—7, og komast yfir. Staðan í leikhléi var 10—8 fyrir K. A. í síðari hálfleik náði K. A.-liðið sér á strik og jók muninn jafnt og þétt, en Fylkis- liðið missti móðinn og tapaði með 9 marka mun. Úrslitin urðu þau að K. A. skoraði 24 mörk en Fylkir 15. Mörk K. A.: Þorleifur 6, Hörð ur 4, Ármann 4, Halldór 3, Páll 2, Guðmundur 2, Árni 2 og Her- mann 1. Það má segja það sama um K. A.-liðið og Þórs-liðið, að það er erfitt að spá um það hvernig því vegnar í keppninni í 2. deild eftir þennan fyrsta leik liðsins. Það sem vekur mesta athygli í þessum fyrstu leikjum Akur- eyrarliðanna er það, að 8 leik- menn úr hvoru liði skora mörk- in. Það spáir góðu. Ef hópíþrótt ir byggjast á 1—2 mönnum er voðinn vís. A'ð lokum ein spurning: Er ekki hægt að láta yngri flokka Þórs og K. A. leika á undan aðalleikjunum? Mér finnst að verkefnin séu lítil fyrir þá yngri. Við megum ekki gleyma því, að þeir yngri verða áð fá að spreita sig. Það er ekki nóg að æfa tvisvar í viku allan vet- urinn. Sv. O. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) AUGLÝSINGIN VAKTI UNDRUN En nú bregður svo við, að Inn- kaupastofnun ríkisins auglýsir til sölu þessar sömu húseignir og eru margir undrandi yfir því. Sýnist mönnum, að með þess- um auglýsingum sé slegið striki yfir fyrra samkomulag við bæ- inn, eins og þa'ð hefði aldrei verið gert. Það verður að telj- ast eðlilegt, að mikil rækt sé lögð við þennan gamla og kunna skógarreit, sem ber vott um mikla bjartsýni og framtak skóg ræktarmanna í byrjun aldar- innar. Færi vel á því, að bærinn ætti umrædd liús og hefði þar miðstöð garðræktar og fegr- unar. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Þegar frumvarpið til fjárlaga fyrir næsta ár, sem hinn nýi fjáiTagaráðherra lagði fram í þingbyrjun, er athugað, kemur í Ijós, að þar er mörkuð ný stefna. Einu sparnaðartillögur hans eru á framkvæmdaliðum hinna félagslegu framkvæmda og eru það ill tíðindi og ugg- vænleg, ckki síst þcgar flest bendir til samdráttar, einnig á öðrum sviðum. Ef þessi stefna verður framkvæmd, kemur hún harðast niður á landsbyggðinni. Þáð er Alþingi, sem endanlega gengur frá fjárlögunum og nú reynir á, hvort meirihluti al- þingismanna eru sama sinnis og fjármálaráðherra. Þjóðin mun fylgjast með því næstu vikurn- ar, eins og meðferð margra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.