Dagur - 09.03.1977, Page 8
DAGUR
Aknreyri, miðvikudaginn 9. mars 1977
06
SPARIÐ BENSÍN
SKIPTIÐ REGLULEGA
Söguritun Akureyrar
Forseti bæjarstjórnar, bæjar-
stjóri og bæjarráðsmenn lögðu
fram á hátíðarfundi í gær, sem
haldinn var í tilefni af því, að
þá var 2500. bæjarstjórnarfund-
urinn, eftirfarandi ályktun:
Kirkjuvika, sú tíunda, hefst á
Akureyri á sunnudaginn. Sókn-
arprestarnir séra Birgir Snæ-
björnsson og séra Pétur Sigur-
geirsson skýrðu tilgang hennar,
og Rafn Hjaltalín fyrirkomu-
lag. Kirkjuvikunni lýkur á
sunnudaginn 20. mars. Auk
Rafns eru í framkvæmdanefnd,
Ragnheiður Árnadóttir og
Gunnlaugur P. Kristinsson.
Fram koma á kirkjuviku 21
leikmaður og 6 vígðir menn,
þeirra á meðal biskupinn, herra
Sigurbjörn Einarsson, sem flyt-
ur guðsþjónustu síðasta dag-
inn. Flutt verður list í tali og
tónum. En einkunnarorð þess-
arar kirkjuviku eru: Ástundið
réttlæti, trú og kærleika.
Séra Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson flytur messu á sunnu-
daginn. Helgi M. Bergs bæjar-
stjóri flytur aðalræðuna á
mánudagskvöldið. Á þriðju-
dagskvöldið flytur Gunnar
Þessi sóttu
um stöðuna
Þess hefur verið óskað, að blað-
ið birti nöfn þeirra, sem sóttu
um forstöðumannsstarf við
nýja íþróttahúsið í Glerárhverfi
og hreppti það Samúel Jóhanns-
son. Aðrir umsækjendur voru:
Arngrímur Kristjánsson, Hreið-
ar Jónsson, Ingólfur A. Guð-
mundsson, ísak Sigurðsson, Jón
Hensley, Magnús Jónatansson,
Rögnvaldur Jónsson, Sigrún
Aðalsteinsdóttir, Svan Ingólfs-
son, Vignir Jónasson, Víkingur
Guðmundsson, Þorbjörg Jó-
hannesdóttir, Þóroddur Hjalta-
lín. □
Góð
heimsókn
Leikflokkur frá ungmennafélag-
inu Efling í Reykjadal var á
ferðinni um síðustu helgi og
sýndi sjónleikinn Systur Maríu
í félagsheimilinu Miðgarði á
laugardag og sunnudag. Leik-
stjóri er Ingunn Jensdóttir, sem
einnig gerði leikmynd. Ellefu
leikendur komu fram á sýning-
um þessum og var þeim vel tek-
ið af leikhúsgestum, sem hefðu
mátt vera fleiri. Hafi þessir
ágætu reykdælir þökk fyrir
komuna og menningarlega
skemmtun. G. Ó.
DAGUR
aukablað, kemur næst út á
fimmtudagskvöldið.
í tilefni af 2500. fundi bæjar-
stjórnar Akureyrar samþykkir
bæjarstjórn að leggja fram úr
bæjarsjóði 2,5 milljóni króna til
ritunar sögu Akureyrar.
Ritun sögu Akureyrar hefur
Rafn Jónsson, læknir, erindi og
á föstumessu, á miðvikudaginn,
predikar séra Vigfús Þór Árna-
son, Siglufirði.
Á föstudaginn flytur Valdi-
mar Björnsson, fyrrum fjár-
málaráðherra Minnesotaríkis,
erindi.
Ljúfur ómur, eftir séra Jónas
á Hrafnagili, verður sunginn
öll kvöld kirkjuvikunnar, og
einsöngvarar og einleikarar
koma fram. Kirkjuvikur und-
anfarinna ára hafa verið ágæt-
lega sóttar. □
Bæjarstjórn Húsavíkur skorar
á Vegagerð ríkisins að hefja
þegar á komandi sumri fram-
kvæmdir við fyrirhugaðan veg
yfir Víkurskarð og hraða sem
mest þessari framtíðartengingu
byggða Við Skjálfanda og Eyja-
fjörð.
Greinargerð:
1. Vegurinn yfir Vaðlaheiði lok-
ast að jafnaði í fyrstu snjó-
um á haustin og er sjaldnast
fær á ný fyrr en frost er farið
úr jörðu.
2. Þar sem leggja á veginn yfir
Vaðlaheiði niður með til-
komu vegar yfir Víkurskarð,
er að mestu hætt að halda
honum við. Ástand hans er
því ætíð báborið og í engu
samræmi við vaxandi umferð
á þessum kafla „hringvegar-
ins“.
3. Vetrarleiðin milli Húsavíkur
og Akureyrar um Dalsmynni
er 27 km lengri en um Vaðla-
heiði og lengir því leiðina
milli staða um 28 prósent. Sá
vegur er lélegur og teppist
því oft, auk þess sem veruleg
hætta er á snjóðflóðum í
Dalsmynni og víðar.
verið á dagskrá all lengi, og á
sínum tíma kosin nefnd til að
vinna að framgangi þess máls.
Ymislegt hefur orðið til þess
að minna hefur orðið úr fram-
kvæmdum en til var ætlast. Er
þess að vænta, að með þessu
framlagi bæjarstjórnar komist
söguritunin á framkvæmdastig.
En saga Akureyrar er svo fjöl-
þætt, að hún verður ekki skráð
í eina bók, heldur safn bóka,
sem hver um sig fjallaði um af-
markað efni. □
Veitt úr Minningar-
sjóði ÞorgerÖar
Stjórn Minningarsjóðs Þorgerð-
ar S. Eiríksdóttur hefur ákveð-
ið, að fyrsta úthlutun úr sjóðn-
um skuli fara fram á þessu vori
við skólaslit í Tónlistarskólan-
um.
Sjóður þessi var stofnaður til
minningar um Þorgerði S. Ei-
ríksdóttur, sem lauk burtfarar-
prófi í píanóleik frá Tónlistar-
skólanum á Akureyri vorið
1971 og hélt þá um haustið til
framhaldsnáms í London. Hún
lést þar af slysförum 2. febrúar
1972 aðeins átján ára að aldri.
Væntanlegir umsækjendur
sendi umsóknir til skólastjóra,
Jóns Hlöðvers Áskelsonar, og
tilgreini aldur, námferil og
fyrirætíanir í næstu framtíð.
Ennfremur fylgi með gögn frá
skóla og kennurum.
Umsóknir þurfa að berast
fyrir 15. apríl n.k.
Stjórn Minningarsjóðs Þor-
gerðar S. Eiríksdóttur skipfc:
Eiríkur Stefánsson, Jón Hlöðver
Áskelsson og Soffía Guðmunds-
dóttir.
Minningarspjöld sjóðsins fást
í bókabúðum Huldar og Bók-
vals. (Fréttatilkynning).
Bæjarstjórn Húsavíkur felur
þingmönnmn Norðurlandskjör-
dæmis eystra að fylgja þessari
áskorun eftir við gerð vegalaga
í vetur. Jafnframt felur bæjar-
stjórn Húsavíkur þingmönnum
kjördæmisins að vekja í þing-
sölum athygli á þeirri staðreynd
að ekki verður gerður „hring-
vegur“ um ísland nema taka
með leiðina milli Akureyrar og
Egilsstaða. (Fréttatilkynning).
Eldvarnir
Vegna erindis Rafveitustjórnar
um upphitun húsa með raf-
magni og erindis frá eldvarna-
eftirliti um olíukyndingu í nýj-
um íbúðarhverfum, gerði bæj-
arráð eftirfarandi samþykkt á
fundi sínum 3. mars sl. á Akur-
eyri.
Bæjarráð sér ekki ástæðu til
að hvikað sé frá samþykkt bæj-
arstjórnarinnar frá 23. septem-
ber 1975 varðandi upphitun
húsa í bænum.
Bæjarráði er hinsvegar ljóst,
að næstu árin verða tímabundn-
ir erfiðleikar hjá þeim, sem eru
að byggja eða hefja byggingu
Kirkjuvikan hefst
n.k. sunnudag
Vetrarvegur yfir Víkurskarð
£7 £7
T ■pr- m ití (j>Ji - ^—> n D Tl
ii /m IJJ HSl . - m
• Tvær greinar á
sama meiði
Einar Bollason flæktist í
Geirfinnsmálið vegna mein-
særis afbrotamanns, sat í
fangelsi mánuðum saman,
saklaus með öllu og lýsti'
hugarkvöl sinni í sjónvarpi,
þegar hið mikla glæpamál
var upplýst. Fleiri saklausir
menn voru dregnir inn í
Geirfinnsmálið og með því
móti var unnt að tengja það
Klúbbmáli, spíramáli og svo
Framsóknarflokknum, eink-
um formanni hans, með þeim
hætti, sem nú er orðið frægt
að endemum. Meinsærið,
sem kom Einari Bollasyni í
fangelsi og rógurinn um Ólaf
Jóhannesson og fleiri ráða-
menn Framsóknarflokksins,
eru tvær greinar á sama
meiði.
• Ekki eru þessi
börn á
glapstigum.
Þótt margir veitist að æsk-
unni og telji hana nauinast
verðuga þess að erfa landið,
er það þó staðreynd, að börn
í Reykjavík sýndu bæði vits-
muni og dirfsku þegar þau
gengu á milli tóbakskaup
manna og óskuðu, að tó-
baksauglýsingamar yrðu
teknar niður í verslunum
þeirra. Þessi börn eru sannar-
lega ekki á glapstigum.
• Krafla enn í
brennidepli.
fslenskir jarðvísinilamenn
eru komnir svo longt í sinni
grein og hafa gert svo marg-
víslegar rannsóknir við
Kröflu, að þeir tímasetja
iarðhræringar samkv. þeim
hreyfingum á „jarðkvik-
unni í pottinum" þeim mikla,
:em ókyrrðinni veldur og
flæmist fram og aftur á milli
Kröflu og Gjástykkis og
kann að brjótast upp á yfir-
borðið. Síðasta helgi og þeir
dagar, sem nú eru að líða,
áttu að verða tímamótadag-
ar við Kröflu. Vísindamenn
hafa sett upp fleiri jarð-
skjálftamæla og liggja í snjó-
húsum og tjöldum á hinu
ókyrra svæði, til þess að
geta fylgst sem best með því
sem í undirdjúpunum gerist:
En ekki er ljóst, hvort þeir
eða jörðin sem þeir ganga
á austur þar, springa fyrr.
• Síðastur frá
borði.
F ormaður Kröflunefndar
hefur dvalið við Kröflu,
mörg framkvæmdaerindi að
reka, sem ekki er undarlegt.
Aðspurður um goshættur og
aðrar hættur, og hvemig
ganga mundi að láta fætur
forða sér ef til mikilla tíð-
inda dragi, kvaðst formað-
urinn ætla að ganga síðastur
frá borði eins og góðum skip-
stjóra sæmdi. Jarðskjálfta.
virkni hefur aukist síðustu
dagana á Kröflusvæðinu, —
ennfremur liefur land risið,
en mjög hægt. Vegna ótta
við eldgos var helgarfrí 100
starfsmanna lengt Jítilshátt
ar, en að öðru leyti er fram-
kvæmdum fram haldið.
• Kaffi
íslendingar drekka mikið
kaffi og verður gott af. En
kaffið hefur margfaldast í
verði á heimsmarkaðnum og
því verðlagi verðum við að
una eða drekka ekki kaffi.
Talið er, að enn muni kaffið
tvöfaldast í verði með vor-
inu.
Ástæðan fyrir háu verði á
kaffi, voru frost á hinum
miklu ræktarlöndum kaffis
í Brasilíu, sem eyðilagði
injög mikið af uppskerunni,
og kaffibirgðir cru á þrotum
í heiminum. Þau geta víðar
valdið skaða, ótímabæru
frostin, en á kartöfluökrum
íslendinga.
Sagt er, að nú sé mjög
vaxandi eftirspurn eftir tei
í veröldinni og að sú vara
hækki einnig í verði af þeim
sökum. En væri nú ckki ráð
að breyta lítið eitt neyslu-
venjuni sínum og taka upp
meiri tedrykkju hér á landi
en áður, í stað kaffisins? —
Það getur verið nokkur
sparnaðarráðstöfun, eh um
hollustuna skal ekkert sagt.
og olíukyndingar
húsa, enda er byggingu þeirra
hagað með tilliti til upphitunar
með hitaveitu. Óvíst er hins-
vegar að tenging hitaveitu geti
farið fram á þeim tíma, sem hús
eigandi óskar að hefja upphitun
hússins. Því getur orðið nauð-
synlegt að gera tímabundnar
ráðstafanir til upphitunar.
Bæjarráð leggur til að til þess
að leysa ofannefnt vandamál
verði eftirfarandi ráðstafanir
gerðar:
a) Veitt verði tímabundin
undanþága um frágang og stað-
setningu olíukyndinga, enda sé
framkvæmd og frágangur í sam-
ráði við byggingafulltrúa og
eldvarnaeftirlitið.
b) Bæjarráð beinir því til
Rafveitu Akureyrar að hún
leysi tímabundinn- vanda ein-
stakra húsengenda með rafhit-
un, eftir því sem kostur er, án
þess að um verulegan kostnaðar
auka sé að ræða fyrir rafveit-
una. Þau hús, þar sem sérstakir
erfiðleikar eru á að koma við
bráðabirgða-olíukyndingu verði
látin sitja fyrir rafhitun. Haft
verði samráð við byggingafull-
trúa og eldvarnareftirlitið um
afangreint atriði. □