Dagur


Dagur - 29.10.1975, Qupperneq 5

Dagur - 29.10.1975, Qupperneq 5
4 5 afe Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentvcrk Odds Bjömssonar h.f. BLIKUR ÁLOFTI Vetur er genginn í garð. Liðið sum- ar var stutt en blítt á Norður- og Austurlandi, septembermánuður einn sá kaldasti á síðari árum en október veðragóður. Á þessu hausti og í vetrarbyrjun eru márgar blikur á lofti í þjóðfélag- inu og meiri óvissa ríkir t veigamikl- um málum en oftast áður. Þess er þó fyrst að minnast, að gagnstætt því sem er í nágrannalöndum okkar, hefur atvinna verið næg hér á landi og atvinnuvegirnir hafa verið reknir með þrótti. Efnahagsmálin, þetta viðvarandi viðfangsefni stjómvalda, eru nú tneð öðrum liætti en verið hefur og ískyggilegri, svo sem alþjóð er kunnugt og forystumenn þjóðar- innar hafa staðfest. Þrátt fyrir efnahagsvanda og hin mörgu óleystu verkefni, hefur þjóð- in hafið nýtt landnám og stækkað yfirráðasvæði sitt með djarflegii út- færslu fiskveiðilandhelginnar. Ú t- færslan styðst við þá niðurstöðu Haf- rannsóknarstofnunar, að flestir nytja fiskar hér við land séu ofveiddir og aðeins stórlega minnkuð sókn og skynsamleg nýting geti komið í veg fyrir ördeyðu að fáum árum liðnum. í öðru lagi er útfærslan gerð í krafti yfirlýstrar stefnu yfirgnæfandi meiri- liluta þjóða á Hafréttarráðstefnu S. þ. Samningaviðræður við þær þjóðir, sem mótsnúnastar eru íslend- ingum í þessu máli, hafa engan árangur borið. Alþingi hefur verið kvatt til fund- ar og var fjárlagafrumvarpið að venju fyrst mála lagt fram. Það ber merki samdráttar á mörgum sviðum. Alþýðusamband íslands hefur hvatt aðildarfélög sín til að segja upp gild- andi kjarasamningum og opinberir starfsmenn krefjast verkfallsréttar. Fiskveiðiflotanum var siglt í höfn í síðustu viku og krafist hærra fisk- verðs. Voru þetta harkalegar aðgerð- ir, utan við lög og rétt. Skólafólk styður lánakröfur sínar með því að taka sér frí og fara kröfugöngur. Sumt af því, sem hér hefur verið drepið á, bendir til uppreisnaranda í j)jóðarsálinni, og liann fær byr undir báða vængi í óvissu efnahags- málanna og vegna óttans við erfiða tíma. En þótt margar blikur séu nti á lofti, er J)jóðin vel í stakk búinn til að mæta erfiðleikum, ef hún ber gæfu til að sameinast um að sigra þá á grundvelli lýðræðis og Jiingræðis. Aðalf. Presíafélags Hólastiftis !■■■■■■) Aðalfundur Prestafélags Hóla- stiftis var settur í Minjasafns- kirkju á Akureyri kl. 1.30 e. h. laugardaginn 4. okt. Bæn í kór- dyrum flutti Þórður Friðbjarn- arson safnvörður. Söngfólk úr kirkjukór Akureyrarkirkju söng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar organista. Séra Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup predikaði, og lagði út af orðunum í Jóh. 4, 34—38. Fyrir altari þjónuðu séra Stefán Snævarr prófastur og séra Birgir Snæbjörnsson og var altarisganga. Eftir fundarsetningu var far- ið heim á heimili vígslubiskups- hjóna, séra Péturs Sigurgeirs- sonar og Sólveigar Ásgeirs- dóttur, til kaffidrykkju. Fundar störf hófust kl. 4 e. h. í kapellu Akureyrarkirkj u. í upphafi fundarins minntist formaður séra Björns O. Björns sonar fyrrv. prests á Hálsi í Fnjóskadal (1945—55) og Hösk- uldsstöðum (1935—41). Séra Björn lést 29. sept. sl. Hann tók virkan þátt í störfum félagsins. Fundarmenn risu úr sætum í virðingar- og þakkarskyni við minningu hins látna. Fjórða hefti Tíðinda kom út sl. sumar, en það hóf göngu sína, er fyrsti aðalfundur félagsins, sem jafnframt var framhalds- stofnfundur, var haldinn á Akureyri 1899. Kveðja barst fundinum frá forseta Islands dr.. Kristjáni Eldjárn. Hann ritaði grein í Tíðindi um helgigripi úr íslenskri frumkristni. í tilefni af 300 ára ártíð séra Hallgríms Péturssonar færði stjórnin Hóladómkirkju að gjöf frá félaginu ljósprentað eintak af eiginhandarriti séra Hall- gríms af Passíusálmunum, og var eintakið afhent á síðustu Hólahátíð. Nokkrir prestar fóru í messuferðir heim að Hólum ásamt kirkjukórum sínum. Stjórnin hvatti til slíkra heim- sókna að Hólum í samráði við prófastinn þar séra Björn Björnsson. Skólasjóðurinn, sem Guðrún Þ. Björnsdóttir, Há- teigsvegi 14, Reykjavík stofn- aði, til byggingar kristilegs heimavistarskóla á Hólum, nem ur nú kr. 358.505,50. Formaður benti á möguleika þess, að hægt væri að byrja með sumarskóla þann tíma sumarsins, sem húsa- kostur Bændaskólans er ónot- aður. Fimm sumarmót presta og prestkvenna hafa verið á Vest- mannsvatní. Þau hafa jafnan verið haldin að loknum sumar- námskeiðum barnanna. Mótið í ár var fjölskyldumót. Guðfræði kennarar Háskólans hafa tekið þátt í mótunum og flutt þar fyrirlestra. Stjórnin ákvað að gera tilraun með óformlega fundi presta einu sinni í mán- uði. Fundartími var ákveðinn fyrsti miðvikudagur hvers mánaðar kl. 2.30 að Hótel KEA, Akureyri, — í miðdegiskaffi. Fyrsti fundurinn var 4. des. 1974. Dr. Richard Beck, Victoria, Vancouver-eyju í Kanada, sendi fundinum kveðju, og færði hann Hólafélaginu 50 dala gjöf fi'á sér og Margréti konu sinni í tilefni af 10 ára afmæli félags- ins. Allsherjarnefnd var skipuð: Formaður séra Sigurður Guð- mundsson prófastur, séra Gísli Kolbeins og séra Gunnar Gísla- son. Gjaldkeri félagsins, séra Pét- ur Þ. Ingjaldsson, gaf yfirlit um fjárhag félagsins og lagði fram reikninga, sem voru samþykkt- ir. Jón A. Jónsson afgreiðslu- maður Tíðinda gerði grein fyrir sölu ritsins og sagði frá athug- un á því að ljósprenta fyrsta hefti, sem nú er ófáanlegt. Rætt var um starfshætti kirkjunnar. . Framsöguerindi fluttu séra Tómas Sveinsson og séra Þórhallur Höskuldsson. Séra Tómas ræddi aðallega um sálgæslu sjúkra, og séra Þór- hallur almennt um starfshætti kirkjunnar með tilliti til þeirr- ar þróunar, sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu, og hvaða kröfur nútíminn gerir til breyttra starfshátta. Miklar umræður urðu um mál þetta. Kvöldverður var í boði bæjar stjórnar Akureyrar og sam- sætinu stýrði bæjarstjórinn, Bjarni Einarsson. Hann ávarp- aði fundarmenn og flutti starfi kirkjunnar heilla- og blessunar- óskir. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson talaði og brá upp svipmyndum úr starfi prestsins. Jóhannes Tómasson aðstoðar æskulýðs- fulltrúi sýndi 4 stuttar kvik- myndir með útskýringum. Séra Birgir Snæbjörnsson og frú Sumarrós Garðarsdóttir buðu til kaffidrykkju á heimili sínu og þar lauk fyrri fundardegi, er komið var fram yfir miðnætti. Sunnudagur 5. okt..Fundur- inn hófst í kapellu Akureyrar- kirkju kl. 9 með morgunbæn séra Árna Sigurðssonar. Séra Gunnar Gíslason mælti fyrir hönd laganefndar og lýsti til- lögum nefndarinnar. Voru þær samþykktar. Breytingar eru þær helstar að allir prestvígðir menn á félagssvæðinu, svo og guðfræðikandidatar og guð- fræðinemar geta orðið félagar í Prestafélagi Hólastiftis. Fram kom sú hugmynd frá séra Gísla Kolbeins, að makar félags- manna gætu einnig gerst félag- ar prestafélagsins. Hugmynd- inni var vel tekið og henni vísað til laganefndar. Séra Örn Friðriksson gerði grein fyrir fundi 30. sept. um kjaramál, er stjórn Prestafélags íslands boðaði til í Reykjavík. Óskað var eftir fulltrúum deild- anna úti á landi og sótti séra Örn fund þennan fyrir hönd Prestafélags Hólastiftis. Fram komu tvær tillögur á aðalfundinum, báðar samþykkt ar af allsherjarnefnd: „Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis, haldinn á Akureyri dagana 4. og 5. okt. 1975 skorar á kirkjumálaráðherra að flytja frumvarp til laga á næsta Al- ' þingi um endurreisn Hóla- biskupsdæmis." Flutningsmað- ur séra Árni Sigurðsson. „Aðalfundur Prestafélags Hólastiftis haldinn á Akureyri 4. og 5. okt. 1975 beinir þeim til- mælum til kjaranefndar Presta félags íslands að hún taki upp samninga fyrir hönd presta við bíla- og vélanefnd ríkisins um greiðslur fyrir aksturskostnað í þágu embættisins. Beinum við því til nefndarinnar, að nauð- synlegt er, að taka tillit til akstursskilyrða.“ Flutnings- menn séra Jón A. Baldvinsson og séra Úlfar Guðmundsson. í umræðum kom fram ágrein ingur um það, hvar biskup á Norðurlandi ætti að sitja. Fyrri tillagan var samþykkt með 12 atkv. gegn 3, en síðari tillagan með öllum samhljóða atkv. Stjórn Prestafélags Hóla- stiftis var endurkosin: Séra Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup og prófastarnir séra Björn Björnsson, séra Pétur Þ. Ingjaldsson, séra Sigurður Guð mundsson og séra Stefán Snævarr. Fram kom tillaga frá séra -Ágústi Sigurðssyni, að kos inn yrði varamaður stjórnar- innar. Kosinn var séra Gunnar Gíslason. Áður en prestar fóru til messugjörða í ellefu kirkjum við Eyjafjörð sátu þeir hádegis- verðarboð sóknarnefnda Akur- eyrar og Lögmannshlíðarsókna. Hófinu stýrði Finnbogi L. Jónasson skrifstofustjóri. Til fundarins komu 20 prófastar og prestar ásamt eiginkonum, sem voru 15. í Hólastifti éru nú 27 þjónandi prestar og séra Frið- rik A. Friðriksson fyrrv. pró- fastur, sem er heiðursforseti félagsins. (Fréttatilkynning) KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK skrifar um bækur Haraldur Zóphoníasson. FLÉTTUR, ljóð og lausavísur. Útg. Fagralrlíð s.f., Akureyri. Mottó: Þrátt mér óður yndi lér — eins og bróðir nóinn. Mér í blóðið borin er blessuð ljóðaþráin. Það er víst ekki ofsagt. Harald- ur er góður fulltrúi þeirrar göfugu menntar, sem liggur í brjósti þessarar þjóðar, að binda hugsanir sínar í mál guð- Ilaraldur Zóphoníasson. anna. Hann þarf að gleðja vin við tækifæri og í áfangastöðum lífs hans, ellegar kveðja hann í hinsta sinn, og goðmálið ligg- ur hreint og langræktað á tungu. Annað mál, óbundið, hæfir ekki að dómi rímsnilling- anna. Alþýðuskáld — þetta orð hefur verið notað í niðrandi Fræðslu” os aðalfimdur KSNE Árlegur fræðslu- og aðalfundur K.S.N.E. var að þessu sinni haldinn í Hrafnagilsskóla, Eyja firði, dagana 2.—4. október sl. Á fundinn mættu 120 kennarar víðs vegar að úr Norðurlands- umdæmi eystra. Fráfarandi stjórn gerði grein fyrir störfum og reikningum fé- lagsins og m. a. gekkst stjórnin fyrir 4 námskeiðum á sl. skóla- ári, í bókasafnsfræðum, teikn- un, kennslu yngri barna og handmennt auk árshátíðar, sem haldin var að Laugarborg í Eyjafirði 1. desember sl. og var þátttaka félagsmanna á nám- skeiðunum og árshátíðinni góð. I stjórn félagsins fyrir næsta ár voru kjörnir: Sigmar Ólafs- son, Barnaskóla Akureyrar, Björn Ingólfsson, Barnaskóla Grýtubakkahrepps, Jóhann Ólafsson, Barna- og unglinga- skóla Reykdælahrepps, Hall- dóra Jónsdóttir, Hafralækjar- skóla, Þórey Ketlisdóttír, Stóru tjarnaskóla. Um síðustu áramót tók sam- bandið við útgáfu tímaritsins Heimilis og skóla. Fjárhagur blaðsins er heldur bágborinn, enda hefir allur tilkostnaðui' við útgáfustarfsemina farið ört vaxandi undanfarin ár, t. d. var kostnaður við útgáfuna árið 1973 um 300 þúsund krónur en verður á þessu ári vart undir 750 þúsundum króna. Að venju fór fram marg- háttuð leiðbeiningar- og fræðslu starfsemi í tengslum við aðal- fundinn. Flutt voru erindi um Námsmat og Ríkisútgáfu náms- bóka, námsstjórar skólarann- sóknadeildar menntamálaráðu- neytisins leiðbeindu kennurum í ensku, eðlisfræði, stærðfræði, tónmennt og mynd- og hand- mennt. Haldin voru stutt nám- skeið í íslensku, tónmennt, mynd og handmennt, renni- smíði, málmsmíði og sér- kennslu. Fyrirlesarar og leið- beinendur voru 17 að tölu. Sýningar voru haldnar á kennslubókum frá Ríkisútgáfu námsbóka og handbókum í mynd- og handmennt, sem Bókaverslun Snæbjarnar Jóns- sonar í Reykjavík sendi hingað norður. Þá sá Anna Kristjáns- dóttir, námsstjóri, um sýningu á námsgögnum í stærðfræði og leiðbeindi um notkun þeirra í kennslu. Fundinum lauk svo með árs- hátíð í Laugarborg. (Úr fréttatilkynningu) merkingu hin síðari ár. En, guð minn góður. Er nokkuð betra hlutskipti en vera skáld alþýðu, fólksins í landinu? Hver er munur á þjóðskáldi og alþýðu- skáldi í landi jafnréttis? Því sæmi ég þennan ágæta svarf- dæling heiðursheitinu alþýðu- skáld í fremstu röð. Allir viður- kenna, þrátt fyrir vaxandi rembing gegn hagmælsku, að listiðja fjöldans sé hinn lífgef- andi jarðvegur stóru listamann- anna, sem stakir gnæfa yfir hina. Lof sé hinum hæstu trjám, en gleymum eigi þeim lægri, sem voru ungu sprotun- um skjól og skjöldur í fyrstu. Það er mikill sigur að geta ort svo snjalla lausavísu, að hún skilji eftir fullkomna mynd. Fjórar stuttar línur. Mál verk sem allir skilja, fullkomin sýn. fullkomin tjánirtg sýnar í vísu: Gilda meiða, gamla sögn, geyma breiðar lendur. Bær í eyði orpinn þögn, undir heiði stendur. Þannig málar höfundur þess- arar bókar landslag. Og þannig tjáir hann harmsögu í slátur- tíðinni: Saklaust lambið litla dó, lífið stutta þrotið. Hátt í morguns hljóðri ró hlumdi banaskotið. Það vekur athygli hve snilld- arlega Haraldi tekst að leika að dýrum háttum án þess glata efni sínu í formið. Hann getur byggt upp brag eins og fyrsta kvæði þessarar bókar m. a. á leik að örnefnum og velur einn torveldasta bragarhátt, sem getur, en kemur í mark sem sigurvegari. En hann er þó bestur samferðamaður á jafn- sléttu hversdagsins, raulandi ferhendu, sem sprettur upp úr næmu hugskoti. Færir hljóða faðminn í foldarslóð og ögur vornótt góða, vær og hlý, vökurjóð og fögur. Þetta er hvorki meira né minna en 176 bls. bók, ágætlega útgefin og verður þeim kær- komin, sem kunna að meta hlýjan og skyggnan hug alþýðu manns, sem mælir á tungu guð- anna. Fléttur fást aðeins í verslun- inni Fögruhlíð á Akureyri. □ í dag, 15. október, verður opnuð ný veitingastofa að fyrstu hæð Hótel Esju í Reykjavík. Þessi nýja veitingastofa, sem hlotið hefur nafnið Esjuhcrg, er með sniði caféteríu og bætir úr brýnni þörf. Gestir Hótel Esju, sem eru 264 þegar gistirými er fullskipað, hafa fram að þðssu haft aðgang að veitingastofu á 9. hæð hótelsins, sein áðeins rúrnaði 58 manns í sæti. Veit- ingastofan Esjuberg mun hins vegar hafa sæti fyrir 248 gesti. Jafnhliða opnun Esjubergs verður nýtt og fullkomið eldhús tekið í notkun, en slíkt hefir ekki verið fyrir hendi að Hótel Esju. Þar var allgóð aðstaða til frumvinnslu matvæla í kjallara hótelsins og að auki þrjú lítil eldhús með ófullkomnum tækja kosti. Með opnun Esjubergs og nýs eldhúss má því segja að merkum og óhjákvæmilegum áfanga sé náð í byggingu hótels ins. Esjuberg, sem er að fyrstu hæð Hótel Esju, er 404 m2 að gólffleti, en eldhús er 154 m2. Afgreiðslu verður svo háttað, að gestir verða afgreiddir við langt afgreiðsluborð og er af- Héfe! Esju greitt frá báðum endum. Um sömu rétti er að ræða í báðum tilfellum. Að Esjubergi verður mikið úrval rétta, allt frá bestu steik- um til ódýrra smárétta. Allt kapp verður lagt á að afgreiðsla gangi fljótt og vel. Hótel Esja er eign samnefnds hlutafélags í eigu Flugleiða h.f. Stjórn skipa: Hörður Sigur- gestsson, sem er formaður, Al- freð Elíasson og Axel Einars- son. (Frá kynningardeild Flug- leiða) Fáir atburðir liðinnar aldar hafa skilið eftir dýpri spor og' ' sárari reynslu í sögu íslensku þjóðarinnar en hinir miklu. fólksflutningar vestur um haf.í Frá því 1870 til aldamóta er tal- ið, að ekki færri en 12 þúsundir manna hafi flutzt til Vestur-;. heims, og frá aldamótum til' fyrri heimsstyrjaldar um 2 þús- undir. íbúafjöldi landsins var um þetta leyti 70 þúsundir og; kemur þá í Ijós, að nær fimmti' hver maður yfirgefur landið á fjörutíu árum, og leitar gæf- unnar í fjarlægri heimsálfu. Getur hver og einn gert sér f hugarlund þau áhrif er slík- fólksfækkun hafði á líf og störf. og framtíðarvonir þeirra sem eftir voru. Orsakir hinna miklu fólks- flutninga vestur um haf eru margar, en verða ekki raktar í- þessari grein, en í stað þess verður nú sagt lauslega frá fyrsta varanlega landnámi ís- lendinga í Kanada, sem er hundrað ára í dag. Hátt á fjórða hundrað íslensk , ir landnemar höfðu komið til Kanada haustið 1874 og sest að til bráðabirgða á ýmsum stöð-" um í austurhluta landsins, en þó aðallega í Toronto og ná- grenni og haft þar vetursetu. Ákvörðun þeirra var að stofna landnám, þar sem staðhættir ■ væru líkir og hér heima og land rými það mikið, að sem flestir gætu haldið hópinn og varðveitt með því tungu sína og menn- ingu. Höfðu þeir heyrt um frjó- semi Rauðárdals og fleiri staða - vestur á sléttunum, þar sem: landnemar annarra þjóða höfðu fyrir nokkrum árum sest að og vegnað vel. Var kjörin sendi-. nefnd að kanna landið og velja síðan landnám þar sem best hentaði. í nefndinni voru 5 menn og forystumaður þeirra, Sigtryggur Jónasson frá Möðru völlum í Hörgárdal, en að auki enskur maður, John Taylor að nafni, sem bar hag þeirra mjög fyrir brjósti og leiðbeindi þeim og hjálpaði á margan hátt. Hann kom síðar mikið við sögu íslendinga. Þessi hópur kom til Winnipeg 16. júlí og eru taldir fyrstu íslendingarnir sem þang- að lögðu leið sína. Eftir nokkra dvöl í bænum, sem þá taldi að- eins 1870 íbúa, var siglt niður. Rauðána á stórum Yorkbáti og norður á Winnipegvatn. Var' svo haldið norður með vestur- ströndinni til smáfljóts er síðar var nefnt íslendingafljót. Víða var komið við, og land ítarlega skoðað. Eftir þessa landkönn- unarferð var nú ákveðið að velja vesturströnd Winnipeg- vatns til landnámsins og það' talinn heppilegur framtíðar- staður, en ákvörðun í þessu efni þoldi enga bið þar sem ís- lendingar voru orðnir óþolin- móðir af langri leit og byrjaðir að tvístrast í ýmsar áttir. Eftir að sendimenn komu til baka gáfu þeir stjórninni í Ottawa skýrslu um för sína, sem sam- þykkti að gefa öllum íslending- um sem vildu, kost á landi við Winnipegvatn, sem þeir einir skyldu hafa ótvíræðan eignar- rétt á, og máttu ekki önnur þjóðarbrot setjast í lönd þeirra. Nýlendusvæðið var frá norðri til suðurs 42 mílur strandlengis, en 11 mílur frá austri til vest- urs. Auk þess tvær eyjar í Winnipegvatni, Mikley, skammt frá vesturströndinni, 18 mílur að lengd og 6 að breidd, og smá ey, sem Engey var nefnd, norð- vestur af Mikley, um 160 ekrur að stærð. Það voru margir kostir í augum íslendinga við val þessa landnáms. Fyrst og fremst ótakmarkaður réttur yfir því, ágætt veiðivatn, miklir skógar sem annars staðar til húsagerðar og eldiviðar, vatna- leiðin-til Winnipeg og síðast en ekki síst ákvörðun Kanada- stjórnar að leggja járnbraut frá hafi til hafs og skammt frá suð- Sigtryggur Jónasson, sem kall- aður hefir verið „faðir íslenska Iandnámsins.“ urodda nýlendunnar. Þá þótti ■ gott að nýlendan væri mátu- lega úr. alfaraleið til þess að ís- lendingar gætu varðveitt þar þjóðerni sitt án þess að hverfa þegar í þjóðahafið. Allir íslend- ingar sem vestur voru komnir • urðu þessum málalokum mjög fegnir, því að nú væri hægt að stofna nýtt ísland í Vestur- heimi. En flestir voru með tvær hendur tómar og því meira en illa undirbúnir vond- um vetri eins og 1874—1875, sem varð sá harðasti, sem vitað var um. Voru því sendir tveir menn, Sigtryggur Jónasson og John Taylor á fund stjórnar- innar í Ottawa að sækja um styrk til nýlendustofnunar. Það var alger undantekning að veita landnemum slík lán, en fékkst þó, fyrst og fremst végna mik- illar velvilaar landstjóra Kan- ada, sem þá var Dufferin lá- varður. Hafði hann dvalið á ís- landi um tíma sumarið 1856, r kynnst fólkinu vel og skrifað ferðasögu, sem bar landi og þjóð mjög vel söguna. Reyndist hartn hinum fátæku og fákunn- andi íslensku landnemum frá- .bærlega vel og heimsótti þá að Gimli 1877 svo sem víðfrægt er. •Var nú reynt að ná til allra ís-. lending'a, sem komnir voru vestur, hvar sem þá var að finna og þeim kynntir mála- vextir. Þann 25. september lögðu svo af stað frá Ontario - hátt á þriðja hundrað íslend- ingar með eimlest til Sania sem stendur við Huronvatnið. Það- an var farið með eimskipinu Ontorio, sem var svo lítið, að það gat tæplega rúmað allan hópinn, hvað þá fjöldann allan af nautum, hestum, svínum, kindum og alifuglum af ýmsum tegundum, sem tekið var með og fólkið varð að klemma sig á milli, svo það mátti sig vart -hræra. Vont var í sjó og margir urðu veikir. Getur hver og einn giskað á líðan farþeganna undir slíkum kringumstæðum. Þrí- tugasta september var vatna- leiðin á enda við Duluth í Minnesotaríki í Bandaríkjun- um og stigið í járnbrautarlest með farangur og fénað áleiðis ur og vinnumaður hans, ýtt var til Rauðár, en þá tók við ferð frá landi og þar með hófst hin með eldgömlu skiphrófi sem furðulega sigling niður Rauð- dró tvær miklar flatbyttur og ána. Ekki voru vistarverur í kom svo þessi fylking til Winni- bátunum góðar. Mjög var peg 11. október. Samkvæmt þröngt og þarna urðu menn að skýrslum er fullyrt, að alls hafi matreiða og sofa. Einu sinni að þar stigið á land 85 íslenskar minnsta kosti var komið að fjölskyldur, samtals 285 manns. landi, en það var á sunnudegi. Á innflytjendahúsinu var dvalið Lét þá John Taylor kalla fólkið í nokkra daga, en mikil von- saman til guðsþjónustu sem brigði urðu það öllum er frétt- hann hélt við bát sinn. Var ist að engra heyja hafði verið dvalist við land næstu nótt, en aflað í væntanlegri nýlendu og á mánudegi hélt svo ferðin því ekki hægt að fara með nein- áfram. ar skepnur þangað. Var því Siglingin niður Rauðá gekk á fyrirsjáanlegt mjólkurleysi all- ýmsu. Stundum strönduðu bytt- an næstkomandi vetur. Varð urnar á flúðum eða rákust á þetta til þess, að meira en hálft land, enda stjórn þeirra ekki hundrað manns varð eftir í sem skyldi. En lánið lék við Winnipeg, sem ákvað að fresta hópinn, að því leyti, að stillur búsetur á Nýja-íslandi til vor- og blíðviðpi héldust alla leið frá daganna. í Winnipeg voru ýms Winnipeg til árósa. Þar tók nauðsynleg matvæli keypt, gufubáturinn Colville við og verkfæri, eldstór og efni til dró allan prammaflotann, (sum netagerðar. En maturinn reýnd ir segja að halarófan hafi verið ist skemmdur og var því ekki 100 rnetra löng) norður með keypt meira en svo að endast strönd Winnipegvatns út undir mætti til jóla, en þá var rá'ðgert svonefnt Víðirnes (Willow að fara innkaupaferð til Winni- Point). Rúma mílu frá landi peg eða Selkirk. Vegna hjálpar kastaði gúfubáturinn anlterum stjórnarinnar var hægt að og skipstjórinn harðneitaði að kaupa það nauðsynlegasta af fara lengra. Veður var þá að vörum og verkfærum, en marg- versna, og komin norðaustan ur íslendingur lagði upp í þessa gola og kvika á vatnið. Ekki vetursetu í nýlendunni mjög vildi hann heldur fara nær klæðlítill, því fötin sem koiríið landi, þar sem hann óttaðist var í að heiman farin að slitna grynningár. Þá var klukkan að mjög og ekkert fé til fatakaupa. ganga fimm, föstudaginn 21. Frá Winnipeg' áttu íslending- október, sem var síðasti dagur arnir sjálfir að sjá sér farboi'ða sumarsins. í fyrstu hafði verið til nýlendunnar. En illa gekk ákveðið að draga allan flotann að útvega farkost til flutnings norður að íslendingafljóti, þar á fólki og farangri og kom þar sem Riverton stendur nú, en úr féléysi til. Loks tókst farar- því varð ekki. Leysti gufubátur stjórninni að festa kaup á inn þar með öll bönd við flot- nokkrum gömlum viðarflutn- ann, en Yorkbáturinn var í ingaprömmum, svonefndum flat skyndi mannaður 8 hraustum byttum, ferhyrndum kössum ræðurum og lagt til lands með sem reknir voru saman úr borð allt í eftirdragi. Gekk þetta viði og plönkum. Voru þeir mjög erfiðlega, en golan og látnir berast með straumi niður kvikan ýttu á eftir. Lent var Rauðána, en stýrt með stórum skammt sunnan við Víðirnes, árum á báðum endum. Stærð inní tjörnina þar í dálítilli vík þeirra var rúm 36 fet að lengd, og flotinn festur við land. Þeg- 16 á breidd og full 6 fet á dýpt, ar hinn hrakti, ferðlúni og ilia með þiljur yfir nokkrum hluta klæddi hópur var nú loksins þeirra. Talið er, að alls hafi flat- kominn til fyrirheitna landsins bytturnar verið 6, en sumir safnaðist hann saman og hóf segja 9. Seint á degi 17. október upp sameiginlega bæn til Guðs hafði farangur allur verið flutt- að blessa nýja, ókunna landið ur um borð og búist til brott- og þá sem þangað voru komnir. farar. Þannig hófst landnám Nýja- Á þriðja hundrað manns íslands í Kanada fyrir réttum stigu uppí fleyturnar þar á hundrað árum síðan. meðal John Taylor, kona, dæt- Árni Bjarnarson. Gamall bjálkakofi frá fyrstu árum landnánisins. Tekin á Gimli 1925 á 50 ára afmæli bæjarins. — Maðurinn lengst til vinstri á mynd- inni er Sigtryggur Jónasson. (|

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.