Dagur - 13.12.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 13.12.1975, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Þ jónusium iðstöðin í Glerárhverfi í Glerárhverfi á Akureyri á að rísa nýtt tvö til þrjú þúsund manna íbúð- arhverfi. í hverfinu er tíu þúsund fermetra lóð og verður þar miðstöð þjónustu fyrir lrverfið, en þessi stóra lóð hefur ekki verið skipulögð. Káupmaður einn sótti þar um versl- unarlóð, en bæjaryfirvöld játuðu ekki umsóknini, en ákváðu að láta skipuleggja þjónustumiðstöðina fyrst. Standa þessi lóðarmál þannig, að svæðið verður skipulagt en lóð- irnar síðan auglýstar. Virðist það eðlileg og skynsamleg málsmeðferð. En þessi afgreiðsla hefur orðið blöð- uni sjálfstæðismanna á Akureyri og í Reykjavík kært umræðuefni og árásarefni á Kaupfélag Eyfirðinga, sem þau segja, að ætli sér þátt í versl- unarmálum íbúðarhverfisins. Það væri óafsakanlegt, að úthluta tíu þúsund fermetra lóð, sem á að gegna hlutverki þjónustumiðstöðvar fyrir álíka fjölmennan bæjarhluta og Húsavík, áður en búið er að skipu- leggja hana. Ennfremur ættu allir að sjá hve fráleitt það væri að úthluta slíkri lóð eins^aklingi og lofa hon- um að ráðstafa henni. Von er, að menn séu undrandi á því, ef sjálf- staiðismenn vilja koma sér upp Ár- mannsfellsmáli liér á Akureyri, að öðru nýafstöðnu í Reykjavík. Léleg vinnubrögð yrðu það að teljast hjá bæjaryfirvöldum, ef þau skömmt- uðu værftanlegri 2—3 þús. manna byggð aðeins einn ákveðinn versl- unar- og þjónustuaðila. Kaupfélag Eyfirðinga hefur ekki sótt um aðstöðu á umræddri lóð, en gerir það væntanlega. Kaupfélags- fólk krafðist þess á sínum tíma að KEA reisti tvö útibú á Oddeyri, enn- fremur í Innbænum, Suðurbrekk- unni, við Byggðaveg, Lundahverfí og í Glerárliverfi og mun eflaust sækja það fast af félagi sínu, að svo verði í nýja byggðahverfinu. Það væm einkennileg bæjaryfirvöld, sem ganga vildú í berhögg við þennan vilja fólksins. Væri það ei skynsöm eða réttlát bæjarstjórn er gengi fram hjá þeim aðila, gem greitt hefur meirihluta allra aðstöðugjalda í bæn um, sem frá versluninni koma, en það er Kaupfélag Eyfirðinga. Hvarvetna á félagssvæði KEA tel- ur kaupfélagsfólk sig afskipt nema að eiga kost á viðskiptum hjá eigin fyxirtæki. Framhjá þessu verður ekki horft, fremur en því, að heilbrigð samkeppnisaðstaða er holl á hverj- um stað. □ Fimm bækur frá Skjaldborg Bókaútgáfan SKJALDBORG h.f. á Akureyri hefur nú sent frá sér 5 nýjar bækur. Þær eru: Aldnir hafa orðið, skráð a£ Erlingi Davíðssyni; Konan frá Vínarborg, einnig eftir Erling; Eldrauða blómið og ainnarlegar manneskjur, eftir Einar Kristj- ánsson frá Hermundarfelli; Káta fer í sjóferð, eftir Hilde- gard Diessel, í þýðingu Magnús ar Kristinssonar, og síðast en ekki síst: Krummafélagið,. ný bók frá Indriöa Úlfssyni, skóla- stjóra. Aldnir hafa orðið Þetta er fjórða bókin sem út kemur hjá Skjaldborg, þar sem aldnir segja frá.' Fyrri bækurn- ar hafa hlotið frábærar viðtök- ur og eru þaér nú á þrotum hjá forlaginu. Þau eru sjö sem segja frá í þessari bók, eins og í þeim fyrri. Þáu érú: Guðmundur Frí- mann, skáld á Akureyri, sem víða kemur við í frásögnum sínum; Þorgerður Siggeirsdótt- ir á Öngulsstöðum, kona öldr- uð, margfróð og minnug; Zoph- onías Jónasson, er var kunnur verkstjóri við sprengingar, gerð laxastiga og listamaður í með- ferð grjóts; Grímur Valdemars- son, bílasmiður, einn af kunn- ustu iðnaðarmönnum á Akur- eyri; Björn Axfjörð, bygginga- meistari, sem lengi var eftirlits- maður húseigna Landsbanka- útibúsins; Jón Friðriksson, bóndi á Hömrum og síðast en ekki síst: Eysteinn Jónsson, fyrrum ráðherra, sem hefur margs að minnast. □ Guðmundur Eysteinn Grímur Þorgerður Jón Zophonías Björn Konan frá Vínarborg Söguhetjan, Koiiaii frá Vínar- borg, er dr. María Bayer Jútt- ner, sem í nokkur ár var kenn- ari við Tónlistarfekóla Akur- eyrar. Dr. María er hámenntuð tón- listarkona, sem ólst upp í sárri fátækt í jaðri Vínarskóga. Hún braust til mennta af frábærum Sögulietjumar í einu ævintýranna. Krummafélagið Þetta er 8. bókin eftir Indriða Úlfsson, skólastjóra á Akur- eyri. Sagan er sjálfstæð og segir frá ævintýrum ungra drengja, sem stofna með sér félag, sem þeir kalla Krummafélagið. — Indriði er í fremstu röð rit- höfunda sem skrifa fyrir yngri kynslóðina á íslandi og njóta bækur hans sívaxandi vin- sælda. □ dugnaði, lifði hörmungar tyeggja heimsstyrjalda, varð í senn fjallgönguhetja og fiðlu- leikari, og svo einkennilega vildi til að leið hennar lá til íslands, þar sem hún dvaldi í nokkur ár. □ ffe. fH, Einar Kristjánsson Eldrauða blómið o" annarleííar C C Káta fer til sjós Flestir krakkar kannast við ærslabelginn Kátu, með grænu augun og rauðgullna hárstrýið. Það er mikill viðburður fyrir Kátu að sjá sjóinn í fyrsta sinn og á ströndinni er gott að vera. En Káta á stundum erfitt með að vera þæg og lendir því í ótrú legustu ævintýrum ásamt hund inum Bósa. Þetta er 5. Kátu- bókin, sem út kemur hjá Skjald borg. □ (Fréttatilkynning frá Bóka- útgáfunni Skjaldborg á Ak.). í fréttatilkynningu Framleiðslu -ráðs landbúnaðarins frá 14. september var getið hækkana á kindakjöti og kartöflum. Þessar hækkanir eru byggðar á nýjum verðlagsgrundvelli frá 1. sept. sl. Auk þess koma hækkanir vegna slátrunar, vinnslu og dreifingakostnaðar til viðbótar, þegar reiknað er út heildsölu- og smásöluverðið. Afurðaverð til bænda hækkar um 13,7% frá 1. júní sl. Heildar hækkun á verðlagsgrundvellinum á . verðlagsárinu sem er frá 1. sept. 1974 til i: sept. 1975, eru 45,5%. Niðurstöðutala verðlagsgrund vallar var kr. 3.265.179,00. Það er sú upphæð sem bóndi með verðlagsgrundvallarbú á að fá í brúttótekjur. Af þessari upp hæð eru laun bóndans og fjöl skyldu áætluð tæpar 1,6 millj. Finnsk þing- nefnd fjallar um áfengtsmál Nefnd, sem starfað hefur innan finnska þingsins og fjallað um áfengismál, birti um miðjan október tillögur sínar um skjót- ar aðgerðir gegn sífellt aukinni áfengisdrykkju og afleiðingum hennar. Nefndin lagði til: 1) Að áfengt öl verði einung- is selt í áfengisverslunum. 2) Að hert verði ákvæði um aldurstakmark til kaupa á áfengi. 3) Að á f e n g i s auglýsingar verði bannaðar. 4) Að opnunartími áfengis- verslana verði styttur. 5) Að engin ný vínveitinga- hús verði opnuð. Grels Teir ráðherra tók við tillögum nefndarinnar. ' Hann taldi margar hugmyndir nefnd- ai-innar góðar og hélt því fram að einhvei-jar þeirra kæmu örugglega til framkvæmda þeg- ar í stað. — Neysla áfengs öls hefur fjórfaldast á örfáum árum í Finnlandi og er misnotkun þess einkum áberandi meðal unglinga. Um það bil 20 sveitar- félög hafa bannað sölu þess. Finnar líta alvarlégum augum á ástandið og innan ríkisstjórn- arinnar er rætt um aðgerðir til þess að minnka áfengisneysluna og draga með því úr því tjóni sem hún veldur. (Accent, 20,1975) > Áfengisvamaráð. kr., það er 39,6% hækkuri frá síðasta ári. Áburður hefur hækkað mest á árinu, heildar áburðarkostn aður í verðlagsgrundvellinum á síðasta ári var áætlaður 217 þús. kr., en í síðasta grundvelli 373 þús. kr., hækkunin er 72,1%. Kjarnfóður hefur hækk að um 48,8%. Kostnaður við vélar hefur hækkað um tæp 39% en viðhald girðinga 21%. Stærsti gjaldaliður verðlags grundvallarins er launin, en þau miðast við laun nokkurra hópa launþega, þegar kaup hækkanir verða hjá þessum hópum, þá hækkar launaliður verðlagsgrundvallarins sam bærilega og hjá verkamönnum og iðnaðarmönnum. Venja hefur verið undanfar in ár að verðbreytingar á land búnaðarafurðum séu auglýstar 1. sept. Þá hefur nýtt verð á mjólk og mjólkurvörum ás'amt nautakjöti tekið gildi, en verð á kindakjöti verið auglýst í upp hafi sláturtíðar. Verðbreytingar geta orðið á þriggja mánaða fresti, það er 1. sept., 1. des., 1. mars og 1. júní. Verð á dilkakjöti frá 1. júní til 1. sept. hefur hækkað í grundvellinum frá kr. 349,00 á kg í kr. 393,00, það er 12,6% hækkun til framleiðenda. Slátrunar og heildsölukostn aður hefur hækkað um tæp 50%. Á síðasta ári var þetta gjald kr. 63,40 á hvert kg dilka kjöts, en nú er þessi kostnaðar liður kr. 95,00 á hvert kg. Sölu skattur er nú kr. 64,96 á hvert kg, hefur hækkað um 33,6%. Smásöluálagning er kr. 22,82 á hvert kg en á síðasta verðlags ári var hún kr. 17,08, hækkun 33,6%. Á síðastliðnu ári var gert ráð fyrir að bændur fengju kr. •37,87 fyrir einn lítra af mjólk, nú á verð til bænda að verða kr. 55,07 á lítra. Bændur eiga að fá kr. 349,00 fyrir hvert kg nautakjöts í 3. verðflokki en í fyrra kr. 240,00. Nokkur hækkun hefur orðið á verði ullar til bænda, í fyrra áttu þeir að fá kr. 120,00 fyrir 1 kg en í ár er gert ráð fyrir að þeir fái kr. 174,50 fyrir hvert kg af ull. Þær hækkanir sem orðið hafa á verðlagsgrundvellinum miðast eingöngu við það að bændur haldi í horfinu með hliðstæðar tekjur og launþegar í landinu, fyrir svipaðan vinnu tíma. Þrátt fyrir þessa öru end urskoðun á verði til bænda, þá vantar um 17—20% upp á að bændur nái sambærilegum tekj um og viðmiðunarstéttirnar. Það er sennilega óhugsandi að bændur nái sambærilegum tekjum, fyrr en verðbólgu linn ir og verðlækkanir komi í stað verðhækkana á helstu rekstrar vörum landbúnaðarins. Það er því hagsmunamál bændastéttarinnar að halda rekstrarkostnaði búanna niðri, það á að koma þeim til góða og að sjálfsögðu neytendum einn ig- Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. Guðlaug Egilsdóttir Sólvölluni 7, Akureyri - 70 ára „Óttist ekki elli íslandsmeyjar“. Þannig tók til orða eitt þjóð- skáldið okkar. En einmitt þessi orð eiga vel við Guðlaugu Egils dóttur, er mig langar til að senda sjötugri kveðju. Guðlaug er síung í anda og sístaríandi. Hún ber svipmót og framkomu skagfirðinga, sem hafa alist upp við víðsýni og fegurð. En mér finnst alltaf að hver einstaklingur beri í per- sónu sinni mynd átthaganna að einhverju leyti. Kynni okkai' eru ekki löng, en þó á þann veg að ég met hana fyrir einstaka eljusemi, myndarskap og tryggð. Guð- laug er sannarlega vinur vina sinna. Hún tók í fóstur, sem skólamóðir í Skúlagarði, son minn, ásamt mörgum öðrum börnum og var .þeim öllum holl. Ég veit að hún er meira en vel- kominn gestur til alfra foreldr- anna er áttu börn í Skúlagarði. Og ekki er að sjá, að piltarnir sem þá voru þar við nám, hafi á móti komu hennar. en setja Guðlaugu í sæti hið næsta sér og aka bifreiðum sínum með hana hvert sem hún beinir för sinni innansveitar og jafnvel þó lengra sé haldið. Sýnir það þá kærleiksríku hlýju er Guðlaug hefur veitt, þá er þess þurfti helst með. En börnin hennar þá mörg og smá voru á sinni ‘yrstu göngu frá foreldrahúsum út í heiminn. Síðan þetta var, hefur mikið vatn til sjávar runnið og börnin Náttúruminjaskrá Norðurlands Náttúruverndarráð hefur ný- lega sent frá sér fyrstu gerð svo nefndrar náttúruminjaskrár, sem lögð var fram á náttúru- verndarþingi í vor, og nú hefur verið formlega auglýst með birtingu í Lögbirtingarblaðinu (nr. 35, 16. maí 1975). í lögum um náttúruvernd segir svo í 28. grein: „Náttúru- verndarráð skal með aðstoð náttúruverndarnefnda kynna • sér eftir föngum náttúruminjar, sem ástæða er til að friðlýsa, svo og lönd þau, sem ástæða kann að vera til að lýsa frið- lönd eða leggja til þjóðgarða eða fólkvanga. Skal ráðið semja skrá um slíkar minjar og slík lönd.“ í sömu lögum -28. grein) er þess getið að ríkissjóður skuli hafa forkaupsrétt að þeim stöð- um, sem settir hafa verið á náttúruminjaskrá, að þeim aðil- um frágengnum, sem hann er veittur samkv. lögum nr. 40,' 5. apríl 1948 þ. e. ábúendum og man neslíj ur Teiknimynd séra Bolla af Mariu B. Júttner. Það er orðið nokkuð um liðið, síðan komið hefur bók frá Ein- ari Kristjánssyni frá Hermund- arfelli. Það er því eflaust marg- ir sem taka þessu smásagna- safni hans fegins hendi. Einar er með. snjöllustu smá- sagnahöfundum landsins og læt Ur vel að sníða mikið efni í þröngan stakk smásögunnar og er í sögum sínum launkíminn, enda glöggur á broslegar hliðar mannlífsins og mannlega nátt- úru, í breiðri og góðri merk- ingu þeirra orða. Margir muna eflaust eftir erindum Einars, sem hann hef- ur flutt í útvarp á sunnudög- um undanfarin sumur, og notið hafa vinsælda. □ ÉG ÞAKKA FYRIR DAG Það er alltaf ánægjulegur þátt- ur á þriðjudagskvöldum að eiga von á Degi dettandi inn á gólfið hjá manni. Eiginlega þyrfti að vera hægt að skipta honum í sex parta, svo alhr á heimilinu geti lesið í einu og ekki þurfi að rífast um hann. Núna er ekki hægt að skipta honum nema í tvo parta án þess að skemma blaðið, og það er ekki nóg. í síðasta Degi bar fyrir augu mér grein eða frétt, sem hét „Námskeið fyrir frjótækna“. Af því ég tel mig til bændafólks finnst mér það mjög leiðinlegt að bændumir skyldu taka upp á þessari tæknifrjóvgun. Ég hefi mestu skömm á henni. Hætt er á, að það. sem gert er við dýrin í dag, verði gert við manneskjuna á morgun. Þegar tískan og gróðasjómar- mið síðari tíma fara saman, þor- ir víst enginn að spyrja, hvað sé eðlilegast fyrir dýrin eða hvað sé sómasamlegt fyrir mannskepnurnar. Er nokkur furða, þótt manni detti í hug, að þvílíkar upp- finningar séu ættaðar úr undir- djúpunum? Það mátti líka lesa það út úr greininni, að árangurinn er annarlegur og ekki sá sami og áður fyrr, er tuddi var látinn kelfa kúna, því að kálfur sem til varð með þessum hætti var sagður gctinn. Mér kom þetta nýstárlega fyrir augu. Mér finnst, að áður- hafi menn aðeins getið syni og dætur. Nú, svo í eðlilegu fram- haldi segir, að kálfsi hafi fæðst tiltekinn mánaðardag og ár. Ég vona bara, að þeir í Há- skólanum og Hótel Sögu hætti þessum ósköpum: að kenna mönnum að geta kálfa. Guðrún. sveitarfélagi). Aðrar kvaðir fylgja ekki þessari skráningu. Náttúruverndarráð telur ástæðu til að láta þessari fyrstu tilkynningu um náttúruminja- skrá fylgja svofelldar skýring- ar: „Náttúruminjaskrá er yfirlit um staði og svæði, sem ráðið telur æskilegt að vernda og ef til vill friðlýsa síðar með ein- hverjum hætti. Á skránni eru svæði og staðir, sem að dómi Náttúruverndarráðs, hafa sér- stakt gildi og ástæða er til að - veita vernd, þótt ekki séu tök á að gera meira að sinni, en að koma þeim á náttúruminjaskrá. Með náttúruminjaskránni er ætlað að vekja athygli á gildi þessara staða og svæða og nauð syn á vemd þeirra. Náttúru- minjaskráin er einnig ósk um að forðast sé að framkvæma nokkuð, sem farið gæti í bága við skyrusamlega varðveislu þessara svæða óspilltra.“ Á náttúruminjaskrá eru þess- ir staðir á Norðurlandi: 1. Hindisvík á Vatnsnesi. Þar er fjölbreytt landslag, með stöp um og bríkum, og eitt stærsta selalátur á Norðurlandi, enda hefur selurinn notið þar frið- unar í áratugi fyrir tilstilli fyrr- verandi ábúenda, séra Sigurðar Norlands. 2. Hvítserkur, klettabrík á strandflötinni við austanvert Vatnsnes. 3. Björg (Bjargasvæðið) í Þverárhreppi í V.-Hún. Þ. e. svæðið milli Vesturhópsvatns - og Sigríðarstaðavatns að vest- an, en Hópsins og Víðidalsár að austan. Mjög fjölbreytt og fag- urt landslag, með björgum, stöðuvötnum, mýrum, söndum o. s. frv. Björgin eru talin vera gosmyndanir frá Jökultímanum (Jakob Líndal). í Borgarvirki eru sérkennilegar þjóðminjar. Hugmyndir eru um stofnun fólksvangs (héraðsvangs) á svæðinu. 4. Vatnsdalshólar í Sveins- staðahreppi, A.-Hún. Mjög sér- kennilegir framhlaupshólar, sem naumast þarf að kynna frekar. Friðlýsing er í undir- búningi. 5. Kattarauga við Kornsá í Vatnsdal. Tjörn með nokkrum fljótandi, grasi vöxnum hólm- um. 6. Hrútey í Blöndu við Blönduós. Nú skógræktarsvæði. Stofnun fólkvangs er þar í undirbúningi. 7. Drangey á Skagafirði. Þarf ekki að kynna. 8. Borgarskógar (og Borgar- mýrar) við Sjávarborg í Skaga- firði, svo og vötnin Miklavatn og Áshildarholtsvatn. Fjöl- breytt flæðilendi og bakkar, með miklum gróðri. Mikið varp land ýmissa fuglategunda. 9. Kotagil (og Skeljungs- steinn) í Norðurárdal í Skaga- (Framhald á bls. 2) - Gegn áfengisbölinu (Framhald af blaðsíðu 8) leyfi og óeðlilegt væri að veita félagsstofnun stúdenta slíkt leyfi. Þá taldi fundurinn að taka þyrfti til athugunar að koma í veg fyrir persónulega hagsmuni f sambandi við áfeng- issölu svo og að stöðva þyrfti innflutning bruggefnis, sem fólki væri óbeint kennt hvernig ætti að nota til framleiðslu áfengis. Ennfremur tók fundurinn undir áður framkomna ályktun íslenskra ungtemplara til út- varpsráðs, þar sem vakin er athygli á áfengisáróðri, sem fram kemur í sjónvarpsefni. F. h. Landssamb. Eirikur Stefánsson, ritari. hennar frá Skúlagarði orðið full orðið fólk, og jafnvel farið að annast foreldrahlutverk. Guð- laug fylgist vel með högum þessara vina sinna, en frá henni er sístreymandi lind velvildar og hlýju til allra er hún kynnt- ist í Kelduhverfi. Það mun vera gagnkvæm hlýja fólksins hér, en við munum Guðlaugu hressa með kóngabollana sína fallegu, veitandi af rausn og gleði. Við munum hana skartklædda. Hún ber vel íslenskan búning og kann að vera í honum. Eftir að Guðlaug yfirgaf okk- ur hér, fór hún til starfa m. a. í Skjaldarvík og var ráðskona þar. Hún hefur þurft á dugnaði og hagsýni að halda, en ef ég veit rétt, hefur henni hvorugs verið vant. Sambandi við son minn og frænda hans héðan úr Kelduhverfi, hélt Guðlaug áfram og bauð þeim á hverjum vetri á meðan þeir voru náms- menn á Akureyri, til veglegs þorrablóts. Hafði sonur minn orð á því, að ekki væri völ á betri veisluföngum en þar voru fram borin. Þannig er Guðlaug, myndarleg og heil í öllu. Þegar svo þessir piltar luku námi, færði hún þeim fagra minning- argjöf. Margir munu hafa lengri kynni af Guðlaugu en ég og vita því, að hún er drengur góður. „Óttist ekki elli, íslenskar meyjar“. Ég vil einmitt óska þess, að íslenskar konur gangi óttalausar til starfa þó um fjölgi, því þær gefa fordæmi fyrir heill komandi kynslóða. Þetta fordæmi hefur Guðlaug skilið rétt og starfar eftir því langan vinnudag. Að lokum flyt ég henni þakkir okkar hér, fyrir trúmannleg störf og góð kynni. . Árna ég henni allra heilla — sendi um leið bestu jóla og nýárskveðjur. / Guðrún Jakobsdóttir. Áfthenda Að morgni hins 25. október í haust, daginn eftir kvennafrí- daginn, sagði Jón Múli útvarps- þulur, að hann hefði heilsað dömum með kossi. Einhverjum hér um slóðir vaið þá þessi átt- henda af munni. Ég hirði oft svona flækinga, en vísan er svona: Varasöm reynist sú verk- fallslykfc sem valkvendin að sér dró. Og ýmsar konur fékk yfirskyggt, sem ástin í barminum hló. En karhnenn það ekki telja tryggt, að tvíkynja liðið á sjó. Þeir kæra sig ekki um kossafikfc nema kannski Jón Múli — og þó. ,1 Kær kveðja, B. B. J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.