Dagur - 20.07.1977, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ARG. AKUREYRI, MEÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1977
31. TÖLUBLAB
í höndum
heimsmanna
Mikið hefur verið rætt um
Þörungavinnsluna á Reyk-
hólum og erfiðelika henn-
ar. Reksturinn gekk illa,
svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Þá mynduðu
heimamenn félag, Heima-
menn sf., og vildu sjálfir
reyna rekstur yerksmiðj-
unnar. Þetta var samþykkt
af inðaðarráðuneytinu og
fjármálaráðuneytinu og
tóku heimamenn þá til við
þangskurðinn með nýju
vinnufyrirkomulagi, í stað
þangskurðarvéla. Nú er
eftir að sannreyna hvernig
til tekst í höndum nýrra
manna, sem eflaust hafa þó
lært meira og minna af
undangengnum byrjunar-
örðugleikum þessarar einu
þörungavinnslu á landi hér.
Ný viðhorf
Fyrrum höfðu menn ekki
áhyggjur af því hvort fisk-
stofnar voru ofveiddir, og
fram á allra síðustú ár spör-
uðu menn sér önnur heila-
brot en þau, sem verða
mættu til þess að auka
sóknina. Það tókst svo vel,
enda dyggilega aðstoðað af
öðrum þjóðum, að síldin
varð nálega útdauð fyrir
nokkrum árum og nú er
þorskstofninn í hættu. Og
þeir hálfvitar, sem eftir eru
af honum, eru farnir að
hrygna fyrir norðan og
spara sér að synda suður á
gömlu hrygningarstöðvarn-
ar fyrir sunnan land.
Þorskveiðibann
er alger nýjung
Til þess að þorskurinn fari
ekki sömu leiðina og síldin,
þarf að grípa í taumana,
segja fiskifræðingar og
hampa framan í þjóðina
tölum um skynsamlegar
veiðar næstu árin, eða þar
til stofninn hefur náð sinni
fyrri stærð. Það vill nú svo
til, að nú er langt komið
að veiða það magn þorsk-
fiskjar, eða 200 þúsund
tonn af 275 þúsund tonnum,
sem talin er hámarksveiði
í ár. Og nú verða þorsk-
veiðar bannaðar í þrjátíu
daga hjá skuttogurum og
þeim beint að öðrum veið-
um. En algert þorskveiði-
bann verður í eina viku. —
Þetta er alger nýlunda og
eflaust mjög skynsamleg
ákvörðun stjórnvalda að
grípa í taumana áður en
það er um seinan.
Fyrsta skráin
Fyrsta skattskráin, sem
hér á landi var lögð fram í
ár, var í Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Samkvæmt
henni eru álögð gjöld í um-
dæminu 3,7 milljarðar
króna.
Matstofa K. E. A. eða Súlnaberg við Hafnarstræti.
(Ljósm. Fr. V.)
Súlnaberg opnar
Leikskóli í
Lundahverfi
Samþykktar hafa verið teikn-
ingar að leikskóla í Lundar-
hverfi og lögð hefur verið fram
kostnaðar- og framkvæmda-
áætlun. Bæjarráð leggur til, að
félagsmáiaráði verið heimilað
að bjóða út bygginguna í sam-
ráði við húsameistara bæjarins.
Gert er ráð fyrir ,að skólinn
kosti 35 milljónir fullbúinn.
Útsvör
Álögð útsvör á Akureyri eru
samkvæmt skattskrá 777 millj-
ónir króna á þessu ári og að-
stöðugjöldin 226 milljónir, sem
er 23 milljónum króna hærri
upphæð en gert var ráð fyrir
við gerð fjárhagsáætlunar bæj-
arsjóðs.
Nýlokið er miklum breytingum
og endurbyggingum £ kjallara
og á fyrstu Hafnarstrætis 89 eða
þar sem áður voru Kjötbúð
KEA og Matstofa Hótel KEA.
Er hluti þessa húsnæðis var frá-
genginn eða þann 22. júní sl.
opnaði Hótel KEA þar matstofu
undir nafninu SÚLNABERG,
en þann 14. júlí sl. var fram-
kvæmdum að fullu lokið og er
Súlnaberg nú mjög vistleg og
rúmgóð matstofa þar sem 150
manns geta samtímis setið til
borðs og er þá meðtalið af-
markað svæði með 26 sætum
sem ætlað er dvalargestum
Hótel KEA. Svo sem Matstofa
KEA áður gerði, býður Súlna-
berg nú upp á rétti dagsins, þ. e.
þrjá mismunandi heimilisrétti,
auk mun fjölbreyttari sérrétta-
seðils frá grillinu en áður. —
Heimilisréttimir eru fram-
reiddir frá kl. 11.30 til kl. 21 en
grill-réttir til kl. 23, en Súlna-
berg opnar kl. 8 f. h.
Öll tæki á Súlnabergi eru af
hinni bestu gerð og má þar til
nefna kæliborð fyrir brauð, hita-
borð fyrir matarrétti, diskahit-
ara, fullkomna kaffikönnu,
vönduð grilltæki, auk fjölda
annarra tækja.
Með þessum framkvæmdum
er lokið fyrsta áfanga stækkun-
ar og endurbyggingar Hótel
KEA, sem áður hefur verið
greint frá í blöðum. Allar teikn-
ingar voru gerðar á Teiknistofu
SÍS. Trésmíðar og innréttingar
önnuðust Reynir sf. og Skipa-
smíðastöð K]EA, múrverk og
flísalögn Magnús Gíslason, raf-
lagnir Ljósgjafinn hf.t málningu
Stefán Jónsson og Björn Jóns-
Tuttugu leiguíbúðir hjá bænum
Leiguíbúðanefnd bæjarins leit-
aði nýlega eftir tilboðum í að
byggja 20 leiguíbúðir. Fjórir að-
ilar sendu tilboð, Híbýli hf.,
Smári hf., Aðalgeir og Viðar hf.
DAGUR
kemur næst út 27. júlí.
og Pan hf. Leiguíbúðanefnd og
bæjarráð hefur samþykkt að
ganga til samninga við Smára
hf., en heildarverð þessara 20
íbúða, samkvæmt tilboðinu, var
135 milljónir og 470 þúsund
krónur. Er þetta talið hagstæð-
asta tilboðið. íbúðunum verður
skilað fullfrágengnum og er hér
um fast verð að ræða. íbúðirnar
verða 2., 3. og 4. herbergja.
Heyskaparhorfur
Heyskapur er hvarvetna haf-
inn, sagði Ævarr Hjartarson
ráðunautur blaðinu á mánudag-
inn. Sprettan hefur verið mjög
ör um tíma og spretta því orðin
góð og tún óskemmd.
En heyskapur byrjaði mun
síðar en venja er við Eyjafjörð.
1 því sambandi má geta þess, að
eyfirskur bóndi hóf slátt nú á
sama tíma og hann var að ljúka
við heyskapinn í fyrrasumar.
En það er engin ástæða til að
óttast um heyforðann, þótt seint
hafi sporttið í ár. Nú veltur mest
á þurrkunum, því heyskapur
tekur skamman tíma ef vel
viðrar. Lítið er ennþá búið að
hirða af heyjum, sagði Ævarr
Hjartarson, ráðunautur.
Ævarr Hjartarson,
ráðunautur.
son, vatns- og skólplagnir Karl
og Þórður sf., uppsetningu tal-
og hljómflutningstækja Ólafur
Dan Snorrason. Uppsetningu
loftræstitækja, svo og járnsmíði,
annaðist Vélsmiðjan Oddi. Um-
sjón með framkvæmdum fyrir
hönd KEA hafði Gísli Magnús-
son. byggingameistarL
Bæjarráð sér ekki ástæðu til
að gera breytingar á fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs vegna þessa,
m. a. vegna þess að ekki hafa
fengist fullnægjandi lán til
nokkurra fyrirhugaðra fram-
kvæmda og vegna ógerðra
kjarasamninga við Starfsmanna-
félag Akureyrar .
Spyr ekki um lax
Gunnarsstöðum 18. júlí. Hér
gengur allt mjög þokkalega. Það
eru flestir byrjaðir að slá en
ekki þó allir. Og búið er að
hirða lítils háttar. Spretta er
sæmileg og ágæt á óskemmdum
túnum og nýræktum síðan í
fyrra.
Sjómenn á Þórshöfn reyta
ögn á færi, fá raunar góðan afla
stundum, en lítið þess á milli.
Á Þórshöfn er mikil og góð at-
vinna og í dag sá ég auglýst á
hurðum eftir mönnum í vinnu,
bæði járnsmið og lagermanni.
Því miður getum við ekki feng-
ið fólk að, því húsnæði vantar
tilfinnanlega. Ef húsnæðið
væri fyrir hendi, myndu ýmsir
vilja flytja til Þórshafnar, enda
er þar lífleg atvinna og ýmsar
framkvæmdir, auk sjósóknar,
fiskvinnslu og þjónustustarfa.
Laxveiðimaður við Hafra-
lónsá sagði mér í óspurðum
fréttum, að hann hefði drepið
mink, en um laxveiði spyr ég
aldrei, og kann því ekki veiði-
sögur að segja frá laxánum í
Þistilfirði. Ó. H.
Þeysa um allar
jarðir
Snæfellið kom með 130—140
tonn til Hríseyjar á mánudag-
inn og var þetta góður fiskur,
nær allt þorskur. Dekkbátar og
trillur hafa aflað heldur minna
en áður, en þetta er þó smáreyt-
ingur hjá þeim. En þeir bátar
eru allir með færi. Fólkið er á
kafi í vinnu, nema þeir, sem
farnir eru í sumarleyfin.
Hríseyjarferjan, sem raunar
heitir Sævar, fer upp á Árskógs-
sand tvisvar hvern virkan dag
nema miðvikudaga. Eru því
samgöngur greiðar, og einnig
ódýrar. Þá er hér á eynni flug-
völlur fyrir litlar vélar. En fast-
ar flugferðir eru engar.
Hingað til eyjarinnar hafa að
undanförnu margir gamlir Hrís-
eyingar komið, til að litast um
á fornum slóðum og eru þeir
heimamönnum kærkomnir,
sagði fréttaritarinn blaðinu á
mánudaginn. Ennfremur sagði
hann, að velmegun hefði aukist
með tilkomu skuttogarans Snæ-
fells, sem skapar mikla og mun
stöðugri vinnu en áður var.
Margir Hríseyingar eiga nú
bifreiðar og hafa þá á Litla- Ár-
skógssandi og þeysa á þeim um
allar jarðir þegar svo ber undir,
sagði fréttaritari blaðsins á
mánudaginn.
Golf
Húsavík 18. júli. Golfklúbbur
Húsavíkur er tíu ára um þessar
mundir. Af því tilefni heldur
hann opið golfmót á Húsavík
um helgina 23. og 24. júlí n. k.
Leiknar verða 36 holur með og
án forgjafar. Keppt verður í
karla, kvenna- og unglinga-
flokkum. Helgi Vigfússon og
Karl Hannesson, Húsavík, taka
á móti tilkynningum um þátt-
töku í mótinu. Þ. J.