Dagur - 07.04.1976, Page 1

Dagur - 07.04.1976, Page 1
Maður skotinn til bana Samkvæmt viðtali við Gísla Ólafsson yfirlögregluþjón í gær: Klukkan sjö síðasta sunnu- dagsmorgun fannst Guðbjörn Tryggvason, Hrauni í Glerár- hverfi, látinn við Heiðarlund. Hafði hann orðið fyrir fimm riffilskotum, voru fjögur skot- sár á höfði og eitt í öxl. Á sama stað fundust bæði tóm og ónot- uð skothylki. Spölkorn frá, hjá malarstíg, sem gengur þvert á Heiðarlund, fannst meira. af skotfærum og riffill. Um sömu helgi var brotist inn í Sportvöruverslun Brynj- ólfs Sveinssonar við Skipagötu og þar var riffli stolið, skotfær- um o. fl. Kassinn utan af riffl- inum var eftir skilinn í versl- uninni og bar hann sama númer og riffill sá, sem fannst við Heiðarlund. Átján ára akureyringur játaði á sig verknaðinn í nótt. Hann átti ekkert sökótt við Guðbjörn heitinn. Pilturinn situr að sjálf- sögðu í fangelsi og bíður þess að verða dæmdur. Hann hefur áður komið við sögu hjá lög- reglunni, en ekki vegna ofbeldis verka. Lögreglan óskar að nafn hins seka sé ekki birt að svo stöddu. Guðbjörn Tryggvason var 28 ára gamall, kvæntur og átti tvö börn, 5 og 8 ára. □ Lo Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands var loðnuaflinn um síð- ustu helgi orðinn 334.786 lestir, á móti 454.440 lestum á sama tíma í fyrra. Nú eru aðeins örfá skip eftir á loðnuveiðum, en flest voru þau 76. Hæstu löndunarstaðir eru Norglobal með rúmar 60 þús. DÁNARDÆGUR Björn Halldórsson lögfræðingur, Syðra-Brennihóli í Glæsibæjar- lireppi, andaðist laugardaginn 3. apríl, sjötugur að aldri. Útför hans verður gerð frá Akureyrar kirkju þriðjudaginn 13. apríl. Hörður Eydal andaðist á hcimili sínu á Akureyri hinn 3. apríl. Hann var um áratugi starfsmaður Mjólkursamlags KEA. Hann var 67 ára er hann lést. □ lestir. Vestmannaeyjar með yfir 40 þús. lestir, Reykjavík með 30 þús. lestir og Seyðisfjörður með rúmar 26 þús. lestir. Aflahæsta skipið er Sigurður RE með 13.305 lestir. Auk Sig- urðar eru þrjú skip með meira en 10 þúsund lestir og eru það Guðmundur RE, Grindvíkingur GK og Börkur NK. En 24 skip fengu yfir 5 þúsund lestir, allt miðað við sl. laugardagskvöld. Talið er, að loðnuveiðum sé nú að ljúka og munu aðeins sex skip enn stunda þennan veiði- skap. □ Dagur Aukablað kemur út á föstudag- inn, prentað á fimmtudagskvöld. Getum við þá birt eitthvað af því efni sem bíður. Sauðárkrókur í sumarbúningi. íþróttamannvirki hið næsta til hægri. Hátt á annað þúsnnd manns á Sæluvikunni Sauðárkróki, 6. apríl. Sæluviku skagfirðinga, sem hófst 28. mars, lauk sl. sunnudagskvöld með dansleik í félagsheimilinu Bif- röst. Dagskrá Sæluvikunnar var að þessu sinni óvenjulega fjöl- breytt, og sóttu hana hátt á annað þúsund manns. Leikfélag Sauðárkróks hafði sjö sýningar á Sjóferðinni til Bagdag eftir Jökul Jakobsson. Kári Jónsson var leikstjóri. Allar sýningarnar voru vel sótt- ar. Leikfélag Akureyrar sýndi Glerdýrin, sem gestaleik, fjór- um sinnum. Aðsókn var góð og undirtektir þó enn betri. Vakti þessi gestaleikur þeirra akur- eyringa mikla athygli og óblandna hrifningu. Var þetta sannkallaður leiklistarviðburð- ur hér á Sauðárkróki. Tveir kórar komu fram. Kirkjukór Sauðárkróks undir stjórn Jóns Björnssonar og Sam- kór Sauðárkróks undir stjórn Gunnlaugs Ólsens hélt nú sinn fyrsta konsert, en kórinn var stofnaður 1. nóvember í haust. Undirleik hjá báðum kórunum annaðist Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri. Húsfyllir var á báðum þessum samsöngvum. Hvorki laitaveituframkvæmdir né virkjun við Kröflu má tefja SECIR VALUR ARNÞÓRSSON, FORSETI BÆJARSTJÓRNAR AKUREYRAR Fyrsta borholan á Syðra-Lauga- landi í Eyjafirði gaf mjög góða raun, skilar 70—80 sekúndu- lítrum af rúmlega 90 stiga heitu vatni fyrir væntanlega hitaveitu Akureyrarkaupstaðar. Onnur borholan á sama svæði reyndist hins vegar ónýt. Það er því alveg nauðsynlegt að bora þriðju holuna hið fyrsta til þess að kanna svæðið betur og reyna að fá aukið vatnsmagn. En nú stendur svo á, að jarðborinn Jötunn, sem er á S.-Laugalandi, á að flytjast austur að Kröflu vegna virkjunar þar og hefur undanfarið verið togast á um borinn, svo sem sjá hefur mátt í blöðum og heyra á máli manna. Blaðið hitti að máli Val Arn- þórsson forseta bæjarstjórnar og íormann Laxárvirkjunar- stjórnar og bað hann að skýra stöðu málsins og hverra kosta nú væri völ í þessari togstreitu um borinn. Hann sagði efnis- lega á þessa leið: Við leggjum kapp á borun þriðju holunnar á Syðra-Lauga- landi því aukið vatnsmagn er nauðsynlegt til þess að nægilega traustar forsendur séu fyrir hendi til þess að unnt sé að halda áfram hönnun hitaveit- unnar á Akureyri. Maður verð- ur var við það, að verið er í þessu máli að stilla upp algerum andstæðum, þeim að hægt verði að halda áfram að bora eftir heitu vatni á Syðra-Laugalandi og því, að unnt verði að bora nægilega margar holur fyrir Kröfluvirkjun. Borinn, Jötunn, átti að fara austur að Kröflu að aflokinni borun annarrar holu á S.-Laugalandi. Ég held að það sé mikill misskilningur, að vera að stilla þessu upp sem and- stæðum. Þeirrar lausnar verður að leita, sem gerir báðar fram- kvæmdirnar mögulegar: að bora hina þriðju og nauðsynlegu holu á S.-Laugalandi og einnig fyrir Kröfluvirkjun, svo virkj- unin geti tekið þar til starfa á fyrirhuguðum tíma, með sem allra minnstum lágmarks töfum. Fyrir utan jarðborinn Jötunn hafa menn sérstaklega auga- stað á gufubor syðra, sem er sameign ríkisins og Reykjavíkur borgar og á að bora á þessu ári 8 holur fyrir Reykjavíkurborg og hefur lokið tveim þeirra. Gufubor þessi og Jötunn eiga vel að anna því í sumar að bora þær 11 holur, sem nauðsynlegt er að ljúka og er þar meðtalin þriðja holan á S.-Laugalandi. Legg ég áherslu á, að það eiga ekki að vera neinar and- stæður á milli framkvæmda við Kröflu og.hitaveitu Akureyrar. Með góðum vilja til samstarfs og með því að fá gufuborinn inn í þessi verkefni, á að vera hægt að leysa málið í heild, því hvorug framkvæmdin má tefj- ast. Þakkar blaðið upplýsingarn- ar. □ Það óhapp varð við jarðhitaleit- ina á Syðra-Laugalandi í Eyja- firði einn af síðustu dögum marsmánaðar, er verið var að bora aðra holuna með Jötni, að borstöngin brotnaði og borhaus- inn féll niður á 1000 metra dýpi, ásamt miklu af borstöngum. Tjónið er metið á margar milljónir króna. Borhola þessi er ónýt. Högg- borinn er að ljúka fyrsta hluta Erindi á Sæluvikunni fluttu séra Bolli Gústafsson á kirkju- kvöldi, Andrés Björnssin út- varpsstjóri og Hörður Ágústs- son listfræðingur. f Safnahúsinu fóru einnig fram tónleikar lista- fólks frá Reykjavík Fram komu Rut Magnússon, Jósep Magnús- son og Agnes Löve. Sýnd voru málverk Benedikts Gunnars- sonar. Dansleikir voru öll kvöld vikunnar og hljómsveit Geir- harðar Valtýssonar lék fyrir dansinum. | Togararnir afla sæmilega og vel og því er atvinna góð í frystihúsum staðarins. Gæðingar eru nú teygðir um götur og grundir, og hafa menn og skepnur gott af hreyfingunni. Setur hestamennskan nokkurn svip á bæinn og umhverfið. G.Ó. þriðju borholunnar á S.-Lauga- landi. Er sú hola beint vestur af prestseturshúsinu. □ f hinni eyðilögðu borholu var hiti orðinn mikill en vatn kom ekki, nema lítilsháttar er hún var sprengd út, þ. e. dælt í hana vatnsmagni með verulegum þrýstingi. En ekki tjóar að harma óhapp þetta, en vona að- eins að framhald verði á hita- leitinni, sem svo mikið veltur á.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.