Dagur - 20.10.1976, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1976, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgöarniaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Iðnaðarhefð Iðnaðarframleiðsla íslendinga hef- ur vaxið ár frá ári, og að jafnaði tvöfalt örar en þjóðarframleiðslan, miðað við tímabilið 1969—1975. Aukningin liefur þessi ár verið yfir 10% á ári en þjóðarframleiðslan hálft fimmta prósent. f útflutnings- framleiðslunni stækkar hlutur iðn- varanna ár frá ári. Röskur fjórð- ungur landsmanna lifir á iðnaði og íslenskur, útfluttur iðnaður sparar bæði og skapar þjóðinni gjaldeyri, sem nemur tugum milljarða króna. í ávarpsorðum bæjarstjórans á Akureyri, Helga M. Bergs, í kynn- ingarbæklingi um iðnað í bænum, sem út var gefinn vegna íslenskrar iðnkynningar og haldin er þessa viku í höfuðstað Norðurlands, seg- ir hann meðal annars: „Lengi framan af óx Akureyri kringum verslun og þjónustu við nágrannasveitirnar, en snemma vaknaði áhugi fyrir iðnaði, er not- aði afurðir landbúnaðarins sem hráefni til útflutnings. Þessi iðnað- ur var fyrst í smáum stíl, en honum hefur síðustu árin vaxið mjög fisk- ur um hrygg. Er ánægjulegt til þess að vita, að nú síðustu þrjú árin hefur þessi iðnaður verið helsti vaxtarbroddur í atvinnulífi þjóð- arinnar og aflað henni hundruð milljóna í gjaldeyristekjur ár hvert. Á þessu sviði var unnið braut- ryðjendastarf á Akureyri. Iðnaður og þá sérstaklega verksmiðjurnar á Akureyri í núverandi mynd á sér þannig langan aðdraganda og mikil hefð virðist liafa skapast í bænum — iðnaðarhefð — sem ekki finnst annars staðar hérlendis.“ Og í lok ávarpsorða sinna segir bæjarstjóri: „Það er vel við hæfi og í besta anda „iðnhefðar“ Akur- eyrar, að fyrsti „dagur iðnaðarins“ skuli haldinn hér í bæ og standi í eina viku. Ég er þess fullviss að Akureyri og akureyringar verði enn sem fyrr í fararbroddi í nýrri sókn íslensks iðnaðar, þjóðinni allri til heilla.“ Með réttu er Akureyri talinn hlutfallslega mesti iðnaðarbær landsins og ber hún öll einkenni þess, ásamt því að vera mikill skóla- bær og meiri samvinnubær en annars staðar þekkist. Hin síðari ár hefur atvinnuleysið horfið, bærinn vaxið verulega, eftir að „dauðri hönd“ gamalla og úreltra sjónar- miða hafði verið vikið til hliðar í stjóm bæjarins og félagsleg upp- bygging atvinnuveganna fékk að njóta sín, ásamt framtaki duglegra einstaklinga. □ Sl. föstudag tapaðist yfirbreiðsla af vagni í bænum. Skilvís finnandi vinsam- legast hringi í síma 2-25-14. 1. október sl. töpuðust gleraugu í svörtu hulstri. Vinsamlegast skilist á afgreiðslu Dags. Brúnt seðlaveski tapað- ist 9. þ. m. fyrir utan Sjálfsíæðishúsið. Finnandi vinsamlegast leggi Jiað inn á afgr. blaðsins. Kápa og snyrtiveski tap- aðist fyrir utan Sjálf- stæðishúsið sl. laugardag Skilist á afgr. Dags. Fundarlaun. wHúsnæði^ 3—4ra herb. íbúð óskast til leigu strax. Uppl. í sínra 2-34-83. 3—4ra herb. íbúð óskast til leigu strax. Uppl. í síma 2-10-14. Herbergi óskast til leigu sem næst Eyrinni. Siníi 2-38-66. Lítil íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 2-25-09 og 2-17-40. Ungt barnlaust par ósk- ar eftir 1—2ja herbergja íbúð. Reglusemi lieitið. Uppl. í Glæsibæ, sími 2-31-00. Oska eftir 2ja herbergja íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-29-97 milli 9—18 virka daga. Er kaupandi að raðhúsi tilbúið undir tréverk eða fullfrágengnu. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt „Raðhús“. Til sölu Sony útvarps- magnari, plötuspilari, kassettudekk og 2 hátal- arar á 110.000 kr. Auk Jjess svefnbekkur. Uppl. í Byggðaveg 119. Daníel Sveinbjörnsson í SAURBÆ - MINNING Daníel Sveinbjörnsson í Saur- bæ var til moldar borinn 9. október, en hann lést af slys- förum á Akureyri 1. október, 65 ára. Með honum er genginn merkur framfarabóndi, hrepp- stjóri Saurbæjarhrepps og kunnur félagsmálamaður í sveit sinni og héraði. Daníel var fæddur á Kol- grímastöðum 10. ágúst 1911 og af eyfirsku bændafólki var hann kominn í báðar ættir, því foreldrar hans, Sigrún Jóns- dóttir og Sveinbjörn Sigtryggs- son, bjuggu á Kolgrímastöðum, Arnarstöðum og Hleiðargarði, en síðast í Saurbæ. Áhugi Daníels beindist snemma að búskap og félagsmálum og því lagði hann leið sína í Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk þar prófi 1933. Tveim árum síðar kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Gunnhildi Kristins- dóttur frá Samkomugerði og þar hófu þau búskap í sambýli við foreldra hennar. En árið 1939 fluttust þau að Saurbæ og þar bjuggu þau síðan til ársins 1967, að Sveinbjörn sonur þeirra tók þar við búsforráðum. Börn þeirra Daníels og Gunn- hildar urðu níu og hópur barna barnanna er orðinn stór. Bóndinn og hreppstjórinn í Saurbæ var greindur maður og glaðlyndur, góður námsmaður í skóla og reyndi oft síðar á ævinni að brjóta hin erfiðustu verkefni efna- og eðlisfræði til mergjar. Er mér dæmi þess í minni þegar við eitt sinn, ásamt fleiri mönnum, skoðuðum Áburðarverksmiðjuna og ég heyrði skarplegar ályktanir hans og spurningar um fram- leiðsluna. En leiðir hans og lífsstarf lágu ekki um völundarhús vís- inda og tækni, því hann gekk slóð feðra sinna á eyfirskri grund, náði lengra en þeir og skilaði miklu dagsverki. Ey- firðingar minnast bóndans í Saurbæ með virðingu og um leið muna þeir góðan dreng. E. D. ? ........................... Kveðja til látins vinar míns Daníels Sveinbjörnssonar, hreppstjóra og fyrrverandi bónda í Saurbæ Af Drottins raust er enn við heyrum óm hjá okkur tendrast bjarta framlífs vonin. Er dánarklukkan köldum glymur hljóm þá kemur Guö aö blessa góða soninn. Ég veit svo skýrt, í veröld betri en hér, að verkefnum þú nægum færð að sinna. Er kem ég, andartaki á eftir þér ég efa síst við minnumst fyrri kynna. Ég kveð þig vinur, kærum þökkum með I fyrir kynni öll, frá fyrsta að hinsta degi. Aldrei hef ég sannari mann þér séð svo var þín liugsun göfug lífs á vegi. Guð blessi þig, vinur minn, í nýrri ljósheima tilveru, og eftirlifandi ástvini þína á ókomnum tímum. Sigtr. Símonarson. NÝJAR MYNÐIR í BORGARBÍÓ! Sem stendur er verið að sýna myndina „Grínistinn“ með Jack Lemmon. Næsta mynd, sem tekin verð- ur til sýningar er stórmyndin „The M C Masters". Söguþráð- urinn er tekinn frá lokum þrælastríðsins og segir frá svert ingja sem kemur heim frá stríð inu eftir að hafa barist við hlið norðurríkjamanna. Mynd þessi verður sýnd á kvöldsýningum (kl. 9). Þá verður frumsýnd n. k. fimmtudag 21. okt. myndin „Unz dagur rennur“. Þetta er spennandi mynd um hættur stórborgarinnar. Hún verður sýnd á miðnætursýningum (kl. 11). T Verkamenn óskast í byggingarvinnu. Mikil vinna. BÖRKUR HF. SÍMAR 2-19-09 OG 1-98-02. Um helgina verður sýnd myndin „Æðisleg nótt með Jakky“. Þetta verður væntan- lega síðasta sýning á þessari frábæru gamanmynd, sem allir í fjölskyldunni geta hlegið að. Bíóinu var í dag að berast myndin „Morðið á Trotsky“. Hún verður tekin til sýningar í byrjun næstu viku. í mynd- inni leikur Richard Burton Sigurður Jóhannesson FRÁ HÆRINGSSTÖÐUM Elfa tímans rennur áfram líkt og fljótið sem' frá upptökum sínum og til sjávar fellur með sínu ákveðni um að enginn mannlegur máttur geti stöðvað það. Slík er mannsævip. „Vinir berast burt með tímans stráumi. Frá vinstri: Jón Júlíusson, Þráinn Karlsson og Kristín Ólafsdóttir. (Ljósm.: B. G.) Skollðleikur á Akureyri Alþýðuleikhúsið hefur verið á leikför um Austfirði síðastliðna viku. Sunnudaginn 17. október frumsýnli það nýtt íslenskt leik rit á Borgarfirði eystra, Skolla- leik eftir Böðvar Guðmundsson. í næstu viku sýnþ- Alþýðuleik- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald á blaðsíðu 5) dauða en lífi af kulda, og voru þeir þarna á bersvæði. Ilún beinir þeirri ósk til foreldra og kattaeigenda, að krökkum séu ekki gefnir kettlingar til að leika sér að um tíma, án þess að athuga málið vandlega. Enn- fremur eigi eigendur þeirra gæludýra, sem aflífa þarf, að leita til dýralæknis eða Iög- reglu. Víða í bænum sé nú orð- ið óhugnanlega mikið af villi- köttum, styggum og grimmum, sem trufli allt fuglalíf og eigi hina verstu ævi á vetrum. Konurnar hafa Iokið máli sínu og eru ábendingar þeirra vafalaust réttmætar. húsið tvær sýningar í Sam- komuhúsinu á Akureyri, mánu daginn 25. og þriðjudaginn 26. október. Það gerist í Hamborg og á íslandi um miðja 17. öld. Per- sónur eru alls 25, og með hlut- verk fara Arnar Jónsson, Evert Ingólfsson, Jón Júlíusson, Kristín Ólafsdóttir og Þráinn Karlsson. Tónlist er eftir Jón Hlöðver Áskelsson og leikmynd og búningar eftir Messíönu Tómasdóttur. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir. Leikhópur Alþýðuleikhússins mun dvelja á Akureyri í viku- tíma, og vinna að enduræfingu á Krummagulli sem var fyrsta verkefni Alþýðuleikhússins. Síðan verður haldið til Reykja- víkur og verða bæði leikritin sýnd þar í nóvember. Fyrsta sýning í Reykjavík verður í Lindarþæ hinn 3. nóvember. (Fréttatilky nning ) Sigurður Jóhannesson sem hér verður minnsf méð'* fáum orðum andaðist að Ejþrðungs-- sjúkrahúsinu á Akureyri 9. október sl. og var jarðsettyr fra^ Dalvíkurkirkju 16. sainajjmán- aðar að viðstöddu fjölmenni. -___ Sigurður var fæddur; 20. júlí,- 1896 að Göngustöðumeí Svarf- aðardal og fluttist að Hærings--:- stöðum f sömu sveit :með for- - eldrum sínum 7 ára gamall og - --------- ólst þar upp til fullorðirts ára. " rpun-snemma hafa orðið heilsu- Foreldrar hans vorú þáu. J ó- ^1' ^1-’111 agerðist með árunum hannes Sigurðsson og J.oníua úl þess að Sigurður Jónsdóttir, en þau eignuðust 10 var'ð áð annast konu sína og börn og komust 9 til fulloröiíis ' Keimúi og irinti hann það af ára. Eru tvö þeirra nú á lífi, — hendi með þeim ágætum sem þær Soffía búsett að Urðum 'í fáúm "er gefið. Sýndi hann þar sína mannkosti. Árið 1972 ákváðu þau hjón að sækja um dvöl á Elliheimilinu ÍSLANDSMOTIÐIHANDKNATTLEIK 2. DEILD KA vann Fylki 20-16 Svarfaðardal og Sólveig á Elli- heimilinu í Skjaldarvík. r- » Sigurður mun snemma hafa hneigst að smíðum og síðgr numið þær af föður sínum, sem var kunnur hagleiksmaður jafnt á tré sem járn. Ekki íærði að Skjaldarvík. Fluttu þau þan’gað síðla sama árs og dvöld- ust þay bæði þangað til Sigurð- ur -veiktist af þeim sjúkdómi Sigurður smíðar sér til réttinda. sem^.feiddj hann til dauða. þó hann ynni meira og minna Þegar þau hjón fluttust frá við þau störf alla sína'jævir ' ’ Darvik -gafú þau Dalvíkurbæ byggði hús bæði fram í SVarP' '.lmsei^i-gíúa-, Hafnarstræti 30 aðardal og á Dalvík. bókasafn sitt, með ósk um Árið 1949 giftist Sigurður 'áð fiað'rynni til elliheimilis á eftirlifandi konu sinni Önnu'h Ðálvík'. Gunnlaugsdóttur og stofnrtðú”" ' Nú“þegar. Sigurður er færður þau heimili sitt á Dalvík. Anná' -ÞI "hyíldar. í skauti þeirrar -I _ * mgldar áfeíh .ól hann og gaf hon- Úm styrk: ,til starfa, sameinast 1. ..yirtit hiins allir í þökk fyrir lYorinar. samvérustundir sem b ékki glcymast. ..Trú Uíh leið og ég kveð þennan Ráðgert er, að aukablað komi -fæiidá m.mn, votta ég konu út á föstudaginn. í?a-n® °jB systrum samúð fjöl- skýídu rninrtar. rý Brjánn Guðjónsson. Fyrsti leikurinn í íslandsmót- inu á Akureyri fór fram í íþróttaskemmunni sl. laugar- dag. Áttust þar við KA og Fylkir úr Reykjavík. Menn bjuggust jafnvel við auðveldum sigri KA í þessum leik, en svo varð þó ekki því KA-menn áttu í sífelldum erfið leikum með andstæðinga sína. Leikinn dæmdu Kristján Örn Ingibertsson og Kjartan Stein- beck og gerðu það mjög vel. Létu þeir leikmenn ekki kom- ast upp með neinar brellur heldur vísuðu þeim af leikvelli ef þeir voru staðnir að grófum leik. Fjórum mönnum úr hvoru liði var vísað af leikvelli í tvær mínútur hverjum. Fyrsta mark leiksins gerði Sigurður fyrir KA, en Einar Einarsson jafnaði fyrir Fylki nokkru síðar. Guðmundur Sig- urbjörnsson kom síðan Fylki f 2—1, en Þorleifur jafnaði fyrir KA. Var þetta í eina sinn sem í leiknum sem Fylkir náði yfir- höndinni. Um miðjan fyrri hálf leik komst KA í fjögurra marka forskot 7—3, og hafði þá verið nokkuð góður leikkafli af þeirra hálfu. Smám saman saxaði Fylkir á forskotið og í hálfleik var staðan 10—8 fyrir KA. í fyrri hálfleik varði Gauti mark maður KA sex skot en mark- maður Fylkis tvö. KA fékk tvö víti í þeim hálfleik og mitnotaði annað, en Fylkir fékk ekkert víti dæmt. í seinni hálfleik minnkuðu Fylkismenn muninn í 10—9, en Guðmundur Lárusson gerði síðan laglegt mark fyrir KA. Nokkru síðar fengu KA-menn dæmd þrjú víti með stuttu millibili og skoraði Sigurður örugglega úr þeim öllum og var þá staðan 15—11. Þá kom slæm Ur leikkafli hjá KA og náðu Fylkis-menn að gera þrjú mörk í röð. Síðan skiptust liðin á að skora og lauk leiknum með sigri KA 20—16. í seinni hálf- leik fengu KA-menn dæmd 3 víti en markmaður Fylkis varði eitt þeirra. Fylkir fékk dæmd 2 víti og vai’ði Gauti annað þeirra, en hann stóð í markinu allan tímann og varði nokkuð vel. Sérstaka athygli vakti frammistaða Guðmundar Lárus sonar en hann skoraði tvö mörk af línunni og fiskaði tvö víti sem gáfu mark. Þá vann hann vel bæði í sókn og vörn og var inná mest allan tímann. Halldór Rafnsson var lítið inná en virt- ist ekki finna sig sem skyldi. Sömu sögu er að segja um Al- bert en hann var óheppinn þann tíma sem hann lék. Flest mörk KA gerði Sigurður 7 (4 úr vítum) en Þorleifur og Jó- hann gerðu þrjú hvor, Guð- mundur og Ármann tvö hvor og Hörður, Halldór og Albert sitt markið hver. Bestir i liði Fylkis voru nr. 9 Guðmundur Sigurbjörnsson og nr. 6 Stefán Hjálmarsson. Þá var Einar Einarsson nr. 8 nokk- uð góður en alltof þungur og svifaseinn. Með meiri snerpu yrði hann mjög góður. Flest ihörk hjá Fylki gelði Gúðmund Ur Sigurbjörnsson 6 (1 úr víti), Stefán Hjálmarsson og Einar Einarsson gerðu 3 hvor, Steinar Birgisson 2 og Einar Ágústsson og Örn Jensson 1 hvor. Þjálfari Fylkis er hinn kunni hand- knattleiksmaður Viðar Símonar son úr FH. Atvinna Unglingsstúlka óskast til að gæta 2ja ára barns í Kringlumýri í tvær klukkustundir á dag eftir hádegi. Uppl. í síma 2-25-82. Tvítuga stúlku vantar vinnu. Vaktavinna eða kvöldvinna kemur til greina. Uppl. í sírna 2-10-31. Óskum eftir ræstingar- vinnu á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 1-98-59. Tek börn í gæslu hálfan eða allan daginn. Hef leyfi. Sími 2-20-67. Vantar mann eða ung- ling til landbúnaðar- starfa. Uppl. í síma 1-99-47. NÝSENDING 8 TEGUNDIR Kvengöluskór FALLEG VARA Póstsendum SKÓDEILD #m# Ármann vann Þór í fjörugum leik 25-21 Þór og Ái'mann frá Reykjavík képptu í íþróttaskemmunni sl. ■'sunnudag. Fyrirfram voru Ármenningar taldir sigurstranglegri, en leik- ur þeirra á sunnudaginn var ekki sannfærandi og ef þeir ætla að vinna aðra deildina verða þeir að leika betur. Lið Þórs og Ánnanns í þessum leik voru mjög áþekk, en spil lið- . anna byggist upp í kring um of fáa menn, og með því að taka úr umferð helstu skytturnar véikjast bæði liðin mjög mikið. Dómax-ar í þessum leik voru þeir sömu og dæmdu í skemm- unni kvöldið áður og gerðu þeir það ekki eins vel og fyrri dag- inn, og sagði einhver að dómara gæsla þeirra hafi verið svo- kallaður „timburmannadómur“. Nokkur harka var í leiknum og var þremur Þórsurum visað af leikvelli í tvær mínútur hverjum, og einum Ármenn- ingi. Fyi'sta mark leiksins gerði Björn Jóhannsson fyrir Ár- mann, en Sigtryggur jafnaði fyrir Þór með hörkuskoti stuttu síðar. Þorbjörn og Elías gerðu síðan næstu mörk fyrir Þór og var þá staðan orðin 3—1 eftir fimm mínútna leik. Þá tók Ár- menningurinn Hörður Harðar- son til sinna ráða og skoraði þrjú mörk í röð fyrir félag sitt og breytti stöðunni í 3—4 fyrir Ármann. Jón Sigurðsson kom síðan Ármanni í 3—5, en Sig- tryggur og Árni Gunnarsson skoruðu næstu mörk og jöfn- uðu muninn. Það sem eftir var hálfleiksins skiptust liðin nokk- uð á að skora, en Ármann hafði þó ávallt yfirhöndina og var staðan í hálfleik 9—12 fyrir Ármann. Þórsarar höfðu mjög slæma skotanýtingu í fyrri hálfleik og með smá heppni hefðu leikar getað staðið jafnir. Egill Stein- þórsson varamarkmaður Ár- manns kom fljótlega inná í leiknum eftir að Ragnar aðal- markmaður hafði ekkert varið, en Egill varði eins og ljón allan tímann og varði meðal annars nokkur línuskot. Ragnar í marki Þórs varði einnig mjög en hann er vaxandi mark- maður í hverjum leik sem hann leikur, hvort sem er í hand- bolta eða fótbolta. Ármenning- ar fengu tvö víti í fyrri hálf- leik og Þór eitt og var skorað úr þeim öllum. Síðari hálfleikur hófst á marki frá Pétri Ingólfssyni en á næstu 12 mínútum gerði hann fjögur mörk fyrir lið sitt, eða öll sem gerð voru á þeim tíma. Þórsarar voru einnig iðnir við að skora og rétt fyrir miðjan síðari hálfleik var staðan orðin 16—16. Síðan kom slæmur leik- kafli hjá Þór þar sem allt virt- ist ganga á afturfótunum og gerðu Ármenningar þá út um leikinn á stuttum tíma og var staðan þá orðin 17—21 fyrir Ármann. Síðan skiptust liðin á að skora og lauk leiknum með sigri Ármanns 25 gegn 21. í heild var leikurinn skemmti legur og spennandi, þrátt fyrir að getuleysi og mistök hafi allt- of oft sést. Leikur þessi var mun skemmtilegri en leikur KA og Fylkis daginn áður. Flest mörk Þórs gerði Sig- tryggur 7 (2 úr víti), Þorbjörn 4, Einar 3, Elías og Óskar 2 hvor og Ragnar, Gunnar og Árni eitt hver. Flest mörk Ármanns gerði Pétur Ingólfsson 8, Hörður Harðarson 7, Jón V. Sigurðsson 5, Óskar Árnason ög Björn Jó- hannsson 2 hvor. Næstu leikir Næstu leikir í deildinni verða um næstu helgi, en þá kemur Leiknir hingað norður og leik- ur við Þór á laugardag en KA á sunnudag. Ó. Á. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.