Dagur - 07.04.1976, Page 8

Dagur - 07.04.1976, Page 8
Bagu Akureyri, miðvikudaginn 7. aprU 1976 1 FERMINGAR GJAFIR H i , GULLSIVIIUIR í MIKLU Ia SIGTRVGGÚR ÚRVALI \J & :pétur Vút: ^=1 f ÁKUREYRI 1— Frá SMÁTT & STÓRT Fasteignamat. Þar serh fasteignaskalturinn er orðinn verulegur hluti af tekjum sveitaríélaga, hefur bæjarráð Akureyrarkaupstaðar beint þeim eindregnu tilmælum til Fasteignamats ríkisins, að sem fyrst verði gengið frá fulln- aðarmati eigna, sem voru í byggingu þegar aðal fasteigna- matið fór fram, á árunum 1970 —1971, og hafa ekki verið metn- ar á ný. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna og hefur bæjar ráð gert nokkrar athugasemdir við frumvarpið og óskað breyt- inga. íþróttahúsið í Glerárhverfi. Iþróttafélagið Þór sendi íþróttaráði bæjarins nýlega erindi, þar sem farið er fram á stækkun á íþróttahúsi því, sem er í byggingu í Glerárhverfi. Telur stjórn Þórs húsið of lítið til að þjóna þeim tilgangi, að salurinn komi að fullu gagni við æfingar og keppni. í fundargerð íþróttaráðs kem- ur fram, að íþróttasalurinn er byggður í leyfilegri hámarks- stærð, þ'. e. 18x33 fermetrar, miðað við þær aðstæður, sem þarna eru. Því mælir íþrótta- ráð ekki með því, að flatarmál hússins verði aukið, en mælir hins vegar með því að lofthæð salarins verði aukin úr 6 metr- um í 7 metra, enda sé það til- tölulega auðveld og ódýr fram- kvæmd. Verkamannabústaðir. Nýlega hefur bæjarstjórn sam þykkt áætlun um byggingu verkamannabústaða á Akur- -eyri. Áætlunin er til fjögurra ára og miðast við að byggja þrjú fjölbýlishús á þessum árum með 60—70 íbúðum samtals. Heildarkostnaður við þessar byggingar er áætlaður rúmar 400 milljónir króna, eða um sex milljón krónur á íbúð. Fjár er aflað þannig, að kaupendur greiða um 20% af . kostnaðar- verði, en afganginn fá menn að láni: Að hluta frá Húsnæðis- málastjórn með venjulegum lánskjörum, en afgangurinn er veittur úr Byggingarsjóði verka manna. En þar eru lánin veitt til 42 ára og vextir mjög lágir og lánið ekki bundið vísitölu. Gert er ráð fyrir, að bygging fyrsta hússins hefjist á næsta sumri. Gripahús við Lögmannshlíð. Ellefu fjáreigendur í Glár- hverfi hafa farið þess á- leit við bæjarstjórn, að hún úthluti þeim landi fýrir skepnuhúsa- byggingar, sem aðal skipulag gerir ráð fyrir, að verði í landi Lögmannshlíðar, vestan Kollu- gerðisvegar. Ekki hefur verið gengið frá deiliskipulagi ennþá og beinir bæjarráð því til skipu- lagsnefndar, að því verði hrað- að, svo úthlutun þurfi ekki að dragast. □ Frébær hljómsveif í heimsókn Átján manna hljómsveit frá Múnchen er væntanleg til Norð urlands þann 12. apríl n. k., en hljómsveitin nefnist Háskóla- hljómsveitin eða Akademie- kammerorchester. Kammersveit þessa stofnaði stjórnandinn, A. Ginthör, fyrir einu og hálfu ári. Megin þorri hljómsveitarmanna er enn við nám í Ríkistónlistar- háskólanum og Richard-Strauss- tónlistarskólanum í Múnchen, en auk þessara afburðanemenda leika nokkrir félagar með í sveit inni, sem þegar hafa lokið burt- fararprófi, og nú starfa hjá Sinfóníuhljómsveit bayerska Ríkisútvarpsins og Fílharmóníu sveit Múnchen. Hljómsveitin býður upp á fernskonar efnisskrá með tón- Námskeið fyrir pfpulagningam. Á undanförnum árum hefur Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi reynt að beita sér fyrir ráðstefnu- og námskeiða- haldi í ýmsum greinum, sem snerta byggingariðnað og hefur með því viljað stuðla að auk- inni þekkingu manna í iðngrein unum jafnframt því að auka áhuga fyrir öllum nýjungum og framförum á tæknilegum svið- um. Rauða fjöðrin boðin iii kaups Lionsklúbbarnir á íslandi verða með sameiginlega fjáröflun um land allt, dagana 9., 10. og 11. apríl, þ. e. um næstu helgi. Áætlað er, að gengið verði í öll íbúðarhús og „rauða fjöðrin“ boðin til kaups fyrir kr. 300,00. Einnig eru frjáls framlög vel þegin og eru atvinnufyrirtæki þaf einkum höfð í huga. Ákveð- ið er að tekjum af þessari fjár- öflun verði varið til kaupa á tannlæknatækjum ásamt nauð- synlegum hjálpartækjum, fyrir vangefna og fjölfatlaða. Fyrir- hugað er að tækin verði stað- sett á Akureyri, Austurlandi og í Reykjavík. Lionsklúbbarnir á Akureyri. ( Fréttatilky nning) Eitt af þeim efnum, sem rutt hafa sér hvað mesta braut í byggingariðnaði, eru ýmis plast- efni og er mikil aukning á þeim til ýmissa nota. Með þetta sjónarmið í huga hefur Meistarafélag bygginga- manna á Norðurlandi, i samráði við Iðnþróunarstofnun íslands, ákveðið að efna til námskeiðs fyrir pípulagningamenn og byggingafulltrúa til kynningar á íslenskum staðli um notkun plastefna í frárennslislagnir. Námskeiðið verður haldið á Akureyri 9. og 10. apríl 1976. — Frekari upplýsingar er að fá hjá Ingólfi Jónssyni, sími (96) 2-24-24. (Fréttatilkynning) verkum s. s. Brandenborgar- konsert nr. 3 eftir J. S. Bach, Árstíðunum eftir Vivaldi, Salz- borgarsinfóníu eftir Mozart, og konsertum fyrir einleiksfiðlur eða flautu og hljómsveit. Fyrstu tónleikar hljómsveitar innar ó Norðurlandi verða á Dal vík mánudaginn 12. apríl kl. 9. Tónleikarnir, sem fara fram í Dalvíkurkirltju, eru haldnir af nýstofnuðu tónlistarfélagi á staðnum. Þriðjudaginn 13. apríl leikur hljómsveitin í Akureyrarkirkju á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar, en tónleikarnir hefjast kl. 9. Aðgöngumiðar á þá tón- leika verða seldir í Bókabúðinni Huld, Tónlistarskólanum og við innganginn. Miðvikudaginn 14. apríl fer hljómsveitin um Mývatnssveit og leikur í Húsavíkurkirkju um kvöldið eða kl. 9, en í ráði er að stofna tónlistarfélag á Húsavík í tengslum við þessa tónleika. Hljómsveitin heldur einnig tón- leika í Reykjavík og leikur einnig fyrir sjónvarp og útvarp. ÞIJNGT ER UNDIR ÞVÍ AÐ BÚA Undii' því er þungt að búa, að íslenskir skipstjórar fiskibáta skuli tugum saman leika þann gráa leik að stunda ólöglegar togveiðar, eins og í síðustu viku gerðist við suðurströnd lands- ins, þar sem átta bátar voru staðnir að því athæfi að segja má sama daginn. Þessir skip- stjórar cru ekki aðeins að brjóta lög og reglur, heldur leggja þeir andstæðingum okkar í íand- helgismálum, bitur vopn í hend ur þegar verst gegnir. A EKKI AÐ VERA HEILVITA MÖNNUM FREISTING Smáfiskadráp íslenskra fiski- manna og landhelgisbrot verður að stöðva nú þegar. Um það munu flestir sammála, einnig sjómennirnir. En þar sem hvorki sjómannastéttin sjálf né almenn ingsálitið virðist duga í þessu efni, verður annað að koma til. Sektir lögbrjótanna átta sunnan. við land í síðustu viku voru ldægilega lágar, frá 120 þúsund krónum upp í 400 þúsund krón- ur. Þótt liér séu ekki gerðar til- lögur um sektarákvæði eða viðurlög í landhelgi, eiga að vcra þannig, að þær séu engum heilvita manni freisting. LEIÐRÉTTING UM HÖNNUN HITAVEITU í grein um hitaveitu á Akur- eyri hér í blaðinu nýlega, var ranghermt, að Verkfræðistofa Norðurlands sé í nánum tengsl- um við Hönnun h.f., Höfða- bakka 9, Reykjavík. Verkfræði- stofan Hönnun var stofnuð 1963 og fæst við ráðgjafastarfsemii eingöngu á sviði býggingarverk fræði og er aðili að Félagi ráð- gjafarverkfræðinga með útibú á Reyðarfirði og HvolsvcIIi. Á HESTUM YFIR ÞVERA AMERÍKU Fjórir þjóðverjar og austurríkis- maður ætla í sumar að taka þátt Nemendur Menntaskólans á Akureyri frumsýndu um síð- ustu helgi sænska sjónleikinn Elliheimilið í þýðingu Steinunn ar Jóhannesdóttur. Leikstjórn annast Kristín Olafsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik- endur eru tólf. Tvær sýningar voru um helgina og leiknum vel tekið. Sýningar verða svo þrjár um næstu helgi og hefjast þær klukkan 8.30. Fjórir hljóm- listarmenn aðstoða við. sýningar þessar. Á meðfylgjandi sviðsmynd úr Elliheimilinu eru frá vinstri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Jóhanna Gísladóttir og Ragn- hildur Jóhannsdóttir. (Ljósm.: S. A.) Hin á r 1 e g a páskaeggjasala Kiwanisklúbbsins Kaldbaks verður laugardaginn 10. apríl. Ollum ágóða af sölunni verð- ur varið til kaupa á hljóð- einangruðum klefa og fleiri tækjum til heyrnarmælinga. Kiwanisfélagar þakka góðar undirtektir bæjarbúa við páska- eggjasöluna undanfarin ár og vænta þess að þeir styrki gott málefni með páskaeggjakaupum um helgina. | Kiwanisklúbburinn ) Kaldbakur. í hópreið á íslenskum hestum yfir þvera Ameríku. Þátttakend ur eru flestir bandarískir. Mun ferðin taka 100 daga, en vega- lengdin er 5600 km. 15 íslenskir hcstar frá Þýskalandi hafa þeg- ar verið fluttir til San Francisco, þar sem þjálfun fer fram. K J ARNFÓÐURG J ÖFIN Bjarni Guðmundsson, Hvann- eyri ritar í' síðasta tölublað Freys grcin er hann nefnir Ný- lendustefnu í nautgriparækt? Þar vitnar liann í skýrslu Ólafs E. Stefánssonar um það, hve mikið kýrnar mjólka og um kjarnfóðurnotkunina. Hann seg ir að kjarnfóðurnotkunin sveifl- ist frá 403 kg á ári og upp í 1535 kg handa kúm, þar sem mjólk var meiri en 4000 kg á árskú. Þetta telur greinarhöfundur að sýni, að 25—80% ársnytarinnar fáist af kjarnfóðurgjöfinni. (Fyr ir 1 kg af kjarnfóðri eiga að fást 2,5 kg af mjólk). ÍBLANÐAÐ HEYFÓÐUR STENDUR UNDIR FÓÐUR- ÞÖRFINNI Greinarhöfundur telur, að vegna þessarar miklu, erlendu kjarnfóðurgjafar megi telja, að viðkomandi bændur búi að ein- um þriðja á erlendri jörð, þar sem ræktaðar eru þær korn- tegundir, sem inn eru fluttar til mjólkurframleiðslunnar. Inn- lcnt fóður geti hins vegar, vel verkað hey, bætt með öðru inn- lcndu fóðri, staðið undir fóður- þörf kýrinnar, séu kröfur um nytliæð ekki spenntar upp úr öllu valdi. Hvetur blaðið lesend- ur sína til að lesa grein Bjama Guðmundssonar í Frey, því þar er á eitt og annað drepið, sem oft er ekki nægur gaumur gef- inn. UNDIRSTÖÐUÞÆTTIR En þetta leiðir hugann jafn- framt að þeim meginþáttum, sem því ráða, einn eða fleiri, livernig heyið er. Er þar fyrst að nefna vaxtarbeð jurtanna, landið sjálft, þá grastegundir þær, sem ræktaðar eru til fóð- urs, áburð, sláttutíma og liey- verkun. Allir eru þættir þessir mikilvægir í fóðuröfluninni og engan þeirra má vanrækja í trausti þess, að unnt sé að bæta mishcppnaða ræktun og verkun með innfluttu kjarnfóðri. SALTFISKURINN 1 í greinargerð í Ægi um útflutn- ing saltfisks árið 1975, eftir Tómas Þóroddsson, kemur meðal annars fram, að útflutn- ingur þessarar sjávarvöru hefur ckki verið eins mikill í tuttugu ár. Að verðmæti nam saltfisk- útflutningurinn 10.200 milljón- (Framhald á bláðsíðu 6) Fiska vel á Eínu Grímsey, 5. aprfl. í nótt snjóaði svolítið en í gær var sól og blíð- viðri. Enn er sjóveður sæmilegt, þótt komin sé ofurlítil norðan- átt, og bátar eru komnir á sjó. Einn línubátur hefur róið dag- lega í apríl og aflað ágætlega. Aðrir bátar stunda grásleppu- . veiðarnar, sem eru í byrjun og hafa ógæftir tafið þær veru- lega. S. S.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.