Dagur - 13.12.1975, Page 2
.ViVAVAVV-WAV.V.VVAV’AVAWiV.V.VVVV-V
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK
!■■■■■■■
■-V.V.'
skrifar
um bækur
!í
i:
LV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.1
Vísindamaður kveður sér hljóðs
Bækur frá Bókafor-
lagi Odds Björnssonar
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur sent frá sér þrjár skáld-
sögur. Tvær þýddar, eina frum-
samda:
Það er bara svona
Höfundur Guðný Sigurðar-
dóttir.
.Þetta er létt og skemmtileg nú-
tímasaga. ITöfundur er gæddur
næmri sýn og ágætri kímni-
gáfu. Aðalpersóna bókarinnar,
Ella í Presshúsinu, eða Ella
press, eins og það hljómaði
heima, segir sögu sína í fyrstu
persónu. Hún er gift Kalla sín-
um, er sagan hefst og á tvö
börn. Þar er pabbi hennar og
Pála frænka allsráðandi. Litla-
strönd heitir sveitin þeirra og
þar og á heimilinu er allt kyrr-
látt og í föstum skorðum,
kannski dálítið afskekkt og
gamaldags, en gott, öruggt.
En ungu hjónin flytja til
Reykjavíkur með börn sín. Þau
fá íbúð í „fyrirmyndarblokk nr.
10 víð D-götu“. Og þá koma
ævintýrin, sambúðarvandamál,
öryggisleysi fyrir börn og full-
orðna, lauslæti og margskonar
lífsvenjubreytingar. Allt þetta
tekst höfundi að leiða lesend-
um fyrir sjónir með góðlátlegu
brosi á vör, án vandlætingar,
en þó söknuði blandið. Hún
lætui- sunnanfólk tala mállýsk-
ur, sem hæfir því fólki og mun
ekki yfirdrifið. Sjálf heldur hún
sínu. Þó hefði aldrei verið sagt
á Litluströnd, síst „presshús-
inu“: „En þau elska að hlaupa
hvort öðru upp.“ Að elska að
gera eitthvað er ekki íslenska.
Bók þessi hefur tekist vel og
kannski er höfuðkostur höfund
ar, að hún veit hvað er rétt og
rangt, býr að siðferðiskenndum
sveitarinnar og metur gildi
þeirra. Og lætur þá, sem þar
eiga rætur, standast freisting-
arnar. Hún hefur sem sagt ekki
misst trúna á manninn.
Bókin er 125 bls. í góðum
búningi og kápan falleg í ein-
faldleik sínum. Q
Bílaborgin
eftir Arthur Hailey.
Hersteinn Pálsson íslenskaði.
Höfundur er kunnur af bókum
eins og Hótel og Gullna farið.
Sagan gerist í sjálfri bílaborg-
inni, Detroit, og hér gengur allt
á hæsta gír, fjárplógurinn, færi-
böndin, lauslætið og baktjalda-
makkið. Inn í þetta blandast
kynþáttamál, mútur og yfirléitt
allt nútíma fimbulfamb þeirra,
sem misst hafa tilfinninguna
fyrir sönnum lífsverðmætum,
en eltast við hin fölsku. Ein-
hverjum mun þykja gaman að
bók þessari o'g blaðamenn eru
látnir segja auðjöfrunum til
syndanna, t. d. vegna mengunar
lofts og láðs.
Það er annars forvitnilegt að
lesa tileinkunarorð bókarinnar.
Mengun og skarkali virðist ekki
alveg nýtt vandamál:
„Ffamvegis verður engum
farartækjum á hjólum leyft að
aka imrfyrir borgarmörkin frá
sólarupprás, þar til ein klukku-
stund er til rökkurs.... Þau,
sem komið hafa til borgarinnar
um nóttina og eru enn innan
hennar í dögun, verða að nema
staðar og standa auð, fram að
tilskildum tíma. . . . “
Tillaga Júlíusar Caesars
til öldungadeildarinnar,
44 f. kr.b.
Og....
„Mönnum verður hvérgi
svefnsamt í borginni. Sífelld
umferð vagna um þröng, hlykkj
ótt stræti, gæti vakið hina
dauðu.“
Háðrit Juvenals
árið 117 e. kr.b.
Bókin er 247 bls., vel gerð hið -
ytra. □
Mikil erl. eftirspurn
í LandheÍgispeninginn
Nú er hafin framleiðsla og sala
á minnispeningi í tilefni af út-
færslu íslensku fiskveiðilögsög-
unnar í 200 mílur.
Minnispeningurinn er hann-
aður í gifsmót af listamannin-
um Jens Guðjónssyni gullsmið,
sem einnig hannaði 50 mílna
landhelgispeninginn 1972. Land
helgispeningurinn 200 mílur
1975 er gefinn út með samþykki
dómsmálaráðherra og forstjóra
Landhelgisgæslunnar.
Merki Landhelgisgæslunnar
er á framhlið peningsins ásamt
textanum: ÍSLAND 200 MÍLUR
15. OKT. 1975. Bakhlið penings
ins á að tákna íslenskan sjó-
mann við vinnu sína á mörkum
200 mílnanna.
Mikil eftirspurn er eftir
minnispening þessum erlendis
að því er virðist. Þannig hafa
borist nú þegar pentanir í rúm-
lega 200 peninga bæði brons,
silíur og gull.
Landhelgispeningurinn 1975
er framleiddur hjá ÍS-SPOR hf.,
Dugguvogi 2, sími 8-22-74.
(Fréttatilkynning)
Hvítklæddar konur
Höfundur Frank G. Slaughter.
Hersteinn Pálsson íslenskaði.
Bók þessi gerist á sjúkrahúsi
eins og flestar bækur þessa
höfundar. Hann hlýtur að
þekkja vel til sjúkdómsfræða,
því hér er mikill fjöldi þeirra á
blöðum. Meðal nýrri viðfangs-
efna er fjallað um hjartaflutn-
ing og það hvort leyfa eigi
„líknardauða“. Kynórar eru
úppáhalds viðfangsefni Slaugh-
ters yfirleitt, og allur sá marg-
víslegi höfuðverkur, sem fylgir
þeim kvilla. Þetta virðist land-
lægt í sjúkrahúsum höfundar.
Nú annað hvort er hann lygari,
eða starfslið sjúkrahúsa, frá
læknum niður í gangastúlkur,
er lauslát&ra en annað fólk.
Nema hvort tveggja sé.
Bókin er 234 bls. Vandaður
frágangur einkennír bækur frá
B. O. B. Q
- Náttúruminjaskrá
(Framhald af blaðsíðu 5)
firði. I gilinu hafa fundist holur
eftir tré, sem lifað hafa á
tertíertíma.
■ 10. Eyjafjarðarárhólmar við
Akureyri. Fjölbreytt flæðiland,
bakkar, hólmar, leirur o. fl.
Mikið varpland fugla.
11. Goðafoss í Skjálfanda-
fljóti. Þarf ekki að kynna.
12. Vestmannsvatn og nær-
liggjandi vötn í Aðaldal og
Reykjadal. Mjög fjölbreytt
vatnasvæði með flæðiengjum
og hraunhólum (gervigígum).
Friðlýsing í undirbúningi af
hálfu SUNN.
13. Halldórsstaðir í Laxárdal
(að hluta). Verða friðlýstir sam
kvæmt ósk eigandans, Williams
Pálssonar.
14. Votlendi við Sand og Síla-
læk í Aðaldal. Miklavatn og
votlendi þar umhverfis, allL
vestur að Fljóti. Fjölbreytt
flæðiland og varpland.
15. Tjörneslögin eða Tjörnes-
bakkar, frá Kaldakvísl norður
fyrir Breiðavík. Heimsfræg
skeljalög o. fl., frá tertíertíma.
16. Dyngjufjöll (og Askja).
Ein mesta eldstöð heims, sú
eina af sínu tagi, sem virk er
hér á landi.
17. Jökulsárgljúfur, austan ár.
Mjög fjölbreytt landslag og
ríkulegur gróður, svo sem í
Landsbjörgum, Hallhöfðaskógi
og Forvöðum.
18. Ásbyrgi, sem áður var
talið sigdæld, en er nú talið
vera árgljúfur. Er í vörslu Skóg
ræktar ríkisins.
19. Votlendi við Öxarfjörð
(Jökulsársándur, neðri hluti),
eða svæðið fyrjr botni Öxar-
fjarðar frá Hringsbjargi að
Araós (eða Núpsvatni). Fjöl-
breytt flæðilönd, stöðuvötn, lón,
árfarvegir, kílar, sandar o.s.frv.
Mikið fuglaland. □
Laugardaginn 22. nóvember var
stófnað í Reykjavík hlutafélag
til starfrækslu ferðaskrifstofu
undir nafninu SAMVINNU-
FERÐIR. Er félagið stofnað í
framhaldi af samþykkt stjórnar
Sambandsins um stofnun ferða-
skrifstofu. Það mál hefur lengi
verið á dagskrá innan sam-
vinnuhreyfirigarinnar, enda
starfa mörg Sambandskaup-
félögin að hótelrekstri og ann-
arri þjónustu við' ferðamenn.
Aðalhluthafar í ferðaskrif-
stoíunni SAMVINNUFERÐIR
eru Samband ísl. samvinnu-
félaga, Samvinnutryggingar gt.
og Olíufélagið h.f., en hlutafé
félagsins er samtals 15 millj. kr.
Mjög kunnur vísindamaður á
sviði áfengisrannsókna. er dr.
David Archibald í Toronto í
Kanada.
Nýlega var hann í Svíþjóð og
flutti þar erindi þar sem fram
komu eftirtektarverðar stað-
reyndir. Hann lagði áherslu á
það sem vísindarannsóknir hafa
sýnt að tjónið sem hlýst af
áfengisneyslu eykst eða minnk-
ar í réttu hlutfalli við neysluna.
Aukin áfengisneysla þjóðar hef-
ur í för með sér aukið tjón.
Dr. Archibald taldi mikilvægt
að stjórnvöld gerðu aldrei breyt
ingar á áfengislögum nema fyr-
ir lægju vísindalegar rannsókn-
ir á afleiðingum breytinganna.
Of oft væri í þessum málum
farið eftir skoðuirum og áliti
sem ekki styddist við vísinda-
legar staðreyndir.
Vísindamaðurinn benti á að
lítill hópur fjölmiðlafólks hefði
beitt sér fyrir kröfum um breyt
ing'ar á dreifingarkerfi áfengis
í Kanada. Þetta fólk hefði hróp-
að liátt um „réttlátar kröfur al-
mennings.“ Þegar farið var að
rannsaka vísindalega hver af-
staða almennings væri kom í
ljós að mikill meirihluti fólks
liafði engan áhuga á f.jölgun vín
sölustaða eða lengri sölutíma.
Dr. Archibáld réðst á þá
röksemdafærslu, sem tíðum er
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Fimmta umferð í sveitakeppni
Bridgefélags Akureyrar var
spiluð síðastliðið þriðjudags-
kvöld.
Úrslit urðu þessi: stig
Sveinbjörn — Sigurður 20—0
Alfreð — Jóhannes 20—0
Páll — Stefán 20—0
Ævar — Víkingur 18—2
Gunnar — Arnald 18—2
Örn — Friðrik 14—6
Júlíus — Birgir 14—6
Að loknum þessum umferð-
um er röð og stig sveitanna
þessi: stig
1. Sv. Alferðs Pálssonar 98
2. — Ævars Karlessonar 72
3. — Arnalds Reykdal 65
4. — Gunnars Berg 59
5. — Sveinbj. Sigurðss. 57
6. — Víkings Guðm.s. 55
7. — Páls Pálssonar 55
8. — Júlíusar Thorarens. 50
9. — Arnar Einai’ssonar 48
10. — Birgis Steindórss. 47
11. — Stefáns Vilhjálmss. 36
12. — Friðriks Steingrímss. 22
13. — Jóh. Sigurjónssonar 22
14. — Sigurðar Vigfúss. 14
Sjötta umferð verður spiluð
n. k. þriðjudag og verður það
síðasta umferð fyrir jól. Q
Sambandskaupfélögunum, fé-
lagsmönnum þeirra og einnig'
öðrum félagssamtökum verður
gefinn kostur á að gerast aðilar
að ferðaskrifstofunni.
Fyrstu stjórn félagsins skipa
Erlendur Einarsson formaður,
Valur Arnþórsson varaformað-
ur og meðstjórnendur Axel
Gíslason, Hjalti Pálsson, Hall-
grímur Sigurðsson og Sigurður
Þórhallsson. Framkvæmdastjóri
hcfur verið ráðinn Böðvar Val-
geirsson, sem undanfarin ár
hefur verið framkvæmdastjóri
skrifstofu Sambandsins í Ham-
borg.
(Sambandsfréttir)
notuð, að betra sé að drukkið
sé löglega en ólöglega og því sé
lækkun áfengiskaupaaldurs
nánast staðfesting á ríkjandi
venjum. — Hann minnti á að í
nokkrum fylkjum Kanada hefði
áfengiskaupaaldur verið lækk-
aður úr 20 eða 21 ári í 18 ár.
Þar kom í ljós að breytingin
hafði hörmulegar afleiðingar í
för með sér. Á flestum sviðum.
jókst tjónið, sem áfengisdrykltja
olli, meðal 18—20 ára unglinga.
Unglingum, sem létu lífið í um-
ferðarslysum, fjölgaði t. d. um
174%. — Þá jókst drykkja ungl-
inga yngri en 18 ára til mikilla
muna.
Dr. Archibald staðhæfði að
hagsmunir áfengisframleiðenda
og seljenda réðu miklu um
neysluna; það þyrfti löggjafinn
og almenningur að gera sér
ljóst.
(Accent)
Áfengisvarnaráð.
ÖNDVEGISRIT'
íslendingasögurnar
og skyld rit.
Rauðskinna I—III.
Gríma I—V.
Gráskinna I—II.
Vestur íslenskar
æviskrár I—IV.
Ritsafn Jóh. M.
Bjarnasonar I—iIV.
Árbækur, helstu heims-
fréttir 1968—1974
og ótal margt fleira.
BÓKAVERZLUNIN
EDDA
AKUREYRI.
Ungur píanókennarí
við Tónlistarskólann,
Tliomas Jackman, óskar
eftir 2—3ja herbergja
íbúð frá og með 15.
janúar 1976. Til greina
kemur eitt herbergi
með aðgang að eldhúsi
og baði.
Uppl. gefnar í síma
2-14-60 kl. 1-3 virka
daga.
Ungur reglusamur
menntaskólapiltur
vantar herbergi sem
fyrst.
Uppl. í síma 1-12-84.
Ungt barnlaust par
vantar litla íbúð sem
fyrst.
Sími 2-22-59 eftir kl. 5
á daginn.
ATHUGIÐ
ATHUGIÐ
NÝKOMIÐ
Efni í eldhúsgardínur, blómastórisar í fjórum
stærðutn, grátt tereline í jtveim litum, Baby cord
flauel í fimm litum. Rústrauða teygjuterelinið er
komið aftur.
VERZLUNiN 5KEMMAN, Akureyri