Dagur - 06.10.1976, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Misheppnuð
herferð
Þjóðin fagnaði þeirri festu fram-
sóknarmanna í ríkisstjórninni, að
hafna samningsdrögum Geirs Hall-
grímssonar og koma inn í samning-
ana viðbótarákvæðum um afdráttar-
lausa viðurkenningu breta á 200
mílna lögsögu íslendinga og að samn
ingar um fiskveiðarnar væru endan-
legir samningar, nema til kæmi leyfi
íslendinga. Kom þar glöggt fram að
samstarfsflokkurinn sætti sig við
minni lilut í samningunum við breta
en framsóknarmenn. Munaði þar
minnstu, að af þessu yrðu stjórnar-
slit. En það voru, ef rétt er munað,
meðal annars þessi tvö atriði, sem
forsætisráðherra landsins minni rétti
lega á sem hinn mesta styrk íslend-
inga nú, í nýlegu sjónvarpsviðtali.
Er sennilega í þessu máli að finna
rótina að rógsherferðinni gegn Ólafi
Jóhannessyni dómsmálaráðherra og
fleiri flokksmönnum hans, sem al-
þjóð er kunn. Þjóðin fagnaði niður-
stöðu samninganna, en pólitískum
andstæðingum þótti vegur dómsmála
ráðherra og utanríkisráðherra of
mikill og augljós til þess að við yrði
unað. Þá hófst sú pólitíska rógsher-
ferð gegn Ólafi Jóhannessyni, sem
minnir á aðförina gegn Jónasi Jóns-
syni forðum daga, þegar dæma átti
Iiann úr leik sem geðveikan og síðar
aðförina að Hermanni Jónassyni,
sem báðar urðu frægar að endemum
og mistókust.
Nýlega benti meiri háttar fræði-
maður í lögum á þann veikleika, að
hér á landi væri hægt að benda á
ákveðinn mann, sem sekan eða fast-
lega grunaðan um einhverja óhæfu
og væri sá hinn sami rúinn æmnni
að verulegu leyti, þar til hann sjálfur
hefði sannað sakleysi sitt. Því miður
er rógburður ekki nýtt fyrirbæri í
þjóðfélaginu, þótt hann Iiafi nú á
allra sxðustu tímum eignast harðdug-
lega og vel launaða atvinnumenn í
greininni.
Það voru þessir menn, í þjónustu
blaða í Reykjavík, Dagblaðsins, Vísis
og Alþýðublaðsins, sem hófu aðför-
ina á hendur Ólafi Jóhannessyni og
síðan öðinm ráðherrum Framsóknar
flokksins, og þótt hún sé nú betur
skipulögð en þær fyrri, er nefndar
voiu, er liún dæmd til að mistakast,
vegna hins óvenju mikla trausts, sem
ráðherrann nýtur meðal þjóðarinn-
ar, sem embættismaður og maður.
Tilefni þessara skrifa er leiðara
skrif þessa blaðs um hugsan-
lega álverksmiðju hér við Eyja-
fjörð. Svo sannarlega ber að
taka undir þá skoðun ritstjórans
að vissulega sé tími til kominn
að fara að ræða þetta mál, ef
það er rétt sem trúverðugar
heimildir herma að ekkert sé
raunverulega eftir nema að
hefja byggingarframkvæmdir.
Reyndar finnst mér að ef lýð-
ræði og mannréttindi væru
verulega í heiðri höfð þá ætti
að láta fara fram atkvæða-
greiðslu um það í Akureyrar-
kaupstað og héraði, hvort menn
vildu raunverulega fá stóriðju
inn í þessa byggð. Slík fram-
kvæmd og hér virðist fyrir-
huguð mun valda slíkri röskun
í umhverfi og mannlífi að fylli-
lega er meira en sjálfsagt að
leita eftir vilja íbúanna um þa'ð
efni. Auk þess sem atkvæða-
greiðsla yrði eina mannsæm-
andi lausnin á heitu deilumáli
sem að öðrum kosti myndi
skipta íbúunum upp í fjand-
samlega hópa.
Það fer best á því að segja
það strax að ég er á móti ál-
verksmiðju eða annarri stóriðju
á blómlegasta og veðursælasta
ræktunarsvæði þessa lands. Ef
ráðamenn þjóðarinnar geta
aldrei komið auga á neinn ann-
an kost í iðnaðarúppbyggingu
en stóriðjuna, þá ættu þeir að
koma upp slíkum tólum úti á
annesjum þar sem enginn vöxtu
legur gróður er, en ekki að
hola þeim niður á gróðursæl-
ustu reitum landsins.
Andstaða mín gegn frekari
stóriðju byggist ekki á neinu
svokölluðu mengunarofstæki,
þvj mér er fyllilega ljóst að við
verðum að koma á fót iðnaði og
honum fylgir alltaf mengun í
einhverri mynd. En við verð-
um að gera það upp v-ið* okkur
hvernig við ætlum að standa að
iðnaðaruppbyggingunni og
hversu langt við ætlum okkur
að ganga í þeim efnum svo ‘við
glötum ekki því sem við ef til
vill teljum verðmætara í mann-
lífi og umhverfi. Stóriðja er
ómennskt fyrirbæri þar sem
maðurinn verður að gormum
og tannhjólum og umhverfið í
sama stíl, en ýmislegur annar
iðnaður er þess eðlis að þar
verða hugur og hörid að hjálp-
ast að við famleiðsluna, iðnaður
Sambandsins hér á Akureyri og
víðar er dæmi um þetta síðar-
nefnda, og það er svoleiðis iðri-
aður sem ég vil stofna til, —
iðnaður sem framleiðir úr er-
lendum sem innlendum hráefn-
um. En hann er ekki jafn auð-
veldur í uppbyggingu og stór-
iðjan, það er hverju orði sann-
ara.
Langmesta mengunarhættan
stafar frá stóriðju vegna þess að
hún notar mikið af eitruðum
efnum við oi'kufreka hráefnis-
framleiðslu (massa) sem óhjá-
kvæmilega fara út í umhverfið.
Ég hef heyrt þá skoðun að
mengunarhætta sé engin frá
stóriðjuverksmiðjum svo sem
álverksmiðju vegna fullkom-
inna mengunarvarna sem búið
sé að finna upp. Ég skora á
stuðningsmenn álverksmiðjunn-
ar að tilgreina heimildir fyrir
þessari fullyrðingu. Hægt væri
að nefna dæmi erlendis frá
(Þýskalandi) um hið gagnstæða
og beitti þó þjóðverjinn öllu
sínu hugviti til að koma í veg
fyrir gróðureyðingu frá álveri.
Þetta er alveg nýtt dæmi. Hitt
er bæði satt og rétt að meng-
unarvörnum hefur fleygt mikið
fram upp á síðkastið, en ennþá
hafa ekki verið fundnar upp
þær varnir sem megnuðu að
bægja gróðureyðingu frá álveri
í þröngum Eyjafirðinum þar
sem hafáttar gætir inn með firð
inum á öllum dögum ársins, svo
að Svalbarðsströndin og inn-
sveitirnar eru allar í enn meiri
hættu.
Lögfræðiskrifstofa
Geislagötu 5.
simar:
19606 & 19745
Ólafur B. Árnason, hdl.
SjÓNAUKAR
Bushniell geimfara
sjónaukinn.
Riffilsjónaukar.
Miven sjónaukarnir
10x50, 7x50, 8x30.
BRYNJÓLFUR
SVEINSSON H. F.
Nýr umboðsmaður
á Akureyri að bókaút-
gáfu Menningarsjóðs og
'Þjóðvinafélagsins er
JÓN HALLGRÍMSSON
Dalsgerði 1 a,
sími 2-20-78.
ATYINNA!
Vantar mann vanan rafsuðu.
Góð vinnuaðstaða.
Framtíðarstarf fyrir góðan rnann.
OFNASMIÐJA NORÐURLANÐS
Æskja menn þess raunveru-
lega að sveitir Eyjafjarðar verði
lagðar í svona áhættu og er ein-
hver þörf á því?
Hér að ofan nefndi ég iðnað
Sambandsins sem dæmi um
æskilegan iðnað. Þar hefur hug-
ur og hönd hjálpast að við sköp
un á sérstæðri, fallegri og eftir-
sóttri vöru, — og það er starf
bóndans sem skapar hráefnið.
Ég þykist vita að forráðamönn-
um þessa iðnaðar renni það til
rifja að geta ekki greitt starfs-
fólki sínu sambærilegt kaup og
t. d. þekkist í þjónustuiðnaðin-
um. En hvernig verður aðstaða
þeirra ef þeir eiga að fara að
keppa um kaup og kjör við fjár-
sterka stóriðjumenn, sem
kannske í ofanálag njóta þeirra
fríðinda sem álverið í Straums-
vík hefur umfrarn íslenskan
iðnað, t. d. um orkukaup? Vilja
menn að hinn stórmerkilegi
iðnaður Sambandsins setji niður
eða hreinlega tortímist vegna
byggingar álverksmiðju? í
þessu sambandi mætti líka
gjarnan nefna hinn stórmyndar
lega skipasmíðaiðnað sem er
'hér í uppbyggingu. Að mínu
mati flokkast hann ekki undir
stóriðnað heldur er hann þunga
iðnaður sem er annars eðlis en
stóriðjan.
Að lokum langar mig að
beina máli mínu til eyfirskra
bænda, því ég tel að ævistarfi
þeirra og lífsviðhorfum sé stefnt
í óþarfa hættu vegna byggingar
álverksmiðju í þessu byggðar-
lagi. Ég bið þá um það að þeir
láti til sín heyra um þessa fram-
kvæmd. Ég er ekki að biðja þá
um að hlaupa upp til handa og
fóta þótt ég mælist til þess af
þeim. En ég bið þá um að skoða
þetta mál allt fordómalaust frá
öllum hliðum og ég kvíði ekki
niðurstöðunni af þeim athug-
unum. Og rísi þeir upp til and-
stöðu verður aldrei byggt stór-
iðjuver hér við Eyjafjörð. Það
er of seint að láta til sín heyra
eftir að álverksmiðjan hefur
verið byggð og menn sjá afleið-
ingarnar.
Akureyri 2. okt. 1976.
Eiríkur Eiriksson.
TIL SÖLU
Ford Bronco árg. 1973,
sjálfskiptur með vökva-
stýri. Glæsilega klæddur
o<> með stækkuðuan
o
hliðargluggum. Ekinn
aðeins 34 þús. km.
Ford Gran Torino 4ra
dyra árg. 1974 8 cyl.
sjálfsk. Mjög glæsilegur
bíll.
Fíat 125 árg. 1972.
Scania Vabis 76 árg. ’65
tveggja hásinga.
Foid-umboðið
BÍLASALAN HF.
Strandgötu 53,
sími 2-16-66.
jar bæknr og rit
ir bæklingar frá
Ný
Tryggingamálastofnmi
Félagsmála- og upplýsingadeild
Tryggingastofnunar ríkisins hef
ur látið prenta nýja bæklinga
um tryggingamál. Fjalla þeir
um bótarétt, samkvæmt lögum
um almannatryggingar. Þessir
bæklingar eru stuttir og skýrir
og heita: Atvinnuleysisbætur í
fæðingarorlofi, Sjúkabætur, Elli
lífeyrir, Slysabætur, Ororku-
bætur, Tannlækningar og Bæt-
ur til ekkna, ekkla og einstæðra
foreldra. Má í þessu sambandi
minna á, að bæklingar þessir
geta átt erindi til allra. □
Týli, tímarit um
náttúrufræði og
íiáttúruvenid
Fyrsta hefti sjötta árgangs Týli,
tímarits um náttúrufræði og
náttúruvernd, er komið út. Rit-
stjóri er Helgi Hailgrímsson.
Sigurður Þórarinsson skrifar
Varnaðarorð, Hugleiðingar að
kveldi 13. janúar 1976, Oddur
Sigurðsson greinina Náttúru-
hamfarir í Þingeyjarþingi 1975
—1976, Sigurvin Elíasson ritar
um landskjálfta í Öxarfirði fyrr
á tímum og Leó Kristjánsson
segir frá nýjum aldursgreining-
um í íslenskum hraunlögum, og
margt er þar fleira áð finna.
Forsíðumyndin, sem er í litum,
er frá Litla-Víti við Kröflu. □
„Hörpukliður blárra
fjalla“
Jón Bjarnason frá Garðsvík.
Meira loft
Nú á haustdögum eru komnar
út þrjár ljóðabækur á Akur-
eyri, allar prentaðar í Prent-
smiðju Björns Jónssonar. Getið
hefur verið tveggja, en það eru
ljóð Sigurjóns heitins Braga-
sonar og Brynjólfs Ingvars-
sonar.
En þriðja ljóðabókin heitir
Meira loft og er eftir Jón Bjarna
son frá Garðsvík, sem fyrir
tveim árum gaf út ljóðabókina
Þingeyskt loft. Káputeikning er
eftir Gísla Guðmann. í þessari
nýju bók Jóns frá Garðsvík eru
kvæði og stökur. Væntanlega
verður þessarar ljóðabókar get-
ið í bókaþætti blaðsins áður en
langt líður. En við fyrstu kynni
er auðséð, að enn er grunnt á
gamansemi höfundar, þótt
alvörunnar gæti meira en í
fyrri bók hans.
Fyrri bók Jóns frá Garðsvík
seldist mjög vel. ’Nýja bókin,
Meira loft, mun einnig gera það
og gefur höfundurinn hana út
sjálfur og annast sölu hennar.
Bókin verður ekki til sölu í
bókabúðum, en áskriftalistar
liggja frammi á nokkrum stöð-
um í bænum, meðal annars á
skrifstofu Dags, Bögglageymslu
KEA, Bókabúð Jónasai' og víð-
ar. □
Anna á heiðinni
Hjá Almenna bókafélaginu er
komin út bókin Anna á heið-
inni eftir norska rithöfundinn
Dagfinn Grönoset, sem kunnur
er' af bókum sínum um afdala-
fólk í Noregi. Þýðendur eru
Sigríður Snævarr og Jóhannes
Halldórsson.
Þessi bók fjallar um sérstæða
konu, sem lífið leikur heldur
grátt. Hún lifir við kröpp og
raunar ógnarleg kjör og vei'ður
að þola örbyrgð og strit. Bókin
um hana hefur verið gefin út í
160 þúsund eintökum í Noregi
og sýnir það meðal annars,
hverra vinsælda hún nýtur.
í bókinni eru myndir af Önnu
við ýmiskonar störf. □
Væntanleg er á bókamarkaðinn
í vetur ný ljóðabók, HÖRPU-
KLIÐUR BLÁRRA FJALLA,
eftir Stefán Ágúst Kristjánsson,
fyrrv. forstjóra Sjúkrasamlags
Akureyrar. Stefán Ágúst hefur
hin síðari ár, eftir að hann hætti
störfum á Akureyri vegna
aldurs, stundað ljóðagerð og er
yrkisefnið hai'la . fjölbreytt,
mikið nýlegt, en nær að öðru
leyti yfir marga áratugi og
margt fallegt kvæði hefir hann
ort um heimabyggð sína, Eyja-
fjörð og Akureyri. Bókin mun
verða í venjulegu ljóðabókar-
broti, í góðu bandi og mynd-
skreyttri kápu, allt að 240 bls.
Nú er verið að safna áskrif-
endum að bókinni og verður
hún þeim að sjálfsögðu ódýrari
en á almennum bókamarkaði.
Þeir bókamenn og ljóðavinir,
er óska þess að gerast áskrif-
endur, eru beðnir um að snúa
sér hið fyrsta til einhvers eftir-
talinna manna, er sjá um áskrift
ir að bókinni hér á Akureyri:
Valdimars Baldvinssoriar, for-
stjóra, Haraldar Sigurgeirsson-
ar, fulltrúa eða Jónasar Thordar
sonar, sjúkrasamlagsgjaldkera.
Auknar sektir íy rir
brot
Sektir fyrir brot á umferðar-
lögum hafa verið hækkaðar um
50—100% og gengu þær reglur ,
gildi 1. október. Eru ákvæði
þessi flokkuð og hafa lögreglu-
stjórar fengið sektarskrána í
hendur og kveður skýrt á um
það, hve háar sektir eiga að
koma fyrir hvert umferðarbrot.
Sem dæmi er sekt við því að
aka móti rauðu ljósi 15 þús.
krónur og ef ekið er gegn ein-
stefnu er sektin 8 þús. krónur.
10 þús. króna sekt liggur við því
að aka fram úr öðru ökutæki,
þar sem það er óheimilt. Þá eru
stórhækkaðar sektir íyrir of
hraðan akstur, eða upp í 15 þús.
krónur. Vanræksla í að gefá
stefnumerki þegar þörf er á
vai'ðar 3 þús. króna sekt. Ef
ekki er stöðvað við gangbraut
varðar það 10 þús. króna sekt.
Ef ekið er of nærri næsta farar-
tæki á undan varðar það 6 þús.
króna sekt. Þá liggja sektir við
því að nota ónothæfa hjólbarða
og það varðar sektum að aka
ökutækjum, sem ekki hafa
stjórntæki í lagi. □
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8)
í sveit þeirra, en þeir skrá hin-
ar miimstu jarðhræringar, upp
í 136 á sólarhring. Þegar jarð-
fræðingar heyra um skjálfta
þessa og leggja þá við menntun
sína og hinn óstöðvandi spá-
sagnaráhuga sinn, verður gos og
getur ekki annað orðið. Þegar
jarðskjálftakippirnir eru komn-
ir upp í 136 þá er gos í vændum
og þannig var það í síðustu
viku. Svo allt í einu fækkaði
jarðhræringum niður í sex á
sólarhring. Hvað þá? Jú, þessi
alvarlega breyting merki trú-
lega gos.
JÁRÐFRÆÐINGAR
OG SPÁKONUR
Jarðfræðingar spá í Kröflu eins
og kaffibollaspákonur spá í boll
ann sinn. Þeir vitá, að jarðskorp
an er eins og skæni ofan á
hraunvikunni, sjá hvernig þessi
hraunkvika undirdjúpanna fær-
ir sig til og þrýstir á hér og þar
og bíður færis að brjótast upp
á yfirborðið. Þeir vita einnig
hvar skjálftarnir eiga upptök
sín, hvernig jörðin tognar á ein-
um staðnum og skreppur saman
á öðrum, hækkar á þessum
staðnum og sígur á hinum. Sum
ir virðast orðnir „sjóveikir" eða
búnir að fá riðu af að hlusta á
þessa fræðimenn oklsar. En þeir
sem í Mývatnssveit búa vita
ekki um þetta fyrr en þeir eru
búnir að fá sunnanblöðin og
hlusta á fréttirnar í útvarpinu!
Skófasetning Samvinnuskólans
Vetrarstarf Samvinnuskólans er
nýhafið. 20. september hófst
starfsemi framhaldsdeildar skól
ans í Reykjavík þar sem 3. og 4.
bekkur skólans eru til húsa að
Suðurlandsbraut 32 og 21. sept-
ember var Samvinnuskólinn að
Bifröst settu.
Nemendafjöldi er sem hér
segir:
1. bekkur 44 nemendur
2. bekkur 37 nemendur
3. bekkur 24 nemendur
4. bekkur 14 nemendur
Alls
119 nemendur
Er þetta mesti fjöldi sem ver-
ið hefur við nám í Samvinnu-
skólanum og gat Haukur Ingi-
bergsson skólastjóri þess í skóla
setningarræðu að þrengsli væru
mikil.
1. janúar 1977 verða nokkrar
breytingar á stöðu Samvinnu-
skólans er lög um viðskipta-
menntun á framhaldsskólastigi
taka gildi en þar er m. a. kveðið
á um stóraukinn fjárstuðning
rikisins við skólastarfið.
Mikilvægasta breyting á
skólastarfinu frá því sem verið
hefði taldi skólastjóri að væri
tilraun til hjónagarða sem gerð
er að Bifröst í vetur. Forsaga
þessa máls er sú að á undan-
förnum árum hafa risið 25
sumarbústaðir í nágrenni Bif-
rastar og eru þessir bústaðir í
eigu hinna ýmsu starfsmanna-
félaga samvinnuhreyfingarinn-
ar. Bústaðir þessir hafa lítið
verið í notkun yfir vetrartím-
ann þar til nú er tveir nemend-
ur Samvinnuskólans búa með
fjölskyldum sínum í tveimur
þessara bústaða. Kvaðst skóla-
stjóri vonast til að þarna væri
farið inn á farsæla braut sem
gæti leitt til þess að fjölskyldu-
fólk sækti meira í Samvinnu-
skólann en verið hefði, en alltaf
hefði verið talsvert um að fjöl-
skyldumenn sæktu um skóla-
vist og kæmi það m. a. fram í
því að aldursdreifing væri frá
16—28 ár.
Við Samvinnuskólann starfa
nú 7 stundakennarar og 6 fast-
ráðnir kennarar auk skóla-
stjóra, H’auks Ingibergssonar.
(Fréttatilkynning)
EINKENNILEG ÁRÁTTA
Einkennileg er sú árátta margra
sauðfjáreigenda, að tryllast þeg
ar rekið er til réttar. Menn
grenia sig hása, berja sig utan
og ganga úr öllum mannlegum
'ham á meðan féð strevmir inn
í almenninginn, og æðisleg loft-
köst, jafnvel roskinna manna,
eru stórkostleg. Þess ber að vísu
að geta, .að menn eru hér bæði
í hlutverki liunds og manns, því
bændur hafa, þrátt fyrir alíar
frantfarirnar, ekki tekið fjár-
hundinn í þjónustu sína á líkan
hátt og aðrar sauðfjárræktar-
þjóðir.
; SKOSKI FJÁRHIRÐIRINN
Ýriisir hafa með eigin augum
séð t. d. skoska fjárbændur með
lijarðir sínar í haga og við rétt.
Og ef eklti, þá í kvikmyndum.
Þar verður þess ekki vart að
Tnéinn verði viti sínu fjær þótt
verið sé að reka fjárhóp í rétt.
'Fjárhirðirinn fer rólega að öllu
og skipar hundi sínum, sem að
jafnaði er þögpll, fyrir verkum.
Þetta sýnist allt næsta fyrir-
hafnarlítið, enda eru fjárhund-
~ar ekki að leika bæði mann og
hund, og hundarnir eru að
vinna verk, sem þeir hafa lært
og er stór hluti fjárgæslunnar.
I STÓÐRÉTTINNI
Ekki tekur betur við þegar í
stóðréttina kemur: Tveir hanga
í taglinu, einn eða fleiri í faxinu
og einn í eyrunum. Eru þetta
oft fyrstu kynni ungra hrossa
af manninum. Svo virðist,
sem það þyki nokkur íþrótt að
fljúgast á við ótamin hross i
réttum, og ungir strákar æfa sig
á folöldunum áður en þeir eign-
ast fleyg í rassvasann. Því er
þó ekki að leyna, að í stóðrétt-
um sjást lirossaeigendur, sem
virðast geta tckið hross sín í
almenningi, nær fyrirhafnar-
laust, án þess að snerta á
nokkru þeirra. Við skoðun
marka verða þó undantekning-
ar, þar sem vart verður komist
hjá átökum.
í síðustu viku bauð bæjarstjó:
Akureyrar fyrstu deildar lei
mönnum Þórs í knattspyrnu 1
hófs í Ráðhúsi bæjarins. Þan
að var einnig boðið forráð
mönnum knattspyrnudeild:
Þórs o. fl. Það var hinn n
kjörni bæjarstjóri, Ilelgi I
Bergs, sem stjórnaði hófin
Hann óskaði Þórsurum til hai
ingju með hinn glæsilega <
óvenjulega árangur liðsir
Bæjarstjórinn afhenti Þór ei
hundrað þúsund krónur f
Akureyrarbæ sem viðurken
Hcrbert Ólason afliendir fyrirliða KA verðlaunabikar í leikslok.
Það var mikið fjör í Skemm-
unni þegar KA og Þór mættust
þar í fyrsta stórleik vetrarins sl.
laugardag í handknattleik. Leik
ur þessi var á Haustmóti og var
keppt til eignar um veglegan
bikar sem gefinn var af Sport-
húsinu, Akureyri.
Áður en leikurinn hófst
kepptu í kvennaflokki lið Þórs
og Völsungur frá Húsavík. Þórs
stúlkurnar unnu örugglega með
11 mörkum gegn 6.
Eftir að fyrirliðar KA og
Þórs, Þorleifur Ananíasson og
Sigtryggur Guðlaugsson, höfðu
heilsast blésu dómaramir Árni
Sverrisson og Aðalsteinn Sigur-
geirsson til leiks.
Staðan í hálfleik var 13 gegn
10 fyrir KA en síðasta mark í
fyrri hálfleik gerði Elías þjálfari
Þórs.
í seinni hálfleik skiptust liðin
á að skora en KA hélt öruggri
forustu. Albert hinn örfhenti
KA-maður kom inná í seinni
hálfleik og gerði lagleg mörk,
sem Þórsarar sáu ekki við.
Nokkur harka var nú komin í
leikinn og þurftu dómarar
nokkrum sinnum að áminna
leikmennina fyrir grófan leik.
Einu sinni lét Þórsari hendur
skipta og barði Hermann Har-
aldsson hnefahögg í andlitið
algjörlega að ástæðulausu og
var það ljótur blettur á leikn-
um. Fyrir vikið var Þórsaranum
vikið af leikvelli. Nokkrum
mínútum fyrir leikslok var stað
an orðin 17 geg'n 23 fyrir KA,
en þá kom góður sóknarkafli
Þórs og gerðu þeir þrjú sein-
ustu mörk leiksins, en honum
lauk með sigri KA 23 mörkum
gegn 20.
ingarvott fyrir mjög góðan
árangur.
Haraldur Helgason formaður
Þórs þakkaði gjöfina fyrir
þeirra hönd.
Að lokum þáðu gestir veit-
ingar í boði bæjarstjórnar.
Allar líkur eru nú á að Reyn-
olds sem þjálfaði Þórs sl. sumar
verði með liðið áfram, en hann
er væntanlegur til landsins ein-
hvern næstu daga til frekari
skrafs og ráðagerða.
Ó. Á.
í lieild var leikurinn skemmti.
legur og spennandi og sýndu
liðin oft góðan handknattleik.
KA er greinilega með mun
sterkara lið, en styrkleiki þess
kemur sjaldan í ljós í leikjum
við Þór, en þeir eru alltaf erfið-
ir andstæðingar.
Flest mörk KA gerði Jóhann
6, Þorleifur, Hörður og Sigurð-
ur gerðu 4 hver, Albert 2 og
Ármann, Hermann og Guð-
mundur Lár. 1 hver.
Mörk Þórs gerðu Sig'tryggur
7 (3 úr víti), Þoi'björn 5, Elías 4,
Einar 2 og Gunnar og Óskar 1
hvor.
Markmenn liðanna stóðu sig
vel en aðalmennirnir Ragnar og
Gauti stóðu í markinu mest
allan tímann og vörðu oft mjög
vel, sérstaklega Ragnar.
Þórsarar eru að yngja lið sitt
upp nú í ár, en knattspyrnu-
mennirnir í liðinu, þeir Árni
Gunnarsson og Aðalsteinn Sig-
urgeirsson, hafa ekki hafið
æfingar ennþá og er ekki vitað
hvort þeir verða með í vetur.
Þá leikur Benedikt Guðmunds-
son ekki með liðinu lengur.
Elías þjálfari Þórs er þeirra
besti maður, mjög tekniskur
leikmaður en boltinn tapaðist
nokkrum sinnum frá honum
þar er meðspilararnir virtust
ekki fatta leikbrellur hans. Það
er örugglega vont fyrir þjálfara
að leika sjálfur með liði sínu og
geta þá ekki um leið stjórnað
innáskiptingum sem skyldi.
Hjá KA vantaði Halldór
Rafnsson en breiddin í liðinu
er það mikil að lítið kemur að
sök þó einn aðalmann vanti.
Jóhann Einarsson var mjög góð
ur í þessum leik, en hann virð-
ist vera lykilmaður að mörgum
sóknum liðsins. Þá var Hörður
einnig mjög góður, sérstaklega
fyrst í leiknum. Annars er eins
og áður hefur komið fram mikil
breidd í liðinu og allir leikmenn
geta skorað mörk.
Að leik loknum var fyrirliða
KA afhentur glæsilegur bikar,
sem gefinn var af Sporthúsinu,
Akureyri.
Næstu leikir
Fyrstu leikir KA og Þórs í
annarri deild verða helgina 16.
og 17. þessa mánaðar. Á laugar-
dag leika Fylkir og KA, en á
sunnudag Ármann og Þór.