Dagur - 15.09.1976, Síða 5
4
Skiifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Iðnkynning
Forsvarsmenn iðnaðar hér á landi
telja hluta hans í þjóðarframleiðsl-
unni hafa numið 36,5% á síðasta ári
og 13,7% í gjaldeyrisöfluninni. í
þriðja lagi er áætlað, að iðnaðurinn
hafi sparað þjóðinni um 30 milljarða
króna í gjaldeyri. Má af þessu ráða
hvert urnfang hans er, enda er hér
um að ræða fjölmennustu atvinnu-
grein íslendinga með 27 þúsund
manns í starfi.
Haldin var í september stærsta
fatasýning hérlendis og var hún
opnuð í Laugardalsliöll 8. septem-
ber. Hún hét „íslensk föt 1976“. Þar
kynnti fjöldi fyrirtækja framleiðslu
sína og þar var um leið sölusýning á
vegmn Félags íslenskra stórkaup-
manna, tískusýningar o. fl.
Talið er, að hlutur landsmanna
sjálfra í framleiðslu fatnðaar, sem
hér á landi er notaður, sé um 50%
og starfsmenn í fataiðnaði um 1700
manns, miðað við síðasta ár. Sama ár
vom ullarvörur seldar úr landi fyrir
1400 milljónir króna og fer sú út-
flutningsgrein vaxandi með ári
hverju.
Sem framhald af Iðnkynningunni
í Laugardalshöll og sýningunni
„íslensk föt 1976“, er ráðgert að efna
til iðnkynningar víðar um land og
verða væntanlegar iðnsýningar
nefndar „Dagur iðnaðarins“. Þá
verða iðnfyrirtæki og iðnaður á við-
komandi stöðum kynnt sérstaklega
og þá er ætlast til þess, að iðnfyrir-
tækin sjálf verði opin almenningi til
skoðunar. Þá verður einnig efnt til
umræðna við sVeitaistjómir viðkom-
andi staða og alþingismenn. Þar
verður gerð grein fyrir þróun og
þörfum þessarar atvinnugreinar og
reynt að móta stefnuna varðandi
iðnað, í samræmi við hagsmuni
hvers byggðarlags.
Hér á Akureyri er undirbúin iðn-
kynning, sem bæjarstjórn mun gang-
ast fyrir. Leitar bæjarstjórnin af því
tilefni til margia aðila um þátttöku
og stjórnun við að koma iðnkynn-
ingunni í viðlilýtandi form, svo að
hún megi bera sem bestan árangur.
Einn megintilgangur iðnkynning-
ar er að vekja umræður, jafnframt
því að kynna hinar ýmsu greinar. En
iðnkynning á einnig að leiða huga
ahnennings að nauðsyn þess að sýna
innlendum framleiðsluvörum auk-
inn áhuga í hinni hörðu samkeppni,
sem þær eiga í við erlendar og inn-
fluttar vörur. Forsvarsmenn íslensks
iðnaðar telja kynningu jákvæða, og
fjölmargar iðngreinar landsmanna
séu þegar vel á vegi staddar í kunn-
áttu svo framleiðslan standi síst að
baki erlendri. □
KRISTIN AÐALSTEINSDOTTIR:
Fyrsta skólaárið mikilv
Dr. Broddi Jóhannesson fyrr-
verandi rektor sagði eitt sinn í
ræðu við skólaslit í Kennara-
skóla íslands: .,Fyrsta skólaárið
er mikilvægast, það er mikil-
vægara en öll önnur skólaár,
sem á eftir koma.“
1 byrjun september opnuðu
skólar bæjarins dyr sínar fyrir
u. þ. b. 230 nýjum börnum.
Allar þær ólíku tilfinningar,
sem búá í brjóstum þessara
barna er erfitt að kanna. Það
sama gildir um tilfinningar for-
eldranna, spennu, fræðslu, óskir
og vonir. Eitt er víst að nú
verða þáttaskil í lífi þessara
barna. Hvað er líka eðlilegra
en bíða þess fullur eftirvænt-
ingar, sem gerist fyrstu skóla-
dagana. Það er svo mikið undir
því komið, hver fyrstu áhrifin
verða. Verði þau góð, fær barn-
ið jákvæða afstöðu til skólans.
Verði þau það hins vegar ekki
getur það haft slæm og varan-
leg áhrif, sem búið geta í barn-
inu lengri eða skemmri tíma.
Samkvæmt lögum um grunn-
skóla skal skólinn haga störfum
sínum í sem fyllstu samræmi
við eðli og þarfir nemenda og
stuðla að alhliða þroska, heil-
brigði og menntun hvers og
eins. Kennarinn fær bekk sem
í eru 30 einstaklingar á 30 mis-
munandi þroskastigum, auk
þess sem hegðun og framkoma
hvers og eins er ólík. Kennar-
inn er aðeins venjulegur maður.'
Það liggur í augum uppi, að það
er ekkert létt verk fyrir hann
að stuðla að alhliða þroska
hvers og eins og haga störfum
sínum í sem fyllstu samræmi
við eðli og þarfir hvers og eins.
Hver kennari vill að nemend-
urnir nái að aðlagast hver öðr-
um og læri að vinna saman. Það
er ekki alltaf létt, en með góðu
samstarfi við foreldranna má
auðvelda þetta. Sjónarmið for-
eldrana og andrúmsloftið á
heimilinu ræður mestu um
hegðun og félagsþroska barns-
ins. Það er mikilvægt að kenn-
arinn fái að vita um atvik, sem
hent hafa nemandann og hann
tekur nærri sér. Kennarinn
getur þá tekið tillit til erfið-
leika, sem dregið geta úr áhuga
og getu nemandans.
í skólanum er unnið að því
markmiði, sem flestir foreldrar
vilja ná með uppeldi barna
sinna. Þeir vilja innræta börn-
um sínum reglusemi og venja
þau á að vinna verk sín vel.
Mörgum foreldrum finnst erfitt
að ná þessu marki. En oft finnst
börnunum þær kröfur, sem
gerðar eru til þeirra í skólanum
þýðingameiri en kröfur for-
eldranna.
Strax frá skólabyrjun gefst
tækifæri til að venja börnin á
reglusemi og láta þau koma því
í verk, sem þau eru beðin að
gera. Allt suð og nöldur er
niðurdrepandi fyrir börnin, en
um að gera að benda þeim á
góð vinnubrögð og reglusemi á
sem jákvæðastan hátt. Sé t. d.
skólataskan á sínum stað og það
í henni, sem þar á að vera, þeg-
ar á henni þarf að halda er þeg-
ar nokkrum árangri náð. Ef sem
flest þessara barna kynnu að
reima skóreimar, renna renni-
lás og kæmu með yddaðan blý-
ant í skólann, mætti spara kenn
aranum talsverða vinnu og
hann fengi tíma til öllu nauð-
synlegri starfa.
En skólastarfið snýst ekki
bara um það að kenna börnum
reglusemi og að vinna þau verk,
sem þau eru beðin um. Börnin
eiga að læra að lesa, skrifa og
reikna. Nauðsynlegt er að skapa
góða kennslúaðstöðu, þar sem
allir geta haft sem mest og best
gagn af kennslunni og tengja
fögin öðrum verkefnum, sem
stuðlað geta að sjálfstæðri hugs-
un og skilningi á viðfangsefn-
inu. Þetta er e. t. v. enn mikil-
vægara nú en áður fyrr, því þau
börn, sem nú byrja í skóla eru
alin upp í talsvert öðrum heimi
en foreldrar þeirra. Tæknin
nær sífellt meiri tökum á okkur.
Við verðum óft sljó, af því ein-
göngu að sitja, horfa og taka á
móti. Allt snýst svo leikandi
létt í kringum sjálft sig. Flest
er hugsað í annarra höfðum og
skapað með hugmyndaflugi ör-
fárra manna. Börn, sem horfa
á sjónvarp hafa fengið eina sög-
una af annarri matreidda ásamt
myndum. Börnunum gefst of
sjaldan tækifæri til að þroska
hugmyndaflug sitt og sjálfstæða
hugsun. Ef við höfum þetta í
huga, hugsum við okkur ef til
vill betur um, áður en við opn-
um sjónvarpið eða gefum börn-
um teiknimyndablöð. í það
minnsta ættum við einnig að
gefa börnunum tækifæri til að
kynnast umhverfi sínu með
öðrum hætti. Tala við þau (ekki
aðeins til þeirra), lesa fyrir þau,
fara með þeim í gönguferðir
o. s. frv. Að sjálfsögðu er þetta
nokkuð, sem margir foreldrar
gera, en samt er ástæða til að
undirstrika þetta.
Leikurinn er börnum mikil-
vægur. Hann er mikilvægari
þáttur í uppeldi barna en marg-
ir gera sér grein fyrir.
Leikurinn þroskar barnið,
hann þroskar mál þess, hreyf-
ingar, skilningarvit og tilfinn-
ingar. Hann skei-pir einbeitingu
og hugmyndaflug og stuðlar að
félagslegri aðlögun. Sem betur
fer búum við flest þannig enn-
þá, að börnin geta leikið sér
frjálst og óhindrað.
Börn, sem af einhverjum
ástæðum hafa ekki fengið tæki-
færi til eðlilegra leikja verða
oft órólegir nemendur. En skól-
Sliun-
HUGLEIÐINGAR UM
SKATTAMÁL
Það er mikið rætt um skatta og
skattleysi undanfarið. Þá er
meðferðin á gamla fólkinu og
örorkufólki mikið rædd. Ríkis-
stjórnin rauk til að spara, þegar
allt var að fara um koll hjá
þeim á síðasta ári. Þá sáu þeir,
að það væri heillaráð að lækka
almannatryggingar svo að nú
verður gamla fólkið að borga
læknishjálp og meðul svo þús-
undum króna skiptir af elli-
laununum, sem eklei voru þó
há fyrir. Ekki nóg með það, nú
verða allir, ungir sem gamlir,
að borga sjúkratrygsingagjald,
sem áður var búið að leggja
niður. Eru það nokkur þúsund
á mann. Og hafi ellistyrksþegi
vinnu og dágóðar tekjur, er elli-
laununum bætt ofan á tekjurn-
ar og hækkar það skattana tölu
vert. — Það er dálítið hlálegt
að taka það með annarri hend-
inni, sem rétt er með hinni.
Svo eru það skattleysingjarn-
ir. Það eru margir, sem fremja
lögleg skattsvik. Lögin eru svo
hláleg, að menn geta sloppið við
flest gjöld, ef þeir hafa einhvern
atvinnurekstur eða verslun, því
það er mjög þægilegt að sýna
flókin, að það skilur þau eng-
tap í bókhaldinu, þar sem af-
skriftirnar eru svo háar, saman-
ber Eimskip, sem græddi sex
hundruð milljónir króna á síð-
asta ári á skipum sínum og
leiguskipum, en þegar búið var
að afskrifa eignir samkvæmt
lögum, þá var orðið 17 milljón
króna tap á rekstrinum.
Hér á Akureyri eru yfir 200
fyrirtæki og verslanir, sem sam
kvæmt Útsvarsskrá Akureyrar
borga bara aðstöðugjald, en
borga ekki útsvar og þá líklega
ekki skatt. — Hér er kunnur
útgerðarmaður, sem á gott skip,
sem er á síldveiðum og loðnu-
veiðum til skiptis og veiðir vel,
en hann borgar bara aðstöðu-
gjald, sem ekki er hærra en
útsvar og skattar verkamanns.
Ef áðurnefnd fyrirtæki borg-
uðu útsvar og skatta þá þyrfti
ekki að leggja eins mikið á lág-
launamenn.
Ég hlustaði og sá til þeirra í
sjónvarpinu á þriðjudagskvöld-
ið var, og var lítið á því að
græða. Fjármálaráðherra sagði,
að það væri verið að semja
frumvarp um skattamálin, en
gat lítið sagt. um hverju breyta
ætti, helst var það um sér-
sköttun hjóna.
Skattamálin eru orðin svo
inn, ekki einu sinni skattstjór-
arnir. Það þyrfti að semja þau
upp frá byrjun og hafa þau á
góðri íslensku, t. d. hvað er
vergt(!) og margt fleira?
Það er hlægilegt, hvað skatt-
leysingjarnir komast upp með.
Þegar ríkissjóður er nú farinn
að borga tugi þúsunda króna til
þeirra, til að þeir líði ekki skort
eða hvað? Það þarf enginn að
segja mér, að það sé ekki hægt
að áætla þessum vesalings
mönnum dágóðar tekjur, svo
hægt sé að leggja á þá útsvar
og skatta, ef lögunum verður
breytt. Það er ekki verið að
hlífa launamönnum, ef þeir hafa
gleymt einhverju smávegis við
framtal til skatts. Þá fá þeir
strax bréf frá skattstofunni um
að gera grein fyrir því, sem
hefur gleymst.
Ég geri nú ekki ráð fyrir, að
skattaathugun ríkisstjórnarinn-
ar breyti miklu, nema kannski
hún geri lögin enn flóknari og
óskiljanlegri.
En ég skora á fólk, hvar í
flokki sem það er, að fylgjast
vel með viðbrögðum þingmanna
við skattabreytingum. Láglauna
fólk ætti ekki síst að fylgjast
vel með þessum málum.
2. september 1976.
Loftur Meldal.
um tækifæri til þroskandi
leikja.
Það er vitað mun meira um
nám en t. d. fyrir 20—30 árum
síðan. Það er ein ástæðan fyrir
því, að skólinn leggur ekki ein-
göngu áherslu á bóklegt nám.
Börnin þurfa að læra að vinna
og vinna hvert með öðru. Nám-
ið verður einfaldara og léttara,
þegar þau þekkja og umbera
hvert annað. Börnunum getur
fyrst liðið vel þegar þau eru
viðurkennd og finna til öryggis.
Hvort börnin kunna alla bók-
stafina í nóvember eða febrúar
skiptir ekki öllu máli. Mikil-
vægast er, að þau glími við við-
fangsefni, sem vekja áhuga
þeirra.
Áríðandi er að leggja áherslu
á frásagnargleði barna, sem eru
að hefja skólagöngu. Börn á
þessum aldri hafa oft mikla
þörf fyrir að segja frá og þá er
það nauðsynlegt að veita þeim
tækifæri til að tjá sig t. d. með
frásagnarstundum í skólanum.
Læri þau að standa frammi
fyrir bekknum strax frá upphafi
verður það enn léttara síðar.
Það mun fljótt koma í ljós að
sum barnanna eiga að læra
heima, önnur ekki. Fer þetta
eftir kennsluaðferðum kennar-
ans og þroska nemendanna. Ef
foreldrum finnst þetta furðu-
legt, þá ættu þeir ekki að tala
um það í návist barnsins. Það
gæti eyðilagt jákvæða afstöðu
barnsins til skólans. Það er nær
að fara til kennarans og tala út
um málið. Með þv£ móti má
komast hjá misskilningi. En
þegar börnin eiga að læra
heima verðum við að hafa í
huga, að námið er þeirra vinna,
sem er eins mikilvæg og okkar
vinna. Þá má leggja grundvöll-
inn að góðum vinnuvenjum.
Gott er að ákveða fastan tíma
fyrir heimanámið. Börnin þurfa
góða vinnuaðstöðu, þar sem þau
sitja vel, sjá vel og hafa næði.
Ekki er hægt fyrir þau að vinna
við dynjandi hávaða frá útvarpi
eða við opið sjónvarp.
Sýni foreldrar áhuga fyrir
því, sem börnin gera, eykur það
styrk þeirra og vinnugleði.
Markmið kennara og foreldra
hlýtur að vera að veita börn-
unum sem ánægjulegasta skóla-
göngu, þannig að þau verði
hamingjusamir einstaklingar.
Vil leigja píanó í
veíur.
Uppl. í síma 1-98-20
milli kl. 12-13 & 19-20
Óska eftir aðstöðu eða
skúr, helst með vatns-
inntaki til leigu eða
kaups. Færanlegur skúr
kemur til gieina.
Uppl. í síma 1-97-28.
Píanókennsla.
Jóna Axfjörð
Ásabyggð 4,
sími 2-25-41.
Frúarleikfimi hefst 23.
semtember kl. 21.
Helga Eiðsdóttir,
sími 2-12-05.
TIL SOLU
Einbýlishús við Þing-
vallastræti.
Einbýlishús við Eyrar-
landsveg.
o
Húseign við Oddeyrar-
götu.
Tvéggja hæða raðhús
:við Norðurbyggð.
4ra herbergja ibúð við
Hafnarstræti.
6 herbergja íbúð við
Haínarstræti.
Einbýlishús í smíðum
við Elraunholt, selst
fokhelt.
3ja herbergja íbúð í
miðbænum.
Stór íbúðarhæð með bíl-
skúr o. fl. við Þórunnar-
stræti.
Ásmundur S.
Jóhannsson, hdl.,
Brekkugötu 1, Akureyri
sími 2-17-21.
r Húsnæði ,
Kennari óskar eftir her-
bergi, lielst í grennd við
Gagnfræðaskólann.
Uppl. í síma 2-10-45.
Tilboð óskast í íbúðina
Strandgötu 37, 4. hæð,
(Kristjáns bakarí).
íbúðin er 184 fermetr,
ar, vel við haldin, frá-
bært útsýni.
Áskil mér rétt til að taka
hvaða tilboði sem er,
eða hafna þeim öllum.
Þeir sem vildu skoða
íbúðina hafi samband
við mig í síma 2-27-23,
eftir kl. 6 á kvöldin.
Tveir skólapiltar vilja
taka 3ja herbergja íbúð
á leigu strax.
Uppl. í síma 2-28-27
eða 2-28-77.
3ja herb. íbúð óskast til
leigu fyrir starfsmann.
Til greina kemur skipti
á íbúð í Vestmannaeyj-
unt til eins árs.
Uppl. veitir starfs-
mannastjóri.
Slippstöðin h.f.
Tveggja eða þriggja her-
bergja íbúð óskast til
leigu.
Sími 1-12-31 og 2-29-67
eftir kl. 5 e. h.
Herbergi óskast til
leigu.
Uppl. í síma 2-16-49.
Herbergi óskast til leigu
til janúarloka. Húshjálp
í boði ef óskað er.
Uppl. í síma 6-11-16.
SJUKRAHÚSINU BERST MYNDARLEG GJÖF
Miðvikudaginn 28. júlf sl. færði
Samband eyfirskra kvenna- og
Héraðssamband e y f i r s k r a
kvenna sjúkrahúsinu að gjöf
svæfingar- og deyfingart-æki
fyrir fæðingar.
Félög þau sem þátt eiga áð
þessari myndarlegu gjöf eru
kvenfélögin nutan og frama
Akureyrar: Hjálpin í Saurbaej-
arhreppi, Íðunn og Aldan í
Hrafnagilshreppi, Voröld í Öng-
ulsstaðahreppi, Æskan í Ólafs-
firði, Gleym mér ei Gláesi-
bæjarhreppi, Kvenfélag Hörg-
dæla, Freyja í Arnarneshreþþi,
Hvöt í Árskógshreppi, Kyen-
félag Hríseyjar, Vaka á Dalyik
og Tilraun í Svarfaðardal.
Formaður Héraðssambands
eyfirskra kvenna, Sigríður
Schiöth, afhenti gjöfina nieð‘
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8) .
Stefánsáóttur, er hún lét af
starfi ná í sumar og taldi það
ekki skammlaust. Ekki er það
áhyggjnefni Dags hvernig hátt-
að er sambandi blaðstjórna viku
blaða og ritstjóra hjá öðr.úm
blöðum, en samkvæmt margs-
konar misheppnuðum vinnu-
brögðúm íhaldsins á Akuréyri,
almennt séð, þarf það engum að
koma á óvart þótt stutt víeri
um kveðjur er þeir kvöddu
þann ritstjóra sinn, sem öðrum
hefur staðið framar við þeirra
blað á síðari árum.
TJALDSTÆÐIN
VERÐA AÐ VÍKJA
Vegna fyrirhugaðrar íþróttahús
byggingar á Sundlaugartúni
verða tjaldstæði þæjarins að
víkja þaðan. Bæjarráð hefur
beint því til skipulagsnefndar,
að hún geri tillögur um nýtt
tjaldstæði. Eflaust eru ábend-
ingar frá bæjarbúum vel þegn-
ar í þessu efni. Q
IGNIS
frystikistur og
frystiskápar i mörgum
stærðum fyrirliggjandi
og væntanlegt.
Kynnið yður verð og
gæði.
Söluumboð, varahlutir
og þjónusta:
RAFTÆKNI
Geislagötu 1,
sími 1-12-23.
Óska eftir góðu píanói.
Nánari upplýsingar í
sírna 2-33-20 eftir kl. 19.
Riffill óskast, 22 hornet
eða stærri.
Uppl. í síma 2-23-57
eftir kl. 19.
Hef kaupanda að nokkr-
um klárhrossum með
tölti.
Talið við mig strax.
Árni Magnússon,
Goðabyggð 7.
ræðu og árnaðaróskum til stofn
unar og þeirra, sem njóta munu,
en yfirlæknir, Bjarni Rafnar,
þakkaði og skýrði gildi gjafar-
innar.
Tækið hefir þegar verið tekið
í notkun og reynist mjög vel.
Stjórn sjúkrahússins þakkar
konunum fyrir sívakandi hug
þeirra fyrir velferð sjúkrahúss-
ins og fórnfýsi.
Torfi Guðlaugsson.
Heilsurækfin
Z7
Z7
mraiim
ÞOR KOMINN UPP I FYRSTU DEILDINA
Tvær konur opna í dag heilsu-
ræktarstöð á Akureyri. Heilsu-
rækt Kaupvangi, og eru það
þær Ingibjörg Sigfúsdóttir og
Aldís Lárusdóttir.
Þar getur fólk á öllum aldri
fengið sánaböð, nudd, leikfimi
og ljósböð. Ennfremur megrun-
arleikfimi. Einnig Zoneterapi.
Mun þetta fyrsta heilsuræktar-
stöðin utan Reykjavíkur, en
þar eru þær margar reknar.
Heilsuræktarstöðin er í góð-
um húsakynnum og er líklegt,
að mörgum leiki forvitni á að
kynna sér þessa starfsemi. Q
Þór og Þróttur frá Reykjavík
léku um tíunda sætið í fyrstu
deild í knattspyrnu á Kópavogs
velli sl. laugardag. Þróttarar
urðu neðstir í fyrstu deild í ár,
en Þcr varð núnier tvö í annárri
deild með 26 stig, aðeins 2 stig-
um á eftir Vestmannaeyingum,
sem sigruðu í deildinni. Þórsar-
ar töpuðu aðeins fyrsta leikn-
um í annarri deild og þá á móti
Vestmannaeyingum 1—0, en þá
gerði Þór sjálfsmark.
Bæði Þróttarar og Þór höfðul
búið sig vel undir leikinn á
laugardaginn, og höfðu Þróttar
ar m. a. haft Tony Knapp lands-
liðsþjálfara til að stjórna æfing-
um liðsins og heyrðist það norð
ur yfir fjöllin að þeir hefðu
ætlað að greiða honum 500 pund
fyrir aðstoðina ef þeir unnu
leikinn. Ekki varð Tony Knapp
ríkur af þessu því Þróttur tap-
aði leiknum með tveimur mörk
um gegn engu.
Það var snemma í Ieiknum
að dærnd var hornspyrna á
Þrótt. Árni Gunnarsson tók
spyrnuna og skoraði beint úr
lienni. Nokkru síðar bætti Sig-
urður Lárusson öðru marki
Þórs við og það urðu úrslit
leiksins.
Þórsarar voru allan tímann
betri aðilinn á vellinum og
sýndu oft á tíðum fyrstu dcildar
knattspyrnu. Áhorfendur voru
margir og skemmtu sér vel.
Blaðið óskar Þór til hamingju
með árangurinn sem er ein-
stæður. Þeir byrja í þriðju deild
í fyrra og sigra hana, og vinna
sig síðan upp í fyrstu deild á
öðru keppnistímabili sínu, og er
vonandi að sigur í þeirri deild
verði ekki langsóttur.
□
Framkvæmdastjóri Sjávar-
afurSádéildar, Sigurður Markús
son, er nýkominn heim frá
Vestur-Þýzkalandi, þar sem
hann atti viðræður við fiskkaup
endur og framámenn í sjávar-
útvegi. í viðræðum þessum tók
einnig þátt Gylfi Sigurjónsson
framkvæmdastjóri skrifstofu
Sambandsins í Hamborg.
Svo sem kunnugt er, gekk
Nýr skjalavörður
í sumar sagði Valdimar Gunn-
arsson upp skjalavarðarstarfi
sínu hjá Amtsbókasafninu, en
það hafði verið hálft starf. Ráð-
inn hefur í hans stað verið Þór-
hallur Bragason, BA í íslensk-
um fræðum. Þórhallur er frá
Landamótsseli í Köldukinn og
tekur við starfi sínu, sem gert
hefur verið að fullu starfi, um
þessar mundir. Q
svokölluð bókun 6 í gildi 1. júlí
sl., en hún kveður á um veru-
lega lækkun tolla á íslenzkum
sjávarafurðum, fluttum inn til
ríkja Efnahags bandalags
Evrópu. „Á því leikur enginn
vafi,“ sagði Sigurður, er við
ræddum við hann nýlega, „að
í Vestur-Þýzkalandi er veru-
legur og vaxandi markaður
fyrir freðfisk, og þá einmitt þær
tegundir, sem við erum líklegir
til að hafa aflögu, svo sem karfa
flök og ufsaflök. Eins og sakir
standa, virðist mér þó naumast,
að Vestur-Þjóðverjar séu sam-
keppnisfærir við Bandaríkja-
menn hvað verð snertir. Hafa
ber í huga, að verð geta breytzt
á skömmum tíma og með litlum
fyrirvara, og því finnst okkur
full ástæða til að fylgjast áfram
með þróun mála á vestur-þýzka
fiskmarkaðnum,“ sagði Sigurð-
ur að lokum. (Sambandsfréttir)
- Jeppaíært fram úr Eyjafirði
(Framhald af blaðsíðu 1)
falla síðan í Eyjafjarðará, mikið
augnayndi.
Bændur sátu til skiptis í
ferðabílunum til að kynna
ókunnugum staðhætti. En ferð-
in var lengri en þennan 21 km
nýja veg upp úr Eyjafjarðardal,
því ekið var alla leið inn að
Laugafelli, skála Ferðafélags
Akureyrai', sem upphitaður er
•neð laugarvatni. Þar er gaman
að koma. Heitt vatn streymir
víða úr jörð, enda sundlaug við
sæluhúsið og ferðalangar, sem
þó fyrirhyggju höfðu að hafa
með sér sundföt, fengu sér bað
og létu vel yfir. En í sæluhús-
inu voru veitingar frá Villinga-
dal og Torfufelli fram bornar
af húsfreyjum, vel þegnar. Sælu
húsið í Laugafelli var reist
1948—1949.
Þar sem fararskjótar voru
viljugir og veður milt og gott,
var ekið að Grána, þar sem
Sesselja húsfreyja á Jökli lét
reisa gangnakofa fyrir menn og
hesta um 1920, og þar sem fyrir
nokkrum árum var bætt við
öðru mannvirki, sæluhúsi fyrir
gangnamenn.
Þjófhóll heitir á einum stað í
Eyjafjarðai'dal, langt framan
við byggð. Þar segir sagan, að
útileguþjófar hafi skilið eftir
skyrílát, sem þeir stálu í byggð
og höfðu etið úr. í Laugafell
fór Þórunn húsfreyja á Grund
með hyski sitt til að forðast
pest. Þar sjást enn lítilsháttar
tóftarbrot við heitar lindir,
skammt frá þeim stað, sem sælu
hús Ferðafélagsins stendur nú.
Á þessum slóðum er einnig bað-
ker það, sem sagan segir að
Þórunn hafi látið höggva í
klöpp eina og er þægileg fyrir
einn mann að liggja í, en þar er
einnig uppsprettulind með 40
gráðu heitu vatni.
Strax og kemur upp á brún-
ina fram úr Eyjafjarðardal,
lækkar landið í vesturátt. Þar
renna vötn til Skagafjarðar.
Þar inni á hálendinu er allstórt
landsvæði, sem eyfirðingar og
skagfirðingar deildu um fyrir
nokkrum árum. Manni skilst að
dómurinn hafi hvorugum máls-
aðila dæmt landið og samkvæmt
því er það einhverskonar
einskismannsland, hvernig sem
það má nú annars vera.
Valur vinnur bikarinn
Valsmenn unnu Akurnesinga í
úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ sl.
sunnudag með þremur mörkum.
gegn engu. Nokkrum dögum
áður unnu Valsmenn fyrstu
deildina einnig og hafa þeir nú
endurtekið afrek KR-inga frá
1963 að vinna bæði fyrstu deild
og Bikarkeppnina. Þetta var í
áttunda skipti sem Akurnesing-
ar leika úrslitaleikinn í Bikar-
keppninni en þeim hefur aldrei
tekist að sigra, og er það einnig
einstakt afrek.
Norðurlandsmót j
í f jórða flokki 1
Um síðustu helgi var haldið á
Akureyri Norðurlandsmót í
knattspyrnu, fjórða aldurs-
flokki. Keppendur voru KA,
Þór og Siglfirðingar, og einnig
kepptu sem gestir Selfyssingar.
KA sá um mótið að þessu sinni
en það var fyrst haldið á Siglu-
firði í fyrra og gáfu Siglfirðing-
ar þá bikar til að keppa um. Þá
vann KA bikarinn í fyrsta sinn.
Á laugardag léku Þór og
Siglufjörður og vann Þór með
þremur mörkum gegn engu. Þá
léku KA og Selfoss og vann KA
með tveimur gegn einu. Á
sunnudag vann KA Þór með
þremur gegn tveimur, og KA
vann einnig Siglufjörð með
þremur gegn engu, og Þór vann
Selfoss með þremur gegn einu.
KA sigraði í mótinu, vann alla
andstæðinga sína og bikarinn
eftirsótta í annað sinn.
Firmakeppni GA
Síðastliðinn laugardag var hald
in á golfvellinum á Akureyri
Firmakeppni Golfklúbbs Akur-
eyrar. Keppendur voru margir
og' voru leiknar níu holur með
fullri forgjöf.
Sigurvegari var Norðurljós
h.f. og keppti fyi'ir það Einar
Gunnarsson og lék hann á 32
höggum. Annar var Borgþór
Karlsson og keppti hann fyrir
Híbýli h.f.. Hann lék einnig á
32 höggum, en Einar sigraði
hann í bráðabana.
ÞÓR - FRAM !
N. k. laugardag leika á Akur-
eyrarvelli Þór og Fram úr
Reykjavík og er það hinn árlegi
minningarleikur sem Þór stend-
ur að.
Eflaust verður leikurinn
spennandi og verður gaman að
sjá hvernig Þórsurum gengur
gegn fyrsta klassa fyrstu deildar
liði.
Ó. Á.