Dagur - 22.03.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 22.03.1975, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Stjórnvöld hafa lagt fram á Alþingi tillögur í efnahagsmálum, og um þær var fjallað í útvarpsumræðun- um á fimmtudaginn. Ólafur Jóhahn- esson viðskiptaráðherra sagði þá m. a.: „Með góðum vilja og samstilltu átaki munum við sigrast á þeim erf- iðleikum, sem nú er við að fást. Það má þó ekki búast við of snöggum umskiptum. Það verður að gæta viss meðalhófs í öllum efnahagsaðgerð- um. Annars getur slegið í baksegl. Annars vegar er nokkur samdráttur nauðsynlegur um sinn, og á hinn bóginn þarf að gæta þess, að hann verði ekki svo mikill, að hann leiði til atvinnuleysis eða stoíni viður- kenndri byggðastefnu í nokkra tví- sýnu. Þetta meðalhóf getur verið vandþrætt. Við skulum heldur ekki gleyma því, sem reynslan hefur kennt okkur, að við erum mjög liáðir efna- liagsframvindunni í umheiminum. Og það lögmál má heldur aldrei gleymast, að þjóðfélagið í heild get- ur ekki til lengdar eytt meira en það aflar. Því skal ekki neitað, að tími ríkis- stjórnarinnar til þessa hefur mjög farið í það að sinna aðsteðjandi efna- hagsmálum. Það hefur því verið minni tími en skyldi til að sinna hin- um stóru framtíðarmálum. Þó hefur verið unnið að landlielgismálinu af fullum krafti. Og munu þar raunar allir vera sammála að meginstefnu til. Uppbygging og efling atvinnulífs- ins er meginmarkmið núverandi stjórnar. Þar hefur svo sannarlega góður grundvöllur verið lagður: Ný og góð skip á nær því hverri höfn. Fiskvinnslustöðvar víðs vegar byggð- ar og bættar. Afkomuskilyrði fólks í sjávarplássum allt í kringum landið ’víðast hvar gerbreytt frá því, sem áð- ur var. A þessum grundvelli verður áfram að byggja. Framfarir í landbúnaði, á sviði ræktunar, vélvæðingar og húsagerð- ar, hafa verið örar og stórstígar. Vinnslustöðvar landbúnaðar hafa ver ið, og eru, víða í endurnýjun og upp byggingu. Þær gegna tvöföldu hlut- verki, breyta afurðunum í verðmæt- ari vörur og veita mikla vinnu. Hér þarf að lialda áfram á sömu braut.í Hjáróma úrtöluraddir eru eins og nátttröll á glugga við dagsbrún. Það er þó ekki hvað sízt í iðnaðin- um, sem mikilvæg framtíðarverkefni bíða. Þess vegna eru orkumálin ofar- lega á blaði í stefnuskrá stjórnarflokk anna. I þeim efnum þarf að gera sér- stök átök til virkjana fallvatna og (Framhald á bls. 7). VfÐTAL VIÐ ÁSKEL EINARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA f hinum tíðu umræðum að undanförnu um orkumálin á Norðurlandi hafa margir kvatt sér hljóðs. Dagur lagði nokkrar spurningar fyrir Áskel Einars- son framkvæmdastjóra Fjórð- ungs'sambands Norðlendinga um afstöðu sambandsins til þess ara mála, er hann svaraði á eftirfarandi hátt. Hver hefur verið orkumála- stefna Fjórðungssambandsins? Meginstefna Fjórðungssam- bandsins var mörkuð á fjórð- ungsþingi 1971. Þar var lögð ■megináhersla á stórauknar virkjunarrannsóknir á Norður- landi og bent á nýja virkjunar- möguléika, í Jökulsá eystri í Skagafirði, í Skjálfandafljóti, í Blöndu og gufuvirkjun í Náma- skarði. Lögð var áhersla á fulln aðarrannsóknir í virkjun Detti- foss, með stærri orkusölu fyrir augum. Þessir valkostir skyldu vera í forgangsröð, áður en aðal orkuöflun Norðlendinga byggð- ist á hálendislínu frá Sigöldu. Þáverandi forsætisráðherra upp lýsti haustið 1971 að ekki yrði um frekari virkjanir að ræða í Laxá, nema með samkomulagi við landeigendur. Á þessum forsendum lagði Fjórðungssam- bandið áherslu á bráðabirgða- úrræði t. d. framhaldsvirkjun við Skeiðsfoss, með samteng- ingu við Skagafjörð og viðbótar virkjun í Bjarnarflagi. Ekki er vafamál, ef þessar virkjanir hefðu yerið leyfðar á sínum tíma hefði orkuskorturinn ver- ið enginn eða óverulegur á Norðurlandi. Ef farið hefði ver- ið eftir tillögu Fjórðungssam- bandsins um auknar rannsókn- ir er ljóst, að staða Norðurlands væri allt önnur en nú er. Stór virkjun á Norðurlandi hefði tví mælalaust orðið næst í röðinni. Fjórðungssambandið hefur lagt áherslu á að hraða virkjunar- framkvæmdum við Blöndu og Jökulsá eystri. Margt bendir til að Blönduvirkjun verði fyrsta stórvirkjunin á Norðurlandi. Hvað um samstarf ríkis og heimaaðila? Fjórðungsþingið í Ólafsfirði lagði áherslu á samstarf ríkis- ins og Fjórðungssambandsins, um orkurannsóknir, skipulag orkuvinnslu og orkudreifingu á Norðurlandi. Krafan um sér- staka samstarfsnefnd ríkis og heimaaðiia í orkumálum Norð- urlands var sett fram 1971 við þáverandi forsætisráðherra. Nefndin skyldi hafa yfirumsjón með virkjunarrannsóknum, og beita sér fyrir í senn skamm- tíma og langtíma lausnum á orkumálum Norðurlands. Nefnd in skyldi vinna að stofnun orku vinnslufyrirtækis fyrir Norður- land, sem væri í sameign ríkis og sveitarfélaga. Það undarlega skeði þrátt fyrir ítrekanir Fjórð ungssambandsins og stuðning alþingismanna úr Norðurlandi, féllst þáverandi orkumálaráð- herra ekki á að skipa nefndina. í stað þess skipaði hann ótal nefndir í orkumálum, án aðild- ar Norðlendinga: Hins vegar hefur núverandi iðnaðarráð- herra heitið því að koma á fót samstarfsnefnd um orkumál Norðurlands, sem skipuð er full trúum Fjórðungssambandsins, orkuframleiðsluaðila á Norður- landi og ríkisstjórnarinnar. Full trúar Fjórðungssambands Norð lendinga í nefndinni eru Hauk- ur Harðarson bæjarstjóri á Húsavík og Jón ísberg sýslu- maður, Blönduósi. Hvað um Norðurlandsvirkj- un? Lögin um Kröfluvirkjun gera ráð fyrir því að stofnuð verði Norðurlandsvirkjun. Það er því mjög aðkallandi að þessu virkj- unarfyrirtæki sé komið á fót. Áskell Einarsson framkvæmdastjóri. Fjórðungsþing Norðlendinga 1972, 1973 og 1974 hafa lagt áherslu á að stofnun Norður- landsvirkjunar verði hraðað. Hingað til hefur strandað á Iðn- aðarráðuneytinu að leiða þetta mál til lykta. Viðræður hófust sumarið 1972 um Norðurlands- virkjun, milli fulltrúa Iðnaðar- ráðuneytisins, Fjórðungssam- bandsins og orkuframleiðenda á Norðurlandi. Þar var skipst á skoðunum. Þessar viðræður ætl aði ráðuneytið að taka upp á ný eftir sumarleyfi 1972. Þrátt fyr- ir ítrekanir fengust viðræður ekki teknar upp á ný fyrr en í janúar 1974. Þessum viðræðum var fram haldið þar til í maí- mánuði sl., að þær féllu niður, vegna aðfarandi kosninga. Gert var ráð fyrir að taka þær upp að nýju eftir stjórnarskiptin. Þetta hefur ekki skeð enn og mun það verða verkefni sam- starfsnefndarinnar. Ih ernig er Norðurlandsvirkj un hugsuð? Ég varpaði fram þeirri hug- mynd 1972, að Norðurlands- virkjun væri stofnuð um ný verkefni t. d. Kröfluvirkjun, en Laxárvirkjun og Skeiðsfoss- virkjun væru deildir innan Norðurlandsvirkjunar, með sér- stakan fjárhag en lyti sameigin legri yfirstjórn og gjaldskrár- málefni og álagsstjórn. Þessi skipan stæði fyrst um ákveðið árabil. Með þessum hætti mætti komast hjá viðkvæmu eigna- uppgjöri og röskun á högum manna, þá var líka komist hjá því að útvega nýtt fjármagn í greiðsluuppgjörið. Stefna þáver andi iðnaðarráðherra var að byggja upp Norðurlandsvirkj- un á hreinu eignauppgjöri. Þetta kom greinilega fram í við ræðum bæði 1972 og 1974. í samræmi við þetta lögðu full- trúar ráðuneytisins fram grund völl fyrir Norðurlandsvirkjun í janúar 1974, þar sem gert var ráð fyrir eignauppgjöri milli ríkisins, I.axár- og Skeiðsfoss- virkjunar. Skyldi hluti ríkisins vera 50%, en hluti Akureyrar og Siglufjarðar, vegna virkjun- ar þeirra vera um 40%. Önnur sveitarfélög á Norðurlandi skyldu eiga kost eignar- aðildar gegn greiðslu framlaga. Fjórðungssambandið hafnaði þessu og taldi að eignaraðild sveitarfélaganna skyldi vera, sem næst íbúatölu sveitarfélag- anna. Enn var lagður fram um- ræðugrundvöllur í marsmánuði 1974, þar sem gengið var út frá því að sveitarfélög ættu meiri- hluta eignar. Hvert sveitarfélag ætti einn fulltrúa á aðalfundi Norðurlandsvirkj unar. Sveitar- félög með rétt til 4% eignar skyldu senda tvo fulltrúa, sveit- arfélög með 20% eða meira ættu þrjá fulltrúa. Aðalfundur kysi fjóra menn í stjórn og rík- ið skipaði jafnmarga. Aðilar skyldu koma sér saman um eignauppgjör milli aðila með langtíma skuldabréfum, á lág- um vöxtum, sem virkjunin greiddi sjálf. Eigin fjárframlög sveitarfélaganna væru bundin við nýjar virkjanir. Sveitar- félögum væri heimilað að greiða sinn hluta í gegnum raf- orkuverðið. Formaður Lands- virkjunar upplýsti á S.Í.R.- fundi nýlega að þannig fengist sparnaður, sem væri eigin fram lag Landsvirkjunar til bygging- ar Sigölduvirkjunar. Það er óhætt að fullyrða að góður andi var í þessum viðræðum og margt benti til þess að hægt verði að ná samstöðu um N orðurlands virkj un. Hver eru viðhorfin nú? Það er vaxandi fylgi innan Norðurlands fyrir Norðurlands virkjun t. d. hafa bæjarstjórn- irnar á Akureyri og Húsavík nýlega gert samþykktir um að hraða málinu. Ekki er því að leyna að þröng eignarréttar- sjónarmið hafa verið þröskuld- ur í viðræðum. Þetta virðist vera að breytast, bæði hjá ríki og orkuvinnsluaðilum. Vaxandi skilningur er á því að orkuver séu í eðli sínu almenningseign, bundin við verkefni sitt. Þetta er eðli málsins ekki seljanleg verðmæti, ef þau þjóna áfram sömu notkun og notendum og eru rekin á sannvirðisgrund- velli. Hér verður að koma til félagslegt mat á framsalsrétti eignarmyndunar almennings, sem bundin er við afmarkað þjóðfélagslegt verkefni. Dæmi um breytingar í þessa átt er yfirtaka ríkisins á löggæslu- mannvirkjum án endurgjalds til sveitarfélaganna, um leið og ríkið yfirtekur löggæslukostn- aðinn að öllu leyti. Nýlega hef- ur í Danmörku verið steypt saman orkuveitum einstakra sveitarfélaga í heildarveitu, á sérstaks eignauppgjörs. Spurn- ingin er hverjum er falið verk- efnið, er meginmálið. Á þessum grundvelli verður að byggja upp Norðurlandsvirkjun. Rekst ur Laxárvii'kjunar og Skeiðs- foss getur verið áfram í hönd- um sömu aðila, þrátt fyrir aðild að Norðurlandsvirkjun. Sama er að segja um Laxárvatns- virkjun og Gönguskarðsárvirkj un. Megin verkefni Norður- landsvirkjunar er ekki rekstur gamla kerfisins heldur rekstur Kröflu og uppbygging nýrra virkjana. Hvað um samstöðu Norðlend inga? Ég hefi rakið ýmsar hug- myndir um uppbyggingu Norð- urlandsvirkjunar, sem ég vil engan vegin fullyrða að séu þær einu réttu. Það verður að ná samstöðu um Norðurlands- virkjun, hvort fylgt verður hug myndum mínum frá 1972 eða umræðugrundvellinum frá í mars sl. eða farið mitt á milli skiptir ekki höfuðmáli. Hitt skiptir máli, að Norðurlands- virkjun verði nógu sterkur og sjálfstæður aðili til að geta rek- ið sjálfstæða orkustefnu, með eigin virkjunarrannsóknum. Norðurlandsvirkjun verður að byggjast upp á allsherjar þátt- töku sveitarfélaganna á lýð- ræðislegum forsendum og verða afl í norðlenskri byggða- þróun. Þetta er stærsta verk- efnið, sem bíður samstarfs- nefndarinnar um orkumál á Norðurlandi. Það var rétt spor á sínum tíma að hafna aðild að Landsvirkjun. Sú ákvörðun leggur Norðlendingum þá skyldu á herðar að skapa mót- vægi í orkubúskap þjóðarinnar með myndun virkjunarfyrir- tækis, sem getur orðið stórt afl í byggðarþróun á íslandi. Það er orkuöflunin og hagnýting orkunnar sem skiptir máli í dag. Dagur þakkar viðtalið. □ - Hart í bak (Framhald af blaðsíðu 8) leikendum lesið leikritið rétt. Hitt er svo tæknispursmál og smekksatriði á hvað, og að hve miklu leyti skuli áhersla lögð. Þar kemur að miklum vanda þegar setja skal á svið með meira eða minna óvönu fólki. Séu menn hvattir til þess að fylgja hlutunum eftir af krafti, þannig að þeir séu skýrir og afgerandi, vill leikurinn gjarn- an verða tilburðakenndur og óeðlilegur — í einu orði; of- leikur. Sé aftur á móti sóttst eftir eðlileika, liggur hættan á flatneskju og tilfinningaleysi hvarvetna í leyni. í þessari sýn- ingu tekst furðanlega að sigla milli skers og báru hvað þetta snertir, þó ekki alveg að sjálf- sögðu. Margur vandi er þarna leystur sem töluvert þarf til. Það er vandi fyrir ungan mann að leika gamlan mann og blind- an. Það tekst. Það er vandi fyrir unga stúlku að vera á sviði sá sólargeisli einfaldleikans sem Jökull ætlast til af Árdísi. Það tekst. Það er einni'g vandi að gera unga piltinn sálarflækta skiljanlegan áhorfendum, þótt ekki væi'i meira krafist. Einnig það tekst. En um flesta leik- Ráðgefandi starfsemi á vegum „Svejseccntralen“. Undanfarið hefur verið unnið að verkefninu „tækniaðstoð við íslenskar skipasmíðastöðvar á vegum ráðgjafafyrirtækisins „Svejsecentralen“ í Kaup- mannahöfn. Upphaf þessa máls er það, að Iðnþróunarstofnun íslands í samvinnu við Iðnaðarráðuneyt- ið og Iðnþi'óunarsjóð, en þessir aðilar sjá að stórum hluta um fjármögnun verkefnisins, gerði samning við Svejsecentralen um ráðgefandi starfsemi við ís- lenska skipasmíðaiðnaðinn. Samningur þessi var gerður sl. haust, og hófst verkið í nóvem- ber. Ákvéðið var að þrjár stærstu skipasmíðastöðvarnar, þ. e. Slippstöðin h.f., Stálvík h.f. og Þorgeir og Ellert h.f. tækju þátt í þessu til að byrja með, en þar sem íslenskir tækni- menn voru ráðnir til þess að fylgja dönunum eftir og kynn- ast vinnubrögðum þeirra er ætlunin að aðrar skipasmíða- stöðvai- geti í framtíðinni not- fært sér þá reynslu, sem við þetta skapast. Hér koma einnig við sögu Rannsóknastofnun iðn aðarins og Siglingamálastofnun ríkisins. Nú hefur þessi starfsemi stað- ið í u. þ. b. 3—4 mánuði og því fyrsta reynsla farin að koma í ljós. Starsefinni má í höfuðdrátt- um skipta í eftirtalda fjóra þætti: Hlutaskiptingu, en megin atriði með henni er það, að skipinu er skipt upp í hluta (sektionir), þar sem hver hluti fær sitt ákveðna númer. Þessir hlutir eru síðan miðdepillinn bæði í sambandi við teikningar og framleiðslu þar sem hver hluti er alveg sjálfstæð eining. Markmiðið með þessu er hreinni og hagkvæmari vinnu- brögð, auðveldari yfirsýn bæði að því er varðar teikningar og framleiðsluáætlanir svo og ör- uggara eftirlit svo sem í sam- bandi við virkni framleiðslunn- ar. Teiknivinnu, þar sem megin áhersla er lögð á að aðlaga teikningar hlutunum sem áður á Dalvík endur gildir það sama, að mað- ur sér auðveldlega í gegnum leik þeii'ra, óþörf áhersla er lögð á allar geðshræringar og gerðir. Þess vegna gengur leik- urinn ekki alltaf eins lipurt og æskilegt væri og tilfinningum persónanna, sem annars eru auðskildar að ég held hverju kornabarni, virðist haldið óþarf lega mikið að manni. Tveir leik enda komast alla leið í mark með hlutverk sín, þau Jón Hall dórsson sem leikur Pétur og Halla Jónasdóttir sem leikur Áróru spákonu. Leikur beggja er sjaldgæfur. Leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar þarf ekki að hrósa hér, það hefur þegar verið gert. Hún er að vísu frá „litlausa tíma- bilinu“ sem mér gatst aldrei fullkomlega að. Full ástæða er til að mæla með þessari sýningu, bæði leik- ritavalinu og árangri þeirra sem að hafa unnið. Vil þó um leið hvetja leikendur til þess að láta leikinn renna lipurlegar og forðast óþarfa tafir. Allt þarf að leika létt og frjálst í höndum leikarans, einnig sorgin. Eyvindur Erlendsson. er minnst á. Er hér fárið lengra út í smærri teikningar og ná- kvæmari auk þess, sem verk- lýsingar eru greinilega skýrðar út á hverri teikningu. Þá má nefna að með teikningunum fylgja efnislistar, þ. e. yfirlit yfir það efni, mál o. fl. sem á að nota við smíði þess hlutar sem teikningin nær yfir. Mark- miðið með þessu er fyrst og fremst það að smiðir þeir sem eiga að vinna verkið geti geng- ið beinna til verks. Framleiðsluaðferðir, en í því felst tilraun til þess að einfalda vinnubrögðin og þær aðferðir sem notaðar eru við smíði skips botnsins. Nú þegar höfum við tekið upp nokkrar nýjar aðferðir og mætti t. d. sérstaklega benda á smíði byrðingsins, sem nú er smíðaður niðri á plani, svoköll- uðu „pinnaplani“. Þar eru bönd in ásamt hyrnum o. fl. eru soðn ir á byrðinginn og hann full- gerður til þess að lyftast upp á garðana þar sem skipið á að rísa og fellur hann þá að dekk- um og þilum. Áður var band- reist á görðum og byrðings- plöturnai’ felldar þannið á bönd in. Var þá unnið í talsverðri hæð og við mun örðugri að- stæður. Aðalmarkmiðið er að sjálfsögðu meiri vinnuafköst. Verkþjálfun, en í henni felst það, að ráðgjafarnir aðstoða smiðina niðri á verkstæðunum og kynna þeim ýmsar aðferðir í sambandi við hina eiginlegu framleiðslu, svo sem skurð, suðu o. fl. Ætlunin er einnig að halda stutt námskeið fyrir þessa menn. Höfuðmarkmiðið með öllu þessu, sem hefur verið minnst á hér að framan er svo að sjálf- sögðu aukin virkni framleiðsl- unnar sem ætti að endurspegl- ast í því að fækka vinnutímum við skipasmiðarnar og auk þess að nýta betur efni, vélar og tæki. Það er samdóma álit allra, bæði tæknimanna, verkstjóra og' iðnaðarmanna að tillögur hinna dönsku ráðgjafa séu til mikilla bóta. Við viljum nota þetta tæki- færi til þess að þakka þeim aðilum, þ. e. áðurnefndum stofn unum, sem að þessu standa í samvinnu við okkur, og þann skilning og áhuga sem fram kemur í þessu um eflingu ís- lenskra skipasmíða. (Ur fréttatilkynningu) KIWANISMENN MEÐ PÁSKAEGG Hin á r 1 e g a páskaeggjasala Kiwanisklúbbsins Kaldbaks, verður laugardaginn 22. mars næstkomandi. Munu félagar úr klúbbnum ganga milli húsa í bænum síðari hluta dagsins og bjóða til sölu páskaegg. Undan- farin ár hefur þessi fjáröflunar- leið klúbbsins notið vinsælda bæjarbúa, sem hafa með því að kaupa páskaeggin styrkt ýmis líknar- og velferðarmál, sem klúbburinn hefur látið til sín taka. Af slíkum málum má til dæmis nefna aðstoð við starf- semi Einars Gíslasonar á Hjalt- eyri og fjárframlög til kaupa á magamyndavél og hjartabíl, en af því sem efst er á baugi hjá klúbbnum í dag má nefna heyrnarverndarstöð og geð- verndarmál. Væntir klúbbur- inn þess að bæjarbúar taki vel eggjasölumönnum á laugardag- inn og styrki með því gott mál- efni. (Frá Kiwanisklúbbnum Kald bak, Akureyri). Hólmfríður Sigurðardóttir garðyrkjukandidat: Garðyrkjuþátter Á meðan þetta er skrifað er loksins farið að hlýna eftir langan og erfiðan vetur. Sólin er komin hátt á loft og mild sunnangolan minnir okkur á, að vorið sé ekki langt undan. Stóru og þykku skaflarnir síga og minnka furðu fljótt svo við getum farið að huga að trjá gróðri og runnum áður en varir, Tré hafa sums staðar orðið fyrir skemmdum vegna snjó- þyngslanna. Einkum virðist björkin hafa, þar sem greinar neðantil á stofninum, rifnað frá. Nauðsynlegt er að saga þessar greinar alveg af, þétt við stofninn og gæta þess að enginn bútur verði eftir. Er ágætt að jafna sárið méð 'beitt- um hníf og mála yfir það .með olíumálningu, ef það er stórt. Garðeigendur ættu að at- huga, hvort ekki er Unnt að losa greinar, sem enn ei'ú fastar í snjónum og forða þeim þannig frá enn frekari skemmdum. Það er helst reynandi í þíðvið.ri. Birki er mjög viðkvæmt fyrir klippingu að vorinu, viðkvæm- ara en önnur tré, einkum nokkr ar síðustu vikur fyrir laufgun. Þarf því að laga skemmdirnar sem allra fyrst, eða að öðrum kosti ekki fyrr en eftir laufgun. Þetta er vegna þess, að safi fer að streyma til greinanna og rennur hann mikið úr sárunum á birkitrjám, séu greinar klippt- ar eða sagaðar af. Getur það dregið mikið úr vexti trésins. Besti tími til þess að taka greinar af birkitrjám er síðari hluti sumars, en yfirleitt ætti að forðast að klippa birki nema sem allra minnst, aðeins nema burt neðstu greinarnar smám saman. Björkin er að mínu áliti eitt formfegursta garðtré, sem NÁMAFJALL EÐA KRAFLA í tilefni af grein Helga Hall- grímssonar, Námafjall eða Krafla, sem birtist í Degi 5. mars sl. er óhætt að segja, að þeir Mývetningar sem nákunn- ugir eru báðum svæðunum, eru svipaðrar skoðunar og Helgi, þ. e. að flest mæli með því að virkja fremur í Námafjalli en Kröflu. Sveitarstjórn Skútu- staðahrepps hefur samþykkt ályktun, þar sem segir m. a.: „Með vísun til erindis og greinargerðar landeigenda Reykajhlíðar dagsettu 18. jan. 1975 og álits annarra staðkunn- ugra manna, vill sveitarstjórn- in mæla með því, að fremur verði virkjað í Námafjalli en Kröflu, ef í ljós kemur, að mengunarhætta affallsvatns frá virkjun þar er ekki meiri en við Kröflu.“ í greinargerð landeigenda Reykjahlíðar, sem þarna er vís- að til, koma fram svipuð rök og hjá Helga Hallgrímssyni, að því er varðar almenn umhverfis sjónarmið, en auk þess er bent á það, sem enginn hefur enn mælt á móti, að virkjun við Kröflu yrði dýrari í stofnkostn- aði en við Námafjall og dýrari og erfiðari í rekstri, vegna meiri fjarlægðar frá byggð, hærri legu og óhagstæðara veðurfars. En verulegur mis- munur er á veðurfari þessara svæða þótt ekki sé langt á milli þeirra. Einkum er úrkoma meiri við Kröflu. Landeigendur benda á, að meiri hætta sé á að hörð veður valdi erfiðleikum við rekstur Kröfluvirkjunar en við Námafjall og telja öryggi Kröfluvirkjunar minna en Námafjallsvii'kjun. Ákvarðanir um framtíðar vegarstæði að Kröflu hafa ekki verið teknar, en benda má á, að ef lagður yrði vegur norður úr Bjarnar- flagi, vestan Dalfjalls að Kröflu, yi'ði hann um 11 km langur og samsvarar það um helmingi þeirrar vegalengdar, sem eftir er að byggja upp af Norður- landsvegi á Mývatnsöræfum. Vegagerð vegna virkjunar við Námafjall er óveruleg. Krafla er í landi Reykjahlíðar og Námafjall einnig að mestu leyti, en Vogar eiga þó sneið af fjall- inu. Ríkið keypti jarðhitarétt- indin á þessum svæðum árið 1971. J. I. NOKKUR ÞAKKARORÐ Tónlistarfélag Akureyrar þakk- ar öllum, sem skemmtu á tón- listarskemmtuninni í Sjálf- stæðishúsinu þ. 9. þ. m. Sérstak lega vil ég þakka fúslcik þann, er allir sýndu, þegar til þeirra var leitað. Frammistaða og fjöl- breytileiki var með afbrigðum. Sýndu undirtekth- áheyrenda það öllu betur. Þessi tónlistarskemmtun leiddi vel í Ijós, hvað hægt er að gera með því að stilla saman krafta þá, sem hér í bæ eru fyrir hendi. Gaman var þannig að sjá allt frá börnum Barna- lúðrasveitarinnar upp til þeirra, sem standa nú meðal hinna fullorðnustu í röðum lista- mennskunnar, koma fram og vera fagnað allt að því óstöðv- andi lófataki. Þá er einnig þakk að fólkinu, sem fyllti húsið og fullkomnaði þannig hátíðleik umræddrar stundar. Nú þegar hljóma raddir um að endurtaka slíka tónlistar- skemmtun. Vafalítið verður það gert.....En .... þá er ágætt ráð öllum þeim, er misstu af henni um daginn: Komið og sjáið, lieyrið og njótið þeirra ágæta, sem heimamenn á Akur eyri hafa upp á að bjóða. Það er heilmikið annarra krafta enn, sem vonast er til, að eigi eftir að koma fram á sama hátt og gerðist um daginn. Jón Hj. Jónsson, formaður. TIL GÖMLU KONUNNAR Kæra góða gamla frú geymd í hulinsinni helst um of þú hrósar nú hagmælskunni minni. Það er gott að gleðja þig glettin fyrirbæri er með kvíða sýndu sig svona á allra færi. Þótt að okkar ævistjá yrði tveggja slóða feginn vil ég fá að sjá framan í þig góða. Vakin þrá er söm við sig sú er ekkert hemur. Ég vil ná að þekkja þig þegar yfrum kemur. J. B. frá Garðsvík. fáanlegt er, með hina fínlegu greinabyggingu, og gaman að virða hana fyrir sér á vetrum. Þar sem alltaf má búast við nokkrum snjóþyngslum hér norðanlands, sýnist mér ráðlegt að klippa hliðargreinar af stofn inum allt að einum metra upp eftir lauftrjám og enn hærra upp þegar um stór tré er að ræða. Þetta á helst að gera jafn- óðum og tréð vex og þarf þá aldrei að klippa stórar greinar og aldrei nema fáar í einu. Þá verður tréð líka einstofna, sem alltaf verður að teljast heppilegra. Mér finnst öspin þó fallegust, fái hún að halda hliðargreinum sínum niður undir jörð. Reynirinn þarf einkum að- gæslu við, að því að hann er gjarn á að mynda rótarsprota til hliðar við stofninn, strax á meðan tréð er ungt. Þessir rót- arsprotar geta þá fljótlega orðið jafn stórir og tréð sjálft, og verður það þá eins og lítill, margstofna runni. Því er nauð- synlegt að taka þessa sprota jafnóðum og þeir myndast. Þeir draga til sín mikla næringu frá trénu og eru mjög til lýta. Annað, sem mikið er vanrækt og þarf að gera snemma, helst um leið og snjórinn fer, í mars eða apríl, en það er að klippa berjarunnana. Rifsrunnar eru algengastir, en sama aðferð er notuð við klippingu sólberja og stikilsberja. Þessir runnar eru oftast látnir eiga sig ár eftir ár og verða smám saman allt of þéttir. Þá kemst lítil birta að blöðum inni í runnanum, meiri samkeppni verður um næring- una úr jarðveginum, svo að hver grein verður minni og ber in minni og lélegri. Þá verður líka erfiðara að úða runnann gegn óþrifum eins og blaðlús. Á rifsi koma stærstu og falleg ustu berjaklasarnir á greinar, sem ekki eru eldri en 5—6 ára. Er því sjálfsagt að klippa þá og grisja á hverju vori. Það er ekki svo mikill vandi og ættu allir garðeigendur að geta gert það sjálfir, ef þeir hafa í huga nokkrar reglur, sem fara hér á eftir. Fyrst eru teknar allar brotn- ar og skemmdar greinar og síð- an allar jai'ðlægar greinar eða hangandi greinar. Þá eru tekn- ar gamlar greinar, sem þekkj- ast á því, að þær hafa dekkstan börk. Síðast má e. t. v. fækka yngri greinum, en talið er hæfi- legt að skilja eftir 8—10 aðal- greinar neðan frá. Greinar sólberjarunna eiga helst ekki að verða eldri en 4 ára, en að öðru leyti gilda sömu reglur um þá. Gamlir runnar, sem sjaldan eða aldrei hafa verið klipptir, eru stundum endurnýjaðir með því að klippa niður allar grein- arnar í einu. En einnig má gera þetta á tveim til þrem árum og fækka þá gömlu greinunum ár- lega og vil ég fremur mæla með þessari aðferð, enda fæst þá alltaf berjauppskera. Nýjar greinar bera ekki blóm og ber fyrsta árið. Berjarunnar þurfa mikinn áburð. Þarf að gefa hann að vorinu um leið og snjór er farinn og jörð orðin þíð. Getur það verið talsvert mismunandi, hve stóran áburð- arskammt á að nota, en oft mun ekki fjarri lagi að gefa 50 g af blönduðum garðáburði á fer- metra. Þó má nota heldur meiri áburð ef runnarnir þykja ekki nógu gróskumiklir og gefa annan skammt t. d. 20—30 g á fermetra fáum vikum síðar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.