Dagur - 09.06.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 09.06.1977, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjórn 111G6, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prcntverk Odds Bjömssonar hf. Togaraút- gerð í 30 ár Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan togaraútgerð hófst á Norður- landi. Gamli Kaldbakur kom til Akureyrar 17. maí 1947, eign Út- gerðarfélags Akureyringa hf., sem var almenningshlutafélag og með hon- um hófst norðlensk togaraútgerð. — Nokkrum árum síðar var hraðfrysti- húsið á Oddeyri byggt og fleiri tog- arar voru keyptir. í áföngum var frystihúsið stækkað og endurbætt og enn er þar áfangi í smíðum, en þar hefur einnig verið skreiðar- og salt- fiskverkun. Margir spáðu illa fyrir Útgerðar- félagi Akureyringa og norðlenskri togaraútgerð. Þeir spádómar rættust að nokkru, því félagið átti við fjár- hagsörðugleika að etja, en með veru- legum stuðningi bæjarfélagsins og fleiri aðila, stöðvaðist reksturinn aldrei, en útgerðin varð bæjarútgerð í reynd. Togaramir vom löngum fjórir og fyrir nokkmm árum var þessi skipastóll endumýjaður og em nú fimm skuttogarar í eigu ÚA. — Fyrst var keyptur franskur skuttog- ari, þá tveir færeyskir, en síðan tveir nýir spánartogarar. Allt hafa þetta reynst aflaskip, sem hafa verið með þeim hæstu í togaraflota landsmanna í aflamagni og aflagæðum. Hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hafa lengi unnið nokkur hundr- uð manns, bæði á sjó og landi, og því er ÚA ein af styrkustu stoðum atvinnulífsins í þessu bæjarfélagi, en aflar auk þess mikils gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. Endumýjun togaraflotans var mik ið fjárhagslegt átak, en ekki unnt að slá því lengur á frest en gert var. — Gamli Kaldbakur, sem hingað kom 1947 og var fengsælt veiðiskip til árs- ins 1974, kostaði aðeins tvær og hálfa milljón króna. Ný skip leystu síðu- togarana af hólmi og þau hafa gefist vel, jafnvel svo að telja má að nú séu orðin þáttaskil í sögu togaraút- gerðar á Akureyri, því hún og fisk- verkunin skilar sameiginlega mjög góðum hagnaði og em það bæði mikilsverð og ánægjuleg tíðindi. Hin góða fjárhagsafkoma ÚA á síðasta ári, sem nú hefur verið stað- fest á aðalfundi félagsins, bendir til þess að fyrirtækinu hafi verið vel stjómað, bæði af stjóm, framkv.- stjómm og verkstjómm fyrirtækisins. Þar hefur verið unnið til góðra starfs- launa. En síst mætti gleyma hinum mikla fjölda starfsmanna ÚA á sjó og í landi, bæði karla og kvenna, sem með hljóðlátri vinnu sinni hefur lagt gull í lófa fyrirtækis síns, bæjarfélags- ins og þjóðfélagsins alls — og þar með einnig í lófa framtíðarinnar. Sigurður Demetz Franzson: Tónlistarlíf á íslandi síðastliðin 20 ár Allir þeir sem áhuga hafa á tónlist, og einnig þeir sem starfa að tónlistarmálum, hljóta að vera mér sammála um það að miklar breytingar hafa átt sér stað á því sviði. Allt frá minnsta flautuleikara að heims- frægum selloleikara, frá ye-ye söngvurum að óperusöngvurum, frá minnsta kirkjukór og til 150 manna pólifóniskum kór eða fíl. harmoniskum kór, frá minnstu popphljómsveit til sinfoniu- hljómsveitar hafa orðið miklar framfarir. Allt þetta hefur verið að mestu leyti byggt upp hér á landi á sl. 20 árum. Þó má ekki gleyma því, að ýmis tækni til kynningar og flutnings á tónlist hefur breyst mjög á þessum árum. Má þar nefna útvarp, sjónvarp, plötur, segulbönd o. fl. Margt af þess- um hlutum var aðeins fjarlæg- ur draumur fyrir 20 árum síðan. Þátttaka manna í tónlistarlífi er mjög mikil hér. Ég get ekki bent á neinn 85.000 manna bæ á hinni söngglöðu ítalíu sem hef- ur eins margt starfandi fólk við tónlist á einn eða annaii hátt, s. s. í kórum eða hljómsveitum — eins og er í Reykjavík. Bær eins og Akureyri, með sína 12.000 íbúa, sem hefur starfandi tvo karlakóra, kvenna kór, barnakór, tvo kirkjukóra, lúðrasveit og tónlistarskóla með um 400 nemendum, finnst ekki á ítalíu. Er sennilega hæpið að nokkursstaðar sé til álíka bæjar félag, þar sem svo margir þátt- takendur eru á sviði tónlistar. Þó má ef til vill segja að nokkuð vanti á að tónlistarlíf og flutningur á tónlist hafi öðl- ast hér þann þess sem slíkt hefur meðal gamalla menninga- þjóða í Evrópu. Ég er viss um það að eftir 100 ár verður tón- listarmenntun og þekking á tón- list (tradition) komin á sam- bærilegt stig hér og meðal stór- þjóðanna. Tónlistarskólinn. , Ég tel mér það til heiðurs að hafa starfað og starfa við Tón- listarskólann á Akureyri og hafa verið vitni og þátttakandi í þeim stórkostlegu breytingum sem þar hafa orðið á sl. 3 árum. Sú mikla fjölgun nemenda, kammerstrengjasveit, strengja- sveit Tónlistarskólans, lúðra- sveit nemenda, madrigala kvint- ett o. fl. ber glöggt vitni um mikinn árangur í starfi skólans. Mikil fjölgun hefur einnig orð- ið í kennslugreinum og verður án efa farið að kenna á fleiri hljóðfæri áður en mörg ár líða s. s. obo, fagott o. fl. Það er eðjilegur draumur að einhverntíma komi frá þessum skóla einstaklingur sem getur sér frægð út í hinum stóra heimi listanna á sviði tónlistar. Það er nokkuð ríkjandi mis- skilningur að það eitt sé nóg að hafa góðan kennara til þess að nemandinn geti orðið mikill listamaður. •Vissulega er það mikið atriði, en ekki allt. Líkamlegir og andlegir hæfi- leikar nemandans, s. s. gáfur, skapgerð, heyrn, skilningur og tilfinning fyrir tónum, tilfinn- ing fyrir beitingu bogans á fiðl- una eða ásláttur á píanóið eru hlutir sem nemandinn verður að hafa fengið í vöggugjöf. Slíkt verður ekki kennt, aðeins er hægt að styðja nemandann í því að þroska þá hæfileika til þess að þeir verði honum að notum á braut listanna. Sigurður D. Franzson. Gott, tæknilega öruggt tón- listarfólk, er margt til. Slíkur starfskraftur er nauðsynlegur til þess að miklir stjórnendur geti gert góða hluti, s. s. í hljóm- sveitum og kórum. Þetta fólk verður þó ekki flokkað undir listamenn. Menn heyra oft í nemendum sem lært hafa hjá frægum kennurum. Sumir ná aðeins meðallaginu, en hinir eru langt fyrir ofan og einstaka nær á toppinn. Hvers vegna? Það er alkunn staðreynd og sannleikur að það er ekki hægt að búa til banana úr kartöflu eða demant úr glerbroti. Lista- menn verða ekki skapaðir, þeir eru fæddir sem slíkir. Það er einnig augljós stað- reynd og einnig hér við Tón- listarskólann á Akureyri að þjálfun og æfing þarf til ef ár- angur á að nást í námi. Þó að góður skóli og góðir kennarar séu nauðsynlegir þættir í námi, þá veltur einnig á miklu að for- eldrar fylgist með börnum sín- um í námi og stuðli að því, að þau stundi æfingar sínar heima og komi vel undirbúinn í þetta nám eins og annað. Þá fer nám- ið að skila árangri ef alúð er lögð við. Það er ekki löng leið héðan frá Akureyri og í tónleikasali í Reykjavík eða á svið Þjóð- leikhússins. Þetta er þó lengra en í fljótu bragði virðist. Oft liggur að baki þeirri leið margra ára nám erlendis. Að því námi loknu, fyrir þá sem árangri ná, eru möguleikar oft á tíðum fremur litlir til þess að lifa af list sinni og koma fram. Helst er um að ræða að koma fram í útvarpi eða sjónvarpi einu sinni á ári, sem einsöngv- arar með kórum við jarðarfarir, giftingar á félagssamkomum eða á héraðsmótum stjórnmálaflokk anna. Hér tala ég fyrst og fremst um þá sem söng stunda. Mögu- leikar annarra eru svipaðir. Slíkir möguleikar eru litlir til að skapa mikla listamenn. Væntanlega verður hér breyt ing, á næstu áratugum. Tónlist á Akureyri nú. Síðan ég kom til Akureyrar og fór að starfa að þessum málum, hefur aldrei verið jafn mikið tónlistarlíf í bænum og nú í vetur og vor. Sem maður er vinnur að tónlist, er ég mjög ánægður með allt sem mér hef- ur boðist að hlýða á, allt frá tónum yngstu barnanna og að hápunkti þess var á Tónlistar- dögum í maí. Það sem mér finnst einnig at- hyglivert og um leið ánægju- legt er hve áhugi almennings á tónleikum fer vaxandi hér á Akureyri. Er sá hlutur ekki síðri en að hér sé flutt mikil og góð tónverk. Án áheyrenda er slíkur flutningur lítils virði. Þó svo að ég hafi átt þess kost i mörg ár að hlusta svo til daglega á það besta sem flutt er í heimi tónlistar, þá er ég þakk- látur fyrir allt það sem ég hefi heyrt hér. Þegar ég hlusta á tónleika, þá met ég þá út frá flutningi í heild og þeim möguleikum sem þeir sem flytja, hafa, en geri ekki samanburð við það besta sem ég hef heyrt áður. Þess vegna get ég verið jafn hrifinn og ég var að hlýða á Messias eftir Hendel þegar það stórverk var flutt í íþrótta- skemmunni nú í vor. Þetta stóra spor sem þessi ungi kór, Passíu- kórinn, tók með því að ráðast í flutning á þessu stórverki, gekk eftir öllum kringumstæðum mjög vel. Þess vegna hafði það ekki mikil neikvæð áhrif á mig þó að hljómsveit þyrfti að stoppa tvisvar vegna skakkrar inn- komu, þó að hin unga sópran- kona, sem söng í fyrsta skipti þetta mikla hlutverk, kæmi einu sinni skakkt inn, þó að sjúkur óperusöngvari, sem söng tenórhlutverkið næði oft ekki réttri tónhæð og mjög titre-di rödd bassans næði oft ekl i ..ægj anlega vel til áheyrandanna. Þegar maður heyrir þennan frábæra og þekkta kafla. Halle- luja, fluttan af fullum krafti og sönggleði, þar sem áheyrend- ur stóðu í hrifningu, þá gleym- ir maður þeim mannlegu mis- tökum sem fyrir koma og meira en það. Þess vegna: þegar end- irinn er góður, er allt gott. Niðurstaða: Passíukórinn sem hefur og tekur aðeins inn í sín- ar raðir fólk sem les og syngur eftir nótum, hann verður vissu- lega þegar næsta stórverk verð- ur flutt, Sálumessa, eftir W. A. Mozart sterkari og betri. Hjart- anlega til hamingju. Ég hef aldrei látið mér detta í hug að ég sé á neinn hátt full- kominn, vegna þess að meðan maður lifir þá lærir maður og skilur að ekkert er fullkomið. Þess vegna tel ég mig ekki vera að gagnrýna neinn í þessum orðum. Það vita allir að það er ein- falt að gagnrýna, en hins skulu menn minnast að listin er erfið. Gagnrýni á að vera ströng og réttlát. Hafin yfir alla pólitík og persónulega góðvild eða óvild og ekki bundin neinum hags- munahópum. Gagnrýnandi má ekki vera bundinn neinu af þessu. Hann á að vera óháður öllum utanaðkomandi áhrifum og ábendingum og dæma hlut- ina út frá því sjónarmiði er list- ina varðar, ekki öðru. Ef gagnrýnandi hefur upp. á stall kór sem hefur kunnáttu í nótnalestri til að bera, þó svo að misræmis gæti á milli radda, er þá nauðsynlegt að dæma ann- an kór, sem hefur e. t. v. betri röddum á að skipa, þó svo að kunnátta í nótnalestri sé ekki fyrir hendi, þannig að ekkert sé vel gert og að jaðri við mann- vonsku að bjóða fólki á að hlýða? Ég álít að íslenskir karla- kórar sem í 50 ár hafa gefið, bæði hér og heima og öðrum þjóðum, marga góða og skemmti lega stund, eigi betra skilið. Öfund og afbrýði eru mjög ríkir þættir í okkur og okkar litla þjóðfélagi, sennilega jafn- sterka og sjálfstæðishvötinni. Ef illvilji og hefnigirni bætast við þá, er þetta bæði fyrir gagnrýn- andann og þá sem fyrir gagn- rýni verða, mjög hættulegt eit- ur. Þó vil ég hér til nokkurrar skýringa taka tvo gamla róm- verska málshætti: „De Gustibus non est disputantum“ — um smekk getur maður ekki deilt — „Quot caita tot sensus“ — svo margir hausar, jafnmargar skoðanir. Gagnrýnandi hefur vissum skyldum að gegna við þá sem gagnrýni lesa. Þeir verða því að haga skrifum sínum þannig að ekki sé um „þrugl“ að ræða, hvort sem þeir lofsyngja eða öfugt, eða jafnvel drepa með þögninni, og þó að um mikla listamenn sé að ræða. „Einn „söngur“ sem hreif mig mjög var þegar selloleikarinn Erling Blöndal Bengtson fram- kallaði nánast ofurmannlega tóna úr hljóðfæri sínu. Þetta framlag hans í þessu stórkost- lega verki Dvoraks hefði ég gjarnan viljað að væri gerð betri skil en í 35 fátæklegum orðum gagnrýnandans. Kóramir. Það atriði að allir félagar í kór- um geti sungið eftir nótum er nauðsynlegt og verður að stefna að því að svo geti orðið. í fyrsta lagi til þess að menn losni við þennan utanbókarlær. dóm. í öðru lagi til þess að geta sungið á réttan hátt og af kunn- áttu. í þriðja lagi má ætla að gagn- rýnendur skrifuðu af meira raunsæi um flutning karlakór- anna og jafnframt gerðu þá ráð fyrir að skrif þeirra væru tekin alvarlega. Það er því ljóst að mikill-kost- ur er að fólk kunni nótnalestur sé það í söng. Kostir þess hafa verið nefndir hér að framan. —- Auk þess má slá því föstu, að lög lærast á mun skemmri tíma sé nótnakunnátta fyrir hendi. Væri mjög æskilegt og nauð- synlegt markmið að vinna að þessu í áframhaldandi starfi kóranna. Auk þess verður starf stjórnanda mun auðveldara og þá gefur þetta hljóðfæri, þ. e. kór mikla möguleika. Hvar erum við á vegi og hvert stefnir Við erum á réttri leið og stefn- um fram á við. Hafa mætti að kjörorði orð Bessa Bjarnason- ar leikara: Vinna, vinna, æfa, æfa. — Með það að leiðarljósi má gera stóra hluti með . því fólki sem vinnur í söng-: og tónlistarmálum hér. 4•DAGUR „Hörpukliður blárra fjalla" Ljóðabók eftir Stefán Ágúst Kristjánsson Út er komin ljóðabókin Hörpu- kliður blárra fjalla eftir Stefán Ágúst Kristjánsson frá Glæsibæ við Eyjafjörð, yfir 250 blaðsíður. Prentsmiðjan Leiftur í Reykja- vík gaf út. Marga vini og kunn- ingja Stefáns mun fýsa að eiga ljóð hans saman komin í einni bók, en áður hafa birst eftir hann ljóð í blöðum og tímarit- um. Stefán Ágúst dvaldi lengst starfsævi sinnar á Akureyri, er kunnur bindindisfrömuður, unnandi söngs, tóna og annarra lista, stofnandi Tónlistarfélags Akureyrar og endurvakti lúðra- sveitina, búfræðingur að mennt, veitti sjúkrasamlaginu á Akur- eyri lengi forstöðu og var fram- kvæmdastjóri Borgarbíós um árabil. Stefán Ágúst samdi bæði ljóð og lög og er nú býsettur í Reykjavík, orðinn áttræður. — Starfsvettvangur Stefáns á Ak- ureyri spannaði nær hálfa öld. Maður með jafn eldlegan áhuga á sviði menningarmála, félags- mála og lista, kom víða við og kveikti margan þann neista, er enn vermir og lýsir, enda var hann einn þeirra, sem settu svip á bæinn, eins og Magnús E. Guðjónsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri segir í formála hinnar nýútkomnu ljóðabókar. Stefán Ágúst mun snemma hafa fengist við vísnagerð og ljóðasmíð, en sú íþrótt varð honum því hugleiknari, sem æviárum hans fjölgaði og ber ljóðabók hans því vitni, að höf- undi hennar er listhneigðin í blóð borin. Ljóðaunnendur munu taka Hörpuklið Stefáns tveim höndum og ekki verða fyrir vonbrigðum. Garðyrkjufélagið aðstoðar Ólafsson, sem var gjaldkeri fé- lagsins í 11 ár, en lét af því starfi á síðastliðnu ári, og Óli Valur Hansson ritstjóri Skrúð- garðabókarinnar og Matjurta- bókarinnar. Stjórn Garðyrkjufélags ís- lands er þannig skipuð: Jón Pálsson, formaður. Selma Hann- esdóttir, varaformaður. Ólafur Björn Guðmundsson, ritari. Berglind Bragadóttir, gjaldkeri. Einar Ingi Siggeirsson, með- stjórnandi. Varastjórn: Ágústa Björns- dóttir, Martha C. Björnsson, Þórhallur Jónsson. Skrifstofa félagsins á Amt- mannsstíg 2 er opin mánudaga kl. 2—6 e. h. og fimmtudaga kl. 2—6 og 8—10 e. h. Garðyrkjufélag íslands hélt að- alfund sinn 12. apríl sl. í árs- skýrslu formanns kom fram, að mikið og fjölbreytt starf hefur verið unnið á árinu. Margir fræðslufundir voru haldnir bæði í Reykjavík og úti á landi. Félagið hefur einnig annast fræskipti meðal félags- manna og séð um útvegun blóm- lauka. Á síðastliðnu ári kom út á vegum félagsins „Skrúðgarða- bókin", önnur útgáfa, en fyrsta útgáfan var löngu uppseld og er mikill fengur fyrir áhugafólk um garðyrkju, að sú bók sé nú aftur fáanleg. Á fundinum voru 2 félagar heiðraðir með gullmerki félags- ins, það voru þeir Gunnlaugur Frá Náttúrufræðifélaginu Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur Hins íslenska náttúru- fræðifélags fyrir árið 1976. Á aðalfundinum var Stefán Stef- ánsson bóksali í Reykjavík, sem verið hefur afgreiðslumaður Náttúrufræðingsins um áratuga skeið, kosinn heiðursfélagi. — Ennfremur var Ólafur Jónsson, fyrrverandi tilraunastjóri á Ak- ureyri, kosinn kjörfélagi í virð- ingarskyni fyrir hið mikla fram- lag hans til rannsókna á jarð- fræði Ódáðahrauns og á berg- hlaupum og ómetanlega gagna- söfnun um snjóflóð hér á landi. Árið 1976 starfaði félagið með svipuðum hætti og áður. Tíma- rit þess, Náttúrufræðingurinn, kom út, en nú undir stjórn nýs ritstjóra, dr. Kjartan Thors jarðfræðings. Haldnar voru sex fræðslusamkomur þar sem ýms- ir rérfræðingar fluttu erindi um náttúrufræðileg efni og sóttu þær um 420 manns. Fjórar fræðsluferðir voru farnar og tóku 150 manns þátt í þeim. Á aðalfundinum var sam- þykkt tillaga um að setja á lagg- irnar nefnd tíl ,að vinna að fjórðu útgáfu á Flóru íslands, en félagið á útgáfuréttinn að henni, þar sem mjög er tekið að saxast á upplag þriðju útgáfu Flóru sem kom út 1948. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Eyþór Einarsson ■¥ Hundaeigendur! Vinsamlega látið ekki hunda ykkar ganga lausa í bænum, en það er brot á reglugerðinni um hundahald í bænum og henni því ekki fylgt nógu vel. Dýraverndunarfélag Akureyrar. er formaður, Leifur Símonar- son varaformaður, Ingólfur Einarsson gjaldkeri, Sólmund- ur Einarsson ritari og Baldur Sveinsson meðstjórnandi. F élagar hins íslenska nátt!- úrufræðifélags og áskrifendur Náttúrufræðingsins v-iru um síðastliðin áramót um 1720. Þór tapaði á heimavelli Sl. miðvikudagskvöld léku á Þórsvelli á Akureyri Þór og Valur úr Reykjavík. Þegar leikurinn hófst var strekk- ingsvindur af suðri, og kusu Valsmenn að leika undan gol- unni. Þeir hófu strax mikla sókn og pressuðu stíft á mark Þórsrara. Á 14. mín. tók Albert Guðmundsson sakleysislega aukaspyrnu skammt utan við vítateigshorn Þórsara og skaut lausu skoti að markinu, en varnarmenn Þórs hopuðu undan boltanum, Ragnari markmanni til mikillar furðu og í netið fór síðan boltinn að lokum. Þarna náðu Valsmenn verðskuldaðri forustu. Á 17. mín. fékk Oddur Óskarsson gult spald hjá dómara eftir grófan leik. Ingi Björn Al- bertsson átti síðan dauðafæri á 20. mín. en skaut gróflega yfir. Valsmenn pressuðu fast að marki Þórs á 32. mín, en þá varði Ragnar glæsilega í horn. Besta tækifæri Þórsara kom á 40. mín. en þá skaut Jón Lár- usson úr þröngri stöðu, en boltinn fór í stöng og síðan fyrir markið, en Valsmenn náðu að hreinsa frá. Á 43. mín. fékk Guðmundur Kjartansson bakvörður Valsmanna tiltal og gult spjald hjá dómara. Fyrri hálfleik lauk því með sigri Vals, eitt mark gegn engu. í þeim hálfleik fengu Valsmenn fimm homspyrnur, en Þórsar- ar enga. Á 7. mín. seinni hálfleiks fékk Ingi Björn Albertsson góðan stungubolti inn í vörn Þórs og skoraði af öryggi framhjá Ragnari markmanni, og var þá staðan orðin tvö gegn engu fyrir Val, og vind- inn nokkuð farinn að lægja. Á 9. mín. fengu síðan Þórsarar sína fyrstu hornspyrnu, en fyrirliði þeirra, Sævar Jónat- ansson, fékk skömmu síðar að sjá gula spjaldið hjá dómar- anum. Á 29. mín. lenti Hörður Hilmarsson í samstuði við Þórsara, og mörgum til undr- unar fékk hann gult spjald fyrir það, og er undirritaður ekki grunlaus um að dómar- inn hafi gert það fyrir hina mörgu áhangendur Þórs sem sí og æ púuðu á Hörð þegar hann var með boltann, en Hörður lék áður með KA eins og menn muna. En það eitt að vera fyrrverandi leikmaður KA getur varla talist það ámælisvert að sýna þurfi gula spjaldið fyrir það. Á 41. mín. lenti loksins í alvöru slags- málum, þeir Gunnar Austfjörð og Guðmundur Þorbjömsson, en þeir voru fyrr í leiknum búnir að heyja margar brýn- ur. Dómarinn sýndi þeim báð- um rautt spjald og urðu þeir að yfirgefa völlinn. Á meðan dundaði Einar Sveinbjörnsson við að sparka í einn Valsmann, og fékk fyrir það gult spjald, en það hefði hann átt að vera búinn að fá áður fyrir ósæmi- legt orðbragð við dómara og andstæðinga. Á 43. mín. fengu Þórsarar gott markfæri þegar Jón Lár braust af harðfylgi í gegn um vörn Valsmanna en skaut yfir í dauðafæri. Leiknum lauk síðan með sigri Vals, tvö mörk gegn engu. Þessi úrslit verða að teljast sanngjörn, og eru Valsmenn tvímælalaust besta lið deildarinnar, enda valinn maður í hverju rúmi. Þórsarar börðust vel í leiknum að vanda, og með slíkum dugnaði ættu þeir að geta tryggt setu sína í deildinni, en það er sig- ur fyrir þá. Áhorfendur voru margir, og er sennilega hvergi á landinu jafnmikil aðsókn að knattspyrnuleikjum eins og hér á Akureyri, og er grátlegt til þess að vita, að aðkomu- liðin skuli hirða helming ágóðans. KA krækti í tvö stig á ísafirði Sl. miðvikudag fóru KA-menn til ísafjarðar og léku þar við heimamenn í annari deildinni í knattspymu. KA-menn fengu óskabyrjun í leiknum, þegar Ármann Sverrisson skor aði örugglega á 3. mín. Það sem eftir var leiksins skiptust liðin á að sækja og skall oft hurð nærri hælum við mörk- in, en þau urðu ekki fleiri í leiknum og sigruðu KA-menn með einu marki gegn engu. Haukar gerðu KA einnig greiða sama kvöld með því að vinna Þrótt úr Reykjavík, og eftir þriðju umferð keppn- innar eru Haukar og KA efst með 5 stig hvort. Stefánsmótinu í golfi lokið Stefánsmótið í golfi var hald- ið á Golfvelli Akureyrar fyrir skömmu. Keppt var um veg- legan farandbikar sem gefinn var til minningar um Stefán heitinn Árnason forstjóra Al- mennra Trygginga. Keppni þessi var forgjafakeppni, og urðu úrslit þau að sigurvegari var Jóhann Guðmundsson á 72 höggum, annar var Eiríkur Sveinsson á 73 höggum og þriðji Sævar Vigfússon á 75. Þá var einnig keppt í unglinga- flokki, en þar bar sigur úr býtum Jakob Kristinsson á 62 höggum, annar var Ágúst Magnússon á 64 og í 3.—4. sæti urðu Sveinn Eiríksson og Björn Kristinsson 65 högg. Flugfélag Islands 40 ára 3. júní s.l. Þess er minnst nú, að Flugfélag íslands varð 40 ára 3. júní. Agn- ar Kofoed-Hansen hafði reynt að stofna flugfélag í Reykjavík en tókst ekki, en norður á Ak- ureyri var áhuginn meiri, þar var félagið stofnað og síðan hef- ur vagga samfelldra flugsam- gangna staðið þar. Félagið var stofnað með 15 hluthöfum og skipuðu þessir menn fyrstu stjórnina: Vilhjálmur Þór, Krist- Við komu Boeing 727 þotunnar Gullfaxa 24. júni júní 1967komust landsmenn inn í þotuöldina. ján Kristjánsson og Guðmund- ur Karl Pétursson. Innanlands- flugið hófst skömmu síðar, en þróaðist ört. Utanlandsflugið hófst aftur á móti ekki fyrr en 1945, og þá til Largs í Skotlandi með fjóra farþega, en Jóhannes R. Snorra- son var flugstjóri. Þrjátiu ára af- mælis þessa fyrsta utanlands- flugs Flugfólags íslands var sér- staklega minnst með ferð til Largs, sem blaðamaður Dags tók þátt í og var hin skemmti- legasta. Árið 1950 hófst svo Græn- landsflugið hjá félaginu og hef- ur sú starfsemi haldist síðan. — Vélakostur Fí óx smám saman, áætlunarferðum og viðkomu- stöðum erlendis fjölgaði stöðugt, auk innanlandsflugsins, sem fé- lagið hefur annast. Upp úr 1970 hófst undirbún- ingur þess að sameina tvö is- lensku flugfélögin, Flugfélag íslands og Loftleiðir. Þær við- ræður báru árangur 1973 og sameiginlegt félag, Flugleiðir, hefur eflst og skilaði eftirtekt- arverðum árangri í rekstri sín- um síðasta ár. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.