Dagur - 07.04.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 07.04.1976, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. LANDHELGIS- MÁLIN Barátta okkar í landhelgismálinu er margþætt og gaf einhliða útfærslan í 200 mílur tilefni til þáttaskila. Á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna eigum við góða fulltrúa, sem bæði nú og árum saman liafa unnið að því að móta þá stefnu í hafréttar- inálum, sem strandiíki og eylönd geta við unað. Ljós er verulegur árangur þeirrar baráttu, liver sem endanlegur árangur verður af liaf- réttaríáðstefnunni. En á meðan þingað er á alþjóða- vettvangi um hafréttarmálin og rétt þjóða til að nýta fiskistofna liafsins og aðrar auðlindir í og yfir hafsbotn- inum og reynt er að skapa fyrstu alþjóðalögin um þetta efni, eigum við í harðri deilu við breta um fisk- veiðar innan þeirrar landlielgi, sem þjóðin hefur, að dæmi fjölmargra annarra þjóða, tekið sér, vegna ógn- vekjandi ofveiði og yfirvofandi liruns þorskstofnsins og fleiri fisktegundq á íslandsmiðum. Deilan við breta um fiskveiðar innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, sú þriðja í röðinni á tæpum tveim ára- tugum, er sú harðasta, sem íslending- ar hafa háð um þau lífshagsmunamál sín, sem við fiskinn umliverfis landið er bundin. Hið vopnaða ofbeldi breta á Islandsmiðum, þar sem tugur herskipa og annana verndarskipa aðstoða 20—30 togara við veiðiþjófn- að), liefur vakið heimsathygli. Því miður hafa andstæðingar okkar ekki aðeins beitt fyrir sig herskipum, lieldur einnig síendurteknum frétta- fölsunum af þeim atburðum. Hin tiltölulega litlu varðskip ís- lensku Landhelgisgæslunnar, hafa ekki mátt sín mikils gegn stórum og vel vopnuðum herskipum breta, og þau eru nú öll svo illa leikin eftir ásiglingar breskra herskipa og drátt- arbáta, að þau minna á brotajárn. En áliafnir þeirra eru þó hinar athafnasömustu og skipin þjóna sín- um hlutverkum undir ötulli stjórn gæslumanna, sem ný væru. En sá þáttur landlielgismálsins, sem að okkur sjálfum snýr og að eigin fiskiskipum, er sorglegri en allt annað. Islensk fiskiskip eru staðin að veiðum í landlielgi og einnig að smá- fiskadrápi. Það er þjóðarskömm og þar þarf að taka í taumana á þann veg, að endurtekningar séu ekki lík- legar. Þegar fiskibátar eru staðnir að ólöglegum veiðum, hópum saman, eins og gerst hefur að undanförnu, verður landhelgisbaráttan tvíþætt, og engin ástæða til að taka íslenska veiðiþjófa vettlingatökum. □ ÞORSTEINN M. JÓNSSON Fæddur 20. ágúst 1885. - Dáinn 17. mars 1976. FUGLAV Aðalfundur Fuglaverndarfélags íslands haldinn 27. marz 1976 skorar eindregið á Löggjafar- þing íslands að taka eftirtalin mál til athugunar: Þorsteinn M. Jónsson fyrrver- andi skólastjóri og bókaútgef- andi á Akureyri, andaðist á Vífilsstöðum 17. mars sl. Hann var jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 27. sama mánaðar. Þorsteinn fæddist og ólst upp á Utnyrðingsstöðum á Fljóts- dalshéraði. Hann er þó einn af þeim ágætismönnum, sem við akureyringar viljum eigna okk- ur. En fyrst af öllu var Þor- steinn þó íslendingur og þannig mun minningin um hann geym- ast í sögunni. .; Bókhneigður unglingur alinn upp á menningarheimili í lok síðustu aldar, hefii’ fljótlega komist í snertingu við frelsis- baráttu íslendinga og möguleg- ar framfarir. Þegar unglingur- inn var auk þess r allt í senn námfús,' stórh'ug’a og fullur orku og áræðis er ekki undarlegt þótt hann hæfi sig yfir meðalmennsk una og yrði einn af helstu merk- isberum frelsis og framfara þjóð ar sinnar. Þannig var Þorsteinn. Hann aflaði sér tiltækrar mennt unnar. Varð gagnfræðingur frá - Akureyri 1905 í hópi manna, sem síðar urðu með kunnustu mönnum þjóðarinnar bg kenn- araprófi lauk hann fjórum árum síðaf. Upp frá því var kennsla og skólastjórn eitt hans aðal- starf og hafði hann þó fengist við kennslu áður en hann fór í Kennaraskólann. Þegar sagt er að kénnsla hafi verið llans aðal- starf verður að hafa í huga að það starf var ærið ævistarf venjulegum manni, en Þor- steinn var margefldur. Bókaút- gáfa hans gæti einnig talist hana aðalstarf og þókasöfnun, sömu- leiðis afskipti hans af félags- málum. Allir þessir málaflokkar virtust taka hug hans en hann gat aðskilið þá í starfi sínu svo að einn truflaði ekki annan. Hann hlýtur að hafa beislað hörkuna, sem áreiðanlega hefur búið í honum, til að aga sjálfan sig til skipulegrár vinnu. Starfsferill Þorsteins hófst í Borgarfirði ’eystra. Þar stofnaði hann unglingaskóla 1909, var skólastjóri barnaskólans þar, rak smábátaútgerð og búskap og var kaupfélagsstj óri. Hann aflaði sér__shks trausts og virð- ingar í störfum sínum að hann var kosinn alþingismaður fyrir Norður-Múlasýslu 1916 og var þingmáður þeirra til 1923. . - Þegar Þorsteinn bauð sig fram við alþingiskosningarnar 1916 hafði hann þá þegar gert sér ljósa nauðsyn nýrrar flokka- skipunar í landinu. Flokkaskip- unar, sem býggðist á afstöðunni til innanlandsmála og að þeir mynduðu flokk, sem vildu „hraða framsókn og ræktun lands og lýðs.“ Hann hafði áður verið einn af stofnendum Ung- mennafélags Akureyrar og tók þátt í baráttu " ungmennafélag- anna á þessum árum og var alla ævi ákveðinn bindindismaður. Hann bauð sig fram sem óháður sjálfstæðismaður í þess- um kosningum. Strax á leiðinni til þings um veturinn, hittust fimm alþingismenn á Seyðisfirði og var Þorsteinn einn þeirra, og komu þeir sér saman um að mynda nýjan þingflokk og sömdu grundvallarstefnuskrá þá þegar. Hinn 12. janúar 1917 var flokkurinn formlega stofn- aður undir nafninu Framsóknar flokkur og var Þorsteinn einn af þeim þrem mönnum, sem sömdu stefnuskrá hans. Þannig var Þorsteinn alls staðar mót- andi, þar sem hann kom. Hann öðlaðist fljótt traust alþingis- manna, sem sést m. a. á því, að hann var kosinn, með virtustu mönnum Alþingis, í Sambands- laganefndina 1918. En sú nefnd skilaði svo farsællega störfum, að hennar verður ávallt minnst í frelsissögu þjóðarinnar. Auk þessa þáttar hans £ þing- störfum, er hans sérstaklega getið sem áhrifaaðila um mál- efni barnakennara, stofnun menntaskóla á Akureyri og Þjóðleibhúss. Til Akureyrar flutti Þorsteinn 1921 og gerðist þar barnakenn- ari. En hann lét sér það starf ekki nægja. Hann rak búskap um skeið og jafnframt bókaversl un og bókaútgáfuna hóf hann skömmu eftir komuna hingað og hélt henni áfram meðan heilsa og kraftar entust. Hér á Akúreyri hlóðust trún- aðarstörf á Þorstein svo sem verið hafði á Borgarfirði eystra. 1 bæjarstjórn Akureyrar var hann 1942—56 og forseti henn- ar í 12 ár. Hann var bæjarfull- trúi framsóknarmanna, en að sögn samstarfsmanns hans þar, leit hann á starf forseta sem sáttasemj arastarf öðrum þræði og tókst furðu oft að koma í veg fyrir að upp kæmi flokks- pólitískur ágreiningur um mál- efni sem hann taldi að til heilla horfðu og menn voru í rauninni sammála um takmarkið þótt þá greindi á um leiðir. Þannig mun hann eiga stóran þátt í þróun þeirra sérstæðu vinnubragða, sem lengi hafa verið stunduð í bæjarstjórn Akureyrar. Reynsla hans sem sáttasemjara var held ur ekki lítil þar sem hann var sáttasemjari í vinnudeilum hér norðanlanls 1939—56. í bæjar- stjórn beitti hann sér eins og jafnan annars staðar fyrir fram- förum á sviði mennta og menn- ingar. Árið 1935 tók Þorsteinn við skólastjórn Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem þá hafði starfað í 5 ár. Skólinn virtist eiga í nokkrum erfiðleikum árin á undan,, en svo brá við er Þor- steinn tók við skólastjórn að aðsókn jókst og hagur skólans batnaði á öllum sviðum og skól- anum skilaði Þorsteinn af sér sem einum besta gagnfræða- skóla landsins, þegar hann hætti skólastjórn fyrir aldurs sakir 1955. í skólastjórastarfi sínu gat Þorsteinn-.beitt mörgum sömu hæfileikunum og hann hafði þjálfað í stjórnmálabaráttu sinni og við félagsstörf. Hann var einbeittur og ákveðinn en einnig umburðarlyndur og sann gjarn. Hann hafði jafnframt næmi fyrir hæfileikum manna og ótrúlega bjartsýni á því að unnt væri að laða fram hið góða í mönnum. Hann hafði trú á mönnum og treysti þeim og vakti þannig með þeim ábirgðar- tilfinningu. Þorsteinn M. Jónsson var mikill ræðumaður og vildu allir á hann hlýða, þótt veikindi á miðjum aldri sködduðu rödd hans. í skólastjórastarfinu gat hann líka borið fram lífsskoðun sína betur en í kennarastarfinu sjálfu. í erindi um Örvar-Odd, sem hann flutti er ég var í skóla hans sem nemandi, sagði hann: „Oddur er ekki aðeins persónu- gervingur hins síleitandi manns anda, heldur einnig þeirrar þrár mannkynsins að losna við illar vættir, útrýma öllu, sem þjáir mannkynið. Og hann er ekki í rónni, þótt þefta illþýði sé ekki í námunda við hann. Hann vill leita það uppi og útrýma því, hvar sem það er að finna, hversu miklar þrautir og erfiði sem það kostar hann.“ Þorsteinn M. Jónsson bar þessa ,þrá í brjósti og starf hans varð árangursríkt. Hér á undan hefir Þorsteins verið getið sem einstaklings en það má þó öllum vera ljóst að stuðningslaus hefir hann ekki verið. Ungur gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Sigurjónu Jakobsdóttur, sem stýrði hinu myndarlega heimili þeirra af rausn og skörungsskap, en tók jafnframt þátt í merku menn- ingarstarfi og jók þannig reisn þeirra beggja. Ég sendi frú Sigurjónu, börn- um þeirra átta og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar- kveðjur. Einmennings- og firmakeppni Bridgefélags Akureyrar er lok- ið. Alls tóku yfir 100 fyrirtæki á Akureyri og nágrenni þátt í firmakeppni félagsins að þessu sinni, og þakkar félagið þeim velvild og veittan stuðning. — Fyrir hvert fyrirtæki eru spiluð 30 spil og er meðalárangur út úr þeim 90 stig. Að þessu sinni sigraði Nýja- Bíó, sem hlaut 121 stig, en spil- ari var Sveinbjörn Sigurðsson. Röð efstu fyrirtækja var þessi en nafn spilara er undir: Stig 1. Nýja-Bíó 121 Sveinbjörn Sigurðsson 2. Trésmiðjan Eikin 118 Ármann Helgason 3. Bókabúð Jónasar 115 Sveinn Sigurgeirsson 4. Ferðaskrifst. Akureyrar 114 Stefán Sveinsson 5. Ýmir s.f., trésmiðja 112 Örn Einarsson 6. Skipaafgr. J. Karlssonar 112 Ævar Karlesson 7. Byggingavöruverslun Tómasar Björnssonar 111 Magnús Aðalbjörnsson 8. Landsbankinn Akureyri 111 Adam Ingólfsson 9. Bílaleiga Akureyrar 111 Trausti Haraldsson 10. Happdrætti DAS 109 Soffía Gúðmundsdóttir 1. Að endurskoða eiturlöggjöf þá sem nú er í gildi til útrým- ingar svartbaks. Að allra dómi er eiturútburður gagnslaus til útrýmingar svartbaks en á sl. ári fundust 3 arnarhræ sem all- Snjólaust á Grímssföðum Grímsstöðum á Fjöllum, 5. apríl. Snjólaust er hér um slóðir, en þó aðeins grátt, því éljaveður hefur verið öðru hverju. Ekki er talið bílfært hér austur um, því skafið murTf göng þau, er á leiðinni eru. En vel er fært til Mývatnssveitar. Fólk dund’ar við sín vanalegu störf og fátt ber til tíðinda. Nær allir bændur vetrarrýja sauðfé sitt og hefur svo verið undan- farin ár og gefist vel. Stendur rúningur nú yfir. - K. S. Litlir Ólympíuleikar Kennarar og nemendur 6. bekkj ar U við Menntaskólann á Akur eyri heyja Um þessar mundir 11 greina tugþrautarkeppni með valgrein. Keppni er lokið í fjór- um greinum og standa stigin 2Vz—1% fyrir kennara. Áformað er, að á föstudaginn verði í íþróttaskemmunni keppt í ýmsum líkamlegum íþróttum, svo og mælskulist. Þar verður seldur aðgangur og ágóðinn gef- inn til líknarmála. Keppni þesei er í léttum dúr, og hefur mönn- um þótt góð skemmtun að því, sem komið er. — Sjá nánar í götuauglýsingum. □ 11. Dúkaverksmiðjan h.f. 109 Andri Páll Sveinsson 12. Sparisj. Glæsibæjarhr. 108 Dísa Pétursdóttir 13. Hótel KEA 108 Gylfi Pálsson 14. Kjörbúð Bjarna 107 Stefán Sveinsson 15. Útibú KEA, Hauganesi 107 Sigurður Víglundsson Einmenningsmeistari Bridge- félags Akureyrar 1975—1976 varð Sveinbjörn Sigurðsson og hlaut hann 322 stig. Sveinbjörn vann því bæði firma- og ein- menningskeppni félagsins nú og er það glæsilegur árangur. Úrslit f einmenningskeppn- inni, sem spiluð var í tengslum við firmakeppnina, urðu þessi: Stig 1. Sveinbjörn Sigurðsson 322 2. Ármann Helgason 320 3. Stefán Sveinsson 314 4. Adam Ingólfsson 297 5. Gylfi Pálsson 294 6. Guðmundur Þorsteinss. 286 7. Páll Jónsson 285 8. Alfreð Pálsson 283 9. Andri Páll Sveinsson 280 10. Gunnlaugur Guðm.son 279 11. Víkingur Guðmundsson 276 Meðalárangur var 270 stig. — Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson. (Fréttatilkynning frá B. A.) Sigurður Óli Brynjólfsson. NýjaBíó vann í firmakeppni BA Sveinbjörn Sigurðsson einmenningsmeistari ar líkur benda til að drepist hafi af völdum eiturs. Félagið vill einnig benda á að í raun er reglugerðin ekki framkvæman- leg, enda er eitrið notað öðru- vísi en fyrir er mælt. 2. Að valdhafar athugi til hlýtar allar aðstæður áður en ráðist verði í að sökkva 62 fer- km undir vatn á Auðkúluheiði. Þarna eru víðáttumikil varp- lönd ýmsra fuglategunda auk þess að hér er. um að ræða gróðurvin. Ef vel er athugað má virkja fallvötn án þess að sökkva landi, sem íslendingar hafa ekki efni á. Minnast má eyðileggingu Stíflunnar í Fljót- um nyðra, sem er mestu náttúru spjöll sem unnin hafa verið hér- Alþýðuleikhúsið Síðastliðið vor stofnuðu nokltr- ir áhugasamir einstaklingar á Akureyri leikfélag sem hefur það markmið að reka umferða- leikhús sem sýnir leikverk er fjalla um þjóðfélagsleg vanda- mál samtímans. Hið nýja leikfélag nefnist Alþýðuleikhúsið og hefur það þegar tekið til starfa. Fram til áramóta var starfsemin svo til eingöngu sú að tryggja fjárhag leikfélagsins. Um áramót var ljóst, að unnt yrði að hefja a. m. k. nokkurra mánaða starfsemi sökum fjár- framlaga styrktarfélaga. Þá voru fastráðnir fjórir léikarar, þau Arnar Jónsson, Kristín Olafsdóttir, María Árnadóttir og Þráinn Karlsson. Nú er æfing- um að ljúka á nýju íslensku leikriti, og 'verður farið af stað með þao í lok mai’s. Leikritið heitir „Krummagull“ og er eftir Böðvar Guðmundsson. Það er ætlað bæði ungum og gömlum, í því eru margir söngvar og Auglýsendur athugið Frá 1. apríl sl. hækkaði verð á auglýsingum í Akurcyrarblöð- unum þannig, að dálksm. kostar nú kr. 550, en var áður kr. 450, Önnur hækkun er í hlutfalli við það og kosta nú þakkarávörp og jarðarfaratilkynningar kr. 2.100, bæjarfréttarklausur kr. 700 og ein lína í bæjarfréttir kr. 250. lendis, þegar fegurstu sveit Skagafjarðar var sökkt, en vel hefði verið hægt að hafa uppi- stöðu þannig að sveitin hefði ekki horfið. 3. Fundurinn skorar á vald- hafa að athuga gaumgæfilega áður en til framkvæmda kemur um ályktun Búnaðarþings um leyfi til þess að skjóta gæsir um varptímann. Tjón af völdum gæsa er mjög umdeilt og mjög vafasamt og er auðvelt að fæla gæsir frá. Gæsastofninn er einnig ekki stór, og í mörgum héruðum sjást ekki gæsir. Frá- leitt er að leyfa skotmönnum að fara um varplönd, enda eftirlit með hvað þeir skjóta mjög erfitt. □ tekur tll starfa hefur Jón Hlöðver Áskelsson samið tónlistina. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en leik- mynd og búninga hafa félagar í Alþýðuleikhúsinu annast. Sýningar hófust á Neskaup- stað sunnudaginn 28. mars. Síð- an er farið til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Það verður sýnt á Fáskrúðsfirði hinn 30. mars og daginn eftir á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Hinn 1. apríl verð ur það svo sýnt á Eiðum og síðan á Borgarfirði, Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Þaðan verður svo haldið áleiðis til Akureyrar og verður sýnt á Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík og í félags heimilum og skólum í Þingeyjar 'sýslu. Eftir páska verður svo sýnt á Norð-Vesturlandi og Vesturlandi eftir því sem tími leyfir. (Úr fréttatilkynningu) Bikarleikir í blaki Lið UMSE tók þótt í Bikar- keppni Blaksambands íslands og lék tvo leiki. Fyrri leikurinn var á Akureyri og var keppt vij ÍMA. UMSE vann 3—2, í nokk- uð tvísýnum leik og komst þar með í fjögurra liða úrslit Seinni leikurinn fór fram í Reykjavík sl. sunnudag. Þar tapaði UMSE fyrir íslandsmeist- urunum í blaki, íþróttafélagi stúdenta, 3—0. Var það þriðji leikur UMSE um þá helgi. □ UMSE SÍGURVEGARI í 2. DEILD í BLAKI Um sl. helgi fór fram í Reykja- vík úrslitakeppni í blaki, 2. deild. Þrjú lið kepptu: UMSE, Breiðablik og Stígandi. Úrslit urðu þau, að lið UMSE sigraði báða mótherja sína, vann Breiða blik 3—2 og Stíganda 3—0. Með þessum sigri vann UMSE sér rétt til keppni í 1. deild íslands- mótsins á næsta keppnistíma- bili. Fyrr í vetur vann UMSE bæði ÚÍA og Völsung í undankeppni 2. deildar. □ Blaklið UMSE. fremri röð frá vinstri: Hreiðar Steingrímsson, Jón Illugason, Gunnar Jónsson, Friðrik Steingrímsson. Aftari röð f. v.: Aðalsteinn Bernharðsson, Úlfar Steingrímsson, Gunnlaugur Júlíus- son, Jón Stcingrímsson og Friðrik Snorrason. Á myndina vantar Birgi Jónasson og Björn Halldórsson. ) Ak.met í hástökki Á innanhúsmóti FRA þann 13. mars sl. setti Hugrún Stefáns- dóttir, KA nýtt Akureyrarmet í hástökki kvenna. Hún stökk 1,40 m. Húgrún átti sjálf gamla nuum PUNKTAMÓT í SVIGI í HLÍÐARFJALLI metið.. □ r . ■ r Arsþing IBA Ársþingi ÍBA er nýlega lokið. Á þlhginu var lögð fram skýrsla hinna ýmsu félaga, og á þeim mársjá að mikil gróska virðist vera í íþróttalífi á Akureyri. Akureyrarbær styrkti ÍBA á sl. ári með 2.500.000 kr. sem banda- lagið - síðan veitti aðildarfélög- um sínum í styrki. — Fram- kvæmdastjóri ÍBA er ísak Guð- mann. □ Ymisleöt j Okkur vantar herbergi og fæði fyrir einn bif- vélavirkja frá miðjum júní n. k. Sími 2-30-84. Búvélaverkstæðið hf., Óseyri 2, Akureyri. Kökubasar og kaffisala í Laugarborg laugar- daginn 10. apríl kl. 2 e. h. Kvenfélagið Iðunn. wHusib<&ulmm 2ja herbergja íbúð óskast sem fyrst til leigu. Uppl. í síma 2-32-74 -á-kvöldin. J Til sölu neðii hæð Þór- unnarstrætis 125. Uppl. í síma 2-30-75 og 2-33-77. Til s'ölu er mjög góð 2ja herbergja íbúð í rað- húsi. Uppl. í sínia 2-33-68 á kvöldin. Ung stúlka óskar eftir herbergi til leigu. Uppl. í síma 1-99-29. 3ja herbergja íbúð til leigu frá 1. maí n. k. í 4—5 mánuði. Uppl. í síma 2-23-13 éftir kl. 8 á kvöldin. 3ja herbergja íbúð til sölu. Getur verið laus flj.ótlega. Uppl. í sírna 2-18-80. Til sölu 3ja herbergja íbúð (efri hæð) í tví- býlishúsi á góðurn stað á Eyrinni. Uppl. í síma 2.-24-80 á kvöldin. Herhergi óskast til leigu frá 1. maí. Uppl. gefur Stefán í síma 2-17-17. Sl. föstudag var haldið í Hlíðar- fjalli punktamót í svigi. Upp- haflega átti mót þetta að vera á Húsavík en var flutt til Reykjavíkur sökum snjóleysis á Húsavík, en vegna of mikils snjós á veginum í Skálafell varð aftur aðfresta því og nú flutt hingað til Akureyrar. Á móti þessu sýndi hinn korn ungi Karl Frímannsson að hann er þegar búinn að skipa sér í hóp okkar bestu skíðamanna, en hann hefur verið hálfgert undrabarn í skíðaíþróttinni allt frá því að hann fór að ganga óstuddur. Karl háði þarna harða baráttu við okkar bestu svigmenn og varð annar, aðeins LTm síðustu helgi voru háðir í Hlíðarfjalli við Akureyri svo- kallaðir Andrésar Andar leikar í alpagreinum. Keppni þessi er fyrir unglinga 12 ára og yngri. mótinu voru 14 keppendur frá ýmsum stöðum á landinu. Veð- ur og skíðafæri var hið ákjósan- legasta í Hlíðarfjalli um helgina og í hinum ýmsu flokkum var keppni mjög hörð. Skíðaráð Akureyrar sá um mótið og þótti það takast með ágætum. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig. Drengir. Flokkur 11—12 ára. Guðmundur Jóhannsson, ísaf. Stefán Stefánsson, Akureyri Ólafur Harðarson, Akureyri r , Armann vinnur tvöfalt Nýlokið er keppnum í 1. deild í körfubolta karla, svo og í Bik- arkeppni KKÍ. Glímufélagið Ár. mann í Reykjavík bar sigur úr býtum í báðum þessum keppn- um og virðist sá sigur hafa ver- ið verðskuldaður. Með tilkomu blökkumanna í íþróttinni hefur hún dafnað og áhugi almennings aukist og er nú svo komið að fleiri áhorfendur koma á körfu- knattleiki en handknattleiki. Ekki eru allir á sama máli um það hvort heppilegt sé að flytja inn erlenda menn til að leika með liðunum, en því skyldum við ekki gera það eins og aðrar þjóðir? Staðreyndin er sú, að ef við gerum ekki allt það besta fyrir okkar leikmenn, missum við bestu mennina til annarra þjóða. Nokkrir handknattleiksmenn og knattspyrnumenn hafa gert íþróttina að atvinnu sinni á erlendri grund og hafa þeir verið góðir fulltrúar lands og þjóðar. □ Þjálfari Þórs að koma Nú er að koma til landsins hinn enski þjálfari Þórsara í knatt- spyrnu. Strax og hann kemur byrjar hann með æfingar hjá meistaraflokki. Er þess að vænta, að hann verði knatt- spyrnu á Akureyri til góðs og vonandi standa Þórsarar sig vel undir hans stjórn. □ Hörður með KA Nú mun ákveðið að landsliðs- maðurinn úr Val, Hörður Hilm- arsson, leiki með KA í sumar, og mun hann eflaust styrkja KA-liðið mikið í baráttunni í 2. deild í sumai'. □ nokkrum sekúndubrotum á eft- ir fyrsta manni. Úrslit urðu annars sem hér segir: Svig kvenna. 1. Steinunn Sæmunds- dóttir, Reykjavík 105,16 2 .Margrét Baldvins- dóttir, Akureyri 105,42 3. Jórunn Viggósdóttir, Reykjavík 106,05 Svig karla. | 1. Haukur Jóhannsson, Akureyri 110,64 2. Karl Frímannsson, Akureyri 110,89 3. Tómas Leifsson, Akureyri 111,78 Stúlkur. Flokkur 11—12 ára. Nanna eifsdóttir, Akureyri Bryndís Pétursdóttir, Reykjavík Sigríður Sigurðardóttir, Rvík . Flokkur 10 ára. Ingólfur Gíslason, Akureyri i Erlingur Ingvason, Akureyri I Friðgeir Halldórsson, ísafirði Flokkur 9 ára. Atli Einarsson, ísafirði í Ámi Árnason, Húsavík j Héðinn Gunnarsson, Akureyri Flokkur 8 ára. Guðrún Magnúsdóttir, Akureyri Ólafur Hilmarsson, Akureyri Gunnar Ólafsson, Reykjavík I ■ \ - J lj Flokkur 7 ára. Sveinn Rúnarsson, Reykjavik 1 Aðalsteinn Árnason, Akureyri Jón Harðarson, Akureyri (ÍfeJOij Svig. j Drengir. Flokkur 11—12 ára. Jón Vignisson, ísafirði ',! Ólafur Harðarson, Akureyri Haukur Björnsson, Reykjavík í t Stúlkur. Flokkur 11—12 ára. , Nanna Leifsdóttir, Akureyri Bryndís Pétursdóttir, ReykjavíK Þórunn Egilsdóttir, Reykjavík Flokkur 10 ára. Gunnar Svanbergsson, Akureyq Þorleifur Gestsson, Ólafsfirði Stefán Bjarnhéðinsson, Ak. Flokkur 9 ára. Atli Einarsson, fsafirði Þórdís Jónsdóttir, fsafirði ' Árni Árnason, Húsavík : l Flokkur 8 ára. Guðrún Magnúsdóttir, Ak'. Ólafur Hilmarsson, Akureyri i Gunnar Ólafsson, Reykjavík j Flokkur 7 ára. Sveinn Rúnarsson, Reykjavík Aðalsteinn Árnason, Akureyri Stefán Bjarnason, Akureyri Stigakeppni milli héraða fór þannig, að Akureyri hlaut 68 stig, ísafjörðui' 27 og Reykjavík 27 stig. □ Skíðalandsmótið Undirbúningur fyrir skíðalands mótið, sem fram fer í Hlíðar- fjalli um páskana, er nú í full- um gangi. Lengi vel var útlit fyrir að snjóleysi mundi setja strik sitt í reikninginn, en und- anfarið hefur nokkrum snjó bætt í fjallið og er skíðafæri hið ákjósanlegasta. Allt besta skíðafólk landsins verður samankomið á Akureyri um páskana og verður keppni eflaust mjög hörð. ó. á. ANDRESAR ANDAR LEIKAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.