Dagur - 14.05.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 14.05.1975, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Náffúruvernd Það er þáttur í lífskjörum manna og þjóða að eiga heima í ómenguðu, óspilltu og viðkunnanlegu umhverfi. Þetta hlýtur að vega þungt í lífsgæða mati þess fólks, sem hefur til hnífs og skeiðar og veit um eða þekkir vaxandi vandkvæði víða vegna þrúg- andi mengunar lofts og lagar, og sér dýrmætum náttúrugersemum og fögru umhverfi fórnað í kapphlaup- inu mikla, sem sumir kjósa að kalla lífskjarabaráttu en aðrir kalla hag- vöxt. Reynsla okkar íslendinga er ekki ýkja mikil þó að hún sé nokkur. En við vitum nægilega mikið til þess, að við ættum að vera fær að gera okkur grein fyrir því, að móta verður skyn- samlega landnýtingarstefnu, þar sem tekið er viðunandi tillit til þessara sjónarmiða, og að því máli verður að gefa miklu meiri gaum en gert hefur verið. Þetta voru orð Eysteins Jónssonar formanns Náttúruverndar ráðs á Náttúruverndarþingi fyrir skömmu. Hann bætti því við þennan kafla ræðu sinnar, að viðurkenning á verndun staða og svæða, sem okkur þætti vænt um og vildum ekki raska, hlyti að vera liður í skynsamlegri landnýtingarstefnu, en nýting svæð- anna væm í þágu almennings. Aðal- atriðið er að gera sér grein fyrir því, sagði hann ennfremur, að verndun af þessu tagi er nýting náttúrugæða. Ræðumaður bar fram þá spurn- ingu, hve nærri landinu menn vildu ganga, t. d. í sambandi við orkuöflun vegna stóriðju. Hvað finnst mönn- um um Gullfoss og Goðafoss, Fjall- foss og Skógafoss, Þjórsárver, Hvannalindir? Vildu menn setja jökulfljót í Vatnsdalinn, ef það þætti hagkvæmara en annað, eða setja Fljótsdalinn undir vatn, eða strönd Lagarfljóts? Hvað um að flytja jökul fljót milli byggðarlaga eða lands- hluta? Hvað um Geysi í Haukadal eða hverasvæðið á Hveravöllum? Þannig mætti lialda áfram „að fylla húsið“ með spurningum, sem ekki er ætlast til að verði svarað á stund- inni. Þetta eru aðeins dæmi til að skýra viðfangsefnið. í lok ræðu sinn- ar sagði Eysteinn: Við komum alltaf að þessu sama: Viðunandi framkvæmd náttúru- verndar verður að byggjast á vinsam- legu viðhorfi einstaklinga til lands- ins, sem reynist mönnum nógu ofar- lega í huga að jafnaði til þess að móta verkin og sambúðina. Með mörgu móti má minna sig á þetta t. d. með því að liafa fast í huga að meiða landið sem minnst, og að koma mannvirkjum vel fyrir í land- inu, smáum og stórum. (Framhald á blaðsíðu 6) Ólafur Daníelsson, klæðskerameistari, sjöíugur „Ef áætlun Kröflunefndar verð ur framkvæmd með fullum hraða og engar hindranir settar í veg byggingaframkvæmda í sumar og næsta ár, þá mun raf- stöðin við Kröflufjall í Mývatns sveit hefja raforkuframleiðslu fyrir árslok 1976, þ. e. a. s. 2 árum fyrr en áður var talið mögulegt.“ Þetta sagði Ingvar Gíslason, varaformaður Kröflunefndar, í viðtali við blaðið nú í vikunni. — Störf Kröflunefndar og ráðunauta hennar hafa gengið að mínum dómi mjög vel, sagði Ingvar Gíslason. — Nefndin var skipuð í júnímánuði síðastliðið ár og hóf störf að loknum al- þingiskosningum. Síðan hefur verið unnið sleitulaust að því verkefni, sem nefndinni var fal- ið, en það er að koma upp 55 megawatta jarðgufuaflsstöð á háhitasvæði Mývatnssveitar á svo skömmum tíma sem unnt er í samræmi við lög um það efni, sem samþykkt voru á Al- þingi 4. apríl 1974. Það skal tek- ið fram, að Kröflunefnd er ætl- að að starfa til bráðabirgða, að því leyti að ef Norðurlandsvirkj un verður sett á laggirnar, sem lög gera ráð fyrir, þá fellur um- boð Kröfluneíndar niður. Kröflunefnd hefur sýnt fram á, að unnt er að koma stöðinni upp á miklu skemmri tíma en áður var talið. En okkur er full- ljóst, að verkið verður ekki unnið á skömmum tíma nema allir ábyrgir aðilar leggist á eitt um.að svo verði. — Hverjir skipa Kröflu- nefnd? — í Kröflunefnd eru 5 menn. Það var Magnús Kjartansson, fyrrv. iðnaðarráðherra, sem skipaði nefndina. í henni hafa setið frá upphafi verkfræðing- arnir Páll Lúðvíksson og Bragi Þorsteinsson og alþingismenn- irnir Jón G. Sólnes, Ragnar Arnalds og Ingvar Gíslason. Páll Lúðvíksson var upphaflega skipaður formaður nefndarinn- ar, og undir hans forystu voru „lagðar línur“ um nefndarstörf- in. Hann óskaði þess síðar að verða leystur frá formannsstörf um, enda mjög önnum kafinn maður við verkfræðistörf sín hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga. Var Páll hinn ágætasti formaður, enda einn af reynd- ustu vélaverkfræðingum lands- ins og framúrskarandi í öllu samstarfi. Jón G. Sólnes var síðan skipaður formaður og ráð inn til þess af núverandi iðn- aðarráðherra, Gunnari Thorodd sen, að vera einnig fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Jafnframt var höfuðsetur nefnd arinnar flutt til Akureyrar. Samstarfið innan nefndarinnar hefur ætíð verið gott, og nefnd- in er einhuga um að láta ekki sitt eftir liggja um að koma áætluninni um Kröflustöðina í framkvæmd eins fljótt og fram- ast má verða. Ef sú áætlun bregzt er ekki Kröflunefnd um að saka. — Á Kröflunefnd að annast lögn háspennulínu frá stöðinni? — Nei, það verkefni er í höndum Rafmagnsveitna rikis- ins, og gufuborunin er í verka- hring Orkustofnunar. Verksvið Kröflunefndar er bundið við tvennt aðallega: Að koma upp stöðvarhúsi og skyldum mann- virkjum á staðnum og að sjálf- sögðu að útvega vélbúnað til orkuvinnslunnar. — Hvað hefur áunnizt í því efni i — Við höfum samið um kaup á 2 vélasamstæðum hjá fyrir- tækinu Mitshubishi í Japan. Fýrri vélasamstæðan verður afhent á Húsavík í júní 1976 og meiri reynslu í smíði aflvéla til jarðgufuvirkjunar en þessi japanski viðsemjandi okkar. — Hefur verið saniið við verktaka um smíði stögvarhúss- ins? — Nei, því miður. Á því hef- ur orðið dráttur. En bygging stöðvarhússins verður að eiga sér stað í sumar, ef áætlun okk- ar á að standast. Hér er um að RÆTT VÍÐ INGVAR GISLASON, ALÞM. þá verður hin vélasamstæðan verður komið fyrir í stöðvar- húsinu það sumar. Þessi véla- samstæða, sem er 30 megawött, á samkv. áætlun að vera tilbúin til orkuframleiðslu fyrir árslok 1976. Ef haldið verður sleitu- Ingvar Gíslason, alþingismaður. laust áfram að fullgera stöðina, tilbúin til afhendingar nokkr- um mánuðum síðar. — Var smíði vélasamstæð- anna ekki boðin út eins og yfir- leitt mun tíðkast, þegar ráðizt er í svona framkvæmdir — Að ráði ráðgjafa okkar um hönnun og kaup vélbúnaðar var ákveðið að spara tíma með því að bjóða verkið ekki út á almennum markaði, heldur að velja úr mörg heimsþekkt véla- framleiðslufyrirtæki og leita tilboða hjá þeim um smíði vél- anna. Ráðgjafar okkar í þessum efnum eru Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsens, sem starfar í Reykjavík og á Akur- eyri og bandaríska verkfræði- firmað Rogers & Co. í San Francisco í Kaliforníu. Sú leið var valin að skrifa 12 aðilum víðs vegar um heim og óska þess, að þeir gerðu tilboð í véla- smíðina. Settur var ákveðinn tilboðsfrestur til þess að hraða málinu. Áður en fresti lauk sendu 5 aðilar tilboð, sem ráð- gjafar okkar töldu fullnægj- andi. Sýnt var, að tvö tilboð báru af. Voru bæði frá japönsk- um framleiðendum, þ. e. frá Toshiba og Mitshubishi. Ýtar- legar viðræður áttu sér stað milli ráðgjafa okkar og Kröflu- nefndar annars vegar og þess- ara tveggja fyrirtækja hins vegar hvors um sig. Eftir könn- un tilboða og viðræður þótti einsýnt að hagstætt væri að semja við Mitshubishi. Fór ekki milli mála, að áliti ráðgjafa okkar, að tilboð Mitshubishi væri hagstæðasta boð, sem völ væri á. Þess vegna var við þá samið. Mitshubishi er heims- þekkt fyrirtæki, nýtur hvar- vetna mikils álits og hefur marg háttaða reynslu á sviði iðnaðar- framleiðslu og viðskipta. Er til efs að annað fyrirtæki hafi ræða mikið og býsna margþætt verkefni, sem krefst traustrar verktakaforystu og mikils vinnuafls og vélakosts. — Hefur verkið verið boðið út? — Nei, það stendur eins á um val verktaka og ég hef áður sagt um val á framleiðanda afl- véla, að verkfræðilegir ráðgjaf- ar okkar hafa talið öruggari leið til flýtis framkvæmdum að semja við einhvern kunnan, dugmikinn og áreiðanlegan verktaka heldur en að bjóða verkið út. Sannleikurinn er sá, að verktakar almennt hafa ekki sýnt þessu verki neinn sérstak- an áhuga og vita þó vel hvað til stendur. Norðurverk h.f. á Akureyri hefur óskað eftir að taka verkið að sér. Húsvískir og þingeyskir iðnaðarmenn hafa haft samband við okkur og skýrt okkur frá stofnun „Sam- starfsnefndar þingeyskra verk- taka.“ Það hefur komið fram hjá þessari samstarfsnefnd, að hún telji að framkvæmd á borð við Kröfluvirkjun eigi ekki að fela aðilum „utan sýslunnar,“ eins og hún orðar það. Bæjar- stjórn Húsavíkur hefur sent Kröflunefnd áskorun um að nefndin „láti verktakafyrirtæki og aðila í héraði sitja fyrir vinnu við Kröfluvirkjun að öðru jöfnu,“ eins og segir í ályktun bæjarstjórnar. Sams konar áskorun hefur okkur borizt frá hreppsnefnd Skútu- staðahrepps. Kröflunefnd hefur falið ráðgjafa sínum um verk- fræðileg efni, Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsens, að kanna þetta vandamál sérstak- lega. Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu, -hvað ráðgjaf- ar okkar munu leggja til og hver lokaafstaða verður í nefnd inni um þetta mál, en það getur ekki liðið langur tími þangað til ákveðið verður, hverjum skuli falin verktakaforysta við Kröfluvirkjun. Ég held að al- mennum hagsmunum sé bezt borgið með því að tefla ekki á neina tvísýnu í þessu sambandi, en innan Kröflunefndar hef ég lagt höfuðáherzlu á, að „heima- menn“ sitji fyrir um hvers kon- ar vinnu og verk, sem til greina koma, eftir því sem frekast er kostur. Ég hygg að samnefndar menn mínir séu sama sinnis að flestu leyti hvað þetta snertir. Raunar er það saknaðarefni, að ekki eru til „sameignaðir verk- takar“ í Norðlendingafjórðungi. Ef svo væri, teldi ég auðveld- ara að ráða fram úr þessu máli. — Hefur stöðvarliúsinu þeg- ar verið valinn staður á athafna svæðinu? — Já, að sjálfsögðu. Það er búið að teikna stöðvarhúsið og ætla því stað í svonefndum Leir botnum í Hlíðardal við Kröflu. Það er m. ö. o. búið að ákveða að virkja á Kröflusvæðinu, en ekki við Námafjall. Ég held að það sé engin launung, að Kröflu nefnd hefur aðhyllzt Kröflu- svæðið frá upphafi, enda hefur Náttúruverndarráð mælt með því fremur i en Hverarönd við Námafjall. Hins vegar eru til þeir menn í Mývatnssveit, sem telja að virkja beri á Náma- fjallasvæðinu, og Helgi Hall- grímsson á , Víkurbakka hefur ritað grein í Dag því til stuðn- ings. En í þessu efni tel ég að hafi verið tekið af skarið og ekki heppilegt að deila um það frekar. — Heyrzt hefur, að hugsan- legt sé að gera litla bráðabirgða virkjun við Kröflu þegar á þessu ári. Hvað vilt þú segja lun þá hugmynd? — Já, sú hugmynd er til, og er í sjálfu sér athyglisverð, en hins vegar veit ég ekki, hvort hún hefur hlotið fulla viður- kenningu. A. m. k. hefur Kröflu nefnd ekki verið falið að fram- kvæma neina slíka bráðabirgða virkjun. En ekki er ég neinn meinsmaður slíkrar hugmynd- ar. — Og að lokum? — Ég vil að síðustu, sagði Ingvar Gíslason, leggja sérstaka áherzlu á, að virkjun við Kröflu er að mínu mati bezti virkjunarkostur, sem Norðlend ingar eiga völ á um sinn. Ég tel að við eigum að sameina alla krafta okkar í þessu sambandi, enda horfir þessi virkjun mjög til almannaheilla. Hún er hag- kvæm og býsna „örugg“ virkj- un, sem ekki skiptir minnstu máli, þegar maður hefur í huga reynsluna af Laxárvirkjun fyrr og síðar. Það þarf ekki að óttast „rennslistruflanir“ eða „grunn- stingul“ og „krapastíflur“ í sam bandi við Kröfluvirkjun, því að hún er ekki síður „örugg“ á vetrum en sumrum. □ Stjórnunarfélag íslands og Stjórnunarfélag Norðurlands gangast fyrir ráðstefnu um framleiðni í íslenskum atvinnu- fyrirtækjum á Akureyri daganá 23.—25. maí n. k. Markmið ráð- stefnunnar, sem fram fer að Hótel KEA, er að kanna leiðir, sem farnar hafa verið í íslensk- um fyrirtækjum til aukningar framleiðni og ræða nýjar leiðir. Ráðstefnan lrefst með borð- haldi kl. 19.00 föstudaginn 23. maí. Formaður SFÍ, Ragnar S. Halldórsson forstjóri setúr ráð- stefnuna, en ávarp flytur Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, forseti bæjarstjórnar Akureyr- ar, og dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. Að því loknu munu 10—12 stjórnendur fyrir- tækja, sem gert hafa skipulegt átak í framleiðnimálum gefa stuttar lýsingar á þeim aðgerð- um. Á. faugardag flytur .Sveinn Björnsson verkfræðingur, fram kvæmdastjóri Iðnþróunarstofn- unar íslands, erindi, sem nefn- ist: Hvað er framleiðni? Hvað hefur verið gert? Ágúst H. Elíasson hagræðingur Vinnu- veitendasambands íslands og- Bolli Thoroddsen hagfræðingur Alþýðusambandsins gera grein. fyrir samskiptum atvinnurek- enda og launþega vegna fram- leiðniaukandi aðgerða. M. a. fjalla þeir um launakerfi, að- búnað á vinnustöðum og starfs- hvöt. Þá flytur Mogens Höst sérfræðingur UNIDO og starfs- maður Iðnþróunarnefndar erindi, sem hann nefnir „Some though on Productivity in Ice- land“. Farið verður í kynnis- ferð að Sveinbjarnagerði í Eyja firði, en þar er stundaður ný- tískulegur búrekstur. Á sunnudag munu fulltrúar opinberra fjármögnunaraðila og samtaka atvinnulífsins gefa yfir lit yfir aðgerðir þeirra til að auka framleiðni hér á landi, meðal þeirra verða Davíð Sch. Thorsteinsson, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Gísli V. Einarsson, Hjörtur Eiríksson og Sverrir Hermannsson. Ráðstefnunni verður svo slit- ið síðdegis á sunnudag. (Fréttatilkynning ) Géður rekslur á síðasla ár Samkvæmt fréttatilkynningu Samvinnubankans, var aðal- fundur hans haldinn 12. apríl. Formaður bankaráðs, Erlendur YOGURT NÚ FRAM- LEITT HJÁ KEA Mjólkursaitilag KEA hóf um helgina framleiðslu og sölu á Yoghurt, en fram til þessa hef- ur þessi vinsæla vara verið flutt að sunnan, en stopult þó. Nú mun varan fást að staðaldri í matvörubúðum KEA og víðar. Yogurt frá KEA er selt í 180 gramma plastdósum og kostar 37 krónur dósin. Sú tegund, sem þegar er komin á markað- inn er með jarðarberjabragði og mjög ljúffeng. □ Öll útibúin opin kl. 9-12 á hádegi laugardaginn 17. maí. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA MATVÖRUDEILD. VERKSTÆÐIÐ OPIÐ KL. 8-23 ALLA DAGA BRIDGESTONE DEKK. - SÓLUÐ DEKK. SONIC DEKK. - ARMSTRONG DEKK. DEKK MEÐ HVÍTUM HLIÐUM. DEKKAHRINGIR, allar stærðir. RRIDGESTONE-UMBOÐIÐ Tryggvabraut 14. — Sími 2-17-15. Einarsson, flutti ársskýrsluna og bankastjórinn, Kristleifur Jónsson bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga. Heildarinnlán Samvinnubank ans námu í árslok 2.598 millj. kr. og höfðu aukist um 625 millj. kr. á árinu eða um 31.7%. Spariinnlán jukust um 533 milljónir eða 34.4%. Heildarútlán námu í árslok 2.119 millj. kr. Bundin innstæða í Seðlabank anum nam í árslok 506 millj. kr. og hafði aukist um 121 milljón króna. Heildarvelta, þ. e. fjármagns- streymi gegn um bankann nam 55 milljörðum króna og jókst um 47.8%. □ •Þann 2. apríl sl. varð Ólafur Daníelsson, vinur minn og sam- herji í G.t.reglunni, sjötugur. Gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna þann dag og hlýlegt og ánægjulegt andrúmsloft. En þau hjón eru vinamörg. Óalfur Daníelsson er fæddur ,að Hvallátrum í Breiðafirði 2. 'apríl 1905. Foreldrar hans voru Daníel Jónsson og María Guð- mundsdóttir. Hann missti for- eldra sína í æsku og ólst upp hjá Ólafi Bergsveinssyni í Hval látrum og Ólínu Jónsdóttur konu hans. Honum eru átthag- arnir mjög kærir og fer hann þangað oft í heimsókn. Þegar Ólafur fór frá Hval- . látrum lá leið hans fyrst á sjó- inn, en svo lærði hann klæð- skeraiðn í Reykjavík. Hann kom á Saumastofu Gefjunar hingað til Akureyrar árið 1931 og starfaði við það fyrirtæki í 40 ár, meiri hluta þess tíma, sem forstöðumaður Samnastof- unnar. Ólafur kvæntist árið 1938 Þóru Franklín, hinni ágætustu konu. Hún er fædd og uppalin hér á Akureyri, dóttir þeirra hjónanna Jónasar Franklín og Valgerðar Friðriksdóttur. Og þó að heilsubilun hafi þjáð hana um alllangan tíma, hafa þau hjónin ekki látið það á nokkurn hátt buga sig. Þau eiga einn son, Ævar Karl, sem nú gegnir tollvarðarstörfum hér í bæn- um. Hann er hinn mesti dreng- skaparmaður eins og hann á ætt til og reynist foreldrum sínum vel í alla staði, svo og kona hans, Sigrún Jóhanns- dóttir. Ólafur gekk í st. Brynju árið 1933 og þar hafa leiðir okkar legið saman. Hefur hann starf- að mikið fyrir Regluna í 40 ár og jafnan verið þar fús til starfa. Hann hefur verið æðsti templar í Brynju lengur en nokkur annar og lengi veitti hann Umdæmisstúku Norður- lands forstöðu. Hann hefur oft heimsótt margar stúkur á Norð urlandi til að glæða bindindis- starfið. Hann hefur ávallt verið áhugasamur bindindismaður og ekki talið sporin til að bei'jast gegn drykkjusýkinni og fá fólk Fermingarbörn Fermingarbörn í Stærri-Ar- skógskirkju á hvítasunnudag 18. niaí kl. 10.30 f. li. Anton Þór Harðarson, Sval- barði, Árskógssandi Guðrún Emelía Höskuldsdóttir, Hátúni Freygerður Snorradóttir, Krossum Ingi Steinn Jónsson, Litlu- Hámundarstöðum Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hlíðarlandi Kjartan Jakob Valdimarsson, Klapparstíg 1, Hauganesi Ólafur Sigurðsson, Grund, Árskógssandi Svanbjörg Jóhannsdóttir, Sól- görðum, Hauganesi Fermingarböm í kalli vorið 1975. Vallapresta- f Dalvíkurkirkju kl. 10.30 f. h. á hvítasunnudag. Anton Ingvason, Hrísum Arnþór Hjörleifsson, Stórhóls- vegi 3 Ásgeir Páll Júlíusson, Hóla- vegi 7 Bóas Ævarsson, Hafnarbraut 18 Friðleifur Hreiðar Hallgríms- son, Goðabraut 17 Gestur Matthíasson, Bárugötu 3 Gunnlaugur Ottósson, Ásvegi 1 Jakob Ævar Helgason, Stór- hólsvegi 5 til að lifa heilbrigðu lífi. Þá hef- ur hann lengi verið í fulltrúa- ráði I.O.G.T., sem stjórnar fyrir tækjum Reglunnar hér í bæn- um, og jafnan lagt þar gott til roála. Ólafur er einlægur trúmaður. Hann hefur um margra ára bil verið í sóknarnefnd hér i bæn- um og vill veg kirkjunnar sem mestan. Ég hygg, að Ólafur unnr G.t. reglunni af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna bindindis- starfsins og þess hjálparstarfs, sem þar er unnið fyrir einstakl- inga. I öðru lagi vegna hins and lega, táknræna boðskapar, sem fellst í siðakerfi hennar. Þar fær hann svölun við trúhneigð sinni, einkum á hátíðastundum í Reglunni. Ég vil með línum þessum færa Ólafi þakkir fyrir langt og gott samstarf fyrir bindindis- málið og marga ferðina höfum við farið saman undir því merki. Ég hygg, að eitthvert mesta áhugamál hans sé, að þjóðin sjái sig um hönd og leggi niður hinar æðisgengnu drykkjuvenjur sínar. Ólafur er fróður um sögu Breiðafjarðar og gaman að ræða við hann um þau efni. Breiðafjarðareyjar eiga í hon- um tryggan vin. Að lokum vil ég þakka Ólafi langt samstai'f og vináttu og óska honum og heimili hans allrar blessunar. Eiríkur Sigurðsson. Kjartan Lilliendahl, Goða- braut 4 i Magnús Ingi Guðmundsson, Goðabraut 13 Óli Þór Jóhannsson, Karls- rauðatorgi 12 Arnfríður Friðriksdóttir, Hálsi Elín Gísladóttir, Ásvegi 12 Hulda Sveinbjörg Gunnars- dóttir, Bárugötu 7 Jónína Amalía Júlíusdóttir, Goðabraut 19 Kristjana Arngrímsdóttir, Karlsbraut 9 Maríanna Jóhannsdóttir, Ásvegi 13 Ragnhildur Hallgrímsdóttir, Bárugötu 13 Sigurbjörg Karlsdóttir, Hóli í Vallakirkju sunnudaginn 1. júní kl. 13.30. Gunnsteinn Þorgilsson, Sökku Júlíus Valbjörn Sigurðsson, Hreiðarsstaðakoti Óskar Þór Halldórsson, Jarðbrú Stefán Agnarsson, Hofi Anna Guðrún Júlíusdóttir, Syðragarðshorni Ásrún Ingvadóttir, Bakka Fanney Ósk Gísladóttir, Hofsá Helga Esther Snorradóttir, Völlum Soffía Sigurnanna Hreinsdóttir, T<r1 n11 frvl-WQirlri im Nýlega hefur komið fram í Al- þýðumanninum á Akureyri og í þætti Um daginn og veginn í útvarpi, hörð gagnrýni á Kröflu nefnd og þá einkum formann hennar, Jón G. Sólnes, í sam- bandi við verktaka við virkj- unarframkvæmdir í Kröflu. Þessari gagnrýni hefur lítt ver- ið svarað á opinberum vett- vangi, enda hefur hún þótt um of bera keim af dylgjum fremur en rökum. Það þótti því tíðindum sæta, að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins (flestir varartiénn) báru fram í bæjarstjórh, után auglýstrar dagskrár, tillögu, sem á yfirborðinu er sakleysis- leg, en miðað við aðstæður, eru augljóslega stuðningur við fyrr- nefnda gagnrýni á Kröflunefnd. Tillaga þeirra var á þá leið, að bæjarstjórn Akureyrar teldi eðlilegt, að verktökum á Norð- urlandi yrði falið að annast virkjunarframkvæmdir við Kröflu, og að Kröflunefnd léti án tafar kanna, að hve miklu leyti norðlenskir verktakar gætu annast þetta verkefni. I ræðum flutningsmanna til- lögunnar kom fram það álit, að Kröflunefnd hefði ekki tekið tillit til frjálsrar samkeppni eða farið eftir eðlilegum viðskipta- reglum um val verktaka. Að lokinni framsöguræðu báru Sigurður Óli Brynjólfsson og Stefán Reykjalín fram svo- hljóðandi frávísunartillögu: Með tilliti til þess, að þessi tillaga kemur í kjölfar illa rök- studdrar gagnrýni á Kröflu- nefnd á opinberum vettvangi og samþykkt á þessari tillögu nú getur skoðast stuðningur við þá gagnrýni, og þar sem bæjarstjórn Akuieyrar hefur ekki aðstöðu til að gerast dóm- ari í því máli, en áður marg yfirlýst, að bæjarstjórn Akur- eyrar styður af alhug atvinnu- uppbyggingu á Norðurlandi, leggjum við til, að málið sé tekið af dagskrá og fyrir tekinn næsti liður. Þessi tillaga var felld með atkvæðum Sjálfstæðismanna, Ingólfs Árnasonar og Freys Ófeigssonar. Allmiklar umræður urðu síð- an um málíð og tillag'a Sjálf- stæðismanna var að lokum sam þykkt með sjö atkvæðum. Valur Arnþórsson gerði svo- hljóðandi gi’ein fyrir atkvæði sínu um tillöguna: Samkvæmt reynslu minni af byggingu orkumannvirkja er það skoðun mín, að fjárhags- geta, búnaður og verkreynsla verktaka, séu þau atriði, sem mestu ráða um það, hvort þeir séu hæfir til þess að reisa svo flókin mannvirki, sem orku- vinnslustöðvar eru. Ég vil leyfa mér að tre.vsta því, að þessi atriði hafi, og muni ráða vali Kröflunefndar á verk- tökum til þess að reisa mann- virkin við Kröflu. Ég sé því ekki ástæðu til þess að beina sérstakri ályktun til Kröflu- nefndar í þessu sambandi. Tillöguflutningur þeirra Sjálf stæðismanna í bæjarstjórn hef- ur vakið talsvert umtal manna í milli og hinn brokkgengi aðal- maður í bæjarstjórninni, Jón G. Sólnes, sem var fjarverandi, mun ekki taka vítum flokks- bræðra sinna með þögn og þolin mæði. □ Dugleg er Móra Grenivík, 13. maí. Sauðburður- inn stendur yfir og hann gengur nokkuð vel, við erfiðar aðstæð- ur hins kalda vors og jafnvel lítil hey hjá sumum. Ásmundur Kristinsson í Höfða á mórauða á, níu vetra gamla. Hún er búin að eiga tíu lömb á þremur síðustu árum. En alls hefur hún átt 22 lömb. Hún er borin nú og átti þrjú lömb. Hún var fjórlembd í fyrra og skilaði í fyrrahaust tveim gimbrum, sem voru 32 kg lif- andi vigt og tveim hrútum, sem voru 38 kg hvor. Dugleg og frjó söm er Móra í Höfða. P. A. HREIMUR Svo heitir karlakór, sem skip-, aður er söngmönnum úr Kinn, Aðaldal og Reykjadal. — Kór þessi söng í Freyvangi síðasta föstudag og fékk góða dóma. — Stjórnandi er Ladislav Vojta frá Húsavík. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.